Vinnubrögð á réttri leið

Þá eru komnar 8 vikur frá þeim örlagaríka degi að eignarhald félagsins breyttist. Ég held að það sé óþarfi að fjölyrða meira um það mál, en mig langar aðeins að velta fyrir mér breytingunum sem mér finnst hafa orðið í kringum félagið.

Kristján Atli er búinn að fara vel yfir breytinguna sem ungu mennirnir hafa upplifað frá því NESV kom inn og spurninguna um hvort Hodgson er undir einhverjum þrýtsingi að “yngja upp” en hvernig hefur haustið farið með klúbbinn okkar?

Fyrir eigendaskipti

Þeir sem lesa Paul Tomkins hafa fylgst með ritdeilum hans við gamlar LFC hetjur sem hafa reynt að halda því fram að leikmannahópur Liverpool hafi í haust verið verri en sá sem Benitez tók við. Ég hef bara sjaldan orðið eins undrandi á nokkurri umræðu. Það er auðvitað kjánalegt að líta á þessa menn núna þegar leikmannahópur sem búinn er til af Benitez, með bara Meireles nýjan í lykilhlutverki, er farinn að sýna góða frammistöðu. Mér fannst það toppa það þegar einn ágætra fyrrum stjarna taldi Biscan betri leikmann en Lucas!

Auðvitað er leikmannhópur LFC að stærstum hluta góðir leikmenn. Við eigum nærri 20 landsliðsmenn og mjög margir hæfileikamenn á svæðinu. Fyrir eigendaskipti voru þó afar fáir að leika vel, sama hvort við erum að tala um stjörnurnar, miðlungsleikmenn eða unglinga.

Hodgson tók við í haust og það sem ég beið alltaf eftir var hvað hann gerði varðandi starfsliðið hjá klúbbnum. Við munum það öll að Rafa skipti um 85% starfsfólks út síðustu tvö árin hjá klúbbnum og ég var alveg á því að eitthvað svipað færi í gang. En í haust, fyrir skipti, kom það í ljós að Hodgson var ánægður með aðalliðsþjálfarana sem voru, allt starfslið vara- og unglingaliðanna hélt sér. Nýja læknateymið sem er komið var ráðið síðasta vor. Því má segja að bakgrunnur félagsins hafi verið í föstum og góðum skorðum, nokkuð sem var í molum 2004.

Fyrir skiptin voru ca. 90% frétta á NewsNow um sölur leikmanna, það að Gerrard og Torres væru ekki vinir, þessi og hinn væri óánægður og endalausar fréttir um óánægju King Kenny og aðdáenda.

Eigendaskiptin

Eftir skrautlegan feril urðu skiptin og í ljós kom að á ferðinni voru lítt yfirlýsingaglaðir menn sem ætluðu sér að kynna sér klúbbinn og starfið vel áður en ákvarðanir yrðu teknar.

Maður beið spenntur, pirraður yfir fleiri Könum og fyrstu merki hjá liðinu og í fréttum NewsNow voru áfram neikvæð.

Síðustu vikur

Ég ætla að leyfa mér að sleppa hnútnum úr maganum, hann hafði verið þar frá í janúargluggalokanum. Þá fannst mér ljóst að liðið væri á mikilli niðurleið og hafði af því miklar áhyggjur.

Fyrstu merki um nýja eigendur eru að þar séu á ferð menn sem einbeita sér að því að koma klúbbnum aftur til fyrri metorða, án þess að vera stanslaust í fréttunum að ræða eigið ágæti eða með mynd af sér með Liverpoolkönnu undir kaffið!

Yfirmaður Akademíunnar, Frank McParland lýsir þessum vinnubrögðum vel á opinberu síðunni í dag. Allt í einu var Damien Commoli bara mættur til starfa, án þess að fjaðrafok yrði af. Hann er lítið í viðtölum, en sér alla leiki sem fara fram á Melwood og er í stöðugum samtölum við þjálfara félagsins.

Miðað við viðtalið við Commoli nýlega er búið að teikna upp lista með leikmönnum sem reyna á við í janúar, m.a. “óvænt andlit” og hann hefur þorað að taka á mesta tabú-inu í kringum klúbbinn. Því að kominn sé tími á að flytja æfingar aðalliðsins frá Melwood og í Akademíuna þannig að æfingasvæði allra liða félagsins sé á sama stað. Sem mér finnst augljóst og frábært að sjá menn þora að ræða framsæknar breytingar og ráðast á hefðir ef þær standa klúbbnum fyrir þrifum.

Svo er farið að hvísla að stutt sé í að við fáum fréttir af hugmyndum um endurbætur vallaraðstæðna sem vonandi mun enn gleðja okkur.

En mikilvægast er núna að manni finnst leikgleðin og stemmingin í liðinu og hjá aðdáendum komin aftur og á NewsNow er núna stærsti hluti fréttanna um menn á innleið til félagsins, sem er MIKIL breyting!

Vonandi verðum við enn jákvæðari í vor, þetta tímabil er að taka til bullið sem fylgdi H & G, en vinna úr því góða þar sem það hefði verið gert. En maður leyfir sér að vona að framtíðin sé björt.

Og það er jákvæð breyting!!!

23 Comments

  1. Góður pistill. Ég hef svo mikla tröllatrú á því sem að Comolli er að gera án þess þó að vera eitthvað að missa mig. Maður sér það bara á öllu samt að það er einhver vinna í gangi á bakvið tjöldin, eitthvað sem er að smita út frá sér til leikmanna og þjálfara. Við höfum nú talsvert mikið gagnrýnt Hodgson hérna inni á Kop og það er augljós meirihluti fyrir því að hann eigi að víkja. Hópurinn sem vill gefa honum séns fram yfir áramót hefur reyndar ábyggilega stækkað og er ég einn af þeim. En með nýjum eigendum koma ferskir straumar og hvaða óvæntu kaup verða eða ekki verða kemur bara í ljós. Á meðan liðið er að bæta sig og stigin að týnast inn þá er maður ánægður !

  2. Já hljómar allt saman vel, sé fyrir mér í draumalandinu fullt hús stiga allavega fram í miðjan Janúar eða næstu 9 leiki, Young og kannski Ronaldinho mættir á sama tíma og til að toppa gleðina þá verður tilkynnt að stækkun á Anfield uppí 60-65 þúsund manns hefjist í vor. Mikið væri þetta skemmtilegur jólatími.

  3. Ég ætla rétt að vona að núverandi eigendur hafi “aðeins” kynnt sér klúbbinn áður en þeir keyptu hann. Það er ekki eins og svona fjárfesting sé bara eins og að fara út í búð að kaupa sér tölvu. Auðvitað voru þeir búnir að kynna sér klúbbinn löngu fyrir þessi kaup . Ef ekki, þá eru þeir ekki verðugir eigendur. Það hlýtur að vera vegna þess að þeir kynntu sér LIVERPOOL FC að þeir höfðu áhuga á að keupa félagið.

    YNWA

  4. Auðvitað höfðu þeir kynnt sér klúbbinn vel, og hann hefur eflaust heillað. En þeir hafa viðurkennt það að þeir hafa ekki mikið vit á fótbolta, og þeir eru voru væntanlega að tala um að kynnast fótboltalegu hliðinni af klúbbnum áður en stórar ákvarðanir væru teknar.
    Ég hef góða tilfiningu fyrir þessum eigendum, finnst þeir hafa komið hreint og beint fram hingað til, og ætla greinilega að láta verkin tala, sem er að hinu góða! Allt í einu eru spennandi tímar framundan hjá Liverpool, hver sá það fyrir, fyrir nokkrum vikum?

  5. Nýjir eigendur hafa já sagt að þeir hafi ekki mikið vit á fótbolta en þeir eru jú að ráða (og búnir að fá) til klúbbsins menn sem hafa mikið vit á fótbolta og samkvæmt fréttum á nánast öllum miðlum þá er miklu meiri jákvæðni á bænum. Þessi stefna að fá “mikið” fyrir peninginn og að kaupa gæða leikmenn er góð og ég er sammála viðari #2 að fá Ashley Young og Ronaldinho til LFC væri draumur. Líst vel á leikjaprógrammið um jólin og ef Hodgson hefur bein í nefinu til að spila liðinu áfram svona með 2 uppi á toppnum (Babel og Torres) og hápressu þá er ég viss um mörg stig eigi eftir að detta inn um jólin. YNWA

  6. Leikjaprógrammið næstu 9 leiki er nú bara þannig að 27 stig er ekkert óraunhæft.

    Útileikirnir eru 4 í næstu 9 leikjum gegn Newcastle, Blackpool, Wolves og Blackburn ásamt 5 heimaleikjum, gætum ekki verið heppnari með jólatörnina og nú vill maður sjá liðið raða inn stigunum

  7. http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/roy-on-lucas-deal-and-rumours
    Hodgson að láta okkur vita að Glen Johnson og Lucas séu ekkert á leiðinni í burtu,hann segir svo líka að Rhonaldinho sé ekkert á leiðinn til okkar en hann segir að Young sé spilari sem hann sé hrifinn af en vill greinilega ekki gera mikið úr því máli sem gefur manni smá von því ef ég man rétt sagði hann svipaða hluti um Cole í sumar og stuttu seinna var kappinn kominn til Liverpool.

  8. Official síðan: Lucas að fá nýjan samning, ekkert rætt um Ronaldinho eða Suarez innan klúbbsins (í alvöru? Borðliggjandi að senda Babel og nokkur pund til Ajax og fá Suarez í staðinn) en Ashley Young skoðaður eins og margir aðrir. Fínar fréttir þar.

  9. Hann má eiga það hann Hodgson að hann segir okkur meira en aðrir þjálfarar finnst mér.
    Hann kemur alltaf hreint fram í viðtölum um leikmenn og slúður.
    En ég verð ánægður ef að Lucas fær nýjan samning en kannski smá fúll að það sé ekkert verið að hugsa um Ronaldinho eða Suarez.

  10. Í alvöru? Viljiði virkilega fá Ronaldinho? Þessi leikmaður kæmi aldrei til með að sætta sig við annað en 100 og e-ð þúsund pund á viku og ég sé hann ekki vera að fara geta rassgat fyrir Liverpool. Hann er auðvitað leikinn og ótrúlegum hæfileikum gæddur en ekki það sem við ættum að vera leitast eftir. Finst hann ekki nógu hraður og svo er eilíft vesen í kringum hann. Ashley Young hinsvegar væru bestu fréttir í leikmannamálum síðan Torres kom!

  11. Þarf maður að vera member hjá LFCTV til að geta séð þetta?

  12. @12 Þú getur lesið greinarnar en ekki séð videoin nema borga,nema kannski einstaka frítt innslag.
    En yfirleitt kemur allt fram í textanum.
    Flottur pistill þetta er allt að koma hjá þessum gaurum,comolli á eftir að gera flotta hluti
    YNWA

  13. 12 getur skoðað Liverpoolecho.co.uk eða t.d Empire of the cop á FB það koma oft video þar..

  14. Fjandinn hafi það, Ronaldinho? Wtf útbrunninn djammari. Ekki fyrir mig takk. Kannski fyrir 5-6 árum síðan en núna? NEI! Gerir ekkert fyrir klúbbinn.

  15. Viktor ég veit að Ronaldinho er ekki að koma til Liverpool en þú getur ekki sagt þér að þessi maður sé útbrunnin ef þú kynnir þér hans tölfræði.
    2009-2010 sem sagt tímabilið í fyrra þá skoraði hann 15 og gaf 16 stoðsendingar í 45 leikjum.
    Ef það er að vera útbrunnið þá vildi ég að Liverpool væru með fullt lið af útbrenndum leikmönnum.
    Tala nú ekki um það ef þeir geta glatt stuðningsmennina með frábærri boltatækni og trixum.
    Mér finnst allt í lagi að menn kynni sér aðeins málin áður en blaðrað um eitthvað sem menn vita ekkert um.

  16. Ég er ekki viss um að Ronaldinho sé alveg útbrunninn en enski boltinn hentar honum bara ekki, og hvað þá veðráttan á Englandi.

  17. http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/roy-on-lucas-deal-and-rumours
    Hodgson was also asked if there was any truth in the rumours linking Liverpool with Ronaldinho, Ashley Young and Luis Suarez.

    The manager replied: “I’ve got to say, Ronaldinho and Suarez are players we’ve never even thought about.

    Hvorki Suarez eða Ronaldinho eru að koma til Liverpool, en ég er samt orðinn hrikalega spenntur fyrir þessum januarglugga.
    Ég held að það verði gerð einhver klassakaup.

  18. Haldið þið að Ronaldinho hefði einhvern áhuga á að búa í Liverpool? Hann er þekktur fyrir mikið djamm og glis líferni. Liverpool er mjög langt frá því að passa í þann flokk.

  19. Ef ég mætti commenta á vinsælt offtopic…

    Skársta viðtalið sem ég hef séð við karlinn hingað til held ég bara, pirraði mig nánast ekkert. Auðvitað var þetta uppspuni um Ronnie – hann á hálft ár eftir af samningnum sínum og umbinn hans hefur verið að reyna að ljúga upp verðmætið á kappanum. Ágætis tilraun hjá honum að minna á leikmanninn, a.m.k. er ég ekki vanur að hugsa mikið um Ronaldinho. Held samt að Liverpool gæti alveg eins borgað honum 90 þúsund pund á viku eins og Joe Cole, en það væri líklega ekkert sniðugt upp á móralinn í liðinu.

  20. Hilmar já,Hann er hraður teknískur leikmaður se bæði getur skorað og lagt upp mörk og það finnst mér bara nóg

Hodgson fyrir/eftir kaup NESV

Miðar á leik LFC – Fulham 18. desember