Ég held að við getum nú farið að kveðja gúrkutíðina endanlega.
Liverpool hafa að [sögn Echo](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15687436%26method=full%26siteid=50061%26headline=gonzalez%2dspeeding%2din%2das%2ddiao%2deyes%2ddeparture-name_page.html) skrifað undir eins árs lánssamning við Mark Gonzales, leikmann Albacete. Kristján Atli [fjallaði stuttlega um Gonzales fyrir nokkrum dögum](http://www.kop.is/gamalt/2005/06/15/07.42.10/). Þetta hefur ekki enn verið staðfest á opinberu heimasíðunni, en það gæti jafnvel gerst í dag.
Ef að Gonzales stendur sig, þá getur Liverpool keypt hann á um 3 milljónir punda.
Samkvæmt sömu frétt þá er Salif Diao á leiðinni frá Liverpool. Guði sé lof segi ég nú bara.
**Uppfært (EÖE)**: Liverpool hafa [staðfest að þeir séu í viðræðum við Albacete um að fá Gonzales til liðsins](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149218050701-1000.htm). Gonzales mun þurfa atvinnuleyfi til að spila. Þar sem hann er fastamaður í chileska landsliðinu, þá ætti það svo sem ekki að vera vandamál. Albacete féll úr fyrstu deildinni á Spáni, svo þeir munu ekki stoppa þetta mál.
Ok, þannig að við getum búist við að Jose Reina, Mark Gonzales og Zenden verði orðnir Liverpool fyrir næsta miðvikudag. Þá er spurning hver fjórði maðurinn sé.
Samkvæmt heimildum frá sjálfum mér tel ég þann fjórða vera Gabriel Milito en ég yrði ekkert reiður þótt það yrði Colocc..(eitthvað-ino) samherji hans hjá Argentínu…en hvað veit ég.
Hvernig hljómar Christian Vieri? Nýjustu fréttir eru farnar að tengja okkur við hann. Gamall en kannski smá neisti eftir í honum sem má kreista úr honum á einu til tveimur árum. Smurning. 🙂
Sá fjórði er Stelios (kann ekki að skrifa það) :biggrin:
Ég tel að Vieri dæmið gæti sko ekki verið slæmt þar sem að hann kæmi á FREE og Rafa er greinilega að leita að stórum og sterkum sóknarmanni. Hann reyndi að fá Hollendinginn Dirk og lönguvitleysuna frá Southampton en verðin hækkuðu með hverri mínútunni þar. ‘Eg tel að til lengri tíma litið væri best að kaupa Dirk þar sem hann er ungur en til svona skammtíma litið er Vieri náttúrulega málið EF hann lækkar þennan milljarð sem hann hefur á ári niður um 2-300 milljónir. Ekkert að vera að láta þessa jólasveina halda að þeir geti fengið allt fyrir ekkert sko!