Hverjir verða EKKI með á morgun?

Það verður ansi spennandi að sjá hvaða leikmenn munu EKKI spila fyrir Liverpool á móti TNS í undankeppni Meistaradeildarinnar á morgun (ég býst við upphitun frá Kristjáni í kvöld). Aðallega virðast menn hafa áhuga á tveim leikmönnum.

Ef Jerzy Dudek verður á bekknum, þá er greinilegt að Benitez ætlar að halda honum. Hvernig fæ ég það út? Jú, ef að Reina myndi meiðast, þá myndi Rafa *neyðast* til að setja Dudek inná og því myndi hann ekki geta spilað meira í Evrópukeppnunum.

Þannig að ef við sjáum Carson á bekknum á morgun, þá held ég að Dudek muni taka það sem bein skilaboð og að hann fari frá liðinu.

Hitt spurningarmerkið er svo Milan Baros. Þeir á [Liverpool.is segjast hafa fyrir því heimildir að Milan verði ekki með á morgun](http://www.liverpool.is/frettir/frett.asp?id=6947). Hann verður kannski sem varamaður, en hann verði ekki notaður í leiknum. Það verður spennandi að sjá hvað gerist.

2 Comments

  1. Ég er pottþéttur á því að Dudek og Baros verða hvorugur með á morgun, og Núnez ekki heldur. Ef þetta væri sterkara lið sem við værum að fara að mæta á morgun væri ég ekki eins viss, en ég meina við eigum að geta sett John Welsh, Darren Potter og Tony Le Tallec í sóknina á morgun og samt rústað þessu liði. Við þurfum einfaldlega ekki Dudek, Baros og Núnez. Því finnst mér fullkomlega eðlilegt að þeir sitji hjá, á meðan það er ennþá einhver möguleiki á að þeir yfirgefi liðið.

Vignal til Portsmouth (staðfest)

Reina & Momo kynntir + aðrar fréttir