Ryan Babel á leið til Hoffenheim (uppfært: eða hvað?)

Uppfært (KAR): Svo virðist sem salan á Babel sé aðeins flóknari en fyrst sýndist. Klúbburinn staðfesti að þeir hefðu tekið tilboði Hoffenheim í gær eins og færslan hér fyrir neðan sýnir en í dag berast fréttir af því að Babel sé enn að reyna að komast til Ajax og muni bara skoða Hoffenheim ef það gangi ekki upp. Hann sé samt sem áður staddur í Þýskalandi núna að tala við Hoffenheim.

Undarlegt. Þetta skýrist eflaust fljótlega. Upphaflega færslan er hér fyrir neðan.


LFC TV staðfestir í dag óvæntar fréttir: Þeir hafa tekið tilboði Hoffenheim í Þýskalandi í Ryan Babel og hann er farinn til Þýskalands til að semja um kaup og kjör, sem menn telja að verði ekki fyrirstaða.

Þar með lýkur væntanlega þriggja og hálfs árs veru Babel hjá Liverpool sem getur ekki talist annað en mikil vonbrigði. Hann kostaði helling, var mjög eftirsóttur og menn voru vægast sagt spenntir þegar hann kom. Hann spilaði vel á fyrsta tímabili sínu sem fastamaður í liðinu en eftir að samkeppnin um stöður jókst og hann þurfti að keppa við menn eins og Riera, Benayoun, Joe Cole og Maxi um stöðu í liðinu náði hann sér einfaldlega aldrei á strik. Það að síðustu þrír stjórar Liverpool (Benítez, Hodgson, Dalglish) hafi verið búnir að gefast upp á honum og engin not haft fyrir hann segir sitt og því var best fyrir alla að leiðir skildu.

Ég viðurkenni fyrir mína parta að ég sé ekki mikið eftir Babel. Hann hafði alla líkamsburði og tæknigetu til að verða góður leikmaður en hausinn vantaði allan tímann. Hann virtist skorta leikskilning og yfirvegun og lét allt of mörg tækifæri hjá líða án þess að stimpla sig inn eftir að tækifærunum fór að fækka.

Takk fyrir mörkin og Twitter-sögurnar, Ryan. Gangi honum sem best í Þýskalandi.

111 Comments

  1. Besta mál. Nú losnar pláss, sem vonandi Suarez fyllir.

    Ég vona þó að kaupverðið sé meira en 7 milljónir Evra, rúmar fimm milljónir punda, eins og talað er um. Finnst það alltof lítið. Hugsanlega er þetta upphaflegt verð, svo bætist ofan á þetta…

  2. Megi honum ganga sem allra best í Þýskalandi. Vonandi verða þessi kaup eitthvað almennilega upp í kaupin á Suarez. Ætli líkurnar að hann komi minnki eða?

  3. Babel er ekki farinn enn… hann á eftir að klára samningaviðræður við Hoffenheim. Ef ég man rétt þá hefur áður verið samþykkt boð í hann en hann neitaði þegar allt havaríið var síðasta haust, leiðréttið mig ef mig misminnir. Ég hef alltaf haldið upp á Babel og fundist hann hafa mikið að bjóða en alltaf vantað herslumuninn. Held að þetta virki einhvernveginn svona hjá honum… “3 menn fyrir framan mig, best að setja hausinn undir sig og keyra á þá” … seinna… “Hmm, auður kantur… best að gefa aftur á Poulsen”. Ákvarðanir virðast ekki vera hans sterka hlið þótt þetta sé kannski ýkt dæmi.

    Held að þetta sé fullreynt og fínt að gera pláss fyrir betri menn en þeir þurfa þá POTTÞÉTT að koma!!!

  4. Ég sé nú ekki heldur mikið eftir honum en hef óþægilega mikinn grun um að hann eigi eftir að standa sig prýðilega annarstaðar (Hoffenheim) en gangi honum bara sem allra best.

  5. Menn eru að tala á Twitter um að þetta séu líklegast 7m Evra staðgreitt og svo einhverjar 2-3m Evra í viðbætur ef honum gengur vel þarna næstu 18 mánuðina.

    Þetta er jákvætt fyrir alla aðila. Babel fer til spennandi liðs í spennandi deild þar sem hann fær að spila reglulega, vera fastamaður. Á sama tíma losum við stórt pláss á launaskránni og vinstri framherjastöðunni fyrir … Luis Suarez, hlýtur að vera. 🙂

    Allt að gerast.

  6. 5 millj. punda finnst mér alltof lítið fyrir Babel.
    Mikið vona ég að við fáum þá Suarez og Young til okkar. Væri ekki möguleiki að setja Jovanovic uppí A.Young?? Húlli hlítur að vera til í það uppá gamla tíma :o)) YNWA

  7. úff ekki hélt ég að við myndtum byrja á að selja í jan heldur kaupa ;S samt klárt að hans tími var liðinn.

  8. Nú er ég að spá, hefur liðið okkar selt einhverja menn síðustu ár með hagnaði?? Man nú ekki eftir einum einasta sem seldur hefur verið með hagnaði burt síðust 5 árin. Er einhver með lista yfir þetta?

    Babel keyptur á 12 millur – seldur á 7(miðað við þessa frétt)
    Aquilani – keyptur á 16? – forkaupsréttur Juve í kringum 12 miðað við fréttir sem ég las einhversstaðar fyrir langalöngu.
    Svona fyrstu dæmin sem mér dettur í hug um menn sem eru á góðum aldri en seldir með miklu tapi

  9. Þetta hlýtur bara að þýða að annar leikmaður sé á leið inn. Suarez kannski. Spila svipaða stöðu, en Suarez hefur klárlega það sem Babel vantar alla ákveðni og baráttu. Hefði viljað halda honum og gefið honum fleirri sénsa fyrir menn eins og Maxi sem er bæði kominn á aldur og er lakari leikmaður að mínu mati þó reynslan sé meiri.

    Vonandi Babel vegna þá vona ég að honum gangi allt í haginn hjá Hoffenheim. Mér er sérstaklega minnugt markið hans gegn Arsenal í meistaradeildinni á sínum tíma þegar hann spólaði sig fram hjá Fabregas.

    Gangi þér vel Babel.

  10. Siffi, það var örlítill hagnaður af Xabi Alonso, en kannski ekkert til að tala um 😉

  11. Það var tap fyrir Liverpool að missa Alonso, sama á hvað hann fór.

  12. Djöfull væri gott að sjá liðið svona með réttum ákvörðunum:

    Reina
    Kelly-Hyypia/Agger-Hangeland-Wilson
    Meireles-Alonso
    Kuyt/A.Young-Gerrard-Suarez
    Torres

  13. Eins gott að það komi einhverjir leikmenn til að bæta hópinn þar sem vuð megum alls ekki við því að grynnka á hópnum.
    En mig minnir að Bellamy hafi verið seldur með einhverjum 2 milljón punda hagnaði.
    Áfram Liverpool og já Ísland of course 😉

  14. 21 Sindri hittir naglann alveg á höfuðið.

    Það var alltaf tap Liverpool að selja Alonso, án tillits til verðs. En við þökkum Babel fyrir komuna og óskum honum velfarnaðar í Þýskalandi.

  15. Mascherano fór að ég held á mjög svipaða upphæð og við keyptum hann á. Er líka búinn að vera gera góða hluti síðan hann komst loksins til Barcelona. Eða þannig 😉

  16. Já og ekki gleyma Voronin :o)) sem kom frítt og við fengum nokkur pund fyrir hann. En annars er þetta örugglega til á netinu einhversstaðar YNWA

  17. jæja fann smá þráð um kaup og sölur undir stjórn Benitezþ

    Kemur reyndar mest á óvart Alanso keyptur 10,75 – seldur 30 millur!! Hélt hann hefði verið miklu dýrari. En fínasti hagnaður þótt tap okkar hafi verið miklu meira af því að missa hann.

    Væri reyndar rosalega spenntur að fá Javi Martinez frá spáni, held hann gæti orðið svona gullmoli eins og Xabi.

    Fann líka með Macha 6 millu hagnaður, annars er þetta svona 1-2 millur í hagnað þegar við höfum grætt eitthvað en annars er nú oftast tap hjá okkur undir Benna.

    Gleður mig samt alltaf mikið að sjá hvað við fengum mikinn gullmola í Reina fyrir 6 millur

    http://www.liverweb.org.uk/benitez.asp

  18. 12 – Gylfi er Man Utd aðdáandi þar með getur hann aldrei orðið LFC leikmaður 😉

  19. Þetta er fínt mál. NEMA að það komi enginn í staðinn. Þá skil ég þetta ekki, því Babel er jú einn af fáum mönnum á bekknum, sem maður hafði á tilfinningunni að gæti bætt eitthvað í liðinu.

  20. Sturlast ef það kemur ekki einhver leikmaður í staðinn. Ekki einsog að það séu margir góðir sóknarmenn í Liverpool í dag!

  21. Flest kaup Benitez voru léleg. Josemi, Zenden, Pellegrino, Sissoko, Gonzalez, Kromkamp, El Zhar, Voronin, Leto, Pennant, Babel, SKRTEL, Dossena, Degen, KEANE, Riera sem dæmi, fullt fullt af öðrum sem maður hefur varla heyrt af eftir að hann keypti þá.

  22. Kenny the King farinn að hreynsa til, þó fyrr hefði verið.

    ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!!!!!!!

  23. Svona ef við viljum fá réttar upplýsingar um verð leikmanna förum við auðvitað á þá síðu sem er með réttar tölur:

    http://www.lfchistory.net/Transfers/ByManager/20-1

    hérna eru kaup Rafa með réttum tölum, í ansi mörgum tilvikum er liverweb að hækka tölurnar í báðar áttir. Aquilani endar sennilega í 15 milljónir þegar hann var keyptur og 13 þegar hann var seldur.

    Babel sýnist manni verða að lokum seldur fyrir ca. 7,5 milljónir punda sem er “tap” upp á 4 milljónir punda. Það finnst mér ekki óeðlilegt, við keyptum einn efnilegasta kantstriker Evrópu en seljum mjög sveiflukenndan leikmann sem verður 25 ára á þessu ári og á 18 mánuði eftir af samningnum. Hins vegar er þetta ekki klárt því að Babel sagði nei við Birmingham þegar hann var seldur í fyrra.

    Hvað varðar getu hans og réttmæti sölu þá var Rafa búinn að selja hann, Hodgson vildi selja hann og kóngurinn Dalglish samþykkir í hann tilboð en ætlar að byggja Poulsen og Konchesky upp.

    Ætli það segi ekki alveg til um réttmæti sölunnar…

  24. Jæja já, Babel að öllum líkdinum farinn og það er vonandi hans vegna að hann geri fína hluti í þýsku deildinni. Það sem hræðir mig mest er að hafa lesið grein þar sem Dalglish virðist snerta á því að það þyrfti ekki að bæta neinu við hópinn – erum við að horfa fram á enn einn gluggan þar sem við erum að selja fyrir meira en við kaupum? Maður var að vona að sá tími væri liðinn með brotthvarfi þeirra “úrvalsmanna” G&H

    Ég vona innilega að Suarez komi – flottur strákur sem hefur virkilegt “Winners attitude”, gefst aldrei upp og skal skora hvað sem það kostar (minnir á einn Fernando Torres á fyrsta tímabili með LFC)

    Ég væri líka til í að fá Asley Young og Stuart Downing en líkurnar á að Aston Villa sé til í að láta þá – hvað þá í janúar glugga eru frekar litlar (Nema auðvitað að þeir setji 30 millur í Bent)

    Annars bara takk fyrir góða síðu

    YNWA

  25. Verðum að losa okkur við Poulsen, Jovanovic og Konchesky. Trúi ekki að Dalglish sjái framtíð í þeim.
    Hafa ekki getað neitt og eru allir um þrítugt. Þannig að verðmiðinn lækkar bara og lækkar.

  26. Er ekki við hæfi að rifja upp Arsenal sigurinn í Meistaradeildinni þar sem Babel fékk víti og skoraði svo fjórða markið. Sjá hér á Youtube. Djöfull var það gaman.

    Og djöfull var það bara yfir höfuð gaman þegar að Liverpool spilaði einu sinni í Meistaradeildinni og komst þrisvar í undanúrslit – en þrátt fyrir það vildi stór hluti fólks á þesari síðu fá Benitez í burtu. Aaaah, good times.

  27. Fínar fréttir af Babel, hann hefur heilt yfir verið mikil vonbrigði. Hann nýtti ekki sénsana sem hann fékk og það gengur einfaldlega ekki til lengdar og þessvegna er ekki nokkur eftirsjá í honum, nema auðvitað Twitterlega séð.

    Annað sem er mjög gott við þetta er að það losnar pláss fyrir betri leikmann, vonandi Suarez. Það er ekki smuga að Babel sé seldur án þess að einhver sé á leiðinni inn, ég trúi því bara ekki.

    Eitt að lokum, djöfull elska ég hvernig LFC starfar núorðið á leikmannamarkaðinum, kaup (vonandi) og sölur poppa upp á þess að nokkuð sé um það rætt opinberlega. Vílað og dílað á bakvið tjöldin og ekkert gefið upp um hversu mikinn pening stjórinn fær til leikmannakaupa.

    Svona á þetta að vera.

  28. Óska Babel alls hins besta, en sé ekkert svakalega á eftir honum. Vonandi þýðir þetta að Suarez eða einhver álíka spennandi sé á leiðinni.

    Varðandi það að Kenny hafi sagt að hann hafi ekki beðið um neina nýja leikmenn og liðið sé nógu sterkt, þá finnst mér þau ummæli einfaldlega bera vott um það að við höfum mann í brúnni sem reynir að byggja upp sjálfstraust hjá liðinu í stað þess að rífa það niður. Ég er sannfærður um að hann hafi talað við Henry og aðra um kaup á nýjum leikmönnum, hann er bara ekkert að básúna um það á opinberum vettvangi að liðið sé veikt. Það er af hinu góða.

  29. Miðað við hvernig Babel er orðinn í dag að þá styð ég algerlega þessa sölu. Ég er alveg á því að Benitez hafi eyðilagt möguleikann á því að Babel hafi orðið þessi gæðaleikamaður sem maður trúði á að hann gæti orðið þegar að maður sá hann fyrst. Því miður var það ekki einn af kostum Benitez að eiga við unga leikmenn, er viss um að hann hefði klúðrað Ronaldo. 99% líkur á því að hann væri topp leikmaður í deildinni ef að hann hefði farið til Arsenal eða Utd.

  30. Flott videó þarna Einar Örn, ég sú tilfinning sem skall á mér við að horfa á það var samt þessi:

    Djöfull sakna ég Sami Hypiia 🙂

  31. Vill byrja á að óska Babel alls hins besta hjá Hoffenheim. Vonaði alltaf að það yrði e-ð meira úr honum. En afhverju eru engir leikmenn komnir til okkar í þessum blessaða janúarglugga ? Ég er að verða ansi taugaður ! Ég vill fá klassamenn inn sem fyrst. Skil hreinlega ekki að við seljum Babel núna þar sem enginn er kominn nýr inn í glugganum. Djöfull vona ég að kanarnir séu með e-r spil uppi í hendinni sem þeir eiga eftir að henda fram í fésið á mér sem fyrst.

  32. Maggi, þetta er rosaleg einföldun hjá þér að Dalglish vilji losna við Babel en ætli að byggja Poulsen og Konchesky upp. Þeir tveir félagar einfaldlega geta ekki farið til annars liðs fyrr en í sumar útaf reglum FIFA og því engar líkur á að þeir fari og ekkert annað að gera hjá Daglish en að reyna auka hjá þeim sjálfstraustið. Babel er hins vegar verðmeiri og með hærri launapakka og því meira freistandi að selja hann. Held að ef allir þrír leikmenn sætu við nákvæmlega sama borðið þá yrði Babel sá síðasti sem Daglish myndi losa sig við.

  33. …og Einar Örn, í alvöru? Viltu enn eina Rafa umræðuna? Sumir vildu hann áfram, aðrir vildu hann í burtu. Báðir hópar hafa eitthvað til síns máls. Aðal málið er þó að hann er farinn og stjórinn núna er KING Kenny Daglish….álíka tilgangslaust að ræða Benitez eins og að ræða Sissoko, Traore eða Sean Dundee.

    Áfram LIVERPOOL og áfram KING KENNY!!!

  34. Miðað við það sem maður hefur lesið af kerfi Rangnick hjá Hoffenheim þá gætu bara verið bjartir tímar framundan hjá kallinum, þeas ef þeir nota enn það kerfi. Hann tekur þá við af Demba Ba (sem eltir peninga á meðan Babel eltir mínútur) og spilar sem vængframherji og hefur mun meiri sóknarskyldur en hjá Liverpool í gegnum árin. Það kæmi mér lítið á óvart ef hann stendur sig vel hjá Hoffenheim og óska ég honum alls hins besta. Gylfi á eflaust eftir að setja ófáar stoðsendingarnar á kappann.

    Þá er bara að krossleggja fingur og vona að við kaupum Suarez, öll önnur kaup að auki yrðu bara bónus. Skil ekki alveg þessa Warnock pælingu, hann er ekkert betri en Konchesky þannig séð. Er ekki nóg að vera með einn “traustan” enskan vinstri bakvörð.

  35. Góðar fréttir og var orðið tímabært ! Megi Babel ganga allt í haginn í Þýskalandi !

    En ég held að það sé alveg ljóst að við erum að fara að sjá stórar fréttir á allra næstu dögum. Vonandi á morgun bara ! Hver það er sem er að koma er greinilega algert hernaðarleyndamál en það bendir allt til að Suarez sé að koma þar sem að Babel missti þetta út úr sér að hann væri til í að fara og koma í stað hans hjá Ajax, AS IF.

    Hvernig sem það er þá er Suarez ekki nóg einn og sér, menn þurfa að taka hraustlega til sín á leikmannamarkaði eigi eitthvað að fara að gerast í deildinni ! Ég ætla að spá því að Kenny Dalglish verði áfram við völd hjá Liverpool ásamt Comolli, keyptir verði 2 nýjir leikmenn og kannski 1 – 2 fengnir á láni í janúarglugganum. Svo næsta sumar verði hraustlega tekið til þar sem leikmenn eins og Pulsan, Konchensky, Jovanovic, Skertl og Maxi ásamt einhverjum fleiri sultum verði látnir róa á önnur mið. Ég held að Johnson og Cole fái annað tímabil til að sanna sig einvörðungu vegna kvótans góða !

  36. …og Einar Örn, í alvöru? Viltu enn eina Rafa umræðuna?

    Nei, alls ekki. En mikið voru þetta samt góðir tímar þegar við vorum að brillera í CL, en menn gátu samt tuðað endalaust yfir því hvað allt væri ómögulegt hjá Liverpool. Síðustu 2 ár hafa jú sýnt manni að ástandið var bara helvíti gott.

  37. Það er auðvelt að miða ástandið þá við ástandið núna og segja að allt hafi bara verið helvíti gott þá… 😉

  38. …en við skulum ekki stela meira plássi í þessum þræði og höldum honum um Babel 🙂

  39. Það er auðvelt að miða ástandið þá við ástandið núna og segja að allt hafi bara verið helvíti gott þá… 😉

    Það er auðvelt af því að það er satt. Ég gæfi ansi margt til að geta fært þetta lið aftur til ársins 2007, áður en H&G eignuðust félagið, lykilleikmenn fóru að vera seldir upp í skuldir og Rafa var rekinn.

  40. Verð bara að taka pabba hennar völu grand á þetta eftir að hafa horft á þetta video!

    Torres síðhærður og með eldsnöggar fætur what a beauty og Rafa alveg graceus á hliðarlínunni 😀

    Þetta voru tímarnir sem maður gat svarað manjú gimpunum fullum hálsi… Hlakka til þess að geta það aftur!

  41. Ég held líka að allir séu sammála ykkur í að ástandið var betra þá. En það er auðvelt að taka eitthvað ástand, bera það saman við virkielga vont ástand, og segja að ástandið þá hafi bara verið nokkuð gott. Þó ástandið sé virkilega vont núna(vonandi þó bjartara með komu kóngsins) þá er ekki þar með sagt að allt hafi verið í blóma undir stjórn Rafa, heldur betur ekki.

    Eigum við ekki bara að gefa skít í fortíðina og horfa saman til framtíðar? Núna er það hún sem skiptir öllu…

  42. Frábært er ansi hræddur um að við vorum að veikja okkur enn einn gluggan

  43. Vona að Suarez sé koma eftir þessar fréttir og held að torres ætti að verða ljóshærður aftur hann var miklu berti þá 🙂

  44. Ég held að ég muni samt helst eftir markinu hans gegn United á Anfield 2008 þegar Liverpool vann 2-1 og hann kom inná sem sub og skoraði í lokin:)

  45. Flott hjá Babel að fara til Hoffenheim, skil ekki afhverju hann var ekki löngu farinn, Gott að King Kenny er byrjaður að hreinsa til draslið og VONANDI kemur hann inn með flottari leikmenn í hærri klassa en Babel, Milan, Konshesky og flr. Liverpool FC er stærra lið en það er í dag 😉

  46. ef arsenal hefði keypt hann á sínum tíma í staðinn fyrir liverpool væri hann svona top5 í ensku

  47. Það eru blendnar tilfinningar hjá manni við þessar fréttir. Mér finnst Babel engan veginn hafa fengið sama séns og margir aðrir hjá klúbbnum. Benitez frysti hann alltof mikið og eins komst hann ekkert að hjá RH. Hins vegar er ekki til neins að láta hann dúsa á bekknum eða fyrir utan liðið. Ef verðið er rétt ( 7 m. EUR) þá er það alltof lágt að mínu mati. Reikna með að Hoffeinheim sé að gera góðan díl þarna. Vonandi gengur honum vel þarna. Klárt að hann fær a.m.k. að spila hjá þeim. Eins gott að King Kenny og co kaupi annan og betri mann í staðinn. Annars er þetta klúður.

  48. Jæja enn einn “glugginn” þar sem fyrst þarf að selja áður en við kaupum.

    Það var jú full reynt með Babel að spila á vinstri kanti og frammi en ég man eftir aðeins tveimur leikjum þar sem hann spilaði á hægri kanti og í þeim báðum átti hann stoðsendingu. Það hlítur að vera einhver svaka öflug útskíring á þessari hræðslu við að láta hann spila hægra meginn. Kuyt er ekki leikmaður sem nýtir svæðið fyrir aftan bakverði með hraða sínum og þeir eru fáir varnarmennirnir sem hann getur “tekið á”. Ég er sammála þeim sem benda á að Babel er….uuuuhhh var einn af fáum ef ekki sá eini sem maður sá fyrir sér koma inn af bekknum og breyta leikjum. Liverpool er alveg skelfilega statt þegar maður lítur á þunnan leikmannahópinn. En leikmaðurinn er farinn og það þýðir ekkert að gráta Björn bónda, heldur skal safna liði og hefna hans.

    Finnst að Babel var seldur vil ég fá tvo klassaleikmenn í stað hans. Þannig bætum við hópinn.

    Og í lokinn…. Poulsen og Konchecky verða í fyrsta lagi seldir í sumar þar sem, eins og réttilega er bent á hér að ofan, leikmenn meiga bara spila með tveimur liðum á hverju tímabili.

  49. Það er svo augljóst þegar þú bendir á það Gúndi…

    Flott hjá Babel og fínt fyrir Liverpool. Hann hefur líkamlegu eiginleika góðs leikmanns en hefur í ekki “heilann/skynsemina”.

  50. Magnað hvað þeir vinna mikið bakvið tjöldin þessir nýju eigendur, maður spyr sig hvort Babel hafi eitthvað fengið að vita um þetta fyrr en bara kortér í sölu ? Var hann ekki bara í viðtali í dag þar sem hann sagðist vera jákvæður fyrir því að fara yfir til Ajax ?

  51. Löngu hættur að skilja þessa aðdáun á Babel sem fékk mjög marga sénsa og klúðraðið þeim. Hæfileikarnir voru til staðar en hausinn annars staðar. Gangi honum vel hjá Hoffenheim og vonandi fáum við leikmann sem skilar meiru en hann.

  52. Gott mál.
    Er viss um að búið er að ganga frá einhverjum kaupum annars hefðum við ekki selt. Ekki eins og við eigum marga sóknarþenkjandi menn þannig að ég trúi ekki að Babel sé látinn fara nema samningar um annan í hans stað séu í höfn bakvið tjöldin.

    Vonandi Suarez!!!!!

  53. Ég er þá berdreyminn eftir allt, rauða spjaldið þýddi burt frá Anfield.

    Læt ykkur vita þegar mig dreymir næst.

  54. Henry hefur alltaf sagt, við ætlum aldrei undir neinum kringumstæðum að veikja liðið, þannig að það hlýtur að vera einhver á leiðinni.

  55. Skil ekki menn sem hefðu viljað sjá Babel áfram, hann er búinn að fá næg tækifæri en hefur einfaldlega ekki nýtt þau.

  56. Ef við fáum Downing i staðinn verð ég virkilega vonsvikinn. Hann er á réttum stað, á ekki heima í toppbolta. Á heima hjá ágætu liði sem getur komið á óvart, hvorki meira né minna.

  57. Jæja kannski að hreinsunin sé byrjuð. Auðvitað fara bestu bitarnir sem eru í boði fyrst. Það kaupir td enginn klúbbur með einhvern metnað snillinginn hann Poulsen. Hef engar áhyggjur af þessum glugga annars og er 100 prósent viss að við munum fá góða styrkingu næstu daga. Held nú reyndar að það verði aldrei meira en tveir menn sem koma til okkar að þessu sinni en það er ágætis byrjun.

    Hinsvegar er virkilega gaman að sjá hvað það eru margir klúbbar í PL sem eru tilbúnir að eyða dágóðum upphæðum í hina og þessa menn. Þetta ætti nú bara að þétta deildina enn frekar í framtíðinni sem er hið besta mál.

  58. Er mikið búinn að fara yfir netið og heyra í mér vitrari mönnum sem segja mér að reglugerð KSÍ sé sú sama og er hjá FIFA.

    Þar segir um gjaldgengi í liðum:

    10.1.1. Leikmaður getur mest verið skráður í þrjú félög á keppnistímabilinu. Á því
    tímabili er honum aðeins heimilt að taka þátt í opinberum knattspyrnuleikjum með
    tveimur félögum sbr. þó ákvæði um tímabundin félagaskipti í 16. grein

    Svo twittar góður drengur, Tor Kristian Karlsted “football analyst and (ex) chief scout” þetta tvennt í dag:

    Top 5 “pimped” (by agents) players right now: cardozo (benfica), traore (cluj), vossen (genk), jovanovic (liverpool) c.rodriguez (fc porto). Any premier league club that’s not been sent cv on these players should check the fax machine for paper.

    Svo eru fréttir í dag sem ég finn ekki aftur sem voru að bendla Joe Cole við það að fara aftur til London. Poulsen hefur allavega klárlega ekki leikið með öðru liði en Liverpool í keppni og samkvæmt því sem ég finn út er Konchesky líka alveg á kláru með að mega fara til annars liðs. Það er allavega 100% klárt að það má lána þá frá klúbbnum fram á sumar. En ef einhver finnur annað heimta ég að fá leiðréttingu því þetta finnst mér skipta máli.

    Svo sé ég ekki hvers vegna Kenny Dalglish myndi vilja selja Ryan Babel ef hann hefur á honum mikla trú?!? Miðað við það sem hann hefur sagt er hann alveg til í að halda áfram með sama hópinn og vinna með hann, en eftir fyrstu 10 dagana er hann tilbúinn að láta Babel fara. Ryan Babel er mjög góður leikmaður, en bara alls, alls, alls ekki nógu stöðugur að mínu mati. Þarf miklu meira svæði og meiri tíma til að ná að skapa hættu. Hann hefur á undanförnum árum átt afar erfitt með að komast framhjá bakvörðum sem koma aggressívt á hann og hann hefur þá snúið oftar en ekki til baka og þá oft átt svakalega slæmar sendingar.

    En auðvitað á hann margar jákvæðar minningar og ég vona heitt og innilega að hann snúi Gylfa frá villu síns United-vegar og meiki það í Þýskalandi, í fótbolta sem ég held að henti honum vel.

    Eins og með alla aðra sem hafa lagt sig fram hjá LFC bara klappar maður þegar þeir eru kallaðir af velli. Hvert sem þeir fara.

    Einar Örn og Kristján Atli. Spáið í það, það eru ekki nema tæp tvö ár síðan sem við létum okkur dreyma um að ná enska meistaratitlinum og rúmt ár síðan við vorum brjáluð yfir því að vera í Europa League. Nú látum við eins og það að skríða inn í Europa League sé “ásættanlegur árangur”.

    Shit hvað þessu liði okkar var skellt í skítinn af eigendum þess sumarið 2009 og mikið ferlega vona ég að við náum einhvern tíma aftur þeim árangri að komast þrjú ár af fjórum í undanúrslit CL og verðum í topp þrjú sætum allan veturinn.

    Those were the days of our lives!!!

    • Suarez er víst kominn til Liverpool og búinn að skrifa undir með 90k á viku, hinsvegar á eftir að ákveða með kaupverðið milli Ajax og Liverpool. Þetta kemur fram þarna inná spjallborðinu.

    Já, finnst þér þetta ekki líka bara nokkuð líklegt, að Liverpool sé búið að semja við mann, og allir búnir að skrifa undir, allt klappað og klárt.. en það á bara eftir að ákveða hvað leikmaðurinn kostar ?? Svona rétt eins og það sé bara löglegt að gera atvinnumannasamning við leikmann sem annað lið á, og menn ekki einu sinni búnir að ákveða verðið á blessuðum leikmanninum ?

    Ég þakka Babel fyrir hans tíma hjá félaginu, en rétt eins og margir aðrir, þá hefði ég nú viljað sjá hann springa betur út hjá okkur, og átti reyndar von á að það myndi gerast, þegar við keyptum hann. Hvort hausinn var í lagi, eða ekki, skal ég ekki fullyrða um, en það er öllum ljóst að hann varð ekki sá leikmaður sem við vonuðumst eftir.

    Ég er hinsvegar alls ekki sammála þeim þankagangi að hægt sé að tala um að leikmenn séu seldir með hagnaði eða tapi, eins og margir hér virðast vilja láta í veðri vaka. Menn gleyma oft að taka ansi stórar breytur með í reikninginn. Ef þú kaupir leikmann á þúsund kall, sem spilar fyrir þig í 4 ár, og selur hann svo á 500 kall, er þá eðlilegt að menn tali um fimmhundruð króna tap ? En ef þú kaupir leikmann á 10 milljónir, og hann spilar ekkert fyrir þig, en þú borgar honum 2 milljónir í laun á 3 árum, og svo selurðu hann á 11 milljónir…?? Er þá um milljón punda gróða að ræða ??

    Þetta eru svo huglægt mat, að það þýðir ekkert að kasta krónutölu á þetta, frá mínum bæjardyrum séð… það er bara einfaldlega sagan sem dæmir menn, og við sjáum það strax að leikmenn eins og Reina hafa alltaf borgað sig, en svo eru aðrir leikmenn sem hafa valdið vonbrigðum miðað við það fjármagn sem þeir kostuðu.

    En að tala um tap og gróða, á leikmönnum sem hafa verið samningsbundnir og nýttir, í all nokkurn tíma, finnst mér full mikil einföldun.

    En að þessu sögðu, þá held ég að það hafi verið jákvætt fyrir báða aðila (LFC og Babel), að hann færi til annars félags, og vona ég að honum gangi vel þar. Reyndar býst ég við, að hann geri góða hluti í Þýskalandi, og það verður gaman að fylgjast með honum þar. Ég mun hinsvegar verða alveg laus við að koma hingað inn, og skilja eftir mig komment á borð við ; nú er Babel að brillera í Þýskalandi og við gátum ekki notað hann.. og etc etc…- hans tími er einfaldlega búin hjá Liverpool, og ég held að það séu allir sáttir með að hann hverfi á braut.
    Fínn leikmaður, en varð aldrei sá leikmaður sem við vonuðumst eftir að hann yrði, og því fínt mál að hann reyni fyrir sér á nýjum vígsstöðvum.

    En ég SKAL sjá einhvern leikmann koma núna í janúarglugganum, í staðinn fyrir hann… annars skal ég éta af mér hægri höndina…

    Insjallah…
    Carl Berg

  59. Ég verð samt að setja spurningarmerki um að vera búnir að losa okkur við sóknarmann og þá vita önnur lið að Liverpool eru desperate að fá inn nýjan sóknarmann og geta hækkað verðið.

    Og svo er annað, áttu þessir menn ekki að eiga nóg af peningum ? Samt virðist sem að við verðum ennþá að selja áður en við getum keypt menn. Mikið djöfull er ég orðinn leiður á þessu peningaleysi hjá þessu félagi.

    Og þetta að Suarez sé kominn og búinn að skrifa undir er MJÖG ólíklegt enda á eftir að semja við Ajax um verð og það virðist ekki mikið vera í gangi, allavega ekki opinberlega.

  60. Finnst mönnum 91 leikur fyrir félagið ekki nægur séns? Eru menn búnir að gleyma seinustu sénsum, m.a. Northampton Town sénsinum?

    Tel það nokkuð gott að fá 7-10 milljónir Evra fyrir manninn. Nokkuð viss um að nýr leikmaður verði kominn til klúbbsins næstu vikuna og við verðum allir búnir að gleyma Babel.

  61. Það er munur á að eiga fullt af peningum og því að sólunda peningum vinstri hægri í over-priced leikmenn. Við skulum ekkert örvænta enn. Ég hef þá trú að FSG muni fjárfesta af skynsemi í nýjum mönnum en finnst líklegra að það gerist í sumar frekar en núna í janúar.

  62. Betri eru 7 milljónir Evra en Patrice Evra. Æ ég ætti kannski að fara að sofa…

  63. Ási, hann er að sjálfsögðu ekkert búinn að skrifa undir en menn eru búnir að ræða við umbann um væntanlega launatölu og svo framvegis. Félögin eru líklegast bara ennþá að ræða um hversu mikið út og hvernig restin verður strúktúreruð (x eftir leiki, x eftir mörk og svo framvegis). Slíkt getur alltaf tekið smá tíma meðan menn eru að henda tölum á milli sín.

  64. góðar fyrirsagnir og fl. svo er ég búin að læra að skrolla yfir sum nöfn og halda leið minni áfram að jákvæðni í garð lfc. Halldór Bragi mér finnst þú nokkuð Óþægur viku eftir viku en ert eflaust fínn gaur.. treystum á gæði kd. og vilja nesv. til titilbaráttu okkar manna í framtíðinni og berum virðingu fyrir síðuhöldurum fyrir ómælda vinnu og gæði þessarar síðu, en án þeirra þyrftum við bara að þola konurnar okkar, þeir tugi manna sem hér rita geta aldrei verið sammála um allt en verum þó sammála um eitt YNWA KOP.IS

  65. Carl Berg….þú ert af sama sauðahúsi og þeir sem reka þessa síðu, vel hyrndur og með sterklegar klaufir :). Þ.e. Ég myndi vilja lesa meira af þínum hugleiðingum varðandi Liverpool.

    Nokkur séns á að þú takir að þér skrif í pistlaformi á kop.is ?
    Myndi létta á þeim sem fyrir eru og skapa frekari breidd á þessari frábæru síðu!

    En takk fyrir mig, án ykkar og þeirra sem setja inn athugasendir(kop.is samfélagsins) þá hefðu síðustu 18 mánuðir verið óbærilegir og ég líklega bara gefist upp á að styðja mitt elskaða félag(…eða ekki ….hooked for life….for better or worse). En þetta er búið að vera mjööööög erfitt og frústerandi. Vona að Kóngurinn nái að signa einhverja demanta og koma liðinu aftur á rétta braut.

    En Strákar….þið sem rekið kop.is, endilega “reynið við” þá suma sem hér koma inn með athugasemdir og koma með heilu pistlana af “góðgæti”, vel fram settum athugasemdum í nánast greinarstíl, og fáið þá til að pósta sínar hugleiðingar með reglulegri hætti hér inn.

    Ég er einn af þeim sem fer einn á kop.is mörgum sinnum á dag og les af áfergju um leið og ég tek þennan venjulega “slúðurhring” en líkar best ykkar innslag.

    Takk fyrir mig
    Islogi

  66. Ryan Babel Agent: “Hoffenheim will only be an option if Ryan isn’t allowed to go on loan to Ajax or they do not want him”

  67. 34 :

    Finnst þér virkilega gaman að steypa svona Maggi?

    ‘Aquilani endar sennilega í 15 milljónir þegar hann var keyptur og 13 þegar hann var seldur.’

    Leikmaðurinn kostaði 20m Evra (væntanlega þessar 17.1 m Punda á síðu Mumma) plús árangurstengdar greiðslur sem eru sennilega fæstar að fara detta inn. Hvernig færðu 15m út úr þessu?

    Og 13m til baka? Af því að Juve er með réttinn á að kaupa hann á 16m Evra? Ef þú þekkir eitthvað til Juventus og hefur lesið eitthvað af því sem þeir hafa látið út úr sér hafa varðandi Aquilani þá ættirðu að vita að þeir ætla sér ekki að borga alla þá upphæð fyrir kappann.

    En endilega haltu áfram að bulla, þú ert bestur í því.

  68. 79 Gummi, ég er ósammála þér, heldur vildi ég að Liverpool ætti einn Patrice Evra í vinstri bak en 7.milljónir evra í peningaskáp!

  69. Ég uppfærði þessa færslu aðeins með nýjustu fréttum. Ég geri fastlega ráð fyrir að Babel verði seldur, fyrst klúbburinn þorði að birta frétt um Hoffenheim-tilboðið og allt saman. Spurningin er bara hvort hann nái að þrýsta í gegn draumasölunni til Ajax, sem hann virðist vilja mest af öllu, eða hvort Hoffenheim fái hann að lokum.

    Já og Islogi (#85), mönnum er frjálst að senda inn gestapistla ef þeir vilja spreyta sig. Ég les það yfir og ákveð hvort við viljum birta það á síðunni, og ef menn skrifa virkilega flotta pistla er aldrei að vita. Annars grunar mig að Carl Berg líki best að geta rifið kjaft og tuðað á bak við tjöldin í stað þess að vera pistlahöfundur. 😉

  70. Guillem Balague tweetaði þessu: “Liverpool negotiating with few strikers. Made an offer for Negredo but Luis Suarez is in pole position. Torres tends to b on his own upfront”

    Og Ben Smith á Times þessu: “#lfc and #ajax still some way apart on valuation of Suarez – but by no means insurmountable”

    Vonum að þetta klárist sem fyrst!

  71. Þetta er ótrúlegt. Í hvert sinn sem leikmannaglugginn opnast hefst Babel-hringekjan og sögur ganga um að hann sé á leiðinni hingað og þangað, eða nei annars, ekki þangað heldur hingað og þessi og hinn eru hugsanlega að hugsa um að gera tilboð, eða nei annars, það er einhver annar sem er kannski hugsanlega að hugsa um að gera tilboð. Ætli við sitjum ekki bara uppi með hann á endanum eins og vanalega?

  72. Mér finnst þetta nú bara vera til marks um gott bisness vit!
    Ef Ajax ætlar að reyna að kreista niður verðið á Babel, og fara upp m. verðið á Suarez að þá bara skoða FSG markaðinn og geta sagt sig vera með kaupanda að Babel upp á 6-7 millur, svo Ajax geti valið um að fá kannski 15 mills + Babel eða 15 mills + söluvirði Babel.

    Svona viðskiptahættir gætu fræðilega þýtt einn 5- 8 millu mann sem hægt væri að kaupa á tveggja til þriggja glugga fresti fyrir mismuninn!

    Þetta er bara hið besta mál!

    1. og 89. Ég er sammála þarna og væri til að lesa meira frá Carl Berg en grunar að það sé einmitt raunin, þ.e Carl Berg sé launsonur eða amk náskyldur einum pistlahöfundi. Svar Kristjáns Atla styður þá kenningu. (“,)
  73. Sorglegt hvað lítið kom út úr Babel eftir gott fyrsta tímabil.
    Að mínu mati er þetta mjög góður leikmaður sem henti frábærlega sem kantstriker en síðustu ár hefur hann einfaldlega verið með lítið sem ekkert sjálfstraust og þar fannst mér Benitez bregðast honum. Ég er alveg sannfærður að hann muni henta vel í þýsku deildina og muni standa sig vel þar.
    Það verður frábært að fá Suarez inn en mér finnst við verða að styrkja vörnina líka. Afgerandi miðvörð (Gary Cahill) og vinstri bakvörð.

  74. Hvernig væri að fá Samba frá Blackburn, Þetta er stór og mikill miðvörður sem er gríðarlega sterkur í föstum leikatriðum og ég held að hann yrði mjög öflugur með Agger í vörninni.

  75. Fréttir berast að Suarez díll sé ekki yfirvofandi þar sem að Ajax fer fram á mun hærra verð en Liverpool er tilbúið að greiða fyrir hann. Er farinn að hallast að því að það sé alltaf sama sagan að 2 – 3 millur standi í veginum ! Þannig höfum við misst ansi góða leikmenn í gegnum tíðina, á nísku !

  76. @98

    Af sömu ástæðum hafa leikmannakaup verið gagnrýnd, eftir að leikmenn hafi floppað, þar sem greitt var of mikið fyrir leikmenn.

  77. Ég neita að trúa því að þeir klári þetta mál ekki.
    Suarez strax, svo klára kantmann og miðvörð ” cahill” svo væri ég til í Van Bommel

  78. Haukur þú segir 2-3 miljónir bara vera níska en þessar 2-3 miljónir punda gera á bilinu 375-563 miljónir króna og auðvitað vilja menn reyna að fá sem besta samning en það er rétt engu að síður að við höfum misst af nokkrum ansi góðum leikmönnum útaf 2-3 miljónum.

  79. Nr. 99
    Það er alveg rétt. Babel er kannski eitt dæmið um mann sem greitt var alltof mikið fyrir. En mér finnst ekki rétt að bera saman kaup á miðlungsleikmanni fyrir 10 millur og svo frábærum leikmanni fyrir 30 millur. Sumt veit maður hvað maður er að fá fyrir peninginn og ég held að Suarez sé alveg pottþétt einn af þeim.

  80. Ég er nú bara spentari fyrir Lukaku heldur en Suarez, þótt sá síðarnefndi sé betri í dag.
    Liverpool er ekki að fara að gera neitt næstu 2 árin. Ég mundi telja það mjög góðan árangur að ná
    CL sæti á næst tímabili. Þ.e CL tímabilið 2012/2013, það er ansi langt í burtu. Þetta tímabil er búið,
    það þarf að byggja upp með 4-5 ára plan í huga.

  81. Nr. 103 Suarez er nú bara 23 ára gamall, það eru ansi mörg góð ár eftir í honum !

  82. Það styrkir LFC í samningaviðræðum við Ajax að Hoffenheim hafi boðið í Babel og tilboði verið tekið. Þeir hjá Ajax sjá að Babelinn er verðmætur og eftirsóttur og að við höfum fleiri möguleika en að senda hann til þeirra. Ég spái því að þetta tilboð Þjóðverjanna liðki fyrir og Suarez mæti fljótlega í bítlaborgina og Babel fari, sem skiptimynt, til síns draumaliðs. Varðandi prísinn á Babel, þá má væntanlega þakka fyrir að fá þennan pening fyrir mann sem hefur ekki spilað fótbolta síðan 2007.

  83. Ég held að Liverpool eigi ekki eftir að kaupa Suarez, heldur verður allt í einu tilkynnt um kaup á einhverjum allt öðrum manni sem hefur jafnvel aldrei verið minnst á í slúðrinu.
    Þó það sé engin reynsla komin á hvernig nýju eigendurnir eru í sambandi við leikmannakaup þá væri það alveg í stíl við þeirra stjórnunarhætti, gera hlutina bak við tjöldin

  84. Eitthvað virðist nú vera í gangi, Ben Smith Tweetar þetta núna:

    “lfc’s deal for Suarez gathering pace. I’m told @John_W_Henry met his agent for dinner in London last night”

  85. Babel virðist hafa úr nokkrum kostum að velja, allavega segir ITK Dan Bu í Hamborg þetta á Twitter í dag:

    “dan_bu dan_bu
    Hoffenheim sporting director Tanner confirms that Babel has to make a decision btwn several clubs. He doesn´t expect a decision this week.”

    “dan_bu dan_bu
    Babel was already in Hoffenheim for negotiations and his medical, but hasn´t decided to join them yet.”

  86. Samkvæmt fréttum er ekki líklegt að Suarez komi til okkar. Liverpool þarf að borga “fáránlega” háa upphæð fyrir hann segir Frank De Boer. Svo er maður alltaf að hugsa um Kezman sem fór til Chelsea á sínum tíma frá Hollandi og gjörsamlega drullaði uppá bak. Þannig að spurning hvort Liverpool eigi eitthvað að vera að eltast við hann?

  87. 110 “Svo er maður alltaf að hugsa um Kezman sem fór til Chelsea á sínum tíma frá Hollandi og gjörsamlega drullaði uppá bak.”

    Það er eitthvað sem segir mér að drápseðlið í Suarez sé á þó nokkuð hærra leveli en hjá Kezman. Það eitt og sér getur komið mönnum langt í þessari deild og svo skemmir ekki fyrir ef að smá skammtur af hæfileikum fylgir með. Mér hefur fundist það einkenna marga sem hafa komið með frábært record úr öðrum deildum en svo gert upp á bak í Englandi að þeir hafa verið heldur of linir til að geta ráðið við þessa deild. Má þar nefna Kezman, Morientes og fleiri. Þú þarft að vera nagli til að lifa af í þessari deild og það er eitthvað sem ég held að Suarez hafi klárlega. Eins og einhver orðaði svo skemmtilega í öðrum þræði “ég held að Suarez geti bitið frá sér”.

One Ping

  1. Pingback:

Opin umræða – Leikmannakaup?

Vandamál tiltektar!