Opinn þráður

Lítið bitastætt að frétta eftir góða helgi og því um að gera að hafa bara opinn þráð sem hægt er þá að nýta t.d. í að ræða stórleiki kvöldsins í meistaradeildinni, stemminguna á öldurhúsum víða um heim rétt eftir hádegi á sunnudaginn eða hvort þessi gula úlpa sé málið.


Uppfært – bætum inn léttri könnun til gamans:

Hvernig fer Blackburn - Liverpool?

  • Jafntefli (26%, 175 Atkvæði)
  • Blacburn vinnur með meira en einu marki (23%, 159 Atkvæði)
  • Liverpool vinnur með meira en einu marki (19%, 130 Atkvæði)
  • Liverpool vinnur með einu marki (17%, 114 Atkvæði)
  • Blackburn vinnur með einu marki (15%, 104 Atkvæði)

Fjöldi atkvæða: 682

Loading ... Loading ...

44 Comments

  1. Úlpan á brobro er flott, hann týnist allavega ekki í snjónum!

    Langar að spurja þá Reykjavíkurbúa sem skrifa hérna inná, hvað margir af ykkur festu sig í snjónum í dag?

    Barcelona 3 – 0 Arsenal <- Staðfest!

  2. Veit ekki með úlpuna, fyrirsætan mætti brosa meira og þá væri þetta kannski meira aðlaðandi 🙂

    Hef svo lengi haft það á tilfinningunni að Arsenal slái Barca út í kvöld, þetta verður klárlega hörkuleikur og það mun hvorug liðið halda hreinu, spái 2-2 jafntefli.

  3. Barcelona á heimavelli með eða án Puyol og Pique er of stór biti fyrir reynslulítið lið í stórum leikjum.

    4-1 fyrir Barca. Villa með 2, Pedro og Messi með hin. Messi leggur upp öll hin. 73% – 27% í ball possesion. 😀

  4. Ég spáði fyrri leiknum 2-1 fyrir Arsenal og sagði á sama tíma að seinni leikurinn færi 1-1. Ég held mig við það fyrst þetta gekk eftir í fyrri leiknum.

    Hef reyndar lengi verið á því að ensku liðin get vel staðist Barca snúning og finnst þetta alls ekkert eins ólíkleg úrslit og mörgum virðist vera.

    Án þess að ég vilji gera lítið úr Barca, enda þeir með eitt besta lið sem spilað hefur fótbolta, þá held ég að þeir væru alls ekkert með sömu yfirburði á Englandi og þeir ásamt Real hafa á Spáni og því eðlilegt að áætla að næstbesta lið Englands eins og staðan er í dag eigi alveg að geta staðist þeim snúning.

  5. Arsenal er í öðru sæti Ensku deildarinnar af sömu ástæðu og Man Utd er í því efsta, þeir hafa staðið sig aðeins minna illa en hin liðin í deildinni 🙂

    Barcelona fer áfram.

  6. Úlpan er gul og því þarf ekki að segja meira um hana 🙂
    Arsenal dettur út í kvöld, Barca tekur þá 3-0 og þá geta Nallarar haldið áfram að reyna taka þessa deild frá United (plís, það er fátt meira óþolandi en glaður united maður)

    Svar við nr 1, ég er á 92 árgerð af swift á 13″ og ég festi mig bara ekki neitt, leið eins og Haraldi Pólfara þegar ég brunaði uppúr sköflonum, já eða frekar eins og Suarez þegar hann prjónaði sig í gegnum vörnina hjá united um helgina 😉

    Fariði varlega lömbin mín…besta ráðið er að hægja bara ekkert á sér í þessum snjó, annars étur hann þig að innan :o)

    YNWA!

  7. Barcelona er frábært sóknarlið en hefur veikleika í varnarleiknum. Ekki hjálpar til þegar báðir miðverðirnir verða fjarverandi. Ég held að það hjálpi ensku liðinum hvað enska deildin er jafnari, ensku stóru liðin komast ekki upp með það að spila í 3. gír leik eftir leik, líkt og Barcelona og Real Madrid geta gert á Spáni. Mér fannst í fyrri leiknum að Barcelona hreinlega náðu sér aldrei uppúr 3. gírnum þegar þeir virkilega þurftu á því að halda. Ég held að Arsenal hafi þar sem þarf til að slá Barcelona út og ég spái Arsenal áfram.

  8. Hið augljósa er að Barca fari áfram enda líklega besta knattspyrnulið allra tíma. EN eitthvað segir mér að leikurinn fari 0-0 og verði hálfgerð leiðindi að horfa á.

  9. Það er ljòst að Barcelona mun skora í þessum leik. Held að þetta fari 3-1, Villa setur eitt og Messi tvö.

  10. Dúnúlpufrakkinn hans Wengers er viðbjóðslegasta flík í sögu úrvalsdeildarinnar og þá meðtalinn bleiki búningur everton … en annars spái ég barca áfram í kvöld messi með 1 og villa með 2 og van persie með mark arsenal

  11. Úlpan er klárlega málið, tekst að lífga ótrúlega upp á annars drungalega fyrirsætuna.

  12. Aurelio meiddur í mánuð. Ég ætla að tippa á að hann með þessu endanlega meitt sig alla leið á sölulista í sumar.

  13. #15 Biggi

    Ég held alveg öruglega að samningurinn hans renni út í sumar… Þessi maður er ótrúlegur, búinn að vera meira á meðslalistanum heldur en í hóp hjá Liverpool.

  14. Sæl öll
    Hér kemur ein smá skemti saga…. Þegar leikur Liverpool og Man Utd fór framm var ég staddur í Afríku og hafði ekki tök á að sjá leikinn. Nema hvað með mér voru nokkrir gall harðir Man Utd menn og einn púlari… Þegar við fengum fréttirnar af ússlitum leiksins, kom svo mikill fílusvipur á þessum Man Utd mönnum að það hálfa væri nóg…. Þeir bara skildu þetta ekki að Man Utd hefði tapað tveimur leikjum í röð…. Þarna vorum við tveir Púlarar sem skemtum okkur alveg konunglega innan um Man Utd menn sem voru ekki að fíla það hvað við vorum sátttir og glaðir með lífið…. Þeir sögðu að það hefði verið dómaraskandall…. já maður hefur aldrei heyrt neitt svona áður er það …. Langaði bara að deila þessu með ykkur….
    Áfram LIVERPOOL, YNWA

  15. Ferguson í fjölmiðlabanni, að eigin ósk. Þvílik heppni fyrir okkur að þurfa ekki að hluta á bullið í honum.

  16. Segjum sé svo að ég hafi sett wallpaper með Liverpool liðinu í september. Fallið svo í dá.
    Er eðlilegt að Babel, Torres og Hodgson séu á myndinni þegar ég kem úr dáinu í dag?

    Er til wallpaper af Carroll, Suarez og Kenni Dalglish og restinni af Liverpool liðinu?

  17. Ég er búinn að horfa á leikinn aftur og á highlights nokkrum sinnum og ég verð að minnast á tvennt.

    1. Frammistaða Suarez er sennilega besta frammistaða leikmanns í Liverpool búning í a.m.k. 2 ár, gjörsamlega frábær!

    2. Maxi var ekki eins slakur og margir hafa verið að segja, hann var ekkert brilliant en var alls ekki slakur.

    Að öðru þá hef ég smá áhyggjur af bakvarðamálum okkar það sem eftir er af þessu tímabili. Vonandi verður vinstri bakvarðastaðan og miðvarðarstaðan styrkt til muna í sumar!

  18. Er enginn annar orðinn þreyttur á því að Aurelio er bara heill í svona 2 leiki í einu og þá meiðist hann aftur!?

  19. heyrðu þetta er nú ekki hlutlaus könnun – ekki það sama að segja áfram og örugglega áfram!

    en vona að Arsenal tapi svo þeir geti einbeitt sér að því að vinna ensku deildina – eru ekki annars meiri líkur á að þeir vinni deildina ef þeir detta út í meistaradeildinni?

  20. Það vantar alveg “mér er skítsama” valkostinn á þessa könnun 🙂

    Viva Atletico!!!!!!

  21. Nr.23 – Ef Arsenal vinnur þá fara þeir örugglega áfram!

    Nr.24 – Ég var búinn að setja það með en áttaði mig á því að allir myndu velja það…ég þ.m.t. 🙂

  22. Var að ganga frá pappírunum.
    20 feta gámur fullur af lýsi á leiðinni til hans, ekki veitir af!
    Hvað er málið með þennan dreng er hann úr frauðplasti?

  23. Úff. Græt ekki að V.Persie hafi fengið annað gult, en þetta er með allra strangasta móti.

  24. Getur e-h sagt mér hvort að það verða 5 sæti í boði fyrir enskudeildina ef að enskt lið vinnur keppnina? Veit það einhver?

  25. Djöfull væri ég brjálaður núna ef ég væri Arsenal maður. Þetta er alveg fáránlegt spjald á Van Persie! En maður þarf þá allavega ekki að heyra tuð um CL frá þeim meir á þessu tímabili!

  26. arsenal er að verða eitt mesta ” lið sem tekur þátt í keppnum en vinnur þær aldrei ” lið í okkar sögu … vona að við förum að hirða þessi ungstirni sem hafa verið að velja þá framyfir okkur af þeim

  27. Þetta spjald á van Persie er auðvitað bara djók og við Púllarar værum froðufellandi af reiði ef okkar maður hefði lent í þessu. Þetta breytti auðvitað leiknum þó að það sé auðvelt eftir á að segja að Barca hafi verið mun betri aðilinn. Við fáum aldrei að vita hvernig Arsenal hefði staðið sig með fullmannað lið.

    En þetta er bara í takt við Arsenal liðið. Þeir vinna aldrei neitt og munu ekki gera á þessari leiktíð heldur.

  28. Arsenal uppskar nákvæmlega það sem þeir áttu skilið. Þeir komu á Nývang og pökkuðu 11 manns inní eigin teig. Arsenal átti ekki eitt skot á markið allann leikinn og NOTA BENE þeir voru 11 inná í 55 mín.

    http://soccernet.espn.go.com/match?id=310993&cc=5739

    Það hefði verið algjör skandall hefði Arsenal slysast til að komast áfram. Barcelona spilaði frábæran fótbolta, sótti allann tímann, jafnvel þó staðan væri 3-1. Aðeins Maradona hefði getað coperað fyrra mark Messi, þvílíkur snillingur.

  29. Sælir félagar

    Mér finnst sérkennilegt að lesa það hér á þessari síðu að Barca sé besta lið allra tíma. Þeir sem þetta segja muna ekki eftir eða vita ekkert um liðið sem endaði ótrúlega sigurgöngu sína með meistaratitli 1990. Það lið var að vísu ekki eins gott og það sem spilaði í kringum og eftir 1980. Það lið hefði raðað inn Evróputitlum ef meginlandsmafían hefði ekki útilokað ensk lið frá keppni á sínum tíma.

    Um Barca liðið má segja að það sé besta lið í heimi í dag, tímabundið. En það á eftir að breytast eins og við vitum. Hættið svo þessu bulli um að Barca besta lið allra tíma. Það er einfaldlega rangt.

    Það er nú þannig.

    YNWA

  30. Jæja nóg komið að Arsenal röfli, þeir sem vilja geta nú snúið sér strax aftur að þeirri keppni sem skiptir einhverju máli og upphitun fyrir Braga leikinn á fim.

  31. Sjáið komment númer þrjú, skuggalega gott gisk á Possession, hann sagði að arsenal yrði með 27% en þeir voru með 24%, og að barca yrði með 73%, en þeir voru með 76% hehe 🙂 en eftir að hafa skoðað þetta http://soccernet.espn.go.com/match?id=310993&cc=5739 er ég alveg á því að Barca átti þetta bara svona hundrað sinnum meira skilið

  32. fyrra mark Messi er eitt fallegasta mark sem ég hef séð í fótbolta. Hvernig væri nú að kaup Messi og láta hann spila við hliðina á Suarez?

  33. Menn gleyma í þessari umræðu um leikinn í kvöld (og einvígið í heild) að Barcelona skoraði löglegt mark í stöðunni 0:1 í fyrri leiknum. Þannig að ef Arsenal-menn ætla að afsaka það að detta útúr einvíginu með rauða á Persie (sem var rangt) þá verða menn líka að skoða þetta atriði úr fyrri leiknum líka.

  34. Smá spá:

    Ef Suarez helst heill allt næsta tímabil, þá verður hann besti maður ensku úrvalsdeildarinnar.

Liverpool 3 – man utd 1!

Liverpool tekur á móti Braga (Brynjars?)