Liðið gegn Stoke:

Liðið er komið og lítur svona út:

Reina

Carragher – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

Maxi – Gerrard – Lucas – Meireles

Kuyt – Torres

Bekkur: Jones, Kelly, Poulsen, Shelvey, Ngog, Jovanovic, Babel.

Koma svo! YNWA

115 Comments

  1. Þetta ætti nú að duga en maður veit aldrei með Liverpool þessa dagana.

    Koma svo YNWA

  2. það er bara 4-4-2…. maðurinn er með 2 framherja… hann er með hjálp handa Torres… bíddu what

  3. TLF, held að Hodgson sé hræddur við háloftaboltana hjá Stoke og þess vegna spili hann með 3 miðverði.

  4. Þetta lið ætti að duga til að éta Stoke, sáttur að RH sá að sér og setti ekki Pulsuna í byrjunarliðið, maður var orðinn ansi hræddur um það eftir ummæli vikunnar, hann á samt eftir að fá einhverjar mínútur.

  5. Mér líst mjög vel á þetta lið! Þetta ætti að vera meira en nóg til að klára Stoke að því gefnu að menn spili háa pressu og liggi ekki aftur og leyfi Stoke að bomba háum boltum inn í teig.

    Ég ætla að spá 3-1 sigri okkar manna, og Torres heldur áfram að skora.

  6. Djöfull verð ég BRJÁLAÐUR ef við náum ekki þremur stigum úr þessum leik!

  7. Af hverju heldurðu að Meirales sé á vinstri kantinum og Maxi á hægri ?
    Ég er allavega ekki sáttur með þetta lið því ég hefði vilja sjá Milan eða Babel á kantinum en þeir eru sennilega of sjókndjarfir leikmenn.

  8. Fínt lið, frábært að fá Kyrgiakos inn og vona að Kuyt verði frekar á kantinum, lucas og Meireles á miðjunni og Gerrrard fyrir aftan Torres, Meireles nýtist alls ekki eins vel á kantinum eins og á miðjunni..

  9. held þetta sé sterkasta uppstillingin sem völ er á… Carra sennilega betur treyst en Kelly til að verjast loftárásum Stókara… mætti svo sem alveg fá meiri hraða í þetta með því að fá Babel eða Jova inn, þrátt fyrir að þeir hafi nú reyndar ekkert verið að kveikja í húsinu þegar þeir hafa fengið tækifæri

  10. Það gerist mjög sjaldan að LFC fái 3 stig í sömu umferð þar sem man utd tapar stigum.

  11. 4 centerar í hópnum, Torres, Kuyt, Babel og Jovanovics. djúpur miðjumaður að spila hægri kant, miðjumaður að spila vinstri kant, miðvörður að spila bakvörð. Álagið er allt á Gerrard og Soto. guð blessi Liverpool

  12. Hljótum að vinna þennan leik með hinn sókndjarfa, tekníska og skapandi Jamie Carragher í hægri bakverðinum. Skil ekki afhverju Hodgson notar þetta tækniundur ekki á kantinum.

    Veðja á að þetta verði “kick & run” og endi 0-0 eða 1-1.
    Bakverðirnir okkar stjórna spilinu með löngum og háum sendingum á Torres.

    P.S. Hvar í fjandanum er Pacheco?

  13. Flott uppstillingin og það sterkasta sem völ er á..

    Það er undir þessum leikmönnum komið að ná sigri og ég hef fulla trú á því að það takist!
    Þetta verður erfitt en vonandi náum við að pota inn einu snemma.. Segi 0-2 Gerrard á fyrsta korterinu, Kyrgiakos á 60mín…

  14. Takk kærlega Ásmundur

    ég held að liðið gerir engar rósir í kvöld, nánast sama dauðþreytta lið og drullaði upp á bakk á mótti botnliði wigan.
    ég myndi reyna að fá eitthvern hraða í þetta td. setja jovanovich inná, hann er ábiggilega orðinn mjög spentur fyrir því að fá annað tækifæri til að sanna sig.
    En maður vonar það besta þó að að útlitið sé slæmt annað 1-1 jafntefli lucas skorar.

  15. koma svo! klifrum uppí 5 sætið 😀 vona bara að gudjonsen komi ekki inná og klári okkur.

  16. síðasti leikur þessara liða einkenndist af mikilli baráttu og háloftafimleikum sem sýndi sig best í því að stærstu mennirnir á vellinum Soto og Robert Huth skoruðu í 1-1 jafnteflisleik.
    Þegar að maður horfir á þennan leik þá öskrar hann á jafntefli en þar sem að Torres er að koma til baka þá held ég að hann geri gæfumuninn í dag og skili Liverpool 3 stigum í hús og 5 sætinu!
    KOMA SVO – YNWA!!!

  17. Varðandi Pacheco þá var varaliðsþjálfarinn að tala um að verið væri að vinna að því að gera Pacheco að kantmanni, þess vegna hefur hann ekki verið í hóp uppá síðkastið.

    Þessi leikur á vonandi eftir að vera skemtilegur og ég spái því að við setum tvö mörk í dag.

  18. Sælir félagar

    Þori engu að spá um þennan leik eftir reynsluna af þeim síðasta. Vona þó að okkar menn gyrði sig í brók og taki þetta. Koma svo Liverpool og jarða þetta Stoke lið.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  19. Ef við vinnum með fimm marka mun þá komumst við í 5 sætið 🙂
    Pylsan með þrennu, Lucas og Skrtel með hin tvö mörkin.

  20. BirgirÞór nr. 17 nei nei félagi, ef við tökum 7 sæti ef við vinnum en við þurfum að vinna 5-0 fyrir 5 sæti.Ég ætla að vera bjartsýnn og segja 3-0 gerrard með 2 eitt “gerrard special” og eitt úr víti og torres skori svo annað mark 🙂

  21. Sælir,
    ég fæ bara “Can not access SopcastService” þegar ég reyni að tengjast YES eða FOxSoccer á http://www.myp2p.eu … hvað gerir maður í því ? aldrei lent í þessu þrátt f. áralanga notkun á Sopcast

  22. Can not access sopcast survice, eru fleiri að fá þetta upp? inná myp2p

  23. Þetta lið hefur leikið gríðarlega vel (fyrri hálfleikur gegn Chelsea) og hræðilega illa (seinni hálfleikur gegn Wigan). Þetta snýst um viðhorf leikmanna. Þar er verk að vinna.

  24. Aron: Nú okei, þá er ekki búið að uppfæra töfluna á fotbolti.net

  25. Viðar, já sama hér! :-/ havent got a clue… einhver?? hvað er að Sopcast??

  26. Eru allir bara sáttir með að Skrtel fái að hanga inná? Hann er svo óöruggur og klaufskur í sínum aðgerðum og gefur mjög oft ódýrar aukaspyrnur á hættulegum stað!

  27. Það er gott að kallinn notar nánast sama lið og í tveim seinustu leikjum, þeir hljóta að vera ÚTHVÍLDIR eftir Wigan leikinn !!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

    Spái tapi 2-1

  28. váááá …annar leikurinn í röð þar sem streamið er í ruglinu ..ég bara trúi því ekki að maður þurfi að fara að punga út handlegg til að fá sér stöð 2

  29. Hvað er að frétta? Ætlum við að vera með í þessum leik? Bara Reina og heppni að þakka að við erum ekki komnir undir!

  30. skertel í ruglingu skil ekki af hverju hann fær ekki oftar dæmt á sig víti…. Og stoke er að yfirspila liverpool hér fyrstu 15mín, þetta endar með marki, það er ekket líf í liverpool mönnum

  31. Jæja,,,20 mín og liðið í tómu tjóni..vonandi hressist þetta nú eitthvað

  32. Glatað að sopcast sé off, hþað er miklu betra en það sem okkur er boðið uppá í kvöld…

    Það sem ég hef séð þá er Liverpool svo sannarlega með kúkinn í buxunum

  33. við erum að lenda í sömu vandræðum og gegn Wigan, nema við erum heldur verri í dag.

  34. grófir leikmenn hjá Stoke og dómari sem tekur ekki á því, svo virðist þetta vera frekar opið gæti fallið hvorum megin sem er þessi leikur.

  35. Þetta Liverpool lið er átakanlega lélegt, það er eins og enginn þori að taka boltann niður og spila honum, enginn sem getur tekið menn á og svo er vinstri vængurinn sennilega sá lélegasti sem ég séð, Maxi er slakur en Konchesky er eitthvað miklu verra, menn labba hreinlega framhjá honum. Ég hélt að ég ætti aldrei eftir að sakna Inzua en hann er svo mörgum klössum betri.

    Það er óþolandi að Hodgson virðist setja leikinn þannig upp að menn tjaldi fyrir framan sinn eigin vítateig og negli svo fram og treysti á að Torres geri einhver töfrabrögð. Mikið vona ég að við fáum að sjá bæði nýjan stjóra og allavegana 2-3 nýja leikmenn í janúar, það er algjört möst.

    En takk fyrir frábæra síðu strákar, þið eigið heiður skilinn fyrir ótrúlega óeigingjarnt starf.

  36. Kuyt er ekki að nýtast neitt með Torres, og virkilega slæmt að spilið farið í gegnum Carra

  37. Það er næstum þvi jafn vont að horfa á þetta og Wigan leikinn. Wigan voru þó mun hætturlegri. Þetta stoke lið getur ekkert.

    En við erum aftur á móti ótrúlega lélegir að halda boltanum, hvað er málið. Og verð ég bara að nefna hann Carra !!!!!! Búin að telja svona 15 spörk hjá honum eitthvað út í loftið sem lenda ALLTAF á Stoke mönnum.

    Orðinn algjörlega endanlega sannfærður um að Hodgson er ekki maðurinn til að gera nokkuð með þetta lið og því fyrr sem hann hverfur á brott því betra.

  38. Ekki er það fallegt bræður og systur. Þetta Stoke lið hlýtur að núllstilla kvarðann í andfótboltanum.

  39. stoke er buið að vera meira með boltan inní teig hjá okkur en við á vallarhelmingi þeirra

  40. Sælir félagar

    Þetta er sami drulluboltinn á í leiknum gegn Wigan. Hvaða helvítis hugmyndir hefur RH um fótbolta. Hann virðist ekki geta lagt upp sóknarbolta á útivelli gegn svona skí…liðum eins og Þessu Stoke liði. Ég legg til að kall fjandinn verði látin fara í leikhléinu.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  41. Það eru nú meiri leiðindin að horfa á þetta lið spila fótbolta undir stjórn þessa manns.
    Það er nákvæmnlega ekkert að gerast!

  42. Ég verð að segja að þetta er að spilast nákvæmlega eins og ég hafði ímyndað mér. Þetta Stók lið er örugglega líkamlegasta liðið í fótboltanum í dag og spila engann kerlingabolta. Ég er búinn að horfa á nokkra leiki með þeim á þessu tímabili og flestir leikirnir hafa spilast eins og þeir vilja, þ.e. háir boltar og ótrúlegt en satt þá reyna leikmenn liðsins að fá innköst.

    Ég er ánægður með Skrtel það sem af er leik. Hann er að spila ágætlega á móti Jones og notar það sem hann hefur í baráttunni.

  43. Tók tímann á öll innköst Delap’s alveg frá því að hann tekur upp boltann og hann sleppur honum.
    Nákvæmlega fóru 2:17 mínútur í þessi innköst.

  44. jæja vonandi að menn vakni aðeins til lífsins í seinni hálfleik og skapi amk eins og eitt marktækifæri… annað hvort að fá Ngog fram með Torres eða bara setja Kuyt á vænginn, Meireles á miðjuna og Gerrard framar… sóknarleikurinn er allavega steingeldur eins og er, mætti líka alveg skoða að setja Jova inn fyrir Maxi

  45. Jahérna, maður sér það langar leiðir að liverpoolmönnum langar hreinlega ekki að vera þarna inná vellinum, og hafa ekki hugmynd um hvernig þeir ætla að spila þennann leik !!

  46. Fínn fyrri hálfleikur, eina sem vantar er kannski að koma boltanum meira á Carra svo hann geti sent meira af þessum glæsisendingum sínum fram völlinn.

  47. Það á að banna að nota handklæði til að þurrka boltann. Hvað næst? Að Delap fái vaskafat og uppþvottabursta til að þvo skítinn af boltanum líka?

  48. það þarf að gera 2 breytingar í hálfleik skirtl útaf kelly inn og svo þarf lucas út fyrir Babel eða Jovanovic

  49. Ef það væri til sanngirni í fótbolta værum við undir í hálfleik með a.m.k. einu marki. Sama skitan og geng Wigan 🙁

    P.s. Sorry Krulli # 18 gaf þér óvart thumbs down í staðinn fyrir up, algerlega sammála þér.

  50. Það eru mörg ár síðan Mourinho fattaði það að “leyfa” carra að bera upp boltann hjá okkur, nú eru flest lið farin að gera þetta gegn okkur og ætli smárinn hafi ekki laumað þessu trixi að drottnara sínum

  51. Svona spilamennska gengur bara hreinlega ekki lengur. Óskandi að Kanarnir séu á sömu skoðun og bíði ekki mikið lengur með að losa sig við Woy. Hann er gjörsamlega clueless.

  52. Ef seinni hálfleikur verður eins og sá fyrri eða verri þá liggur við að maður horfi ekki á annan leik fyrr en einhver annar er kominn í brúna! Ég ætla ekki að lofa því einfaldlega af því að maður getur aldrei haldið sig frá skjánum þegar Liverpool er að spila. Sama hversu pirraður maður verður yfir leiknum.

    Kalla eftir breytingum!!!

  53. Ég skora bara á einhvern Liverpool mann að halda því fram að þetta sé eitthvað annað en mátulegt á okkur fyrir þetta kjánalega, aumingja, asnaspil. Hvort sem það er þjálfaranum eða einhverjum öðrum að kenna þá er þetta bara það sem við eigum skilið.

  54. Eins og ég sagði. Það átti að reka kallhelv… í leikhléinu. Þvílíkur djöfulsins drullubolti sem þetta lið er a’ð spila hjá honum. Andskotinn bara.

  55. Carra verður að fara úr þessu liði. Hann er gjörsamlega búinn að vera. Það er ekki pláss fyrir hann í Liverpool lengur.

  56. Þetta var samt það besta sem gat gerst, fyrir utan að skora sjálfir…

  57. Kyrgiakos að skapa hættu eftir fast leikatriði. Það og að Gerrard og Torres sýni einhverna snilld virðist vera það eina hættulega sem Liverpool getur gert á þessari leiktíð!

  58. Tala um að Carra sé lélegur, hvað er Srtle eða hvað sem að heitir að gera þarna……HANN KOSTAÐI OKKUR 9 MILLJONIR PUNDA….þetta er eitt mesta drasl sem að við höfum eignast…Poulsen lítur bara nokk vel út við hliðina á honum….í svona alvöru talað… þegar talað er um léleg kaup.

  59. þetta er Glæsilegt spiluðum við Wigan núna síðast þeir voru i 19 sæti og við vorum heppnir að ná jafntefli við þá og nú er Stoke i 19 sæti og þeir eru nokkrum klössum betri en við í þessum leik þeir spila boltanum miklu betur og eru að nota kantanna miklu betur en við. ég vona svo innilega að þetta sé síðasti leikurinn sem hann Stjórnar þessi blessaði Þjálfari svo er bara að vona það besta að við kaupum vonandi 4 leikmenn i januar því ekki veitir af

  60. Ég lét ársgamlan son minn draga miða (1, X eða 2) fyrir leikinn til að spá fyrir um leikinn (ekki ólíkt kolkrabbanum þýska) og í tvígang dróg hann 1. Hættur að horfa á þessa hörmung. Það er eitthvað stórkostlegt að hjá þessu liði.

  61. Dómarinn er bara heinlega að drulla upp á bak.. Fuller .. keyrir í bakið á srktel svo er með olnbogann uppiii andlitið eeeenn dæmir samt brot svo á Skrtel. ég er ekki alveg að fatta þesssa hluti…. Stoke er að spila þannig bolta sem ég vil alls ekki að sjá ……. okkar menn eru alls ekki að að leggja lif og sál i þetta… svo einfalt þetta… Hogdson getur ekki unnið á útivelli… Og ég dauðsé eftir Pennant…

  62. Óheppni að tapa þessum leik, eða það mun örugglega Hodgson segja.

  63. Strákar hvað eruð þið að væla yfir dómanum???? við erum að skíta uppá bak, einhver versti bolti sem ég hef séð á minni ævi. Þó svo að dómarinn væri búinn að dæma hvert einasta atriði með okkur væri staðan samt 2-0 fyrir Stoke!!
    P.S Er gjorsamlega að missa vitið á þessum háu sendingum hjá Carra! maðurinn getur ekki sent boltann

  64. BBC : Liverpool have a free-kick 30 yards out, Steven Gerrard runs over it and Paul Konchesky smacks it miles and miles into the night sky at the Britannia Stadium. That is a horror show.

  65. Hodgson: Láttu Konchesky taka aukaspyrnuna
    Gerrard: Nei, við viljum vinna leikinn
    Hodgson: Þá tek ég þig úr byrjunarliði
    Gerrard: Ok
    Hodgson: Skjóttu jafn hátt yfir og þú getur
    Konchesky: Ok

  66. Held að öll liðin í deildinni myndu reka Hodgson eftir þennan leik. En Liverpool eru ekki að fara að gera það.

    Ég er gjörsamlega búinn að fá nóg af því að horfa uppá þennan mann stýra liðinu sem ég elska svo heitt niður í skítinn!

  67. Er kominn með nóg að fylgjast með Liverpool FC djöfull er erfitt að horfa á þetta lið spila í dag! Ekkkert marktækifæri á móti Stoke er brotrekstur í starfi! BURT MEÐ ROY ROGERS!!

  68. Lucas hefur verið og er lélegasti leikmaðurinn okkar ásamt Konchesky.

  69. Þetta er bara orðið súrrealíst! Það þarf að láta manninn fara ekki seinna en á stundinni! Þetta er orðið fullreynt!

  70. Sannfærandi 2-0 tap á móti lélegasta liði deildarinnar Stoke. Hvers á maður að gjalda??

  71. Hodgson geturu sagt af þér í virðingarskyni við Liverpool?

  72. Ef að RH verður ekki rekinn eftir þetta að þá fer álit mitt á nýjum eigendum minnkandi!!!!!!!

  73. Jónas..

    Hvort sem að það eru 0.9 m eða 9m þá er hann ekki húsum hæfur þessi gaur.

  74. Sko, ég á ársgamlan son sem ég ætlaði að heilaþvo og gera að Liverpoolmanni, en eftir að hafa séð þetta lið spila í vetur þá er spurning hvort ég yrði ekki kærður fyrir mannvonsku. Burt með Roy.

  75. Ég held að ef Hodgson væri gengi út úr herbergi sem maður væri staddur í fyndist manni eins og einhver hefðu verið að koma inn.

  76. Og thetta hafdi RH ad segja ad leik loknum : It’s a bad result every time you lose, and it’s difficult to give an assessment straight after you’ve been beaten. When we went 1-0 down we were forced to take some risks and they almost got us back into the game so unfortunately not. Most of today we’ve defended long throws and long ball forward and balls pumped into your penalty area, so it’s a very different game to that against Chelsea. It’s a special game, this one. You have to defend stoutly and do more going forward than we did.”

  77. Bara ef Liverpool hefðu ekki fengið þessi tvö mörk á sig. Þá hefði Mr. Hodgson líklega skálað í freyðivíni til að fagna “frábæra stiginu” en svo er víst ekki.

  78. Liverpoolfc.tv Man of the Match: Jamie Carragher.
    ERU ÞIÐ EKKI AÐ GRÍNAST?

  79. Nr. 113. Það segir bara allt um þennan skelfilega leik.
    Maður veit ekki hvort maður eigi að hlægja eða gráta!

  80. Sá þetta á gamecastinu hjá ESPN ” The last time Stoke beat Liverpool, Apple released their first Macintosh computer. That was a long time ago.” Held að þetta segi allt sem segja þarf um þann skít sem Liverpool er í. Sá sem betur fer ekki nema fyrri hálfleikinn og maður sá að liðið væri ekki að fara að gera eitthvað af viti.
    Roy virðist bara ekki átta sig á því að hann er ekki stjóri Fulham og svona framistaða aftur og aftur á móti lélegum og miðlungsliðum er bafa ekki liðin.

Stoke er ekkert djók

Stoke 2 Liverpool 0