Á morgun klukkan 10 verður [dregið](http://www.uefa.com/competitions/UCL/news/Kind=1/newsId=320282.html) í þriðju umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. Liverpool er auðvitað í pottinum, en þarf að klára seinni leikinn á móti Kaunas á Anfield til þess að komast áfram. Sá leikur ætti að öllu jöfnu að vera formsatriði.
Allavegana, Liverpool verður í efri styrkleikaflokknum ásamt liðum einsog Man U, Inter, Villareal, Ajax, Monaco og Rangers. Við getum því ekki lent á móti þeim liðum.
Hins vegar getum við lent á móti eftirfarandi liðum:
Slavia Prag
Real Betis
Basel
Wisla Krakow
Udinese
Partizan / FC Sheriff
Shakhtar Donetsk
Malmö / Maccabi Haifa
Shelbourne / Steua Bukarest
Dinamo Tbilisi / Bröndby
Dudelange / Rapid Wien
KF Tirana / CSKA Sofia
Debreceni / Hadjuk Split
Famagusta / Trabzonspor
Valerenga / FC Haka
Everton
Einsog þið sjáið þá eru þarna fulltaf sætum, sem eru óráðin þar sem að önnur umferðin er ekki búin. En styrkleikamunurinn á þessum liðum er mjög mikill.
Til að vera alveg heiðarlegur, þá vil ég helst sleppa við Everton. Það væri fátt skemmtilegra en að slá Everton út, sem við ættum undir öllum eðlilegum kringumstæðum að gera, en ég held að Everton hefðu ágætt af því að fara inní riðlakeppnina, því þá getum við bókað að það lið á eftir að standa sig illa í deildinni.
Önnur lið, sem maður vill helst forðast eru svo sem ekki mörg. Einna helst Real Betis og Udinese, þar sem þau lentu í fjórða sæti í ítölsku og spænsku deildunum, sem eru báðar sterkar. Við ættum auðvitað að vinna öll þessi lið án mikilla erfiðleika. En auðvitað er þetta alltaf hættulegt.
Þetta verður spennandi.
Ég væri til í Famagusta, fer eitthvað svo vel í munni… 🙂
FC Haka er líka einkar skemmtilegt nafn..annars væri rosalega gaman að slá Everton út
Ég vil fá Árna Gaut og félaga í Vålerenga. Gauturinn alltaf límdur við marklínuna og leyfir Crouch að skora þrennu og Nando eitt.
Ég vona að við fáum Everton.
Ég vil Everton og við FÁUM Everton. Mér finnst að við ÆTTUM að fá Everton og virkilega spila þá til helvítis….en það þýðir þá ekkert væl ef við töpum fyrir þessu miðlungsliði!
við fáum Slavia Prag, finn það á mér…….ju fáum þá 🙂
og já….var að skoða listann á UEFA.com og það var svoldið sweet að sjá þarna Liverpool FC (eng) HOLDERS:) Það er svona alveg að sígjast inn að við erum Evrópumeistarar:)
Basle 1893 v Werder Bremen
CELTIC or Artmedia Bratislava v Partizan Belgrade or FC Sheriff
Shakhtar Donetsk v Inter Milan
Shelbourne or Steaua Bucharest v Rosenborg
MANCHESTER UNITED v Debrecen or Hajduk Split
Malmo or Maccabi Haifa v Dynamo Kiev or FC Thun
EVERTON v Villarreal
LIVERPOOL or Kaunas v CSKA Sofia or Dinamo Tirana
Sporting Lisbon v Udinese
Valerenga or FC Haka v Clube Brugge
Rapid Vienna or F91 Dudelange v Rabotnicki or Lokomotiv Moscow
Anderlecht or Neftchi v Slavia Prague