Liðið komið: Poulsen og Jovanovic byrja!

Jæja, fyrsti deildarleikurinn undir stjórn Kenny Dalglish og hann kemur aldeilis á óvart með liðsvali. Fyrirliðinn Steven Gerrard byrjar þriggja leikja bannið sitt í kvöld og slúðrið í dag benti til þess að Danny Wilson fengi að byrja inná en svo er ekki, þess í stað setur hann Christian Poulsen og Milan Jovanovic í liðið:

Reina

Johnson – Skrtel – Agger – Kelly

Meireles – Poulsen – Lucas

Kuyt – Torres – Jovanovic

**BEKKUR:** Gulacsi, Kyrgiakos, Wilson, Konchesky, Maxi, Shelvey, Ngog.

Frekar óvænt lið. Joe Cole er enn frá vegna meiðsla og Aurelio er hvíldur en Maxi kemst samt ekki í liðið.

Þetta verður áhugavert, svo ekki sé meira sagt. Koma svo!

150 Comments

  1. Ja hérna, þetta verður athyglisvert. Ekki spennandi blanda, Poulsen og Lucas:):)

  2. alveg magnað að sjá Kelly vinstra megin….ég vil láta þennan dreng spila alveg eins og hægt er…vonandi virkar hann líka vinstra megin…

  3. Er mjög spenntur fyrir því að sjá Jovanovic byrja, en ekki Poulsen. En vonandi mun hann þá bara sýna mér stórleik á eftir hehe

  4. Held að hann stilli þessu svona upp svo að Kuyt og Jova geti dritað boltum a Torres til þess að koma honum af stað. Svo er Meireles örugglega frjals a miðjunni meðan Lucas og Pulsan hafðir aftar til þess að halda.. Skil samt ekki tilganginn i þvi a moti Blackpool ? En við treystum allir Dalglish 🙂 Spai þessu 2-0 Torres bæði

  5. Poulsen og Lucas verða í mokstrinum og Meireles fær að dúndra fram, vonandi bara sem fríspilandi leikstjórnandi. Með baráttu og sigurvilja á þetta lið að geta gert fína hluti í kvöld.

  6. Hefði haldið og vonað að liðið væri svona:

                                             Reina
    
                                    Kelly - Agger - Skrtel
    
                                         Lucas - Poulsen
    
                                              Meireles
    
                       Johnson                 -               Jovanovic
    
                                          Torres - Kuyt
    
  7. Þetta er ástæðan fyrir því að það var svona erfitt að spá fyrir um líklegt byrjunarlið.

    Þetta er annaðhvort 3-5-2 með Glen Johnson og Jóa á vængjunum og Poulsen djúpan á miðjunni eða 4-2-3-1 með Meireiles aðeins framar á miðjunni. Held að hann hafi alveg spilað þar með Porto og verið gáfulegri heldur en sem hægri kantmaður.

    Poulsen á alveg að fá séns til að sýna hvað hann getur undir stjórn Dalglish og í liði sem vonandi spilar mikið meira sóknarþenkjandi leik heldur en við höfum gert þetta tímabil, m.ö.o. ég neita ennþá að trúa að Poulsen sé svona ofboðslega lélegur. Sama á við um Jovanovic sem ég reyndar hef alveg sæmilega trú á.

    En ég get ekki logið því að neinum að ég sé spenntur yfir þessu byrjunarliði og mig grunar að þetta verði til þess að Torres verði 10-15 mín lengur að skora þrennuna sína í kvöld.

  8. Er kjaftstopp……vona að þetta sé einhvert snilldar move hjá meistaranum…..

  9. shjit….. hef vonda tilfiningu fyrir þessu liði… er búinn að hlakka svo til að sjá þennan leik… ætla rétt að vona að þetta fari vel

  10. Mér líst vel á þetta… þetta er líka yfirlísing frá KD. “hey, nýr stjóri allir fá séns á að sanna sig” og slíkt er oft gott fyrir sjálfstraust mann.

  11. Það eru fleiri en Hodgson sem hafa trú á Poulsen og það kemur mér ekki á óvart. Poulsen hefur sannað ágæti sitt og meðal annars spilað með stórum liðum í öllum 4 sterkustu deildum í heimi. Það býr mikið í honum þó hann hafi ekki sýnt það undandarið 1 og hálft ár og vonandi sannar hann ágæti sitt í Þessum leik. Mjög ánægður með liðsvalið. Jova á alveg inni að fá séns og hann hefur greinilega mikla trú á Kelly sem er vel.

  12. Verður gama að sja hvada leikkerfi madurinn er að stilla uppí, það koma sirka 8 til greina…. þetta verðu fróðlegt það er á hreinu. Torres skorar samt þrennu í kvöld og við vinnum 0-3

  13. Ég vil að Daglish verði rekinn!!!!!!!!!!!!! djók.Jova ,Torres og Agger skora í 1-3 sigri okkar manna

  14. Poulsen mun eiga snilldarleik, tilboðum rignir inn og hann verður seldur með verulegum hagnaði:-)

  15. Jæja drengir….
    Er ekki laust við að manni líði eins og í byrjun tímabilsins, maður er fullur tilhlökkunar, eftirvæntingar og smá fiðringur í maganum. Vona ég að bros konungsins smitist á varir leikmanna og að þeir fari að hafa svolítið gaman af því að spila fótbolta og þar með vinnuna.
    Í fyrsta skipti er maður mættur hálftíma fyrir leik á þetta frábæra blogg til að tékka á byrjunarliðinu og ég verð að segja að maður er mjög hissa á því að sjá Pulsuna inná en held að hann eigi rétt á því eins og allir aðrir í liðinu að byrja uppá nýtt undir nýjum stjóra.

    Ég veit ekki hvað maður á að segja annað en You´ll never walk alone og vonandi markar þetta kvöld nýtt upphaf og að maður geti farið að taka gleði sína á ný og hætt að ergja alla í kringum mann með því að vera endalaust pirraður eftir lélegt gengi.

  16. Ekki líst mér á bakverðina ,annar óreyndur og hinn lélegur. 2 – 0 …því miður

  17. Sýnist á öllu að hann sé að stilla upp í 4-2-3-1 með Meireles í holunni. Held að þessi uppstilling henti bæði Poulsen og Jovanovic mun betur en 4-4-2. Poulsen fær meiri vernd en áður með bæði Lucas og Meireles með sér í þriggja manna miðju þegar varist er og Jovanovic mun sömuleiðis spila framar og nær markinu sem vængframherji heldur en sem kantmaður í 4-4-2.

    Come on you reds!

  18. Poulsen & Lucas saman ….

    Annaðhvort hefur Daglish ekki séð leik með þeim bakkabræðrum saman á miðjunni – eða hann finnur leið til að láta þá spila saman.

    Koma svo!! YNWA

  19. Spes, en á góðan hátt. Gott að heyra að menn eru tilbúnir að gefa Poulsen og Jova séns, vona að minn maður frá Baunalandi fari nú að strauja menn almennilega og stimpla sig inn.

    Hlýtur að vera visst áfall fyrir Konchesky að detta út fyrir réttfættum miðvarða-kjúklingi.

    Það sem er samt lykilatriði í upprisu okkar manna að Agger er kominn aftur. Vonandi nær hann að binda þetta saman og koma Skrtel aftur í sitt besta form.

  20. Hversu gaman var að sjá Dalglish fagna þessu marki?? Snilld. Koma svo!

  21. Leiðrétti mig, Konchesky víkur fyrir Johnson! Kelly heldur sæti sínu hægra megin, snilld!

  22. Torres!!!!!! Frábær sókn. Góð hreyfing á öllu liðinu. Mönnum greinilega sagt fyrir leik að byrja á fullu pústi. Vill fá þetta áfram svona. Ef RH væri við hliðarlínuna yrði mönnum sagt að bakka núna en ég hef það á tilfinningunni að svo verði ekk núna

  23. Leið ekki á löngu þangað til sumir þurftu að éta orðin ofan í sig… !!! Þessi leikur fer allavega ekki 0-2 , svona héðan af er það..

    Ég meina. .. webber er ekkert að dæma þennan leik, er það ?

    Injsallah..

    Carl Berg

  24. Frábært mark hjá Torres, síðustu vikur hefur hann ekkert verið að skjóta úr svona færum, núna bombaði hann bara á markið, Kenny látið hann fá einhverja trú á sér.

  25. nei hvur anskotin það leka tár úr augunum mínum alltof ánægður það er ekkert sem lítur út fyrir kick and hope (RH’s only tactic) taktíkina og torres … þetta var frábært að sjá gamla góða “markabrosið” hans nú líður mér vel 😀

  26. Takið eftir sprettinum hjá Jovanovic þegar Torres er að skora. Sá ætlaði að vera mættur í frákastið!

    Líst vel á þetta, hungur í mönnum.

  27. djöfull er gaman að sja liverpool spila stuttan sendingabolta loksins alvöru knatspyrna

  28. Það var ansi mikill heppnisstimpill á þessu marki :-/

    Nóg eftir og núna hefur maður loksins smá trú á að liðið geti vel komið sér aftur í gang.

  29. agger var þvílíkt óheppin en samt er maður þvííkt glaður og það verður að segjast eins og er þá eru blackpool-menn þvílík baráttudýr en ég held að við höfum þá við erum að spila fallegan fótbolta svo maður getur ekki verið annar en ánægður, poulson ekki búinn að vera upp á sitt versta 🙂

    ég vill Kenny sem framtíðarstjóri!

  30. Það sem mér finnst skrýtnast í þessari uppstillingu er að vera með 3 varnarmenn á bekknum á kostnað manna eins og Babel og Pacheco.

  31. Það er ekki langt síðan margir töldu miðvarðarstöðurnar einna best mannaðar hjá Liverpool. Mér sýnist ekki vanþörf á nýjum manni þangað inn. Nokk sama hver er seldur, einhver má fara fyrir einn alvöru mann. Wilson má líka bara fá sénsinn. Djöfull var þetta léleg vörn í markinu.

  32. Agger þarf að koma oftar upp með boltann fyrst við erum með 2 varnartengiliði

  33. Skrýtið að horfa á leik í ensku á svona litlum velli með svona lágt sjónarhorn á myndavélinni. Maður fær á tilfinninguna að þeir séu að spila á Laugardalsvellinum:)

  34. Sumt breytist heldur ekki með Dalglish, móttökurnar hjá Kuyt eru eins og sjá sjöttaflokksleikmanni og Poulsen er enn lélegur.

  35. Mér sýnist nú völlurinn vera á mörkum þessa að vera leikhæfur. Það má allavega ekki mikið útaf bregða þannig að menn togni eða misstígi sig.

  36. Tad er hradi i tessu og hungur i monnum. Vonandi fer naesta mark ad detta hja okkar monnum, held ad Torres komi med annad a neasta korterinu

  37. Þessi völlur er nú frekar skrýtinn eitthvað, annaðhvort er hann svona hrikalega blautur eða það er enn smá frost í honum, okkar menn eru allavegana ekki að standa nógu vel í lappirnar.

    Blackpool eru hins vegar bara að spila hratt og vel, væri fínt að okkar menn myndu ná upp svona fínu spili

  38. Er bara ekki hægt að koma blöðrunni fyrir markið án þess að líta út eins og byrjandi við það. Jesús hvað þetta er pirrandi.

  39. Kuyt með hræðilega fyrstu snertingu trekk í trekk og svo erum við alltof narrow.

  40. Það eina sem vanntar er miklu miklu meira flair og creativity í þetta lið. Það er morgunljóst að það er aðal vandi liðsins. Það sést langbest í leikjum sem þessum á móti “lakari” andstæðingum. Það er grátlegt að horfa uppá þetta leik eftir leik. Drulla sér á markaðinn og versla flair!!

  41. jovanovic bless, kuyt bless, skrtel bless og síðast en ekki síst poulsen bless

    bara ef þetta væri svona einfalt

    • Kuyt með hræðilega fyrstu snertingu trekk í trekk og svo erum við alltof narrow.

    Hann er nú oftast bara með eina snertingu af þessum sökum.

  42. Mér finnst Torres vera að sýna brot af því hvað hann getur með með góðum sendingum. Honum sárvantar Gerrard eða einhvern annan þarna inná til að styðja betur við bakið á sér

  43. Einkennileg uppstilling finnst mér. Er Torres ekki einn uppi, þrír á miðjunni og fjórir í vörn. Ansi hreint varnaðsinnað verð ég að segja.

    Johnson, hvað er málið með þann dreng ?

  44. Engu líkara en Dalglish hafi tekist að kenna Poulsen fótbolta – hann er alger galdramaður kallinn…

  45. Fullt að jákvæðum hlutum, og allt annað að sjá til liðsins, þetta er mun jákvæðari nálgun en hingað til á útivelli.

  46. Mér finnst nú bara alveg fáránlegt að hafa Glendu og jovanovic sömu megin og svo kelly og kuyt hinum megin. 2 solid öðru megin og svo pappakassar hinum megin og sérstakla lélegt að sjá jovanovic í pressuvörn, held að keila myndi gera meira gagn heldur en hann í hápressu.

    Vil fá hann burt í hálfleik og shelvey inn á til að reyna allavegana breyta þessarri hápressu þar sem Blackpool eru nú ekki svo öruggir í aftöstu vörn, reyndar skárri en við en það er annað mál.

  47. Þurfum að fá alvöru kantmenn sem geta tekið menn á og krossað almennilega fyrir. Vandræðalegt að sjá Jovanovic og Kuyt á köntunum. Koma svo!

  48. Er ekki komin tími á að æfa stuttar sendingar manna á milli á Melwood ???

  49. MW: Það var það fyrsta sem Daglish byrjaði á, allavega miðað við videoið af æfingunni. En fyrir suma þarna, Kuyt, Jova, Pulsuna, Skrtel, Johnson og Torres þá mun það taka meira en eina æfingu til að laga stuttar sendingar…

  50. StjániBlái ertu viss um að það vanti ekki eins og tvo leikmenn í þessa upptalningu hjá þér???????????

    Þá virkar uppstillingin kannski ekki eins einkennileg á þig?

  51. mjög fínn fyrri hálfleikur, mjög klaufalegt mark sem við fengum á okkur! Vantar bara að lykilsendingar heppnist. Hef trú á því að við klárum þetta í seinni!!

  52. Miðjan hjá okkur er nú ekki sú mest skapandi í heiminum og mikið óskaplega væri ég til í það núna að skipta á Poulsen og Aquilani…svona fyrst við fokkings eigum ítalann! En guð minn góður hvað bæði hægri og vinstri vængurinn hjá okkur er gjörsamlega lamaður. Kuyt og Jovanovic hafa að því er virðist bara stigið feilspor í fyrri hálfleik og Kelly og Johnson hafa ekki gert nærri nógu mikið sóknarlega.

    Það er jákvætt að sjá að okkar mönnum langar meira að sækja en undanfarið og núna erum við allavega á pari við þetta Blackpool lið en við áttum bara eitt færi í fyrri hálfleik og þurfum að sýna mikið betri leik í þeim síðari. Markið var engu að síður þó nokkuð mikil óheppni og þetta bara gat ekki fallið mikið meira með Taylor-Fletcher.

  53. Dalglish á svo sannarlega mikið verk fyrir höndum að búa til þokkalegt fótboltalið úr þessum einstaklingum…

  54. MW, það er hægt að sjá fyrstu æfingu undir Dalglish á video. Þar er einmitt verið að senda mikið stuttar sendingar. Tók reyndar eftir því að þar eru menn oft í svona appelsínugulum vestum, ekki ólík að lit og búningarnir hjá Blackpool… sendingarnar á þá eru mjög góðar.

  55. MW þú þekkir ekkert til king kenny? 5 á móti 5 á litlum velli er hans helsta æfing, hann hatar langar bolta þar að segja kick and hope bolta. Ef einhver myndi taka við Stoke þá myndi þeir ekki líta út eins og Barca eftir 4daga, þetta kemur allt margt jákvætt við þessa spilamennsku.
    Ef þetta er batamerki á liverpool eftir 4daga hlakkar mig til eftir nokkrar vikur.

  56. @ 70

    Takk Sigurgeir…Ég hef ekki haft tíma til að fylgjast með æfingum hjá LFC…En stuttar sendingar voru pínlegar á að horfa í fyrri hálfleik…..Annars er Blackpool með skemmtilegt lið sem hefur gaman að því að spila fótbolta og menn geta komist langt á því….

  57. hverskonar vælukjóar eruð þið sem eruð að vera neikvæðir?! Kenny dalglish var að taka við liverpool og poulsen er að spila fínan fótbolta greyin sleppið neikvæðu hliðunum …. það verður aldrei neitt 100 % perfect við hefðum örugglega tapað með RH við stjórn.. Kenny dalglish er búinn að fá 4 daga með liðinu og er að gera betur en hodgson sem hefði notað kick and hope, en í staðinn erum við með kónginn sem er að spila frekar flottan bolta annað en RH hefði gert svo hætti þið að væla plís ég skil vel hvers vegna þið/við kvörtum en ég held við vinnum fannst við betra liðið á vellinum. Ég er alls ekki að reyna að vera leiðinlegur eða neitt þannig og þetta er bara við nokkra aðila.

  58. @ 76 oli….

    LOL..Ég er die hard Man U fan og skal viðurkenna að ég hef ekki stúderað KD sérstaklega…Satt best að segja fór hann í taugarnar á mér þegar hann var upp á sitt besta ásamt öllum sem tengdust LFC…En ég var ungur þá og fullur af minnimáttar kennd 🙂

  59. Nr. 80 Aron

    Það er alveg í lagi að ræða leikinn þó það sé ekkert allt á jákvæðu nótunum. Það er líklega allir hér ánægðir með að sjá batamerki á liðinu og sáttir við að Dalglish sé þarna.

  60. Það er augljós hugarfarsbreyting í liðinu núna, það sést á þessum litlu hlutum. T.d. hefur liðið nánast alltaf reynt að spila boltanum út úr vörninni og langar hreinsanir ekki notaðar nema menn lendi í vandræðum. Spilið á miðjunni hefur líka verið ágætt, menn að komast í mjög góðar stöður, Torres óvenjulega graður, maður sér á honum að hann langar að skora fleiri mörk og er að “terrorisera” varnarmennina, þ.e. hann hefur ítrekað verið nálægt því að vinna boltann framarlega með góðri pressu á varnarmennina. Þó hefur vinnslan almennt verið þokkalega sóknarlega, þó að Poulsen og Lucas séu ekki þeir liprustu þá hafa þeir verið ágætir í þessum leik.

    Markið sem við fengum á okkur var auðvitað algjört klúður, sem byrjaði með feilsendingu/misskilningi hjá Torres og svo var Agger nokkuð óheppinn í lokin.

    Það er samt afskaplega greinilegt hvað vantar í þetta lið, kantmenn sem kunna að gefa fyrir, bæði Jovanovic og Kátur hafa verið að komast upp að endamörkum hvað eftir annað, það sama á við um Kelly og Whoopi, þessar sendingar enda alltaf á fyrsta varnarmanni. Bjartsýnn fyrir seinni hálfleikinn þó að Blackpool geti alveg skorað mark, þá þurfum við bara að vera aðeins nákvæmari inni í teignum.

    Það er aftur gaman að horfa á Liverpool leik, það eitt er jákvætt.

    Mér hefur liðið á undanförnum mánuðum eins og versta masókista, ég gat ekki sleppt því að horfa á Liverpool spila en mér leið alltaf verr á eftir, jafnvel í sumum sigurleikjunum. Eftir hvern leik leið mér eins og það hefði einhver verið að misnota mig í 90 mínútur, gerandinn var Roy Hodgson 🙂 Það voru svosem örfáir leikir þar sem liðið spilaði ágætlega, til að mynda gegn Chelsea og Aston Villa, en það var lítil upplyfting þegar manni var kippt niður á jörðina í leiknum á eftir þegar áfram var reynt að nota Torres sem target center og hið einstaklega góða ráð að setja Kyrgiakos fram þegar það vantaði mark…

    Vonum að þessi tilfinning haldist í seinni hálfleik og endi með Liverpool-sigri

    YNWA

  61. Afhverju finnst mér við ekki vera spila vel ? Flestar sendingarnar hjá okkur eru að klikka, erum ekki að skapa neina stórhættu fyrir framan markið.. Eins og vanti allt creativity hjá okkur, en eitt er víst að Skrtel er engin hafsent fyrir Liverpool og Kuyt gæti spilað fótbolta einfættur.

  62. Ekki nóg með að Kuyt sé lélegur þá virðist hann vera þreyttur líka, útaf með hann!

  63. Jæja …. Jova hlýtur að fara koma útaf. Hefði ekkert á móti því að sjá Maxi & Ngog inn í stað Kuyt og Jova.

  64. Hver er þessi frábæri miðjumaðu…Poulsen?

    Hann er bara að spila alveg vel frambærilega í dag.
    Ég spái því að hann skori í kvöld 🙂

  65. Magnað tvöfalt brot á Skrtel fyrir framan dómarann og ekkert dæmt…

  66. Djöfull þarf að skipta allri þessari vörn út! þetta er hræðilegt

  67. Afhverju dekkar Glen Fucking Jhonson aldrei manninn fáviti

  68. Hvað er með vörnina hjá okkur? Hrikalega svekkjandi því margt jákvætt í gangi hjá liðinu. Meireles mjög sprækur. Núna verða menn að spýta í lófana og jafna þetta.

  69. Hljótum að fara að sjá skiptingu. Spái því að Jova og Kuyt fari út. Maxi og Ngog inn. Koma svo Liverpool!!!

  70. ég er dapur… þetta ástand er orðið svo átakanlegt. Ég er farinn að halda að Liverpool sé með bölvun á sér…

  71. Af hverju var Kuyt ekki seldur í sumar! Hann er ekki búinn að geta neitt í þessum leik frekar en allt hel… tímabilið!

  72. Ferlegt að vera undir, eins og maður var bjartsýnn. En mikið rosalega er þetta skemmtilegt lið sem Holloway er með í höndunum. Þeir eru bara fáránlega góðir og skemmta sér konunglega við að spila fótbolta, vinna vel fyrir hvern annan og líta mjög vel út.

    En koma svo Liverpool, við getum enn unið þennan leik, ef menn girða sig í brók og skora bara tvö lítil mörk. Verst að Blackpool er mun líklegra….. 🙂

  73. Þið vitið hvað sagt er um Kuyt “his second touch is a tackle” Það eru orð að sönnu. Rosalega er LFC lélegt lið….. ekkert í gangi.

  74. Ég veit ekki hvað oft það er búið að vera algjörlega frír maður á hægri kanntinum hjá okkur í hröðum sóknum, og aldrei fengið boltann !!!

    Hefði verið flott að fá Babel inná núna.

  75. Það er bara sorglegt að horfa á þetta.

    Svona 90% af hópnum hjá okkur er bara uppsóp.

  76. 0 stig í tveimur leikjum gegn Blackburn,,,,játa að ég hefði aldrei búist við því

  77. Stórbrotið að sjá Kuyt og Lucas þarna. Sjá sendigetu þessarra manna. Með því verra sem ég hef séð.

    Fáum á okkur dauðafæri hinu megin nánast eftir hörmulega móttöku Lucas. Svona er þetta.

    En mikið er gaman að sjá Dalglish. Það gleður mitt hjarta. Þó við séum að tapa.

    Amen.

  78. Þarna sjáiði að Kenny er enginn guð og mun sjálfkrafa draga þetta lið uppí top7 á nokkrum mánuðum, 2 tapaðir leikir af 2, kannski hefði Hodgeson baaaara verið betri kostur !

  79. @Eddi #100

    Nei, það hvílir engin bölvun á Liverpool. Ástæðan fyrir þessu er einfaldlega sú að liðið er yfirfullt af lélegum fótboltamönnum.

  80. Ég gat ekki séð að þetta væri brot hjá Torres,..það dettur ekkert með okkur :/

  81. Hver ætlar að taka það að sér að photoshoppa þennan dómara í Blackpool búning?

  82. Þessi dómari með stórleik. Stoltur af Torres að gefa honum ekki einn á hann.

  83. Af hverju skiptir hann ekki inná? Hvað með N’Gog og Maxi? Koma með þessa menn inn og út með Jova og Poulsen. Rugl er þetta.

  84. þessi krísugrein er ekkert svo vitlaus eftir allt saman!! eru bara svo fáránlega margir leikmenn í þessu liði sem eru ekki í standart! og nýr þjálfari breytir því ekki því miður! ef ekki koma nýjir leikmenn í janúar getum við vel fallið og eftir sumarið er sem verður ekkert annað en okkar bestu leikmenn að fara sem eru nú ekki svo margir í dag! torres er búin að taka stöðug skref niður á við undanfarinn 2 ár því miður og ef við fáum 25 millu tilboð á að taka því strax! og skoðiði málið varðandi torres áður en þið snappið!

  85. haha ég er að pæla hvort það sé búið að taka Gauja þórðar taktíkina á okkur eftir að hann hraunaði yfir einhverja dómara í den, fékk ekki aukaspyrnu/viti eða annað þótt menn væru skotnir!!!

    Bakhrynding á scretl þegar seinna markið var skorað, “brotið” hans torres í stað víti og svo þessi Ronaldo leikur og ekkert spjald!!

  86. Vandamálið er að við erum ekki með almennilega kantmenn til að dreifa úr vörn andstæðingsins. Það er alveg klárt að Jova og Kuyt eru ekki þeir kantmenn sem við viljum sjá hjá Liverpool til frambúðar ef við ætlum að gera atlögu að vinna titilinn (eða halda okkur í deildinni).

  87. Blackpool bara búið að vera mun hættulegri í leiknum – það hefur verið oft sagt á þessari leiktíð að L´pool sé bara miðlungslið…. það er hrós. Það eru leikmenn þarna sem eiga ekki heima í úrvalsdeildinni =/

  88. Blackpool hefur horft á Wimbeldon season review fyrir leikinn, eru greinilega að taka upp þráðinn þar sem það glæsta liði skildi hann eftir.

    Annars er gaman að sjá að við erum að gefa ungum mönnum færi, fyrst ástandið er slæmt er gott að gefa mönnum eitthvað í reynslubankann.

  89. hahaha menn að missa sig hérna ??

    Þetta er arfaslakt ennþá greinilega og það sjá allir að King Kenny er ekkert að fara að lyfta liðinu á hærri stall á nokkrum dögum ! Það eru leikmennirnir sem verða að stíga upp núna og sýna að þeir geti eitthvað ætli þeir sér að klæðast Liverpool treyju næsta tímabil. En það er alveg satt að liðið er yfirfullt af slökum leikmönnum. Ég er farin að hallast að því að þetta sama lið sem endaði í öðru sæti 4 stigum á eftir United fyrir einu og hálfu ári síðan hafi verið að spila yfir getu !

  90. @113 og 114 í guðanna bænum hættið að tala um dómarann, getiði ekki bara sagt að liðið stóð sig ekki nógu vel í kvöld til að sirgra Blackpool og þeir voru betri?

  91. Það er ljótt að segja en sigur Blackpool virðist engan veginn vera í hættu

  92. Blackpool eru bara búnir að vera frábærir í þessum leik og eru miklu líklegri að bæta við þriðja markinu en við að jafna þennann leik.

  93. leikmaður blackpool sat áðan í grasinu í 4 mín og það eru búið að taka 5 skiptingar… 4 mín viðbótar tími ég skil ekki alveg?

  94. Er það bara ég eða er eins og liverpool verði slakra og slakra eftir því sem líður á leikinn??

    Það er eins og menn séu bara ekki í formi til að klára 90mín, lélegar ákvarðanir, lélegar sendingar og almennt úthaldsleysi…

    Voru allir leikmennirnir bara á ströndinni á undirbúningstímabilinu eða er það að koma í bakið á okkur að hafa haft flesta leikmenn allra liða á HM???

  95. það er einn maður sem við getum þakkað fyrir næstu fimm útileiki(ekki ef við vinnum) og þið vitið vonandi hvaða gerpi það er… hann er búinn að fara í liverpool og bara segja ” ef þið vinnið leik á útivelli nauðga ég ykkur og fjölskyldum ykkar” takk herra roy hodgson sniðugt hjá þér að koma þessari K&H taktík af stað hjá klúbbnum nú þarf kenny að venja þá að nýrri taktík og þess vegna töpum við, skulum ekki gleyma því að hann er bara búinn að geta hitt leikmennina í 4 daga…

    segjum bara eins og er … að útileikirnir tímabilið 10/11 eru að parti til ónýtir þökkum herra hodgson fyrir..

  96. Það er erfitt að horfa á þetta, en einhvernveginn bærilegra heldur en undir stjórn Hodgson. Blackpool eru stórskemmtilegt lið, ég vildi að Liverpool væri að spila svipaðan fótbolta.

  97. Liverpool marki undir og við snertum ekki helvítis boltan síðustu 10 mín

  98. Kannski Ian Holloway sé maðurinn sem að menn ættu að vera skoða sem næsta stjóra fari svo að King Kenny verði ekki áfram !

  99. Ég skil ekki þetta hugafar….liði 2-1 undir og menn hættu algjörlega,,,,náðu ekki einu færi síðustu 10 mín….

  100. Mér finnst að menn megi ekki alveg missa sig. Liðið var að spila ágætlega framan af leik og fram að seinna marki Blackpool fannst mér vera batamerki á liðinu. Eftir seinna markið hrynur liðið hins vegar alveg. Og það segir ekkert til um getu liðsins að mínu mati. Segir hins vegar allt um sálarástand. Sjálfstraustið er ekki til staðar. Auðvitað erum við með betra lið en Blackpool, en eftir að við lentum undir var aldrei spurning hvernig þetta færi.

  101. @122

    Hélstu virkilega að það tæki 3 daga að slípa liðið til í meistaralið eftir hörmungarnar sem Hodgson skildi eftir? Ef ákveðnir hlutir hefðu fallið með liðinu í dag hefði þetta verið sigur. Set þetta tap alferið á leikaðstæður (völlinn), dómarann og óheppni. Margt jákvætt að sjá í þessum leik.

  102. Það vantar nýja vörn og leiðtoga á miðjuna, hægt að nota annað auk þess sem við erum með besta markmann deildarinnar

  103. það er bara grín að vera með báða kantmenn yfir 30 sem eru komnir yfir sitt besta!
    hver er samt varnarþjálfarinn hjá liverpool?

  104. Það er nefninlega málið að fyrrum stjóri okkar, Benitez, skildi ekki eftir mjög gott bú af leikmönnum og ungir leikmenn höfðu ekki fengið reynslu hjá honum. En Hodgson keypti heldur ekki í þær stöður sem sár vantaði í, þ.e. á báða vængina.
    Núna er bara að klára tímabilið í sæti 17 eða ofar, spila góðan fótbolta og gefa ungum leikmönnum séns. Ég hef fulla trú að að þetta lagist eitthvað, það eru engin kraftaverk gerð á 4 dögum.
    Líklega væri best að losna við þenna 30 ára serba sem sló í gegn í belgísku jupiler deildinni í fyrra og jafnvel einhverja fleiri og fá eitthvað ferskt inn.

  105. eg er búinn að segja lengi hér á síðunni að þetta er ekki stjórinn heldur afar lélegur mannskapur. Ég vorkenni Torres og Gerhard að vera í þessu liði. Ætla menn kannski enn og aftur hér á síðunni að verja Lucas. Hann gerir ekki neitt inná vellinum.

  106. Við gerðum stuðningsmönnum Blackpool þann greiða að gera þetta ekki einu sinni spennandi síðustu mínúturnar. Arfa slakur leikur!

  107. Þetta var versta uppstlling á byrjunarliði sem ég hef séð á leiktíðinni og augljóst að Dalglish deilir ekki minni sýn á vandamál liðsins.

  108. Ég held að það hafi verið mistök að reka RH. KD er ekkert að gera neitt betra. Vandamálið eru leikmennirnir, ekki stjóranir. Ég hef sagt það áður.

  109. sælir bræður… sammála kidda kennedy,þetta er hrikaleg uppstilling hjá Dalglish, en hann er samt rétti maðurinn, ég mundi bæði ganga í sjóinn og hengja mig fyrir þennan besta son Liverpool…
    Kelly og Johnson voru vinstri hægri en áttu að vera hægri vinstri
    lucas.poulsen og meireles geta ekki unnið leik í ensku deildinni
    jovanivic er lélegasti kantmaður Liverpool frá upphafi
    en ég hef sagt það áður og ítreka það enn…. það eru 3-5 fótboltamenn í Liverpool í dag því miður
    torres, gerrar,reina og (johnson)(agger)
    hinir eiga allir að fara og eru ekki samboðnir Liverpool,
    úrvalsdeildin enska = torres, gerrard, reina johnson og agger
    norska 2. deildin= lucas, meireles, kuyt,maxi, cole,skrtel, carra ,kyrgiagos,ngog og babel
    færeyska 3. deildin = poulsen, jovanovic, shelvey og konchelsky

    en kenny minn ,maður setur ekki shelvey á kantinn, elsku vinur, og maður lætur ekki poulsen byrja inná með lucas og meireles
    og maður setur ekki kelly í hægri bakvörð og johnson í vinstri , heldur öfugt
    kv. moli

Liverpool á eftir 17 ára enskum leikmanni

Blackpool 2 Liverpool 1