Góð grein hjá Paul Tomkins um miðjuna okkar:
[Gerrard: Saga Concluded. Where Now for the Midfield? ](http://www.redandwhitekop.com/article.php?id=1197508).
Endar á þessum punkti:
>In Gerrard, Hamann, Alonso, Sissoko, Gonzales, Luis Garcia, Kewell, Riise, Zenden and Figo (if…if), as well as others like Nunez and Welsh, there is a bit of everything for Rafa to choose from, and no little versatility, should the manager wish to deploy at least half of them in other positions. With that array, it seems Rafa’s favoured 4-2-3-1 formation will be the logical way forward.
>There are super-quick players; wonderful passers and crossers; box-to-boxers; those with sublime skill on the ball; experience and potential; destructive and creative types; stoppers and scorers. Quite frankly, it puts Manchester United’s to shame: and five years ago they were the byword in midfield supremacy. Even Chelsea and Arsenal don’t have greater depth in the middle of the park.
>Midfield could be the base on which Liverpool’s title challenge is based. All the better to have a fully-committed Steven Gerrard as a key part of it.
Það er nefnilega nokkuð til í þessu hjá honum. Við Kristján eigum sennilega eftir að fara nánar útí það, en það sem af er þessu sumri, þá bendir allt til þess að þetta Liverpool lið verði miklu, miklu betra en á síðasta ári.
Viðbót (Kristján Atli): Fann góða grein eftir Norman Hubbard, annan fínan boltapenna, sem mér fannst við hæfi að færi í sömu færslu og grein Tomkins: Rafa’s A Market Mover.
Hubbard fjallar um þessa gríðarmiklu breidd okkar á miðjunni í skemmtilegri grein, og tekur hann þá sérstaklega fyrir vinstri vænginn, sem hlýtur að vera einhver sá best mannaði í heiminum í dag:
>”Now we have discovered what Rafael Benitez’s weakness is: wingers.
>Or, to be precise, left wingers. To Harry Kewell, Luis Garcia, Stephen Warnock and John Arne Riise, he has added Mark Gonzalez and Boudewijn Zenden. Luis Figo could give the Spaniard a seventh option on the left flank.
>Liverpool, the city of Militant, have more left wingers than the Labour government.”
Nákvæmlega. Þótt Figo og García séu báðir aðallega hægri vængmenn, og Gonzales og Zenden geti vissulega spilað hægra megin, þá eru þetta samt allt leikmenn sem geta spilað á vinstri vængnum hjá okkur. Ef við getum klárað þetta Figo-mál á næstu dögum, verð ég að segja að stærsta vandamálið okkar undir stjórn Gérard Houllier (skortur á skapandi miðjumönnum) mun endanlega heyra sögunni til!
Hubbard fjallar líka aðeins um Luis Figo og möguleikann á komu hans til Liverpool:
>”So Figo would be a significant signing, and not just because right midfield was something of a problem position for Benitez last season.
>Before the term ‘galactico’ became discredited, the Portuguese fully deserved to be described as one. And while he has become surplus to requirements at Real Madrid, that has much to do with their unique politics.
>Those fearful of the next Patrick Kluivert should bear in mind Figo’s fierce commitment even when out of form. The former World Player of the Year’s importance goes beyond that; he would represent the highest-profile signing anywhere in England this summer.”
Nákvæmlega! Ekki aðeins er Benítez að kaupa til að stoppa upp í götin og auka breiddina hjá okkur, ekki aðeins er hann að bæta gæðin á byrjunarliðinu og hópnum í heildina, heldur gæti hann með kaupum á Luis Figo stungið grilljónapúkunum hjá Chelsea ref fyrir rass … og það fyrir tiltölulega lítinn pening! Luis Figo yrði stærsta nafnið til að bætast við Úrvalsdeildina í Englandi í sumar, alveg sama hvaða leikmenn hin liðin myndu kaupa!
glæsilegt ef þetta yrði svona
góð bloggsíða
Reyndar er Luis Garcia að upplagi vinstri kantmaður sem hefur verið notaður á hægri kantinn. Hann er örfættur, ef hægt er að tala um að annar fótur hans sé betri en hinn :biggrin:
Ég veit hann er örfættur Steini, en hann spilaði nær eingöngu á hægri kantinum hjá Barca og að mér skilst Atletico Madríd líka. Minnir að ég hafi lesið einhvers staðar að hann hafi spilað ‘í holunni’ hjá Tenerife, fyrir Rafa…
Skiptir svo sem engu. García, Zenden, Kewell, Gonzales og Figo geta allir spilað á hvorum kantinum sem er, sem þýðir að fyrr frýs í helvíti en að við getum ekki valið almennilega kantmenn á kantana.
Við skulum orða það þannig: Danny Murphy þarf aldrei að spila kantmann hjá okkur aftur! :laugh:
……og að ógleymdum þeim hörmungartíma þegar Biscan var látinn spila á hægri kantinum. Honum var nú lítill greiði gerður með því. Úr því að minnst er á hann, er hann farinn til Tyrklands ?
Ég hlakka svo mikið til næsta tímabils að ég er að springa.
13. ágúst á móti Boro……úti. Ég má hundur heita ef við rústum ekki þeim leik….. :biggrin2:
Mikið vona ég að Figo komi. Það hefur verið byggð upp svo mikil spenna með hann að ef hann kemur ekki þá verður það eins og að sleppa stórri blöðru út í loftið til að tæma sig…..!!!!!
Luis Figo til Liverpool…….. go Rafa, go Rafa……….