Howard Webb 1 – Liverpool 0

Okkar menn fóru á Old Trafford í þrjiðju umferð ensku bikarkeppninnar og duttu þar út á móti Manchester United og Howard Webb í fyrsta leik Kenny Dalglish sem stjóra Liverpool árið 2011.

Dalglish, sem á sama tíma í gær var á leið í flugvél frá Dubai, hafði eingöngu gærkvöldið og morguninn til þess að tala við sína menn og því var varla hægt að búast við kraftaverkum frá honum alveg strax. Hann stillti þessu svona upp í byrjun:

Reina

Kelly – Skrtel – Agger – Aurelio

Lucas – Meireles
Kuyt – Gerrard – Maxi
Torres

Á bekknum: Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson, Shelvey, Poulsen, Ngog, Babel.

Það var augljóst að Dalglish fór aftur í gamla Rafa leikkerfið, þar sem að Gerrard var frammi með Torres – allir spiluðu í sínum bestu stöðum.

Það voru ekki liðnar nema 30 sekúndur af leiknum þegar að hinn magnaði Howard Webb ákvað að eyðileggja daginn. Berbatov fékk boltann inní teig og Agger mætti honum þar. Ef að Agger snerti Berbatov, þá sást sú snerting varla í sjónvarpinu, en það hindraði Berbatov ekki frá því að fleygja sér í jörðina og fiska víti, sem að Webb færði United mönnum auðvitað. Glórulaus dómur hjá Webb – dómur, nokkuð sem hann hefði aldrei gert hefði atvikið verið hinum megin á vellinum. Giggs skoraði úr vítinu.

Liverpool liðið lék vel í fyrri hálfleiknum. Okkar menn voru svipað mikið með boltann og United, en það var ansi margt, sem mér fannst benda til þess að þetta lið væri á réttri leið. Þetta var allavegana miklu betra en við höfum séð í síðustu leikjum. En á 30. mínútu komst Webb aftur í sviðsljósið þegar hann vísaði Steven Gerrard útaf með beint rautt. Gerrard fór í tæklingu á móti Carrick, var sekúndubroti of seinn, og fór í Carrick. Eflaust var þetta rétt samkvæmt reglubókinni, en að mínu mati hefði aldrei átt að vera meira en gult spjald og tiltal til Gerrard. Að reka hann útaf fyrir þetta brot eftir hálftíma í þessum leik var að mínu mati fáránlegt. Carrick og Gerrard eru báðir að fara í boltann og Carrick er sekúndubroti of fljótur. Það má segja að þetta hafi verið klaufalegt hjá Gerrard, en dómurinn var alltof strangur að mínu mati.

Allavegana, okkar menn héldu þetta ágætlega út fyrri hálfleikinn manni færri.

Í seinni hálfleiknum varð þó fljótt ljóst að það er ekki auðvelt að spila manni færri og marki undir gegn United á Old Trafford. United menn tóku völdin strax í byrjun. Dalglish skipti nokkuð fljótt inná Babel fyrir Maxi (og seinna Shelvey fyrir Mereiles og Ngog fyrir Torres). Skiptingarnar voru hugrakkar og það var gott að sjá skiptingu fyrir 85. mínútu – en því miður þá gerðu þær ekki gagn. Shelvey náði sér aldrei á strik og Liverpool menn töpuðu miðjunni og United tóku völdin. Þeir áttu nokkrar hættulegar sóknir, en náðu ekki að skora fleiri mörk.

Aurelio átti besta færið okkar í seinni hálfleik, þegar hann skaut úr aukaspyrnu, en Kuszczszszszszak varði vel.

**Maður leiksins** Pepe Reina var besti maður liðsins í seinni hálfleik og í einni og sömu sókninni varði hann að ég held 5 sinnum frá United mönnum.


Hvað þýðir þetta svo?

Í raun ekki mikið. Það var alltaf gríðarlega erfitt að fara á Old Trafford sólahring eftir þjálfaraskipti – og gefins víti og rautt spjald hjálpaði ekki, en það var margt jákvætt. Þetta var ekki sama liðið og mætti gegn Blacburn, það er alveg víst.

Dalglish valdi að mínu mati rétt lið og rétta leikaðferð – og hann sýndi svo að hann var óhræddur við að breyta hlutunum – þar með talið að taka út okkar stærstu stjörnu þegar hann var orðinn þreyttur.
Ég hef ekki séð neinn einasta Liverpool stuðningsmann halda því fram að allt sé í himnalagi núna þegar að Dalglish er kominn. Það eru bara aðdáendur annarra liða, sem láta einsog það sé okkar skoðun. Ég held að allir Liverpool stuðningsmenn geri sér grein fyrir að hlutirnir myndu ekki breytast á einni nóttu. En ég er allavegana margfalt bjartsýnni eftir leikinn í dag en ég var eftir síðasta leik.

Núna er liðið dottið útúr öllum keppnum nema EL, en ef menn horfa á frammistöðuna í dag, þá geta menn verið jákvæðir. Næsti leikur er gegn Blackpool á útivelli áður en að Everton mæta á Anfield um næstu helgi. Þar hafa menn tækifæri til að sýna að það býr miklu meira í þessum leikmönnum en þeir sýndu undir stjórn Roy Hodgson.

201 Comments

  1. Þessi fyrirsögn segir allt sem segja þarf. Lýst annars bærilega á komandi vikur hjá okkur. Kóngurinn er kominn heim og hér eftir á enginn að vera í vafa fyrir hvaða lið hann er að spila. Áfram Liverpool.

  2. Óbragð í munni eftir að hafa tapað á gefins víti að hálfu Webb. Það var svo sem ekki við öðru að búast frá honum. Klárlega batamerki á liðinu, barátta allan leikinn, en of erfitt að vera 10 á móti 12 í 60 mín.

    YNWA

  3. Ég verð að segja að ég er stoltur af liðinu fyrir þessa baráttu og ef við hefðum fengið að vera 11 á móti 11 í staðinn fyrir 10 á móti 12 þá hefði þett getað farið á annan veg.

    En hey þetta var útileikur og þeir hafa ekki verið góðir hingað til en þessi leikur var mjög góður og allt annað að sjá menn berjast um boltana og hætta þessum löngu boltum á Zamorra.
    Ég er orðinn bjartsýnn á að núna séum við komnir með mann sem á eftir að rífa þetta lið upp og sýna hvernig Liverpool FC spilar fótbolta.

    Góðir tímar framundan.

  4. Ég er bjartsýnn. Strax merki um áherslubreytingar. Það er ótrúlega góð tilfinning að sjá King Kenny á hliðarlínunni. Hann gerði allt rétt í dag. Nú er bara að horfa fram á veginn. Það verða pottþétt einhverjar breytingar á leikmannahópnum núna í Janúar.

    HW er maður dagsins. Hann sá um þetta fyrir manund í dag.

    YNWA

  5. Ég er mjög ánægður með liðið. Ég er ánægður með tvöfalda skiptingu á sextugustu mínútu. Ég er ánægður með að Reina sé hinn fullkomni markvörður. Ég er ánægður með að liðið hafi einum færri verið varla síðra en Manchester United á Old Trafford. Ég er óánægður með að Liverpool hafi tapað.

  6. En hvernig er það, á Johnson eitthvað eftir að fá að spila aftur sem hægri bakvörður hjá okkur ?
    Ég held að strákurinn sé kominn til að vera í bakverðinum og við munum fá að sjá Johnson á hægri kantinum í næsta leik.
    Ég held að Kelly muni halda sætinu sínu í næsta leik enda var strákurinn góður og hann hefur oftar en ekki nýtt sín tækifæri vel.

  7. Hef ekki verið eins stoltur af mínum mönnum í háa herrans tíð. Mættum á Old Trafford og fengum mótlæti strax á 2. mín og svo annað eftir hálftíma leik.
    Ég er alveg pottþéttur á því að Kenny Dalglish eigi eftir að rífa þetta upp!

  8. Gott spil hjá 10 LFC mönnum á móti 12 Scums hlakka til að horfa á fleiri leiki í vetur

  9. Þessi frammistaða er það skásta sem sést hefur á útivelli í vetur. Sáttur með Daglish og hópinn, nema Stevie G.

    Tæklingin var glórulaus og því miður rétt ákvörðun að reka hann útaf. En þetta lofar góðu.

  10. Flott byrjun hja Kenny og allt annað að sja liðið og komið sma attitude og sjalftraust i liðið strax. Topuðum leiknum fyrst og fremst vegna lelegs domara og þvi varð leikurinn aldrei að þeirri skemmtun sem hann hefði getað orðið. Er bjartsynn a komandi vikur.

  11. VÁ hvað webb er mikil united sleikja…… var að horfa á leikinn með enskum þulum og þeir sýndu í hálfleik að webb var 25 metra frá þessu atviki og hann talaði ekki einusinni við línuvörðinn!!!!!
    þeir voru að tala um að það voru margar rosalega umdeildar dómgæslur í leiknum sem féllu skilyrðislaust með utd….

    ekki í fyrsta skipti sem leikur tapast útaf þessu viðrini…..

    greinileg viðhorfsbreyting hjá liðinu sem er í lagi….. pepe og kelly bestir hjá okkur

  12. Því miður tók Howard Webb þá afstöðu í dag að vera í sviðsljósinu, tók ákvörðun sem að lokum réðu úrslitum. Ekki lagaðist ástandi þegar Gerrard var rekinn af velli, menn eiga eflaust eftir að deila um það. Ég held að það sé hægt að færa tök fyrir gulu og rauðu spjaldi en uppúr stendur að Gerrard hefði átt að sýna miklu meiri skynsemi, með alla sýna reynslu og vitandi það að Webb er ekki vel gefinn einstaklingur.
    Burt séð frá því, hefði Webb ekki gefið Utd forgjöf í byrjun hefði þetta atvik aldrei komið upp.

    Því miður var bensíntankurinn búinn undir lok leiksins enda ekki auðvelt að spila einum færri í c.a. klukkutíma gegn Scums, þannig að Liverpool liðið náði aldrei að ógna marki Utd að ráði.

    Það má taka margt jákvætt út úr þessum leik, mér fannst liðið sýna góðan caracter að brotna ekki þrátt fyrir mótlætlið og óréttlætið sem liðið gekk í gegnum. Mér fannst glitta í leikgleði og að menn höfðu trú á sjálfum sér.

    Það versta við þennan leik auðvitað fyrir utan tapið, er að missa Gerrard í 3ja leikja bann. Hins er ég strax farinn að hlakka til næsta leiks undir stjórn Dalglish þar sem liðið fær tækifæri til þess að hefna niðurlægjandi tap í fyrri umferðinni á Anfield gegn Blackpool.

  13. @15 Ég efast um að Gerrard fái 3ja leikja bann fyrir þetta. Þessu verður án efa áfríað og hann sleppur við refsingu. Svo ætla ég að vona að FA sendi Howard Webb í vetrarfrí til Afganistan.

  14. Allt annað að sjá liðið. Það er þó ekki búið að snúa við genginu, leikurinn tapaðist og þrátt fyrir að þetta víti hafi verið bull og rauða spjaldið – jú, það var rautt en hefði mátt vera appelsínugult – þá voru Scum betri í leiknum.

    Núna þarf að spila næstu 2-3 leiki á hjartanu og á meðan þarf Dalglish að koma liðinu í form og þróa eigin sóknarleik. Sem gæti tekið allt að 6-7 vikur. Ég fer ekki ofan af þeirri skoðun minni að liðið er ekki í nægjanlega góðu formi. Torres búinn á 65. mínútu, Lucas var ekki klár í 90 mínútur, Meireles, Aurelio, Agger og Kelly ekki heldur. Ef það á að spila framliggjandi pressuvörn þá þurfa menn að geta hlaupið meira en þeir gera.

    En útlitið er bjart, “new-manager-effect” mun duga gegn Blackpool og Everton, náum 6 stigum þar og svo heldur baráttan áfram og smám saman mun liðið spila betur.

    The King is back!

  15. Minn maður leiksins var Kelly, en Pepe er mjög nálægt honum. Allt annað að sjá liðið í dag og greinilegt að menn hafa trú á nýja stjóranum. Hlakka til að horfa á næstu leiki!

  16. Mikið væri nú gott ef MV myndi taka MU menn í kennslustund í háttvísi og röksemdarfræði áður en menn tjá sig hérna.

  17. Vítið var ansi vafasamt. En mér fannst rauða spjaldið verðskuldað. Það skiptir engu máli hvort brotið er á 30. mín eða ekki. Þetta er glórulaus tveggja fóta tækling.

  18. Æji, ég henti út nokkrum kommentum frá United mönnum og einhverjum svörum. Nenni ekki að hafa svona barnalegt kjaftæði hérna inni.

  19. Ívar 17

    Spurning um að setja Kuyt í úthaldsþjálfara teymið… 🙂

  20. Það eru því miður ekki allir með háa greindarvísistölu

    http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=102450

    ,,Það var snerting, næg til þess að ég missti jafnvægið og ég missti jafnvægið.”

    ,,Fólk sem þekkir mig veit að ég fell ekkert auðveldlega.

    Mikið svakalega geta menn verið vitlausir.

  21. Sælir félagar

    (innskot Einar Örn): Búinn að taka þetta út

    Að öðru leyti er ég sáttur við daginn þannig séð. Með málaliðann HW er ekki við öðru að búast. Gaman að vita hvað hann fær greitt fyrir viðvikið. Sáttur við uppstillingu, skipulag og skiptingar sem voru með allt öðrum brag en undanfarið

    Okkar menn stóðu í lappirnar allan leikinn. Börðust til síðasta blóðdropa á einum erfiðasta útivelli í heimi. Útivelli þar sem dómarar eru nánast undantekningarlaust með skituna í buxunum af hræðslu við dóm Rauðnefs og með áhyggjur af framlögum hans til dómarasambandsins.

    Menn leiksins fótboltalega séð voru Reina og Kelly en leikaraverðlaunin fær búgarska dívan Berbína.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  22. Ég þakka fyrir tiltektina félagar sem ég sá þegar ég var búinn að pósta kommentið.

  23. Okkar menn stóðu sig vel í leiknum og Howard Webb skemmdi leik sem hefði klárlega átt að geta orðið góð skemmtun. Væri til í að skoða síðust færslu á bankareikningnum hans.

    Scum menn voru einfaldlega drullulélegir að hafa ekki getað bætt við fleiri mörkum 1-2 mönnum fleiri á rúmri klst.

  24. (innsk. Einar Örn) Ég er búinn að fjarlægja þessi ummæli, sem að Krizzi kvartar yfir.

  25. Vitið i upphafi eyðilagði leikinn að minu mati en rauða spjaldið var tæpt, ef þetta var rautt þa verður domarinn að vera samkvæmur sjalfum ser, ma þar til dæmis nefna hægri bakvörðinn hja united. Hins vegar þa var allt annar bragur a liðinu og vonandi heldur það afram. Hefði viljað Kenny örlitið djarfari i viðtalinu eftir leik en það er ekki hans taktik.
    Verður gaman að sja liðið i framhaldi og til dæmis i evropukeppninni en held að við seum enn inni þar. Afram Liverpool.

  26. Nr. 21 Ekta United maður hljómar smá eins og maður sem skammast sín og langar að reyna þyrla upp ryki! (Búið að fjarlægja þetta)

    Annars segir leikskýrslan allt sem segja þarf.

    Margt jákvætt í dag engu að síður sem liðið tekur vonandi með sér inn í næstu leiki. Fyrir það fyrsta var þetta snarheimskulega 4-4-2 jarðað alveg eins og skot og skipt aftur í 4-2-3-1. Svo er magnað að sjá muninn á því hvernig liðið reyndi að spila út úr vörninni í dag miðað við síðustu mánuði. Dalglish er búinn að vera með liðið í tæpan sólarhring og þeir eru strax hættir að bomba vonlausum boltum fram á stóra lurkinn frammi (sem Hodgson fattaði ekki að er ennþá í Fulham).

    Svo var líka hressandi að sjá alla styðja liðið af fullum hug aftur. Hópurinn er ekki nógu sterkur eins og sást í dag en það er engu að síður gaman að sjá stjóra sem er ekkert hræddur við að gefa ungu strákunum séns og skipta um leið og honum finnst vera kominn tími á skiptingu. Ég yrði ekki hissa á að sjá Danny Wilson koma inn í liðið mjög bráðlega og svo fannst mér Shelvy ekki eins dapur og EÖE segir í skýrslunni. Hann á mjög líklega eftir að fá fleiri leiki í vetur og það segir mjög mikið um stöðu Poulsen innan liðsins að hann er á eftir pjakknum í goggunarröðinni.

    Núna á FSG leik, það verður að styrkja þennan hóp og það ekki seinna en á morgun, ég held að við ættum að byrja á Old Trafford og bjóða í Own Goal og Howard Webb.

  27. Sorglegt að tapa leik á svona dómgæslu en því miður er ekki við öðru að búast á OT. Annað í leiknum var jákvætt og trúi ég ekki öðru en hlutirnir fara að ganga betur í PL.

  28. Margt mjög jákvætt sem maður sá í dag, mikill karakter og barátta hjá okkar mönnum og vonandi er þetta sú spilamennska sem koma skal. G. Johnson má ekki fá stöðu hægri bakvarðar aftur, Kelly er alveg með þetta.

    Nú veit ég ekki hvar Einar Örn horfði á leikinn og í hvaða myndgæðum, en ég horfði á sæmilegan straum á netinu og sá geinilega þessa klaufalegu snertingu hjá Agger, Berbatov gerði svo vel fyrir sitt lið að henda sér níður eftir að hafa tekið eitt auka skref eftir snertinguna. Það er einfaldlega algerlega bannað að fara í fæturna á mönnum innan vítateigs, sérstaklega á Old Trafford, sama hversu lítil snertingin er. Að mínu mati var Berbatov clever en Agger klaufi þarna á upphafsmínútunni.

    Varðandi rauða spjaldið á Gerrard þá var það harður dómur, þeir fara báðir í boltann og Gerrard er á undan, enginn ásetningur og gult spjald í mesta lagi.

    Ég er viss um að KD muni ná að setja mark sitt á liðið fljótlega, og er ekki frá því að hann sé nú þegar byrjaður á því þrátt fyrir að hafa aðeins hitt leikmennina í búningsklefanum fyrir leik.

    Svo mæli ég með að titilinn á leikskýrslunni verði endurskrifaður þegar mönnum hefur runnið reiðin, en það er auðvitað bara mín skoðun.

  29. 29

    Voru Man Utd lélegir ? Lið sem er ósigrað í deildinni. Þeir gerðu nákvæmlega það sem þeir þurftu til að komast áfram en þarf liðið að hugsa um að berjast á fleiri vígstöðum. Þótt vítaspyrnan hafi verið ódýr þá gerði liverpool aldrei neitt til að ógna og áttu aldrei séns. Rauða spjaldið var fullkomnlega rétt.

  30. Er sammála Babu með Shelvey. Hann var í langt í frá jafnlélegur og Einar Örn segir í opnunarpóstinum. Hann vann vel, átti góðar tæklingar. Aukaspyrnan hjá honum þegar hann reyndi að vippa yfir Kústskaft í markinu var vissulega léleg en sýndi þó mikinn kjark og sjálfstraust. Ekki margir 18 ár guttar sem pulla svona á Old Trafford.

  31. Flott leikskýrsla Einar Örn! Sammála flestu þar, Kelly mátti vera jafnfætis Reina sennilega.

    Í allan vetur hefur mig langað til að skrifa pistil um enska dómara, sér í lagi prímadonnuna þeirra Howard Webb. Webb er maður sem elskar það að vera í sviðsljósinu og stýrir stóru leikjunum þannig. Sá hann nýlega dæma leik í fallslag ensku deildarinnar og þar hefði hann varla dæmt neitt á það brot sem Gerrard fékk rautt fyrir í dag. Góð athugasemd leiðir að ákveðnu broti í úrslitaleik HM sem að hann gaf bara gult fyrir ætti að sýna milljón sinnum samhliða þessu rauða spjaldi. Ég styð skilning Einars fullkomlega á rauða spjaldinu. Það er örugglega hægt að verja brottvísun, en þá á sama hátt eru margar brottvísanir í enska boltanum, ekki löngu áður stökk Meireles upp úr svipaðri tæklingu frá Rafael, nokkuð sem ég hélt að væri að gefa línu að það ætti að leyfa. Eftir á að hyggja er hægt að skammast í Gerrard og Lundúnapressan mun gera það, um leið og þeir munu verja augljóst “fisk” Berbatov eftir 40 sekúndur. Ég var sannfærður um það að Webb hefði fengið skilaboð um það frá AD1 að dæma víti, BBC fullyrðir að svo sé ekki og ef það er rétt er ákvörðun Webb enn vitlausari, hann var langt frá en langaði til að vera kúreki. Sem er eðli enskra dómara. Hann tók tvær lykilákvarðanir í leiknum og velti þeim til heimaliðsins. Að mínu mati eyðilagði hann þar með leikinn, ekki bara fyrir leikmönnum LFC, heldur þeim 75 þúsund manns sem sáu fínan fótboltaleik í 32 mínútur, þrátt fyrir vítið, en síðan leik þar sem annað liðið lokaði sjoppunni til að skyndisækja, en hitt hélt boltanum og reyndi lítið að sækja. Afar ömurlegt auðvitað en staðreynd. Gaman að heyra söngvana okkar langt fram að leikslokum.

    Svakalega var yndislegt að sjá Kenny í úlpunni, miklu betra en mig grunaði! Skiptingarnar hans sýndu algerlega hans karakter, einum færri á OT og hann hikar ekki við að henda inn 18 ára fótboltamanni, með Babel karlinum sem var senter með N’Gog í lokin. Það var auðvitað allt annað upplegg í þessum leik, pressað miklu hærra á vellinum og boltinn gekk á milli manna eftir jörðinni. Fram að brottvísun SG vorum við að mestu með tökin á leiknum, ólíkt flestum útileikjum vetrarins.

    Leikkerfið var auðvitað tekið frá tíma Rafa og áherslurnar á hápressuna sömuleiðis. Hins vegar var leiðinlegt að fá ekki heilan leik með fullu liði þar sem kóngurinn var sérfræðingur á sínum tíma að hugsa leiki í blálokin sem skiluðu sigrum og jafnteflum. Í dag var það til of mikils mælt að vinna sig til baka á Trafford einum færri svo lengi.

    En þá eru það leiðindin, út úr öllum ensku keppnunum 10.janúar. Eitthvað sem verður ekki litið framhjá og nú þarf að vinna sig í gegnum hópinn og finna út hverjir eru menn í það að sjá til þess að svona verði ekki staðan 10.janúar næstu 20 árin allavega. Eftir leikinn í dag finnst mér flestir leikmennirnir hafa brugðist vel við. Ég reyndar hefði viljað sjá meira frá Maxi og fyrir utan aukaspyrnuna var Aurelio einfaldlega “Konchesky in disguise”, fastur í bakkgír, mikið af feilsendingum og farið framhjá honum eins og vængjahurð.

    Ég vill fá Insua á æfingu í vikunni og selja annan þessara slöku bakvarða okkar, fá öflugri senter til að berjast með Torres eða leysa hann af og Ashley Young á kantinn, fyrir Everton-leikinn.

    Ógeðslega fúlt að detta út, ennþá ógeðslegra að þáttur dómaranna hafi verið svo stór í því!

  32. LFC getur verið sátt við úrslitin miðað við hverning staðan var á 30 min. Mér fannst mér LFC betri 10 en 11 !

    Annars var vítið vafasamt en mér fannst SG fara alltof harkalega í þessa tæklingu og hann bauð upp á að fá rautt…

    En þegar öllu er á botninn hvolft þá vann MUN BETRA liðið…

  33. Glórulaust hjá Howard Webb pínulítill snerting hjá Agger og Berbatov dettur, í úrslitaleiknum á HM þegar De Jong sparkaði í Xabi Alonso Webb gaf De Jong bara gult spjald og það var klárlega rautt spjald, GLÓRULAUST!!!!!!!

  34. Skil ekki hvers vegna menn reyna enn að taka upp hanskann fyrir Shelvey. Hann er einfaldlega slakur og það er himinhrópandi augljóst! Hann er hægur, hefur ekkert “touch” og skilar boltanum illa frá sér. Átti m.a. eitt furðulegt markskot og eina stórfurðulega sendingu. Hann vissulega vann boltann tvisvar en það var bara vegna kæruleysis mótherjans. Ef það er eitthvað efni í þessum leikmanni þá er ákaflega djúpt á því – hef ekki séð neitt til hæfileika ennþá. Hann færi kannski sama árafjölda og Lucas til að “ná sér á strik”. Svipað mætti segja um NGog.
    En það var allt annað að sjá til liðsins og það verður bara spennandi að fylgjast með áframhaldinu. “Pass and move” er greinilega aftur uppi á pallborði.

  35. Öflugar heimildir að berast af því að Steve Clarke verði aðstoðarstjóri Dalglish og Sammy Lee verði gerður að 1st team coach. Twitterfærslur um að Tony Barrett hafi eiginlega staðfest það á 5live á BBC áðan. Official blaðamannafundur á Anfield kl. 15 á morgun þar sem farið verður yfir ráðningu konungsins.

    Öfboðslega glaður ef Clarke er að fara að vinna á Anfield. Miðað við það sem ég heyrði af honum hjá Chelsea fór þar mikill fagmaður sem átti stóran þátt í velgengni Mourinho. Kenny þarf mann sem hefur verið með puttann á púlsinum í toppslagnum, því þangað ætlar hann. Það er ljóst. Á sama hátt sýndi það líka í dag með frammistöðu liðsins að Sammy Lee var ekki sá sem stjórnaði hlutum í taktíkinni. Það var hans að velja taktíkina ásamt Kenny að leggja upp og það sem heyrist í slúðri úti er að það hafi alltaf verið klárt hvernig uppleggið yrði og Kenny hafi samþykkt það strax.

    Dalglish, Clarke og Lee. Vona að það rætist!

  36. Djöf hata ég ManU og þeirra svindl en það er nú samt engin leið að réttlæta þessa tveggjafóta tæklingu hjá kaptein ofurbrók og ekki fara að benda á Brassa barnið því það var bara ekki eins því miður…

  37. Fyllilega verðskuldaður sigur. Þetta var reyndar ekki víti en Webb sleppti 1-2 vítaspyrnum á Liverpool í seinni hálfleik. Rauða spjaldið var svo alltaf rautt spjald.

    Þetta er allavega framför hjá okkur á útivelli, þrátt fyrir að við fengum eitt færi í öllum leiknum(aukaspyrnan)

  38. Held að MV eigi að fá einhverskonar háttvísisverðlaun frá kop.is.

    En það verður gaman að fylgjast með LFC það sem eftir lifir tímabils.

  39. Breytingin á liðinu er stórfengleg.
    Ég var næstum því búinn að gleyma hugtökum á borð við hápressu, spil og sókn. Kóngurinn gerir hluti á 12 klst sem Roy Hodgson tókst ekki að gera á meira en hálfu ári. Það gerir út um kenningar þess efnis að Roy hefði átt að fá lengri tíma.

    Howard Webb er Howard Webb. Hann dæmir Manchester United í hag á Old Trafford. Þetta er ekki neitt nýtt. Glórulausar ákvarðanir hans skipta enska knattspyrnusambandið engu máli og þeir munu halda áfram að leyfa honum að dæma svona leiki. Mér dettur strax í hug leikurinn sem Tottenham tapaði á Old Trafford eftir að hafa verið að vinna 2-0 í hálfleik og Webb gefur United svokallaða “ghost-penalty” í byrjun á þeim seinni. Plús svo leikurinn í dag (þetta eru líka langt því frá að vera tæmandi dæmi). Það er enginn vafi í mínum huga um að þetta sé spilling.

    Það er vissulega ömurlegt að tapa á þessum forsendum, mér fannst við persónulega eiga meira skilið úr þessum leik. Jákvæðu hlutirnir eru þó svo margir að mér finnst hreinlega eins og við höfum unnið.

    Onwards and upwards.

  40. Þvílíkt bull að segja að LFC hafi verið betri 10 en 11. Hinsvegar kom góður United kafli í 10-15 mín á eftir vítinu og eðlilegt að menn séu smá tíma að jafna sig á svona áfalli í byrjun.

    MOTD tóku nú Webb og Liverpool fyrir eftir leikinn á OT í fyrra þegar hann dæmdi vítaspyrnu á brot Macherano fyrir utan teig. Það hefur aðeins fjölgað atvikum sem ættu heima í þeirri samantekt. Annars merkilegt hvernig hann poppar alltaf upp á OT þegar United á erfiðan leik. Þannig sá hann ekki ástæðu til að dæma neitt á karatespark Rio gegn Arsenal fyrir jól þrátt fyrir að takkar Rio hafi rifið treyjuna.

  41. Kenny Dalglish, who only met his Liverpool squad at 1030 GMT this morning, on his return as Reds boss:

    “I was on a cruise ship heading for Bahrain and sat at the bar when I got a call from John W Henry saying he would like me to look after the team until the end of the season. I’m grateful to the people on the boat for letting me get off so I could get a plane back last night. Sir Alex Ferguson said ‘welcome back’ – and it is brilliant to be back in the job. It doesn’t seem that long ago I was last in the dug-out and the reception I got off the fans was unbelievable – it crossed my mind to do a Jose Mourinho and sprint down the touchline to thank them but I never quite made it.”

    Snillingur!!!

    Rólegur Sigurður #41, þessi strákur á eftir minnst 20 leiki þangað til við getum rifið hann svona niður!

  42. Ég er bara svakalega sáttur við að Martin Kelly var bara fínt í þessum, fínt að byggja hann upp sem framtíðarbakvörð!!

    1. sko þeir hefðu kannski getað aðeins meira ef geri hefði ekki farið út af,

    Hef samt mikið verið að pæla í hvort að tími Gerrards hjá liverpool sé ekki bara búin?

  43. Ég er alla vega stoltur af mínum mönnum, þeir sýndu að þeir kunna alveg að spila boltanum en ekki bara negla honum alltaf framm ala RH.

    Svaaakalega svekkjandi að tapa þessu klárlega á því að þeir fengu víti sem átti aldrei að vera og gult spjald hefði verið nóg á Gerrard. Það má vel vera að hinir hefðu samt unnið en hefði frekar viljað tapa leiknum 1-0 á löglegu marki.. Svo er það alveg augljóst (ekki í fyrsta skiptið) að Webb hafi verið manchester maður á sínum yngri árum og ætti auðvitað bara að banna hann í leiki fyrir þá.

    Maður leiksins alveg klááárlega Reina! Sjiii þegar hann varði 5 skot í sömu sókninni það var madness, hann var útum allt! Síðan vill ég líka hrósa Kelly, mér fannst hann vera mjög duglegur í leiknum og með þessu áframhaldi er framtíð hans björt.

    Síðast en ekki síst þá var frááábært að sjá Konginn á hliðarlínunni og hann fær 2 thumps up fyrir hvernig hann höndlaði þennan leik. Og miða við hvað hann náði að gera úr liðinu á einni nóttu og 0 æfingum með liðinu þá held ég að við munum sjá betra Liverpool lið út leiktíðina.

  44. Jæja framundan eru útileikir gegn Blackpool og Wolves. Heimaleikir gegn Everton, Stoke og Fulham. Mikil vinna framundan og sóknarleikurinn er mikið áhyggjuefni. Engu að síður á að gera kröfu um sigur í öllum þessum leikjum.

  45. Maggi – ég hef ekkert langlundargeð gagnvart leikmönnum sem þurfa yfir 30 leiki til að sýna hvað í þeim býr. Það er einfaldlega ekkert svigrúm til þess hjá liðum sem vilja vera meðal þeirra bestu. Ef leikmenn eru ekki tilbúnir til spila í aðalliði Liverpool þá eru þeir ekki tilbúnir. Þeir verða ná sér í reynslu með öðrum hætti.

  46. Helv leiðindi að tapa þessu og þá sérstaklega svona, með vafasömu víti á fyrstu mínútu ! Við hefðum tekið þessa kalla á Anfield, engin spurning um það.

    Holningin allt önnur á liðinu og verður virkilega gaman að sjá næstu leiki undir stjórn Kenny. Nú fer Gerrard í bann þannig að ætli við fáum ekki sjá Cole eða Babel að styðja við bakið á Torres í næstu leikjum sem ætti að verða flott. ( eru einhverjar fréttir annars af Cole )

    Maður fer bjartsýnn í háttinn í kvöld og kannski ekkert svo ofboðslega sár.
    (Hugsa kannski bara til þess að ManU detti úr bikarnum á móti City ; )

    The only way is up !

  47. Tomkins alveg með þetta:

    http://tomkinstimes.com/2011/01/why-kenny%E2%80%99s-so-right-and-roy-was-so-wrong/

    Algerlega 100% sammála öllu þarna, treysti því að það sem við sáum í dag þýði endanlegan dauða grýlunnar um að 4231 sé “varnarsinnað” kerfi á móti 442. Líka áhugaverður punktur Tomkins um það hversu mikið Dalglish hefur unnið með Borrell og Segura með unglingaliðið, sem spilar urrandi 4-2-3-1 og stútuðu Crystal Palace í bikarnum í gær. Það vita kannski ekki allir en Palace eru efstir í suðurriðli unglingadeildarinnar og nýbúnir að stúta unglingaliði Arsenal 3-0.

    Einmitt þær breytingar sem Rafa, McAuley, Borrell og Dalglish hafa unnið á unglingasetupinu á að sannfæra okkur öllu um að kóngurinn er með þetta!

    Þetta er leikkerfið sem virkar með okkar bestu menn heila, nú er að raða betri mönnum í kringum þá takk!!!

  48. Snilldarmynd í #54.

    Howard Webb er kúreki, þeir komast upp með ýmislegt ef að menn vilja trúa því sem byssan þeirra segir…

  49. Helgi F @54: ah. Falleg mynd, verð að viðurkenna að ég hef ekki séð hana áður, en hann hélt því amk fram að hann hefði verið fyrir aftan Alonso.

  50. 51. Einmitt, hann sá ekki brotið hjá De Jong. Myndin sem Helgi F, setti inn segir meira en mörg orð. Hvað hefur þú eiginlega fyrir þér í því að hann hafi ekki séð brotið ?? Þvílíkt og annað eins bull.

  51. Og Björn Friðgeir, þú trúir öllu sem Webb segir ?? Er eitthvað tilefni til þess spyr ég bara ?

  52. Kelly fékk fastráðningu í dag, sýndist mér, og Torres fékk sömuleiðis löngu tímabært slap on the head. (Fyrir hvað nákvæmlega er hann að fá eina og hálfa milljón í laun á dag, nýja brúna hárlitinn?)

    Tek undir með FT9: “Jákvæðu hlutirnir eru þó svo margir að mér finnst hreinlega eins og við höfum unnið”. Og Dabbi segir það sem ég hef verið að hugsa en aldrei þorað að setja á prent: “Er tími Gerrards hjá Liverpool ekki bara búinn?” Því mér hefur sýnst liðið spila betur og þjappast betur saman – um þessar mundir – þegar SG er EKKI á vellinum. (…blasphemy, I know…)

    Gæsahúð dagsins: King Kenny gengur sallarólegur á úlpunni inn á OT !!!

    ps. Ég elska Reina.

  53. Hafi þetta verið leikaraskapur hjá Berba var frammistaðan ekki síðri hjá Agger. Samleikur þeirra var þannig að þetta leit nákvæmlega út eins og hrinding og fall. “If it walk like a duck, quacks like a duck.. Það var óneitanlega um snertingu að ræða, jafnvel þótt reynt sé að gera lítið úr henni: “þá sást sú snerting varla í sjónvarpinu”

    Snerting og fall innan vítateigs = vítaspyrna. Svo einfalt er það.

    Um rauða spjaldið er ekki hægt að ræða frekar. Tveggja fóta tækling með fætur upp í loft er brottrekstur og ekkert minna.

  54. Howard Webb var munurinn í dag.vilijiði ekki bara aðla fíflið? Fékk gæsahúð að sjá Kenny og það var bara yndislegt að heyra YNWA lagið sungið svo hátt í endann.
    Fékk loksins Kelly í liðið en þar á hann heima PUNKTUR. Gaman að sjá baráttuna og skiptingarnar sýndu hugrekki,eitthvað sem hefur alveg vantað að undanförnu.

    Styð það heilshugar að fá Steve Clarke og aðalatriðið er að ég hlakka svo til framtíðar sem ég kveið fyrir viku síðan,takk NESV/FSG takk fyrir að hlusta á fólkið sem skiptir máli.

    YNWA

  55. Bara sáttur við leik okkar manna LIVERPOOL en það er strembið að spila 10 á móti 12. en fatta ekki hvað Liv, klúbbrinn á islandi er að segja að Gerrard missi af næstu 3 leikjum, hélt að bikarleikir komi ekki deildinni við. Áfam Liverpool og KENNY

  56. Sammála leikskýrslunni. Mér fannst ég sjá mikil batamerki á liðinu í dag, allt annað og mótiveringin greinilega miklu betri.
    Howard Webb er ekki hægt að ræða, dæma víti úr 30 metra fjarlægð þegar hann sér ekki brot, án þess að ráðfæra sig við línuvörð, er glórulaust. Að sama skapi sleppir hann því að veita liverpool víti fyrir brot í seinni hálfleik þrátt fyrir að hann stæði þá um 10 metra frá og sá brotið greinilega (furðulegt einnig að það hafi aldrei verði endursýnt).
    Beint rautt á gerrard sem ekkert hafði brotið af sér, á 30 min í leik Scum og Liverpool er miðað við tæklinguna og venjuna sem verði hefur á þessu tímabili er einnig verulega vafasöm ákvörðun. Það er ekki annað hægt en að draga hlutleysi Webb í leiknum í efa. (ekki svosem í fyrsta sinn).

    Hvað liðið varðar fannst mér margt jákvætt og talsvert skemmtilegra að horfa á leikinn þrátt fyrir allt og allt. Liðið var hreyfanlegra, spilaði meira á milli sín og minna var um langar sendingar upp á striker en verið hefur (sérstaklega fyrstu 30 min, erfitt að bera saman stöðuna þegar við erum einum færri).

    Kelly var mjög sterkur, ég væri mjög til í að prófa að hafa glen johnson á hægri kanntinum fyrir framan kelly og kuyt þá á bekkinn. Fyrir mér hefur Johnson alltaf virkað miklu beittari á vallarhelmingi andstæðinganna en sínum eigin. Vonandi fær maður að sjá það reynt. Eins er ég sammála mönnum með Insúa, vil fá hann til baka úr láni í þessum glugga.

  57. eru menn búnir að gleyma þegar Howard Webb rak N.Vidic útaf þrisvar sinnum í röð í viðureignum þessara liða fyrir 1-2 árum ?? og gaf Liverpool auðveldari leik fyrir vikið. Webb hefði geta dæmt réttlilega vítaspyrnu þegar Kelly sparkaði Evra niður eftir að evra hafi farið ílla með hann en Webb sleppti því og þar með jafnaðist þessi vítaspyrnudómur í byrjun út, þannig að það er ekkert hægt að væla útaf þessum vítaspyrnudómi lengur.
    Rauða spjaldið á Gerrard er alltaf rautt spjald , skiptir engu máli hvort þetta gerist á 1 mín, 30 eða 90 min. Gerrard fer af í þessa tæklingu alltof seint með báða sólana á undan sér og ef Carrick hefði staðið í löppina þá hefði Gerrard mölbrotið hana. Slappt að kenna dómaranum um.

  58. Hahaha æjæj gaman að sjá kommentinu mans eytt hérna fyrir að koma með smá álit United aðdáanda, maður hélt að þið væruð kannski byrjaðir að læra tapa eftir gengi ykkar undafarið en svo er greynilega ekki, víti þetta og dómarinn hitt, þið töpuðuð þessum leik búið mál.

    Djöfull verður gaman að mæta í United treyjunni á morgun í skólann !

  59. Jæja þá er bara að stilla sig, við spiluðum við Scums i dag og það er vel-1, fengum að sjá hvers KD er megnugur og það er vel-2, sáum hvað HW er hliðhollur sínu liði það er vel-3, hvað barbapabbi er góður leikari og á að fá hrós fyrir og Óskar að launum það er vel-4, VEL-5 fá Reina og allir Liverpool menn sem voru á vellinum þ.e.a.s hinir 9.

    Hætum að rífast um þetta, látum lundúnar pressuna éta HW, Barbapabba og Sir F upp til agna og verum stoltir Liverpool menn, konur, krakkar og …

    Avanti Liverpool – Kenny D – http://www.kop.is

  60. Mark United var skorað á 2. mínútu.

    Það var akkúrat tíminn sem leið frá því að Agger rak stórutána í skóreimina á Berbatov, þangað til hann henti sér í jörðina.

  61. Hodgson was our Eyjafjallajökull, smothering us and stopping us getting off the ground.
    Tomkins alveg með þetta..

  62. Tomkins: Hodgson was our Eyjafjallajökull, smothering us and stopping us getting off the ground.

    Svo rétt.

  63. Er ekki kominn háttatími hjá þér Ingi þór? Ekki mæta of seint í skólan.

  64. Ingi Þór auglýsir gáfur sínar með stafsetningunni. Meira þarf ekki að segja um hann!

  65. Já Ingi Þór… þú ert þá greinilega einn af þeim sem þorir bara að mæta í treyjunni þegar vel gengur! 😀

  66. Virkilega ósáttur við dómgæsluna í dag

    Heimskulegt brot hjá Gerrard. Höfum séð hann gera þetta áður í leikjum gegn MU og Everton. Stundum mætti hann spila örlítið minna með hjartanu og meira með heilanum í leikjum gegn erkifjendunum.

    Skil ekki hvernig menn geta komið hérna inn og hraunað yfir Shelvey. Sáum þetta fyrr í vetur eftir einhvern útileik í evrópukeppninni. Hann er 18 ára for crying out loud og er hent inn í bikarleik á OT 10 á móti 11. Fannst hann komast ágætlega frá þessu miðað við aldur og fyrri störf. Það er enginn fullmótaður leikmaður 18 ára og auðvitað þarf hann slatta af leikjum til þess að þroskast sbr. Steven Gerrard þegar hann byrjaði undir Houllier.

    Margt jákvætt, sérstaklega hugarfarið í liðinu. Stærsta merki þess í skiptingunni á Torres sem vogaði sér ekki að sýna nein neikvæð viðbrögð. Þar kom virðingin fyrir KD sterkast fram að mínu mati í leiknum í dag.

    Johnson og Cole ekki í hóp í dag. Meiðsli eða skilaboð?

    Nú skulu FSG kaupa menn í Janúar, eins góða og jánúarglugginn mögulega býður okkur upp á.

  67. Reporters wanted to know more about how Dalglish’s return came about.

    He told them: “I was on a boat, I was happy! Then I got a phone call from John Henry and he said ‘Do you want to come and look after the team until the end of the season?’

    “Being a professional athlete I was at the bar!

    “It’s brilliant. It’s amazing how quickly the memory comes back to you. It doesn’t seem that long ago that I was in the dressing room.

    “It’s a club that means a great deal to me and my family.

    It takes a legend to make legendary comments…

  68. 79# Johnson og Cole ekki í hóp í dag. Meiðsli eða skilaboð?

    Skýr skilaboð um að konan hans Johnson er að fæða barn á spítalanum og Joe Cole er heima meiddur.

  69. spiluðum vel.
    var hálf vonlaust 10 á móti 12
    en við vorum allan tímann að reyna.
    sem er nýtt á þessari leiktíð
    bjartari tímar framundan.

  70. Með svona krakka eins og Inga hérna þá hljóta stjórnendur að sjá það að þurfi að vera hægt að þumla niður comment.

  71. Svona þöngulhausar einsog Ingi Þór, eru bara týpur sem við Liverpool aðdáendur einfaldlega þolum ekki, þú hefur ekkert til málana að leggja og ert svo þröngsýnn að þú horfðir líklegast á leikinn í gegnum skrárgat með báðum augum!
    Maðurinn sem kallar sig MW getur þó rætt um leikinn og komið rökfærslur og vangaveltur um eitt og annað. Ingi þór er hér eingöngu til þess að vera með bullu-stæla!

  72. Miðað við það sem kom fram hjá ITV eftir leikinn, er Gerrard í banni næstu þrjá leiki í deildinni??

  73. Þið eruð skemmtilegir…það fellur ein ákvörðun á móti ykkur í dag (vissulega var hún stór) og þið talið um mútur, efist um heiðarleika Webb og talið um að hafa spilað 10 á móti 12.

    Hlægilegir margir hverjir

  74. The straight red means he will now miss the next three matches, including the Merseyside derby at Anfield.

    Af lfc.tv

  75. webb er ótrúlegur honum tekst að skjemma leikinn á 35 mín,fyrsta lagi var þetta ekki víti og webb var ekki nálægt teignum hja liverpool þegar hann flautar og hann ræðir ekki einu sinni við línuvörðinn hinsvegar býður agger berba það að láta sig detta.Rauða spjaldið er strangur dómur en reglurnar seigja að tvegga fóta tækling sé rautt sjald en ég spyr webb þá hvað var rafel að gera enþá inná maður hefur samt séð dómara gefa rautt fyrir svipað atvik og gerrard til dæmis soto á móti everton.En þessi framistaða var með því betra sem ég hef séð í langan tíma menn börðust allan leikinn og ég er viss um að kenny rífi liðið upp í komandi leikjum.Maður leiksin er klarlega reina og martin kelly var lika flottur í dag er ekki spurnig að henda jhonson á kantinn.ÁFRAM LIVERPOOL YNWA !

  76. Jebbs, þriggja leikja bann og því miður var tæklingin þannig að þó rautt hafi ekki verið sanngjarnt m.a. með tilliti til afgreiðslu Webb á 2fóta tæklingu Rafael rétt áður, þá er vonlaust að áfrýja svona rauðu spjaldi.

    En hvað er þetta með þessar konur núna, geta þær ekki fætt börnin á öðrum dögum en leikdögum?

  77. 86, menn væru sorglegir að tala um óheiðarleika Webb ef þessi leikur í dag væri einangrað tilvik en ekki enn einn parturinn í röðum atvika varðandi þennan dómara og Liverpool.

  78. Skrítið alltaf að sjá menn sem segjast horfa á fótbolta segja að snerting sé brot. Snerting er bara alls ekki fullnægjandi til þess að dæmt sé brot.

    Þetta var ekki körfuboltaleikur.

    Það má snerta í fótbolta og þetta var ekki víti heldur háklassa Cronaldo-ismi og dýfa.

  79. Eitt sem er undarlegt við vítaspyrnudóminn er að HW var mjög illa staðsettur (meira að segja Big Sam viðurkenndi það í settinu á ITV), um 20-25 metra frá atvikinu, en bendir á punktinn um leið og Berba dettur, þrátt fyrir að línuvörðurinn hafi verið með beina sjónlínu af c. 5-10 metrum og hann hélt flagginu niðri – sá semsagt ekkert athugavert við þetta! Þetta er alveg ótrúlegt og mér finnst eins og FA eigi að skoða þetta betur.

    En ég hef trú á Kenny og að hann komi með jákvæðan fótbolta með sér. Mér sýndist menn vera að reyna að halda boltanum niðri, halda possession og sækja svo á breiddinni – knattspyrna sem maður hefur saknað mikið hjá okkar liði.

  80. Það er rosalegt hvað þig eruð hlutlausir þið gerið ekki rassgat allann leikinn og fáið ekki færi. Man utd átti skilið sigurinn því þrátt fyrir vitaspyrnudóminn sem mér persónulega fannst rangur þá voru man utd miklu betri þrátt fyrir daprann leik hjá minu mönnum en eitt er vist að við áttum að fá fleiri viti i þessum leik sem hann sleppti þannig það ætti nu alveg að jafnast ut og þið ættuð að sætta ykkur við það og einbeita ykkur bara að deildinni þar sem þið eruð að berjast um að halda ykkur i deildinni.

  81. LONDON (AP) -The Football Association will open an investigation after Liverpool winger Ryan Babel posted a digitally altered picture on Twitter of referee Howard Webb wearing a Manchester United shirt.

    Webb awarded a penalty against Liverpool and later sent off its captain Steven Gerrard as Man United won 1-0 in the third round of the FA Cup on Sunday.

    Before linking to the image of Webb, Babel wrote on Twitter: “And they call him one of the best referees. That’s a joke.”

    The FA told The Associated Press that “we will definitely look into this matter.”

    United winger Ryan Giggs scored from the spot in the second minute after Daniel Agger had fouled Dimitar Berbatov.

    Gerrard was dismissed for a challenge on Michael Carrick in the 32nd.

  82. lol, Babel has some balls. Ekki beint gáfulegasta move-ið en samt. Þetta er svo mikið dictatorship þetta FA lið. Það má ekki heyrast kvabb né kvein þá er bara Spanish Inquasistion mætt í málið.

  83. … það er nú ekki eins og Babel hafi einusinni getað gert þessa mynd og komið henni á Twitter… hann bara forwardaði henni áfram og þá er allt vitlaust!!!!!

    ÉG sá þessa mynd í hálfleik og hlóg mig máttlausann lolololol ég skal vitna um þetta ef út í það er farið Ha hahahahah

    Avanti Liverpool – KD – http://www.kop.is

  84. Djöfull kunni ég að meta það að var skipt fyrir 85. mínotu ég hef ekki séð það hjá liverpool bara aldrei. Ef þetta er sem koma skal þá er ég mjög sáttur!!!!

  85. Hvaða rugl er í ykkur? Babel er ekkert í djúpum skít, í versta falli fær hann/Liverpool fjársekt og eða leikjabann.

  86. Minn maður, Howard Webb gerði leiðinleg mistök í dag… Ég hélt í alvörunni að Berbatov væri að fara að fá gult spjald fyrir leikaraskap en svo varð ekki 🙁

    Hinsvegar var tækling Gerrard ekkert annað en klaufaleg og hann getur bara sjálfum sér um kennt, ekki hægt að kvarta yfir að spjaldið hafi verið rautt…

    Annars var virkilega jákvætt að sjá baráttuandan í liðinu.

  87. Ryan Babel
    Sorry Howard Webb ! Babel sér svo engan veginn eftir þessu

  88. já eða bann…… maður veit aldrei hvað svona glappaskot geta haft í för með sér….
    líka jákvætt að kenny sagði að vítið var í mesta falli bara djók!!!
    ætli hogdson hefði ekki sagt að agger hefði verið óheppinn

  89. Mikið hlakkar mig til að mæta þessu viðb**** United liði aftur á Anfield og niðurlægja það, þann 3. mars.

  90. 99 Diddi

    Ha? Benitez skipti inn manni nánast undantekningarlaust á 60.-65. mínútu.

  91. @94 Kannski hefur það eitthvað að gera um rauða spjaldið sem Gerrard fékk? Og þið fenguð nú nokkuð mikla hjálp frá Howard Webb (ojj það er bara óþægilegt að skrifa um þennan viðbjóð).

    Það má segja að við séum svipað hlutlausir og dómarinn, bara svona til að jafna þetta út, enda hefur þessi maður gert okkur lífið leitt ár eftir ár eftir ár.

  92. @ 104 einare

    Svona svona kallinn…Leikurinn er búin og þú tapaðir…Það gengur bara vonandi betur næst….Ég efast stórlega um að mínir menn verði niðurlægðir 3 mars en þetta er fótbolti…Allt er hægt 🙂

    Ég held þó að við getum allir verið sammála um að betra liðið vann þegar upp er staðið , mér fannst LFC bara líta vel út í dag og menn voru að berjast út um allan völl.

  93. Ég er alltof fokk pirraður yfir þessu rugli til að tjá mig eitthvað yfirvegað um þetta allt saman.

    Howard Webb hefur ekkert í þetta starf að gera.

  94. Man einhver eftir gagnrýninni á Torres frá Fergie þess efnis að Torres væri að henda sér niður fyrir litlar sakir… Hvar er sú gagnrýni á Berbatov núna…. Menn tala bara um að smá snerting sé samt snerting, á það bara við leikmenn United.

    Þetta má kalla klassíkst dæmi af hræsni.

  95. Mér finnst bara bjánalegt að menn skuli úthúða Howard Webb… hann gerir kannski mistök, en hann er yfirburðadómari í ensku deildinni og þó víðar væri leitað… Endilega horfið á fleiri leiki en bara Liverpool með þessum manni…

    Það að ætla að kenna Howard Webb um að Liverpool hafi ekki unnið titillin 08/09 vegna þess að hann dæmdi víti og rautt spjald í leik sem endaði 5 – 2 fyrir ManU er bara heimskuleg fullyrðing…

    Dómaramistök eru hluti af leiknum og oftast bara heppni og óheppni með hvoru liðinu dómurinn fellur… Í dag vorum við óheppnir.

  96. Yfirburðadómari,,,ertu búinn að gleima hvernig hann dæmdi final á HM í sumar,einhver sú allra lélegasta dómgæsla sem sést hefur í úrslitaleik á HM,Webb má eiga eitt hann er búinn að skapa sér nafn en að hann sé yfirburðadómari er hvílíkt rulgl hann svo sem ekkert verri en einhver annar en alls ekki betri,og hann sannaði það á HM.

  97. Tekið frá twitter síðu Rio ferd:

    I’ve just watched the penalty incident again…I’m 50/50 wether it was or wasn’t..ref gave it we scored it. Its a game of swings+roundabouts

  98. Ég man eftir HM í sumar og það voru lang flestir virkilega sáttir við dómgæslun hans… bæði spánverjar og hollendingar (þegar reiðin hafði runnið af þeim)… Sé ekki að neinn dómari hefði getað staðið sig betur!

  99. Ég hef oftar en ekki séð Webb dæma vel og taka vel á stórum nöfnum og atvikum.

    Hins vegar alveg rétt að hann náði engum völdum á úrslitaleiknum en það ber líka að hafa í huga að sá leikur var mjög harður og flest þessarra 14 gulra spjalda áttu rétt á sér. De Jong klúðrir var auðvitað klúður en hvernig getum við metið Webb og hvað hann sér í vellinum, hvað þá hvernig hann metur það. Engu að síður röng ákvörðun þar og í vítinu í dag.

    Gerrard ber einn sök á rauða spjaldinu og Webb gerði ekkert rangt þar. Mér finnst ekki rétt að bera saman Rafael brotið og Gerrard brotið því það var mikill munur á.

    Webb var ekki nægilegur góður í dag en hann er ekki þar með sagt lélegur dómari!

  100. Howard Webb besti dómari heims, OK OK OK OK
    Þá er jafn gáfulegt að segja: Sir Alex er heiðarlegur maður..

    Það væri gaman að sjá hann segja að Berba væri að svindla eins og hann sagði um Torres í vetur og Roy Hodgson sagði ekki orð enda besti vinur skrattans….

    ánægður með Konginn að láta heyra í sér í dag varðandi dómgæsluna og enþá ánægðari með Babel, hann þorir að gera það sem aðrir hugsa…..

  101. Allir sem það vilja sja að þetta var ekki viti. Hinsvegar er ekki hægt að neita þvi að tæklingin hja Gerrard er klaufaleg og ma segja að appelsinugult hafi verið rett. Hinsvegar þa rekur hann Gerrard ut af og ekkert hægt að kvarta storlega undan þvi. Þo þarf að skoða hlutina i samhengi og ma þar til dæmis nefna Rafael hja MU nokkrum minutum fyrr. Fram að þessu fannst mer Liverpool vera betra liðið a vellinum og heldur sterkara. Liðið a hros skilið fyrir að halda afram þratt fyrir þetta motlæti og vera stöðugt að reyna. Með þessu aframhaldi mun liðið þoka ser upp töfluna og mögulega fara að banka i efri liðin.

  102. Skv. Twitter erum við búnir að bjóða í Romelu Lukaku. Hvernig líst mönnum á það?

  103. 121

    Ég vona bara að það sé rétt og það tilboð verði samþykkt.

  104. ég eins og margir eiga von á að webb stigi fram og segi og viðurkenni að þetta hafi verið rangur dómur og hverju breytir það alls neinu,ég sætti mig alveg við að tapa en alls ekki óheiðarlega eins og maður varð vitni af í dag og þeir sem vilja reina réttlæta þennan vítaspyrnudóm hjá einum af besta dómara í heiminum í dag,þeir verða bara að eiga það með sjálfum sér.En mér fannst ég sjá allt aðra hollingu á liverpool liðinu í dag,liðiðið sótti og meiri barátta,það kom tvöföld skipting einum færri og skiptingar komu fyrr,svolítið sem hodgson hefði aldrei gert,það verður ekki langt í að Dalglish nái að setja sitt mark á þetta lið og komi því ofar,eina sem ég hef áhyggjur af er að það komi ekki neinir nýir menn inn í hópinn,sem er algjörlega nauðsynlegt.

  105. Ég bara verð að koma þessu á framfæri.
    Við áttum ekki skilið að sigra í dag og fyrir 2 dögum gerði sér enginn vonir um það svo leikur liðsins í dag sem var betri en maður hefur þurft að venjast undanfarið var það eina sem maður gerði kröfu um.

    En í dag, einungis sólahring eftir að nýr maður kemur í brúnna sáust stór batamerki á liðinu og ekkert annað í stöðunni en að vera bjartsýnir með komandi leiki.

    Man utd menn vita ósköp vel að þetta var ekki víti en vilja auðvitað halda því fram að svo sé því enginn vill vinna leiki á ósanngjrnann hátt. Gerrard var bæði óheppinn og vitlaus. Heimskuleg tækling á miðju og spjaldið gat jafnt verið gult sem rautt en Howard Webb var að dæma svo það var vitað mál hvernig það yrði á litinn.

    En að kaldhæðni dagsins…. þessi saur alex ætti að vita betur en að koma með svona yfirlísingar um að þetta hafi verið víti eftir að hafa sagt þetta http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=97719 um Torres fyrir rétt rúmum 3 mánuðum.

    Aðal málið er það að ef hann hefði ekki dæmt víti þarna þá hefði hann gert það seinna í leiknum. History shows i am right.

    En eftir leikinn í dag er maður bara orðinn nokkuð spenntur aftur… bjartir tímar framundan i tell you.

  106. Hagalín Bóndi smá fróðleikur:

    Tímabilið 2010/2011 hafa Liverpool og manu mæst tvisvar, báða þessi leiki hefur Howard Webb dæmt og manu hefur unnið þá báða, þann seinni (í dag) með hans hjálp.

    Tímabilið 2009/2010 : þá vann Liverpool manu 2-0 á Anfield, í þeim leik fékk Vidic rautt og einnig Mascherano. Dómari leiksins var Andre Marriner, EKKI HOWARD WEBB. Þegar þessi lið mættust aftur á Old T síðar á tímabilinu þá hafði manu sigur 2-1, þar sem manu fékk vafasama vítaspyrnu. Þennan leik dæmdi Howard Webb og Vidic fékk ekki rautt í honum bara eitt gult.

    Tímabilið 2008/2009 : Í leik liðanna á Anfield hafði Liverpool sigur 2-1 og Vidic fékk rautt. Þennan leik dæmdi góðvinur okkar Howard Webb. Síðan muna allir eftir seinni leik liðana á Old T sem Liverpool vann sannfærandi 4-1. Í þeim leik fékk Vidic rautt spjald hjá dómara leiksins honum Alan Whiley.

    Tímabilið 2007/2008 kom Howard Webb ekkert nálægt leikjum þessara liða. En ykkur til fróðleiks þá fékk Mascherano rautt spjald í seinni leik liðanna á Old T hjá hinum frábæra dómara Steve Bennett.

    Tímabilin 2005/2006 og 2006/2007 enginn Howard Webb.

    Þannig að manu hefur vinninginn þegar Howard Webb dæmir.

  107. Í fyrri leik þessara liða í vetur sagði Ferguson eitthvað á þá leið að eini séns Liverpool til þess að fá eitthvað út úr leiknum væri að treysta á ákvarðanir dómarans. Spurning um hvað var uppi á teningnum í dag.
    Eftir leikinn fannst mér eins og það væri einn leikur eftir því staðan í einvíginu væri 0-1 fyrir Man U og 2 eliki þyrftit til þess að klára rimmuna…..en svo áttaði ég mig á því að svoleiðis er það bara í körfuboltanum. Var farinn að ruglast á íþróttum án snertinga.

  108. Kenny góður í commenti eftir leik. But move on. Hann á að geta byggt á þessum leik og tekið þetta skref af skrefi. Gaman að sjá hann labba inn á völlinn og rífa upp báða hnefa í átt að stuðningsmönnunum. Og sýndi þeim marg oft athygli með klöppum enda sungið til hans.

    Hann á eftir að kippa inn einhverjum í janúar, berja alvöru anda í aðra og sýna dýnamík og skynsemi í uppsetningu leikja og stjórnun á hliðarlínunni. Það er það sem maður sér út úr þessum leik og það er meira en ég sá hingað til hjá þessum þarna sem var á undan og ég man ekki lengur nafnið á.

    Ætli kallinn taki ekki bara 10 ár á þetta 😀

  109. Ætla ekki að velta mér upp úr dómaratríóinu og frammistöðu þeirra.
    Þetta Liverpool lið sem mætti til leiks í dag var bara allt annað og betra og með miklu meira sjálfstraust. Boltinn var látinn ganga manna á milli í stað þess að dúndra honum stöðugt fram og treysta á að Torres næði að gera eitthvað við hann.
    Þegar andstæðingurinn var með boltann þá var pressað og reynt að loka öllum svæðum. Klárlega mikil batamerki og menn voru að berjast fyrir félagið. Þegar Dalglish tók Torres út af þá sýndi hann og sannaði það fyrir mönnum að hver og einn verður að leggja sig 100% fram það skiptir engu máli hvað þú heitir, veit að Torres virkaði þreyttur en þá verður hann bara að koma sér í betra form ef hann ætlar að fá að spila.
    Reina og Kelly klárlega menn leiksins.

  110. Ég stóð upp og fagnaði í hvert skipti sem Kenny Dalglish birtist á skjánum. Algerlega meiriháttar að sjá hann aftur á bekknum og ég á fá orð til að lýsa ánægju minni sem stuðningsmanni Liverpool.

    Ef maður pælir líka í því þá hafa áhangendur verið að bíða eftir stjóra sem spilar Liverpool bolta eða þann bolta sem var spilaður undir stjórn Dalglish, Fagan og Paisley. Er ekki bara besta leiðin að því marki að ráða Kenny aftur? Í mínum huga blasir það við og ég blæs á þær gagnrýnisraddir að hann hafi ekki þjálfað lengi. Fótboltinn hefur ekki breyst það mikið og í raun eru það einföldu hlutirnir sem eru tímalausir og klassískir.

    Svo er ég líka ósammála þeim sem hafa sagt að hann sé gamaldags þjálfari. Lýsingin á því að hann vilji að menn spili bolta á æfingum í stað útihlaupa og æfingum með medicine bolta hljómar eins og músik í mín eyru. Ef þessi fullyrðing stæðist væru þá ekki Börsungar að spila gamaldags fótbolta? Þeir spila jú skv. sömu aðferðarfræði og Johann Cruyff innleiddi fyrir margt löngu.

    Annars var frammistaða liðsins ágæt í dag og Kelly að koma gríðarlega sterkur inn. Áfram svona.

    Og jú – þetta var aldrei víti og fáránlegt að reka Gerrard út af. Verðskuldaði gult enda fullkomlega ljóst að hann var að reyna við boltann. Sammála McAteer sem sagði í viðtali á LiverpoolTV að enginn hefði búist við rauða spjaldinu.

    Áfram Dalglish!

  111. Sælir félagar

    Nú er þessi leikur liðinn og í sjálfu sér ekkert meira um hann að segja. Jafræði var með liðunum þrátt fyrir rangan vítaspyrnudóm HW fram að klaufalegu broti Gerrards og ef til vill má færa fyrir því rök að það hefði ekki komið til ef svo heimskulegur dómur hefði ekki verið dæmdur. Jafnvel muari eins og MW verða að viðurkenna það. Mér fannst Babel eiga mjög góða innkomu (líka á tvitternum) og Kelly stóð sig þannig að eina von Glendu núna er vængmannsstaða. Og það væri ég til í að sjá prófað. Baráttan og þrekið sem liðið sýndi einum færri í klukkutíma var eitthvað sem algjörlega hefir vantað fram að þessi. Mjög gott.

    Hvað framtíðina varðar þá mun koma að því að hin ótrúlega lukka sem elt hefur frekar slaka spilamennsku MU í vetur mun taka enda. Ég á von á því að okkar lið muni taka þátt í því í vor að afstýra henni. Mín spá er að stóra liðið í Mancester (city) muni verða fyrir ofan muarana og Arsenal líka. Eins og ég sagði hér fyrir ofan mun Liverpool stuðla að þeirri þróun á Anfield þann 3. mars nk.

    Hvað Liverpool-liðið varðar mun leið þess verða uppávið (enda svo sem varla annað hægt svona nálægt botninum) á næstu vikum. Með þennan mannskap sem við höfum nú þegar er það vel hægt með góðri stjórn (Dalglish) og að maður tali nú ekki um ef Kenny fær að versla eitthvað af viti. Það er því bjart framundan í Liverpoolborg en von á nokkrum lægðagangi í nágrannaborginni.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  112. Ég sagði það fyrir leikinn við United félaga minn að dómarinn myndi verða sá sem að ráða myndi úrslitum í leiknum ! Staðfesti þann grun minn endanlega þegar ég sá í upphafi leiks hver myndi dæma leikinn ! Það kom svo auðvitað á daginn strax á fyrstu sekúndunum !

    En hvernig sem því líður þá var þetta aldrei víti ! Barbie er bara með brauðfætur eða afskaplega góða leiklistarhæfileika! Það er alveg afgreitt að þetta var ekki víti og meira segja margir United menn sammála með það ! Rauða spjaldið er aftur vafa atriði að mínu mati. Það má alveg færa rök fyrir því að þetta var rautt en einnig má gera það sama að þetta hafi ekki átt að vera rautt. Ég myndi álita svo að þetta hafi ekki verið rautt. Ásetningur Gerrards er aldrei sá að fara í Carrick. Hann horfir á boltan allan tíman og er einungis að reyna að ná honum. Carrick kemur inn af alveg sömu hörku og Gerrard í tæklinguna en er aðeins sekúndubroti á undan Gerrard. Það sést vel á myndum að Gerrard er í upphafi tælingar einungis með eina löppina á undan en einhverja hluta vegna kom hin löppin þarna með. Þannig að bottom line er að ásetningur til að skaða annan leikmann er enginn og þar með ekki rautt spjald. Gult spjald kannski fyrir full mikinn ákafa en aldrei rautt. Við sjáum svona tæklingar nánast í hverri einustu umferð í EPL og oftast í mestalagi gult spjald. En þegar þú heitir Howard Webb og þér vex ekki hár (Ekkert persónulegt skollóttir) og þú ert að dæma á Old Shithouse þá er þetta greinilega rautt spjald. Annarstaðar er þetta tiltal eða gult kort !

    Annars er ég mjög sáttur við baráttuna í liðinu í dag og sérstaklega indælt að sjá King Kenny á hliðarlínunni. Hlakka til að vera með fyrstu 45 þúsund Liverpool aðdáendum til að sjá hann aftur á hliðarlínunni á Anfield á móti Everton með berum augum. Það leiðinlega er að ég fæ líklegast ekki að sjá Gerrard spila á móti þeim !

    YNWA

  113. Þetta er náttúrulega alveg hárrétt Haukur… menn fá ekki rautt nema þeir séu viljandi að reyna að meiða aðra!

  114. Kaldhæðni er kjánaleg :/ … Það sem ég vildi segja er að, þó það hafi ekki verið ásetningur Gerrards að meiða Carrick og hann hafi bara verið að hugsa um boltan, þá var þetta mjög glæfraleg tækling og hlutirnir hefðu auðveldlega getað farið verr… Réttilegt rautt spjald.

    Liverpool menn hefðu verið brjálaðir ef Carrick hefði verið í hlutverki Gerrards og heilsu hans þar með stefnt í hættu.

  115. Ef Webb er besti dómari Englendinga og Johnson besti hægri bakvörður þá er illa komið fyrir enska boltanum.

  116. Alveg jafn glæfralegt hjá Carrick !! Hann fer inn í tæklinguna af alveg NÁKVÆMLEGA sömu ákefð og Gerrard. !! Þar sem hann er hársbreidd á undan þá er kannski hægt að réttlæta spjaldið en þú verður að taka ásetning með í pakkann og margir nútíma dómarar gera það í dag þegar þeir eru að leggja mat sitt á brotið ! Góðir dómarar þar að segja !!

  117. Alex ferguson virðist innleida hjá mörgum
    leikmönnum sínum óheiðarleika og kjellingaskap.
    Hvað leikinn varðar þá forum við einfldlega óheppnir,
    allt var á móti okkur.

  118. 136, ertu að grínast, það er munur á eins eða tveggja fóta tæklingu, SG var lóðréttur í loftinu með báðar fætur á undan sér. Niðurstaðan er rautt spjald. That is a fact. Vítið var umdeilt, en hefði ekki mátt dæma líka víti á Skrtel þegar hann tók evans niður í teignum ?

    “Það sést vel á myndum að Gerrard er í upphafi tælingar einungis með eina löppina á undan en einhverja hluta vegna kom hin löppin þarna með. Þannig að bottom line er að ásetningur til að skaða annan leikmann er enginn og þar með ekki rautt spjald.” Er þetta grín eða ?

    Veröldin hallar ekki á Liverpool, menn verða að átta sig á því. Svona fór þetta í dag. Framhaldið gæri verið spennandi.
    Titillinn þessari frétt er til skammar.

  119. Að öðru:
    Ég var að skoða Wikipedia umsögnina um Steve Clarke og þar kemur fram að hann hafi verið ráðinn assistant manager hjá LFC af King Kenny. Var Maggi eitthvað að tjá sig um að það væri gott að fá hann onboard?

  120. Þorri sannar það að hann hefur ekki séð brotið vel ! Veröldin hallar ekkert á Liverpool þótt illa gangi! Ásetnigur hjá Rafael er tildæmis mun meiri og verðskuldaði alveg jafn mikið rautt spjald eins og brotið hjá Gerrard! Það má vel vera að brotið hjá Skertl hafi átt að vera víti en þar sem dómarinn er arfaslakur eins og hér hefur margoft komið fram þá dæmdi hann ekki víti ! En rautt spjald var ekki sanngarnt !

  121. Ætla að leyfa mér að vitna í kónginn hér rétt fyrir miðnætti. Fyrst er gleðilegt að sjá stjórann bakka sitt lið upp eftir leik:

    “Kenny Dalglish begins his second coming at Liverpool with a rant

    • The penalty was a joke, says Liverpool’s caretaker manager
    • Gerrard dismissed – ‘I can’t see that as a red card either'”

    Gott að heyra, veit að leikmenn félagsins átta sig á því að hann er einn þeirra og þarf ekki að sleikja sér upp við neinn annan, hvorki knattspyrnusambönd eða aðra stjóra. Viðurkenni að mér leið vel að sjá hvað KD og AF áttu erfitt með að takast í hendur eftir leik. KD fúll yfir að tapa og AF fúll yfir að KD var með starf.

    Svo er gleðin yfir því að hann sé kominn algerlega endanlega kristölluð í ummælum hans um Torres…

    When Kenny was asked by a BBC reporter about Torres, the reporter said “nobody has a magic wand…”. To which Kenny replied “Fernando Torres has got a magic wand.” He confidently said “We’ll get him going sooner or later”.

    Ég hlakka til næstu leikja. Mikið er það gleðileg tilfinning að finna á ný…

  122. Árni Jón, þetta fór í “twitter-loftið” strax eftir leik, þ.á.m. frá Tony Barrett sem er blaðamaður sem sérhæfir sig í Liverpool-liðinu og margir fylgdu þeirri frétt. Sjáum á morgun hvað er til í því….

  123. Afsakið strákar ef ég er að pósta þessu aftur, ég hef ekki lesið allan þráðinn.
    En í þessu eru nokkur mjög fyndin atriði (varúð: mögulega lengsti linkur sögunnar):

    http://www.mirrorfootball.co.uk/opinion/blogs/football-banter/Manchester-United-1-0-Liverpool-Top-10-Funny-things-we-learned-from-watching-the-FA-Cup-Kenny-Dalglish-tries-to-pick-Ian-Rush-John-Aldridge-and-Bruce-Grobelaar-Howard-Webb-MBE-stands-for-Manchester-Bias-Everytime-and-Fernando-Torres-baffled-by-Kenny-team-talk-by-Dan-Silver-article668167.html?utm_source=twitterfeed&utm_medium=twitter

    Dæmi:
    3) Howard Webb managed to last all of 20 seconds before awarding his fourth penalty to Manchester United from his last six games in charge at Old Trafford. Does his MBE stand for Manchester Bias Everytime?

    5) Fernando Torres spent much of the first-half ineffectually wondering around with a bemused look on his face. Presumably he was still trying to work out what the hell Kenny had said to him in the pre-match team talk.

    9) There was at least Spaniard performing for the away side: Pepe Reina almost single-handedly kept United at bay in the second half. By contrast, Fernando Torres was subbed with 13 minutes to go – which came as some surprise to the away fans who presumed he’d stopped playing some time in the first half.

    10) Controversy continued to rage even after the final whistle when Dimitar Berbatov was handed the man of the match award. United fans thought Ryan Giggs should have got the nod, while Liverpool supporters unanimously voted for Howard Webb.

  124. 91:

    Meira að segja í körfuknattleik, hefði ekki verið dæmt á þessa snertingu…

    En að leiknum og okkar liði – fókúserum aðeins á það, því það er svo fjári erfitt til lengdar að svekkja sig á neikvæðum hlutum eins og dómgæslunni í þessum leik.

    Í fyrsta sinn í vetur (amk. á útivelli) leist mér vel á “holninguna” á okkar liði – boltamaður andstæðings pressaður og þegar kom á okkar varnarhelming – þá var pakkinn þéttur. Í öllum upphlaupum var það alltaf markmið nr 1 að spila boltanum með jörðinni, en ekki long-ball fram á Torres. Innkoma Agger í liðið hefur m.a. þessi áhrif. Að sjá drenginn, úr öftustu varnarlínu, spila boltanum fram á við, hvort sem það er stuttar sendingar eða lengri, til hliðar eða fram á við er hreinasta unun. Hvað þá þegar hann geysist fram með boltann og skapar þannig hættu með því að vera orðinn aukamaður á miðju/í sókninni.

    Ég hlakka til næstu leikja, okkar stigum mun fara að fjölga allverulega á næstu dögum og vikum.

    YNWA

  125. Framtíðin sbr. wikipedia.

    http://en.wikipedia.org/wiki/Steve_Clarke

    Liverpool

    On Monday 10th January 2011, Clarke was appointed Assistant Manager at Liverpool by Kenny Dalglish after returning to the club only days before, Clarke will hold his first training session on the morning of Monday 10th January 2011 and will be introduced to the media along side kop legend Kenny Dalglish in the afternoon. It is known that Clarke was present during the Manchester United FA Cup game on Sunday 9th January having travelled up from his South London home early in the morning, later on that evening Clarke and Damien Comolli attended at the home of Dalglish discussing the club, squad and potential transfers.

  126. Er hægt að setja einhverja Manchester United síu á þessa síðu, bölvaður óþverri eins og vírus.

  127. Það er snilld ef að Steve Clarke er að koma á Anfield. Klárlega klassa þjálfari þar á ferð sem hefur unnið með mörgum bestu knattspyrnumönnum heims ! Verður einstaklega góð viðbót við þjálfarteymið á Anfield !

  128. Nýjir tímar að hefjast hjá okkar ástkæra liði!!!! leiðiletg að lenda í þessu á móti Skums en fall er nefnilega faraheill og eru ár og aldir síðan ég var jafn spentur fyrir liðinu!!! nú er akkurat ekkert leingur til að væla yfir nema leikmennirnir í fyrsta sinn í mörg ár!! og svoleiðis á það að vera 😉

  129. þar sem ég er nú ekki Man Utd maður né púllari en horfði á leikinn í dag sem hlutlaus aðilli, en mér finnst samt að skella skuldinni á dómarann vera heimska vegna þess að í þessum leik gaf hann víti sem var jú vafadómur en átti annars fínan leik. Held bara að Liverpool menn vilja ekki horfa upp á það að hetjan þeirra var skúrkurinn í dag. Segjum sem svo að SG hafi ekki verið rekinn út af og Liverpool hefði unnið leikinn þá hefði engin talað um dómarann í dag.

    Held bara að Liverpool menn verða aðeins að horfast í augu við það að dómarinn var ekki skúrkurinn í dag, heldur var það SG sem var með glórulausa tveggjafóta sólatæklingu og verðskuldaði rautt spjald. Maður með þessa reynslu ætti að vita aðeins betur heldur en að gera svona og hann veit líka hver afleiðing er við þessu.

  130. Smá slúður af Twitter:

    Suarez signing and medical rumours doing the rounds.
    2 minutes ago

    Það væri nú ekki dónalegt ef Dalglish tilkynnir Suarez sem nýjasta leikmann Liverpool á fréttamannafundinum á morgun!!

  131. Gummi, horfðu á þetta aftur og taktu svo orðin þín til baka, SG fór ekki með báðar fætur í tæklinguna frekar en … hinn aðilinn og það að hann var rekinn útaf gerði ekki útslagið svo að MU vann, heldur þessi fallega DÍVA hjá herra Barbapabba :c)

    …og ef að þú telur þig hlutlausann þá…

    Avanti Liverpool – KD – http://www.kop.is

  132. Ojjjjjj bara. Vona að þetta sé kjaftæði. Þoli ekki Suarez.

    Það eru fáir sem væla og dýfa sér jafn mikið og hann.

  133. Strákar gerum okkur alveg grein fyrir einu, við höfum ALLTAF mætt í stóru leikina og barist og svo tapað fyrir Bolton í næsta leik þannig þessi frammistaða þarf ekki að segja ekki neitt um það sem koma skal! Við erum búinir að vera að skíta á þessari leiktíð en unnum samt Chelsea meðan þeir voru á skriði..
    Annars er ég ósáttastur við Gerrard, ábyrgðarleysi að fara í svona tæklingu á þessum stað og þessum tíma!

    En ég ætla allavega að róa mig í gleðinni, sjá fyrst hvernig næstu leikir þróast áður en ég fer að varpa einhverjum fullyrðingum fram 🙂

  134. 151 Gummi

    Flestir Púlarar eru sama sinnis og þú með tæklingu Gerrards. Hins vegar gefur hann þeim vítaspyrnu á silfurfati eftir rúmar 30sek og það setur að mér finnst tóninn sem síðan helst út leikinn.

    Menn er bitrir útí Webb vegna þess að hann hefur verið hliðhollur United í mörgum leikjum… ekki bara í dag. Liverpool tapaði vegna þess að liðið var einum færri meirihluta leiksins gegn mögulega besti liði Englands á þessu tímabili á þeirra heimavelli. Rétt svo tapaði vegna bull vítaspyrnudóms…

  135. Og varðandi Howard Webb þá er þetta vinningshlutfall liða hjá honum:
    Man United 68%
    LFC 48%
    Chelsea 45%
    Arsenal 38% .
    ManU hefur síðan fengið 4 víti í síðustu 6 leikjum Webb á OT.

    Chelsea og ARsenal hafa kvartað jafnmikið yfir honum eins og LFC. Hvers vegna halda menn að stuðningsmenn LFC hafi röflað þegar þeir sáu hver átti að dæma leikinn?

    Menn vita einfaldlega að hverju þeir ganga þegar HW dæmir á OT.

  136. Það er bara eitthvað svo rangt við það að menn hafi (réttilega) spáð því fyrir jól bæði hér og á flestöllum Liverpool spjallsíðum að Howard Webb ætti eftir að eyðileggja þennan leik (um leið og ljóst var að hann myndi dæma).

    Vitandi það hefði Gerrard að sjálfsögðu ekki átt að fara í þessa tæklingu svona, en ég efast um að hann hefði gert það ef Webb hefði ekki nokkrum sekundum áður leyft 2fóta tæklingu Rafael.

  137. Gummi, hvernig getur þú sagt að það hafi ekki haft nein áhrif á leikinn að Man utd hafi verið komið 1-0 yfir eftir 2 mín útaf lélegri dómgæslu? Auðvitað breytti það gangi leiksins og allt hefði spilast öðruvísi ef hann hefði ekki dæmt víti.

    Hvað ef dómarinn hefði látið leikinn halda áfram og Liverpool hefði fengið útspark.
    Hvað ef Berba hefði ekki dottið, heldur sent boltann inní teig þar sem Reina hefði gripið hann, sent hann fram og Liverpool hefði skorað í næstu sókn?
    Hefði Gerrard samt tekið tveggjafóta tæklingu og verið rekinn útaf?
    Hefði samt komið upp atvik þar sem Man utd hefði átt að fá víti seinna í leiknum?
    Málið er að dómarinn breytti leiknum með þessari dómgæslu.

    En kannski hefðu Man utd bara unnið stærra ef hann hefði ekki gert það.

  138. Mér skilst á twitter að Steve Clarke sé að koma í þjálfaralið aðalliðsins í stað einhvers Kelly sem Hodgson hafði tekið með sér frá Fulham, en ekki að hann verði hægri hönd Kenny.

  139. Nýjustu fréttir af Twitter,
    briankettle
    6 mins
    RT mjdasilva (an ESPN journalist, I believe): “Liverpool are set to sign Luis Suarez, subject to a medical, tomorrow morning”
    Spennandi dagur framundan. Hver sagði að það væri leiðinlegt að halda með Liverpool : )
    YNWA

  140. Númer 153 tek orðin mín ekki til baka varðandi þetta og Númer 159 “Gummi, hvernig getur þú sagt að það hafi ekki haft nein áhrif á leikinn” Ég veit ekki betur en ég sagði það að þetta var vafasamur dómur og skef ekkert af því það eina sem ég var að segja er að SG var heimskur í dag miða við hans klassa allir vita hvað hann getur gert. Finnst bara fáránlegt hvað þið virðist bara væla undan dómaranum þegar þið tapið en geri það svo ekki þegar þið vinnið út af dómara sem hefur ykkur verið hliðhollur nefni bara einn leik minnir á móti Arsenal man ekki hvort það var í deild eða bikarkeppni en þið unnuð, þar sem Henchoz varði með hendi fyrir ykkur á línunni ( er ekki Arsenal maður ) ekki voru þið þá sárir út af þeirri dómgæslu og ekki kvörtu þið þá mikið yfir því þegar dómarinn dæmdi með ykkur. Annars þakka ég fyrir mig og góða síðu =)

  141. Jæja, ég er búinn að róa mig niður.

    Þessi leikur var eitt mesta rugl sem ég hef á ævi minni séð. Þetta var aldrei víti og ég hélt að Webb væri að fara að spjalda Berba fyrir leikaraskap, eins með rauða spjaldið á Gerrard, mér fannst þetta frekar harður dómur. Þetta var vissulega tveggja fóta tækling en þeir voru báðir í baráttu um boltann og að mínu mati hefði Gerrard mátt sleppa með gult, þetta fokkaði algjörlega upp leiknum. En burtséð frá heimskupörum Webbs þá fannst mér mjög gaman að horfa á Liverpool í dag, mikill baráttuandi og greinilegt að leikmennirnir eru aftur komnir með þetta Liverpool passion sem vantaði þegar uglan var að stjórna.

    Varðandi þetta Babel case þá finnst mér það mjög fyndið, var eiginlega bara mjög sáttur þegar ég sá hann pósta þessu þar sem ég er búinn að vera að bölva Webb í sand og ösku í allan dag.

    En já, þegar Roy var að stjórna þá var ég ekki jafn spenntur fyrir Liverpool leikjum eins og ég var áður, í fyrsta skipti í langan tíma í dag fann ég fyrir þessum spenningi og þessu passioni, ég trylltist þegar Gerrard var rekinn útaf. Ég er mjöööög spenntur að sjá hvernig þetta þróast næstu vikur og það væri ekkert leiðinlegt að sjá Suarez í Liverpool búning, mér lýst líka svakalega vel á Lukaku, ungur, stór, sterkur og með flott record fyrir 17 ára pjakk.

  142. Vill biðja stjórnendur Kop.is vinsamlegast þar sem aldur stuðningsmanna United á Íslandi er 10-15 ára að eyða umsögnum þeirra. Glory Hunters

  143. Það er einföld lausn til við því þegar United-menn koma hér inn og reyna að snúa út úr: hunsa þá. Ekki svara þeim. 99% þeirra (menn eins og MW eru klárlega undantekningin) eru bara hér inni til að snúa hnífnum í sárinu.

    Annars er ég ekki enn klár í að tjá mig um þennan leik. Vildi bara koma þessu á framfæri. Þið þurfið ekki að láta United-menn pirra ykkur, sleppið bara að svara þeim og spjallið ykkar á milli. Auðvitað segja þeir að þetta hafi verið pjúra víti og rautt spjald, jafnvel þótt þeir séu ekki 100% sammála því, bara af því að þeir vita að það pirrar Púllara.

    Hunsið þá bara.

  144. Þetta er eins og ég sagði við einn United félaga minn að hann hugsaði meira um Liverpool heldur en United ! Spurði hann þá hvort hann væri ekki örugglega viss um að hann væri bara púllari ! Mér dettur ekki í hug að lesa spjallsíður annara liða. Veit ekki einu sinni hvort þær séu til ! Menn eins Þorri og fleiri United menn hérna inni eru bara að leika sér og hafa yfirleitt lítið vit á fótbolta ! Þannig að já ég held ég fari bara að ráðum Kristjáns Atla !!

  145. Er þessi Suarez týpa sem við þurfum? Hvar er honum ætlað hlutverk í 4-5-1 kerfinu? Varla erum við að kaupa 20 milljón punda mann til að vera á bekknum fyrir Torres?

  146. Óli – við þurfum einhvern sem getur bitið frá sér!

    hohoho … djúpt á þessum!

  147. Eins og Torres hefur verið að spila hefur hann gott af smá bekkjarsetu. Vona að slúðrið með Suarez sé rétt, frábær leikmaður.

  148. “Snerting og fall innan vítateigs = vítaspyrna. Svo einfalt er það.”

    Ég þoli ekki svona hálfvita comment, snerting innan teigs jafngildir ekki vítaspyrnu. Ef það væri regla í fótbolta væru við að sjá jafnmörg víti í leik og í körfubolta, fótbolti er leikur þar sem snerting er leyfð andskotinn hafii það. Berbatuff er keðjureykjandi fransbrauð sem lét sig falla og svindlaði þannig út víti og þannig er það bara. Howard man.utd Webb var búin að ákveða það fyrirfram að skemma leikinn og sá þarna gullið tækifæri til þess að gera það nánast áður en leikurinn hæfist.

  149. Suarez getur leikið í þremur stöðum; vinstri kantmaður/vængframherji, framherji og í holunni. Ef það er rétt að hann sé að koma, sem maður tekur með fyrirvara þó maður voni það, þá er hann ekki hugsaður sem back-up fyrir Torres, hann kæmi væntanlega inn til að spila með honum – hvort sem það yrði í 4-4-2, 4-5-1, 4-3-3, 4-2-3-1 og hvað þetta nú allt heitir.

  150. Er sammála #164 Gerrard hefði átt að fá gult þeir renndu sér báðir en kanski var Gerrard sterkari. Blöðin slá þessu þannig upp að Liv, hefði átt að vinna mu og segja að ekki hefði Kenny byrjað vel, maðu spyr bara hverskonar blaðamennska er þetta, Liv stóð sig mjög vel og hefði þessvegna getað farið með sigur af hólmi ef dæmt hefði verið RÉTT. Þeir eru á heimavelli mu og eru að keppa við lið á toppnum, mu hefði pottþétt unnið stærra hefði RH verið við stjórn. Er það pottþétt að spjöld úr bikar tengist deildinni? Ég hélt annað eins og feiri sem horfðu á leikinn með mér.

  151. Rio ekki jafn viss og Berba með vítið: “I’ve just watched the penalty incident again…I’m 50/50 wether it was or wasn’t” (twitter).

    Anyway, búið og gert. Munur að vera með þjálfara sem kallar vítið “joke” en þjálfara sem ver ákvörðun dómarans því starf þeirra er svo erfitt. Varðandi hitt atvikið set ég stærra spurningamerki við ákvörðun Geevy Stee að fara svona í tæklinguna en HW að reka hann útaf.

  152. Vildi bara benda mönnum hér á að þetta er 3ja árið í röð sem dæmd er vítaspyrna á okkur á OT.

    1.Fyrst fékk Park víti er Reina braut á honum en Park hefði aldrei náð boltanum, hann var löngu kominn út af. EKKI VÍTI en við unnum 1-4 sjibbí

    2 Í fyrra togaði MAsc í valencia, en brotið átti sér stað utan teigs en valencia kastaði sér inn teig.
    EKKI VÍTI.

    1. og Núna ógeðslegi Berbatussa henti sér niður án nokkurar snertingar og fékk víti. EKKI VÍTI.

    Semsagt 3 ár í röð þvílikt rugl.

    Man u aldrei hjálpað af dómurunum, uuu júúúum að gera Fergie að röfla meira.

  153. Dagur tvö. Maður er farinn að ná að brosa eftir allt saman. Veit ekki hvort þetta hefur komið hér í þráðinn en mér finnst Mr. Paul Tomkins eiga komment gærdagsins á Twitternum:

    Jonny Evans hits the post. Howard Webb just unable to smash in the rebound.

  154. http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/steve-clarke-joins-liverpool

    Liverpool FC announced today that Steve Clarke has joined the Club as First Team Coach.

    Clarke, who played over 500 senior games for St Mirren and Chelsea, also brings with him considerable experience as Assistant Manager at Newcastle United, Chelsea and West Ham United.

    Reds’ boss Kenny Dalglish said: “Steve is a great addition to our backroom team and I’m delighted we’ve been able to bring him into the Club.

    “I am looking forward to working with Steve alongside Sammy and our other technical staff.”

    Rosalega líst mér vel á þetta.

  155. Djöfull er ég þreyttur á udt mönnum sem segja vítið réttlátt því hann hafi sleppt víti seinna… eins og leikurinn hefði þróast nákvæmlega eins ef Liverpool hefði ekki lent undir strax.
    En ég er ánægður með passtofeet boltann og að við vorum jafnvel betri 11 móti 11. Nú vil ég bara fá leikmenn inn þó það sé janúargluggi og allt það… þó ekki nema slúður til að lyfta upp dagdraumunum í það minnsta.

  156. 176 Brotið á Park var alltaf víti, það skiptir ekki máli hvort með séu búnir að missa boltann eða ekki.

    Þó að boltinn sé á hinum vallarhelmingnum þá máttu ekki hrinda leikmanni inn í þínum vítateig, það er víti.

  157. Menn hér að ofan eru að tala um víti Park síðan 2008 og hendina á svissneska eplinu síðan bikarúrslitaleiknum 2003 eða hvað það var….. er þetta ekki komið gott ?

    Utd streyma hér inn í kippum, geta þeir ekki haldið sér inná barnalandi með ofur töffaranum Zunderman (eða hvað sem hann kallar sig) og co ? Það er oft talað um að menn verða að kunna að tapa , það sama á við um að læra að sigra. Það að sparka í liggjandi menn er ekkert nema sorglegt í besta falli – tala nú ekki um þegar það er verið að setja L´pool mönnum orð í munn eða gera þeim upp skoðanir. Eins og að þeir haldi að svarið við öllum þeirra vandamálum hafi verið Daglish.

    Utd er framan en L´pool að flestu ef ekki öllu leyti í boltanum og hefur verið það síðan ég byrjað að fylgjast með fótbolta (því miður) – ég ber gífurlega virðingu fyrir því sem þeir hafa gert inná vellinum, en það er ákkurat þessi hroki 90%+ stuðningsmanna þeirra sem gera það að verkum að ég hata þetta lið og þeirra stuðningsmenn. Þeir virðast vera haldnir einhverji óskiljanlegri minnimáttarkend – sem er virkilega skrítið þar sem meðalaldur þeirra sem hér skrifa virðist ekki vera hærri en 13-16 ára, þannig að þeir voru ekki einu sinni orðnir að hugmynd þegar L´pool sigraði síðast deildina.

  158. svo vita flestir að ef brotið er á leikmanni sem er ekki í baráttu um boltann þá er það látið eiga sig að dæma brot en beðið þar til boltinn er úr leik og þá gefið spjald fyrir það brot… ef ástæða þykir fyrir því.

  159. Kenny ræður nýjan aðstoðarmann flott!

    Ég vill meina að þetta hefur allt verið á niðurleið síðan Sammy Lee kom frá Bolton.

    Nú er bara horfa fram á veginn og styðja LFC alla leið.

  160. Sammy Lee verður áfram hjá Liverpool, Steve Clark er að koma í þjálfaraliðið en ekki sem aðstoðarmaður.

  161. Liverpool stuðningsmenn þurfa að átta sig á því að gengi liðsins er að stórum hluta mannskapnum að kenna, hann er langt frá því að vera í sama gæðaflokki og fyrir 10 árum. Lið eins og Tottenham eru t.d með miklu sterkari einstaklinga á meðan Liverpool liðið leggur leikina upp með þá taktík að Torres og Gerrard eigi að vinna leikina fyrir sig. Vantar breidd og fleiri heimsklassa leikmenn í þetta lið því núverandi (11) hjá Liverpool er ekki lið sem vinnur titla.

  162. Vá # 186, þvílíkur viskubrunnur.

    Ef þú hefðir stundað þetta blogg eitthvað ,en ekki bara dottið hérna inn eins og hinir hrægammarnir, þá myndir þú sjá að 90%+ stuðningsmanna LFC eru á þeirri skoðun. Það þarf engan kjarneðlisfræðing eins og þig til að spotta þetta.

    Farðu nú aftur á manutd.is og deildu visku þinni með hinum bræðrum þínum.

  163. Það hefur verið ansi gaman að fylgjast með umræðunni eftir leikinn 🙂 Víti – ekki víti ? Rautt spjald – ekki rautt spjald? Heilt yfir eru flestir á því að vítið væri síðbúin jólagjöf HW til Man Utd. Fleiri eru aftur á móti á því að SG hafi verið heimskulegur í tæklingunni og því verðskuldað rautt spjald!
    Ég er búinn að skoða vel þetta rauða spjald og tók skjáskot af atvikinu (get því miður ekki sett þær myndir hér inn, kann það ekki).
    En svona lítur þetta út fyrir mér eftir nánari skoðun (fannst þetta reyndar aldrei vera rautt spjald við fyrstu sýn):
    1. Boltinn berst frá kantinum inn á miðjuna þar sem SG rennir sér í áttina að BOLTANUM (er á undan Carrick) með hægri fót fram og vinstri fót til baka, Carrick er staðsettur aftar en boltinn og SG.
    2. Þegar SG snertir boltann þá er Carrick greinilega enn fyrir aftan SG og enn er SG aðeins með hægri fótinn fram og þann vinstri til baka.
    3. SG er á mikilli ferð og eftir snertinguna á boltanum fer hann fram með báða fætur fram, sem var óhjákvæmilegt.

    Í knattspyrnulögunum segir:
    1. “Það telst “of harkaleg” aðför þegar leikmaður beitir langt umfram nauðsynlegu afli og skapar mótherja sínum þar með hættu á meiðslum.
    • Leikmanni sem leikur með of harkalegum hætti skal vísað af leikvelli.”

    1. “Leikmaður telst hafa gerst sekur um alvarlega grófan leik ef hann sækir AÐ mótherja á of harkalegan hátt, eða af ruddaskap, er hann reynir að vinna knöttinn þegar hann er í leik.”

    Því spyr ég: Skapar þú andstæðingi hættu með því að renna þér þegar andstæðingurinn er staðsettur fyrir aftan þig og boltann?

    Það er því mín skoðun, reyni að vera eins hlutlaus og hægt er, að þetta rauða spjald hafi verið alveg út úr kortinu sem og vítið !

  164. Varla viltu að ég lesi öll þessi 200+ komment við hverja færslu sem allar eru misgáfulegar, ég er bara að segja mína skoðun útfrá hvernig ég sé spilamensku liðsins.

    Svakalegt hvað þú ert bitur

  165. Nei “united”, það væri nóg að koma inná þessa síðu oftar en eftir sigur ykkar í viðureignum gegn LFC.

    Hvað bendir til biturleika ? Að ég bendi þér á að þessu svakalega uppgötvun þín sé almennt álit manna hér inni, fyrir og eftir leikinn gegn Utd og hefur verið í langan tíma ? Þú verður bara að afsaka en þú varst ekki að finna upp hjólið.

  166. 189 það þýðir ekkert að koma hérna inn í einhverja umræðu og byrja að ausa úr viskubrunnum án þess að lesa það sem menn eru að ræða fyrst. Það tíðkast kannski á man.utd.is spjallinu og mæli ég þá með því að þú haldir þig bara þar.

  167. Gotti!!! 189,, ekki vera faggi…
    Hvað gerði Rafael andartaki áður en Gerrard fór í tæklinguna góðu.
    Hann negldi niður Meireles með því að hoppa upp og negla sólunum niður á móti honum.
    HW var við hliðina á þessu og dæmdi ekkert.
    Það var gífurlegt ósamræmi hjá þessum ofmetnasta dómara í Englandi og hann gaf tóninn strax í byrjun leiks.

    Ég var ánægður með okkar menn og sérstaklega ánægður með alla umræðuna sem hér á undan hefur verið.
    Hlakka til að setjast niður yfir næstu leikjum.
    YNWA.

  168. Auðvitað er það einföld kurteisi að lesa umræðu áður en menn fara að dæla úr viskubrunnum. Hvort sem það er gagnrýni, hrós eða annað og hvort sem menn eru United, Liverpool eða eitthvað annað.
    Legg til að ummæli Mura séu tekin út, fyrsta setningin þeas, enda hómófóbía ekki liðin hér.

  169. Fyrsta skiptið sem ég hef séð pólska pappakassan gera vel(í aukaspyrnunni hans aurelio)

    En við vorum bara slappir í þessum leik king kenny var varla búin að hitta liðið en samt var þetta mun skárra en þegar hudgson var þá hefði leikurinn farið mun verr..

    hlakka til að sjá liðið spila á móti blackpool þar sem KING KENNY verður búin að gera eitthvað magnað.

    YNWA

  170. @ Björn Friðgeir # 194

    Þakka þér fyrir að taka af mér ómakið 🙂

  171. Ég fer inná þessa síðu eftir hvern einasta leik sem Liverpool spilar þar sem þetta er ein af fáum ef ekki hreinlega eina góða stuðningssíða liðs á Íslandi, en hef bara ekki fundist vera ástæða nema nú til að kommenta.
    Brotið hjá Gerrard var rautt en atvikið hjá Rafael var gult og tiltal.

  172. Ef á að halda Man U mönnum af þessari síðu þarf ekkert annað en að lengja nafnið úr 3 stafa orði í lengra orð, td. úr kop.is í annfield.is. Fæstir þeirra ráða við svona flókið og mömmur þeirra nenna ekki endalaust að slá inn fyrir þá.
    Þeir komast á barnaland.is einfaldlega vegna þess að þeir vita að það er fyrir ofan einkamal.is og femin.is í favorites.

  173. 199 Annfield??? HAHAHAHAHAHAHAHAHA.. spurning um að menn kunni að stafa heimavöllinn rétt 🙂

Liðið gegn Man U

Steve Clarke ráðinn