Liverpool er enn í krísu

Síðustu dagar hafa verið undarlegir. Ég er enn ekki reiðubúinn að tjá mig um United-leikinn, sökum pirrings, og hef ákveðið að sleppa því bara alveg. Láta eins og þessi leikur hafi ekki farið fram. Þetta var einn bikarleikur, hefur engar frekari afleiðingar og skiptir litlu máli í heildarmyndinni. Ég átti von á að tapa gegn betra liðinu á sunnudag en við vorum þess í stað rændir alvöru knattspyrnuleik. C’est la vie.


Eftir að Roy Hodgson var rekinn og Kenny Dalglish tók við á laugardaginn finnst mér að vissu leyti ískyggilegt að sjá umræður um Liverpool á netinu. Já, það er gott að vera laus við Hodgson og já, King Kenny er bestur en spjallborðin og Twitter-umræðurnar síðustu þrjá sólarhringana hafa borið þess merki að það sé nánast ekkert að lengur hjá Liverpool. Allt í stakasta lagi, bara af því að Dalglish er tekinn við.

Það er einfaldlega ekki satt, og mér finnst eiginlega nauðsynlegt að slá aðeins á bjartsýnina. Ég geri ráð fyrir að Dalglish muni sameina stuðningsmennina og vonandi veita leikmönnunum innblástur til að standa sig betur, en það er langt því frá að vera lausn alls.

Þrátt fyrir umbreytingar síðustu daga er staðan í deildinni óbreytt. Við erum enn í 12. sæti í deildinni eftir tuttugu leiki, fjórum stigum frá fallsæti og með neikvæða markatölu. Við erum fyrir neðan Everton og öll önnur lið sem gætu talist keppinautar og heilum 10 stigum frá Evrópusæti. Slúðrið segir að Dalglish fái að halda áfram með liðið á næstu leiktíð ef hann skilar liðinu í Evrópukeppni í vor en það verður að teljast langsótt krafa þegar litið er á töfluna.

Við vitum öll að það var ekki fyrsti valkostur eigendanna að reka Hodgson á þessum tímapunkti. Þeirra plan var klárlega það að leyfa honum að klára leiktíðina og taka svo ákvörðun í vor, þegar búið væri að skipa nýjan framkvæmdarstjóra fyrirtækisins og öll púslin komin á sinn stað. Þá hefði verið hægt að fjarlægja Roy – eða leyfa honum að halda áfram ef vel gengi – og ráða í staðinn nýjan mann sem yrði framtíðarstjóri. Fyrst það gekk ekki og þeir sáu sig knúna til að reka Roy í janúar urðu þeir að setja sig í erfiða stöðu.

Kenny Dalglish var eini raunhæfi kosturinn til að taka við liðinu á þessum tímapunkti, að mínu mati, en það skapar vandamál fyrir FSG-menn. Vandamálið er það að Dalglish er svo ofurvinsæll á meðal stuðningsmanna að eins lengi og hann skítur ekki upp á bak með liðið fram á vorið mun allt verða vitlaust ef hann fær ekki að halda áfram með liðið.

Þess vegna er mikilvægt að biðja stuðningsmenn um að sýna smá stillingu og tapa sér ekki í jákvæðninni/Dalglish-dýrkuninni. Að mínu mati á hann ekki að fá að halda áfram með liðið í sumar nema hann sýni það afdráttarlaust að hann hafi það sem til þarf til að fara alla leið. Að mínu mati þýðir það að FSG-menn eiga að gera skýlausa kröfu af honum að ná allavega í undanúrslit Evrópudeildarinnar og/eða Evrópusæti í deildinni. Ekkert minna dugar. Og ef hann nær þeim markmiðum ekki, sem verður að teljast líklegt, ætla ég ekki að æsa mig ofan í rassgat ef hann þarf að hætta með liðið í sumar.

Við stuðningsmenn höfum beitt miklu valdi síðustu misseri. „Nethryðjuverk“ okkar áttu stóran þátt í að bola Hicks og Gillett frá völdum og við áttum enn stærri þátt í að fjarlægja Hodgson. Það má einnig segja að Dalglish hefði ekki endilega tekið við liðinu ef ekki hefði verið fyrir fádæma pressu úr netheimum og frá aðdáendum. Ef eigendurnir taka þá ákvörðun í sumar að Dalglish fái ekki að halda áfram með liðið verða menn að kyngja því og styðja næsta stjóra í starfi, hver svo sem hann verður. Ef næsti stjóri þarf að mæta jafn miklu mótlæti frá stuðningsmönnum og Hodgson gerði (verðskuldað í hans tilfelli, mjög auðvelt að ofnota slíkta pressu í framtíðinni) gæti það skemmt verulega fyrir liðinu.

Við styðjum Kenny Dalglish heilshugar fram á sumarið og vonum að hann geti unnið kraftaverk með liðið, en svo verða menn að lofa sjálfum sér að styðja næsta stjóra í sumar og leyfa þeim manni að byrja með hreinan skjöld, jafnvel þótt hann verði ráðinn á kostnað Kóngsins.


Talandi um krísu, þá segi ég að það sé ólíklegt að Dalglish geti náð Evróputitli eða Evrópusæti í ár einfaldlega af því að liðið okkar er ekki nógu gott. Hodgson spilaði ömurlega taktík og klúðraði iðulega liðsvalinu en það breytir því ekki að það eru of mörg vandamál hjá okkur til að hægt sé að ætlast til að liðið vinni núna tíu deildarleiki í röð bara af því að Dalglish er á hliðarlínunni.

Skorturinn á breidd er algjör og of margir leikmenn sem eru að mínu mati ekki nærri því nógu góðir fyrir alvöru lið (Konchesky, Kyrgiakos, Poulsen, Spearing, Babel) og þar á ofan hafa menn sem eiga að geta miklu betur sýnt nánast ekki neitt í vetur (Skrtel, Johnson, Kuyt, Joe Cole, Torres) og enn aðrir átt í vandræðum með meiðsli (Agger, Aurelio). Framundan eru þrír leikir án fyrirliðans, sem er sá eini sem hefur verið að skora/skapa eitthvað af viti í síðustu leikjum og menn einfaldlega verða að stíga upp ef ekki á illa að fara.

Það eru bara fjögur stig í fallsæti, og ef Newcastle gátu fallið á leiktíð þar sem bæði Keegan og Shearer stýrðu þeim og þeir voru með allt of góðan mannskap til að falla geta okkar menn það hæglega líka. Við höfum ekki efni á hroka varðandi fallbaráttu, menn verða bara að girða sig í brók og fara að vinna fyrir laununum sínum.

Ég vona að leikmannahópurinn styrkist eitthvað nú í janúar, og ég vona að Dalglish reynist sá kraftaverkamaður sem við erum að vona að hann geti verið, ef ekki nema bara til að tryggja stöðu okkar í deildinni. Hvað svo sem verður er ljóst að það verða miklar sviptingar hjá liðinu í sumar – margir leikmenn verða hengdir út til þerris og nýir vonandi teknir inn í staðinn. Hvort sem Dalglish eða einhver annar stýrir þeim aðgerðum verðum við að taka því fagnandi því þetta lið þarf á einu að halda meir en það þarfnast Dalglish, og það er ný byrjun.

117 Comments

  1. Þetta er flottur pistill Kristján og kórréttur í alla staði. Dalglish sjálfur hefur tekið mjög svipaða afstöðu í viðtölum og talað um að rómantíkin sé til lítils nýt ef ekki fylgir henni árangur.

    “We have got to manage expectations. At the moment it’s a wee bit romantic, to be honest,” said Dalglish at the press conference unveiling him on Monday.

    “The romance is brilliant, it’s romantic for me to be back, and it’s a wee bit romantic for some of the supporters as well.

    “But at the end of the day this game isn’t built on romance, it’s built on hard facts. And the hard fact of the matter is we have got to start winning games. Once we get the romantics out the road we can get to work and see what happens from there.”

    En það sem þessi ráðning gerir er að hún gefur mönnum vinnufrið sem var ekki til staðar áður. Vonandi gefur hún líka leikmönnum trú á verkefnið og með því muni árangurinn batna. Dalglish getur leyft sér að ganga í þetta starf án allra afsakana og er ekki að tala niður hópinn til þess að láta sjálfan sig líta betur út og treystir skv. fjölmiðlum þessu mannskap til aðná tilætluðum árangri úr því sem komið er. Hann ætlast líka til þess að Liverpool vinni sína leiki sem er eitthvað sem Hodgson virtist ekkert endilega gera. Það geta varla talist góð skilaboð til leikmanna að leikur á móti Blackpool sé þess eðlis að eitthvað annað en þrjú stig séu ásættanleg.

  2. Það er pottþétt að með komu Kenny verður breyting til batnaðar og RH náði allsekki til leikmanna og þeir spiluðu ekki eins og td, á sunnudaginn. Kenny á eftir að skipta um taktík og inná skiptingar verða gerðar þegar að þess þarf en ekki eftir klukkunni og hvort það er Torres eða Gerrard þá verður þeim skipt útaf ef það er þörf sb, á sunnud, með Torres sem var orðinn svektur og sár. KOMA svo LIVERPOOL JESS JESS

  3. Vá, rauða skýinu bara kippt undan manni! Ég er bara í frjálsu falli eftir lestur þessa pistils Kristján Atli!

    En ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn áfram, það er nefnilega mikklu skemmtilegra að vera bjartsýnn og jákvæður en neikvæður og svartsýnn. (Með þessu er ég samt ekki að segja að þú sért neikvæður og svartsýnn KAR)

  4. Þú segir hérna: Þrátt fyrir umbreytingar síðustu daga er staðan í deildinni óbreytt. Við erum enn í 12. sæti í deildinni eftir tuttugu leiki, fjórum stigum frá fallsæti og með neikvæða markatölu.

    En það er ekki skrýtið enda höfum við ekki ennþá spilað deildarleik síðan Dalglish tók við.
    Eigum við ekki að byrja á því að rústa Blackpool og sjá svo til.

  5. Mjög góður pistill og þörf áminning.

    Væntingar mínar eru mjög litlar. Meðan við höfðum Roy fannst mér orðinn raunverulegur möguleiki á falli en með komu Dalglish er ég rólegur. Það eru enn gæði í liðinu og stemmningin sem fylgir King Kenny mun a.m.k. koma í veg fyrir fall. Vonandi náum við að berjast um Evrópusæti og komast a.m.k. í gegnum næstu tvær umferðir í Evrópudeildinni.

    Hins vegar læt ég mig alveg dreyma um Evrópubikar og meistaradeildarsæti. Það er ýmislegt hægt með góðum móral, öflugri liðsheild, baráttu, vilja, sjálfstrausti og stuðningi okkar allra.

    YNWA

  6. Alveg rétt, mjög erfiður tími til að taka við liðinu og margir erfiðir leikir framundan og burtséð frá því hvað Dalglish er góður þjálfari þá verður þetta mjög erfitt, en ég hef meiri trú á honum í þetta en Hodgson.
    Held hinsvegar að ef illa fer á þessi tímabili hjá Liverpool væri vitlaust að reka Kenny, frekar gefa honum tíma til að byggja liðið upp og fá tækifæri í gluggunum til að bæta leikmönnum við.

  7. Frábær pistill og allt satt nema það að Skrtel á heima í fyrri hópnum sem þú taldir upp…hann hefur fyrir löngu sýnt að byrjun hans hjá liðinu gaf falska von um gæði hans. Hann er langt frá því að vera klassa miðvörðurinn sem við þurfum til að byggja upp liðið!

  8. Óþarfa pistill að mínu mati. Það er langt síðan púllarar hafa haft ástæðu til að vera spenntir og jákvæðir og eigum við ekki bara að láta leikmennina svara þeim væntingum á vellinum… hvernig svo sem það fer. En það er bara mín skoðun og skil ég marga sem eru varkárir. Leifum Daglish að setjast í nýja stólinn og vonum að hann finni leikmenn því eins og réttilega er bent á er þörf á nokkrum, því það eru jú þeir sem spila leikinn, ekki Daglish. YNWA

  9. Góður pistill og það sama sem fór í gegnum minn haus þegar ég las alla bjartsýnina. Enn það er skiljanlegt að við stuðningsmenn séu ánægðir. Roy var bara ekki að ráða við verkefnið og það kom í ljós strax í haust. Það er mikið búið að tala um að hópurinn sé lélegur og mér fannst það mest gert í þeim tilgangi að styðja Roy. Ég er ekki sammála þessu. Jú þetta er ekki hópur sem vinnur deildina enn ætti að vera keppa um 4 sætið ef allt er í lagi. Sjáið muninn á liðinu á OT, bara að fá smá sjálfstraust og leyfi til að pressa og vera með liðið framar á vellinum, allt annað lið og það var ekki mikil munur á liðunum að mínu mati á meðan við vorum jafn margir inn á vellinum. Ég er ekki bjartsýnn á við náum evrópusæti nema liðin í 1 – 4 sæti hirði bikar og deildarbikar enn það sem ég er að vona er að við fáum að sjá liðið spila skemmtilega bolta og ungir leikmenn fái tækifæri, þá verð ég sáttur.

  10. Mjög góður pistill og ég er sammála þér Kristján að menn mega ekki missa sig í Kenny Daglish æði. Þrátt fyrir að hann sé virtur meðal stuðningsmanna og menn hafi tröllatrú á honum þá er margt meira að hjá LFC en bara það að við vorum með stjóra sem að náði ekki til leikmanna. Leikmannahópurinn er ennþá sá sami og það er þörf á breytingum þar. Hvað gerist næst er eðlilega undir leikmönnum komið og jákvæð viðbrögð frá þeim inn á vellinum í næstu leikjum er það sem skiptir megin máli. Ég ætla samt að halda mig við bjartsýni með komu Daglish en án þess að vera eitthvað að missa mig í ruglinu !

  11. Það er líka athyglisvert að skoða næstu leiki í deildinni… Blackpool á morgun og Everton heima um helgina. Þar á eftir koma leikir við Wolves (úti) og svo heimaleikir gegn Fulham og Stoke áður en við förum á Stamford Bridge 6. febrúar. Þetta eru þannig leikir að við ættum að geta byggt upp gott sjálfstraust fyrir Chelsea leikinn…

  12. Sammála mörgu en þó er ég ósammála því að aðdáendur haldi að Kenny sé kraftaverkalausn. Það viðhorf sem ég hef mætt er það að hann verður í það minnsta ekki verri en Hodgson og það sé gaman að fá hann heim. Líkt og það var gaman að fá Guð heim, en enginn bjóst við því að hann yrði aðal markaskorarinn okkar. Ég lít ekki á þetta sem krísu hjá eigendum heldur snjallt útspil, Kenny skilur það.

    En það er mikil vinna framundan….

  13. Takk fyrir þennan póst Kristján. Get alveg tekið undir ýmsar áhyggjur þínar og þetta er líka þörf áminning fyrir okkur að setjast ekki á of háan hest bara af því að Dalglish er kominn heim.

    Verð þó að benda á nokkur atriði. Á fréttamannafundinum í gær, þegar Dalglish var formlega kynntur, þá var Ian Ayre spurður eitthvað út í framtíðarstjóra og áhrif þessarar ráðningar á það ferli. Kenny tók af honum orðið og sagði afdráttarlaust að ef það finndist stjóri sem væri hæfari en hann og eigendurnir treystu betur þá stigi hann til hliðar án þess að hika enda væri hann þarna, núna og í komandi framtíð, til að hjálpa liðinu.

    Einnig var Dalglish spurður út í hvor væri aðal, Sammy Lee eða Steve Clarke. Hann svarði því til að honum væri sama hvaða tiltil menn hefðu. Menn væru þarna til að vinna vinnuna sína.

    Allt þetta finnst mér bera svo vel vitni um The Liverpool Way. Þetta er stór fjölskylda, það hafa allir skyldu að gegna gagnvart hverjum öðrum og þarna er unnið saman. Þetta snýst ekki um persónu í raun þó að Dalglish sé auðvitað sá eini á þessum tímapunkti sem getur sameinað þessa fjölskyldu aftur eftir núna 4-5 ár með ruglukolla sem eigendur og stjórnunarstíl í takt við frumskógarlíf.

    Ég hugsa að núna getur Dalglish komið félaginu aftur á rétta slóð. Nýjir eigendur læra af honum, þeir vilja vinna í þessum anda, nýr framtíðarstjóri kemur svo til að njóta alls góðs frá honum og maður sér bjarta framtíð í vændum. En vissulega er það rétt hjá þér Kristján að leiðin er löng og það eru engar flýtileiðir til á þessari leið. Sammála þér að núna verða allir þrír hagsmunahóparnir að vinna saman, eigendur, leikmenn og starfsfólk klúbbsins og að lokum við stuðningsmenn.

    Sjaldan hefur mér fundist betur eiga við að kyrja sönginn okkar:

    When you walk through a storm,
    Hold your head up high,
    And don’t be afraid of the dark.
    At the end of a storm,
    There’s a golden sky,
    And the sweet silver song of a lark.
    Walk on through the wind,
    Walk on through the rain,
    Though your dreams be tossed and blown..
    Walk on, walk on, with hope in your heart,
    And you’ll never walk alone….
    Walk on, walk on, with hope in your heart,
    And you’ll never walk alone….
    You’ll never walk alone.

    Mikið ógeðslega hlakkar mig til helgarinnar að sjá Liverpool taka á móti Everton í fyrsta heimaleik Dalglish í langan tíma.

  14. Hafiði í alvöru svona litla trú á okkar hóp? fyrir utan Xabi Alonso er þetta meira og minna kjarinn sem gerði liverpool af því liði sem enginn vildi mæta í CL, 2 sæti í PL? Mér persónulega finnst að miðað við núverandi hóp eigum við alveg að vera í topp báráttu. Svo lengi sem sé lagt úr þanning taktík að sem mest fáist úr ákveðnum leikmönnum, en ekki bara bomba taktík sem þjálfarinn hefur notað síðastliðin 30 ár. Þá sé ég ekkert hvað á að geta stöðvað þetta blessað lið. Eina sem þarf er smá von og sjálfstraust.

  15. Raul Merelis hefur til dæmis alveg sýnt það að hann getur vel stjórnað miðjunni og Gerrard fer aftur í holuna. Þarf kannski að bæta aðeins uppá breidd. Annars eigum við að vera rock solid.

  16. Góðir punktar KAR.

    Eins og ég bendi á um helgina. Þá er búið að afhenda KD alræðisvald í félaginu. Ummæli Comoli á blaðamannafundinum í gær bentu til ákveðinar “hræðslu” við stuðningsmennina. Það setur sig enginn upp á móti KD. Sem er auðvitað gott, en getur verið tvíeggjað.

    Stærsta spurningarmerkið er auðvitað hvað gerist ef það gengur ekkert upp hjá KD. Hvernig verður stemninginn ef það eru 10 leikir eftir og Liverpool er ennþá 4 stigum frá falli?

    Þetta setur svo auðvitað svakalega pressu á lykilleikmenn. Það eru komnir nýir eigendur og nýr þjálfari. Hvað heimtar fallöxinn næst?

    Sjálfur er ég ekkert að farast úr bjartsýni í dag. Hinu nauðsynlega EL-sæti verður helst náð með því að vinna þá keppni.

    Svo er bara að bjóða Blackpool velkomna í deild stóru strákana annað kvöld.

  17. Þvílíkt svartagallsraus. Nú þegar loksins hafa verið teknar ákvarðanir á að standa með þeim. Janúar mun skera úr um það hvort FSG-menn eru loksins verðugir eigendur af Liverpool og hafa lært eitthvað um enskan bolta. Í janúar er hægt að skipta út 3-4 meðalmönnum og fá in 2 nýja klassa menn og auka þannig verðgildi Liverpool. Þannig höfum við eignast klassa þjálfara sem getur komið liðinu á beinu brautina.

    Loksins hlakkar manni til hvers leiks Liverpool því viðhorf Daglish er að fara til hvers leiks með sigur í huga en ekki bara að pakka og vona það besta. Það var sú tíð að ÖLL lið báru virðingu fyrir Liverpool á heimavelli og byrjuðu ekki á hápressu heldur pökkuðu í vörn því Liverpool var teknískt lið en ekki með eilífar kýlingar, vonandi það besta. Einnig byrjuðu mörg lið að pakka á útivelli. Þessa tíð man Daglish og veit hvað hann þarf að gera.

    Síðan á að vera til plan B um Didier Deschamps sem að vonandi kemur ekki til.

  18. Ágætis pistill þó svo ég myndi vilja gefa Kenny séns allavega næsta haust líka þó svo það gangi ekki vel núna í vor, málið er bara að liðið var orðið það niðursokkið í einhverju rugli þegar Kenny tók við því og það má ekki fara ætlast eftir einhverju kraftaverki núna næstu vikurnar. Ég myndi þar að auki vilja sjá Kenny á leikmannamarkaðinum næsta sumar, hann og Comolli gætu gert góða hluti þar saman enda sagði Comolli á blaðamannafundinum að enginn leikmaður fengi samning nema Kenny gæfi grænt ljós á það.

    Annars sá ég að við erum sterklega orðaðir við Álvaro Negredo, hvernig lýst mönnum á hann ?

  19. Held að þetta sé besti pistill sem ég hef lesið á þessari síðu, mjög þörf áminning. Mjög góður punktur um vald stuðningsmanna LFC. Roy var ekki eini vandinn og ef Kenny vill klúbbnum vel þá hreinsar hann aðeins til og býr undir framtíðina. Losar liðið 2011-2012 við gömul þreytt vandamál án þess að hugsa endilega mest um hag #1.

    Mín skoðun er sú ef LFC endar í UEFA-sæti og vinnur Evrópudeildina (eða heggur a.m.k.mjög nálægt því) þá má skoða að halda Kenny. Karlinn má eiga það að hann svarar mjög vel fyrir sig og sína í fjölmiðlum til þessa.

    Það vantar líka á þessum tímapunkti að ráða general manager og mikilvægt að mynda góða liðsheild þar. Sú ráðning hlýtur að hafa eitthvað að segja um framhald mála og á meðan er Comolli kannski með stærri rullu en annars væri.

    Okkur væri öllum hollt að horfa á einn leik í einu á næstu vikum. Ætla að spá okkur sigri á morgun gegn Blackpool. Það verður a.m.k. fróðlegur leikur sem óhætt er að hlakka til.

  20. er hægt að vera svartsýnni og auðvitað má ekki gagnrýna Gerrald eða Carra sem eru kannski skemmdu eplin í hópnum

  21. Ég held að stuðningsmenn ættu almennt að draga verulega úr þessu krísutali og velta sér uppúr vandamálum endalaust, því það er fátt verra þegar á að byggja upp sjálfstraust að vera endalaust að minna á að það sé allt ómögulegt og endalaust vesen. Leikmennirnir eru að fylgjast með því sem stuðningsmenn ræða sín á milli, það þarf engin að reyna segja mér eitthvað annað.
    Þeir eru samt kannski ekki allir á kop.is alla daga sem er yfirburða síða stuðningsmanna en það er þeirra missir.
    Takk fyrir frábæra síðu.

  22. Ég ætla bara að taka “The Secret” á þetta. Hugsa bara góðar hugsanir.

  23. Stóri munurinn eftir að Hodgson fór og King Kenny mætti er að núna hlakkar mann aftur til að horfa á liðið sitt spila fótbolta. Fyrir það er ég þakklátur.

  24. Þær jákvæðu breytingar sem maður hefur séð á klúbbnum síðustu 3 daga hafa verið rosalegar. Ég held að það sé einfaldlega ekki til betri maður til að taka við Liverpool og þá meina ég til framtíðar. Þessi maður hefur fengið stuðningsmenn og leikmenn til að standa saman og ég er viss um að eftir nokkrar vikur verður hver einsta sál í kring um klúbbinn samstíga í því markmiði að gera Liverpool að stærsta og sigusælasta liði heims á nýjan leik.
    Ég var allavegana ánægður að sjá Stevie G fara loks í alvöru tæklingu, Babel rífandi kjaft og svo KD hrauna yfir dómana og verja Babel. Liverpool þarf ekki að vera vinsælt lið hjá dómurum og þjálfurum, það þarf bara að standa saman sem ein heild og ná árangri, ég hef fulla trú á því að Kenny taki þetta lið mjög langt!

  25. Rugl að gefa Dalglish bara 6 mánuði eða að setja fram kröfur um árangur strax í vor. Hann hefur sjálfur sagst setja markið hátt en í það er morgunljóst að það tekur tíma. Í mínum huga er Kenny framtíðin og vangaveltur um aðra stóra algerlega ótímabærar.

  26. “Við stuðningsmenn höfum beitt miklu valdi síðustu misseri. „Nethryðjuverk“ okkar áttu stóran þátt í að bola Hicks og Gillett frá völdum og við áttum enn stærri þátt í að fjarlægja Hodgson. Það má einnig segja að Dalglish hefði ekki endilega tekið við liðinu ef ekki hefði verið fyrir fádæma pressu úr netheimum og frá aðdáendum.”
    Kristján Atli Nethryðjuverk gegn G&H !!!!!! Bíddu þeir voru að missa félagið vegna skulda við Royal Bank of Scotland,heldur þú að að hefði verið eh öðruvísi ef að stuðningsmenn hefðu verið rólegir ? Þeir grófu sína gröf sjálfir settu ekki krónu af eigin peningum í klúbbinn og ótrúlegt að kalla mótmæli stuðningsmanna NETHRYÐJUVERK þó þeir segi sína skoðun á því.
    Varðandi RH þá gróf hann sína gröf sjálfur 7 sigurleikir af 20 í deild segir allt fyrir utan árásir hans á stuðningsmenn og ákveðna leikmenn á fáránlegum momentum.
    Finnst nú annsi dapurt hjá þér Kristján að kalla þá stuðningsmenn LFC Nethryðjuverkamenn þó svo að þeir séu ósáttir við gang mála hjá sínum ástkæra klúbbi.!!!
    Bið þig um að breyta því orðalagi takk !!!

  27. Vissulega erum við 4 stigum frá fallsæti. En við erum nú líka bara 5 stigum frá því að vera í 7 sæti og eigum 1-2 leiki til góða á öll lið fyrir ofan okkur að undanskildum united.

    Það að segja að það þurfi kraftaverk til þess að Daglish skili liðinu í evrópusæti er nú bara eitthvað mesta bull sem ég hef heyrt.

    Það eru margir mánuðir síðan maður hefur verið jafn spenntur fyrir því að mæta á pubbinn og horfa á næsta leik og ég ætla bara leyfa að vera mjög bjartsýnn í nánast “fyrsta” skipti á þessu tímababili.

  28. Kristján, fyrst segir þú pollrólegur við alþjóð eins og laungetinn sonur Roy Hodgson að það sé ekki séns í helvíti að við séum að fara vinna á Old Trafford og núna heldur þú því blákalt fram að Kenny Dalglish sé ekki kraftaverkamaður!! Hvað þunglyndisbull og lygi er þetta í þér maður? 🙂

    Ekki að þetta sé ekki rétt hjá þér hvað Dalglish varðar (við áttum alltaf séns á OT). Það hefur enginn stuðningsmaður Liverpool svo ég viti til haldið því fram að Dalglish sé svarið við öllum okkar vandamálum eða úr því hann sé kominn þá reddist þetta tímabil. Þetta tímabil er ónýtt nú þegar og Dalglish lagar það ekki á 6 mánuðum. Stuðningsmenn annara liða virðast hinsvegar ólmir vilja segja svona frá ráðningu kóngsins og líkja þessu eins og þeir geta við Newcastle og endurkomu Keegan til þeirra.

    En það breytir því ekki að þetta var að mínu mati hárrétt ákvörðun hjá eigendunum og það er mikið óskaplega í lagi að “missa sig aðeins” í jákvæðni með þessa breytingu. Roy Hodgson var á hraðferð með þennan klúbb niður í næstefstu deild og stuðningsmenn liðsins lifandi að drepa sem þegar hafa verið pirraðir í 3 ár. Það er ekkert sem bendir til að álíka pressa muni koma frá stuðningsmönnum aftur í bráð enda afar óvanalegt (sérstaklega hjá Liverpool) að svona óhæfum stjóra takist að fá svona stórt starf frá svona óhæfum eigendum/stjórnendum knattspyrnuliðs.

    Það er bara einn maður í heiminum sem gat mögulega komið inn á þessum tímapunkti og sameinað alla stuðningsmenn félagsins á bakvið sig. Ofan á það nýtur hann þannig virðingar innan boltans að þjálfari andstæðinga okkar í næsta leik bað hann um eiginhandaráritun…fyrir nokkrum árum og Fernando Torres varð feiminn er hann hitti hann. Hann er bókstaflega með rautt blóð í æðum ( 🙂 ) og það þekkja afar fáir Liverpool FC betur.

    Coyle, Klopp, Ragnick, Benitez, Deschamps og fleiri hefðu alveg verið spennandi nöfn líka og margir sem hefðu viljað þá frekar en líklega hefði enginn þeirra sameinað Rauða Herinn eins afgerandi á bakvið sig og Dalglish gerir nú.

    Við urðum að losna við Hodgson og þetta var afar augljós kostur í stöðunni til að taka við. En Dalglish var ekki svona augljós kostur af því bara. Þetta er maður sem hefur sannað það áður að hann veit alveg hvað hann er að gera, hefur gríðarlega mikið vit á fótbolta og hefur náð árangri í greininni sem afar fáir geta látið sig dreyma um.

    Daglish hefur verið innanbúðarmaður hjá félaginu sl. 2-3 ár og mjög mikið með puttann á púlsinum yfir því sem er í gangi hjá félaginu núna. Það er ekki eins og hann sé (eins og Keegan) að koma til baka inn í fótboltan eftir tæpan áratug á golfvellinum án þess að hafa svo mikið sem horft á fótbolta. Því síður er hann einhver byrjandi eins og Shearer og í raun held ég að það sé rugl að líkja þessari ráðningu á nokkurn hátt við Newcastle.

    Það er þó auðvitað rétt að Daglish hefur ekki alltaf náð frábærum árangri, ég veit ekkert um dvöl hans hjá Celtic, en hjá Newcastle tók hann ef ég man rétt við af þeirra kóngi, Kevin Keegan og var með allt aðrar hugmyndir til fótboltans en hann. Eitthvað sem er reyndar íþrótt í Newcastle, þ.e. að passa sig að stjórarnir sem þeir skipta á hafi ákaflega ólíkar hugmyndir svo þeir þurfi örugglega að byggja liðið upp frá grunni.

    Eins og ég sagði áður, það er ekkert víst að þetta klikki og með lágmarks bætingu á árangri frá veru Hodgson hjá klúbbnum skal ég lofa því að ég mun vilja Kenny Dalglish áfram hjá félaginu næsta tímabili, jafnvel þó heitasti stjórinn þann mánuðinn verði á lausu. Hann á svo sannarlega skilið góðan séns áfram sýni hann fram á að geta byggt liðið upp. Þetta segi ég nú þrátt fyrir að hafa ekkert verið of spenntur fyrir að fá hann endilega inn. Þetta er auðvitað sagt með þeim fyrirvara að FSG nái í sumar að sannfæra stuðningsmenn um annan betri kost, en þeir þurfa að sannfæra okkur, ekki reyna að ljúga að okkur eins og síðustu eigendur/stjórnendur reyndu að gera er þeir töluðu Roy Hodgson upp sem eitthvað sem hann var ekki og hefur aldrei verið.

    En ástæðan fyrir því að stuðningsmenn taka þessum mannabreytingum svona vel er ekki bara sú að King Kenny Dalglish er kominn aftur, persónulega var ég ánægðari að með þessu var veru Roy Hodgson hjá klúbbnum lokið, það er þessvegna sem ég er mun bjartsýnni á framtíðina hjá félaginu og það er þessvegna sem ég ætla að vera aðeins lengur á þessu “bleika skýi”.

    Með brottför Roy Hodgson lauk líka endanlega tímabili Gillett & Hicks hjá klúbbnum og öll helstu tengsl við það svarta skeið eru rofin. Dalglish náði á 12 tímum að tala meiri kjark í menn heldur en Hodgson á hálfu ári og honum tókst að láta liðið leggja leik sinn mun jákvæðar upp en Hodgson án þess að svo mikið sem stjórna æfingu. Ef hann nær ekki meiru út úr þessum hóp en Hodgson þá verð ég mjög hissa.

  29. 31 Babu
    “Með brottför Roy Hodgson lauk líka endanlega tímabili Gillett & Hicks hjá klúbbnum og öll helstu tengsl við það svarta skeið eru rofin.”

    Ekki alveg. Naðran Christian Purslow er enn þarna að sinna ráðgjafarhlutverki fyrir eigendurna.

  30. Rósi, hvar varstu þegar eigendaskiptin voru að eiga sér stað? Svo ótrúlega misskilið.

    Og já, ég tel að hlutir hefðu verið öðruvísi hefðu aðdáendur verið rólegir. Það finnst mér Hicks staðfesta í sínu fræga bitra viðtali og svo John Henry síðar sem segir að þeir væru ekki þarna ef ekki væri fyrir aðdáendurna.

  31. Loksins þegar útlitið hjá félaginu er með besta móti í langan tíma, þá vilt þú (KA) slá á bjartsýnina! Það eru örugglega fullt af málum sem enn eru óleyst innan félagsins, en þeim fækkar. Ég virði þína skoðun, en mér dettur ekki til hugar að draga úr væntingum mínum til liðsins. Slæmur leimannahópur!! Það er ekki rétt. Við erum með úrvalsleikmenn (vantar reyndar meiri breidd), leikmenn sem eru að spila lykilhlutverk hjá mörgum landsliðum (við áttum víst flesta leikmenn á HM, ekki rétt?). Vandamálið er að leikmennirnir hafa ekki verið að sýna það sem þeir EIGA að geta. Okkar von er því eðlilega sú að með komu Dalglish, þá nái þessir leikmenn að sýna sitt rétta andlit. Ef það næst fram, þá erum við í góðum málum. Við skulum ætla og vona að þeir hafi ekki tapað hæfileikum sínum algjörlega. Ég hef fulla trú á mínu liði, nú sem áður. Ég ætla ekki að draga úr mínum væntingum. Það er miklu skemmtilegra að vera LFC stuðningsmaður þegar útlitið er bjart, það ættu allir að þekkja. Hvernig málin eiga eftir að þróast verður tíminn einn að leiða í ljós, en nú er a.m.k. skemmtilegra en oft áður að halda með Liverpool og þess ætla ég að njóta. YNWA

  32. Mér finnst að ég eigi það bara skilið að vera bjartsýn eftir allt þetta svartsýnið rugl.

    En annars er þetta fín pistill hjá þér Kristján

  33. Þetta er einn skrítnasti pistill sem ég hef séð hér á KOP. Það er alveg ljóst að það hafa verið haugur af vandamálum hjá Liverpool síðastliðin 5 ár og algjörlega verið þarft að taka til á fleiri en einum stað hjá klúbbnum. Svo byrjar tiltektin með nýjum eigendum, við fáum inn nýjan stjóra, sem er goðsögn og svo nýjan þjálfara varaliðsins. Allir eru himinlifandi yfir því, aðdáendur, leikmenn og eigendur. 3 dagar eru liðnir síðan stærstu breytingarnar áttu sér stað og ekki komin nein reynsla á það og svo beint úr heiðskýrum himni dúndrast elding niður frá Kristjáni Atla sem setur upp dæmið þannig að annaðhvort standi Dalglish sig í stykkinu eða bara fari. Gæinn er ekki einu sinni búinn að pakka upp úr Dubai töskunni.
    Ljóst er að Dalglish er ein mesta goðsögn í knattspyrnuheiminum, ekki bara hjá Liverpool og það er alveg ljóst að væntingar aðdáanda eru mun meiri en spilin sem maðurinn hefur að spila úr. Hans verk fyrst og fremst er að forða okkur frá falli og koma okkur upp töfluna, svo getur hann einbeitt sér að því að koma okkur inn í evrópukeppnir.
    Að hann hafi tekið við liðinu vegna netpressu aðdáanda finnst mér algjörlega út úr kú. Þetta er maður sem hefur marg oft lýst því yfir að hann geri hvað sem er fyrir klúbbinn og sinni hvaða starfi sem er fyrir hann lagt svo lengi sem það er Liverpool. og þar lýsir hann yfir aðdáun, þakklæti og virðingu gagnvart klúbbnum. Síðan kemur einhver Kristján Atli og heimtar að ef hann nái ekki evrópusæti þá ætti að losa sig við hann.
    Ég vil ekki vera dónalegur en þessi pistill er svo mikil móðgun við eina mestu núlifandi Liverpool sálina að ég verð eiginlega að nota einhver niðrandi orð gagnvart skýrsluhöfundi. En ég held samt aftur af mér og hugsa áfram jákvæðar hugsanir um liðið mitt og nýja stjórann.
    Guð blessi ykkur

  34. Fínn pistill. Ég myndi setja Jovanovic í þennan hóp leikmanna sem verða að fara strax. Hann er í sömu stöðu og Poulsen, spilar ekkert en er eflaust á ágætis launum. Þessir tveir verða að fara núna í janúar.

  35. góður pistill um hvað King Kenny þarf gera enda get ég ekki séð Liverpool án þess keppa í Evrópu sama hvort það er EL eða CL og er hans fyrsta markmið koma Fernando Torres í sitt stand þarsem hann var bestur svo hef ég alltaf spáð hvaða leikskipulag King kenny notar og eftir hafa lesið þessa grein: http://www.guardian.co.uk/football/blog/2011/jan/10/kenny-dalglish-tactical-2011-liverpool

    sýnist mér að hann hefur mest notað 4-4-2 enda varð það besta skipulagið þegar hann var Knattspyrnustjóri en ég held samt að hann mun notað 4-2-3-1

  36. Einar Örn (#8) segir:

    „Þú talar um Evrópusæti í pistlinum. Hvað áttu við? Ertu að tala um CL eða EL?“

    Bara Evrópusæti almennt. Það væri náttúrulega langbest ef við næðum Meistaradeildarsæti en ég held að hitt sé raunhæfari krafa eins og er.

    Kennedy (#36) segir:

    „Síðan kemur einhver Kristján Atli og heimtar að ef hann nái ekki evrópusæti þá ætti að losa sig við hann. Ég vil ekki vera dónalegur en þessi pistill er svo mikil móðgun við eina mestu núlifandi Liverpool sálina að ég verð eiginlega að nota einhver niðrandi orð gagnvart skýrsluhöfundi.“

    Kennedy, þú ert annað hvort að misskilja pistilinn eða snúa út úr orðum mínum. Ég var ekkert að setja Dalglish stólinn fyrir dyrnar heldur bara að reyna að benda mönnum á að það er líklegast að hann fái ekki meiri tíma en bara fram á sumarið og að hann verður að ná það góðum árangri að eigendurnir geti ekki annað en haft hann áfram. Því mig grunar einhvern veginn að við lendum í því í vor að enda í svona 8.-10. sæti, komast kannski í 16-liða eða 8-liða úrslit Evrópudeildarinnar, og svo mun fólk heimta að Dalglish fái að halda áfram með liðið án þess að hann hafi endilega unnið fyrir því. Og það mun skapa hættulega pressu á eigendurna.

  37. Nr. 39 KAR

    Ég sakaði þig um að vera eins og laungetinn sonur Roy Hodgson og fæ ekki einu sinni skammir 🙂

    Hrumpf

    Nr. 28 Rósi

    Það var Hicks sem sakaði okkur um nethryðjuverk, hingað til hafa allir tekið þessu sem hrósi!

    En vonandi skilaði þetta árangri í að bola þeim út. Þetta er engu að síður rétt hjá KAR að ofnotkun á þessum “valdi” getur skaðað klúbbinn. Ég bara sé ekki ástæðu til að ætla að við þurfum að beita svona herferð á næstunni. Vonandi ekki allavega.

  38. Hann KAR ekki sá eini sem hefur þessa skoðun að King Kenny þarf sanna sig þessa 6 mánuð sem hann hefur að er sá sem NESV vilja sem langtíma þjálfari Liverpool.

    Hér svona svipað grein um King Kenny :
    http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1345971/Kenny-Dalglish-prove-hes-King-Kop.html

    og þetta er sem kom frá King Kenny sjálfum:

    ‘But at the end of the day, this game isn’t built on romance. It’s built on hard facts. And the hard fact of the matter is we have got to start winning games. Once we get the romantics out the way we can get to work and see what happens from there.’

  39. Rödd skynseminnar segir manni auðvitað það eitt að Kenny Dalglish sé bara mannlegur og það þýðir jú víst það að það er alls ekki 100% árangur inni á knattspyrnuvellinum sem maður getur reiknað með.

    En eftir leikinn á sunnudag og SVAKALEGA góða frammistöðu Dalglish í gær fannst mér í fyrsta skipti í mjög langan tíma vera kominn fókus á það eitt að búa til alvöru félag OG alvöru lið á ný. Heild sem allir geta fylkt sér um og orðið stoltir af, frá A – Ö.

    Ég er 100% viss að þær ákvarðanir sem hafa verið teknar innan klúbbsins frá því á föstudagskvöld voru 100% réttar og ég er viss um að fram á vor verður árangurinn 100% miðað við þann leikmannahóp og bakland sem félagið er í.

    Það var ég ekki á síðasta ári Rafa og eigendanna og einungis fram að leiknum á City of Manchester Stadium í haust.

    Hver árangurinn verður kemur í ljós í maí og á þeim tíma mun líka koma í ljós hvort hugsjón Dalglish fyrir klúbbinn, studd af Sammy Lee og Steve Clark er hin rétta til framtíðar.

    Við erum með hinn fullkomna mann við stjórn miðað við þær aðstæður sem félagið okkar er í eftir nokkurra ára óstjórn, eigendurnir virðast metnaðarfullir og það eitt vekur mér 100% gleði á þessum degi. Og ég er stoltur af því að ég tel skrif mín og aðgerðir hafa átt þátt í að þessar réttu ákvarðanir voru teknar.

    En eins og alltaf er pistillinn þinn flottur KAR og fullkomlega eðlilegur, við verðum að stjórna væntingunum til liðsins inni á vellinum, en ég held að við getum leyft okkur að skrúfa upp væntingarnar til klúbbsins í heild.

  40. Mér finnst allt þetta raus um að leikmannahópurinn okkar sé ekki nógu góður leiðinleg lesning.

    Að mestu leyti er þessi hópur byggður upp á sama kjarna og náði 2. sæti árið 2009 að Alonso undanskildum. Í stað hans höfum við fengið Meireiles sem getur vel tekið stöðu hans. Að mínu mati erum við þremur leikmönnum frá því að vera með framúrskarandi lið, sókndjörfum vinstri bakverði sem kann að verjast og staðsetja sig, teknískum, hröðum og markheppnum kantmanni og nautsterkum, hröðum og þefvísum sóknarmanni. Ef við fáum þessa þrjá leikmenn þá erum við vel settir og alveg jafn góðir og til að mynda Man Utd (er ég sá eini sem finnst hópurinn hjá MU mjög óspennandi þessi árin. Eru með Brown, Carrick, Kuzcack, Fletcher, Park, Gibson, O´Shea, Evans og Neville óeðlilega mikið í liðinu og þetta eru langt í frá stór nöfn í boltanum).
    Við erum ekki langt frá öðrum liðum og í raun skiptir hópurinn ekki öllu máli heldur að ná sem mestu út úr núverandi hóp, það er Ferguson að gera við meðalmennsku hjörðina sína. Það hefur Hodgson ekki gert en það er eitthvað sem King Kenny gæti vel gert með sínu ofurstóra rauða Liverpool hjarta.
    Finnst enginn ástæða núna en að brosa og ætla að spá 1-3 sigri gegn Blackpool. Hefði líkegast spáð sömu úrslitum ef Hodgson hefði stjórnað en snúið tölunum við.

  41. Rósi (#28) segir:

    „Finnst nú annsi dapurt hjá þér Kristján að kalla þá stuðningsmenn LFC Nethryðjuverkamenn þó svo að þeir séu ósáttir við gang mála hjá sínum ástkæra klúbbi.“

    Eins og Babú útskýrir í ummælum #40 var það Tom Hicks sem kallaði stuðningsmenn Liverpool „Nethryðjuverkamenn“ í viðtali á Sky Sports degi eftir að hann missti klúbbinn fyrir dómstólum. Síðan þá hafa Púllarar haft gaman af því að kalla sig Nethryðjuverkamenn, eru stoltir af því að Hicks hafi kallað þá þetta því það þykir sanna að við stuðningsmennirnir höfðum helling með það að gera að honum tókst ekki að endurfjármagna.

  42. Flottur pistill eins og avallt hja Kristjani en tad ma lika taka tad inni myndina ad vid eigum leiki inni a lidin fyrir ofan okkur velflest og EF EF EF lidid tekur uppa ad vinna ta og komast a eitthvad sem heitir skrid ta eru nu ekki nema 8 stig i 4 saetid sko og tad er nu ekkert rosalegt med 18 leiki eftir. En audvitad er tad lika alveg rett ad EF lidid aetlar ad halda afram ad slaka a og gera minna en ekki neitt ta er stutt i DJUPA skitinn lika.

    Eg held ad raunhaefasta markmidid se evropudeildarsaeti en ekki ad falla eda meistaradeildarsaeti, tad tarf kraftaverk til tess ad annad teirra tveggja gerist held eg. Hitt er svo annad mal ad mer er slett sama tannig lagad tott lidid endadi i 8 saeti en ekki 6\7 og sleppti ta evropudeildinni, finnt tad ekki skipta hofudmali, vaeri kannski bara agett ad geta einbeitt ser 100% ad deildinni og bikarkeppnum naesta vetur tad er ad segja ef lididi a engan sens a ad komast i 4 saetid.

  43. takk Babu fyrir þessi skrif, vona að Kristján Atli þurkki sín út stax sjaldan verið eins reiður við skrif hér á þessari frábæru síðu

  44. g.jons (#46) – Af hverju ætti ég að „þurrka út“ mín skrif? Ég skil ekki af hverju menn eru að móðgast, ég var ekki að tala á niðrandi hátt um Dalglish. Það er sjálfsagt að menn séu mér ósammála, mér sýnist á ummælunum hér að ofan að það sé nánast 50/50 skipting hvort mönnum finnist Dalglish þurfa að sanna sig fram á vorið áður en hann fær framlengingu eða hvort hann eigi bara að fá að halda áfram næstu árin no matter what. Það er í góðu lagi, þessi síða er til þess að ræða málin og vera svolítið ósammála stundum. En þú þarft ekki að vera reiður við mig þótt þú sért mér ósammála. 🙂

    Babú (#40) – Ég móðgaðist ekkert enda erum við Roy Hodgson nauðalíkir. Ég hitti karlinn eitt skiptið, hér er mynd af okkur saman:

    Hodgson er sá til hægri. 🙂

  45. Frábær pistill og ég er þér að miklu leyti sammála.

    Sjáum hvað skeður í næstu 4 til 5 leikjum , KD gerir auðvitað ekki kraftaverk en hann gæti mögulega náð því besta út úr leikmönnum LFC.

  46. Loftur # 43 – þannig að þú telur LFC geta gert atlögu að titlinum með núverandi miðverði ? Carra á niðurleið, aldurinn farinn að segja til sín. Skrtel hefur ekkert sýnt síðan hann kom til félagsins, meira að segja 2008/9 og fyrir meiðslin gegn City sáust brestir þegar á hann reyndi. Málið bara bara að það reyndi ekki mikið á hann, við vorum að spila stífan pressufótbolta og með Masch að spila sinn besta fótbolta. “Litlu liðin” voru heppinn að ná 40% posession.

    Ef þú berð okkar miðverði við önnur lið í deildinni þá skorum við ekki hátt – og eins og hefur oft verið sagt. Sókn vinnur leiki, vörn vinnur titla. Okkar vörn lítur út eins og gatarsigti gegn liðum á borð við B´ham, Wigan, WBA & Blackpool. Auðvitað má kenna öllu liðinu um þar sem lið verður að sækja og verjast sem ein heild – en ef frammistaða einstakra leikmanna er skoðuð í ár (og í fyrra) þá væru þeir heppnir að fá samning í champions deildinni.

  47. Alltof svartsýn og niðurdrepandi pistill. Ef það er ekki tími fyrir Liverpool aðdáendur að vera bjartsýnir núna veit ég ekki hvenær sá tími er. Kenny Dalglish hefur öruglega gert meira fyrir þetta félag en nokkur annar maður. Hann er Liverpoolmaður út í gegn. Kannski á þetta tímabil ekki eftir að vera gott en þá er hann fyrsti maður til að viðurkenna það og stíga til hliðar held ég og gefa öðrum séns. Reynum nú að vera bjartsýnir og líta framtíðina björtum augum með konunginn við stjórnvölin.

  48. þar sem þú ert svona myndarleg s.b. mynd skal ég aðeins verða rólegri mér finnst að við eigum að standa bak við okkar lið og finnast allir góðir þar. Ég hef ekki en hitt man utd aðdágenda sem segir að carrik sé lélegur

  49. flott viðtal við hann King Kenny:
    http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/i-have-to-earn-their-respect

    En meiri segja King Kenny segir þetta:
    It’s one thing showing people what you’ve won, it is another thing to get respect out of them for what you are trying to do and that is what I have got to achieve. The only way to earn players’ respect is to work with them, get them on your side and hopefully get the confidence levels up, get a couple wins and take it from there.

    það sama held ég er segja um NESV að hann vill sýna þeim að hann geti stjórna liðið og endurreist það

  50. Ég er algerlega sammála þessari grein. Ég tel að Kristján Atli sé ekki svartsýnn heldur raunsær og það sem hann er að vara okkur við er það að vaða ekki áfram á einhverju ánægjuskýi í algerri blindni. Það eru enn hlutir sem þarf að laga hjá klúbbnum en þetta er þó byrjun og einhversstaðar verður að byrja. Klúbburinn er betur settur en hann var en enn má gera betur.

  51. King Kenny kemur með “feel good” factor á Anfield,bara sjá hann gera tvöfalda skiptingu snemma í seinni hálfleik á old trafford og setja 2 sókndjarfa menn inná fékk mann til að brosa….

    og maður minn,hvernig hann kemur fyrir í viðtölum,slær á létta strengi,og þegar fjölmiðlarnir vildu fá viðbrögð við photoshopinu hans babel(sem átti rétt á sér 🙂 ) þá seigir hann,”þetta var bara djók” og auðvitað brosti púnktur.

    Spurning um að senda babel skilaboð á twitter og fá hann til að photoshoppa fyrir okkur poster með King Kenny “return of the king” (Lord of the rings) ;D

  52. Sælir,

    Margt til í þessu hjá KAR þykir mér en gengur fulllangt segi ég.

    “Að mínu mati þýðir það að FSG-menn eiga að gera skýlausa kröfu af honum að ná allavega í undanúrslit Evrópudeildarinnar og/eða Evrópusæti í deildinni. Ekkert minna dugar. Og ef hann nær þeim markmiðum ekki, sem verður að teljast líklegt, ætla ég ekki að æsa mig ofan í rassgat ef hann þarf að hætta með liðið í sumar”.

    Skil ekki alveg hvernig hægt er að halda því fram að það verði að teljast ólíklegt að Liverpool Football Club komist ekki í undanúrslit Evrópudeildarinnar. Evrópudeildin er nú ekki sterkasta keppnin í dag sbr. árangur Fulham í fyrra t.a.m.

    Ég tel LFC eiga góða möguleika að ná mjög langt í þeirri keppni og svo höfum við séð hvernig PL hefur spilast í vetur, þar getur greinilega allt gerst og það er MJÖG stutt á milli í þeim efnum.

  53. Verð að vera sammála mínum gamla skólafélaga KAR, þetta er ekki svartsýnispóstur heldur einfaldlega sú staðreynd sem við búum við núna, jú ráðning Daglish er gott skerf uppá við en ekki lausn allra mála Liverpool við erum jú ennþá í sama sæti og Hodgson skildi við okkur plús það við erum ekki lengur með í bikarnum. Sami hóur með sömu drasl leikmönnnunum sem menn hafa blótað og kallað öllum íllum nöfnum undanfarið.

    Daglish er frábær og hefur verið stórkostlegur fyrir klúbbin hingað til en er hann kraftaverkamaður? Ég vona það en ætla ekki að leggja allt mitt á það. Staðreyndin er sú að hann kemur til starfa í hörmungar ástandi sem afar erfitt verður að rífa liðið uppúr. Rétt er að lýta á stöðuna raunsætt en jafnframt vona það besta, en það er einmitt það sem ég les úr þessari færslu og er fullkomlega sammála.

  54. Ziggi (#53) – Þetta er einmitt það sem ég var að reyna að segja. Dalglish segir það best sjálfur í þessari grein sem þú vitnar í:

    “It’s one thing showing people what you’ve won, it is another thing to get respect out of them for what you are trying to do and that is what I have got to achieve.”

    Á íslensku: það er eitt að sýna fólki hvað ég hef afrekað áður en allt annað að öðlast virðingu þeirra fyrir það sem ég ætla mér að áorka og það er verkefnið sem bíður mín.

    Bingó!

    Ég elska það að Dalglish sé orðinn stjóri liðsins, ólst upp með hann í guðatölu þökk sé pabba Dalglish-dýrkanda og það er mikill léttir að hafa hann þarna í stað Roy Hodgson. Það sem hann hefur sagt í viðtölum, hvernig hann steytti hnefum sigursæll í átt að stuðningsmönnum Liverpool á Old Trafford, það hvernig hann höndlaði gagnrýni á dómarann eftir þann leik og varði sína leikmenn árásum, hvernig hann gerði lítið úr ákærunni á Ryan Babel, þetta hefur allt verið frábært hingað til og ég hlakka mikið til að sjá hvernig hann stillir upp gegn Blackpool og Everton.

    Allt frábært, hingað til. En ég vildi bara með pistlinum benda á að það er enn mikil vinna eftir, bæði fyrir leikmennina að sannfæra Dalglish/Comolli/eigendurna um að þeir eigi framtíð í Liverpool og fyrir Dalglish sjálfan að sannfæra menn um að hann geti ennþá afrekað frábæra hluti sem þjálfari eftir allan þennan tíma án starfs.

    Ég vona að honum takist það. Við höldum öll 110% með Dalglish í þessari baráttu.

  55. g. jóns er greinilega hressi kallinn og ég ætla svo sannarlega að vona að við munum halda áfram að átta okkur á því hvað vantar og í okkar lið og hvaða mannskapur er ekki að skila sínu. Þetta snýst fyrst og fremst um það hverju liðið er að skila á vellinum .
    En þetta lið er auðvitað hvergi í líkingu við það lið sem náði 2. sæti. Bæði eru lykilmenn eins og Carra tveimur árum eldri og ekki síst og það sem skiptir líklega mestu máli er að verðugir arftakar Alonso og Mascherano hafa ekki fundist. Lucas sýnir meira með hverju árinu en er allt önnur týpa af leikmanni en Mascherano og Meireles eins ágætur og hann er nær ekki á nokkurn hátt að leysa Alonso af hólmi enda fer þar einstakur leikmaður sem á sér fáa líka. Hann spilaði leikinn með hausnum frekar en nokkru öðru og var alltaf til í að koma til baka og fá boltann til að byggja upp sóknir og merkilegt nokk tók í ótrúlegum mörgum tilvikum hárétta ákvörðun þegar kom að því að losa boltann.

    En við eigum að vera í baráttu um evrópusæti með þennan mannskap. Nokkrar viðbætur þá CL. Titillinn er þá fjarlægur draumur þegar þú ert kominn í það en er þó allavega í augnsýn.

    Með varnarmennina eins og t.d. Skrtel þá er ekki hægt að ræða þá almennilega fyrr en það kemst einhver ró á þann mannskap. þ.e. að sömu fjórir spili nokkra leiki í röð og liðið allt spili vel.

  56. Mig grunar nú að Kristján Atli sé bara að reyna að bjarga sínu sálarlífi eins og margir aðrir og búa sig undir að allt kannski, bara kannski gengur ekki eins og best verður á kosið.
    Hversu oft hefur þetta lið rifið mann upp og fengið mann til að brosa allan hringinn til þess eins að negla mann aftur niður í sófann í næsta leik.
    Correct me if I’m wrong en tókum við ekki Real Madrid 4-0 og töpuðum svo 0-1 fyrir middlesbrough bara nokkrum dögum síðar. Rússibaninn er svakalegur.

    En ég ætla að halda mér á jörðinni þótt ég sé frekar bjartsýnn og byrja ekki að brosa allan hringinn fyrr en ég sé hvernig leikmennirnir spila á móti blackpool. Því let’s face it, við höfum alltaf mætt scum kolvitlausir. Vandamálið er að mæta af sama krafti í hina leikina. Ef Kóngurinn sér til þess, þá er leiðin greið uppávið

  57. Finnst þetta mjög góður og nokkuð nauðsynlegur líka því mér persónulega finnst margir hérna hafa verið að fara full langt fram úr sér í bjartsýninni. En ekki misskilja mig ég er bjartsýnn og hef mikla trú á Kenny en ég geri alls engar kröfur um neitt meira en að vera ennþá í þessari deild á næsta tímabili. Hins vegar vonast maður auðvitað eftir evrópusæti og titli í evropudeildinni en annars eru einu kröfur mínar til Kenny þær að hann komi mönnum í rétt hugarástand og láti liðið spila skemmtilegan fótbolta sem skilar amk viðunnandi árangri.

  58. Ég held að það sé nú rétt að gefa Daglish smá brake. Maðurinn þarf nú allavega nokkrar æfingar með liðinu, og nokkra leiki. Bíðum aðeins með einhverjar ofurvæntingar eða ofursvartsýni. Þetta kemur allt með kalda vatninu. Kenny á eftir að sanna sig, og ég tel að hann muni gera það.

    Ég fullyrði að núna verða ekki 10.000 sæti tóm á næstu heimaleikjum, heldur uppselt á næstu leiki, ég fullyrði líka að nú munu leikmenn berjast fram til síðustu mínútu í hverjum leik. Það eitt er mikils virði fyrir stuðningsmennina, að sjá að leikmennirnir leggji sig fram 120% og að þeim sé ekki bara sama. Ég hlakka til næstu leikja, það er annað en undanfarið.

    That has to count for something 🙂

    YNWA

  59. Hahahaha Kenny at the reserves game eating a bowl of cereal lol:)

    Kenny er ekki að stessa sig á hlutunum,ég ætla gera það sama og NJÓTA næsta hálfa ársins,
    finnst ég bara eiga það skilið sem harður stuðningsmaður LFC eftir mögur ár.

    Pistillinn er ágætur en hefði mátt koma mun síðar. Eins og Kenny sagði gengur allt miklu betur ef við erum jákvæð-og ég verð skælbrosandi fram á sumar!

  60. Ég held ég hafi aldrei lesið svona bjánalegan pistil. Það er mikið momentum í kringum Liverpool akkúrat þessa dagana og við eigum að reyna að byggja á því en ekki brjóta það niður.

  61. off topic:
    varaliðsleikur í gangi og pachecco var að skrifa yfirburða mark og almennt að standa sig vel.
    Fróðlegt að sjá hvort að hann fái fljótlega fleiri sénsa, Daglish er á vellinum

  62. Gaman að sjá að það er búið að færa hann af vængnum þar sem RH vildi hafa hann, hann er í dag algjörlega frjáls í holunni – henntar honum mun betur

  63. @ Kristján Atli..

    Einstakt raunsæi og ekkert bull…..Þú hittir naglann á höfuðið.

    Ég held stundum að LFC aðdáendur séu með geðhvarfasýki á háu stigi…Menn eru annað hvort í skýjunum eða á barmi sjálfsmorðs…….Róa sig strákar , ég er viss um að eigendur og stjórendur LFC gera eins vel og þeir geta……Og mig grunar að þeir hafði aðeins meira vit á þessu en við “pennarnir ” á Kop.is 🙂

  64. Bíddu, er maður bara blindur og óraunsær ef maður er í skýjunum með Kenny Dalglish.

    Ég veit ekki hvaða tilfinningu þið fenguð, kæru félagar, þegar þið sáuð hann á hliðarlínunni á sunnudaginn en mér leið dásamlega. Hvernig væri að slaka aðeins á áhyggjunum um hvað gerist næsta sumar eða í næstu 18 leikjum og njóta þess að horfa á einn leik í einu. Ég öskraði mína menn áfram í gegnum sjónvarpið og trúði því allan leikinn að við gætum unnið – meira þannig takk. Konan mín er líka ánægð með þetta, ég lofaði henni að nú yrði allt í lagi.

    Pant vera í liði með þeim sem hafa trú á liðinu okkar. It’s been a while…

  65. Það er ljóst að staðan gat ekki versnað mikið mun meira þegar að Roy var við stjórnvölinn. Í leiknum á móti Man Utd. sá maður baráttugleði og vilja, eitthvað sem hefur vantað í lengri tíma.

    Þó er ljóst að liðið vantar snerpu og menn sem geta brotið upp varnir, með tækni og hæfileika. Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér hvar við þurfum að styrkja okkur og það er ljóst að tvær stöður eru lífsnauðsynlegar og einna helst þar sem liðsauka vantar, kantmenn og sóknarmenn. Torres er sá eini (þegar heill og með sjálfstraustið í lagi) sem getur sett’ann on a regular basis. Ennfremur eru fáir natural kantarar sem geta valdið usla hjá Liverpool. Kyut og Maxi eru hægir og ekki creatívir. Babel og Cole komast næst því að vera leikmenn sem gætu sprengt upp kantinn og valdið usla, en sjálfstraustið og hugarfarið hjá Babel er oft eins og hjá heilalausri hænu. Cole er e.t.v. búinn á því sem knattspyrnumaður, þó er maður tilbúinn að gefa honum meiri séns, en er langt frá því að vera sá leikmaður sem hann var hjá Chelsea.

    Það væri frábært ef við myndum fjárfesta í einum kantara og sóknarmanni, líst vel á Concentrao hjá Benfica, er mjög snöggur, með góða krossa og tækni. Sá leikmaður gæti spilað sem left back og winger, eitthvað sem væri hrikalega góð viðbót. Síðan líst mér vel á Negredo, er með gott scoring record í La Liga, náttúrulegur skorari sem að ég held myndi henta vel með Torres.

    En já, þetta eru þær stöður sem hvað mest þarf að styrkja að mínu mati!!!

  66. Ég held að ég hafi sjaldan verið jafn ánægður með ráðningu eins og þegar ég frétti að Daglish værikomin heim. Ég reyndar misti af leiknum á sunnudaginn þar sem ég var búinn að gefa upp vonina að Hodgson yrði látin fara og fór upp í sumarbústað.

    Það sást síðan strax eftir leik ákveðið hugafar sem vantaði allan tíman hjá Roy. Daglish sagði að það væri aldrei ásætanlegt að tapa þegar þú spilar með Liverpool og Liverpool ætti alltaf að stena á það að sigra alveg sama hvar þeir væru að spila. Þetta er nákvæmlega það hugafar sem maður vill að þjálfari (og leikmenn) hafi. Ekki tala um að vera sáttur eftir skíta tap á móti Everton eins forveri hans.

  67. Til gamans má geta þá situr Kenny Daglish í hægindum sínum upp í stúku á varaliðsleiknum með fulla skál af morgunkorni.
    Legend

  68. Ég verð nú bara að viðurkenna að ég sé eiginlega eftir því að hafa lesið þessa grein.
    Loksins gat maður leyft sér að horfa aftur á Liverpool leiki með bjartsýni og opnum huga en ekki svartsýni og hnút í maga.
    Ég ætla að reyna að gleyma þessum lestri (ekkert að setja útá þína skoðun Kristján, bara ekki sammála) og halda áfram að vera bjartsýnn enda finnst mér ekki ganga ef stuðningsmenn sem mæta á völlinn væru allir skeptískir á þetta allt saman og efins um að hlutirnir séu að breytast til hins betra, því þá færi stemmningin og stuuðningurinn þar með.

    Takk samt.

  69. Það er ekki raunhæft að setja stefnuna á Meistaradeildina. Erum einfaldlega of langt á eftir klúbbum sem eru með sterkari lið en við. Og ég sé þau ekki tapa svona miklum stigum á meðan Liverpool tekur slatta af leikjum í röð.
    Það gæti enginn stjóri komið Liverpool í 4. sætið í lok leiktíðar úr því sem komið er. Til þess þarf rosalegt kraftaverk.

    Allavega ætla ég ekki að dæma Dalglish fyrir skítinn sem Hodgson kom okkur í.
    Ef hann lætur liðið spila flottan bolta, nær 5-6 sætinu í deildinni og nær langt í Evrópudeildini eða vinnur hana. Þá nægir það mér til þess að hann fái að halda áfram.

  70. bjössi nr. 74, það er e-ð svo kósí við þetta. Dalglish er eins heima hjá sér. Mér líður eins og ég sé orðinn 11 ára og á leið á æfingu hjá honum… vona að strákunum okkar líði eins. Ef þeir eru alvöru púllarar þá líður þeim eins og okkur, þ.e. vel. Og með alvöru púllarar þá meina ég bara að þeir “styðji” liðið, en eru ekki bara málaliðar. Ég er ekki að meina að pistlahöfund, sem hefur sannað sig sem alvöru púllara með þessari síðu 😉 … en ég vorkenni honum pínu.

  71. Manchester United away, Blackpool away, Everton at home – there could have been three easier games to kick off with, surely?

    Has anyone got that cruise number handy?

    Svona á að gera þetta,húmor og heiðarleiki!

  72. Voðaleg móðursýki er þetta í mörgum kommenturum. Ég get raunar tekið undir það að pistillinn frá Kristjáni er pínulítið undarlega tímasettur, það var í sjálfu sér engin aðkallandi þörf á að kippa mönnum af rósrauða skýinu sínu alveg strax. En hann er ekki að segja neitt sem ætti að fara fyrir brjóstið á nokkrum einasta manni.

    Þetta er ekkert flókið. Kenny Dalglish er kominn aftur og það er frábært. En framundan er alvara lífsins og þá er ekki nóg að heita bara Kenny Dalglish, það verður að skila einhverjum árangri. Ef KD skilar ekki ásættanlegum árangri, þá er um að gera að ráða annan hæfan stjóra til framtíðar. Ef KD hinsvegar stendur sig eins og hetja, sem alla dreymir væntanlega um, þá væri frábært að sjá hann stýra liðinu áfram. Hvernig sem fer þá er Kenny Dalglish goðsögn og verður það áfram.

    Hvernig er hægt að búa til drama úr þessu?

  73. Hvernig sem fer í ár hjá king kenny finnst mér ok að láta hann taka næsta tímabil líka hann þarf nú bara að forðast fall eftir snillinginn sem var á undan.Hvað með menn eins og gerrard og carra eru þeir stærra vandamál enn menn vilja viðurkenna á að henda þeim út veit ekki carra er allavega á síðasta snúning.Voru það ekki þeir sem réðu miklu um að roy fékk djobbið það hefur varla komið viðtal við þá í ár eru búnir að vera síblaðrandi í 10 ár enn ekki múkk í ár.Knnski vildu þeir ekki kenny ekki hægt að stjórna honum.

  74. Toggipop (#80) segir:

    „Ég get raunar tekið undir það að pistillinn frá Kristjáni er pínulítið undarlega tímasettur, það var í sjálfu sér engin aðkallandi þörf á að kippa mönnum af rósrauða skýinu sínu alveg strax.“

    Ég lít svo á að ég hafi reynt að vera á undan rósarauða skýinu. Ef við vinnum gegn Blackpool og Everton áður en vikan er úti munu nær allir Púllarar tapa sér í bjartsýni, þ.á.m. eflaust ég. Þess vegna fannst mér mikilvægt að ná að koma inn smá raunsæi, og jafnvel svartsýni, áður en liðið byrjar að spila leiki undir stjórn Dalglish (getum í raun ekki sagt að hann hafi haft of mikið með liðið um síðust helgi að gera).

    Ég vona að allar efasemdir reynist rangar og að röddin í höfðinu á mér sem segir mér að Kenny geti ekki gert neitt rangt og eigi eftir að rífa þetta lið í gang (sú rödd er hávær í dag) reynist hafa rétt fyrir sér. En mér fannst allt í lagi að leyfa hinni röddinni að heyrast líka, þótt ekki væri nema í smá stund. 🙂

  75. Bjartsýni, jákvæðni, sigurvilji, samstaða. Allt eru þetta orð sem lýsa stuðningsmönnum Liverpool eftir ráðningu Dalglish og það er ekki nokkur ástæða til að reyna að draga úr því eða niður stuðningsmenn. Að mínu viti eru þessi orð, þegar leikmenn eru farnir að trúa þeim, meðalið við flestum vandamálum leikmanna Liverpool um þessar mundir. Alveg sama þótt það séu óraunhæfar væntingar hjá sumum að þá eru stuðningsmenn í fyrsta sinn í langan tíma sameinaðir og það á bara að leifa því að lifa og dafna. Það eru ekki margir betur til þess fallnir heldur en Dalglish að troða þessu blessaða sjálfstrausti í leikmennina. Látum úrslit leikja draga okkur niður (vonandi sjaldan) en verum bjartsýn þess á milli.

    Ég er augljóslega sammála pistlahöfundi um vandræði Liverpool í deildinni og það þarf í raun kraftaverk til að ná í evrópusæti í gegnum deildina. Ég held að Liverpool (nenni ekki að fletta því upp) hafi unnið tvo eða þrjá útileiki í deildinni síðustu 12 mánuðina. Þess vegna fynst mér skjóta svolítið skökku við að ef Dalglish nær ekki 6. sætinu í deildinni eða fer með liðið í undanúrslit í Evrópu, eigi hann, að þeirri ástæu einni að víkja sæti. Ef teikn eru á lofti um að liðið spili sóknarbolta og reynir að stýra leikjum, stuðningsmenn ánægðir að þá sé ég bara ekkert að því að Dalglish haldi áfram. Með tveimur til þremur leikmönnum núna í Janúar og svo annað eins í sumar ætti leikmannahópurinn að vera töluvert sterkari og líklegri til árangurs heldur hann er núna. Eigendurnir sögðu að þeim sýndist að mest væri um að vera í janúar “glugganum” í enda hans. Því held ég að lítið gerist þar til þá en vonandi er það rangt.

    Vald er alltaf vand með farið og treysti ég stuðningsmönnum Liverpool fullkomlega til að fara rétt með það. Klúbburinn var í höndum ræningja sem fóru sífellt á bak við stuðningsmenn. Fyrverandi stjóri efaðist um stuðningsmennina og því var í báðum tilfellum réttmætt að leita allra leiða til að bola þeim í burtu.

    Dalglish sagði það sjálfur í gær að það væri engum vandræðum háð hjá sér að víkja fyrir þeim sem eigendurnir telja betur til þess fallinn að stýra Liverpool. Það koma allir stuðningsmenn til með að virða þá skoðun hans. Knattspyrnustjórastaðan er mikilvægasta staðan hjá hverjum klúbbi og við höfum fengið þann besta, að mínu viti, til að leiða liðið í gegnum restina af tímabilinu. Hvað svo sem framtíðin ber í skauti sér er eitt nokkuð víst að eigendurnir ætla Dalglish hlutverk í framtíðinni ef og þegar annar stjóri finnst. Það eitt og sér gerir flesta stuðningsmenn sátta, við viljum hafa King Kenny “heima”.

    Hógvær bjartsýni, góður stuðningur og nokkur góð úrslit er það sem Liverpool þarf. Það væri frábært að vinna á morgun en ég verð ánægður með jafntefli miðað við gengið á útivelli það sem af er.

    Ef fram fer sem horfir með eigenduna og það er Kop legend í stjórasætinu er Liverpool Football Club að mínu viti á byrjunarreit.

  76. Hvaða krísu er Liverpool í núna fyrir utan það sem er að gerst inná vellinum??? Öll þau vandamál sem Liverpool býr yfir nú eiga rót sína að rekja á vellinum og Dalglish var ráðinn til að snúa því við.

    Ég er mikill aðdáendi Dalglish en menn ættu samt ekki að hlífa honum of mikið. Afhverju voru menn óánægðir með Hodgson? árangurinn var ekki nógu góður!!! og ef að Dalglish heldur áfram á sömu braut og við endum í 12. sæti á Dalglish ekki að fá endurnýjaðan samning, frekar en Hodgson var rekinn.

    Ég veit vel að Liverpool er ekki með jafn góðan mannskap og manutd, Chelsea, Arsenal, tottenham og City en við eigum ekki að vera svona langt á eftir þeim. Ég vænti þess að Liverpool saxi á þessi lið undir stjórn Dalglish og nái 6-7 sæti, það finnst mér alls ekki til of mikills ætlast. Allt annað eru vonbrigði.

  77. Mér finnst þessi grein óþörf og undarleg. Það þarf enginn að minna okkur á að Liverpool er ekki í góðri stöðu, en loksins er að birta til. Skrýtið að höfundur pistilsins taki að sér það hlutverk að draga aftur óverðursský yfir þá sem eru farnir að sjá sólarglætu.

    Annars vil ég meina að besta byrjunarlið Liverpool, sé á blaði alveg jafn gott og besta byrjunarlið United, Chelsea, Arsenal og Tottenham (en ekki City sem eru með fáránlegan mannskap og ættu að vera langbestir í deildinni), en það er taktík og sjálfstraust leikmanna sem hafa brugðist undanfarið. Ég er ekki að búast við að Dalglish fái 3 stig í hverjum leik, en fjandinn hafi það, með nýjan stjóra sem allir elska nánast skilyrðislaust og nýja og ferska stjórn, við megum vera bjartsýnir eftir það sem á undan er gengið.

  78. Sælir strákar. Smá þráðrán. Getur einhver sagt mér hvort sæti M190 og L181 séu góð sæti á Anfield ?? Er að fara í fyrsta sinn um helgina og mér og bróður mínum bauðst þessi sæti !

  79. Það er ekki að sjá á þessum myndum annað en að hann hafi dæmt algerlega eftir viðbrögðum United manna… Finnst það samt helst til undarlegt og þessar myndir segja kannski ekki alla söguna…

  80. Þessi grein er ekkert útí loftið og með sinn boðskap en vá, þetta svartsýnistal á þessum tímapunkti er jafn leiðinlegt og að svara mömmu spurningunni “Hvernig nenniru að eyða tímanum í að horfa á fótbolta”.

    Nú er alveg tilefni til að fá að vera bjartsýnn ,við eigum það skilið.

    Ég myndi leggja það til að þessari grein yrði nú kippt út en KAR fái að setja hana aftur inn ef illa fer og vitna í boðskap hennar og allir tækju undir.

  81. Ágætur pistill en tek hann ekki til mín.

    Kóngurinn er mættur á svæðið og mun hrífa alla með sér. Fyrsta skipti í langan tíma leið manni vel sem stuðningsmaður Liverpool. Hvers vegna jú, búið að skipta út gömlu eigendunum og fá inn nýja sem í fljótu bargði virðast vita hvað það er að reka fyrirtæki (vona að það breytist ekki). Og það sem skitir ekki minna mála stjóri sem fær alla í kringum sig til að trúa að þeir séu bestir. Að sjá kallinn labba inn á OT með hnefanna spennta og tilbúinn að takast á við gömlu erkiféndurna og þá sérstaklega Ferguson. Kenny Dalglish er einn af fáum stjórum í enska boltanum sem ber enga virðingu fyrir gamla rauðnef.

    Ég hef mikla trú á kallinum og ef leikmennirnir hafa líka þá trú þá er ekkert að óttast. Var svo stoltur á sunnudaginn af liðinu mínu að ég skellti mér á Kaffi Akureyri, sem er heimavöllur/bar þeirra man utd á Akureyri, með mína Liverpoolhúfu og horfði á leikinn þar einn fárra Liverpool manna og var stoltur af baráttu liðsins.

  82. Haukur hér eru kort af anfield ásamt nr og stöfum.
    Mér sýnist þú sitja á Anfield road stand sem er stúkan fyrir framan Kop, vonandi fyrir þig að þú sért ekki undir hærri stúkunni og innst því það eru því miður leiðinleg sæti.

    http://www.google.is/imgres?imgurl=http://greatrednorth.files.wordpress.com/2007/09/anfield-plan.gif&imgrefurl=http://northwest.inetgiant.co.uk/Liverpool/AdDetails/Liverpool-FC-tickets-Anfield-Road-70/3107911&usg=__x8_zGyJVjAF1QB_IP981qXgxxVc=&h=482&w=334&sz=28&hl=is&start=0&zoom=1&tbnid=02K3AydhBXNHcM:&tbnh=128&tbnw=89&prev=/images%3Fq%3Danfield%2Broad%2Bseat%2Bm%26um%3D1%26hl%3Dis%26sa%3DN%26rlz%3D1C1DVCE_enIS349IS349%26biw%3D1366%26bih%3D677%26tbs%3Disch:1&um=1&itbs=1&iact=rc&dur=338&oei=p6AsTf6DCY3sOfnMubQJ&page=1&ndsp=28&ved=1t:429,r:0,s:0&tx=45&ty=77

    Hér sérðu reyndar stafina betur:
    http://www.google.is/imgres?imgurl=http://media.xtics.com/vm/826/mer-anfield-road-stadium-soccer.gif&imgrefurl=http://www.nwtix.com/inventory.html%3Fid%3D2211%26event_id%3D72127%26ei_id%3D%26wide%3D1&usg=__5w0knRN4CV_AELqxcJG9oSNIMGU=&h=338&w=483&sz=161&hl=is&start=0&zoom=1&tbnid=vxf1iVa3Yph_sM:&tbnh=124&tbnw=177&prev=/images%3Fq%3Danfield%2Broad%2Bseat%2Bmap%26um%3D1%26hl%3Dis%26sa%3DG%26rlz%3D1C1DVCE_enIS349IS349%26biw%3D1366%26bih%3D677%26tbs%3Disch:1&um=1&itbs=1&iact=rc&dur=150&ei=1KAsTeXwAcaWOqzo3MMJ&oei=1KAsTeXwAcaWOqzo3MMJ&esq=1&page=1&ndsp=26&ved=1t:429,r:0,s:0&tx=112&ty=65

    (Afsakið kann ekki að setja þetta sem ein fyrirsögn og setti því þetta því bara svona inn)

  83. afhverju er þessi grein svo mikið óþarf og tilganglaust svo líka um að King Kenny þurfa ekki sanna sig mér finnst bara eitthvað skrítið og auðvitað vil ég setja þær væntingar á hann og það sem ég setti á Roy hodgson að vinna ein bikar þetta season sama hvaða nafn það beri er það sigur nóg fyrir mér enda vill sjá Liverpool vinna bikar aftur.

    Og til mina á það sem King Kenny sagði í sínu viðtali við Liverpool fc.tv

    It’s one thing showing people what you’ve won, it is another thing to get respect out of them for what you are trying to do and that is what I have got to achieve. The only way to earn players’ respect is to work with them, get them on your side and hopefully get the confidence levels up, get a couple wins and take it from there.

  84. Við höfum ekki unnið leik síðan að gerrard kom aftur úr meiðlsum þannig að ég er ekkert alltof svartsýnn.

  85. Ekkert að þessum pistli finnst mér og hann breytti engu um það sem mér finnst, ég er bjartsýnn núna og verð enn bjartsýnni ef við fáum að sjá aðeins í veskið hjá Henry og félogum…

  86. Fyrirgefðu, Federico Smith, erum við ekki að standa okkur? Ég skoðaði ummælasöguna þína á þessari síðu og þú hefur nokkrum sinnum komið hér inn í þeim eina tilgangi að panta færslur um hitt og þetta, eða til að undrast á því af hverju ákveðnar færslur séu ekki komnar inn.

    Slakaðu á. Babú kemur með eitt stykki úrvalsupphitun innan skamms en á meðan eru hörkuumræður í gangi við þessa færslu. Ummælakerfið er vettvangur til að taka þátt í þeim umræðum, ekki vettvangur fyrir þínar sérpantanir á færslum.

  87. Og fyrst ég er að svara ummælendum hérna þá eru hér skilaboð til Coke Zero/Zero: Við bönnuðum þig í haust af því að þú skrifaðir undir fleiri en einu dulnefni og gafst ekki upp netfang. Ef þú vilt að ég hleypi þér aftur inn á síðuna, sem er gott og sjálfsagt, þá verðurðu að setja inn ummæli með gildu netfangi svo ég geti hleypt þér aftur að.

    Menn mega skrifa hér undir dulnefni en við gerum þá lágmarkskröfu að menn láti netfang fylgja með, einmitt til að ég geti svarað svona fyrirspurnum annars staðar en hér í ummælakerfinu.

    Sendu inn ummæli með gildu netfangi og þá skal ég hleypa þér aftur inn.

  88. Alltaf finnst mér fyndið þegar menn/konur koma hérna inn og setja út þessa bloggsíðu. Þetta er blogg!!!! Þetta er síða sem þessir einstaklingar eiga og við fáum að skrifa inn á hana hjá þeim. Þetta er mjög einfalt.
    Eigendur, þið verðið að fyrirgefa okkur hinum fyrir að hafa einn og einn sauð meðal okkar.
    ps. Takk fyrir síðuna.

  89. Ég skil ekki afhverju menn eru að skrifa undir mörgum dulnefnum og reyna að hylja það að þeir þekkist og annað. Það mætti halda að menn skömmuðust sín fyrir sín skrif, eða það að vera stuðningsmenn Liverpool. Ef einhver hefði einhvern tímann beðið mig um að koma undir nafni þá væri það bara sjálfsagt. Ég heiti Karl L. Viggósson, ég er 26 ára, bý í Kópavogi og er rauður þangað til að ég er dauður og mun aldrei þurfa að fela það.

  90. Fyrsta skiptið sem ég hef ákveðið að tjá mig á þessari flottu síðu.

    Finnst frábært að KD sé kominn aftur og styð hann í öllu sem hann tekur sér fyrir hendur og óska honum alls hins besta á komandi mánuðum.

    YNWA

  91. Sammála KAR að menn skulu vara sig á því að fyllast ofurbjartsýni. Ég hef yfirleitt varann á þegar “aðdáendur” fá einn úr sínum hópi til að stýra liðinu og er Newcastle þar besta dæmið. En Kenny Dalglish er enginn Kevin Keegan. Það er varla hægt að líkja þeim samann á nokkurn hátt nema að báðir vissu hvar markið var í gamla daga.

    Það verður þó að játast að það er orðið langt síðan maður var jafn jákvæður á það sem er að gerast bak við tjöldin á Anfield. Persónulega hef ég varla verið spenntari síðan vorið 2002. Síðan þá hefur maður ýmist haft þá tilfinningu að annað hvort stjórn eða þjálfari séu ekki að höndla starfið.

    Nú er sú afsökun ekki lengur til staðar og þá reynir virkilega á leikmennina. Það eru engar afsakanir fyrir þá lengur.

  92. Hélt ég hefði nú ekki “pantað” oftar færslu en ég skrifa almenn ummæli um fótbolta hér inn en minnið er víst að bregðast mér. Ég skal minnka pantanirnar og auka Liverpool umræðu.

  93. Flottur pistill þó ég sé nú kannski ekki alveg sammála öllu sem stendur í honum.. En flottur pistill engu að síður eins og alltaf á þessari síðu!

    Auðvitað verðum við að passa okkur að vera raunhæfir áfram, en ég er á því að King Kenny eigi eftir að gera góða hluti og vona svo sannalega að hann verði aðeins lengur en bara til sumars. Mér finnst við líka með alveg það fínt lið að við eigum alveg að vera í top 4, þó svo þessir menn séu mjöög mikið búnir að vera að under perform’a þessa leiktíð og leiktíðina á undan. En þeir kunna þetta alveg, þeir þurfa bara að trúa því sjálfir og rífa upp baráttuna og sjálfstraustið.

  94. http://www.dailymail.co.uk/sport/football/article-1346180/Kenny-Dalglish-Liverpool-dont-spend-splash-cash-January.html

    gaman að sjá þetta – hann hefur trú á sínum mönnum – það þarf ekki nýja menn…., leikmenn hafa frekar trú á sér með þessu – en ef tækifærið gefst:

    ‘If someone comes up who is attractive to the club then fine but at this moment there have not been any conversations about that. I couldn’t tell you definitively whether there will be people coming in.’

  95. Það sem mér finnst vanta hjá Liverpool leikmönnunum er hugafarsbreyting. Eftir lélegt gengi hjá RH á fyrri hluta leiktímabilsins, er eins og leikmennirnir hafi einfaldlega orðið ráðalausir og misst allan mátt. Ráðning KD hefur örugglega nú þegar breytt andrúmsloftinu hjá þeim öllum til hins betra. Ég ætla allavega að leyfa mér að vera bjartsýnn í komandi leikjum.

    e.s. Byrjar Gerrard að taka út bannið á morgun gegn Blackpool, eða eftir þann leik?

  96. Afsakið félagar að ég pósti aðeins út fyrir málefnið. Þannig er mál með vexti að við félagarnir erum að fara til London í febrúar að heimsækja annan félaga okkar sem er þar við nám. Þar sem við erum allir poolarar getum við ekki annað en reynt að komast á Anfield í leiðinni, enda jafnast það á við að guðlast að vera í Bretaveldinu án þess að koma við í Liverpool. Þann 12.febrúar spila okkar menn við Wigan, mig langaði að vita hvort það sé ekki góður möguleiki að við fáum miða á þann leik, og ef einhver lumar á upplýsingum um hvar hægt sé að redda sér miðum á leikinn, og hvernig best sé að gera það?
    Liverpoolkveðja
    Bóndinn

  97. (109) Held að best sé að hafa samband við Liverpool klúbbinn á Íslandi á liverpool.is
    Þeir munu án efa aðstoða ykkur við þetta.

  98. Nú er slúðrið á netinu alveg á milljón:

    According to RAWK and other popular LFC forums 12th of january (2moro) is meant to be a big day for LFC!

    Sá svo þetta á Twitter sem er bara djók:

    @NotGaryNeville
    Neville Nevilles Lad

    The lads have been taking the piss out of Berba today , When he walks past we all fall down .

  99. Kristján er nú venjulega minn uppáhaldspenni hérna en þessi pistill er hálfgalinn. Það er langt frá því að vera óraunhæft að ná Evrópusæti. Að komast í topp 5 verður erfitt en það væru ennþá vonbrigði fyrir mig ef liðið næði ekki 6-7. sæti. Svo hefur þessi Evrópukenni auðvitað öðlast nýtt líf. Að sjá Kenny lyfta bikar með liðinu væri frábær sjón.

  100. Lítill fugl hvíslaði því að mér að Comolli er búinn að vera á síðustu 6 southampton leikjum, líklega að fylgjast með unga og bráðefnilega Chamberlain.

  101. Takk fyrir PISTILINN KAR…. 🙂 Ég elska þig … þú veist það! Þú ert minn uppáhaldspenni hér á bestu áhangenda síðu heims….

    En og það er sko stórt EN…. Nákvæmlega ekkert getur togað mig niður úr mínu nostalgíu kasti og bjartsýnisflippi þessa dagana…. Brosið hefur hreinlega ekki farið af smettinu…. 🙂 Það er bara svo stórkostlegt að heyra í Goðinu og hvernig hann ber sig að viðfangsefninu frá A til Æ er tær snilld. King Kenny is back!

    YNWA

  102. Kristján, ég get tekið undir sumt í þessum pistli en ég verð þó að lýsa mig agljörlega ósammála þér varðandi kröfurnar sem þú vilt gera til árangurs Dalglish fram á vorið.

    Þú segir: ,,FSG-menn eiga að gera skýlausa kröfu af honum að ná allavega í undanúrslit Evrópudeildarinnar og/eða Evrópusæti í deildinni.”

    Undanúrslit í Evrópudeildinni er að vísu alls ekkert óraunhæft markmið. Við verðum þó að hafa í huga að það má lítið út af bregða í útsláttarkeppnum og við gætum þess vegna mætt besta liðinu í keppninni löngu áður en að undanúrslitum kemur. Krafa um að komast á tiltekið stig í keppninni þegar við vitum ekki hverjir andstæðingarnir verða er því að mínu áliti eitthvert skot út í loftið (ef Dalglish hefði hins vegar mótað þetta lið og væri búinn að vera með það í 2-3 ár gæti hins vegar verið fullkomlega sanngjarnt að ætlast til að liðið YNNI UEFA-keppnina).

    Lítum þá á stöðuna í deildinni. Liverpool er núna 10 stigum frá 5. sæti, sem gefur UEFA-sæti og Chelsea situr í núna. Chelsea er auk þess með langtum betri markatölu. Liverpool á 18 leiki eftir og Chelsea 17. Þú vilt sem sagt gera þá kröfu til Dalglish að okkar menn nái 11 stigum meira út úr síðustu 18 leikjum sínum en Chelsea úr sínum 17. Það er að vísu ekki óhugsandi eins og Chelsea hefur verið að leika undanfarið en að öllu eðlilegu myndi þetta kalla á eitthvert besta run nokkurs liðs á seinni hluta tímabils. Það er hætt við að einhverjum þætti það ströng krafa í byrjun móts að ætlast til þess, að viðlögðum brottrekstri nýs stjóra, að liðið yrði komið með 10 stiga forskot á helstu keppinauta sína fyrir áramót.

    Við verðum líka að hafa í huga að Dalglish er að taka við liði sem er samfellt búið að vera að brjóta niður a.m.k. síðasta hálfa árið og raunar lengur því Hogdson á ekki alla sök. Það tekur jafnvel bestu stjóra tíma að ná U-beygju út úr slíkri krísu.

    Auðvitað verður Dalglish að sýna árangur til að verðskulda að halda áfram með liðið, en að krefjast þess að hann vinni á nokkrum mánuðum kraftaverk með hópinn er ekki sanngjarnt.

2 Pings & Trackbacks

  1. Pingback:

  2. Pingback:

Steve Clarke ráðinn

Blackpool á morgun