Liverpool bjóða í Milito! (uppfært)

Echo staðhæfa að Liverpool [hafi boðið 7,5 milljónir punda í Gabriel Milito](http://icliverpool.icnetwork.co.uk/0500liverpoolfc/0100news/tm_objectid=15730390%26method=full%26siteid=50061%26headline=liverpool%2dtable%2dnew%2d%2d7%2d5m%2dbid%2dfor%2dmilito-name_page.html) varnarmann Real Zaragoza. BBC hafa [staðfest](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/l/liverpool/4678171.stm) þetta, en þeir segja að frekari upplýsinga sé að vænta.

Zaragoza hafa ekki viljað selja, enda var Milito með betri varnarmönnum í spænsku deildinni, en það er spurning hvort svona hátt tilboð fái þá til að skipta um skoðun.

The Guardian [fjalla einnig um þetta mál](http://football.guardian.co.uk/News_Story/0,1563,1527247,00.html) og minna okkur á ummæli Milito frá því fyrr í sumar:

> “If Liverpool make a concrete offer it would be very difficult to say no. I am happy at Real but it is not every day that the champions of Europe make you an offer.”

Gott mál.


**Uppfært (EÖE) kl.9:50**: Marca menn [segja að Zaragoza muni hafna](http://www.marca.com/edicion/noticia/0,2458,653162,00.html) tilboðinu í Milito, þar sem liðið hefur ekki áhuga á að selja. Liðið hefur boðið Milito nýjan samning, þar sem honum eru boðin betri laun.

En einsog við vitum þá er þetta allt í höndum leikmannsins. Ef hann kemur fram núna og segist vilja fara til Liverpool, þá er ólíklegt að Zaragoza geti stöðvað hann.

2 Comments

  1. Þurfum miðvörð, ekki spurning. Zaragoza vilja samt sem áður halda honum fyrir alla muni og hafa boðið honum mjög góðan samning. Af þeim miðvörðum sem hafa verið nefndir til sögunnar lýst mér best á Milito, verðið á enskum leikmönnum er náttúrulega fáránlegt þannig að Upson og Gallas yrðu ekki mikið ódýrari. Hann er líka bara 24ára! Vona að þetta gangi upp hjá Rafa!
    p.s Jose hin hrokafulli heldur því ennþá fram að hann sé sá sérstaki “I’m still the Special One” (sjá Mirror), Djö er hann klikkaður 😡

  2. Væri til í að fá Gallas frekar en annars tel ég að við gætum haft not fyrir þá báða!

T.N.S. á morgun! (+viðbót)

Meira um TNS