Hver er mesti vælukjóinn?

Eitt af því góða við Rafael Benitez er að hann er ekki sínöldrandi í fjölmiðla útaf óréttlæti þessa heims. Þetta sást best þegar að Liverpool átti í sem mestum meiðslavandræðum á síðasta tímabili.

Hjá Lundúnarliðunum stóru eru hins vegar menn, sem hefja væl uppá næsta stig. Mourinho er byrjaður að væla útaf leikjaplaninu (samkvæmt honum er allur heimurinn sífellt að leggjast gegn honum). Wenger finnur sér svo alltaf eitthavð nýtt til að væla yfir. Síðast var það hversu mikla peninga Chelsea eiga. Ætli hann komi ekki næst og væli útaf brotthvarfi Patrick Vieira.

Í kjölfar frétta af þeim félögum, [Mourinho](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/c/chelsea/4675879.stm) og [Wenger](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/a/arsenal/4669433.stm), þá ákvað ég að skella upp smá könnun.

Hvor er meiri vælukjói?
Mourinho
Wenger

Og kjósið nú!

3 Comments

  1. Sko, okkar maður er náttúrulega aðal og er ekkert að væla, segir bara þetta er óheppilegt og svo fram eftirgötunum. Við eigum heldur ekkert að vera að velta okkur upp úr ummælum Wengers og Mourinho, heldur flykkja okkur saman á bak við okkar lið og láta verkin tala, er alveg sannfærður um að við munum sparka í rass í vetur og þannig sýnt það í verki að við erum bestir einsog saga okkar MIKLA klúbbs segir 🙂

  2. Valdi Wenger því Mourinho á það til að vera nokkuð svalur ne það er Wenger alls ekki.. Einn mest óþolandi karakterinn í fótboltanum í dag..

Eitthvað að gerast varðandi Figo

Welsh má fara