Því miður verður engin upphitun fyrir Kaunas-leikinn annað kvöld, þar sem ég sit hér dauðþreyttur við tölvu gestgjafa minna í Vestmannaeyjum, enn að jafna mig eftir Þjóðhátíð.
Enda, þarf eitthvað að pæla meira í þessu? Er þetta ekki bara spurning um hversu stóran sigur Liverpool vinnur annað kvöld? Ég veit við töpuðum fyrir Graz á Anfield í fyrra, en það eru 12 mánuðir síðan og mikið vatn hefur runnið til sjávar. Þannig að ég legg til að menn njóti þess bara að horfa á leikinn annað kvöld.
Annars er lítið um að vera, nema þá helst í framherjamálunum eins og áður kom fram. Þvert á það sem allt virtist stefna í í morgun, þá er Milan Baros ekki á förum frá Liverpool – ef marka má orð Rafa Benítez á blaðamannafundi í dag – en Anthony Le Tallec er að fara til Sunderland á árs lánssamningi. Það gæti orðið mjög góður kostur fyrir hann, og okkur. Vonandi skorar TLT þá nokkur gegn Arsenal og Chelsea, svona okkar vegna! 😉
Góðar stundir.
Ég er farinn að líta á það þannig að ef menn eru lánaðir frá liðinu sínu, þá eru þeir búnir. Annað tímabil LeTallec í útláni.
Ertu þá að meina búnir eins og Stephen Warnock eða?
Getur ekki verið að Benitez sjái fullt af hæfileikum í Le Tallec en finnist hann samt ekki tilbúinn í aðalliðið? Ákveður að lána hann í annað lið í úrvaldsdeildinni þar sem hann fær væntanlega að spila reglulega ásamt því að læra betur á deildina og þroskast sem leikmaður. Meikar mikið sense ef þú spyrð mig.
Mér finnst þetta vera góðar fréttir fyrir Le Tallec. Hann fékk fullt af tækifærum með Liverpool á undirbúningstímabilinu, sem getur bara boðað gott fyrir hann.
Helst myndi ég sömuleiðis vilja sjá Carl Medjani lánaðan til ensks liðs. Ég tel þessa menn læra afskaplega takmarkað um enskan bolta þegar þeir eru sífellt lánaðir til franskra liða!
Já, Steewen, þú ert að lesa alltof mikið í þetta. Að mínu mati eru þetta góðar fréttir, sérstaklega að Le Tallec sé að fara að láni til liðs í *Úrvalsdeildinni*, ekki aftur til Frakklands.
Le Tallec er ekki tilbúinn að vera aðalmaður hjá Liverpool, þannig að það er fínt að hann fái reynslu hjá minni liðum í deildinni, þar sem að tækifærin eru fleiri. Að mínu mati er þetta það besta, sem gæti komið fyrir Le Tallec. Það er vonandi að hann nái að sanna sig.
Innvortis. Jájá, þetta meikar alveg sense, en ég fæ það alltaf á tilfinninguna að þegar menn eru lánaðir út, að þeir séu bara búnir.