Sko, við erum búnir að kaupa fimm leikmenn nú þegar í sumar, og allt bendir til að Luis Figo verði sá sjötti. Við þetta bætist að vitað er að Rafa vill kaupa Gabriel Milito, og þá eru kaup sumarsins í nokkuð góðum málum. Þá er bara eftir að klára framherjamálin á einn eða annan hátt, og þá yrði ég sáttur við sumarið. Þegar ég segi klára framherjamálin, þá meina ég eftirfarandi:
1. Fernando Morientes og Djibril Cissé verða pottþétt áfram, og nokkuð örugglega líka a.m.k. tveir af þremur ungu leikmönnunum – Flo, TLT og Mellor.
2. Milan Baros á bara ár eftir af samningi sínum við Liverpool. Ef hann ætlar að vera áfram þarf hann að framlengja, svo við missum hann ekki frítt eftir HM næsta sumar.
3. Rafa hefur viðurkennt að vilja kaupa Peter Crouch, og er almennt talið að hann sé að bíða með að klára þau kaup áður en hann fer á fullt í að selja Milan Baros – hann vilji halda Baros þangað til hann fær manninn inn í staðinn, til að lenda ekki í sömu stöðu og í fyrra þar sem Michael Owen yfirgaf okkur þegar of lítill tími var eftir af leikmannaskiptaglugganum til að kaupa nýjan framherja í staðinn.
En í dag hafa áhugaverðar vangaveltur bæst við þetta, og sennilega frétt sem – ef sönn reynist – gæti haft áhrif á meira og minna allar áætlanir Rafael Benítez í framherjamálum: MICHAEL OWEN LANGAR HEIM, skv. Chris Bascombe hjá Liverpool Echo.
Bascombe er mjög áreiðanlegur, þannig að ef hann sér ástæðu til að slá þessu upp í ‘Exclusive’-frétt, þá er ljóst að það er eitthvað til í þessu. Spurningin er bara, hversu mikið?
Það hefur verið í gangi slúður undanfarið á spjallborðum og víðar, sem ég hef lesið en ekki viljað setja hér inn, þar sem það hefur eingöngu verið langsótt slúður hingað til. Einn spjallverjinn á YNWA.tv sagðist hafa séð Michael Owen og Rafa Benítez saman á veitingahúsi í Liverpool-borg, á meðan annar sagðist hafa heimildir fyrir því að Rafa væri að reyna að fá Owen að láni frá Real.
Og nú kemur fréttin sem breytir öllu. Skv. Bascombe er Owen – sem er mjög stoltur maður að eðlisfari og myndi aldrei viðurkenna fyrir opnum tjöldum að hann væri ósáttur við ákvörðun sína um að fara frá Liverpool – kominn með talsvert mikla heimþrá. Þá segir Bascombe einnig að í ljósi þess hversu spennandi tímar virðast vera í gangi á Anfield þessi síðustu misseri, og hversu björt framtíðin virðist, þá vilji Owen allt gera til að komast heim og taka þátt í ‘The Red Revival’.
Spurningarnar sem vakna í kjölfarið eru þrjár:
EITT: Vill Rafael Benítez fá Michael Owen aftur? Ef Rafa vill ekkert með hann hafa verður náttúrulega ekkert af þessu, en það slúður – sem nú hefur fengið aukið vægi – að þeir hafi sést að snæðingi saman í Liverpool-borg bendir til þess að Rafa sé allavega viljugur til að íhuga málin, og sjá hvað Michael hefur um málin að segja.
TVÖ: Peningar. M.ö.o., getum við keypt Michael Owen? Ég meina, ef 8 milljónir punda fyrir Crouch og/eða Kuyt er meira en Rafa er reiðubúinn að borga, og það er talið næsta víst að Real vilja fá meira en þær 8 milljónir sem þeir borguðu fyrir Owen, er þá nokkuð víst yfirhöfuð að við eigum nógan pening fyrir Owen? Bascombe minnist á möguleikann á lánssamningi í ár en segir það langsótt og ég er sammála því. Þannig að spurningin er, er Owen hreinlega ekki of dýr fyrir okkur eins og staðan er í dag?
ÞRJÚ: Peter Crouch. Segjum sem svo að Rafa fengi Owen, myndi það þýða að Crouch komi ekki eða myndi Rafa vilja fá bæði Owen og Crouch og láta Baros fara í staðinn?
Ég legg áherslu á það að þetta eru allt bara vangaveltur eins og er, og þangað til eitthvað meira kemur í ljós ætla ég ekki að tapa mér í draumórum. En ég held að það séu allir sammála mér í því að vilja sjá Owen koma heim á ný. Ég er ennþá reiður honum fyrir svikin í fyrra, og jú hann sveik okkur, en í kjölfar Gerrard-sápuóperunnar í síðustu viku hef ég endurskoðað málin. Leikmenn gera mistök, það er bara svo einfalt, og ef Owen sér eftir því að hafa farið frá Liverpool til Real finnst mér sjálfsagt að við fyrirgefum honum og bjóðum hann velkominn heim aftur eftir útlegð.
Morientes, Cissé, Baros, Owen … eða … Morientes, Cissé, Crouch, Owen? Mér væri í raun slétt sama hvor þeirra yrði hjá okkur – Crouch eða Baros – því að staðreyndin er sú að ef við myndum enda sumarinnkaupin árið 2005 með þeim Luis Figo og Michael Owen, þá væri ég orðinn yfirgengilega sáttur.
En ég endurtek: þetta er enn bara SLÚÐUR. Ég mun vona í leyni þangað til eitthvað meira heyrist, en þetta er bara slúður eins og er. Maður má samt alltaf láta sig dreyma um Morientes-Owen-Cissé framlínu gegn Chelsea! 🙂
Já, þetta væri náttúrulega draumurinn. Ég væri jafnvel til í að “fórna” Milan Baros ef að Owen myndi koma tilbaka. Það er alveg ljóst að Rafa vill fá Baros í burtu.
Ekki bara það að þetta myndi styrkja framlínuna, heldur þá værum við komnir með uppaldan kjarna í liðið: Carra, Gerrard og Owen. Það væri frábært!
Ég yrði ekki “yfirgengilega sáttur” fyrr en við fengjum heimsklassa miðvörð, t.d. Milito eða Gallas þannig að ég vona að Rafa bíði með framherjakaup þangað til aftasta línan er trygg
Mér væri alveg sama þó að Baros færi og Owen kæmi inn í staðinn, og enginn Peter Crouch kæmi. Morientes, Cissé, Owen, Pongolle, Le Tallec og Mellor ættu alveg að nægja finnst mér.
Þannig að restin af sumarkaupunum ættu að vera svona að mínu mati:
Út: Baros, Nunez, Josemi, Diao.
Inn: Owen, Figo og Milito.
Allir sáttir? 🙂
Hannes sagði það sem ég ætlaði að fara að segja…….
🙂 🙂 Ég er sáttur…………
Owen heim eins og skot. Sleppa Crouch og selja Baros.
En ég á eftir að sjá þetta gerast. Ég er ekkert viss um að Rafa hlaupi eftir Owen núna.
Af hverju er ekki Owen búinn fyrir löngu að láta vita af áhuga sínum að láta eitt tímabil nægja hjá Real Madrid. Núna er kominn 15 júlí og Rafa kominn langleiðina með öll kaup. Og ætli Rafa sé búinn að gleyma því sem gerðist í fyrra????
Ég hef sagt það áður á þessu ári og segi það aftur að ef Owen hefði verið áfram þá hefðum við pottþétt lent ofar en fimmta sæti. Og ég segi þetta bara af því að meiðslin voru mikil hjá framherjunum okkar síðustu leiktíð en ekki til að gera lítið úr þeim snillingum sem við höfum fyrir.
Nei Hannes, Josemi á ekki að fara strax. Makalaust hvað menn eru enn að afskrifa hann byggt á 10 fyrstu leikjum hans fyrir liðið…
Ef að það er verið að afskrifa Nunez strax þá finnst mér að það eigi ekki að hika við að afskrifa Josemi strax. Hann kostaði okkur ófá mörkin alveg uppá eigin spýtur í þessum leikjum sem hann spilaði fyrir liðið. Ef að áhugi Villareal reynist sannur þá má hann fara þangað og hinn ungi Barragan getur verið back-up fyrir Steve Finnan. Hann getur ekki verið verri en Josemi að mínu mati og ég skil hreinlega ekki hvernig þið getið varið þennan mann svona endalaust. Ég er nú yfirleitt sammála ykkur í einu og öllu, en ég skal éta hattinn minn ef að Josemi verður einhvern tímann góður. Ég sé bara ekki möguleikann í honum. No way Jose-mi! :confused:
Æ, förum ekki aftur í þessa Josemi umræðu.
Við Kristján viljum gefa honum sjens. Allir aðrir Liverpool aðdáendur á Íslandi vilja selja hann. Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála. Fyrir þá, sem vilja tala um þetta, þá vil ég benda á umræður frá því í september-nóvember. Síðan þá hefur ekkert breyst, þar sem Josemi var meiddur.
🙂
Ég segi gefa honum séns. Ég held að hann eigi eftir að sýna sig og sanna. Hann byrjaði vel í fyrra en dalaði svo áður en hann meiddist. En það gera svo margir erlendir leikmenn þegar þeir koma í enskudeildina. Ég held að hann eigi eftir að koma vel út, þetta tímabilið.
Owen, já takk. Þetta er rosalegur styrkur fyrir okkar menn.
Eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér, af hverju lætur Rafa Cisse spila á hægri kantinum? og hvernig líst ykkur á að hafa hann þar?
Kv. Stjani
Ég er sammála þér með það Einar að ég nenni þessari Josemi-umræðu ekki, a.m.k. ekki fyrr en hann hefur fengið fleiri tækifæri til að sýna sig.
Ég bara skil ómögulega af hverju fólki liggur svona rosalega á að losna við hann. Sumir aðdáendur LFC tala um hann eins og hann sé með fuglaflensu og það þurfi að koma honum burt af Bretlandseyjunni sem allra, allra fyrst.
Josemi er ekkert á neinum ofurstórum launum, hann kostaði ekki mikinn pening, hann er fjölhæfur (getur spilað alls staðar í vörn) og hann hefur reynslu bæði í Englandi og Evrópu. Hann hefur verið orðaður við spænska landsliðið, hefði sennilega verið valinn í það ef hann hefði ekki meiðst í fyrrahaust, og við höfum séð að hann er harður í horn að taka. Ég sé ekkert því til fyrirstöðu að hann sé áfram hjá okkur, upp á breiddina að gera, og þá eigum við allavega alvörukost ef Finnan meiðist … ekki bara einhverja unglinga.
En allavega. Ekki orð um það meir. Þessi færsla fjallar um Owen. 🙂
Ég er tilbúinn til að gefa öllum séns sem eru komnir í hópinn, hvort sem það er Le Tallec, Josemi eða Baros. Ég er reyndar hálf fúll að sjá Nunez fara því mér fannst hann eiga góð moment og náttúrulega sterkur skallamaður. En ég treysti Rafa fyrir þessu, hann fær víst borgað fyrir að gera þetta.
Hvor tekur treyju nr. 10? Owen eda Garcia? hehe
sko hvada væl er tetta owen for og vid viljum hann ekki aftur,,,tessi helvitis owen dyrkun verdur ad hætta!!! hann for !!!vil ekki sja hann a englandi.
Owen-Cisse-Moro
Figo-Alonso-Gerrard
úúúfff´19 titillin í hús??
Af hverju ætti Benitez samt að kaupa Owen ári eftir að hann seldi hann, og það á meiri pening?
Liverpool eru líka vel staddir í framherjamálum. Ekki gleyma því að núna eru 6 launaðir framherjar í aðalliðinu hjá Liverpool.
Owen kemur ekki í sumar.
Heim og ekki heim. Þar sem hann er núna er hans eigið heimili eins og hann kaus sér. Ég vil ekki sérstaklega að Rafa fari að eyða allri buddunni í þennan kauða einungis af því hann er JESÚS á Anfield. Frekar vil ég sjá okkur gera uppbygginguna á okkar uppbyggilegri með mönnum sem vilja vera hjá okkur. Owen yrði góður inní liðsheildina en fyrir 15+ milljónir fyrir utan eflaust 100 þús pund á viku yrði þetta allt of dýr maður. Því segi ég NEI TAKK! Hans mistök í fyrsta stað og hann skal fá að “lifa við þau” með sínar milljónir á mánuði.
Selja Baros og kaupa Owen! Málið dautt.
Mér er skítsama þótt Owen kosti slatta vegna þess með því að fá hann þá erum við komnir með 20 marka mann og það er einmitt það sem okkur vantar!
Svavar – ég er alveg sammála þér, en höfum eitt í huga. Morientes á, skv. þeim kröfum sem gerðar eru til hans, að skora a.m.k. 20 mörk í vetur … Cissé er vanur að skora 30+ mörk á tímabili og ef Baros spilar næsta vetur eins og hann spilaði fyrir áramót á síðasta tímabili nær hann allavega 25 mörkum.
Möguleikarnir eru fyrir hendi, það er alveg á hreinu. Þessir menn eiga eftir að sanna sig, en ég verð mjög hissa ef enginn af þessum þremur nær að rjúfa tuttugu marka múrinn í vetur.
jæja á mánudagin 18 ,07,2005 verða tilkining svo
Figo ….
lánssamningur um Owen til 1 árs
sala á Baros og Dudek
kaup á Milton
Ha? Hvað meinar þú Sævar Sig?