Liðið gegn Stoke – Suarez á bekknum

Fyrir akkúrat mánuði fannst mér fátt minna spennandi en að horfa á Liverpool leik. Liðið var ömurlegt, Roy Hodgson var þjálfarinn okkar og svo framvegis.

Ég er ekki að segja að allt hafi breyst í janúar, en ég er hins vegar svona 200 sinnum meira spenntur fyrir því að horfa á Liverpool núna en ég var þá. Kenny Dalglish stillir liðinu upp svona gegn Stoke. Nota bene, ég hef ekki HUGMYND um hvernig hann mun stilla upp þessum leikmönnum. Þetta er bara ágiskun. Í þessu byrjunarliði eru 6 varnarmenn.

Reina

Kelly – Skrtel – Kyrgiakos – Agger

Lucas – Gerrard
Johnson – Mereiles – Aurelio
Kuyt

Bekkurinn: Gulacsi, Carra, Poulsen, Shelvey, **Suarez**, Maxi, Ngog.

152 Comments

  1. Þó að Carra sé kominn til baka þá verður hann ekki bæði á bekknum og byrjunarliðinu.

  2. Dirk Kuyt starts up front, while Fabio Aurelio will play in central midfield. Jamie Carragher is back on the bench after a long injury lay-off with a dislocated shoulder.

    Official síðan.

  3. Svo viðeigandi um nýju kjötstykkin okkar í framlínunni 😀

    Andy Carroll and Suarez Song

    Bad Boys Bad boys….wat ur gona do ,wat ur gona do when they come For You

  4. Stóri leigubílstjórinn sem Viðar Skjóldal hitti virðist hafa klikkað eitthvað. Svo bregðast krosstré.

    Vonandi fáum við að sjá Suarez í 20-25 mínútur í seinni hálfleik.

    Annað: Í þessari frétt: http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=103645 – á ekki að standa “konu” frekar en “komu”? N og M eru hlið við hlið á lyklaborðinu þannig að þetta er líklega innsláttarvilla hjá fréttamanninum.

  5. johanson á kantinn…. djöfull sem eg er búinn að bíða eftir þessu… hef virkilega góða trú á þessu liði

  6. Langar að fara að grenja yfir þvi að eg missi af þessum leik !!! en eg spai okkur 3-1 sigri og Meireles verði allt i öllu og jafnvel að Johnson verði með mark/stoðsendingu.

  7. Tveir bakverðir á köntunum ?? Sex varnarmenn inn á vellinum ?? Dirk Kuyt einn frammi ?? Við erum að spila við Stoke er það ekki ??

    Þetta verður leiðinlegasti leikur ALLRA tíma !

  8. Samkvæmt Twitter er verið að stilla upp 3-5-2 með Gerrard uppi á topp með Kuyt.

    Sjáum til, sjáum til….

    Koma svo!

  9. en hvað er málið með hann Joe Cole? Er hann meiddur eða er hann bara ekki inní myndinni hjá Kenny?

  10. Jermaine Pennant og Salif Diao í byrjunarliði Stoke….

    Það er keppnis!

  11. Þetta byrjunarlið er vægast sagt hrikalegt. Suarez fyrir Skrtel snemma í fyrri hálfeik.

  12. Gæti líka verið að við séum að sjá þrjá miðverði og Kelly og Johnson sem einskonar vængbakverði, Aurelio, Lucas og Gerrard á miðjunni, Meireles þar fyrir framan (vildi sjálfur skipta á Gerrard og Meireles) og Kuyt fremstur ?

    Get ekki sagt annað en að þetta sé spennandi og gaman að sjá Johnson fá nýtt hlutverk framar og ætti að nýtast okkur mun betur. Skil hins vegar ekki af hverju hann vill hafa Gerrard á miðri miðjunni, finnst það alveg fullreynt og hreinlega virkar illa.

  13. Ég hugsa að hann leggji upp með 4-4-1-1
    kelly/agger bakverðir. Johnson/aurelio kantar og gerrard rétt fyrir aftan kuyt

  14. Ég hefði frekar haft Aurelío í bakverðinum og sett Maxi á kantinn. Gerrard á svo að vera í holunni, ekki á miðjunni en látum það vera.

    Vona að við náum blússandi byrjun og völtum yfir Stoke liðið svo Suarez fái sem flestar mínútur!

  15. Vona að uppstillingin á þeim sem eru í liðinu verði svona, frekar en að Aurelio sé CM og þá fer líklega Gerrard eða Meireles á vinstri kanntinn..

    En gleði gleði að fá sjá Johnson loksins á kantinum! Og vona auðvitað eins og hinir að Suarez fái samt að spila megnið af seinni hálfleik. Ooog líka frábært að sjá Meistara CARRA á bekknum!

    Skrítið samt að sjá að Cole og Pacheco séu ekki einu sinni á bekknum. Held að KKD hati chel$ki svo mikið að hann sé að refsa Cole fyrir að hafa spilað þar…

    En eins og alltaf þá treysti ég Kóngnum fyrir þessu!

  16. Mikið er ég sammála Hauki. Rólegur í varnarliðið, hef aldrei séð annað eins. Verst að það er ekki hægt að setja Carra í senterinn !!

    En Daglish velur greinilega sterka stráka í þennann leik en ég var að vona að við myndum ekki leggjast á þeirra plan og fara að slást því við eigum engan sén í þá baráttu.

    Hvað er málið með Joe Cole. Síðan Kenny kom hefur Cole varla komist á bekkinn !

    Tökum þetta samt !

  17. Uhhh … já …. hvað getur maður sagt við þessu liði annað en jahérna ?

  18. Eigum við ekki að bíða með það fram í hálfleik að drulla yfir þessa uppstillingu 🙂

  19. Líst vel á þetta lið. Nú fáum við hraða upp kantana. Það hefur vantað hjá liðinu.

  20. Sælir félagar

    Mér líst vel á uppstillinguna hjá KK en hefði viljað að Gerrard og Meireles hefðu stöðuskipti. Þetta lið ða að geta unnið þennan leik ekki síst á Anfield. Stuðningsmenn hljóta að vera í hágír til að sýna Soarez hvernig alvörustuðningmenn keyra liðið áfram!!!

    Það er nú þannig

    YNWA

  21. 442 hjá sky sports þar sem kuyt og mereles eru frammi, johnson og aurelio eru vængmenn.
    Kelly og soto bakverðir, gerrard og luas á miðjunni og agger or martin hafsentar.

  22. Sky Sports eru væntanlega bara að giska eins og allir aðrir. Það kemur ekki í ljós nákvæmlega hver uppstillingin er fyrr en leikurinn er hafinn. Ég hef hins vegar fulla trú á því að Kenny viti hvað hann er að gera.

  23. Vonandi fær Suarez að spila mikið, ef ekki bara til að undirbúa hann fyrir sunnudaginn

  24. Ef við spilum sama passing bolta eins og gegn Wolves hef eg engar áhyggjur enda erum við með mun betra fótboltalið en Stoke. Svo lengi sem við förum ekki að keppa við þá um hver geti spilað leiðinlegri fótbolta eins og á Anfield…

  25. er staddur í Skotlandi og leikurinn ekki sýndur hérna… 🙁 hefur einhver link eða tips hvernig ég get náð honum á netinu??

  26. Er einhver með link á þennan leik, virðist ekki fyrir mit litla líf finna neinn sem virkar…..

  27. Veit einhver um góðan link á leikinn ?

    Rúlla svo yfir þetta Joke lið. Þetta er after all LIVERPOOL, á ANFIELD ! ! !

  28. Ég notaði sama link Andri Már og valdi Fox Soccer Channel link númer 2. Það virkar fínt hjá mér. Það þarf Sopcast til að spila hann!

  29. Hahaha… sprakk einhver annar úr hlátri en ég þegar Skrtel skaut að marki?

  30. Takk strákar, er með Fox, nr 2. Koma svo, helv hann Diao að bjarga á línu. Það er hægt að sjá á stoke liðinu hvað þeir liggja upp með í þessum leik, hægja á öllu spili. Draga LFC niður á þeirra plan. Ojjj bara, Pulis

  31. 6 varnarmenn í byrjunarliði Dalglish samt er liðið margfalt sókndjarfara en nokkurn tíma undir Hodgson óháð stöðu leikmanna. Leikkerfi snúast ekki síst um hugarfar en stöðu leikmana. Skrtel með þrumuskot eftir að hafa unnið boltann við vítateig andstæðingana ,fremsti maður.

  32. Varnarmenn = Reina, Kelly, Skrtel, Kyrgiakos, Agger, Johnson, Aurelio, Kuyt
    Varnartengiliður = Lucas
    Sóknarþenkjandi miðjumenn = Gerrard, Meireles

    Þessi ömurlega liðsuppstilling sýnir Stoke of mikla virðingu og er með öllu steingeld eins og þessi leikur.

  33. Byrjaði að horfa á 17 mínútu og þurfti að opna kop.is til að fatta uppstillinguna. Sennilega hefðu leikmenn þurft þess líka því þeir virðast ekki allir vera með á hreinu hvað þeir eiga að gera inni á vellinum. Mín tillaga er þessi:

    Reina

    Skretl-Kyrgiakos-Agger

    Kelly-Lucas-Aurelio-Johnson

    Gerrard-Meireles

    Kuyt

    Einhvers konar 3-4-2-1…

  34. Alltof margir langir boltar fram! Hvar er pass and move? Af hverju þessir löngu boltar á Kuyt gegn Stoke??

    • Babu: Er kuyt varnarmaður?

    Ég veit ekki hvar annarsstaðar hægt er að meta hann. Stoppar fullt af sóknum hjá báðum liðum.

  35. af öðrum leikjum, Robbie Keane að skora fyrir WH, koma þeim í 0-2, tottenh yfir á móti blackburn, 0-1.

  36. Er þetta ekki rautt á Huth??? Hann lyfti báðum löppum af jörðinni…

    Við höfum nú fengið rautt á okkur svona, Gerrard nýkominn úr banni eftir svona tæklingu…

  37. Veit ekki hvort netið hjá mér sé svona slow en ég virðist ekki detta niður á góðan link sem er nokkuð laus við lagg og connection issues. Einhver sem getur bent mér á góðan link?

  38. huth að fá gult spjald fyrir að fara í leikmann LFC með báða fætur á lofti og takka á undan sér. Hélt að svona lagað væri rautt eftir eins tælkingu frá GERRARD á móti manutd

  39. Gaman að sjá hvað KUYT er að leggja sig allan í þetta. Sífellt ógnandi.

  40. Kuyt aldeilis að vakna. Búinn að vera solid. Loksins í sinni stöðu!

  41. Hvað segið þið félagar, veit enginn af hverju Joe Cole fær aldrei tækifæri? Mikið langar mig að sjá þennan frábæra fótboltamann spila meira fyrir Liverpool. Ég er alveg hættur að skilja þetta.

  42. Óttalega neikvæðni finnst mér þetta vera hérna. Mér finnst þetta mun betra en margt það sem við höfum sýnt. Óvenjumargir varnarmenn miðað við hvað maður vildi en það má heldur ekki gleyma að Stoke liðið eru engir pushovers. Boltinn gengur vel á milli manna og menn eru að reyna að sækja. Meira svona þá klárum við leikinn.

  43. Þetta kerfi er að svínvirka, við eigum leikinn. Það hlýtur að fara að detta inn mark hjá okkur. Vonandi kemur Suarez inn á hálftíma eða svo og setur hann.

  44. Kuyt er öflugur! Gerrard og Mereiles þurfa að fara ofar á völlinn! Vantar oft mann með Hollendingnum þarna uppi. Gerrard má svo fara að nota skotfótinn, hann átti t.d. alltaf að skjóta í staðinn fyrir að heimta vítaspyrnu fyrir að klessa á Huth. Óþarfi að spila boltanum inn í netið.

    Við erum miklu betri, samt enginn Barca bolti en þetta fer að detta! Suarez inn fyrir Aurelío og láta Meireles bakka örlítið í staðinn. Halda boltanum á jörðinni og spila þessa trukka upp úr skónum.

  45. þetta var allavega rautt á Old Trafford um daginn….

    en er þörf á að spila með þrjá hafsenta á móti Carew ?

  46. Djöfull eru menn alltof neikvæðir hérna.. Daghlish er að tefla fram eins góðu liði og hann getur mögulega hent fram að sínu mati.

    Þessir 6 varnarmenn og 4 miðjumenn eru bara að skila mörgum sinnum betri spilamennsku en við höfum þurft að þola fyrr á þessu tímabili.

    Tala nú ekki um bara eins og þríhyrningasendingamixið sem að leiddi að skotinu hans Kuyt .. drulluflott spil.

    Vantar nett bit í sóknina, erum samt búnir að eiga 2 dauðafæri, m.a.s reddingu á línu, og stoke er ekki búið að eiga skot að marki?

    Fínn fyrri hálfleikur.

  47. Miðað við að Carrol er ekki með og Suarez hefur ekki spilað síðan í nóvember. Þá er ég bara mjög sáttur hvernig við erum að tækla þennan leik, erum ekki að lenda í neinum vandræðum með sóknarlotur stoke, sem var örugglega það fyrsta sem KK hugsaði um að stoppa og miðað við hvernig við erum að stjórna þessum leik þá hef ég engar áhyggjur af úrslitunum.

    PS: þessi tækling hjá Huth verðskuldaði ekki rautt, ekki frekar en vitleysan á móti júnæted…. VIÐ ERUM Á ENGLANDI EKKI Á SPÁNI/ÍTALÍU Í EINHVERJUM KERLINGABOLTA;)

  48. Ég skil þetta ekki með Joe Cole. Af hverju fær hann ekkert að spila?

  49. Fínn fyrri hálfleikur. Við EIGUM þennan leik og hefðum bara þurft að klára eitt af þessum færum. Stoke pakka með 10 manna varnarlínu og það má alveg búast við því að menn lendi í einhverjum vandræðum með slíkt.

  50. Seinni hluti fyrri hálfleiks var fínn en meðan staðan er 0-0 þá er maður órólegur. Sérstaklega vegna þess að þetta er nákvæmlega það sem Stoke lagði upp með. Væri virkilega sterkt að setja mark á þá snemma og freista þess að fá þá framar á völlinn. Ég skil reyndar ekki af hverju Johnson er ekki bara settur hægra megin, Aurelio vinstra meginn, held að fyrirgjafirnar myndi bara lagast við það.

    Rautt spjald hefði verið harður dómur, gult held ég að hafi verið rétt. Held hins vegar að þau rauðu spjöld sem Liverpool hefur fengið á sig eigi hins vegar ekki öll rétt á sér.

  51. Þessi tækling hjá Huth var miklu grófari en Gerrard tæklingin. Það er svo mikil munur að fara beint á manninn eins og Huth gerði heldur en Gerrard sem fór ásamt united manninum í boltann hlið við hlið.
    Annars ágætur leikur, vantar bara að setja eitt mark og þá brestur þetta. Sést reyndar hvað það verður gott að fá alvöru klárara í liðið, Kuyt greyið er ekki alveg bestur í að klára færin..

  52. Glæsilegur fyrrihálfleikur. Sömu leikmenn – annar stjóri. Sýnir að stjórinn skiptir meira máli en leikmennirnir. Með góðum stjóra eru 15 leikmenn inni á vellinum.

  53. hverju þarf maður að downloada til að geta horft á sopcast (til að geta horft t.d. á fox)

  54. Sælir félagar

    Sáttur við leik liðsins en annmarkar Kuyt, skortur á hraða og boltameðferð, augljósir. Vonandi kemur Suarez inn og setur eitt til tvö og Gerrard sem virðist í góðu formi setur annað eins.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  55. Djöfull er ég líka ánægður með að fá James Richardson í hálfleik í útsendingunni hérna í Svíþjóð (premier league feed-ið). Það er nú meiri snillingurinn.

  56. Thetta er ad koma. Samræmi i enskri dómgæslu alltaf jafn gott. Ég vil fá mark strax i byrjun og svo suares inná sem setur annad. Come on you reds!

  57. YYYeeeesss..Nákvæmlega það sem þurfti..mark strax í upphafi og fá stoke framar

  58. Mér fannst liðið spila betur eftir því sem leið á hálfleikinn. Vonandi verður það sama upp á teningnum í þeim seinni.

    80 Já þessi bit brandari er orðinn alveg bitlaus! (you see what i did there?)

    84 Þú átt bara að þurfa að hala niður sopcast. Er ekki boðið upp á það þegar þú velur linkinn? Annars mundi ég prófa þetta hér: http://www.sopcast.org/

  59. Frábært, missti af markinu þar sem ég var svo önnum kafinn við að skrifa komment og var með útsendinguna á silent.

  60. Djöfuls munur er að vera búnir að fá Agger inní liðið aftur.

    Og Roy sem taldi sig ekki geta notað hann 🙂

  61. Er Mereiles ekki orðinn markahæðsti leikmaður liðsins í deildinni núna eða ?? hahaha

    Stefnir í það sýnist mér í það minnsta !

  62. Djöfulll eru Stoke að brjóta…það hlýtur maður að fara að fjúka út af hjá þeim….Við erum æði 🙂 🙂

  63. Þetta er flott. Ótrúlegur munur á liðinu og á Hodgson tímabilinu. Við eigum þennann leik þó við mættum vera örlítið beittari á köflum. Við höldum bolta flott og baráttan er frábær, einn fyrir alla og allir fyrir einn.

    Þó þetta sé ekki samba bolti þá er þetta bara helv gott verð ég að segja.

  64. kominn hiti í mannskapinn…KD hefur sagt þeim að éta Stoke í hálfleik 🙂

  65. Þetta Stoke lið kemst alveg á topp 3 yfir leiðinlegustu leið deildarinnar.

    • Frábært, missti af markinu þar sem ég var svo önnum kafinn við að skrifa komment og var með útsendinguna á silent.

    Það á aldeilis að vanda sig við þetta 🙂

  66. Hummm….hélt að mark snemma í seinni hálfleik myndi hjálpa okkur þar sem að Stoke þyrfti að fara framar á völlinn. Mér sýnist þeir hafa bakkað ef eitthvað er.

  67. menn eru doldið hægir fram….eins og þeir séu að læra nýtt kerfi…hmm…jú það er náttúrulega akkúrat það sem menn eru að gera núna. Þetta verður geðveikt þegar flæðið er orðið gott í þessu.

  68. Ghuka segir þetta hérna að ofan, fyrir utan að Lucas hefði mátt droppa fyrir Suarez. Í markinu kom augljós áherslubreyting Dalglish í ljós, þeir voru fimm mættir inn í teiginn. Spennandi hálftími framundan.

  69. Hvernig ætli Whorres líði núna þegar bæði núverandi og fyrrverandi lið virðast spila betur án hans?

  70. Hvernig ætli Whorres líði núna þegar bæði núverandi og fyrrverandi lið virðast spila betur án hans???

  71. Babu, að sjálfsögðu vandar maður sig þegar maður skrifar hér inn 😉

  72. Grikkinn að standa sig helv vel so far við að stoppa sóknir með hausnum og hæðinni. Veitir ekkert af á móti Stoke.

  73. okkur vantar annað mark, STRAX!!!!

    Vonlaust að hanga á bara einu marki

  74. já!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!1

    vonandi að Suarez fái að halda markinu

  75. Suarez á þetta mark skuldlaust. Boltinn er á leiðinni í netið og eins og ég skil reglurnar þá gildir það.

  76. Hver þarf Torres þegar hann á SUAREZ !!!! það verður keipt treyja á MORGUN!!

  77. er ég að verða eitthvað geðveikur eða er Skrtel farinn að spila boltanum meira eða bæði?

  78. Ég skrifa þetta mark á Suarez !! Djöfull er gaman að sjá þennan mann í rauðu treyjunni !

  79. Gaman líka að sjá hvað Comolli fagnaði mikið, hann hljóp eftir stúkunni til að fagna með einhverjum.

  80. Því var Kenny ekki ráðinn síðasta sumar. Hann er að breyta liðinu svo mikið. Enginn sambabolti en auðvita tekur tíma að breyta liðinu eftir að RH náði að gera liðið nánast jafnleiðinlegt og Stoke.
    Djöf… er maður aftur farinn að vera spenntur fyrir fótbolta. RH var nánst búinn að eyðileggja það.

  81. Magnað að sjá til liðsins… Gaman að sjá Suarez inná og skora…. en baráttan hjá okkar mönnum frábær….

    Athugið að á 91.30 min þá fær Stoke maður boltann og það eru 3 Liverpool í kringum hann að pressa á hann… í stöðunni 2 – 0 á 92 min….

    Þvílíkur munur á spilamennskunni

    Frábær sigur og 3 stig í safnið 🙂

    Maður getur hreinilega ekki beðið eftir næstu leikjum 🙂

  82. Virkilega gaman að sjá hvernig þeir taka vel á móti Suarez og hvað mórallinn er virkilega búinn að breytast eftir komu King Kenny.
    Nú er bara að rassskella Chelski. Djöf.. er maður spenntur fyrir þeim leik. Hann á eftir að taka á taugarnar og verður rosalegur.

  83. Við töpuðum 2-0 fyrir Stoke með Torres í framlínunni. Það er frábært að sjá stemninguna í þessu liði.

  84. Augljós klassi í Suarez. Kuyt með ódrepandi áhuga í fyrri hálfleik en það rann aðeins af honum í seinni. Þessi uppstilling hjá Kóngnum lofar góðu. Enginn ástæða til svarstýni á Sunnudaginn.

  85. Allt í rétta átt. Skref fyrir skref. Þvílíkur munur á uppstillingu á móti slöku liði. Ég vil ekki rifja upp hvernig þessi sem var á undan hefði stillt upp.

    En það verður passívara á sunnudag. En hjartað er svo sannarlega farið að slá.

  86. Það verður að segjast eins og er að þetta lítur bara nokkuð vel út. Það vantaði meira fire power í sókninni, enda okkar aðalmenn ekki í byrjunarliðinu, og við eigum eftir að bæta við mönnum í nokkrar stöður.

    En það breytir því ekki að Kenny Dalglish er að láta sama hóp spila mjög vel saman sem Roy nokkur Hodgson var að reyna að sannfæra okkur um að væri svo hrikalega lélegur. Hreyfingin á mönnum án bolta og allt spil er svo mikið, mikið betra en það var fyrir fjórum vikum. Það eru ágætis skilaboð til þeirra snillinga sem sögðu að knattspyrnustjórinn ætti ekki að skipta öllu máli heldur væri léleg spilamennska leikmönnum að kenna!

  87. Finnst menn aðeins vera missa sig yfir Suarez.

    Klárlega mikið efni í flottan leikmann á Anfield en hann þarf aðeins meira en einn leik svo hægt sé að kalla hann hetju 🙂

  88. Gleymdi að minnast á Kuyt. Hann gerði sitt mjög vel megnið af leiknum. Ekki hraður en nýtti sýna hæfileika til fulls. Tók rosalega marga bolta uppá toppi og viðhélt sókninni. Góð hlaup. Góður batti. Hélt varnarmönnunum við efnið. Reyndar var enginn striker með honum megnið af leiknum en hann gaf Mereles og Gerrard tíma til að koma í hlaupin.
    Hann er bara það sem hann er og gerir það vel.

  89. Það virkilega erfiða við leikinn á móti Chel$ea og Torre$ verður ef Torre$ tekur upp á því að skora, ég kvíði fyrir því hvernig mér á eftir að líða ef það gerist. Hélt ég gæti ekki hatað Chel$ea mikið meira en ég gerði en núna færðust þeir upp í allt annan hatursflokk.

  90. Í nótt dreymdi mig draum…

    Ég var að spila fótbolta, reyndar ekki á fótboltavelli heldur á milli hverfa. Markið í mínu liði var bílastæðið í miðjunni og á milli þeirra lína stóð Pepe Reina. Völlurinn var svo bara allt hverfið en mark andstæðinganna var á hinum endanum en ég náði reyndar aldrei að sjá það.

    Fernando nokkur Torres var í þeirra liði og var ég aftasti varnarmaður. Aðrir leikmenn voru vinir mínir í báðum liðum og því þekktust allir vel. Ég man að ég var pirraður út í Torres fyrir að vera ekki með mér í liði en hann var samt vinur minn og þess vegna var erfitt að vera reiður.

    Það kom sending inn fyrir og ég og Torres tókum á rás. Miklar hendur voru notaðar og hann ýtti í mig og ég greip í hann. Ég náði boltanum en hann fór að væla og vildi fá dæmda aukaspyrnu. Ég sagði við hann. “Þú varst alveg jafn mikið að brjóta á mér en ég skal gefa þér spyrnuna af því að við erum félagar” Einhver tók aukaspyrnuna og Torres hljóp fram hjá mér og þó ég hafi náð að pota tánni í boltann náði hann tuðrunni og setti í bílastæðið (markið) án þess að Pepe hafi hreyft sig. Mér fannst reyndar að Pepe hafi átt að ná boltanum en nóg um það.

    Torres hins vegar fagnaði ekki en ég var meira en lítið pirraður. Svo vaknaði ég og hugsaði WTF! Af hverju er mér að dreyma svona bull. Ég ætla þó að spá því að Torres skori á sunnudaginn og berja undirmeðvitund mína ef það reynist rétt.

    Vonandi dreymir mig Cheryl Cole næst… og að ég sé að skora 🙂

Stoke á morgun (Uppfært)

Liverpool 2 – Stoke 0