Suarez skrifar undir á morgun

Opinber heimasíða Liverpool staðfesti nú fyrir stunduLuis Suarez hafi staðist lækinsskoðun og samþykkt kaup og kjör hjá okkar mönnum og er því fastlega búist við því að hann verði formlega orðinn leikmaður Liverpool á morgun (líklega ekki hægt að klára dæmið formlega á sunnudegi).

Suarez tekur sig vel út í Liverpool fatnaði

Ótrúlegt en satt þá hefur Suarez greyið fallið í skuggann núna um helgina á Torres sögunni sem þegar hefur slegið öll ummælamet hér á kop.is en auðvitað ættum við að skála núna fyrir einum af dýrustu leikmönnum sem félagið hefur keypt í sögunni og að mínu mati klárlega þeim mest spennandi sem félagið hefur gert síðan bara Barnes kom eða Rush kom aftur heim.

Talandi um þetta þá er gaman að skoða lista yfir dýrustu leikmenn í sögu félagsins ef verðið er sett í samhengi við hvað þessi upphæð myndi þýða í dag (bókin Pay As You Play fjallar um þetta og þaðan koma þessar upplýsingar).

Djibril Cisse er t.a.m dýrasti leikmaður sem við höfum keypt því í dag væru þessi 14,2 milljón pund sem við borguðum fyrir frakkan tæplega 26.milljón pund. Næstur þar á eftir er….lokið augunum…. Emile Heskey en 11.milljónir árið 1999 væru núna einnig tæplega 26.milljón pund. Ef við miðum við að Torres hafi kostað 20.milljón pund árið 2007 þá telst það um 22 milljón pund í dag sem er það sama og Stan “The Man” Collymore kostaði miðað við daginn í dag.

Þannig að miðað við að verðið á Suarez geti farið upp í 26.5 milljón evrur þá ætti það að vera tæplega 23 milljónir punda sem ég efa reyndar ekki að sé eitthvað háð leikjafjölda, mörkum og árangri liðsins. Það setur hann rétt undir Cisse og Heskey (grát) og rétt yfir Torres og Collymore.

Það er líka smá kaldhæðni því hann virðist hafa hollustu Torres og gáfur Collymore, enda nýbúin að fara fram á sölu hjá sýnu félagi (eins og Torres) og að enda bann fyrir að bíta andstæðinginn (sem er nú ansi Collymore gáfulegt) 🙂

Vonandi líkist hann þó meira þeim Torres og Collymore sem leikmaður og heldur áfram að raða inn mörkum. Það hefur nefninlega ansi lítið verið talað um það sl. daga að við erum um það bil að landa markahæsta leikmanni Evrópu á síðasta ári…og hann er samt frekar talinn sem second striker og þekktur fyrir að leggja mikið upp.

Torres var ekki orðinn svo stórt nafn er hann kom á Anfield og margir höfðu ekki trú á honum á Englandi. Hann varð að þessu ofurnafni hjá Liverpool og ætti aðeins að reyna að muna það núna. Kaupin á Heskey voru aldrei svona spennandi og því síður Heskey sem leikmaður, Cisse og Collymore voru reyndar báðir mjög spennandi kostir er þeir komu en ég held að þetta Suarez dæmi toppi það og ef við reynum að líta á björtu hliðarnar þá er Fernando Torres gjörsamlega að taka alla pressu af Úrugvæanum.

Vonandi er hann byrjunin á glæstum ferli FSG á leikmannamarkaðnum, ég er allavega spenntur og lýst mjög vel á hann.

Ég gerði nokkuð langan pistil um þennan leikmann á föstudaginn sem bara hvarf um leið og ég var búinn að skrifa hann þökk sé Fernando Torres og líklega set ég hann aftur hér inn á morgun eða hinn í einhverri mynd, þó ekki fyrr en þessi Torres saga er á enda.

Það stefnir í magnaðan mánudag á morgun þó ég sjálfur spái því að Luis Suarez skrifi undir hjá okkar mönnum og verði það eina sem gerist hvað Liverpool varðar.

35 Comments

  1. Takk fyrir nýja frétt efst á síðuna!

    Mikið spenntur að sjá hvort að hann komi ekki með e-ð nýtt í sóknarleikinn okkar. Einnig er þetta stórt skref fyrir nýju eigendurna, loksins er byrjað að styrkja liðið.

  2. Ég er ekkert smá spenntur fyrir þessum leikmanni. Ætli hann byrji ekki frammi gegn Chelsea og Torres verður frammi með þeim, við vinnum þann leik svona 8-0 og Suarez setur 7 af þeim og þar með kominn nýtt legend á Anfield!

  3. Þetta var maður mótsins á HM seinasta sumar imo og orð fá vart lýst hversu spenntur ég er fyrir honum. Hann er jafnfættur með fáránlegt finish og rugl record.

    Og ef einhver dirfist til að kalla hann næsta Mutu eða Kuyt þá er mér og reiði Úrúgvæa að mæta!

  4. Hver var ástæðan fyrir því að Torres var ekki settur í KOP.is Bannerinn hér að ofann í upphafi? en t.d Kuyt varð fyrir valinu 🙂

    En til hamingju með frábær kaup allir , vonandi verður þetta ekki enn eitt striker floppið 🙂

  5. @Drési – Kristján Geir, sem hannaði bannerinn fann bara myndir af þessum mönnum í nýja búningnum þegar hann gerði bannerinn. Það stóð alltaf til að bæta Torres við þegar að við fengjum myndir af honum, en svo gerðist það aldrei.

  6. Frábært að fá þennan leikmann. Akkúrat týpan sem manni finnst vanta í liðið. Vonandi nær hann að koma sér fljótt inní enska boltann. Síðan má þetta Torres-bíó fara að enda. Helst myndi ég vilja lenda þessu í 50 millj. GPB viðskiptum þar sem Anelka kæmi uppí kaupin. Ef Torres fer núna þá þurfum við einhvern í staðinn strax. Anelka gæti verið góð lausn í þeim málum. Svo er vonandi að Adam komi líka. Þetta verður stress…

  7. Þarna er komin skýringin á því að Torres vill fara. Hann hefur komist að því að vera ekki á bannernum hjá Kop.is. Hlaut að vera 😉 Verðið að passa þetta strákar 😉

    Maður er að reyna að finna humorinn aftur. Ekki góð tilraun en maður er samt að reyna.
    Mikið rosalega vill maður spóla yfir daginn á morgun en vonast til að mönnum takist að kaupa einhverja mjög sterka leikmenn og þá sérstaklega ef Torres fer. Lítill tími og veik von en mikið rosalega á maður eftir að vera mikið á netinu á morgun. Ljóst að maður nær ekki að gera mikla hluti í vinnunni á morgun.

  8. Ein spurning utan dagskrár: Lokar félagskiptaglugginn á morgun kl 17:00 eða á miðnætti?

  9. Ingi, glugganum lokar 23:00 GMT.
    En “breaking news”: Man United are selling Howard Webb!

  10. Mig grunar að það séu fleyri leikmenn á leiðinni fyrir lok á morgun, það bara hefur ekki komist upp á yfirborðið vegna Torres-málsins, en velkominn Suarez- ég skal bíta mann og annan með þér ef þú borgar fyrir það með mörkum.

  11. Babu segir:”Torres var ekki orðinn svo stórt nafn er hann kom á Anfield og margir höfðu ekki trú á honum á Englandi. Hann varð að þessu ofurnafni hjá Liverpool og ætti aðeins að reyna að muna það núna. ”
    Á hvaða pláhnetu ert þú? Jú víst voru kannski einhverjir sem efuðust um að hann myndi snýta ensku deildinni en hann var stórt nafn sem allir stærri klúbbarnir voru orðaðir við.

  12. Nr.22 motormouth

    Nei ekki misskilja mig hann var alveg stórt nafn og eftirsóttur og hafði vakið athygli allra stóru liðana sem eitt mesta efnið í boltanum.

    En hann var ekki búinn að skora neitt stjarnfræðilega mikið á spáni (ekki miðað við hjá okkur), hann var ekkert sjálfgefin í byrjunarlið Spánar og já…..bara alls ekki nálægt því eins stórt nafn og hann er orðin í dag. Það gerðist hjá Liverpool og þegar hann var keyptur þá var þessi peningur ekkert alveg sjálfgefin fyrir hann, að margra mati (ég er ekki einn þeirra þó).

    En punkturinn er að hann var t.d. ekki búinn að vera markakónur evrópu árið áður líkt og Suarez nú (ekki hægt að líka samkeppninni saman samt).

  13. Sælir félagar

    Til hamingju Púllarar og velkomin Luis Suarez. Gott mál.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  14. “Það stefnir í magnaðan mánudag á morgun þó ég sjálfur spái því að Luis Suarez skrifi undir hjá okkar mönnum og verði það eina sem gerist hvað Liverpool varðar.;

    Ég held að þetta verði magnaður dagur á morgunn og hef rosalega mikkið á tilfinninguni að við fáum okkur kanntmann sem hefur verið orðaður við okkur og sá maður heitir A.Young hef alveg rosalega mikkið á tilfinninguni að hann komi til okkar.

  15. Ég spái því að Suarez, Young, Adam, Hazard, Lukaku, Benzema, Subotic og Contreao skrifi undir langtímasamninga við Liverpool á morgun.

  16. Flott að fá Suarez, en hvað er af Charlie Adam er hann að koma til okkar í Liverpool?

  17. Mjög sáttur við þessi kaup og vonandi að við sjáum kannski 1-2 kaup í viðbót á morgun.

  18. Vil ekki vera neikvæður enda er ég einnig mjög spenntur að mörgu leyti fyrir Suarez. En mér finnst við samt sem áður vera að borga of hátt verð fyrir mann sem hefur aðallega sannað sig í Hollandi. Þó svo að hann hafi átt góða leiki með Úrúgvæ að þá hefur ekkert mikið verið að mæta virkilega erfiðum andstæðingum.

    Menn eins og Kezman og Kuyt hafa báðir skorað grimmt í Hollandi þannig og Alves skoraði einhver 7 mörk minnir mig í einum og sama leiknum í þeirri deild. Þess vegna finnst mér 23 milljónir punda fullmikið fyrir mann sem hefur aðallega sannað sig í ekki stærri deild.

  19. Drési 19# “Helvítis fokking fokk! Vona að Torres sé að taka Rooney á þetta,,

    Ég vona ekki.. Eftir að rooney dramashow fór í loftið hefur hann ekki getað blautann. Ég vona bara en þá að þetta sé vondur draumur 🙂 En ef ekki þá bara selja hann, ef við getum ekki reddað öðrum striker núna á einum degi, þá selja hann næsta sumar.

    En að Suarez.. Djöfull fer honum þessi fatnaður vel! Get ekki beðið að sjá hann í Liverpool treyju! Held að ég hafi sjaldan verið jafn spenntur fyrir leikmanni sem er að koma til okkar, hef trú á kauða. Hvaða númer ætli hann fái? Ætla að giska á 7’una nema auðvitað ef Torres myndi fara þá 9’una

  20. Torres er farinn og ég held að það sé bara jákvætt höfum ekkert að gera við svona fýlupúka en mig hlakkar til að sjá hann suarez i leiknum a miðvikudagskveldið

  21. Og þarna kom Kezman líkingin! #30, þú verður látinn axla ábyrgð orða þinna þegar Suarez verður markahæstur í PL á næsta seasoni. Hann er svo miklu meira natural talent en Kezman og Kuyt, og ólíkt Mateja þá hefur hann hausinn í lagi þrátt fyrir að vera talinn umdeildur eftir seinasta HM.

  22. Það eru alveg dæmi um leikmenn sem hafa verið góðir í Hollandi og plummað sig ágætlega í öðrum og stærri deildum líka. T.d. flestir landsliðsmenn Hollands sl. áratugi.

    Kuyt fyrir 10 milljón pund telst síðan líklega ekki flopp þó hann hafi ekki orðið sá striker sem menn vonuðust eftir (án þess að hafa séð hann spila).

  23. hann skoraði 35 mörk í 33 deildarleikjum!!! og í 48 leikjum skoraði hann wate for it… wate for it… 49!!!!!!!

Torres biður um sölu, LFC neitar (staðfest!)

Sorgarferlið