Fulham á morgun (UPPFÆRT: LEIK FRESTAÐ)

LEIK FRESTAÐ VEGNA VEÐURS Á ENGLANDI!

Þá er það Fulham á morgun, Roy Hodgson og lærisveinar hans mæta á Anfield…bíddu við, nei, það er víst Mark Hughes og lærisveinar hans. Enn einn seinnipartsleikurinn á laugardegi, þeir eru reyndar mun skárri en hádegisleikir, hvað þá mánudagsleikir, en engu að síður eru þeir nú ekki ideal leiktíminn. En hvað um það, skiptir nú ekki öllu máli. Það sem máli skiptir er að við séum að fara inn í törn sem skili okkur stigum í hús. Ég veit að ég er kannski að fara fram á hluti sem eru fyrirfram vonlausir, en engu að síður þá verðum við að fara að hala inn stigum. Þetta gerist varla erfiðara en þetta:

Fulham (H)
Blackpool (Ú)
Wolves (H)
Bolton (H)
Blackburn (Ú)
Everton (H)
Wolves (Ú)
Stoke City (H)

5 heimaleikir og 3 á útivelli. Útileikirnir eru gegn Blackpool, Blackburn og Wolves. Svona án gríns, þá ef allt væri eðlilegt, þá ætti þetta prógram að þýða 24 stig, ekkert meira (ekki hægt) og ekki stigi minna en það. En raunveruleikinn er samt bara sá að þetta er langt frá því að vera eðlilegt ástand hjá félaginu okkar í dag. Ég var að hugsa um það um daginn, hvað er að þegar maður tekur út útileik gegn Blackpool og merkir hann sem tricky game. Úff, það er eiginlega of mikil breyting á of stuttum tíma. En nú eru jólin á næsta leiti og það er víst hátíð ljóss og gleði, þar af leiðandi ætla ég bara að vera freaking bjartsýnn maður. Ekkert frekara röfl um Ragnarök eða kreppu, jólin eru víst bara tvisvar á ári (ef þið trúið því ekki, tékkið þá bara dagatalið ykkar) og núna gerist það.

Fulham hafa nú ekki verið að gera stórbrotna hluti. Þetta lið hefur ekki unnið leik síðan égveitekkihvenær og hefur reyndar bara unnið 2 leiki á tímabilinu. Þeir hafa þó verið ansi duglegir þegar kemur að jafnteflunum, þeir hafa gert 10 slík í þessum 17 leikjum sínum. Þeir eru heldur ekkert að gera frábæra hluti í sóknarleik sínum, hafa skorað (að ég held) 16 mörk í þessum 17 leikjum sínum. En leikurinn á morgun vinnst ekki á tölfræði eða sögu klúbbana, ef svo væri, þá værum við meistarar á hverju einasta ári. Bobby Zamora er fjarri góðu gamni hjá þeim, en það verður að segjast eins og er, það eru ekki margir leikmenn sem maður hræðist í þessu liði þeirra, helst kannski Hangeland, en maður væri alltaf hræddur ef maður myndi rekast á hann í vondu skapi, þvílíkt tröll þar á ferð. Dempsey er þeirra lang markahæsti maður, hefur sett inn 5 kvikindi. Næstu menn þar á eftir hafa skorað 2 mörk, nokkrir hafa skorað 1 mark, en aðrir eru með minna. Það er nokkuð ljóst að Fulham mæta á Anfield á morgun til að verja jafnteflið sem þeir eru með þegar flautað er til leiks. Fulham hafa það fram yfir okkur að þeir hafa fengið færri mörk á sig. Við höfum fengið heil 22 mörk á okkur en Fulham aðeins 20. 22 mörk á sig segir sína sögu, alltof, alltof, alltof mikið.

Þá að okkar mönnum. Agger ekki ennþá klár í slaginn og Carra frá næstu mánuðina. Sem sagt, vantar okkar sterkustu miðverði. Soto og Skrtel standa því vaktina, og nú bara hreinlega verður hann Skrtel kallinn að fara að gera hlutina af einhverju viti. Það er ekki orðið spurning um hvort, heldur hvenær, það verður dæmt á fjölbragðaglímuna hans inni í teig. Hann er bara búinn að vera lost kall greyið. Svei mér þá, ég væri til í að gefa Wilson sénsinn ef hinn heldur áfram á sömu braut. Soto er þó tryggur og mun stanga út bolta hægri vinstri, bæði upp og niður. Bakverðirnir verða áfram þeir sömu, þó svo að ég vilji áfram berja hausnum í gangstéttina og óska mér Aurelio í þann vinstri frekar en hann Paul okkar. Miðjan ætti líka að vera set to go, ég allavega vona að Roy hendi ekki Stevie inn þar og þvæli Raul í einhverja aðra stöðu sem hann á akkúrat ekkert heima í. Lucas hefur að mínu mati verið okkar stöðugsti leikmaður á tímabilinu og ég er eiginlega að komast á þá skoðun að þessi strákur á eftir að enda í algjörum heimsklassa. Já stór orð og allt það, en það er bara eitthvað sem maður er farinn að sjá í honum sem segir manni þetta (og já þið Lucas óþolendur, start shooting). Höfum þetta bara einfalt, hendum Kuyt út á hægri kant, Maxi á þann vinstri og Stevie í holuna fyrir aftan El Nino og málið er algjörlega látið. Jú, Kuyt hefur ekki verið hann sjálfur eftir meiðslin, bara skelfilega slakur, en eitt geta menn verið vissir um, hann mun skila sínu og þarf hreinlega að detta í gang. Treysti honum frekar í að framkvæma það heldur en flestum öðrum.

Reina

Johnson – Kyrgiakos – Skrtel – Konchesky

Lucas – Meireles
Kuyt – Gerrard – Maxi
Torres

Bekkurinn: Jones, Kelly, Aurelio, Cole, Poulsen, Babel og Ngog (ef hann er heill, annars Jovanovic)

Koma svo, 2-0 sigur er vel þeginn, ég ætla bara að stinga hausnum í sandinn og rassinn beint út í loft og spá flottum sigri okkar manna. Nú fá Fulham menn að sjá hvað þeir misstu. Eigum við ekki að segja að Fernando setji eitt stykki og svo smelli Kuyt-arinn í gang á ný?

101 Comments

  1. Hver voru rökin fyrir því að ráða roy að hann sé enskur það var ekki útivallarárangur það er á hreinu.

  2. Ég myndi vilja gefa Kuyt frí, já hann er duglegur enn það varla heppnast sending hjá honum þessa dagana. Setja Babel inn í staðin.

  3. Talandi um Fulham, við eigum leikmann (og stjóra) handa þeim:

    http://twitpic.com/3gqsw5

    Það er ekki beint eins og hann væri vinsæll fyrir!! Eða að þær sendingar sem við höfum fengið frá London hafi verið að gera sig mikið betur hjá okkur heldur en Newcastle!!

  4. Ég er ekki viss um að við fáum meira en tíu stig af þessum tuttugu og fjórum í þessum leikjum sem nefdir eru þarna fyrir ofan,þarna eru þrír útileikir sem tapast sennilega allir og svo er ég ekki viss um að við vinnum Everton eða Bolton heima . Leikurinn á morgun hefur yfir sér mikinn jafteflisstimpil og miðað við hvað þessi lið skora lítið þá kæmi 0=0 ekki á óvart.

  5. Hvað með að gefa hollendingnum fljúgandi frí, setja Kelly í bakvörðinn og leyfa Johnson að prófa hægri kant? (og leyfa honum í alvörunni að spila sókndjarfan kant, ekki spila sem 2nd rightback)

    En Hodgson er víst ekki með hugmyndaflug, þannig að þetta er ólíklegt.

  6. Ég vil fá Wilson inn fyrir hinn arfaslaka Skrtel sem ég vona að verði seldur sem fyrst í jan og svo má Konhescky vera ennþá óleikfær þannig að Aurelio fái annan leik í baverðinum. Ég væri frekar til í að sjá Kelly í vinstri frekar en Konhescky.
    Svo vil ég sjá Babel þarna hægra meginn fyrir Kuyt, ég held að Babel gæti alveg virkað ef hann fær nokkra leiki í röð í byrjunarliðinu.
    Svo var líka mamma hans Konhescky að drulla yfir Liverpool menn http://img253.imageshack.us/img253/9371/91f14g.png

  7. Flott upphitun.
    Sigur á morgun gerir ekkert fyrir mig hvað Hodgson varðar. En auðvitað yrði frábært að fá 3 stig.
    En Hodgson á ekki að fá heimaleiki til að bjarga sér. Maðurinn þarf að fara að láta liðið sitt spila fótbolta á útivelli!

  8. Mikið sammála #5 um að setja Kelly í vinstri bak og AJ á kanntinn fyrir framan hann. Svo væri ég til í að sjá Babel frammi með Torres því ég hef ekki trú á að Gerrard verði klár í slaginn. Babel vill og virkar betur frammi heldur en á könntunum. Ætla rétt að vona að við drullumst til að vinna þennan leik sannfærandi. YNWA

  9. …….Biðst velvirðingar á “nn” ruglinu í mér…það á að vera kanturinn :o)

  10. Hér kemur United spáin fyrir helgina :

    Sunderland v Bolton 2-1
    Arsenal v Stoke, 15:00 3-1
    Birmingham v Newcastle, 15:00 1-2
    Blackburn v West Ham, 15:00 2-1
    Wigan v Aston Villa, 15:00 1-1
    Liverpool v Fulham, 17:30 3-0
    West Brom v Wolverhampton, 12:00 0-0
    Blackpool v Tottenham, 13:30 2-2
    Chelsea v Man Utd, 16:00 1-1
    Man City v Everton, 20:00 1-1

    Ykkur er frjálst að nota þetta til að þéna peninga á lengjunni eða í getraunum 🙂 Tek bara 10 %

  11. Nú fá Fulham menn að sjá hvað þeir misstu.

    Já þú segir það 🙂 .

  12. Nú fá Fulham menn að sjá hvað þeir misstu.

    hehe bara humor í kallinum :Þ

  13. Sammála ssteina og fleirum þar á meðal magga sem skrifar á bloggi þessu, þeim mikla snillingi, að Gerrard á að vera í holunni fyrir aftan sóknarmann, hæfileikar hans nýtast best þar, ekki sem miðjumaður eða vængmaður.
    ‘Eg væri til í að sjá Gerrard og Torres saman frammi í 442 kerfi, bakverði myndi ég hafa kelly og aurelio, hafsenta agger og wilson. mereles og lucas á miðjuni, jafnvel johnson á hægri og maxi/jovanovic á vinstri væng.
    Þess má geta að liðið þarf betri vængmenn og sóknarmenn.
    Dúracell kanínuna myndi ég hafa á bekknum eða hvíla alfarið.
    Geri svo kröfu að við rúllum all hressilega yfir þetta arfa slaka fulham lið, 4/5 – 0 væri ásætanleg úrslit.
    Bara mínar pælingar, þarf ekki að endurspegla mat þjóðarinnar.
    Hvort þetta rætist er svo allt annað mál.

  14. Er ég að biðja um of mikið ef ég bið um 2-0 sigur? Það hlýtur bara að vera. Þess vegna ætla ég að vera raunsær og spá 1-0 stórsigri. Vona innilega að Torres skori, en hann má ekki vera of gráðugur á markakóngstitillinn og leyfa öðrum að vera með þannig ég set Gerrard þar, úr víti, sem átti ekki að vera víti. Rétt slefum í 5 markskot og fáum sirka, 2-3 á okkur. Þetta verður ábyggilega mjög leiðinlegur leikur.

    YNWA.!.

  15. ” If you haven’t got style, you at least need results.”
    Lykilsetning úr greininni frá #15.

    Förum nú út á morgun og náum allavega í stigin 3.

  16. Því miður er búið að vera brjáluð snjókoma í Liverpool borg en vonum að það hafi ekki áhrif á dags- og tímasetningu leiksins.
    Annars spái ég 1-1, Meireles og Hangeland

  17. Er þetta ekki örugglega kaldhæðni með Lucas og heimsklassann? bara spyr…..

  18. Kantmennirnir okkar sem eru ekki kantmenn reyndar, verða að fara finna sér aðrar hlaupaleiðir en beint inn á miðjuna. Það er svo auðvelt að verjast þessu og Torres fær aldrei break. Babel má eiga það að hann reynir að teygja.
    Vinnum samt 2-0

  19. Vá þessir leikir sem við eigum framundan, þetta er algjört DAUÐAFÆRI fyrir Hodgson, en ég giska á að hann reyni að sóla sig framhjá því með vel skipulögðum varnarleik og stíga aldrei fæti fram yfir miðju.

    Ég hef aldrei verið á þeim nótum að óska þess að einhver leikmaður okkar meiðist eða annars liðs, en hinsvegar ef það er það sem þarf til að við losnum við Skrtel úr liðinu, þá so be it, hann má bara finna sér einhverja vinnu á fish & chips stað í Liverpool borg. Ég vil fá Danny Wilson inn í miðvörðinn við hlið Kyrgiakos og svo vil ég halda Kelly í hægri bakvarðarstöðinni og skella á Johnson á hægri kantinn eins og margir kop-pennar hafa margoft bent á en það virðist sem svo að Hodgson lesi ekki þessa síðu, eða sé einfaldlega ekki nýmóðins. Duracell kanínan hefur verið frekar slöpp upp á síðkastið, þó að menn hafi haft mismunandi skoðanir á pilti þá hefur samt alltaf skilað inn nokkrum lykilmörkum en það hefur verið eitthvað lítið um það á þessu tímabili, hvort það sé honum sjálfum eða Hodgson að þakka veit ég ekki.

    Ætli liðið verði samt ekki jafn fyrirsjáanlegt og í síðustu deildarleikjum, það virðist enginn eiga fræðilegan möguleika á því að vinna sér sæti í þessu liði þrátt fyrir góðar frammistöður í öðrum keppnum. Bara spurning hvort að Gerrard eða Ngog byrji.

  20. Ég held að Fulham taki þetta 2-1, við komust yfir í fyrri hálfleik. Þetta er bara sagt því ég hef í síðustu leikjum verið að tippa á sigur og þá endar það í tapi 🙂 (Smá Jinx, man ekki ísl.orðið yfir það) 🙂

    (annars drep ég 10 járnsmiði og brít 9 speigla ef við töpum) 😉

    YNWA!!!!

  21. “Coyle once said he would try and beat his kids if he played them at tiddlywinks. You get the feeling Hodgson would settle for a draw”.

    Haha

  22. Maður gerir aldrei ráð fyrir 3 stigum lengur það er á hreinu en eitt er víst að geðheilsan fer endanlega í dag ef ekki skilast örugg 3 stig í hús.

  23. Greinin hjá númer 24 er alger snild og segir í raun allt sem að segja þarf um Hodgson og þetta meðalmensku lið sem hann er að búa til hjá Liverpool. Hvet alla til að lesa þessa grein.

  24. Þessi setning segir eiginlega allt sem segja þarf.

    “So Roy is looking at the players, knowing they’re good enough, yet puzzled by why they are not performing. Perhaps the players are looking at Roy, knowing he’s not good enough and that’s why they are not performing.”

  25. Ætli Hodgson taki Houllier á þetta á morgun: Ef ég ætti að tapa fyrir einhverjum 3-0 þá væri það Fulham.

  26. Sælir félagar

    Frestur er á illu bestur.

    Og að lokum legg ég til að RH verði rekinn.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  27. Þessi grein sem bent er á í 24 er fáránlega mikið spot on! Get ekki beðið eftir því að losna við þennan steingerving.

  28. Ó fyrirgefðu, við getum boðið þér bæði endurgreiðslu eða þá útskýringu á hvað ég er að meina þarna ef skilur þetta ekki!

  29. Ég meina í alvörunni Matti, við hverju býstu í staðin fyrir svona leiðinlega fram setta gagnrýni? Á ég að hrósa þér fyrir skemmtilega ultra smámunasemi?

    Þetta er vel skiljanlegt. á íslensku og það er ekki eins og við séum að vinna við þetta.

  30. Matti, það er laugardagur, fáðu þér bjór og hættu þessu væli.

    Viðkvæmni og ekki viðkvæmni, svona smámunasemi fer í taugarnar á mér hérna inni.

  31. Ég veit ekki til þess að ég hafi verið að væla Babu. Væri ekki nær að þú fáir þér bjór og slakir á fyrst taugarnar eru svona þandar? Ég kom með saklausa athugasemd um slakt málfar. Trúðu mér, ég hef oft fengið álíka athugasemdir og hef í öllum tilvikum brugðist við með því að leiðrétta einfaldlega ambögur og jafnvel þakkað fyrir. Ætlun mín var ekki að vera með leiðindi, ég hélt bara að það væri dálítill metnaður á þessari síðu.

    • Væri ekki nær að þú fáir þér bjór

    Um þetta erum við allavega sammála 🙂 Ég sé bara ekki alveg ennþá hvað er svona rangt við þetta málfar og tek þessu því svona “vel”. En eigðu góðan dag og haltu þig fjarri t.d. mbl og visi.is ef slæmt málfar á netinu fer í taugarnar á þér…þeir fá meira að segja borgað þar. 🙂

  32. Er feginn að leiknum hafi verið frestað. Var að útskrifast sem nýstúdent áðan og þá þarf ég ekki að hafa neinar áhyggjur af úrslitunum. 🙂

  33. Við hverju býstu Matti? EÖE er með ‘víst að’ veikina og íslenska hefur til þessa ekki verið sterkasta hlið Babu.

    Bættu svo við ótrúlegri viðkvæmni hjá þeim öllum og þú ert með ansi magnaða blöndu.

  34. ”Það var frestað þessum leik vegna veðurs og snjókomu á Englandi” er í ætt við málfar barna.

    Íslenska útgáfan af þessu væri að segja t.d: ”Þessum leik var frestað sökum óhagstæðra veðurskilyrða og töluverðrar snjókomu á Englandi”.

    Þetta er í sama flokki og þegar börn segja ”Það var sagt mér að ég mátti þetta” Ég vona að þú sjáir þó hvað er að þeirri línu þó þú sjáir kannski ekki villuna í eigin orðum.

  35. Verð nú að vera sammála Matta. Ég get almennt séð ekki kvartað yfir málfari pistlahöfunda á þessari frábæru síðu. „Kommentarar“ mættu hins vegar á stundum vanda sig aðeins meira. En þá sjaldan að það gerist að eitthvað stingur í augun finnst mér sjálfsagt að benda á það. Þið sem standið að þessum vef, alls ekki taka því persónulega þótt einhver bendi ykkur á eitthvað sem betur má fara málfarslega séð. Það fara allir með rangt mál einhvern tímann. Við lesum þetta einmitt vegna þess að þetta er yfirleitt alltaf sett vel fram og þið standið ykkur gífurlega vel.

    Alla vega, djöfullinn hafi það að þessum leikjum hafi verið frestað. Alveg búið að eyðileggja helgina. Við Púllarar ættum þó kannski bara að vera sáttir við að þurfa ekki að upplifa enn eina hörmungina.

  36. Er kop.is að fara að verða málfars og réttritunarvefsíða á meðan að gengi Liverpool verður svona ?

  37. ég hef eitt að segja við þessa málfræðisnillinga ykkur vantar handklæði og bala til að grenja í… þetta er ein besta síða sem ég veit um. Allavega skildi ég þetta þótt að málfræðin sé ekki rétt, ég veit ekki annað en að flest allir íslendingar tala vitlaust. Við lifum á árinu 2010 þar sem allir tala í tökuorðum, slangri og enskuslettum.

  38. Það stuðar mann ekkert sérstaklega þó það séu stöku stafsetningarvillur í texta, en þegar maður sér málfarsvillu eins og sú sem er efst í textanum, undirstrikuð og feitletruð þá stingur það svakalega mikið í augu, “það var sagt mér á Kop.is að það væri frestað leiknum”…. Set þetta á sama bekk og orðskrípin “einhvað” og “eitthver”, sem annar hvor maður virðist vera byrjaður að nota

    Kv. Grumpy old man (en samt bara 25 ára)

    (eitthvað verðum við að tala um fyrst það er ekki leikur í dag 😉

  39. Við hverju býstu Matti? EÖE er með ‘fyrst að’ veikina og íslenska hefur til þessa ekki verið sterkasta hlið Babu. Bættu svo við ótrúlegri viðkvæmni hjá þeim öllum og þú ert með ansi magnaða blöndu.

    Og samt kemur þú hingað inn!

    Ítreka svo að þetta…

    Þetta er ekki íslenska!

    …er ekki góðlátleg ábending og fékk því svör í svipaða mynt.

    Þetta er hinsvegar góð ábending og eitthvað sem maður tekur frekar mark á…

    ”Þessum leik var frestað sökum óhagstæðra veðurskilyrða og töluverðrar snjókomu á Englandi”

    En á meðan þetta er alveg rétt þá erum við þarna að tala um eitthvað sem ég hefði áhyggjur af ef um væri að lokaritgerð í íslensku, ekki meðan ég er í flýti að henda inn ábendingu um að leik hafi verið frestað. En það er líklega bara ég og í guðana bænum reynið að fyrirgefa mér það.

    Gott og blessað að menn geri kröfur, stundum eru þær eitthvað sem maður á ekki alveg von á samt enda kop.is bloggsíða sem 5-6 ólíkir einstæklingar halda úti í sínum frítíma, ekki fréttasíða.

    En svo ég slútti (geri ráð fyrir að þetta skapi grundvöll fyrir aðra umræðu) þessu þá tekur maður betur í ábendingu eins og tónskáldið kom með heldur en svona fullyrðingu eins og Matti kom með.

  40. Ég skil Babu mjög vel að pirrast yfir athugasemd Matta… Matta hefði verið nær að benda Babu vinsamlega á málfarsvilluna í setningunni en ekki æpa “þetta er ekki íslenska”

    Ég þori að veðja öllum bjórnum í ískápnum mínum að ef Matti hefði verið þokkalega kurteis við að benda á þetta og bætt við broskall í enda athugasemdarinnar þá hefði Babu eflaust svarað “takk, búinn að laga :)”

    Í staðinn sitjum við uppi með þessa málfarsvillu…

    Skil heldur ekki hvernig Matti fær það út að þetta sé gagnrýni hjá honum… allaveganna finnst mér lítið gagn af þessari athugasemd. 🙂

  41. Ég vil að Matti lesi vísi.is þar sem hópur skrifblindra hefur komið saman og gert fréttasíðu.
    Svo vil ég að Babu fari í vikudvöl hjá Merði Árnasyni og Matti heimsæki hann tvisvar á dag og gefi okkur skýrslu um árangurinn.
    Síðan vil ég skárra veður á Bretlandseyjum.
    og eggjapúns.

  42. Ég legg til að menn hætti öllum innbyrðisdeilum og einbeiti sér að sameiginlegum óvin okkar Liverpool manna; Roy Hodgson. Ég sé enga ástæðu til að hætta umfjöllun um hann þó það snjói duglega í Liverpool borg.

  43. Tek heilshugar undir með Matta með orðalagið í titlinum. Þetta er bara alls ekki rétt.

    Maður heyrir unglingana okkar í dag koma með þessa “það var sagt mér” frasa í gríð og erg, en þetta er greinlega búið að ná að smita út frá sér.

  44. Hodgson er sérfræðingur í að peppa upp andstæðinga Liverpool!

    Vil leiðrétta örlítinn misskilning. Ég hef ekki verið æstur þegar ég skrifaði athugasemdir mínar hér og ekki hef ég hrópað. Ef ég hefði viljað “æpa” hefði ég feitletrað, notað HÁSTAFI eða kallað menn bjána. “Þetta er ekki íslenska!” er bara ábending sem er hvorki góðlátleg né meinfýsin. Viðbrögðin eru fróðleg.

  45. Þetta er glataðasta umræða sem ég hef séð á þessari síðu, kommon ef málið er skiljanlegt sé ég ekki að þetta skipti öllu máli.

  46. Hvenær verður leikurinn spilaður? Og kommonn strákar…cut the crap…

  47. Að sjálfsögðu varstu ekki að æpa Matti… ég sagði þetta bara til að gera meira úr því sem ég var að benda á… 🙂

  48. Kommon, ef menn ætla að vera væla yfir íslensku málfari þá eiga menn að fara inná spjallsvæðið á barnalandi. Ekki hér!!!.

    Hundsvekktur yfir því að leiknum var frestað, var búinn að kæla jólabjórinn og koma konunni og börnunum í pössun.

  49. Það eru um 300.000 hræður sem nota þetta tungumál okkar, reynum að viðhalda því frekar en hitt! Það hlýtur að vera ‘kommon sens-ið’ í þessu, eða hin heilbrigða skynsemi.

    Hræðilegt að sjá þetta þegar maður opnar síðuna!

  50. Væri sniðugt að stuðningsmenn liðsins taki Hodgson á þetta og byrji að nudda á sér andlitið í von um að liðið geti snúið gangi leiksins við þegar við erum marki undir. Ég ætla allavega að byrja að nudda á mér andlitið í von um góða jólatörn. Þetta hlýtur að vera einhverskonar hugleiðsluaðferð sem kallinn hefur lært.

  51. Já sæll. Ég varð svo fúll yfir frestuninni (eða hitt þó heldur, ekkert að því að missa af Roy vs Fulham-leik, í fullri alvöru) að ég kom ekkert hér inn í dag og missti því alveg af þessari bráðskemmtilegu málfræðiumræðu.

    Ég veit ekkert hver okkar ber ábyrgð á upphaflegu setningunni en ég breytti henni án þess að vita af umræðunni um hana, og sem bjókmenntafræðingur, ritsdjóri og sdöfnandi Kopp.iz tók ég mig til og rak strákana alla af síðunni, til öryggis.

    Það er aldrei of varlega farið þegar menn blogga.

  52. Góður Kristján 🙂

    þaá ver eg ad sova njúna….. og hættið þessu helv. málfræði væli!!!

  53. Eitt sem er verra en málfræðivillur, það eru staðreyndavillur, þar eru mbl.is og visir.is annsi framarlega!

    Dæmi á Vísi: http://visir.is/enn-einn-storsigurinn-hja-barcelona/article/2010471815801
    Barcelona vann í dag 5-1 sigur á grönnum sínum í Espanyol í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

    Þetta var tíundi sigur Barcelona í röð í deildinni en liðið hafði haldið hreinu í síðustu fjórum leikjum sínum og unnið þá samanlagt 21-0.

    • Svo vil ég að Babu fari í vikudvöl hjá Merði Árnasyni

    Frekar færi ég í íslenskutíma hjá Matta!

  54. http://www.fotbolti.net/fullStory.php?action=viewStory&id=101600
    Verð bara að koma þessu að. Að því gefnu að þessi frétt hjá krökkunum á fotbolta.net sé rétt þá getur Benitez bara náð slökum árangri með þrefalda meistara og verður að fá að kaupa 4-5 menn til að getað náð árangri. Þetta er með því fyndnara sem ég hef lesið lengi, en þó á mjög sorglegan hátt. Að það skuli vera til menn sem vilja Benitez aftur er mér algjörlega fyrirmunað að skilja og það sem meira er, það eru til menn sem virðast vera meiri aðdáendur hans en Liverpool.

    Endurtek því það sem ég hef milljón sinnum sagt, mistökin í sumar voru ekki að reka þann spænska, mistökin voru að ráða Roy.

    Með von um bjartari framtíð…..

    ….verð þó að viðurkenna að ég er alls ekkert sannfærður um að Benitez umræðan sé skemmtilegri en íslenskt málfarsumræða og skil ég því fólk vel að skíða framhjá þessum ummælum mínum og halda áfram að ræða málfarið ;p

  55. Sælir félagar

    Mér fannst gott að það var frestað leiknum. Mér hlakkar til þegar RH verður rekið honum og ætla fá mér popp og kók þegar gerist það.

    Það er gott að menn skemmta sér yfir einhverju hér inni og tala um málfar og miðla frekar en ekki neitt. Auðvitað verður öllum fótaskortur á tungunni annað slagið og það er einfaldlega mannlegt. Ég held að enginn komist hjá að missa eitthvað út úr sér sem gæti verið gagnrýni vert ef hugur manna stendur til þess. Ég hefi kennt íslensku í áratugi og kann málið allsæmilega. Þó hefi ég misst frá mér bæði ásláttarvillur, stafsetningarvillur og málfarsvillur hér á þessarri síðu og skammast mín ekkert fyrir það.

    Fyrir mína parta hefi ég kosið að horfa framhjá slíku hjá öðrum því enginn er fullkomin. Það sem skiptir máli hér er málefnið sem rætt ef um. Þó eiga auðvitað allir að vanda mál sitt svona almennt séð en eins og áður sagði – öllum getur skotist og það er bara þannig.

    Ég vil bara þakka þeim sem halda úti þessarri síðu og fyrirgef þeim sem svo öllum öðrum þó eitthvað skolist til annað slagið.

    Að lokum vil ég leggja til að RH verði rekinn.

    Það er nú þannig

    YNWA

  56. hættið að tala um að það sé verið að fara reka Roy Hodgson. Hann er alltaf að fara að fá að klára þessa leiktíð. Þetta getur varla versnað hjá kallinum, þannig að það er bara hægt að líta á björtu hliðarnar. Hodgson fær peninga til að kaupa í Janúar, það er mjög líklegt að hann reynir að fá Danny Murphy, Dempsey og B.Zamora. Þetta eru leikmenn sem klárlega styrkja liðið. Roy Hodgson á eftir að gera góða hluti. Ég hef trú á Hodgson.

    YNWAway

  57. JUSTIN TIMBERLAKE LYRICS

    “Cry Me A River”

    You were my sun
    You were my earth
    But you didn’t know all the ways I loved you, no
    So you took a chance
    And made other plans
    But I bet you didn’t think that they would come crashing down, no

    You don’t have to say, what you did,
    I already know, I found out from him
    Now there’s just no chance, for you and me, there’ll never be
    And don’t it make you sad about it

    You told me you loved me
    Why did you leave me, all alone
    Now you tell me you need me
    When you call me, on the phone
    Girl I refuse, you must have me confused
    With some other guy
    Your bridges were burned, and now it’s your turn
    To cry, cry me a river
    Cry me a river-er
    Cry me a river
    Cry me a river-er, yea yea

    I know that they say
    That somethings are better left unsaid
    It wasn’t like you only talked to him and you know it
    (Don’t act like you don’t know it)
    All of these things people told me
    Keep messing with my head
    (Messing with my head)
    You should’ve picked honesty
    Then you may not have blown it
    (Yea..)

    You don’t have to say, what you did,
    (Don’t have to say, what you did)
    I already know, I found out from him
    (I already know, uh)
    Now there’s just no chance, for you and me, there’ll never be
    (No chance, you and me)
    And don’t it make you sad about it

    You told me you loved me
    Why did you leave me, all alone
    (All alone)
    Now you tell me you need me
    When you call me, on the phone
    (When you call me on the phone)
    Girl I refuse, you must have me confused
    With some other guy
    (I’m not like them baby)
    Your bridges were burned, and now it’s your turn
    (It’s your turn)
    To cry, cry me a river
    (Go on and just)
    Cry me a river-er
    (Go on and just)
    Cry me a river
    (Baby go on and just)
    Cry me a river-er, yea yea

    Oh
    (Oh)
    The damage is done
    So I guess I be leaving
    Oh
    (Oh)
    The damage is done
    So I guess I be leaving
    Oh
    (Oh)
    The damage is done
    So I guess I be leaving
    Oh
    (Oh)
    The damage is done
    So I guess I be… leaving

    You don’t have to say, what you did,
    (Don’t have to say, what you did)
    I already know, I found out from him
    (I already know, uh)
    Now there’s just no chance, for you and me, there’ll never be
    (No chance, you and me)
    And don’t it make you sad about it

    Cry me a river
    (Go on and just)
    Cry me a river-er
    (Baby go on and just)
    Cry me a river
    (You can go on and just)
    Cry me a river-er, yea yea

    Cry me a river
    (Baby go on and just)
    Cry me a river-er
    (Go on and just)
    Cry me a river
    (Cause I’ve already cried)
    Cry me a river-er, yea yea
    (Ain’t gonna cry no more, yea-yea)

    Cry me a river
    Cry me a river, oh
    Cry me a river, oh
    Cry me a river, oh

    Cry me a river, oh
    (Cry me, cry me)
    Cry me a river, oh
    (Cry me, cry me)
    Cry me a river, oh
    (Cry me, cry me)
    Cry me a river, oh
    (Cry me, cry me)

    Cry me a river, oh
    (Cry me, cry me)
    Cry me a river, oh
    (Cry me, cry me)
    Cry me a river
    (Cry me, cry me)

    [ JUSTIN TIMBERLAKE LYRICS at http://www.AZLyrics.com ]

  58. Ég verð nú að segja að ég var nokkuð sáttur að setjast fyrir framan imban í gær og sjá okkur bursta Aston Villa, aftur, því ég er alls ekki viss um að Fulham leikurinn hafi farið jafnvel. Það er í raun fáránlegt að fara í alla leiki hræddur um að tapa líkt og raun hefur verið á þessu tímabili. Meira að segja í fyrra þegar ekkert var að ganga undir stjórn Benítez fór ég samt og horfði á alla leiki fullviss um að þetta væri leikurinn sem við myndum rífa okkur upp í, fullviss um að þetta væri leikurinn sem Aquilani myndi fá að láta ljós sitt skína og að við myndum allavega halda uppi baráttu um fjórða sætið.
    Í ár er ég hinsvegar að upplifa það í fyrsta skipti síðan ég byrjaði að fylgjast með fótbolta fyrir einhverjum tíu-fimmtán árum að ég er að missa af leikjum af því ég nenni hreinlega ekki að horfa á þá. Því ég hef nákvæmlega enga trú á eigin liði og oftast hef ég algjörlega rétt fyrir með, ég til dæmis sleppti báðum flestum leikjunum í Europa league riðlinum og þar voru fjögur jafntefli. Það er ekki eins og við höfum verið í riðli með stórliðum. Leikgleði manna er á brott en þó verð ég að gefa RH það að þetta hefur allt verið að batna undanfarið og ég sem var fullviss um að ég vildi hann á brott er farinn að efast, fyrir utan útivallaárangur að sjálfsögðu.
    Að lokum vil ég gleðjast yfir framgöngu Lucas Leiva á tímabilinu, ég hef alltaf haft tröllatrú á stráknum og loks er það að skila sér eftir nokkurra ára háð jafnt stuðningsmönnum Liverpool sem og annara liða get ég loks borið höfuð hátt vegna áðdáunarminni á Lucas, nú vantar bara nokkur mörk frá N’Gog í viðbót og þá fer ég gera eins og Ný dönsk og fer að líkja mér við Nostradamus.
    Svo er ég sáttur með Sigkarl að vitna í Cató eldri í því að reyna koma RH frá

    “Praeterea censeo Carthaginem esse delendam”.

  59. Ég veit ekki af hverju textinn minn er í kássu því ég þrýsti nokkrum sinnum á vendihnappinn, vona að þetta sé skiljanlegt

  60. Babú er búinn að eyðileggja fyrir mér jólin með þessari ofsalegu,hræðilegu málfarsvillu. Ég get ekki á mér heilum tekið.

  61. Shit, nú er verið að segja að konungsfjölskyldan í Katar ætli að kaupa Manchester United á 1,5 milljarð punda og gefa SAF ótakmarkað fjármagn til leikmannakaupa. Þetta er búið. Var Liverpool ekki keypt á 300 milljónir punda?

  62. Halldór Bragi:

    Hann er þó allavega með +6 í markatölu og á tvo leiki til góða..Hann er nýr maður í brúnni þarna og það tekur smá tíma að ná hópnum saman. Hans árangur með nýjan hóp er þó mun betri heldur en hjá Roy nokkrum Hodgson hérna megin. Ef við gætum fengið markahlutfall og sæti Inter í dag (með tvo leiki til góða) þá tæki ég það með glöðu geði.

  63. Egill, ertu að grínast? Hann tekur við Evrópu- og Ítalíumeisturunum og er 13 stigum á eftir toppliðinu (á reyndar 2 leiki inni)! Það er vægast sagt verulega slakt. Enda hefur legið í loftinu í nokkrar vikur að hann verði rekinn. Að einhver skuli sakna hans frá Liverpool er mér gjörsamlega fyrirmunað að skilja. Held að allflestir Púllarar hafi viljað losna við Benitez en RH var hins vegar ekki á óskalistanum. Ég spái því að Rafa verði rekinn frá Inter í síðasta lagi í janúar 2011.

  64. Ef það verður af þessum kaupum hjá utd. þá verður maður alvarlega að fara finna sér e-h annað áhugamál en að horfa á Enska boltann.

  65. “Hann er þó allavega með +6 í markatölu og á tvo leiki til góða”

    Hann tók við þreföldum meisturum og er að skila mun lélegri árangri en maðurinn sem hann tók við. Svo er hann byrjaður að röfla yfir því að hann hafi ekki fengið að kaupa 4-5 menn síðasta sumar. Við liðið sem var Evrópumeistari. Hodgson tók við liði sem var í 7.sæti ensku deildarinnar og datt út í riðlakeppni CL.

    Þetta snýst ekki um val á milli Benitez og Hodgson. Ég held að það séu jafnvel mestu Benitez hatarar sammála um að Hodgson sé verri kostur en Benitez. Þetta snýst um það að það sé hægt að finna betri kost fyrir Liverpool en bæði Hodgson og Benitez. Ég hef trú á að það sé hægt. Benitez hefur marga kosti, en hann var að mörgu leyti kominn á endastöð með þetta lið síðasta tímabil.

  66. Það eru ekki mín skoðun að Benitez sé að gera stórkostlega hluti hjá Inter. Ég sagði bara einfaldlega að staða Inter í deildinni er mun vænlegri en Liverpool í dag. Auk þess er Rafa að koma úr enska boltanum í þann ítalska og er töluverður munur á milli á meðan að Roy Hodgson er að taka við Liverpool í ensku deildinni (deild sem að Roy þekkir mæta vel)

    Skil reyndar ekki að commentið mitt sé þumlað niður, ég held að flestir Poolarar myndu vilja sjá okkur tveimur sætum ofar með tvo leiki til góða heldur en níunda sætið og engan leik til góða?

    Brottrekstur Benitez og ráðning Hodgson var mistök. Hefði mikið frekar viljað fá að hafa Benitez áfram og fá þá framtíðarstjóra í stað hans frekar en þessa lélegu bráðabirgðalausn sem Hodgson er!

  67. Það er einhver ákveðinn Babel / Benitez fetish í gangi hérna hjá sumum stuðningsmönnum Liverpool. Merkilegur andskoti !

  68. Mikið rétt 92# Einar. En ég held einmitt líka að mörg atriði innan klúbbsins hafi gert það að verkum að hann komst fyrr á endastöð en maður hefði búist við og vonað. En svona er þetta og ekkert við því að gera, nema að vona að Hodgson komist frá því sem komið er stóráfallalaust í gegnum storminn fram í Maí.

  69. Við skulum heldur ekki gleyma því að Inter vann deildina i siðustu umferðinni i fyrra og lenti ekki(minnir mig) í jafn mikilli meiðslakrísu – gegn w.bremen spiluðu 3 sem byrjuðu úrslitaleikinn í meistaradeildinni í vor, 1 framherji og 2 miðjumenn spilandi vörn vegna meiðsla

  70. Það er engin afsökun fyrir árangri Benítez núna, að þeir hafi rétt slefað þetta á síðasta tímabili.

Evrópudeild: dráttur (uppfært: Sparta Prag!)

Milan á sölulista & fleira