FC Utrecht á morgun

Annað kvöld (já, miðvikudagskvöld) leika okkar menn lokaleikinn í K-riðli Evrópudeildarinnar, á heimavelli gegn FC Utrecht.

Það er skemmst frá því að segja að þessi leikur skiptir nákvæmlega engu máli, okkar menn eru búnir að vinna riðilinn og Utrecht eygja einhverja langsótta von um að komast úr neðsta sætinu upp í annað sætið og áfram í keppninni, en til að það gerist sýnist mér Napoli þurfa að vinna eins marks sigur á Steua og svo Utrecht að vinna a.m.k. þriggja marka sigur á Liverpool. Með öðrum orðum, það er ekki að fara að gerast.

Þessi leikur er því fullkomið tilefni fyrir Roy Hodgson að nota „B-liðið“ sitt, þ.e. leikmenn sem komast ekki í aðalliðið alveg sama hversu illa aðalliðið spilar. Hodgson var búinn að staðfesta að B-leikmennirnir yrðu notaðir og verður það blanda af ungu strákunum og eldri leikmönnum eins og Jovanovic, Cole og Aurelio sem hljóta að hafa reynt við frú Hodgson eða eitthvað því þeir fá enga sénsa nema bara þegar B-liðið á leik.

En B-liðið á leik á morgun og verður liðsuppstillingin líklega eitthvað í þessa veru:

Reina

Kelly – Skrtel – Wilson – Aurelio

Kuyt – Poulsen – Shelvey – Jovanovic
Joe Cole
Babel

Svo verða Eccleston, Pacheco og jafnvel Suso á bekknum, auk einhverra aðalliðsmanna eins og Kyrgiakos, Lucas og Maxi. Torres, Johnson og Meireles fá frí, Ngog frá með skurð á andliti, Gerrard, Carra og Agger enn meiddir. Kuyt fær að mæta sínum gömlu félögum.

**MÍN SPÁ:** Þetta verður tíðindalítill leikur. Okkar menn ekki að sækja af neinum krafti, Utrecht-menn að reyna en áorka ekki miklu á Anfield. Þetta endar **1-1**, Babel eða Jovanovic skora fyrir okkur en Ricky van Wolfsvinkel skorar fyrir þá og kemur sér í leiðinni á innkaupalista Comolli & co. fyrir janúarmánuð.

Svo byrja Kuyt, Skrtel og Reina inná gegn Fulham um helgina en enginn hinna, sama hversu vel þeir spila á morgun.

43 Comments

  1. Held ég sjaldan verið eins lítið spenntur fyrir evrópuleik á Anfield.

  2. Og svo má nú kannski nefna það að dómararnir eru frá Íslandi !!
    Kiddi Jakobs að dæma.
    Gaman að segja frá því að annar aðstoðardómarinn Ólafur Ingvar Guðfinnsson er þarna á línunni í sínum síðasta leik. Hann er mikill Liverpool aðdáandi og gaman fyrir hann að taka síðasta leikinn á Anfield 🙂

  3. Af Liverpoolfc.tv
    “But it’s also a chance for Ryan Babel. Fernando Torres will be involved in the game, as will Pepe Reina and our centre-backs. We’ll have a strong team and I am sure Utrecht will have a strong team. They seem to play what they consider to be their best team in all of their matches, both European and domestic.
    We, by contrast, have actually fully utilised our squad, in particularly in our European matches.
    Pepe Reina likes to play. He would like to play in this one and I’m not going to be the one who says to him, ‘You want to play, so you don’t play.
    So he will start the game and Brad Jones will be the second goalkeeper.”

    Torres fer sem sagt með og Reina og hafsentarnir okkar byrja. Djöfulsins eymd held ég að varamarkmannsstaða hjá Liverpool sé, ef þetta er ekki leikurinn til að fá sénsinn, hvenær þá? Furðulegt komment um Reina samt, fær hann bara að spila alltaf ef hann vill það? Held að Roy ætti að taka meira credit fyrir uppstillingunni!

    En annars… fín upphitun miðað við leikinn sem um ræðir:) Hins vegar langar mig ekkert að vita hvernig frú Hodgson lítur út miðað við hann sjálfan… kannski er hún með pung í staðinn fyrir hann?

  4. Þegar löngunin til horfa á leikinn er aðallega út af þjóðerni dómara er mikið sagt.

  5. Auðvitað horfir maður á leikinn #4. Sérstaklega þar sem að þetta er á heimavelli…..;)

    En Torres hreinlega verður að sýna einhvað núna. Kominn með nóg af þessu bölvaða andleysi í stráknum okkar, Auðvitað skilur maður pirringinn í honum, maðurinn fær enga þjónustu þarna frammi og það er ætlast til þess að hann spili eins og Heskey. Eltast við einhverja langa bolta….

    Og vonandi heldur Jonjo litli áfram að sýna flotta takta eins og hann hefur verið að sýna, 18 ára gamall og svakalega lýst mér vel á hann!

    EN 3-0 basic sigur á morgun og Kuyt skorar 2 og Kyrgiakos 1 🙂

  6. Ef að línuvörðurinn er mikill Liverpool aðdáandi og í sínum síðasta leik sé ég ekkert að þvi að hleypa inn ca. 2-3 rangstöðumörkum, bara svona uppá móralinn að gera.

    En annars er ekki mikil stemmari fyrir þessum leik, held samt að þetta sé sigur, 2-0.

  7. Ég var einmitt að pæla í þessu um daginn. Afhverju ekki að leyfa varamarkverðinum að prófa að spila svona eins og einn og einn leik. Hvað ef Reina meiðist, þá erum við með markmann sem hefur varla spilað einn einasta leik.

    Varðandi Torres. Fyrst að nýta færin sín og svo fara í fílu yfir einhverjum háloftabolta. Við erum svo búnir að spila með tvo uppi undanfarið þannig að drengurinn verður bara að girða sig í brók.
    Rooney var einn frammi í gær á heimavelli á móti Arsenal. Hefði hodgson stillt þessu svona upp með Torres einann frammi þá hefðu flestir orðið snældu vitlausir.

  8. Ég dáist af síðustjórnendum að leggja það á sig að skrifa upphitun fyrir svona leik fyrir okkur lesendur síðunnar. Sérstaklega í ljósi þess að Hodgson er augljóslega ekki að fara neitt á næstunni og liðið algjörlega að skíta uppá bak 🙂

  9. Ég ætla að kaupa Wolfsvinkel búning ef sá maður verður keyptur.

  10. Wolfsvinkel er meira að segja töffaralegra nafn en Vennegoor of Hesselink…

  11. Hodgson er búinn að staðfesta það að Torres muni byrja þennan leik sem og Reina og flestir vanalegu varnarmennirnir nema Aurelio kemur inn fyrir Konna sem er meiddur.

  12. hef engan ahuga að horfa a þessa hörmung sem er i gangi þarna kæmi mer ekkert a ovart að þessi leikur fari 0-0 en nog um það langar aðeins að tala um januar gluggann verð bara að segja að eg er ekkert voðalega spenntur fyrir honum miða við siðasta glugga þar sem gamli roy skeit illa upp a bak eins og margir munna hvað ætlar hann að kaupa eg bara spyr einhverja utbruna leikmenn sem eru komnir a aldur það er voðalega gaman að sja að hann er greinilega að spa i framtiðinni þegar hann er að kaupa leikmenn oskalistinn minn fyrir þessi jol er að roy verði rekinn og martin o’neill verði raðinn eða bara einhver sem er með mettnað og vit i kollinum 🙂 YNWA eða eins og roy myndi segja það You’ll Never Win Away

  13. Þessi keppni er nú eina ljósglætan hingað til í vetur og verður vonandi enn um sinn.

    Verður gaman að sjá Shelvey með alvöru leikmenn fyrir framan sig, framtíðarleikmaður þar á ferð. Og svo Thomas Ince. Er sannfærður um að þar fer framtíðarvængmaður, hefur litið svakalega vel út í unglinga- og varaliðum síðustu tvö ár og fullkomlega rökrétt framhald að lána hann í vetur. Næsta vetur vill ég fá að sjá hann fá mínútur. Öskufljótur og verulega góður í tækninni!

    Vinnum 2-1 í kvöld.

  14. Flottir stuðningsmenn hérna sumir hverjir sem ætla sér bara ekki að horfa á liðið spila útaf Roy. Ég var nú annálaður Rafa hatari en ég horfði nú samt á leiki og studdi liðið mitt þó stjórinn hafi ekki fengið mitt atkvæði.
    Roy er ekki í uppáháldi hjá mér síður en svo en ég mun horfa á leikinn sem og alla aðra gefist tími til þess.
    Spái þessum leik 5-0 og vonandi hættar einhverjir að væla og skæla. Er orðið verra hérna hjá sumum en hjá kerlingartuðrur í vesturbænum að væla yfir íþróttum á RÚV. :o)

  15. Mikið væri ég til í að sjá Torres spila með Babel í þessum og næstu leikjum í Des. Babel er mjög sterkur og óútreiknanlegur með snöggar hreifingar og ég held að hann henti vel með Torres frammi. Skil ekki af hverju Babel fær ekki betri sjéns þarna frammi með öðrum striker/Torres. Það er alltaf verið að troða honum á vænginn sem er ekki hans uppáhalds staða. YNWA

  16. Hefði verið til í að sjá Pacheco fá annað tækifæri í kvöld með nokkra góða leikmenn í kringum sig eins og Torres til dæmis. Ætli maður stelist ekki til að kíkja aðeins á leikinn þótt spenningurinn sé ENGIN eftir síðustu skitu á laugardaginn en svo sem ekki hægt að skammast útí ungu strákana sem ekki voru að spila þá.

  17. Ég vona bara að ég fái að upplifa þá tilfinningu eftir leikinn að ég sé hamingjusamur maður, skelli einum 5-1 sigri á þetta. Babel, N’gog og Lucas verða meðal markaskorara.

    YNWA

  18. 22

    Babel sterkur, check.

    Babel óútreiknanlegur, neibb. Annaðhvort fer hann út á kantinn og heldur andstæðingnum frá sér, hnoðast við það þar til 1-2 aðrir koma í hann og taka boltann(ef honum tækist oftar að senda boltann eftir að fá alla þessa athygli væri þetta í góðu lagi). Eða þá að hann fer á skotfótinn og reynir að dúndra varnarmenn niður.

    Babel með snöggar hreyfingar, bara.. neibb.

    Ég sé hann ekki fyrir mér spila með Torres frammi því hvorugur af þeim getur haldið boltanum uppi af neinu ráði, frekar þá með Ngog. Hitt er þó þetta tal um að hann fái enga sjensa, þeir sjensar sem hann fær og spilar óumdeilanlega illa virðast gleymast ansi fljótt. Fyrir mér þá hefur hann einfaldlega ekki sínt vott af framför síðan hann kom, því miður.

  19. ég er nú bara nokkuð ósammála seinasta ræðu manni……. í 2 seinustu leikjum sem babel hefur spilað hefur hann verið mjög góður, skorandi mark og koma með flottar fyrirgjafir og stoðsendingar…….. og meira og minna ógnandi mest allan tímann.
    þarf hann kannski að skora þrennu svo hann er talinn sýna batamerki??????
    hann fittaði mjög vel með n´gog…..af hverju gæti hann ekki fittað með torres….. mér finnst fáránleg rök að þeir geti ekki haldið bolta uppi á topp þar sem báðir leikmenn geta verið mjög skapandi……….
    en kannski er ég bara að tala með rassgatinu…..

  20. Sjáum til, þeir spila víst saman í þessum leik.
    Til að svara spurningunni beint, nei þá þarft hann ekki að skora þrennu. Ekki gleyma því að Babel er ekki beint nýkominn til liðsins. Hann hefur verið hjá LFC í 3 ár.

  21. Lucas er líka búinn að vera í 3 ár og hann var nú ekki beint beittasti hnífurinn í skúffunni……
    En sjáðu hann núna!!

  22. Vona að Torres nýti færin sín, annars er hann að segja “ég nenni þessu ekki eða þannig” grátlegt að horfa uppá 3 dauðafæri í síðustu 2 leikjum með honum. Koma svo.

  23. Hvað á jólasveininn og Liverpool sameiginlegt annað en að vera í rauðu? …þeir vinna bara einu sinni á ári…..það er leiðinlegt að vera poolari nú til dags….

  24. (Ó)staðfest lið: Reina; kelly , soto , wilson , aurelio; kuyt, poulsen , shelvey , cole; babel ,torres

  25. ég held að bottom lænið í þessa umræðu hjá okkur reynir þ. er að við viljum báðir sjá liverpool sigur í kvöld og ég væri rosa mikið til á sjá team effort frekar en að sjá einhvern einn leikmann blómstra á kostnað annarra….. hvort það er poulsen(ólíklegt), babel, torres eða shelvey…. ekki kannski leikmenn í heimsklassa en þessir leikmenn eru samt ekkert af ástæðulausu í Liverpool og geta átt frábæra leiki þegar liði nær saman…..(er sérstaklega spenntur ef danny wilson er að byrja inná,,,,, hef tröllatrú á þessum dreng!!!)
    takk samt fyrir líflega umræðu…….ekkert skemmtilegra en að hafa skoðun á liðinu

    vinnum 3-0
    YNWA

  26. Liverpool: Jones, Kelly, Aurelio, Skrtel, Wilson, Poulsen, Shelvey, Jovanovic, Cole, Babel, Eccleston. Subs: Hansen, Johnson, Kyrgiakos, Pacheco, Torres, Kuyt, Meireles.

  27. Flott frammistaða Skrtel skilar honum fyrirliðabandinu í kvöld. Glæsilegt.

  28. Ég er bara hrikalega ánægður með að þessir menn séu að fá séns í kvöld,
    það er ekkert á hverjum degi sem að liðið fær tækifæri til að spila leik gegn
    jafn sterku liðið og hafa engu að tapa, mikið ánægðari að sjá þetta byrjunarlið heldur
    en það sem fyrirfram hefur verið rætt líklegast.

Opinn þráður – NESV á LFC TV

Liðið gegn Utrecht