Jæja, Antonio Nunez hefur staðfest það, sem við höfum vitað í nokkra daga, það er [að hann er að fara til Celta Vigo](http://today.reuters.co.uk/news/newsarticle.aspx?type=worldFootballNews&storyid=URI:urn:newsml:reuters.com:20050728:MTFH45158_2005-07-28_15-01-18_L28688894:1). Hann segir sjálfur:
> “We’ve reached an agreement and all that remains is for me to put pen to paper,”
Ég hef ekki enn rekist á neitt um kaupverð, en Nunez var metinn á um 1,5-2 milljónir punda í Michael Owen kaupunum.
Þarna fer gæi sem ég hefði alveg viljað gefa séns! :confused:
En ég er enn að halda í vonina um að fá þá Figo á hægri vænginn. Mér finnst þessi orð hans nú aðeins jákvæðari gagnvart Liverpool en Inter:
“I know there are important teams interested in me. It is an honour that Liverpool are interested, but there is nothing new about the move to Inter.”
Tekið af Teamtalk.com
Við verðum bara að bíða og sjá hvað Portúgalinn gerir! 😉
Ég allavega vona bara það besta! :tongue: