Opinn þráður – pass ‘n’ move

Leikur helgarinnar minnti óneitanlega á “the good old days” hvað kop.is varðar. Umræða eftir leik litlausari en oft áður, lengra milli ummæla, lítil sem engin rifrildi og allt í blóma þar til á endanum það gerðist, einhver fór að tala um að hann saknaði Josemi. Ef það eitt og sér öskrar ekki á nýjan þráð þá gerir það ekkert.

En það er ljóst að áhrif Dalglish eru að umbreyta klúbbnum á undraverðum tíma og núna fyrst er maður farinn að trúa þeim jákvæðu fréttum sem koma á opinberu síðu félagsins og frá leikmönnum liðsins. Ég get svo svarið það, ef ég sé einhvern brosandi í gulu vesti á æfingasvæðinu að misnota stóran plastbolta skal ég trúa því núna að hann er í alvörunni ánægður.

Það er allavega ljóst að Dalglish og Clarke eru búnir að snúa æfingaprógramminu við og nokkuð athyglivert að sjá leikmenn gagnrýna fyrrverandi knattspyrnustjóra óbeint á opinberu síðunni líkt og Dirk Kuyt gerði er hann sagði:

“It comes close to the Dutch style. ­Playing with early pressure on the opponents and a passing game with the ball low on the ground. Not all those long balls anymore“.

Afar ánægjulegt að heyra þetta og Poulsen tekur undir þetta í dag er hann segir að Dalglish vill láta okkur spila

Þetta er auðvitað nákvæmlega það sem við höfum séð frá liðinu í undanförnum leikjum, en það er samt gaman að heyra leikmenn tala opinskátt um þetta.

106 Comments

  1. Það mætti segja mér að hafi Gerrard einhvertíman klægjað í takkaskóna yfir því að spila, hvort sem það er eftir leikbann eða meiðsli, þá er það núna.

    Og sem betur fer þurfa hvorki hann né við að bíða mjög lengi, á miðvikudag koma Fulham í heimsókn á Anfield, djöfull er mig farið að hlakka til 🙂

  2. Um King Kenny

    “He still celebrates like a player when his team scores – arms high and wide and a smile even wider.”

  3. Rak líka augun í þetta í gær, svosem ekkert sem kemur manni á óvart en styrkir mann bara í þeirri trú að Hodgson og LFC var aldrei að fara að ganga og leikmennirnir sem við erum með henta betur því leikkerfi sem Rafa notaði, 4-2-3-1. En KD er hins vegar klárlega strax kominn með sín fingraför á liðið, við höldum boltanum lengur en við gerðum hjá Rafa og hann vill ekki slaka á í eina sekúndu, á móti því að Rafa fór stundum í að “shut up shop” of snemma.

    Líst MJÖG VEL á þessa útkomu sem við sáum um helgina.

    Ekki fannst mér leiðinlegra að sjá kónginn hrósa byltingu Rafa hjá unglinga- og varaliðunum og hrósinu á mannvalið sem Rafa náði í til að stjórna þar. Ég viðurkenni alveg að vera mjög glaður að sjá kónginn ætla að leiðrétta hlandhausaruglið í alls konar miðlum um það að Rafa hafi skilið liðið eftir í rúst! Það hefur sést ákaflega vel í síðustu tveimur leikjum að vandinn var ekki leikmennirnir sem klæddust búningnum heldur uppleggið! Enginn snillinganna í sjónvarpi þorir núna að tala um “the shambles Rafa left” enda var það partur af London-lobbýismanum sem varð til þess að “wannabe-Mourinho” töffarinn Purslow ákvað bara að taka mál í sínar hendur.

    Rafa benti svo á í viðtali líka um helgina að það var Purslow sem vildi ekki Kenny og réð RH, sennilega því að hann vissi það að Kenny, eins og Rafa, þekkti hefðir LFC og myndi ALDREI sætta sig við að Purslow héldi sínum völdum. Purslow vantaði hógværan já-mann til að fá að stjórna því sem hann vildi.

    Gillett-Hicks-Purslow-Hodgson. Ég legg til að héðan frá verði þeir kallaði Dalton-bræður þar sem menn mega velja hver er Íbbi Dalton!

    Ég hef ekki trú á öðru en Luis Suarez verði í jakkafötum á Anfield á miðvikudagskvöldið gegn Fulham og ansi margir sterkir miðlar eru nú búnir að segja Charlie Adam heimta það að fá að fara til Liverpool svo sennilega sjáum við báða í rauðum búningi. Veit ekki hvort Adam fellur undir “home-grown” reglunna, ef ekki erum við með 15 menn “utan heimalands” og getum þá ekki leitað lengur þar.

    Ég er svo ekki viss lengur um það að við eltumst við Warnock. Johnson hefur leikið vel vinstra megin og Aurelio/Konchesky voru báðir í hóp síðast. Warnock væri þá bara að koma á lán fram á sumar svo satt að segja finnst mér lítið vit í því!

  4. Auðvitað gagnrýna menn Hodgson óbeint og hann á það líka bara skilið. Kick and hope aðferðin hans var ekki að virka fyrir þessa leikmenn þótt það virki kannski fyrir Zamora og félaga hjá Fulham þá virkar það ekki fyrir Kuyt og Torres. Þeir eru knattspyrnu menn sem vilja spila boltanum ! Mér finnst líka að menn þurfi aðeins að taka upp hanskann fyrir Liverpool FC þegar menn eins og Ferguson eru að gagnrýna brottvikningu Hodgson. Þar er hann beint að segja að lélégt gengi væri lélégum leikmönnum að kenna en ekki Hodgson ! Þannig að fire away segi ég bara við leikmenn Liverpool :=)

    Hvað er svo að frétta af Suarez ??

  5. Ætla að taka passlega bjartsýnislega á þessu. Vissulega kætti spilamennska liðsins mann á laugardaginn, og á meðan ég man loksins spilaði Liverpool á skemmtilegum tíma á laugardegi! En ég ætla að bíða með stóru orðin um að þetta sé allt að skána fram yfir næstu tvo deildarleiki. Ef spilamennska liðsins heldur áfram á þessari braut næstu tvo leiki á Anfield gegn Fulham og Stoke þá skal ég fara að setja upp King Kenny brosið mitt.

  6. eitthvað að frétta af hugsanlegum leikmannakaupum? babel og konchesky mega alveg fara ,vill endilega sjá suarez koma upp á meiri hraða og er hugsað um charlie adam sem leikmann i stað konchesky, veit e-r hvað hann er gamall (ch.adam) þá

  7. Charlie Adam er varla að koma fyrir Konchesky, hann er miðjumaður en hinn bakvörður er það ekki alveg örugglega??

  8. Jújú Adam er 25 ára gamall miðjumaður og kemur því ekki í staðinn fyrir neinn heldur bara að styrkja hópinn hjá okkur.
    Johnson er að spila ágætlega vinstra meginn og því er enginn þörf á Warnock til Liverpool aftur.

    En varðandi þetta pass and move þá virðist liðið líða miklu betur á vellinum og menn vilja fá boltann og senda á næsta mann en ekki negla honum lengst fram og vona að Torres nái honum.
    Þetta lítur allt saman virkilega vel út en við vorum samt að spila við Wolves sem á ekki að vera mikil fyrirstaða en ef liðið heldur svona áfram og þá eru góðir tímar framundan hjá okkur.

    Fá svo inn Suarez og N’zogbia og þá er ég sáttur.

  9. En eru menn virkilega sammála því að eyða pening í enn einn miðjumanninn? Eigum við ekki nóg af þeim? Það vantar hraða kantmenn sem geta brotið upp leikinn!

  10. Vísir.is greindi frá því í gær að Liverpool væri á eftir N’Zogbia. Vita menn hvort það sé eitthvað hæft í þessari frétt ?
    http://www.visir.is/liverpool-a-eftir-n‘zogbia/article/2011193145975
    Annars hef ég alltaf fílað þennan gæja og væri alveg til í að fá hann á kantinn hjá Liverpool.
    En mikið væri ég til í að fá fyrir lok dags fréttir um að Luiz Suarez væri orðinn leikmaður Liverpool.

  11. Comolli á víst að vera lentur í Hollandi með 20 milljón evra boð í Suarez !

  12. Ég er að reyna sjá fyrir mér liðið ef að af þessum kaupum verður sem menn vonast eftir. Ef Suares kemur erum við þá að fara í hreinræktað 4-4-2. Þá verður annað hvort að spila Gerrard eða Mireles út úr stöðu og erfitt að sjá hvaða hlutverk C Adams á að fá í liðinu. Annar kostur sem hentar kannski betur ef þeir félagar koma báðir er að fara í tígulmiðju, þá er hægt að nota alla þessa central midfieldera. Að öðrum kosti sé ég ekki hvað Adams hefur að gera á Anfeild. Hann er góður leikmaður en hann þarf að ýta Gerrard eða Mireles út úr liðinu. Það er kannski möguleiki að hann sé hugsaður sem arftaki Gerrards.

    Áfram Liverpool

  13. Mikið er nú gaman að lesa öll viðtöl um Liverpool þessa dagana, nú þurfum við bara að kaupa Suarez og samkvæmt twitter er Comoli í Hollandi að reyna að klára það mál, svo lýst mér mjög vel á Charlie Adam sem myndi held ég passa mjög vel inn í Liverpool liðið.

  14. Mér fyndist frábært að fá miðjumann í liðið, finnst klárlega þörf á því. Við höfum séð núna hvar Meireles á að spila, hann á ekkert að vera rétt fyrir framan vörnina. Það er ánægjulegt vandamál fyrir Dalglish að Meireles sé að spila svona vel, nú þarf hann að spila honum eða Gerrard annarsstaðar en beint fyrir aftan Torres á miðvikudaginn.

    Ég vil bara sjá Gerrard á hægri kantinum í þeim leik, hreinlega. Hann hefur blómstrað þar áður, og hann er engu minni “kantmaður” en Kuyt. Eftir nokkra daga væri svo hægt að stilla Suarez upp vinstra megin, Meireles í miðjunni og Gerrard hægra megin fyrir aftan Torres.

    Þá þurfum við tvo góða miðjumenn, Lucas er fínn en með honum er enginn nógu góður. Mér lýst einna best á Shelvey, en mér finnst bara vanta heimsklassa mann þarna inn.

  15. @14 Nei ég hugsa að Suarez verði þá settur sem framliggjandi vinstri kanntari þar sem hann er víst jafn fær sem kanntari og sóknarmaður(getur hugsað skilgreininguna á Babel en bara miklu betri, allavegana það sem maður hefur séð)

    Hins vegar held ég að það væri hættulegt fyrir okkur að vera með Suarez og Glen á sama kantinum þar sem þeir eru ekki mjög góðir varnalega, reyndar svipað með n´zogbia en hann kann þó eitthvað í vörn.

    Væri mjög sáttur með að fá Adams þar sem hann er virkilega vel spilandi og hugsa hann gæti orðið miklu betri ef hann væri með Gerrard og Meireiles með sér í staðinn fyrir að þurfa bera upp allt liðið eins og hjá Blackpool, reyndar gæti þetta sprungið í andlitið á okkur og hann væri svo ekkert góður þegar hann fengi ekki alltaf að koma með lokasendingarnar sem gerist þegar hann er kominn með fleiri menn sem geta sent tuðruna.

  16. Sælir félagar. Myndi okkur ekki frekar vanta skapandi fljótan vængmann frekar en enn einn miðjumanninn??

  17. nr14 ef þessir tveir koma þá sé ég fyrir mer 433 Suarez og Kuyt hátt uppi á köntunum torres 1 frammi og Gerrard,Lucas,Meireles,Poulsen og þá þessi Adam að berjast um þessar 3 miðjustöður. En svo myndi maður halda að ef Suarez verður keyptur þá fari Babel pottþétt. þá ætti en að vera laust í “útlendingaplássinu” sem Maggi er að minnast á. Mer líst vel á C.Adam held hann væri fínn fyrir aftan Gerrard með annaðhvort Lucas eða Meireles. Fínt að hafa þessa 4 kosti

  18. 20

    Það getur hver sem breytt WikiPedia upplýsingum þannig að þetta er klárlega bull. En vissulega væri gaman að fá þennan leikmann til Liverpool

  19. Hmm skrýtið, ég smellti á linkinn og sá ekki betur en að current club væri Liverpool. Smellti svo aftur og þá er það ekki lengur sýnilegt…. menn eru greinilega fljótir að breyta upplýsingum þarna.

  20. Strákar ég verð lentur í Liverpool eftir viku, verð ég manna fyrstur til þess að sjá Suarez og kannski fleiri spila fyrir liðið okkar? ferðin sem mér leist ekkert á fyrir 3-4 vikum er farin að lýta út fyrir að verða sú besta sem ég hef tekið í Englandi…

    Ég ætla svo sannarlega að taka púlsinn á ensku púllurunum um það sem er að gerast í klúbbnum okkar og verður gaman að pósta hér inn einhverju fersku beint frá Liverpool borg…

  21. Er það bara ég eða er liðið farið að spila meira í líkingu við 4-3-3 ala Barcelona heldur en 4-2-3-1??

    Mér hefur fundist sem að í síðustu leikjum þá hafi annað hvort Lucas eða Pulsan verið sem afturliggjandi miðjumenn og þá Lucas/Shelvey – Meireles þar fyrir framan en með leyfi til að vaða fram á við eins og þeim þykir þurfa.

    Og svo hafa Kuyt og Maxi verið frammi á köntunum til stuðnings við Torres.

    Held það gæti orðið soldið skemmtileg uppstilling að hafa Suarez – Torres – Gerrard…

    Adam – Lucas – Meireles þar sem að Lucas væri þá Defensive Midfielder og sæi um varnarhlutverkið.

    Glen Johnson hefur verið að koma þokkalega út í vinstri bakverði en hann er ekki natural þar og krossar hans því ekki upp á sitt besta og þarf hann oftast að stoppa og senda fyrir með hægri þannig að þá dettur niður momentið.

    Gaman væri að fá Contreao þarna í vinstri bak. Agger – Skrtel og Kelly til að klára og svo náttúrulega Pepe Reina í markinu.

    Þessi defensive midfielder þarf að vera agaður og má ekki vaða út úr stöðunni, sem er ástæðan fyrir að Judas(Mascherano kemst ekki í barcelona liðið) 🙂

  22. Gerum við okkur grein fyrir því að jafnvel þó að Fernando Torres sé með 9 mörk á tímabilinu í deildinni þá er hann líka efstur á lista innan félagsins yfir flest brot (42 brot) og flest gul spjöld (7)…. Er ekki spurning að þessi maður fari að hugsa sinn gang og haga sér eins og framherji en ekki grófasti varnarmaður?
    Annars gæti líka verið að Luiz Suarez sé mögulega hugsaður sem arftaki Torres hjá LFC enda ýmsir orðrómar verið uppi í vetur og ekki beint geislað af honum í okkar átkæra búning.

  23. EF hann heldur áfram að skora má hann brjóta af sér eins og hann vill, vona bara að hann haldi áfram að spila vel eins og hann hefur gert í síðustu leikjum, held að á næstu mánuðum fáum við að sjá Fernando Torres uppá sitt besta.

  24. Fyrir nokkrum vikum hafði ég miklar áhyggjur af klúbbnum mínum. Í dag hef ég engar áhyggjur því bjartsýnin sem Kenny er að innsetja í liðið er hreint frábær. 31 sending fyrir mark er vonandi eitthvað sem koma skal.

    Kenny hrósar og menn taka við sér,það er komið allt annað andrúmsloft.Þó að úrslitin muni kannski ekki alltaf falla með okkur erum við sannarlega á réttri leið og það hefur ekki verið svona létt andrúmsloft í kringum klúbbin í mörg herrans ár.

    “We will try to adopt the way of Liverpool Football Club and certainly one of our ways is to be respectful of other clubs and certain players at other clubs.

    “The most important people we have are the people at this club.”

    Við erum búnir að fá stærsta “signing” þessa tímabils í King Kenny allt annað verður bara ljúfur bónus!!

  25. Já mér sýnist á öllu að Suarez málið sé búið. Það greinir of mikið á milli og Ajax eru hættir að nenna standa í þessu

  26. Flott hjá C Adam að fara fram á sölu svo hann komist í alvöru lið, Ég væri nú alveg til í að sjá Suarez gera þetta líka en sé það ekki gerast.
    Ég held að við getum gleymt því að fá Suarez þar sem Ajax virðast ekki ætla að lækka verðið neitt niður úr þessum 30 millum.

  27. SJITTT hvað ég verð svektur ef Suarez málið fer í vaskinn!!! nánast eini maðurinn sem orðaður er við okkur sem er virkilega spennandi!! 🙁 ekki að hinir séu ekki góðir kostir .. bara held að við þurfum svo á manni eins og Suarez að halda!!!

  28. það er nú ennþá verið að tala um að comolli sé að ræða kaup og kjör við ajax og miðað við það sem arnór guðjónsen er að segja þá eru það meiri líkur en minni að eiður fari til ajax þegar suarez fer…. og einnig að hann sé búinn að segja við liðsfélaga sína að kaupin gætu gengið snöggt í gegn sem maður vonar klárlega

  29. svo getur verið að babel verði um kyrrt en að jovanovic fari til wolfsburg á 6 millur sem ég held að sé miklu skárra en að babel fari

  30. Skulum sjá hvað verður með Ajax. Ef þeir eru að biðja um 30 milljónir punda er það auðvitað tómt bull um að tala!

    Hef einfaldlega enga trú á öðru en Suarez og umbinn hans láti vita af hans vilja, sem mun skipta miklu máli. En ég skil LFC fullkomlega að bakka út ef verið er að tala um 30 kúlur….

    Það að Charlie Adam, FYRIRLIÐI Blackpool, hefur nú beðið um að fá að fara, að því er virðist vegna þess að verið er að brjóta á honum munnlegt loforð um að hann fái að fara ef stórlið býður í hann er gott dæmi um það að leikmennirnir skipta töluverðu máli.

    Og líka um það að Liverpool FC með Kenny Dalglish í brúnni trekkir að….

  31. Í greininni sem bent er á í færslu 29 er talað um að Liverpool sé til búið að greiða 20 milljón evrur og Ajax vilji 30, sem er ca 17 vs. 25 milljón pund.

  32. Þetta Suarez mál allt saman er ótrúlega skrítið – annaðhvort hækkaði Ajax verðmiðan á síðustu stundu, eða að menn hafa verið að ræða eitthvað allt allt allt annað síðustu daga en væntanlegt kaupverð.

    Miðað við að slúðrið hefur verið nokkuð sterkt í uþb 2 vikur núna, svo loksins þegar Camolli fer út að hitta þá – er fundi og frekari viðræðum slitið örfáum mínútum síðar…

    30m eru náttúrulega út í hött – þeir hljóta að vera með plan B sem þeir snúa sér að núna. En tíminn er naumur…

  33. yes!!!! ekki nema 7dagar eftir af þessum jánuarglugga. Fyrir þá sem misstu af slúðri um Liverpool í janúar, þá er það hér.

    Suarez fer til liverpool eftir 2 daga.
    Suarez fer ekki til liverpool.
    Suarez fer víst til liverpool.
    Ajax vilja 30m og hann kemur ekki.
    and the story problebly goes on….

    En er ánægður að ef við fáum C. Adam, hann er fanta spilari og með mjög gott auga fyrir spili. Held að liverpool fara þá að spila 4-3-3 meira.

    Vonandi klárast þetta fljótlega hvort það sé Suarez eða C. Adam. Ég hata slúður og þetta helvítis Twitter.

  34. Charlie Adam minnir mig alveg óheyrilega á leikmann sem við höfum saknað mikið seinustu 2 ár en það er Xabi Alonso. Ef að gæinn er fáanlegur á 5-8 millur er það ekki spurning. Skotar eru alltaf velkmonir til Liverpool!

  35. Þetta video er búið að koma inn en endilega horfið aftur á það og horfiði á hreyfingu Dirk Kuyt. Hann byrjar videoið í hægri bakvarðarstöðu og er svo mættur í attacking vinstri kant stöðuna til að “leggja upp” markið fyrir Torres. ÞETTA er hreyfingin sem við þurfum. Það er nátturlega þetta tíbíska Kuyt diss endalaust því hann er kannski ekki besti fótboltamaðurinn, en hreyfingin og leikskilningurinn er eitthvað sem hann hefur fram yfir flesta leikmenn í heiminum í dag. Fleiri ættu að taka sér þetta til fyrirmyndar.

    http://www.youtube.com/watch?v=WntL_5hYjdI&feature=player_embedded

  36. Torres
    Suarez Meireles Gerrard
    Lucas – Adam
    Johnson Agger Kyrgiakos Kelly
    Reina

    Ég veit það ekki…en þetta lið lítur ágætlega út og myndi örugglega henta boltanum hans Kenny vel. Væri þó til í nýjan miðvörð, Shawcross eða einhvern álíka. Suarez er mjög fjölhæfur leikmaður eins og við vitum allir og ætti að standa sig mjög vel á vinstri kantinum.

  37. Charlie vill væntanlega spila fyrir Dalglish, samlanda sinn, og verður örugglega fín viðbót í hópinn. Flottur leikmaður þar á ferð. Ég spái svo að Suarez komi. Það er bara aðeins að flækja málin að Babel fer uppí á móti;)

  38. Jæja ef þetta ætlar allt að fara til fjandans þá er eins gott að Liverpool menn séu með einhvern annan sóknarmann í backup enda er lítill timi eftir af glugganum og mikil þörf á sóknarmanni enda mun Torres ekki vera heill í allan vetur.

  39. Strákar rólegir þið sáuð þetta með þessa frétt á goal.com að suares dealin vææri bara búin en ég skal nú bara segja ykkur eitt að goal.com hefur alltaf rangt fyrir sér þetta er versta síða í öllum heimnum að sjá fréttir ( goal.com ).
    ég hef það á tilfinninguni að við fáum súarez, c.Adam og n´gzobia

    Reina – Kelly – jhonson – carra – agger – Adam- lucas – mereiles – gerrard – Súarez og torres

    með Tígulinn

  40. Er spenntur fyrir Suarez en vona að menn hugsi samt um budduna þegar þeir kaupa því mér sýnist Ajax vera að pína okkur full hátt í verði. Væri alveg eins til í að sjá Llorente koma til okkar því þar er maður sem okkur klárlega vantar.

  41. @42 þetta videó sýnir ágætlega spilið. Þetta eru ekki nema 29 sendingar í þessari sókn 🙂 30 ef maður telur síðustu “sendinguna” frá Kuyt á Torres með. Aldrei neitt meira en 1 – 2 snertingar á bolta og allir með, meir að segja Pepe.

    Jesús Pétur. Maður er allt í einu farinn að horfa á liðið sitt spila fótbolta.

  42. Er það bara ég eða vantar ekki eitt K framan á KD merkingarnar hans Dalglish?

  43. “Dutch De Telegraaf reports that Luis Suarez has requested a meeting with the Ajax club management after negotiations with Liverpool appears to have failed.The newspaper said that Suarez himself wants to Liverpool and that after this morning’s workout asked to meet Ajax the lead with his agent to discuss the situation -… and to try to squeeze out a sale before the January window closes again.”

    Vá hvað þetta Suarez dæmi er að fara með mig! Svo er núna sagt að Blackpool hafi neitað þessum 7 mill sem Liverpool voru að bjóða í hann. Vonandi að það sé einhver Plan B. Vonandi að það kemur eitthvað jákvætt í þessum janúarglugga.

  44. Leikurinn er i opinni hjá 365, þessa stundina er verið að salta okkur niður í tunnu 🙁

  45. Þessi gluggi er bara nákvæmlega eins og þeir eru búnir að vera undanfarinn ár, mikið talað og margir bendlaðir við okkur. Fullt af málum sem nánast virðist formsatriði að ganga frá menn komnir í lænisskoðun eeeennnn hvað svo nákvæmlega ekkert gerist á endanum. Sama helvítis sagan endalaust.

  46. @64. Andr, það þýðir lítið að vera að pirra sig á því að það sem sagt er í slúðurdálkunum rætist ekki.

    • @64. Andr, það þýðir lítið að vera að pirra sig á því að það sem sagt er í slúðurdálkunum rætist ekki.

    Þetta er nú búið að vera aðeins meira en bara í slúðrinu og alveg grautfúlt ef þetta gengur ekki upp.

  47. “Liverpool reluctant to pay more than………….”

    Púff! Búinn að lesa þetta einum of oft seinustu árin. Grautfúlt er rétta orðið.
    ps. Chelsea er að kaupa miðvörð á rúmar 20millj. punda.

  48. same old story með liverpool,ég efast um að séu til nokkra peninga til að eyða í leikmenn,og þetta bull um að dalglish hafi peninga til að kaupa leikmenn sé bara bull og innantóm loforð nákvæmlega eins og hjá fyrverandi eigendum.

  49. Mikið ofboðslega eru menn fljótir að mála skrattann á vegginn, ég segi ekki meir!

  50. Ef að síðustu fréttir eru réttar um að okkar eigendur vilja ekki borga uppsett verð fyrir Suarez,þá verða þeir fljótir að fá stuðningsmenn upp á móti sér og gleðin yfir ráðningunni á Daglish verður fljótt súr, við flestir vorum virkilrga farnir að trúa því að nýjir og betri tímar væru framundan. UFFF vonandi er þetta bara slúður,við erum búnir að þola nóg síðustu ár og meigum bara ekki við miklu í augnablikinu.

  51. Bíddu, er menn á því að Liverpool eigi að kaupa Suarez sama hvaða verð Ajax setur upp? Sorrí, ég get ekki fallist á það, þó Suarez sé góður. Nýju eigendurnir komu inn með því hugarfari að stýra skútunni á skynsamlegan hátt og byggja upp til framtíðar. Að taka þátt í verðbólgukapphlaupi a la Man. City telst nú ekki með í því.

  52. það er alveg klárlega á hreinu að ajax eru ekki alveg að skilja þetta…… við fengum torres á 20 mills og halda þeir acttually að suarez sé verðmætari en striker í spænska landsliðinu sem eru heimsmeistarar??????

    sorry guys en held að við getum alveg holdað þennan suarez díl þar til þeir skafa drulluna úr hausnum á sér

  53. Ég er jafn pirraður ef ekki verður af þessum kaupum og næsti maður…

    En menn verða samt aðeins að róa sig. Þetta hefur e.t.v. ekkert með peningana að gera. Kanski verðleggur LFC bara leikmanninn ekki hærra en þetta, afhverju í ósköpunum ættu þeir að borga meira fyrir leikmann en þeir telja gæðin vera sem þeir fá í staðinn ?

    Suarez gætu verið frábær kaup – en alveg eins og hve margir gæða knattspyrnumenn hafa komið úr hollenskudeildinni hafa mjög slæm kaup komið þaðan einnig. m.v. það sem maður les (30m EUR) þá væri hann dýrasti leikmaður í sögu LFC. Við erum ekki City, né heldur vil ég vera það. Við afhendum þeim bara ekkert óútfyllta ávísun og biðjum þá um verðmat á leikmanninum.

  54. Doddijr, þetta er fáránleg samlíking. Þú verður þá að bera saman við Torres þegar hann var keyptur. Hann var ekki á sama stalli þá og hann er núna.

  55. doddi hvar hefur þú verið síðustu ár? árið sem við fengum Torres var síðasta árið, áður en leikmannamarkaðurinn sprakk út. Ronaldo á 80 , kaka 52 , Man City með sin kaup. Robbie Keane a 20 , og svo framvegis.

  56. skiptir engu máli…… á þeim tíma sem hann ver keyptur þá var hann töluvert betri og eftirsóttari en suarez er í dag……. klárlega ekki fáránleg samlíking…….. eða kannski edin dzeko….. ætlaru næst að segja mér að hann sé 27 milljóna virði????

  57. Þetta eru dæmi um klúbba sem borga hvað sem er fyrir menn. Það er vel þekkt að félög vilja fá sem mest fyrir leikmennina sína (eðlilega) og því kemur ekki á óvart ef Ajax vill allt í einu hækka verðið. Liverpool borgar bara ekki hvað sem er fyrir leikmenn, ólíkt Real Madrid, Chelsea og Man. City. Sem betur fer.

  58. Slökum bara aðeins á, skulum ekkert fara að æsa okkur fyrr en 2 daga fyrir lok janúargluggans. Það sem eigendurnir sögðu alveg frá upphafi var að það yrði eytt skynsamlega á markaðinum. Ekki viljum við hoppa á leikmann án þess að fara mjög vel yfir málin og enda svo í eitthverju floppi.

  59. Maður er ekki að biðja um að allir leikmenn sem liðið kaupir séu +20 mills en við eigum alveg að geta splæst í dýra leikmenn af og til. Kaupin á Suarez eru fljót að borga sig upp. Við erum að fá hann á besta aldri og ef hann yrði síðan sjóðandi heitur hjá okkur gætum við alveg eins selt hann á 50 mills til Real eða Mílanó þegar hann er orðinn 27 ára. Við þurfum að hugsa stórt þegar kemur að leikmannamálum, það eitt er einn þáttur í því að verða að stórliði í náinni framtíð. Berbatov kostaði 30 millur og hann skorar grimmt fyrir united.

  60. Ok, sko – slaka á þessum vísunum í óáreiðanlega miðla. Þið verðið öll geðveik ef þið ætlið að elta hvaða frétt sem er úr öllum miðlum þegar að leikmannaskiptaglugginn er opinn.

    Bara í ummælum við þessa færslu eru komnar vísanir í eftirfarandi miðla, sem hafa engar heimildir og sem gera lítið annað en að endursegja fréttir úr öðrum miðlum eða einfaldlega skálda hlutina. Þessir miðlar hafa enga sérstaka heimildamenn innan Liverpool eða flestra annara liða.

    Vísir.is
    Wikipedia
    Goal.com
    Talksport
    Metro

    Það eru engar líkur á að þessir miðlar sé fyrstir með eitthvað skúbb (ef það gerist, þá er það tilviljun).

  61. hahaha já maður er búinn að lesa ansi margar fréttirnar um hugsanlega komu Suarez. Ég hef enga spádómsgáfu en ætla samt að spá því að hann komi ekki að þessu sinni allavega ! Mér finnst ólíklegt að Ajax gefi eftir með verðlagningu á leikmanninum og enda skiljanlegt. Þeir eru með verðmætan leikmann í sínum hóp og þeir vilja ekkert gefa einhvern afslátt af því. Ef þú telur þig geta fengið 30 milljónir punda fyrir leikmann sem þú vilt ekki selja þá helduru því til streitu ! Ef að Liverpool FC er ekki tilbúið að borga það verð sem að Ajax setur upp hversu hátt það er þá er bara að snúa sér að einhverju öðru. Það eru til fleiri framherjar en Suarez sem eru alveg eins góðir og fást kannski fyrir minna fé !

  62. góðir leikmenn kosta mikinn pening,það eru eingin geimvísindi,ef liverpool ættla að vera samkepnishæfir þá verður klúburinn að eyða peningum í leikmenn,en svo er alltaf möguleiki að taka ekki þátt í þessu kapphlaupi og vera í meðalmennsku og byggja á leikmönnum sem koma upp úr varaliðinu o.s.f.v. en ég skal alveg viðurkenna að ég er orðinn drulluleiður að sjá lið eins og Manchester United,Chelsea,Arsenal,Man City,Tottenham og fleyri lið vera að eyða peningum í leikmenn á meðan nískan er alsráðandi hjá Liverpool,meiri segja Aston Villa var að eyða 24.m í striker,ég er bara orðinn pirraður á þessari gamaldags hugsun sem skilar akkurat ekki neinu,nema leiðundum,,,,einn pirraður.

  63. Tek undir með EÖE og mæli með að menn noti lágmarks comon sense í að sigta út þessar verstu slúður síður, t.d. góður valkostur á NewsNow að fela bara mesta bullið. Það er auðvelt að finna þetta út.

    En talandi um það þá segir twitter núna að Comolli hafi sést í Amsterdam og meðfylgjandi er afar traustvekjandi mynd af honum…

    Rob Gambles

    @empireofthekop @paul_tomkins @jimboardman Comolli spotted in the Dam: sphotos.ak.fbcdn.net/hphotos-ak-snc… #lfc

  64. Babu og Einar Örn
    Hvaða miðlar eru áreiðanlegir? Hvernig má filtera út hina á NewsNow?

  65. @87 http://www.kop.is og linkar frá ritstjórum/pistlahöfundum þeirrar síðu ! það kemur allt nánast eins fljótt inn hér og annarstaðar og ef það er ekki komið inn hér hjá þeim þá er það ekki þess virði að lesa það!

  66. Er orðinn frekar leiður á að heyra menn stöðugt væla um að hinir og þessir séu að kaupa svo og svo dýra leikmenn. Því miður hefur klúbburinn ekki efni á því. Ekki skemmtilegt en því miður staðreynd virðist vera. Ef einhver vill blæða í þessa leikmenn og gefa Liverpool þá er það virðingarvert…. en reyndar ekki möguleiki. 20 milljónir punda eru bara ansi nálægt 4 milljörðum, við bætast um 100 þús pund í laun sem gera um 1 milljarð á ári. Vona að menn haldi áfram að byggja upp og eyði ekki um efni fram því þá fyrst mun klúbbnum hraka. Ef menn telja að leikmenn standi ekki undir uppsettu verði þá er bara að leita eitthvert annað. Ef Ajax er til að mynda með óraunhæft verð á Suarez þá verða menn bara að horfa eftir einhverjum öðrum leikmanni eða mönnum.

    Ef menn vilja styðja eitthvert manager lið þá fara menn bara og styðja City liðið eða Chelsea.

  67. Það ætti að banna allt slúður af janúarglugganum á þessarri síðu. Bara birta staðfestar fréttir, svona til að hlífa manni við þesarri endalausu þvælu.

  68. Hvaða miðlar eru áreiðanlegir?

    Ég treysti eingöngu þessum stóru miðlum (og svo upp að vissu marki blaðamönnum frá þessum miðlum á Twitter). Það er BBC, Guardian, Times, Echo. Þessir miðlar birta vanalega ekki neitt nema að það sé nokkuð áreiðanlegt. Sky er svo á mörkunum. Oft með mjög góðar heimildir, en virðast líka oft birta vitleysu. Þetta eru þeir bresku miðlar, sem ég myndi treysta.

  69. Samkvæmt nýrri frétt á opinberu síðunni er Babel búinn að semja við Hoffenheim. Sagði Kóngurinn ekki í morgun að hann yrði um kyrrt?

  70. @93 baski

    Var pottþétt rétt vitnað í KD? Ég persónulega er kominn með ógeð á slúðri og “fréttum” af boltanum. Ef það kemur ekki á opinberu síðunni, þá eru allar líkur á því að það sé #bullshit.

    Ég hélt þangað til í núna í janúar að Twitter væri frábært að öllu leiti.

  71. KD sagði pottþétt í morgun að Babel yrði áfram … en svona hlutir breytast oft ansi fljótt.

  72. Jæja fyrst Babel er farinn þá hýtur einhver að koma inn í staðinn fljótlega. Eigendurnir sögðu það að þeir myndu ekki veikja liðið. Bara styrkja. Ef eitthvað er að marka það þá hlýtur að koma kantmaður inn fyrir lok gluggans!

  73. Ég held að babel hafi langað meira að fara til Hoffenheim en í fyrstu eftir að þeir lánuðu Demba Ba til West Ham.

  74. Jáááá…. hratt gerast kaupin á eyrinni ! Í morgun var Babel ekki að fara neitt en í kvöld er hann floginn til Hoffenheim ! Ég verð að viðurkenna að ég er að verða soldið ringlaður en ég ætla að treysta því að King Kenny og Comolli ásamt eigendum séu með hlutina á hreinu og að menn séu að tala saman ! Þetta nefnilega lítur soldið illa út fyrir KD að Babel sé farinn svona stuttu eftir að hann lét þessi orð falla !

  75. Gætum ekki fengið mikið skýrari skilaboð um að það sé að koma inn nýr leikmaður í glugganum.

  76. 102.nei það er ekki rétt hjá þér okkur vantar einhver fyrir babel og það strax!

  77. Við skulum algjörlega halda ró okkar. Hef mikla trú á að við fáum tvo til þrjá leikmenn sem styrkja liðið. Varðandi Suarez þá virðast nú ekki mörg lið vera á eftir honum og samkvæmt markaðslögmálunum þá er hann ekkert verðmætari heldur en það sem menn eru tilbúnir að borga fyrir hann.
    King Kenny hefur sagt að hann vilji hafa Liverpool háttinn á þessu og er bara ekkert að ræða hlutina í fjölmiðlum. Hvernig var með ráðninguna á Comolli, hann bara birtist allt í einu skælbrosandi á æfingarsvæðinu. Það eru heldur ekki margar vikur síðan að við vorum allir að missa okkur yfir Roy Hodson og afhverju ekki væri búið að reka hann. En hvað gerðist svo King Kenny dúkkaði upp daginn fyrir leikinn gegn mu.

    Þannig við skulum bara bíða rólegir, veit það er erfitt er stöðugt að opna kop.is og ýta síðan á f5. En ég bíð og trúi að liðið verði styrkt.

  78. KKD er búinn að segja að hann ætli ekki að blaðra neitt í fréttamenn nema það sé staðfest og ég ætla að treysta á að hann og Commolli séu að vinna hörðum höndum bakvið tjöldin.

    Þessi vitleysa að setja linka á fréttir af Facebook og jafn áreiðanlegum miðlum og það er bara nonsense. Mæli með að flestir sem gera þetta hætti því og byrji að skoða linka sem stjórnendur og hátt settir menn á þessari síðu setja inn. Ég skoða líka bara fotbolti.net og liverpoolfc.tv og bíð eftir staðfestum fréttum þaðan, allt annað lít ég á sem vitleysu og lygar.

Wolves – Liverpool 0-3

Babel til Hoffenheim (staðfest)