Eftir frekar neikvæða upplifun af enskum fótbolta síðustu 12 dagana er komið að næsta ævintýri okkar ástkæra liðs, gegn botnliði West Ham á heimavelli.
Höfum mikið rætt það hér í vinnunni minni Púlararnir hversu skrýtinn maður er, að sveiflast í geði eftir frammistöðu þessa íþróttahóps í Bítlaborginni en svo auðvitað þegar kemur að næsta leik verður maður aftur spenntur og mun leggja það á sig að fylgjast með baráttunni á iðagrænum Anfíldarvöllum seinnipart laugardags.
Þó maður sé þessa dagana alltaf í hálfgerðri óvissu um afurðina og lofi alltaf fjölskyldunni sinni að láta ekki neitt skemma laugardags- eða helgargleðina. Eins og það sé séns 😉
Uppstillingin
Ég bara viðurkenni það að ég er algerlega í myrkrinu með liðsuppstillinguna eftir það sem á undan er gengið, síðast bárust fréttir af meiðslum Jay Spearing á æfingu morgunsins svo að þar með datt upp sá möguleiki að hann fengi að verjast með Poulsen á morgun, SEM BETUR FER!
Aurelio og Johnson komnir í leikform, Kuyt, Skrtel og Torres sluppu við alvarleg meiðsl í vikunni og útfrá einhverju þarf maður jú að raða upp. Ég er búinn að velta öllu upp sem mér dettur í hug, horfði á varaliðsleikinn í vikunni, reyni að kortleggja þátt Sammy Lee í þessu öllu og allt.
Þess vegna fannst mér ákaflega erfitt að landa einhverri lausn og er bara alls ekki að leggja húsið mitt sem ég leigi undir það að þetta verði endanleg liðsskipan. En reynum!
Mín hugmynd:
Johnson – Kyrgiakos – Carragher – Konchesky
Maxi – Poulsen – Meireles – Aurelio
Kuyt – Torres
BEKKUR: Jones, Kelly, Jovanovic, Shelvey, Skrtel, Ngog og Babel.
Ég semsagt tippa á það að Johnson fái leyfi til að sýna sig sóknarlega en svo verði reynt að vega það upp að Gerrard og Lucas eru í burtu með því að setja Aurelio á kantinn til að styrkja varnarþátt liðsins. Ég ítreka það eins og áður að ég hefði ekki stillt liðinu svona upp en þessi upphitun á að reyna að miðast við það sem ég held að Roy Hodgson sé að hugsa. Aurelio var góður í varaliðsleiknum og ég er eiginlega viss um að hann fær að byrja. Vonandi tekur hann plássið af Konchesky og Jovanovic fer á kantinn, en ég held að þetta verði útgáfan sem þjálfarateymið leggur upp með.
Shelvey var reyndar tekinn útaf í hálfleik varaliðsins svo vel má vera að hann fái að byrja og þá annað hvort undir Torres eða á öðrum hvorum kantinum í stað Aurelio eða Konchesky í byrjunarliðinu. Það væri líka fínt!
Uppleggið
Á morgun spilum við gegn neðsta liðinu og vanalega værum við að tala um hápressu og sókn okkar manna.
Ég held þó að sú verði ekki raunin, heldur verði byrjað á að reyna að stilla miðjuna saman með því að halda boltanum, vera þéttir og skipulagðir í aðgerðunum, með áhersluna lagða á það að smátt og smátt aukist sjálfstraustið okkar og við siglum svo þremur stigum í höfn.
Það verður ekki síður forvitnilegt að fylgjast með stuðningsmönnunum því mikillar óþolinmæði er farið að gæta hjá okkur öllum og ég spái því að leikmenn muni finna sterka kröfu frá vellinum um sóknarbolta og pressu, enda hafa þær örfáu mínútur sem hafa glatt mann í vetur verið þegar þeirri leikaðferð er beitt.
Mótherjinn
West Ham á í vanda. Sitja neðstir, skora lítið og leka mörkum. Þegar Avram Grant tók við liðinu voru töluverðar væntingar gerðar til þeirra, en fyrst og fremst er hægt að kenna slakri frammistöðu lykilmanna liðsins um slælega framgöngu það sem liðið er af vetri.
Robert Green, Matthew Upson, Scott Parker og Carlton Cole eiga að bera þetta lið uppi en hafa átt afar erfitt á grasinu hingað til og vonandi verður svo áfram seinnipart laugardagsins. Grant hefur verið að reyna að færa liðið ofar á völlinn í pressunni en hefur átt í vanda með miðjuspilið og uppbygginguna úr vörninni.
Þetta er hávaxið lið sem hefur valdið usla í set-piece atriðum sem við þurfum að vara okkur á.
Samantekt
West Ham United vann síðast á Anfield árið 1963.
Það eitt á að segja okkur það að það er skilyrðislaus krafa að við horfum ekki upp á tap, og miðað við stöðu Hamranna í deildinni er krafan einnig klárlega sú að við verðum þremur stigum ríkari á laugardagskvöld og fjölskyldurnar okkar geti skemmt sér með okkur yfir Hringekjunni á RÚV!
Maður er samt bara alls ekki viss um neitt þessa dagana, en ég vona þó að mikil pressa á öllum vígstöðvum muni draga það besta fram í leikmönnum og þjálfarateymi og muni skila sér í nokkuð öruggum sigri, mér segir hugur um 2 – 0 stöðu eða 3 – 1 eftir erfiða byrjun á leiknum.
Held að Kyrgiakos setji allavega eitt!!!
KOMA SVO!!!!!!!
Stressaður – Pirraður – Hræddur – Kvíðinn en samt smá spenntur.
Svona líður mér fyrir þennan leik sem er fáránlegt þegar verið er að spila á móti neðsta liðinu í deildinni. Ég á bara að vera spenntur en ekkert annað.
Vona bara að ég geti verið glaður á laugardagskvöldið.
YNWA
Hvar er Joe Cole?
Annars líst mér ágætlega á liðið sem þú stingur uppá. Ef Hodgy ætlar að láta þá liggja til baka þá slekk ég á sjónvarpinu.
Joe Cole er meiddur, en verður hugsanlega tilbúinn í leikinn gegn Tottenham um næstu helgi.
Ég væri til í að sjá Wilson koma inn í vörnina. Skertle getur nákvæmlega ekki neitt hann er með verri skallatækni en Crouch og væri ég til í að sjá Grikkjan og Wilson saman í vörninni geyma líka Carra þó ég telji það ólíklegt.
En annars er ég als ekkert bjartsýnn á þennan leik og ætla bara að spá 0-0 vona að við náum að spila almennilega fótbolta og vinnum 4-0 en það kæmi mér ekki á óvart að Hodgson sett enn eitt metið með því að tapa á móti West Ham.
Ég þori að veðja að þetta fer 0-0 eða 1-1… Ef við töpum þessum leik… þá ætla ég að kaupa mér flugmiða, fara út og láta RH hverfa fyrir fullt og allt (það er fótboltanum til góðs)
SÓKN ER BESTA VÖRNIN, Vörn er ekki besta sóknin!
Liðið sem ég vil sjá á morgun er svona.
Kyrgiakos og Wilson í miðverðinum, Johnson í hægri bak og Aurelio í vinstri bak. Maxi á hægri kanntinum og Jovanovic á þeim vinstri. Á miðri miðjunni væru svo Meireles og Shelvey og frammi Torres og Kuyt.
Þetta lið myndi gjörsigra West Ham, en ég er því miður sannfærður um að þetta verður ekki liðið.
Verst að besta backup planið fyrir Gerrard er í láni hjá Juve.
Ja hérna. Ég kvartaði í pistli í gær yfir því að Hodgson myndi líklega ekki taka handbremsuna af liðinu á morgun og myndi stilla upp allt of varnarsinnuðu liði en miðað við fréttir á Twitter er þetta lið sem búist er við að spili á morgun MJÖG sókndjarft á pappírnum:
Johnson – Carra – Skrtel – Konchesky
Kuyt – Meireles – Poulsen – Maxi
NGOG – Torres
Ngog og Torres saman frammi! Jibbí!! Einnig, Johnson í bakverðinum sem þýðir væntanlega að það á að sækja upp vængina og Kuyt verður þarna líka að skapa fyrir senterana.
Persónulega hefði ég frekar viljað sjá Shelvey en Poulsen en ókei, læt það vera. Meireles verður sóknarmiðjumaðurinn og leikurinn á morgun er mjög, MJÖG stórt próf fyrir Poulsen. Hann fær þennan leik til að sýna að hann eigi eitthvað erindi í þetta lið. Vonandi nýtir hann það.
Er skyndilega talsvert bjartsýnn fyrir þennan leik.
Skemmtilegt upphitun Maggi. Gaman þegar menn leggja þetta svona upp og hafa þetta ekki allt of langt en hnitmiðað.
En að leiknum á morgun, það er væntanlega erfitt að segja hvað Hodgson er að pæla en það er þó auðveldara en með fyrirrennara hans sem tók yfirleitt þá útur liðinu sem gátu eitthvað í síðasta leik okkur öllum til sællar minningar. (held að hann hafi verið í einhverskonar veðmáli um hver gæti breytt byrjunarliðinu oftast)
Hef tekið eftir því að undanfarið þá hefur liðið einmitt ekki verið eins og spáð hefur verið fyrir daginn áður öfugt við fyrripart tímabilsins þegar það var alltaf rétt daginn áður. Ég væri samt virkilega til í að sjá Ngog frammi með Torres. Strákurinn er nokkuð lunkinn að halda boltanum uppi á vellinum, eitthvað sem okkur hefur vantað í undanförnum leikjum.
Spái þessu 2 0 á morgun þar sem Torres og Meireles setja hann og Poulsen fer á kostum.
Við jöfnum þar með hið stórkostlega lið Tottenham að stigum (sem tapar fyrir Arsenal) liðið sem menn halda ekki vatni yfir þessa dagana og þar sem næsti landsliðsþjálfari Englands ræður ríkjum.
PS: við erum ekki með einn einasta kanntmann í okkar liði og höfum í raun ekki verið með slíkann mann í mörg herrans ár !! Hvað er eiginlega málið ?
Þó við fengjum 6 stig fyrir leikinn þá væri samt til of mikils ætlast að við skemmtum okkur yfir Hringekjunni.
Ég vil þakka Stjánabláa fyrir jákvæðnina. Þakklátt að fá svona jákvætt viðhorf og ég er ekki frá því að hún hafi lyfst aðeins liverpool-brúnin.
Ég skil ekki af hverju Skrtel og konchesky séu inná ef Aurelio og Kirgiakos eru heilir. Einnig mundi ég vilja hafa Pacheco eða Shelvey í staðin fyrir Poulsen. Þó að Shelvey hafi verið lélegur í síðasta leik þá vill ég frekar hann er Poulsen. Svo á Liverpool að pressa miklu hærra á völlin heldur en þeir gera. Við erum stærra liðið og eigum að pressa og sækja.
Þetta verður mikil prófraun fyrir pulsuna okkar, vona svo innilega að hann sýni góða framistöðu á morgun ef ekki, þá er farið að halla afskaplega undan fæti hjá honum!
Finnst allt í lagi að vera jákvæður fyrir þessum leik því það er lítill séns að RH nái að setja upp varnarsinnað lið, SEM BETUR FER!!!!
Vill sjá Pacheco á bekknum og að strákurinn fái séns…neita að trúa því að þessi drengur sé útí kuldanum vegna mætingar á eina helv…æfingu!
Þetta er síðasti séns hjá pulsunni. Ef hún gefur ekki neitt mark og á svona 10 sendingar á samherja og eina upp völlinn þá mun ég fagna og býð hann velkominn i liverpool.
Einhvernveginn finnst mer að pulsan eigi eftir að choka !!!
Já þetta lið á að vinna West Ham any day Kristján. Vonum að þeir haldi haus og klári dæmið. Setjum jákvæðni á þetta 🙂
Fínt (Samt aldrei fínt að leikmenn meiðist) að tveir varnarsinnaðir miðjumenn séu ekki með á morgun. Munum þá ekki spila of varnarsinnaðan miðjuleik á morgun. Flott að fá Meireles inná miðja miðju, hann er enginn kantmaður og mun örugglega sýna miklu meira en í síðustu leikjum. Svo er ég örlítið bjartsýnn að þessi miðja C. Poulsen – R. Meireles muni fúnkera ágætlega saman. Held að Hogdson neyðist til að spila 4-4-2 og langt mikið á kantspil núna og þá fari hlutirnir að gerast. Johnson vona ég að komi inn og verði með Maxi á kantinum. Aurelio vona ég líka að komi inn og verði með Kuyt á hinum kantinum. Carra og Kyri leiða vörnina og N’gog og Torres verði saman frammi. Ef þetta er ekki að virka þá er hægt að breyta Maxi út Jova og Kuyt á hægri að Jova vinstri og jafnvel Babel framm með Torres. En ég er enginn Hogdson og hann mun aldrei skipta 3 sóknarsinnuðum leikmönnum inná í sama leiknum.
Spái léttum og skemmtilegum leik (Þar sem ég missi af honum vegna vinnu) og Torres skorar fyrstu þrennuna sína af vonandi mörgum í viðbót á þessu tímabili og N’gog eða Maxi reki síðan síðasta naglan í kistuna hjá West Ham.
YNWA
Ég ætla að standa við fyrri orð mín og ekki horfa á þennann leik en getið þið félagar verið duglegir að kommenta um gang leiksins á morgun, svo maður geti pínu fylgst með?
Carlito (elska þetta nafn), ég er viss um að kommentakerfið mun vera lifandi á meðan á leik stendur eins og vanalega, þó svo að þar verði kannski ekki mjög nákvæmar leiklýsingar heldur meira svona:
Kuyt!!!!!!!!! snillingur þessi maður : ) 1-0 yeeeessss!
Torrrres, djöfull elska ég þennan mann, svona á að klára færin!!! 2-0!!!!
Jááááá Glenda að koma sterk inn, og frábær sending frá Pulsunni, hver hefði trúað þessu fyrir leik? 3-0 : )
Hvað er þetta með þetta endalaust tölfræðirúnk hjá Arnari B? Af hverju er ekki Gummi Ben bara alltaf að lýsa, nú eða Höddi Magg, dísös hvað þetta er þreytandi!
Spái sem c 3-0 fyrir Liverpool og við förum brosandi frá sjónvarpinu í þetta skiptið.
Kuyt með áttu!
2.Kuyt á ekki að vera á hægri væng, það er hans veikasta staða, center eða (því miður) vinstri vængur er hans besta staða.
Guð blessi Liverpool
8 Kristján Atli: Það háir samt liðinu sem þú setur upp að það eru bara 2 menn sem geta tekið menn á og hafa einhvern hraða. West Ham menn koma pottþétt til með að liggja til baka og þá verða okkar menn einfaldlega að hafa leikmenn inná sem geta rifið sig lausa og leyst upp varnarleikinn. Þú getur réttilega spurt: Hvaða leikmenn eiga það að vera? Og þar liggur hundurinn grafinn. Ég myndi stinga upp á Babel á hægri vænginn og Kuyt fyrir aftan Torres. Kuyt og Babel gætu svo skipt um hlutverk eftir þörfum. Hljómar eflaust eins og sturlun í eyrum sumra í ljósi gengi Babels, en við fengjum þá a.m.k. hraða í liðið og góðan skotmann. Eitthvað sem þarf á heimavelli á móti liðum sem liggja í vörn.
20 Kennendy: Að mestu sammála þér, sérstaklega hvað varðar lið 3 og 4. Meireles er samt maður sem kemur bolta í spil og er í allt öðrum klassa en Poulsen.
Maður myndi veðja á Kyrgiakos í svona leik þar sem við fáum án efa slatta af horn og aukaspyrnum. Jafntefli er ekki ólíkleg niðurstaða.
Baros – þú ert snælduruglaður 🙂 Liðið er komið. Sammála samt með Kyrgiagos.
Hvernig fannst ykkur annars Tobba í útsvarinu?
Poulsen á alveg skilið tækifæri ég trúi því enþá að hann geti nýst okkur vel á miðjunni og vona að ég hafi rangt fyrir mér. Það er stór munur á ítalska og enska boltanum og tekur væntanlega lengri tíma en 10 leiki að aðlagast. svo getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér. Annars finnst mér þetta pínulítið ósanngjarnt að taka manninn af lífi eftir svona stuttan tíma. Þegar talað er um lélegan leikmann þá hefur skrtel vinninginn með yfirburðum hann nær ekki einum góðum leik samt spilar hann hvern einasta leik með skítinn upp á bak alger tauga hrúga og ósannfærandi. Lang veikasti hlekkurinn í þessu liði. Og ætli við höldum ekki áfram að spila fulham fótbolta stífur varnar leikur til að verja eitt stig og ef við slysumst til að skora snemma þá verður verður væntanlega bakkað en aftar og beðið eftir jöfnunar marki. Ég vil R.H. burt eðal náungi en einfaldlega ekki starfi sínu vaxinn hér á bæ. Enda afskaplega leiðinlegt þegar ég eða aðrir hérna erum hættir að nenna horfa á leikina einu sinni og manni hætt að hlakka til það hef ég aldrei lent í á þessum 23 árum sem ég hef alist upp með klúbbnum.
Hafi ekki ranft fyrir mér afsakið:)
Spenntur fyrir leiknum ! En ég verð klárlega með kveikt á Plan B ef allt fer á versta veg (PS3 COD:BO).
Hugsa að þetta fari 1-0 og Kuyt með markið !
YNWA
Hössi, sagðiru að liðið væri komið? Þú deilir því jafnvel með okkur hinum, allavega þeim sem eru bældir í að leita 😉
Reina – Johnson – Carra – Kyrgiakos -Konchesky – Kuyt – Meireles – Poulsen – Maxi – Ngog – Torres??
Segðu mér að þetta sé liðið, gerðu það!
Mig langar svo að vera bjartsýnni en ég er fyrir þennan leik.
hahaha…. og ekki varð maður bjartsýnni á að lesa ummæli Hodgson um Poulsen nú í morgunsárið… ,,Poulsen will win you over” 🙂
en ef miðjan verður eitthvað í líkingu við það sem Maggi telur að Hodgson muni stilla upp þá verður sköpunargleðin í leik liðsins í algjöru lágmarki (og hefur hún nú verið af skornum skammti)…. mundi vilja brjóta þetta aðeins upp og fá fljótari menn á vængina t.d. Jova og Babel, þó þeir hafi svo sem ekkert verið að kveikja í húsinu þegar þeir hafa fengið sénsinn… er bara orðinn leiður á Taxi, finnst afskaplega lítið koma út úr þeim ágæta dreng
Menn tala um prófraun hjá pulsunni í þessum leik. Ég held hann sé löngu búinn að sýna að hann hefur fallið á sinni prófraun hjá klúbbnum. Menn nái ekki prófinu með því að svara auðveldustu spurningunni með fullnægjandi hætti.
Vona ég innilega að við sjáum Pacecho, Shelvey, Aurelio eða Maxi á miðjunni í staðinn fyrir pulsuna.
Mér finnst bara kominn tími á að Babel fái að spila einhverja 5-10 leiki í röð og sjá hvort að það komi eitthvað frá drengnum, það er erfitt fyrir hann að sýna sig og sanna þegar hann fær 10-15 mín í öðrum til þriðja hverjum leik.
Lucas, Keane, Crouch og fleiri hafa allir fengið þessi tækifæri en einhvern veginn þá hefur Babel aldrei fengið séns á að fá sér smá sjálfstraust með að fá að spila í 90 mín í hverjum leik í nokkra leiki.
Ég er sannfærður um að Babel væri fyrir löngu búinn að blómstra undir stjórn þjálfara sem myndi spila almenninlegan sóknarbolta og með Babel í sinni bestu stöðu.
Dreymdi samt í nótt að ég labbaði framhjá Roy í Krónunni og um leið og ég gerði það þá klappaði ég honum á bakið, spurning hvort þetta sé síðasti leikurinn hans með Liverpool hmm ?
Hvernig væri það að þessi maður haldi kjafti svona einu sinni.
http://fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=100359
Smá útúrdúr…ekki vill svo agalega skemmtilega til að einhver sé að skella sér á Arsenal v Tottenham núna og getur kippt einum Poolara með staurfót með?
Davíð, það mun líklega aldrei gerast. Þarna er hann einfaldlega að reyna að troða sér í enska stjóra starfið. Við vitum hinsvegar að sú staða er algjörlega frátekin fyrir Roy!
Hahaha ég held með öllum hinum 4 liðunum sem eru eftir 🙂
En hvað liðið sem KAR setur upp varðar vona ég INNILEGA að þetta lið muni aldrei aftur vera talið spennandi sem byrjunarlið Liverpool í deildarleik!! Ætla samt að bíða eftir því að fá þetta staðfest sem lið áður en ég hendi þessu inn í þar til gerða færslu.
Vitiði hvað, ég vona svo innilega að sem flestir kíki á Twitter og verði vinir hans Ryan Babel.
Strákanginn sá hefur að mínu mati algerlega margsannað það að hann er ekki leikmaður sem við getum stólað á í öllum leikjum í hverri viku og því ekki til neins að reikna með honum sem framtíðarleikmanni. Ég held einfaldlega að hann sé ekki alveg með kollinn á réttum stað og mótiveringin hans sé í fullkomlega eðlilegu lagi.
Við getum varla talað um það fjórum árum seinna að hann þurfi að fá að sanna sig.
Hvað þá í þeirri stöðu sem við erum í þessa dagana, höfum bara engan tíma í tilraunastarf með 23ja ára leikmann!
Maggi, það er ekki eins og Arsenal hafi spilað með marga hugsuði inná sl. ár og þeim hefur gengið ágætlega! Gallas hefur verið fyrirliði Arsenal og Spurs!!!
Svakalegur leikur í gangi í London !
Er að horfa á Arsenal Tottenham. Mikið svakalega eigum við langt í land með þetta blessaða lið okkar. Með óbreyttum hóp er 6 sætið sigur fyrir Hodgson þvi miður.
Hvað er málið með Fabregas, hann reynir oft að verja boltann með höndum þegar hitt liðið á aukaspyrnu, ég man hvað ég var brjálaður þegar hann varði frá Gerrard á síðasta tímabili á síðustu mínutu, ég verð að segja það að þetta er mátulegt á hann, ótrúlega heimskur að gera þetta og því er þetta mátulegt á hann í dag……
Annars hefði jafntefli verið betri úrslit…
Gangi ykkur vel i dag….
4-0.. Torres 2, Kyrgiakos 1 og Meireles loooksins 1!
Mikið er ég sammála halli #41.
Ég man að ég varð alveg sturlaður þegar hann varði skotið frá Gerrard með hendi og ekkert var dæmt.
Eru komin staðfest byrjunarlið?
Er nokkuð spenntur fyrir leiknum á eftir. Ég veit ekki afhverju ég er það enn, en þetta kemur fyrir í hverri einustu fjandans viku. Ég gleymi volæðinu og því sem hefur gengið á hér áður og fyllist alltaf þeirri tilfinningu að það sé allt á uppleið. Vonandi brenni ég mig ekki á þessu í enn eitt skiptið.
Shelvey og Meireles á miðjuna, takk.
@ #44
“Er nokkuð spenntur fyrir leiknum á eftir. Ég veit ekki afhverju ég er það enn, en þetta kemur fyrir í hverri einustu fjandans viku. Ég gleymi volæðinu og því sem hefur gengið á hér áður og fyllist alltaf þeirri tilfinningu að það sé allt á uppleið. Vonandi brenni ég mig ekki á þessu í enn eitt skiptið.”
Ég er að tengja…
Þetta er annars bara bull…
Ef við vinnum erum við 3 stigum frá 4ja sæti. Ef við töpum eru 2 stig í fallið!!!
The team in full is: Reina, Konchesky, Johnson, Carragher, Skrtel , Poulsen, Meireles, Maxi, Kuyt, Ngog, Torres. Subs: Jones, Eccleston, Kyrgiakos, Aurelio, Shelvey, Kelly, Babel