Þegar kemur að leikskýrslum er alveg ótrúlegt hvað Einar Örn er ekki með þetta! Hann átti allavega leikinn í dag en skipti við mig!! Fyrir þá sem ekki vita þá hefur hann ekki hitt á sigurleik sorglega lengi.
Allavega hefði þessi leikur getað verið svipað góður móralskt séð fyrir Einar greyið, rétt eins og það ætti að vera fyrir okkar menn sem léku sinn besta leik undir stjórn Hodgson. Allavega í fyrri hálfleik þar sem West Ham var heppið að sleppa 3-0 undir inn í hálfleikinn. Í seinni var fóturinn tekinn full mikið af bensíngjöfinni en sigurinn engu að síður aldrei í hættu gegn ákaflega slöppu liði West Ham.
Þegar líklegu byrjunarliði var lekið út í gærkvöldi gaf það mönnum von um að kallinn stefndi á að hafa nokkuð gott jafnvægi á liðinu, þ.e. láta menn spila í sínum eiginlegu stöðum og er óskandi að það sé það sem koma skal.
Svona var liðið:
Johnson – Carragher – Skrtel – Konchesky
Kuyt – Meireles – Poulsen – Maxi
Torres – N´Gog
Bekkur: Jones, Eccleston, Kyrgiakos, Aurelio, Shelvey, Kelly, Babel
Jamie Carragher kominn úr bakverðinum og fer vonandi aldrei aftur í þá stöðu. Johnson kom í hans stað og var gríðarlega líflegur og var að ég held fyrsti bakvörður Liverpool í ár til að fá dæmda á sig rangstöðu í leiknum.
Kuyt fór á kantinn sem er að mínu mati mikið nær því að vera hans staða heldur en sóknarmaður og var gott jafnvægi á hægri kantinum milli hans og hins sókndjarfa Johnson.
Meireles kom inn á miðja miðjuna og væri óskandi að þessi fáránlega tilraunastarfsemi með hann á hægri kanti sé nú á enda, enda sýndi hann í þessum leik að þetta er fínasti miðjumaður.
Lucas, Gerrard og Spearing voru meiddir eða í banni þannig að Hodgson nánast VARÐ að nota Poulsen og þó West Ham sé kannski ekki besti mælikvaðinn á það hvað hann getur þá skilaði hann allavega sýnu vel í dag.
Maxi var á vinstri kantinum og átti einn sinn besta leik með liðinu. Upp á topp höfðum við svo tvo sóknarmenn í þeim Torres og N´Gog og með fullri virðingu fyrir spánverjanum þá var hann næst besti sóknarmaður Liverpool í leiknum. Ég er alls ekki aðdáandi 4-4-2 en gegn liði eins og West Ham er fínt að spila það kerfi og sækja á þá frá fyrstu mínútu.
Leikurinn sjálfur sem var 650. leikur Jamie Carragher var aldrei nokkurntíma í hættu og frá fyrstu mínútu var ljóst að við myndum sigra þetta máttlausa West Ham lið sem lagði leikinn mjög asnalega upp miðað við meiðsli okkar manna og fyrri framistöður í vetur…þeir lögðu þetta upp eins og við gerum jafnan á útivelli!
Eftir að hafa hitað Robert Green upp í tæpar tuttugu mínútur var komið að fyrsta markinu og það kom eftir hornspyrnu og við meira að segja án Kyrgiakos! Glen Johnson var ekkert að stressa sig á þessu, tók bara boltann niður inni í teig og hamraði hann í markið framhjá varnarmönnum West Ham!
Stuttu seinna tók Johnson sem var frábær í byrjun leiks góðan sprett upp að endamörkum með samleik við Dirk Kuyt sem endaði með fyrirgjöf frá Johnson á Ferrnando Torres sem var einn á teignum og bara átti að skora. Það gerði hann þó ekki enda með eitthvað mislagðar fætur í dag.
Torres bætti þetta þó auðvitað upp stuttu seinna er hann var stoppaður af Gabbdion varnarmanni West Ham sem var aldrei viss í dag hvort hann væri að spila handbolta eða fótbolta og svei mér ef hann er ekki bara gáfulegri í handboltanum! Hann allavega náði að koma við boltann með báðum höndum og fékk dæmt á sig víti fyrir vikið.
Gerrard var uppi í stúku að tala við Christian Purslow þegar þetta átti sér stað og því tók vara vítaskytta liðsins, Dirk Kuyt spyrnuna og hann er ekkert að fara klikka á þannig þegar Robert Green er í markinu! Það væri bara grín. 2-0 og við með nákvæmlega öll völd á vellinum.
Þegar rúmar fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik kláruðu okkar menn síðan leikinn endanlega er Paul Konchesky af öllum mönnum hætti sér mikið lengra inn á vallarhelming West Ham en hann hafði leyfi til og sendi fínan bolta fyrir á Maxi Rodriguez sem skallaði af öryggi í netið. 3-0 og þó það hljómi ósennilega þá var Robert Green búinn að bjarga West Ham nokkrum sinnum frá enn stærri niðurlægingu í hálfleik.
Í hálfleik var hljóðið svona í West Ham mönnum á Twitter
Iain Macintosh
Plenty of you suggesting destinations for Avram. A sauna is a popular choice. As is anywhere that sells Toblerone bars.
Dominic King
WHFC woeful fans singing “that’s why we’re going down”. #LFC relishing playing in a stress-free environment
og Erin sem er mesti aðdáandi Roy Hodgson í alheiminum benti á þessa kaldranalegu staðreynd:
ErinNYC75
With any luck, Woy will realise WHU are using the exact same tactics we use away from home and sort it out
Þegar 20.mínútur voru búnar af seinni hálfleik vorum við sem horfðum á leikinn heima hjá mér farnir að spá í því hvort stjórinn hefði í alvörunni sagt mönnum að taka fótinn aðeins af bensíngjöfinni því Liverpool hafði alveg hætt að pressa gestina eins og þeir gerðu í fyrri hálfleik og ljóst að liðið var meira en himinlifandi með þessa stöðu og ekkert áfjáð í að bæta enn meiru við. Svo sem ekkert til að væla mikið yfir meðan liðið er jú 3-0 yfir en West Ham í dag var þarna algjörlega til að laga markatöluna mun meira en 3-0. Very professional segir Hodgson um leik liðsins í seinni hálfleik og ég ætla svosem ekkert að mótmæla því.
Seinni hálfleikur var samt svipað svefnmeðal og margir aðrir leikir okkar manna í vetur en núna skipti það nákvæmlega engu máli enda leikurinn löngu búinn og það er ekki eins og West Ham hafi verið að gera eitthvað gáfulegt í seinni frekar en þeim fyrri og við stjórnuðum alveg ferðinni.
Undir lokinn kom þó aðeins meira líf í okkar menn að nýju og það fyrsta sem ég punktaði hjá mér í seinni hálfleik var vippa frá Maxi sem fór rétt framhjá.
Stuttu seinna kom síðan mest spennandi atvik seinni hálfleiks er Torres bombaði að marki West Ham aðeins til að sjá Green verja glæsilega í slánna, þaðan fór boltinn til Poulsen sem átti engu síðra skot sem Green varði aftur og núna í horn.
Undir lokin komu síðan Aurelio og Babel inná ásamt Shelvey sem var fínt að sjá en ég held að ekkert sem skipti máli hafi gerst og niðurstaðan hressandi 3-0 sigur.
Leggji liðið upp leiki eins og það gerði í byrjun þessa leiks, bæði heima og heiman þá á þetta lið séns. En ég ætla sannarlega ekki að fara byggja upp of miklar væntingar hjá mér fyrir næsta leik sem er erfiður útileikur.
Maður leiksins: Margir góðir í dag og ég held ég gefi Glen Johnson viðurkenninguna bara í dag. Það var hann sem náði því fyrstur (svo lengi sem enginn fer að reyna grafa það upp) bakvarða á þessu tímabili að fá dæmda á sig rangstöðu. Það jákvæða skref er eitt og sér nóg til að sannfæra mig. Raul Meireles sýndi þó líka að hann er sannarlega miðjumaður, ekki hægri kantmaður og ætti að hafa spilað sig inn í liðið á þeim stað eftir þennan leik.
Hvað um það, vá er gaman að taka á móti laugardagskvöldi eftir sigurleik.
Babú.
p.s.
Annar þessara manna verður líklega ekki lengur stjóri síns liðs í næsta leik…..
…og eftir þennan leik er ég ekki að tala um Hodgson
Frábær fyrri hálfleikur
Til að byrja með þá verður maður að segja góður sigur! Alltaf gott að vinna og 3-0 er mjög góð úrslit. Hinsvegar þá verður maður að vera raunhæfur líka. West Ham voru að spila hræðilega. Allt í lagi enginn spilar betur en andstæðingurinn leyfir og allt það en ég fékk það ekki á tilfinninguna að við værum að valda þessari spilamennsku hjá WH.
Ég sá ekki fyrri hálfleikinn svo mitt álit er litað af seinni hálfleiknum. Því miður þá var lítil breyting á seinni hálfleiknum frá fyrri leikjum, liðið sat allt of aftarlega þegar þeir hefðu átt að keyra á WH sem gáfu okkur endalaust langan tíma á boltanum. Að skapa ekki meira en þessi 2 langskot (og etv. 1 skalla) finnst mér ekki nógu gott.
Held að minni líðan með Liverpool sé best líst þannig að ég er í sjöunda himni með sigurinn en ég er ekki sannfærður. Ætla að sjá hvernig næsti útileikur spilast (er það ekki Tottuham?).
jjjiiiibbbbbíííííííííííííííííííííííííííííííííí!!!
Ég er líka langt frá því að vera sannfærður, vill helst sjá Hodgson fara.
Ánægjulegt að sjá Liverpool ekki þurfa að treysta einungis á Reina, Torres og Gerrard til að ná 3 stigum. Konchesky, Maxi, Johnson og Meireles áttu allir þátt í mörkunum, ásamt auðvitað Torres og Kuyt. West Ham spiluðu eins og Liverpool spila á útivelli, í fyrri hálfleik spiluðu Liverpool eins og þeir ættu alltaf að spila, pressandi og ógnandi stanslaust. Reyndar voru West Ham svo slakir að þeir létu Poulsen líta ágætlega út.
Leikurinn hefði átt að enda svona 5-0 en ég skal sætta mig við 3-0 í dag.
Varð fyrir vonbrigðum að Roy léti liðið leggjast til baka í seinni hálfleik í staðinn fyrir að grípa tækifærið og rústa andstæðingnum með fimm til sex mörkum og gefa liðinu almennilegt boost.
Frábær fyrri hálfleikur eigi að síður og góður 3-0 sigur.
Annar Egill hér,
Kom on, 3-0 sigur, fáum okkur G&T og njótum..
Sælir félagar!
Gott að grísa inn þessum þremur mörkum í fyrri hálfleik en það verður að segjast eins og er að spilamennskan var ekkert sérstök. Dugði þó á móti svo slöppu liði. Maður hefði haldið að það væri til einhvers að vinna að bæta við mörkum í seinni hálfleik, en það virtist ekki vera keppikefli hjá liðinu. Aurelio leit virkilega vel út þegar hann kom inn á – hann hefur vissulega burði til góðra verka; bæði inni á miðjunni og eins er hann nú klassa ofar en Konchesky í vinstri bakverði. Mér finnst Shelvey hafa fengið býsna mörg tækifæri til að sýna eitthvað af meintum hæfileikum en ég hef bara að játa ekki séð neitt til þeirra ennþá. Mér finnst óþarflega illa talað um Paulsen hér og meðal okkar. Hann hefur sig ekki mikið í frammi – en skilar því sem honum er uppálagt að gera. Menn ættu ekki bara að dæma menn eftir því hversu mikið þeir eru í boltanum. Það fer fram talsverð vinna meðal boltalausra leikmanna, eins og þeir vita sem hafa stundað þessa íþrótt.
Ég batt miklar vonir við Pacheco í þessu liði og ég hefði viljað sjá hann fá fleiri sénsa. Það er dapurlegt ef það reynist rétt sem nú heyrist að hann vilji fara.
Hodgson er snillingur í að vinna sér inn meiri tíma með þetta lið. Það er það eina sem hann er snillingur í sem stjóri.
Uglan á að fara!
Þó að liverpool hafi unnið 3-0 þá er hann bara ekki nógu góður!
Alveg finnst mér magnað að lesa hversu mikla pressu við settum á W.Ham í fyrri hálfleik, ég sá ekki alla þessa pressu á neinum tímapunkti í þessum leik.
Arfaslakt West Ham á allan heiðurinn á bak við þennan sigur okkar í dag.
Hmmmm, kannski er skýrslustjóri í of mikilli vímu yfir svo stórum sigri en það er ljóst að hans sýn á þennan leik á engan veginn við mína sýn. Fyrst og fremst var West Ham með eindæmum slakt í þessum leik. Þeir hafa átt nokkra slæma leiki á tímabilinu en ég held að þetta hafi toppað verstu leiki Leifturs Ólafsfirði frá 1987 (eða botnað). Það var ekkert nýtt að frétta í spilamennsku Liverpool nema kannski það að maðurinn sem ég hef gagnrýnt hvað mest sýndi framfarir í þessum leik. Hann Ngog.
Svona í heildina litið þá held ég samt að besti dómur sem Liverpool gæti fengið eftir þennan leik er sá að enginn var mjög lélegur en sú staðreynd fölnar samt fljótt því að enginn leikmaður var góður heldur. Meira segja myndi ég flokka seinni hálfleiks spilamennskuna með spilamennku okkar á móti Northampton. Það var EEEEKKKKKEEEERT í gangi. á móti ótrúlega lééélegu liði. En ef við viljum njóta okkar og vera ánægðir þá getum við alveg farið í svipað far og Man Utd aðdáendur og verið ánægðir með sigur sama hvernig spilamennskan er. Ég hef hinsvegar engan áhuga á því og tel þetta hafa verið einn af okkar 5 verst spiluðu leikjum á tímabilinu. Ég vil sjá flottan fótbolta, baráttu, hungur, leikgleði, samvinnu og sigurvilja. Ég sá ekkert af þessu í dag.
Vandamál Liverpool undir stjórn Hodgson hafa ekki verið þessir heimaleikir heldur fjandans útileikirnir sem maðurinn virðist ekki geta látið liðið vinna.
Liðið er flott á heimavelli og lítur vel út þar en svo þegar það kemur að þessum útileikjum þá gerist eitthvað og liðið hefur ekki trú á verkefninu.
Í dag hélt liðið áfram að vera gott á heimavelli og þetta West Ham lið hrikalega lélegt, við hefðum átt að keyra á þá áfram í seinni og koma okkur hærra upp töfluna.
En í næsta leik þá mætum við heitasta liðinu í deildinni sem kláraði Arsenal á útivelli og ég hef 0% trú á liðinu í þeim leik nema að Hodgson nái að töfra eitthvað fram.
Liðið sýndi það svo í dag að þeir geta vel verið án Gerrard í sumum leikjum og vonandi verður Cole kominn í næsta leik í stöðuna hans Gerrard og Aurelio þá í vinstri bakvörðinn.
Nr. 12 Kennedy
Vá! Ég sem var að reyna hljóma ekki of svartsýnn eftir sigurleik 🙂
Það tókst greinilega
sá því miður ekki leikinn.. var í vinnu. En hljómar sem sannfærandi þrjú stig og það er ekkert hægt að kvarta yfir því.
Kennedy! Um hvað ertu að tala? Horfðir þú á leikinn? West Ham er ekki gott fótbolta lið, því er ég sammála. Hins vegar spiluðum við ágætan leik í dag, sérstaklega í fyrri hálfleik. Það er í lagi að hrósa þegar menn eiga hrós skilið, jafnvel þó Roy sé ekki í sérstöku uppáhaldi hjá okkur Liverpool aðdáendum
Fyrri hálfleikurinn var mjög góður hjá Liverpool. Þetta datt niður í seinni hálfleik og kannski ekki skrýtið. Mér finnst Meireles vera að vinna mikið á. Þetta er hörkuleikmaður. Með flotta skottækni og góður playmaker. Hef ekki séð neinn skila þessu hlutverki betur síðan Alonso var á meðal vor. Gaman að sjá Johnson koma svona sterkan til baka. Ef hann heldur áfram að sýna sitt rétta andlit erum við algjörlega save þarna í hægri bakk. Annars góður sigur og vonandi ná menn að halda einhverjum dampi núna.
Johnson drullaði heldur betur yfir þessi ummæli Hodgsons um að hann væri ekki búinn að spila í landsliðsklassa, sýndi það í dag að hann er besti hægri bakvörður Englands á góðum degi (og þótt víðar væri leitað). Maxi allur að koma til, Raul flottur, Konschesky líka og meira segja Aurelio kom ferskur inn og meiddist ekki.
En verð að vera ósammála Babu að spánverjinn hafi verið næstbesti framherji okkar í dag. Mér fannst N’Gog ekki ógna marki mikið þó hann ætti reyndar tvo-þrjá fína spretti.
Annars jákvæð úrslit en sigurinn hefði klárlega átt að vera stærri… Hefði verið fínt að grípa tækifærið, þar sem West Ham gátu ekki blautan í þessum leik, og vinna 5-0 og ná markatölunni í plús !
Okkar góði sigur í dag á sér nú ansi miklar skýringar í því að WH voru hreinlega hörmulegir. Það sást í fyrri hálfleik þegar liverpool spiluðu góðan fótbolta þá átti WH ekki break.
Ég er hins vegar svekktur (já það má vera svekktur með 3-0 sigur) þar sem liðið gjörsamlega hætti í hálfleik á móti liði í slíku formi að auðveldlega hefði verið hægt að bæta við 2-3 mörkum í seinni hálfleik og laga talsvert markatöluliðsins sem hefur verið slæm. Sé ekki liðið undir stjórn Hodgson fá mörg tækifæri í leikjum til að bæta sérstaklega markatöluna og það hefði virkilega verið tilefni til þess að laga hana í dag.
Sem áhanganda er það enn fremur ótrúlega leiðinlegt að horfa á lið sem er greinilega í stuði (miðað við fyrri hálfleik) gjörsamlega skipta niður um 3 gíra. WH breyttu litlu sem engu í hálfleik, eina ástæðan fyrir að þeir fóru að komast inní leikinn var að Liverpool leyfðu þeim það með því að hætta pressunni og sóknarþunganum. Það hljóta að vera skilaboð frá Hodgson. Ég hefði t.d. ekki séð Chelsea, Arsenal eða Shitty United spila seinnihálfleik með þeim hætti og Liverpool gerði í dag. Það á bara keyra þetta og valta hreinlega yfir andstæðinginn.
Jafnframt fellst ég á með skýrsluhöfundi að Pulsan hafi skilað sínu í dag sem hann gerði. Ég myndi hins vegar segja að hinn miðjumaðurinn, báðir miðverðirnir, báðir bakverðirnir, báðir kantmennirnir og báðir sóknarmennirnir hafi verið betri en hann i dag 🙂
Sælir
Við skulum ekki alveg missa okkur í neikvæðninni hérna. Maður hefur verið ansi duglegur að bölsótast þegar illa hefur gengið en að sama skapi verður líka að hrósa liðinu þegar það leikur vel.
Sammála því að liðið fór alveg af gjöfinni í seinni hálfleik en það er svo sem ekkert einsdæmi að lið slaki á í seinni hálfleik með 3-0 forystu í hálfleik. En þessi leikur gegn afburða slöku West Ham liði er heldur enginn prófsteinn á Roy vin okkar, vallarkynnirinn hefði getað stjórnað liðinu í dag með sama árangri.
Það verður fróðlegt að sjá hvernig hann ætlar að tækla Tottenham á útivelli í næsta leik. Ég segi:
Farðu í leikinn eins og maður og láttu LFC spila sinn leik en ekki einhvern skotgrafahernað eins og skræfa. Leikmenn liðsins og aðdáendur eiga betra skilið.
Sammála Biggi nr. 19
Ömurlegt að bakka svona mikið í seinni þegar við hefðum bara átt að keyra á þá og slátra þeim.
Bendi á Barcelona sem var 5-0 yfir í hálfleik áðan og kláraði leikinn 8-0 – Það er lið sem bakkar ekkert þó þeir séu með unninn leik í höndunum !
Maður hefur nú séð merki um áhugaleysi hjá Liverpool á þessu tímabili, en ég held að West Ham sé nú alveg í sérflokki, þeir lögðu sig 0% fram. Johnson sýndi annars í þessum leik enn og aftur hæfileika sína í að sækja upp völlinn.
Ég hinsvegar hef áhyggjur af honum gegn Tottenham um næstu helgi þar sem hann þarf að kljást varnarlega við Gareth Bale, við vitum alveg hver er að fara illa með hvern þar.
Held reyndar að hann hafi verið vallarkynnir á Anfield í einhverja áratugi og líklega veit hann mikið meira um það hvernig á að stýra Liverpool heldur en Hodgson 🙂
Góður en allt of auðveldur sigur. Þetta West Ham lið er á leiðinni beint niður ef þeir girða sig ekki í brók. Jeminn eini.
Hvað okkar menn varðar var þetta prófessjónal og öruggt. Liðið vel stemmt og sókndjarft. Nú þarf Hodgson bara að halda trú á sóknarbolta í næsta leik, sem er útileikur nota bene. Fyrir mér á að stilla upp nákvæmlega sama liði gegn Tottenham nema að Lucas komi inn fyrir Poulsen (og væntanlega setur Hodgson Cole inn fyrir Ngog ef hann er orðinn heill). Öðru á ekki að breyta. Þetta var nefnilega gott svona í dag og það þarf ekkert að spila öðruvísi bolta en þetta á útivelli. Karlinn verður að hafa trú á sóknargetu liðsins.
Þetta var flottur sigur í dag, og hefði átt að vera stærri ef eitthvað er…
Fyrrihálfleikur fannst mér virka sannfærandi(alveg sama þó við höfum veriða að spila á móti lélegu liði). Fannst þónokkrir leikmenn voru að spila eins og þeir eiga að sér.
Maxi, jhonson og konchesky að eiga einn sinn besta leik á þessari leiktíð (hef reyndar ekki séð þá alla á þessu tímabili).
einnig ef við hefðum feingið dæmda aðra vítaspyrnu eins og við áttum á fá, þá værum vi- aððla vega á slettu méð markaskor 🙂
Ok Babu, vallarkynnirinn hefði eflaust náð BETRI árangri með liðið í dag, sem og í flestum öðrum leikjum á tímabilinu. 😉
Þessi “góða” spilamennsku Liverpool í fyrri hálfleik var sirka 5 klössum fyrir neðan seinni hálfleikar spilamennsku Tottenham í dag. EF að menn eru sáttir við það þá hafa kröfurnar lækkað allt of mikið með innkomu Woy.
Vinsamlegast horfið á þennan leik aftur og útilokið þessar 90 sekúndur sem tók að skora 3 mörk.
Miðjuspilið var lélegt þó svo að WH hafi gefið okkur miðjuna. Og ef að 6 Sóknarfæri gegn jafn hræðilegu liði og West Ham er í dag er góður árangur og góð spilamennska þá get ég ekki sagt neitt og lýsi mig fáfróðan um getu, hæfileika og árangur.
Til að forða fólki frá einhverjum misskilningi við lestur commenta þá ætti fólk að halda sig við að
WH = Woy Hodgson
og
WHU = West Ham United
Góður sigur og gaman það sé mikil spenna í deildinni þetta season sem hefur verið eitt af því sem gefur Liverpool en þá séns að næla sér 4 sæti og eða bara 3 sæti bara vona að Roy geti látið Leikmenn spila einsog þeir gerðu fyrri hálfleikur og eiga um séns að vinna en eitt london liðið sem ég verð segja best keppinautur Roys enda var leikurinn ámóti Arsenal góður og nú ámóti West Ham sýnir að Roy gæti alveg unnið lið frá London
Ég held ég hafi ekki séð jafn slakt, andlaust og taktíklaust lið koma í heimsókn á Anfield í háa herrans tíð. Meira að segja TNS frá Wales spiluðu betur í Meistaradeildinni haustið ´05. Mér er fyrirmunað að skilja fyrir hvað Avaram Grant fær borgað. Hann er allavega ekki að fá það litla út úr slökum mannskap West Ham sem hægt er.
En Liverpool liðið spilaði fyrri hálfleikinn ansi vel. Þeir áttu held ég 12 marktilraunir og það eitt segir að þeir voru beittir, þrátt fyrir að West Ham hafi verið arfa slakir. Í fyrri hálfleik fengum við að spila upp miðjuna, ólíkt leiknum gegn Stoke, og því þurftu Carra og Skrtel ekki að dúndra boltanum stöðugt upp á haffsenta andstæðinganna. Johnson kom frábær inn í liðið í fyrri hálfleik og það er allt annað að hafa svona bakvörð heldur en Carra og Kelly, þótt hann sé ágætur fyrir sitt kaup. Ég hefði viljað sjá Kyrgiakos inni í stað Skrtel en annað var fínt, gott að sjá Kuyt úti á kantinum, svei mér þá ef hann er ekki að taka töluverðum framförum í móttöku og sendingum á gamals aldri.
Ég er þó mjög hóflega bjartsýnn fyrir næsta leik, held reyndar að Tottenham vinni þann leik og þá verði áfram öskrað á að reka Hodgson eins og á að vera eftir hvern einasta tapleik í vetur. Ég er þó kominn á þá skoðun að það verði að gefa honum tíma til að byggja upp liðið og láta taktíkina hans koma að fullu fram áður en er hægt að reka hann. Ekki það að ég hafi trú á taktíkinni hans…
Fyrri hálfleikurinn var flottur hvort sem það var vegna þess að West Ham létu okkar menn líta út fyrir að vera Barcelona eða einfaldlega vegna þess að okkar menn komu til leiks ákveðnir í að pressa og sækja á lélegasta lið úrvalsdeildarinnar. Það skiptir þó engu máli, hitt er mikilvægast að við fengum 3 stig úr þessum leik og löguðum markahlutfallið um 3 mörk.
Það sem er neikvætt eftir leikinn er það að við hefðum átt að laga markatöluna mun betur en við gerðum.
Brosum þegar tilefni er til : )
Þessi deild er að spilast mjög jafnt. Það er auðvitað fáránlegt í ljósi ömurlegrar spilamennsku Liverpool lengst af í vetur að það séu einungis 9 stig í toppsætið. Þessi björtu punktar í spilamennsku Liverpool eru bara of fáir til að réttlæta mikið lengri veru Hodgson með liðið en hann virðist gera nógu mikið til að fá næsta leik. Ætli það verði ekki svoleiðis í allan vetur og að nýr maður taki við í sumar? Það má allavega ekki verða seinna en það.
3 stig.
Við áttum að vinna þetta stærra west ham var engan veginn í úrvalsdeildar gæðum í kvöld.
Ánægður með sigurinn vantaði bara að Torres setti hann. Okkur vantar 9 auka stig til að ná toppnum.
Maður leiksins var að mínu mati Maxi sífellt ógnandi.
góð grein næsta keppninaut okkar eftir Tottenham er Gerard Houllier og hans Aston Villa mæli með lesa hana þarsem segir um hans ár í Liverpool
hér er grein:http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1331424/Gerard-Houllier–I-felt-dead-Liverpool–Im-alive-again.html
Drengir, drengir.
Jákvæðni já takk. 3 stig í húsi, fínt. 9 sæti eftir ótrúlega lélegt gengi, Já takk. Svo ótúlega lélegt að það er að koma desember og markatalan er í mínus. 9 sæti. Hmm er það sérstakur árangur? Benni fékk að fjúka fyrir 7 sæti. (já ekkert svona drengir, ekkert þráðarán í gangi).
Klaufhamrarnir komu í dag á Anfield og bráðnuðu við fyrsta flaut. Gátu ekki blautan og voru ótrúlega sorglegir. LFC var hinsvegar næstum jafn sorglegt. Sendingar yfirleitt afturábak í stað þess að fara áfram, menn jafnvel komnir framundir vítateig Hamrana en samt engir sjensar teknir og gefið aftur, og aftur og aftur, endaði á Reina …..kommonn. Hvaða helvítis heigulsháttur er þetta eiginlega? Þú ert á heimavelli og með lang slakasta liðið á móti þér. Er næsta mál að sparka út af og stilla upp?!?
Jú vitanlega bæting að hafa 4.4.2 kerfið og Johnson á kantinum sprækan og kátann. Munur þar á Carrager og honum já takk. Meira svona…. en svo kemur Spurs.
Svona spilamennska eins og í dag skilar 3-1 sigri Spurs á LFC. Staðan þá í byrjun desember 2010: 12 sæti, -3 mörk í markahlutfall. Er það boðlegt LFC? NEI !!!
Þessi leikur sem og síðustu leikir hafa verið sorglegir. Og verða meira sorglegir þegar það fer að reyna á. Vandamálið er að andstæðingurinn var bara meira sorglegri. LFC er ekki að batna. Roy þarf að fara. Leikmenn þurfa að fara að spyrja sig, vilja þeir spila fyrir klúbbinn eða ekki? Og ef þeir vilja spila þá sýna það takk. Enga helvítis lognmollu.
Avram Grant gerir EKKERT gott fyrir nein lið alla vega klárlega ekki í ensku úrvalsdeildinni smá history hjá honum síðan svona 07-08 … byrjaði hjá chelsea gerði ekki nógu góða hluti og var rekin fór svo til portsmouth senti þá úr úrvalsdeildinni og núna west ham haha spurning hvort að hann fara ekki að færa sig í kanski 1 – 2 deild??
Frábær fyrrihálf leikur og loka mínúturnar í seinni! Gaman að sjá fullt af skotum loksins og fleirri en 2 mörk frá okkur.
Maður leiksins klárlega Maxi! Dj*full er hann að byrja að standa sig vel! Johnson og Meireles næstir í röðinni.. Fannst Meireles stjórna miðjunni vel og er mjög sáttur með hann, hann á eftir að nýtast okkur vel þetta tímabil og næstu á eftir.
En já góður sigur og vonandi að þessi 3 mörk fari að kveikja í mönnum fyrir mjög erfiðann útileik næstu helgi.. YNWA!!
Gæjinn sem lýsti leiknum kom með ansi athyglisverða tölfræði um hinn síkáta Avram Grant.
Síðan hann fór frá Chelsea hefur hann ekki á neinum tímapunkti komist með lið sitt út úr bottom three !
Bara gott , 3 stig og engin slappur í dag, nema Gerrard sem er meiddur. 😉
þvílík þvæla það spilar enginn betur en andstæðingurinn leyfir. Fyrri hálfleikurinn var það skársta sem ég hef séð í vetur og spila mennskan með ágætum stutt og einfallt. Við töpuðum fyrir stoke sem er alger niðurlæging. En komu til baka og gerðu það sem þurfti í dag til þess að vinna. 3 mörk 3 stig og 300 færi er það ekki bara fínt dagsverk. En það virðist ekki vera nóg fyrir suma hérna sem finna allt að öllu. Liðið spilaði allt vel og ekki hægt að biðja um meira. Sumir hérna mega nú aðeins fara slaka á í kröfunum 3-0 er öruggur sigur og þar af leiðandi 3 stig og markinu haldið hreinu. Samt geta sumir hérna aldrei verið ánægðir. fyrri hálfleikur var að mestu fullkominn spiluðum þá sundur og saman og nánast allt gekk upp frábært spil á stórum köflum skiluðu 3 mörkum þannig Kennedy þú hefur verið að horfa á einhvern annann leik en ég
Jæja…Flottur sigur ! Og RH komin med 50 % arangur ( minus 1 mark ).
Spurning thar sem eg sa ekki leikinn : Voru WHU virkilega svona lelegir eda eru menn bara adeins of neikvædir ?
Fínn fyrri hálfleikur og seint hægt að kvarta undan 3-0 sigri. Engu að síður hefði einhver mátt lofa RH að vita af stöðunni í deildinni sem og markatölu LFC. Ekki nema 10 dagar eftir af Nov. og við með markatöluna -1 (í hálfleik) og það eru ekki nema 8 stig sem skilja að 4 og 18 sæti. Deildin hefur ekki verið svona jöfn í áraraðir. Þarna var maðurinn með fullt búningherbergi af strákum sem voru komnir með blóð á tennurnar, 3-0 yfir og spila fínan leik, markatalan er að skipta miklu máli um stöðuna í deildinni núna. Staðan í deildinni hefur mikið að segja andlega fyrir alla sem tengjast LFC (á að hafa í það minnsta). Þetta var í mínum huga fullkominn tími og fullkomin aðstaða til að sýna gamaldags GREDDU og fá smá Spartakus fíling í liðið, bæta í og laga okkar stöðu, ekki vorkenna WHU og þeirra stöðu….. seinni hálfleikurinn var ekki rétti tíminn til að slaka á… minn dómur.
Stoke er ekkert svo slappt lið eins og sumir segja, unnu td, WBA 0-3. Auðvita hefði Liv, átt að vinna Stoke eða hvað???? En það var einhver depra í liðinu þá en hún var ekki til staðar í gær. Ávalt Liverpool stuðningsmaður og stuðningsmenn verða að styðja við þá þótt illa gangi, það er bara þannig.
Fyrri hálfleikinn sá ég í gær og kláraði svo leikinn í morgunn.
Ég velti í upphituninni minni fyrir mér hvaða leið Hodgson færi inn í leikinn og varð því glaður þegar ég sá uppleggið sem var greinilega sókn og hápressa. Auðvitað er West Ham ekki með besta liðið í Englandi en það er engin ástæða til að gera lítið úr því að stilla upp hápressu liði með miðjupari sem ekki hafði leikið saman og hvað þá að skutla upp tveimur senterum.
Og þessar fyrstu 45 flugu bakverðirnir upp kantana, eins og leikkerfið gengur útá. Miðjumennirnir vinna boltana og fylgja sóknum en sköpunin á að fara upp vængina og á bakvið vörnina. Það tókst trekk í trekk og við gátum klárlega skorað fleiri mörk í fyrri.
Síðari var auðvitað mun rólegri í alla staði sem kannski var ekki viðbúið en að einhverju leyti skiljanlegt. Grant dró liðið sitt aftar á völlinn og eftir tvo dapra leiki var viðbúið að liðið myndi ekki taka mikla sénsa.
Jákvæðast í leiknum var að mínu mati framlag bakvarðanna tveggja sem fóru skælbrosandi af velli, flott samvinna Poulsen og Meireles og virkilega fín frammistaða N’Gog.
Svo er auðvitað jákvæðast að enska deildin er komin aftur eins og ég man hana, hunderfitt að spila á öllum völlum og viðbúið að lægsta stigaskor ansi lengi dugi til sigurs í deildinni. Það er í rauninni bara þannig að við erum nær efsta sæti í stigum en við höfum oft verið á þessum tíma móts.
En kannski er ekki ástæða til að storka örlögunum eftir flottan leikdag!!!
Sælir félagar
Góður sigur og góður fyrri hálfleikur. Arfaslakir WH menn ógnuðu aldrei ekki einusinni í seinni hálfleik sem var frekar paasivur af okkar hálfu.
Maður er mjög sáttur við fyrri hálfleik en sá seinni gefur áhyggjuefnum undanfarinna vikna byr undir vængi. Að láta liðið bakka og halda stöðunni var nákvæmlega það sem hefur drepið liðið undanfarið. Markatala okkar er með þeim hætti að auðvitað átti liðið að halda áfram að leika sinn leik eins og í fyrri hálfleik og reyna að koma ein mörgum mörkum og mögulegt var. RH viðhorfið kom mjög greinilega fram þar og það mun verða okkar banabiti ef kallinn heldur áfram með liðið.
Það er nú þannig
YNWA
Roy Hodgson aside…
Þá er langt liðið á nóvembermánuð og við erum 9 stigum frá toppsætinu. Við erum búnir með Old Trafford, City of Manchester stadium, Reebok (Bolton er í fjórða sætinu). Það er ekki einn maður í heiminum sem ekki telur Liverpool eiga alveg helling inni.
Ég er alls ekki að segja að við meistar í vor. En þetta hefur oft verið verra. mun verra…
YNWA
P.s.
Ef lið hafa enga trú ne vilja til að reyna að vinna leiki (les. West Ham) þá ættu þau að sýna sínum stuðningsmönnum og stuðningsmönnum andstæðinga þá sjálfsögðu kurteisi að segja það bara hreint út fyrir leikinn. Þetta er ekki boðlegt…
Ef að Hodgson nær að láta liðið spila svona á útivelli þá skal ég reyna að taka hann í sátt, það er langt frá því að vera ásættanlegt að vinna bara heimaleikina og drulla svo á sig á útivöllum.
Við eigum hrikalega erfiðan leik næst og spurning hvað Hodgson gerir í þeim leik.
Já Sigurjón við erum líka búnir að spila við Chelsea og Arsenal á heimavelli. Semsagt búnir að spila við City, ManU, Chelsea og Arsenal. Fengur reyndar aðeins 4 stig úr þessum leikjum ef ég man rétt.
Þetta verður svaka leikur um næstu helgi og vona ég bara að Hodgson ætli ekki að verja stigið því þá erum við búnir að vera. Ef hann mætir hinsvegar nokkuð brattur með svipað lið og í gær plús Cole þá ættum við að geta valdið þeim usla. Það væri alveg hrikalega flott að sigra þann leik, bæði uppá töfluna að gera og svo mórallinn. (bjartsýniskast)
Eftir þetta eigum við ekki “stórleik” fyrr en 5 febrúar á næsta ári á Brúnni þannig að við eigum alla möguleika að vera í ágætis stöðu í lok jan. Tala nú ekki um ef við náum að styrkja okkur aðeins í janúar td með öflugum snöggum kanntmanni.
Að vinna afspyrnuslakt lið West Ham bara 3-0 er ekki nógu gott. Þarna var möguleiki til rétta markatöluna hressilega við en það mistókst. Liverpool átti að setja allt á fullt og vinna þennan leik með 7 til 8 mörkum. Ég óttast það að liðið muni ekki ganga nógu vel í næstu leikjum. WH er á leiðinni niður og allir vinna þá.
Meigum ekki gleyma okkur í gleðini, þetta var West Ham sem við vorum að spila við.
Allt í lagi að fagna, en næsti leikur er meira mál en þetta West Ham lið sem er búið að vera skelfilega lélegt, því miður, eins og ég fílaði West Ham mikið einu sinni…
…það þarf líka að vinna lélegu liðin… annars finnst mér athyglisvert að Benitez er að gera litlu betri hluti í deildinni með Inter (5W 5D 3L) en Hodgson með Liverpool (5W 4D 5L), þrátt fyrir það að hafa tekið við mögnuðu búi Mourinho á meðan Hodgson tók við rjúkandi rústum….
Inter aðdáendur eru ekki með sama álit á Rafa Benitez og margir hérna inni.
Hvaða bull er þetta með rjúkandi rústir? Er Reina rúst? Er Johnson rúst? Eru Carragher, Agger og Skrtel rúst? Var Insúa rúst? Eru Gerrard, Lucas og Aquilandi rúst? Eru Torres og Kuyt rúst? Nákvæmlega sama var uppi á teningnum þegar Benítez tók við af Houllier, talað var um að liðið hafi verið rjúkandi rúst, sem er bara bull. Hyypia og Henchoz. Hamann, Gerrard, Carragher, Smicer, Riise, Berger, Baros, Cissé, Dudek ofl. Þetta er alls ekki rjúkandi rúst (sem by the way vann Meistaradeildina) þótt þurft hafi að laga töluvert til í hópnum. Það sem Hodgson hefur gert núna er að taka til þar sem ekki var þörf á að taka til.
Glæsilegur fyrri hálfleikur hjá okkar mönnum, gaman að sjá 4 4 2 loksins…
Ótrúlegt að skoða stöðuna í deildinni, Man utd eru í 2 sæti en hafa ekkert getað en samt ekki tapað leik, þetta er alveg furðulegt lið, þeir eru besta slaka liðið, það er klárt….
Vonandi færumst við nær toppnum fyrir áramót…
Jónsi & Shearer við skulum heldur ekki gleyma því að
– Inter vann deildina í síðustu umferðinni í fyrra, unnu deildina með 2 stigum gegn Roma sem sitja núna í 5. sæti. Fólk talar oft um eins og Inter hafi unnið deildina í desember
– Keyptu ekkert í sumar
– Það er mikið um meiðsl
Þótt þetta sé náttúrulega ekki ásættandi árangur hjá RB
Eg lenti nu i heldur betur skemmtilegri og ovaentri uppakomu tegar eg labbadi i gegnum verslun i Richmond USA og var ad drepa timann medan fruin og fjolskyldan voru ad skanna oll horn budarinnar. Eg akvad ad labba og skoda rafmagnstaeki og allt i einu tok eg eftir heldur betur ovaentri en mogulega bestu sjon sem eg hefdi getad hugsad mer! A einu sjonvarpstaekinu var bein utsending fra leiknum! Eitthvad sem eg hefdi aldrei nokkurn timan buist vid ad sja her i USA.
Svo eg stod og horfdi a sidustu 25 minuturnar eda svo a midjum ganginum! Fannst tetta alveg gedveik tilviljun og kom eins og himnasending fyrir mig, tvi nu gat eg horft eitthvad a leikinn og drepid timann i budinni! 😉
Like á það;)