Ég veit ekki með ykkur, en mér finnst yndislegt þegar að leikmenn, sem hafa verið valdir bestu knattspyrnumenn í heimi segja [svona hluti um Liverpool](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=290411&cpid=8&CLID=14&lid=&title=Figo+pleads+for+Reds+move&channel=premiership). Luis Figo talaði við Sky og sagði þar m.a. eftirfarandi:
>”It’s my dream to play for Liverpool but dreams don’t always come true, I am still waiting.”
Jahá!. Og svo skýtur hann á Real:
>”I don’t understand, if the club don’t see me as part of their plans, why they won’t let me go. It’s close but it’s still up in the air and nothing has been finalised,”
Einnig, þá er Luxemburgo eitthvað að [bauna á Michael Owen](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/europe/4666919.stm). Hann segir að ef hann þoli ekki að sitja á bekknum, þá eigi hann að fara. Robinho er sennilega að koma til Real, þannig að það mun sennilega fækka tækifærunum fyrir Owen.
Svona komment gætu leitt til þess að Owen vildi fara frá Real Madrid. Ef að Shrek heldur áfram að spila vel fyrir Manchester United, þá gæti vel farið svo að hann yrði striker númer 1 hjá enska landsliðinu fyrir HM 2006. Og ef að Jermaine Defoe á aftur gott tímabil, þá er alls ekkert ólíklegt að hann nái að slá Owen útúr liðinu, sérstaklega ef að Owen leikur minna fyrir Madrid en hann lék á síðasta tímabili. Owen hefur ábyggilega áhyggjur af því að missa sæti sitt á HM og gæti því orðið hræddur við svona komment.
Verðmiðinn á Owen, sem fréttamiðlar tala um er 12 milljónir.
Má ég því leggja til eftirfarandi: Liverpool hafa boðið 6,5 milljónir í Peter Crouch, þannig að sá peningur er fyrir hendi.
1. Við hættum við að kaupa Peter Crouch
2. Rafa segir Milan Baros að hann sé búinn að fá uppí kok á þessum yfirlýsingum hans um að hann geti hugsað sér að fara frá liðinu og að hann þurfi að finna sér nýjan klúbb
3. Við seljum Baros fyrir 8 milljónir punda
4. Þá eigum við 14,5 milljónir punda í bankanum
5. Kaupum Michael Owen og Luis Figo fyrir 13-14 milljónir punda.
Við myndum svo enda með lið, sem yrði leitt af heilögu þrenningunni: Carra, Stevie og Michael!
Væri það ekki yndislegt?
Geturðu ekki sent Rafa fax eða eitthvað…
Ég sendi honum hugskeyti…… 🙂
Ég tek Owen fram yfir Baros…any day.
Mér líst vel á þetta plan þitt! :biggrin2:
Jú það væri svo sannarlega yndislegt.
Sælir –
mikið líst mér vel á þetta.
Við hugsum þetta nokkuð svipað, ég er orðinn skíthræddur um það að Baros verði áfram. Ég vil gjarnan að hann skipti um félag og að við fáum einhvern annan. Vandamálið við Baros er það að hann skorar bara ekki nógu mikið. Hann spilaði fullt af leikjum í fyrra en var ekki að delivera. Hann er mjög duglegur og getur hlaupið allan daginn en ég vil frekar vera með mann sem skorar.
Owen heim, Baros út, Figo inn, þennan Mali gaur inn, Diao út, og vantar svo ekki einn varnarmann líka. Upson væri fínn.
Já takk, komdu heim Michael, komdu heim… :biggrin2: