Sissoko kemur (STAÐFEST)

Rafa Benitez hefur [staðfeste](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149293050709-1729.htm) að Mohamed Sissoko mun skrifa undir samning við Liverpool. Hann á einungis eftir að standast læknisskoðun.

Rafa segir á official heimasíðunni um Sissoko:

>”He’s a young central midfielder who plays a high energy game with a high tempo. He’s young, he’s not bad on the ball and he will improve the balance of our team.

>”He’s had two good years with Valencia where he has won trophies. I know him well and he’s a very good player.”

Rafa tjáir sig einnig um Luis Figo og segir að Liverpool menn séu að bíða eftir einhverju frá Real Madrid. Einnig segir hann:

>”I’m happy with the squad we have at the moment but we’re still trying to bring in two or three more players.”

Semsagt: Luis Figo er einn af þessum 2-3. Þar sem að Sissoko er kominn, þá er hann ekki einn af þessum 2-3, þannig að það er ljóst að fyrir utan Figo og Sissoko, þá hefur Rafa enn áhuga á að styrkja hópinn um 1-2 menn.

Gerum ráð fyrir því að annar hljóti að vera miðvörður (Upson kannski) en það er spurning hver hinn gæti verið. Það verður spennandi að sjá.

6 Comments

  1. Hann er kominn samkvæmt Fótbolti.net! Það verður fróðlegt og spennandi að sjá hann spila fyrir Liverpool, hef aldrei séð hann spila áður.

  2. Mér líst gríðarlega vel á þetta hjá okkur í sambandi við leikmannakaupin, og ég bara þrái það núna að sjá fréttir um að Figo sé kominn til okkar.

    Einn sem fer alltaf jafn hrikalega í taugarnar á mér. Ingólfur, þú ert hér inni á Liverpool síðu og þar ertu að svara bloggi sem heitir “Sissoko kemur (staðfest)” og eins er frétt inni á liverpool.is sem segir frá því að hann sé klár og allt staðfest, samt segja menn “hann er kominn samkvæmt Fótbolti.net”? Er sem sagt ekki hægt að segja að þetta sé staðfest fyrr en það kemur inn á þá síðu?

    Þeir eru með sterka heimildamenn þegar kemur að íslenska boltanum, en þegar kemur að Liverpool FC, þá er það sama ekki uppi á teningnum.

  3. Þeir skrifa inn á þessa færslu: “Rafa Benitez hefur staðfeste að Mohamed Sissoko mun skrifa undir samning við Liverpool. Hann á einungis eftir að standast læknisskoðun.”

    Það sem ég er að meina, er að greinilegt er að hann er búinn í læknisskoðun og því endanlega kominn. Ég vitnaði nú bara í Fótbolta.net til að hafa einhverjar heimildir, en annars tek ég ekkert gríðarlega mark á þeirri síðu. 🙂

  4. Það virðist eitthvað vera að gerast í miðvarðarmálum.

    Samkvæmt Sky Sports (http://skysports.planetfootball.com) hefur umboðsmaður William Gallas lýst því yfir að bæði Liverpool og Barcelona vilji kaupa Gallas. Sky Sports telja að ef af kaupum verði muni verðmiðinn vera 6 milljón pund.

    Ég væri mjög sáttur við að fá Gallas til Liverpool. Hann þekkir ensku deildina vel og hefur nú þegar sannað sig í henni.

  5. Djöfulsins snilld væri að fá Gallas, algjör toppleikmaður og með hraðann sem vantað hefur í vörnina. Ef bæði Gallas og Figo koma þá er ég mjög sáttur við sumarkaupin hjá Rafa. Góð blanda af ungum og efnilegum leikmönnum og síðan reyndum klassaleikmönnum. Ég held að Rafa ætti að einbeita sér að fá miðvörð (Gallas) og hætta að hugsa um peter crough enda höfum við fjóra góða framherja og svo menn eins og Garcia og Kewell sem get vel spilað frammi.
    Að lokum vil ég þakka Einari og Kristjáni fyrir snilldar síðu sem ég lít inná oft á dag.

Wrexham 3 – L’pool 4

Gallas og Diao