Lið sem hefur leik með …
– Jamie Carragher í hægri bakverði
– Tæknitröllin Skrtel og Kyrgiakos í miðvörðum
– Skapandi miðjumenn einsog Spearing, Poulsen og Lucas á miðjunni
– Að ógleymdum Dirk Kuyt einum uppi á topp
.. .er ekki að fara gera nokkurn skapaðan hlut af viti ef það hrærir þessu öllu saman í einn og sama leikinn. Sama hver mótherjinn er og í raun óljóst hvort áhorfendur annað hvort hreinlega drepist úr leiðindum við að horfa á liðið spila eða lánið leiki við þá og þeir einfaldlega sofni.
Dalglish stillti liði Liverpool í alvörunni nokkurn veginn svona upp fyrstu 60 mínútur leiksins
Reina
Carragher – Skrtel – Kyrgiakos – Johnson
Spearing – Lucas – Poulsen – Cole
Meireles
Kuyt
Það þarf ekki að koma neitt á óvart að liðið var það hægasta sem spilað hefur fótbolta í Liverpool-búning, og þá eru meðtalin öll firmamót og hópakeppnir sem hafa innihaldið lið í Liverpool-búningum. Eins þarf ekkert að koma á óvart að í fyrri hálfleik var gerð tilraun til að bæta met Arsenal frá því á þriðjudaginn og ná ekki einu skoti á markið enda fór markmaður Braga heim á 20 mínútu, nennti þessu ekki lengur.
Þeir leikmenn sem voru á bekknum í þessum leik eru flestir mun meira ógnandi en þeir sem voru inná og þurfa flestir að hugsa sinn gang mjög vel fyrst þeir fengu ekki að byrja þennan leik þrátt fyrir að úrvalið væri ekki betra en þetta.
Bekkurinn var svona: Gulacsi, Pacheco, Carroll, Wilson, Ngog, Maxi, Flanagan.
Af þessum þurfa Pacheco, Ngog og Maxi að íhuga hvort þetta sé sportið fyrir þá fyrst þeim var ekki treyst í þetta verkefni. Carroll er auðvitað að stíga upp úr meiðslum og væri annars í liðinu, Wilson má síðan alveg vera smá svekktur líka en er líklegur til að brjóta sér leið inn í liðið á næstu tveimur árum og Flanagan verður kominn í þetta lið innan skamms, sérstaklega ef það er eins lélegt og liðið var í fyrri hálfleik. Milan Jovanovic sem var ekki einu sinni í hóp er svo líklega farinn að æfa handbolta bara.
En ef við rennum yfir það sem gerðist í fyrri hálfleik þá punktaði ég fyrst hjá mér að hinn stórglæsilegi Braga-völlur var alls ekki fullur þrátt fyrir að taka aðeins 30 þúsund manns og ég var hissa á þessu alveg þar til ég sá byrjunarlið Liverpool, en margir virðast hafa fundið sér eitthvað annað að gera eftir að það var gert opinbert.
Við vorum samt ekkert í neinu veseni í leiknum fyrsta korterið enda gerðist nákvæmlega ekki neitt í leiknum þar til Kyrgiakos sýndi hraðann sem hann býr yfir og braut klaufalega á Brasilíumanninum Mossaro sem var við það að komast í gegn. Ömurleg tækling hjá Kyrgiakos og Alan skoraði af öryggi úr vítinu.
Okkar menn vöknuðu heldur betur við markið og gerðu … nákvæmlega ekkert öðruvísi og raunar gerðist mest lítið í leiknum þar til Mossoro gerðist aftur ágengur við mark okkar manna, lét verja hjá sér þar sem boltinn barst til Silvia sem hamraði hann í þverslánna. Vorum afar heppnir að lenda ekki 2-0 undir þarna og líklega bjargaði þetta skot því að ég sofnaði ekki yfir fyrri hálfleiknum.
Seinni hálfleikur var nákvæmlega eins fyrsta korterið þar til Dalglish fékk hugljómun og gerði það sem allir sem á þennan leik horfðu voru búnir að öskra á: tók arfaslakan Poulsen útaf og setti Andy Carroll inná.
Eftir það var kominn smá vottur af ógn inná í okkar lið en við náðum ekki að nýta okkur það og ógnuðum marki Braga skammarlega lítið. Braga-liðið er alls ekkert sérstakt og þessar 90 mínútur voru lítið annað en endursýning á þeirri hörmung sem við sáum gegn Spörtu Prag.
Dalglish er bara alls ekki að skora hátt hjá mér í þessari keppni það sem af er, hann er með heigulslega uppstillingu á liðinu og aldrei meira en í þessum leik. Við náum ekki að ógna marki hjá miðlungsliðum (at best) í Evrópu. Hann hefur ekki úr mjög sterkum hópi að velja en þessi hópur er ekki svona lélegur og það verður einhver að fara segja honum að það má alveg skipta þremur varamönnum inná í Evrópudeildinni rétt eins og í ensku deildinni. Að hafa ekki skipt neitt meira inná í þessum leik er fyrir mér merki um að hann var nokkuð sáttur við 1-0 tap og það er bara ekki eðlilegt á móti Braga.
Frekar held ég að það sé málið að henda þessum 30ára+ sleðum í varaliðið og leggja meira traust á þessa ungu leikmenn sem hafa verið frábærir undanfarið. Pacheco sem var á bekknum allann tímann hefði t.d. bara engan veginn getað skemmt neitt fyrir í þessum leik.
Mér er alveg sama hvort úrslitin séu þess eðlis að við getum snúið þessu við á Anfield, það er á mörkum þess að vera hægt að horfa á svona leiðinlega leiki og algjör óþarfi að gefa svona færi á okkur.
Dalglish aðeins til varnar þá hafa þeir sem fengið hafa sénsinn í þessari keppni ekki verið að sýna nokkurn skapaðan hlut og eiga fæstir mikla framtíð fyrir sér hjá félaginu. En liðsuppstillingin eins og hún var í kvöld með hægt lið, leikmenn út úr stöðu og þar fram eftir götunum og það er ekki að fara gera neitt nema nákvæmlega þetta snoozefest sem við vorum að horfa á.
Minnst lélegur í dag: Vel ekki mann leiksins en Andy Carroll var minnst lélegur því hann breytti klárlega gangi leiksins og er mjög spennandi leikmaður.
Slappt. Eins og aðrir útileikir í þessari keppni nema nú gaf Kyrgiakos aulavíti og við töpuðum.
Breytir engu. Við eigum að slátra þessu liði á Anfield. Hendum Maxi og Carroll inn fyrir Joe Cole og Poulsen í þeim leik og þá verður þetta betra.
Maður leiksins: ekki Joe Cole. Hvenær ætlar hann annars að byrja að spila fótbolta fyrir Liverpool?
Skelfilegur leikur og mikið rosalega er ömurlegt að horfa á liðið án Suarez.
Og svo skil ég ekki af hverju hann setur ekki Maxi eða Pacheco inná svona aðeins til þess að fríska uppá þetta.
En góðar fréttir auðvitað eru að Carrol er mættur og hann étur alla þessa varnarmenn í loftinu.
Til hvers að gera skýrslu um þetta? Takið því bara rólega og horfið á Greys Anatomy!
Æi, af hverju fór ég ekki í bíó?
Joe Cole átti ekki góðan leik en ég spyr af hverju skipti Kenny ekki út mönnum eins og Cole eða Spearing. Spearing var að mér fannst mjög slappur líka! Mér fannst sjást hvað okkur vantar sterki kantmenn í þetta lið.
En annars gaman að sjá hvað leikur liðsins varð mun betri eftir að Carroll kom inná. Ég er alveg viss um að Suarez og Carroll verða eitt hættulegast framherjapar í deildinni!
Þetta hefði getað endað verra! Jafnvel þó að maður alveg viljað mark í þetta þá eigum við leik á Anfield eftir og ég vona innilega að þeir geri útum þetta þar.
Þrátt fyrir að mér fannst dómarinn eiga fínan leik þá vonast ég eftir dómara sem leyfir okkar mönnum að snerta leikmenn þeirra í næsta leik!
Þetta er ekki búið drengir og stúlkur! Við tökum þetta eftir viku !!
Djöfull er Joe Cole búinn að missa touch ið!!!
Kenny eftir leik:
“If we play at Anfield like we did in the first half we’ve got no chance.”
“The way we started the game the first 35 minutes – we were terrible.Second half we increased the tempo. But the first half was a poor effort. At 1-0 we’ve got a chance.”
Eina jákvæða við þennan leik var að Carroll vinnur öll skallaeinvígi og hann lofar góður
Afhverju var Carroll samt númer 29 í leiknum en ekki 9? Hefur það e-ð með það að gera að Torres var búinn að spila í þessu númeri í þessari keppni? Nei ég bara spyr.
Smá pæling … Reina á að heita vítabani mikill. Hann stendur sig yfirleitt mjög vel í vítakeppnum.
…. en hvað er eiginlega langt síðan hann varði venjulega vítaspyrnu í leik? Maður er farinn að sakna þess að sjá hann verja víti.
Það sem mér fannst verst í þessum leik var hvernig Liverpool nálgaðist þennan leik. Ég skil ekki af hverju liðið mætir í hvern einasta útileik í Evrópukeppninni og spilar stífan varnarleik. Af hverju eru lið eins Prag og Braga ekki bara pressuð og freistað þess að skora mikilvæg útivallar mörk? Liðið þorir að sækja og pressa Man Utd á Anfield fyrir fjórum dögum síðan en þegar þeir eru komnir á grasvöll í Portúgal á móti miklu lakara liði þá þarf að breyta um taktík og spila massívann varnarleik, með þá Skrtel og Kyrgiakos í fararbroddi.
Líkt og í öðrum leikjum á útivöllum þá fannst mér allir leikmenn spila undir getu. Leikur liðsins var einfaldlega lélegur og leikmenn Braga fengu að líta alltof vel út án þess þó að vera gera nokkurn skapaðann hlut. Það sem skildi liðin að í dag voru klaufalega mistök Kyrgiakos í fyrri hálfleik. 1-0 tap er slæmt tap, þar sem að eitt mark frá Braga myndi þýða að Liverpool þyrfti að setja 3 mörk. Mér er ofarlega í huga þessi sömu úrslit þegar Liverpool spilaði í CL árið 2006 og mættu Benfica í 16 liða úrslitum. Benfica vann fyrri leikinn 1-0 og náðu síðan að skora mikilvægt útivallarmark í seinni leiknum sem sló Liverpool útaf laginu. Leiknum lauk 0-2 fyrir Benfica og Evrópumeistararnir voru slegnir út.
Ég get ekki tekið undir orð þeirra um að þessi keppni skipti ekki neinu máli. Þetta er síðasta keppnin sem Liverpool á séns á titli og það að fara alla leið í þessari keppni fer í reynslubanka leikmanna og menn fá að upplifa það að vinna titla. Ef menn vilja vera sigurvegarar þá fara þeir í allar keppnir til þess að vinna, skiptir engu hvaða nafni þær keppnir nefnast. Ég hugsa til þess með hryllingi að fara detta út eftir viku. Hvað er þá eftir? bið eftir næsta tímabili og barátta um að ná sæti í þessari sömu keppni sem sumir voru svo fegnir að detta útúr?.
ja það gerir það að vísu Kristán E
Djöfull er gaman að lesa viðtöl við Kenny.. það er jafn gaman að lesa þau eftir stórkostlega sigra og eftir bitur töp eða jafntefli. Skelfileg frammistaða í dag hjá frekar skelfilegu liði þrátt fyrir að Carrol hafi örlítið lífgað upp á þetta. Sama hvað mann reyna að vernda þessa keppni, og jújú, það yrði gaman að vinna hana og hún skilar einhverjum peningum inn í kassann en þetta er ekki 1/10 af þeim töfrum sem fylgja meistaradeildinni. Maður fær engin fiðrildi í magan daginn fyrir leik og maður fylgist ekki spenntur með öllu, þvert á móti ert maður jafnvel að uppgötva stuttu fyrir leik að leikurinn er á fáranlegum tíma, horfir á hann hálfsofandi og er nokkurn veginn sama hvernig hann fer. Þessi keppni er bara drasl fyrir mér, ef hún á að vera einhvers virði aftur þá þarf að breyta skipulaginu og fækka liðum í meistaradeildinni. B-liði keppni og ekkert annað, ástríða leikmannana og spenna stuðningsmannanna endurspeglar það fullkomnlega. Við verðum nú eflaust þarna í seinustu 8 samt sem áður, og ef við vinnum mun ég fagna, en þeir sem reyna setja þessa keppni á einhvern stall eru að reyna blekkja sjálfan sig.
En áfram sannleiksfúsi KK og gaman að sjá framherja sem étur alla skallabolta upp á topp, bara vonandi að póstarinn fyrir ofan reynist ekki sannspár og við förum að útfæra einhverjar Stoke taktíkur þegar við fáum loksins hávaxinn og sterkan mann upp á topp.
Loksins er kominn maður sem ógnar í föstum leikatriðum. Gríðarlegur stökkkraftur sem Carroll hefur.
Hef engar áhyggjur, tökum þetta heima en Joe Cole ?????? og svo eru ansi margir dómarar í dag sem þurfa að fara á námskeið já allavegana þessi, þvílíkt og annað eins.
Skelfileg frammistaða og Spearing og Dalglish lélegustu menn Liverpool í dag…báðir fá algjöra falleinkunn.
Þessi frammistaða liðsins í kvöld var algerlega fyrir neðan allar hellur. Ég man t.d. ekki eftir neinni einustu fyrirgjöf utan af kanti allan leikinn og markvörður Braga varði eitt máttlaus skot. Ég hef prédikað í vetur mikla þörf til að fá betri leikmenn til Liverpool og það sýndi sig eina ferðina enn. Poulsen, Lucas, Spearing, Cole og Meireles voru allir svo lélegir að það var átakanlegt. Það að menn eins og Poulsen og Spearing skuli fá mínútur með liðinu er óskiljanlegt. Hversu lélegir eru varaliðsmenn og unlingar Liverpool eiginlega?? Leikmenn og Kenny fá falleinkunn í kvöld fyrir hryllilega frammistöðu
Vá þetta var svo lélegt. Svo innilega sannfærandi lélegt.
Veggurinn í stofunni er alveg að verða þurr. Það er smá keppni á milli helgidagsins sem er að myndast rétt fyrir ofan sjónvarpsinnstunguna og hægra hornsins uppi en ég missti mig aðeins þegar ég kantaði. Þetta er mjög spennandi.
alveg rólegur með það að kalla uppstillingu dalglish heigulslega, hann hefur nákvæmlega enga möguleika í þessa keppni á því að stokka upp liðið, breiddin okkar er engin, eini möguleikinn sem hann hefur væri að smella ungum gaurum í djúpu laugina strax, en ég reyndar treysti honum 100% fyrir því að ákveða hvenær þeir séu tilbúnir og hvenær ekki. þegar að pacheco hefur fengið séns þá hefur mjög lítið komið útúr honum.. en heigulsleg uppstilling finnst mér sterkt til orða tekið, hann hefur einfaldlega ekki úr neinu að vinna ( jova er einn lélegasti maður sem hefur fengið að fara í þessa treyju, cole eru mestu vonbrigði áratugarins etcetc )
Nr. 20
Er ekki bara allt í lagi að taka nokkuð sterkt til orða eftir að hafa horft á þetta?
#10 haukur. síðasta sem ég man eftir var á móti Man U á síðasta tímabili þegar hann varði frá Rooney! en hann náði reyndar að fylgja á eftir.
Þetta var súr leikur.
Ég ber nú bara óttablandna virðingu fyrir þeim mönnum sem treystu sér til að horfa á þetta. Sérstaklega þeim sem var kunnugt um byrjunarliðið en horfðu samt.
allir á beknum betri en leikmenirnir inná vellinum…. spirning á kanntinum með carra sem bakvörð?? hvað er það ?? og shjit… hvað cole var lélegur
Flott úrslit.
Ég tók þá ákvörðun að horfa ekki á leikinn því það ætti nú ekki að koma neinum á óvart hve leiðinlegur hann yrði. Ég vildi 0-0 en sætti mig við 1-0 því við vinnum seinni leikinn auðveldlega og Liverpool kemst áfram í keppninni. Takmarkinu náð!
Mér finnst allt í lagi að kalla þetta heigulslega uppstillingu. Lið sem stilli Jay Spearing upp sem hægri kantmanni sínum er ekki að spila upp á blússandi sóknarbolta og sigur.
Smá þráðrán. Það er kona sem kemur stundum og horfir á Liverpool leiki á pöbbnum mínum í Bergen. Hún kom alltaf í Liverpool treyju með Mrs. Torres á bakinu. Í kvöld stóð Ex-Mrs Torres. Þegar við spurðum hana út í þetta þá sagðist hún hafa uppgötvað að hann elskaði sig ekki lengur og væri farinn að halda framhjá. Hann væri bara drullusokkur (“dritthue”) og hún hefði hent honum út. Þegar leið á leikinn þá sneri hún sér við og sagðist vera “the future Mrs. Carroll”.
@21 klárlega í lagi að taka sterkt til orða, en hvað átti dalglish að gera ? mæta með leikmenn sem við vitum ekki um á völlinn ? sökin liggur ekki hjá honum, heldur í því hversu óendalega takmarkaðan hóp við erum með og hversu margir leikmenn eru hjá liðinu sem eiga ekki skilið að vera í þessum búning .. sökin að mínu mati liggur hjá aumingjum einsog cole sem þyggja 90 þús pund á viku fyrir svona frammistöðu, ég get ómögulega séð nokkuð annað sem kenny dalglish hefði getað gert , fyrir utan að nota pacheco ( carroll átti aldrei séns á að spila lengri tíma en hann gerði skv fyrirmælum frá brukner ) , en sénsarnir sem hann hefur fengið hafa vægast sagt verið illa nýttir að þeim leikmanni . möguleikar okkar í að sigra þessa keppni eru bara afar takmarkaðir , sérstaklega þarsem það virðist vera að gerrard þurfi að fara í aðgerð og verði ekki með í næsta leik hvað þá umferðum ef við komumst lengra
Að stilla upp Poulsen, spearing og Lucas er vægast sagt ömurleg ákvörðun. Enginn þeirra hefur nokkra hæfileika til skapa eitthvað eða ógna á nokkurn hátt, hvað þá að skora. þeir geta ekki einu sinni haldið bolta skammlaust ef þeir eru pressaðir. Mikið söknum við Alonso. Það er hægt að nota Lucas ef hann hefur góða boltamenn í kringum sig. Hann virkaði fínt með Alonso en gat ekkert með Mascherano. Hann virkar ágætlega með Gerrard og eða Meireles þegar hann spilar aftar en þegar hann fær menn sem eru álíka flinkir og hann sjálfur gerist ekkert.
Ég reyndi að streama þennann leik í vinnunni, eftir svona 11 disconnect og stream að lokast þá fattaði ég skilaboðin og hætti að reyna. Takk internet.
Úff hvað þetta var lélegt, Polsen hélt uppteknum hætti og var frábærlega lélegur. Eitt sem flestir sjá er að Lucas nýtist ílla með vararsinnuðum miðjumönnum, samt er þetta prufað trek í trek (Ég er ekki að skjóta á Lucas enda hann búinn að vera besti leikmaður liverpool á tímabilinu), ég skil bara ekki afhverju King Kenny sér þetta ekki. Nenni að telja upp hvað allir voru lélegir enda tókst Babu það ágætlega.
Sammála Babu að Dalglish ætti að treysta ungu strákunum meira, Pacheco er leikmaður sem á að fá smá spilatíma. Ef Cole spila svona ílla og fær 90min af hverju má Pacheco ekki frá einhverjar 10mín af þeim tíma.
Eina Jákvæða við þennan leik var Carroll, hvað hann er sterkur í loftinu. Viss um að hann verði stórkostleg kaup.
Allavega er greinilegt að það þarf að hreinsa all svakalega út af sorglegum leikmönnum í sumar.
Held að það sé alveg ljóst af liðsuppstillingu að það átti svo sannarlega ekki að sækja til sigurs í þessum leik. Hrikalega sorglegt að horfa upp á þetta. Í alvöru ég er heima með flensu og á að liggja í rúminu skv læknisráði en ég get samt fundið hluti sem væri betra að verja tíma sínum í þar en að hafa horft á þennan leik! (Sem sjúklingur) Eina sem ég naut var að sjá Carroll spila! Það er bara alveg hreint með ólíkindum hvernig hægt er að fara frá því að vera eins og englar á móti United í það að vera Rasshausar á móti Braga!
En það er allavega þessi heimaleikur eftir. Það sést svo vel hvað leikmaður eins og Suarez gerir aðra leikmenn eins og Kuyt sem dæmi 4falt betri með því að vera inn á vellinum. Hlýtur bara að vera!
Þessi leikur var jafnvondur og Bragakaffið!!!! Óþarflega langt eftirbragð og hlandið þegar maður mígur því slæm minning um leikinn sem maður losnar ekki við:::::
Var ég aleinn um það að sjá blautan draum RH rætast inni á vellinum eftir að Carroll kom inná. Löngum boltum sparkað fram og loksins kominn stór maður til að skalla þá. Djöfull leiddist mér að sjá það en miðað við mannskapinn í leiknum í kvöld var líklega ekki mikið annað í boði. Drepleiðindi og eins og einhverjir hafa minnst á hér finnst mér KD jafnvel skorta hugrekki í útileikina í þessari keppni.
margir sem dissa kenny , en ég væri til í að sjá hvaða svör menn hafa ? hvað hann ætti frekar að gera ? treysta menn virkilega ekki dómgreind hans sem hefur endurlífgað meireles ( sem reyndar var vitað mál að væri betri leikmaður en clueless hodgson fékk útúr honum ) og johnson með því að smella honum í vinstri bakvörð meira en þetta . eina sem menn benda á er að spila pacheco meira, sá gaur hefur ekki notað leikina sem hann hefur fengið vel og það er bara ekki séns að hann myndi vera einhver töfralausn, sem og það að nota kjúklinga sem hafa aldrei spilað aðalliðsleiki núna fyrst í evrópukeppni . ég væri amk til í að sjá hvað þeir sem kalla hann heigul í keppninni væru til í að sjá ? einfaldara að benda en að hafa svör
Ég verð að taka undir með því að það má gagnrýna Dalglish fyrir metnaðarlitlar liðsuppstillingar á útivelli gegn Spörtu Prag og núna Braga. Liðið í kvöld var ALDREI hugsað með sóknarbolta eða markaskorun í huga, ekki einu sinni upp á skyndisóknir að gera. Þetta voru Johnson að sækja upp kantinn, Cole að reyna einhverjar dúllur á miðlínunni og Kuyt að hamast frammi … aðrir voru bara að sinna varnarvinnu og elta skottið á sjálfum sér. Við höfum rúllað nokkuð auðvelt í gegnum þessa keppni í vetur, hingað til, með því að hirða þessi drepleiðinlegu jafntefli á útivöllum og klára dæmið svo á Anfield en í kvöld beit það okkur aðeins í rassgatið.
Vonandi lærir Dalglish aðeins af þessu. Ef við komumst í 8-liða úrslitin bíða þar bara betri lið en Braga og við förum ekki fetinu lengra en í næstu umferð ef við mætum til Porto, Kiev, Eindhoven eða Villareal (svo dæmi séu tekin) með svona metnaðarlaust lið.
Annars skilst mér að þetta Braga-lið hafi unnið Arsenal 2-0 á þessum velli í Meistaradeildinni í fyrra og svo tapað 6-0 í Englandi. Ég stend við það að ég hef temmilegar áhyggjur af þessu. Ef eitthvað er er þetta jákvætt því tapið þýðir að við verðum að sækja grimmt á þá frá fyrstu mínútu eftir viku. Dalglish neyðist til að vera sókndjarfur í Evrópuleik og ég held að það muni skila sér.
Liðið eftir viku:
Reina
Johnson – Carra – Skrtel/Agger – Wilson
Maxi – Lucas – Meireles – Cole
Kuyt – Carroll
… og þá slátrum við þeim. Basic.
Já og hvernig fór aftur hjá Manchester City í kvöld … ?
smá þráðrán en tengist j.cole sem gat ekki rass í leiknum
” LFC Transfer Speculations
Joe Coles father, George, has said his son will be playing together with the worlds best at Spurs next season.”
2-0 fyrir Kiev ef þetta var ekki glens! 😀
Annars hörmulega spilaður leikur okkar manna í dag en ég hef litlar áhyggjur af seinni leiknum enda fá Braga að kynnast alvöru Evrópukvöldi hjá Liverpool. Það er eitthvað sem gerist innan liðsins þegar það mætir liði á Anfield í Evrópukeppni og við sáum þetta gegn Benfica og Lille í fyrra þegar við töpum útileiknum og göngum frá þeim á Anfield með geðveikri stemningu og spilamennsku.
Spáði 1-1 í kvöld og 4-0 á Anfield og ég ætla að halda mig við það. Carroll setur hann ef hann byrjar, veit ekki ef hann kemur inná.
YNWA
sambandi við Pacheco þá held ég það enginn tilviljun að hvorki rafa,kenny né hodgson hafa treyst honum og held að aðástæðan fyrir því sé að hann hafi bara ekki nægilegan líkamlegan styrk
Hann er of lítill og ekki nógu fljótur
Leikurinn svefnpilla af bestu gerð, en hvenær hafa portúgölsk lið getað eitthvað á útivöllum í þessum keppnum? aldrei!
temmilega bjartsýnn…
Ég hef séð 98% af Liverpool leikjum seinustu 2 tímabil. Þetta var einn af þeim allra leiðinlegustu og átti ég í miklu basli með að halda mér vakandi.
Kyrgiakos með bull tæklingu, Cole átti að fá víti, dómarinn dæmdi alltof mikið og mikið í þeirra hag. En fyrst og fremst var þetta ömurleg frammistaða okkar manna og þar við sat. Við vinnum ekki erfiða útivelli á því að sitja til baka og gera ekki fokking rassgat. Af hverju var Spearing og Poulsen í byrjunarliðinu en ekki Pacheco eða Maxi? Mér finnst alltof mikil varfærnis lykt af þessu og minnist Sparta leiksins þegar menn voru að segja að markmiðið hafi verið að fá ekki á sig mark og “reyna” að setja eitt mark sjálfir.
Kuyt getur alveg verið einn á toppi ef miðjan sér um að spila uppp völlinn. Cole, Mereiles, Lucas og Johnson eiga að rústa þessum portúgölsku brössum í spili. Ég var farinn að öskra á miðverðina okkar fyrir endalausar vonlausar sendingar fram völlinn. Ég gæti sætt mig við þetta leiðinlega spil ef það skilaði einhverjum andskotans árangri, en það gerir það ekki. Það þarf í alvöru að sekta, Carra, Soto og Skrtel fyrir þessar sendingar þegar ekki er verið að hreinsa eða eitthvað súper hlaup er í gangi.
Góðir leikmenn láta aðra góða leikmenn líta vel út, Dalglish gerði það fyrir Rush á sínum tíma og Suarez gerði það fyrir Kuyt á sunnudaginn, Það vantar fleiri svoleiðis menn í þetta lið.
Ég hata þessa leiki og mun ekki sakna Evrópudeildarinnar rassgat á næsta tímabili, fyrir utan upphitanir Babú sem eru samt orðnar það langar að maður þarf frí úr vinnu til að klára þær….
Eins og menn hafa réttilega bent á þá hafði Kenny ekki úr miklu að moða og aðrir segja að hann geti notað kjúllana og að það sé betra en ég held að Kenny viti betur (sem sér þessa gaura á hverjum degi) en við sem lesum eitthvað um þá í misgóðum blöðum. en það þarf að losna við nokkra og fá nokkra í þeirra stað, það er ljóst.
ég vill að liverpool vinni þessi keppni þar sem þetta er sú eina keppni sem við eigum séns í að vinna.
ég hef áhyggjur af Kenny….. hvað er maðurinn að hugsa, Johnson er geldur vinstra megin og Carra er geldur hægra megin, snúðu þessu við drengur!!! Johnson mun þá verða ógnandi og Carra áfram geldur ?
miðjan í dag, bara meðal firma miðja, viðurkennum það
af hverju töpum við á móti Braga?? Kenny horfðu á mannskapinn… förum í individual players
carra-skrtel-kyrgi-johnson = 1 fótboltamaður( Johnson, er spilaður í kolrangri stöðu)
spearing-Poulsen-lucas_cole= litlir, hvítir, (þ.a.l. hægir) verksmiðju fótboltamenn ( creative=no, strong=no, pace = no) Kenny burt með þá alla, nema þú viljir vera miðlungs áfram!!
meireless og kuyt = creative =a little bit, ……strong = yes , Kyut, no , Meireless…. pace = no
Siguróli kristjánsson afhverju í fjandanum ertu að skrifa helminginn af commentinu þínu á ensku ? Það asnalegasta sem ég hef séð.
Daniel Olafsson, slepptu því að lesa commentin hans ef þau fara í taugarnar á þér og haltu þessu fyrir þig…ekki alveg hegðunin sem vanist er hér inná.
Hvað réttlætti það að Spearing spilaði hægri kannt, að Maxi væri á bekknum (eini sómasamlegi kanntmaðurinn á bekknum) og að nota bara einn varamann allan leikinn, leik sem ekkert var að gerast í, hefði verið til í að fá Pacheco inná og Maxi, fyrir Spearing og Kuyt.
YNWA – King Kenny Dalglish!!
Hver er annars pælingin með að lána Konchesky og Insua þegar Aurelio er meiddur og Danny Wilson eða Jack Robinson eru greinilega ekki hugsaðir til þess að leysa þessa stöðu af?
Auk þess sé ég alveg tækifæri fyrir Amoo á hægri kantinum. Hefði amk vilja hafa hann þarna frekar en Spearing.
Pirraðastur er ég þó yfir því að enginn kantmaður var keyptur í janúar. Ég hefði amk þegið að eiga eins og einn Ryan Babel á bekknum í gær. Eins spenntur og maður var að sjá hvaða kantmaður yrði keyptur í staðin fyrir hann.
Leiðinlegur leikur og til lítils sóma fyrir félagið, en eingvígið er langt því frá búið. Tökum heimaleikinn 3-0.
Ég var semsagt bara heppinn að það var svona mikið að gera í vinnuni að ég náði ekkert að fylgjast með leiknum?
Var reyndar að búast við þessu miða við frammi stöður okkar í þessari keppni hingað til.. Þá er það bara að vona að við slátrum þeim á Afield eins og við eigum að gera! En er alveg sammála með að mér finnst Kóngurinn alltof feiminn við að nota ungu mennina frekar en þessi eldri sem bara geta ekki blautann. T.d. eins og Pacheco, hvenær fær hann mínútur?
Skrítið með suma menn, þegar leikur tapast þá fara þeir að kenna þjálfaranum um, afhverju að láta Kuyt spila, hann er hægur, afhverju er Lucas í liðinu og bla bla bla…
Leikmannahópurinn í dag hefur uppá lítið að bjóða og það er ekki Dalglish að kenna…
Við verðum að bíða fram á sumar eftir nýjum mönnum, þangað til verðum við að nota okkar menn og styðja þá í þessu…
Tökum þetta á Anfield easy. Hættum að hugsa um þennan leik.
Smá útúrdúr hérna þar sem þessi leikur í gær er ekki orðanna virði. Ég var að skoða töfluna í deildinni og það vakti athygli mína að hið “frábæra sóknarlið” Tottenham hefur skorað heilum tveimur mörkum meira en okkar menn sem hafa verið arfaslakir í allan vetur. Ekki það að okkar menn hafi ekki verið arfa slakir en mér finnst þetta kannski sýna best hversu umfjöllun um enska boltann er oft á tíðum skekkt.
Mér fannst nú óneitanlega skemmtilegra að sjá fyrirsögnina efsta Liverpool 3 – 1 Manchester united
Já, skelfileg frammistaða í einu og öllu. Ég verð að taka undir með mönnum hérna að það má alveg gagnrýna King Kenny þegar hlutirnir eru svona. Jú, hópurinn er ekki nógu stór og sterkur, en það að hefja leikinn með þá alla saman Spearing, Poulsen og Lucas á miðjunni, það er eins og að setja eins og eitt stykki sjálfsmark rétt áður en flautað er til leiks. Ég hreinlega botna þetta dæmi ekki. Hópurinn ekki stór eins og áður hafði komið fram, en við vorum með Maxi á bekknum, hann er c.a. fimm þúsund sinnum meira creative en þessir þrír (þrátt fyrir að vera takmarkaður).
Maður spyr sig líka, ef maður eins og Pacheco kemst á bekkinn, til hvers þá að taka hann með í svona ef hann fer ekki inná við svona aðstæður eins og í gær? Það hreinlega gargaði á mann að það þurfti fleiri skiptingar þarna í gær, við sáum hvað það lífgaði upp á allt að fá Carroll inná, King Kenny hafði engu að tapa að taka Spearing útaf líka og setja t.d. Maxi inná (eða Pacheco). Hefði meira að segja líka verið reynandi að setja Ngog inná, come on, bara eitthvað, þetta var engan veginn að gera sig.
Ef út í það er farið, þá hefði meira að segja verið hægt að henda Wilson inn og setja Johnson á kantinn hægra megin. Ég blæs því á það að hópurinn hafi einfaldlega boðið upp á þessa uppstillingu, ég vil fá að sjá okkar mann sýna áfram hreðjar, því þessi uppstilling var gunguháttur. King Kenny, wake up.
Bara til að taka af allan vafa með það, þá styð ég 100% við bakið á því að Kóngurinn fái langtíma samning með liðið, en það breytir því ekki að það má gagnrýna hann eins og alla aðra þegar gert er upp á bak. Nú er bara að skola skítinn þaðan og grab the balls.
Ætla ekki að ræða Herre Poulsen, ætla að sjóða saman smá pistil um hann síðar í dag.
Ég vona nú innilega að menn fari ekki bara að dúndra boltanum fram trekk í trekk eftir að Carroll kemur inn í liðð. Hætt við því að menn muni leita mun meira í háar sendingar inn í teig.
Sammála öllu sem SSteinn sagði nema að ég ætla ekki að sjóða saman pistil um Poulsen. Hann á ekki skilið að nokkur maður eyði tíma í að skrifa um hann og hvað þá að einhver lesi það sem skrifað er um hann.
Ekkert breytir því að við verðum að vinna 2-0 eða stærra á Anfield!
Það sem vantaði var nákvæmni á síðustu sendingarnar og kantmenn sem geta sent boltan fyrir.
Maður hélt að við Cole væri kantmaðurinn sem okkur vantaði en því lík vonbrigði. Glen Johnson vantar að geta sent hann fyrir, hann er ágætur í þríhyrningaspili en það er enginn ógn í honum. Sama sagan með Cole.
Persónulega hefði ég viljað sjá Carrol koma fyrr inn og einnig hefði ég viljað sjá Maxi koma inn.
nokkrir (mjög fáir) jákvæðir punktar um þennan leik.
*Andy Carroll kom inná og ógnaði mikið í loftinu
*Glen Johnson átti góðan leik og virðist vera að vakna undir stjórn KKD
*Spearing barðist og virkilega reyndi að gera eitthvað á miðjunni hjá okkur
*Spearing er að standa sig vel í þeim leikjum sem hann fær að spila í ( sjá Everton leikinn )
annars var þetta ömurlegt og greinilegt að Dirk Kuyt þarf Suárez til þess að skora mörk
57. Skil þessar áhyggjur vel. Mágur minn er t.d. Tottenham maður og segist ekkert hafa á móti Crouch, heldur það að liðið fer alltaf sjálfkrafa í long ball þegar hann spilar.
Vonum bara að kenny taki fyrir það og einu háu boltarnir verði fyrirgjafi (í ágúst fyrsta lagi 🙂
Hefur einhver innsýn inní samninga sem leikmenn eru með? Eru klásúlur um að ef þeir fái lítið að spila, þá tapi félagið réttindum? Þannig að það sé peningalegt hagsmunamál að nota menn sem á að selja í sumar: Poulsen, Skrtel, Kyrgiakos, etc.?
http://www.skysports.com/story/0,19528,11669_6807045,00.html hvernig væri nú að þessi gaur fari bara að halda kjafti? við erum búnir að gleyma honum, er hann svona upsessed með okkur ? kannski hann sjái eftir þessu núna þegar að við erum komnir með næstu hetju ( suarez )
*obsessed
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/steven-gerrard-injury-update-2
Þá er það staðfest….vona að hann komu sterkari til baka!
YNWA!
Þegar Hodgson hafði runnið á rassinn, bæði búinn að missa búningsklefann og aðdáendurna, tók við tímabil þar sem margir furðuðu sig á af hverju FSG réði ekki Kenny Daglish. Vitað var að Kenny vildi starfið og aðdáendurnir vildu Kenny. Það er samt ekki alveg einfalt mál að ráða þjálfara með stöðu Daglish. Þ.e. það er auðvelt að ráða per se hann en vandamálið er ef hann stendur ekki undir væntingum. Hvað á að gera þá?
Kenny er engin venjulegur þjálfari heldur líklega besti og dáðasti leikmaður LFC fyrr og síðar auk þess að þjálfa liðið með frábærum árangri. Allir í Liverpool muna eftir framgöngu Daglish eftir Hillsborough slysið þegar hann sólarhringum saman vakti með fórnarlömbunum og sýndi að hann er jafn góð og vönduð manneskja eins og fótboltamaður.
Vandamálið er að þú getur ráðið Kenny en ekki með góðu móti rekið hann. Ég er því á því að FSG hafði tekið mikla áhættu með því að ráða Kenny Daglish til að taka við þeim skitahaug sem Roy skildi eftir sig. Nú er grace tímabilið liðið og að mörgu leyti hefur Kenny staðið sig langt umfram það sem búast mátti við. Þessi leikur við Braga var fyrst og fremst áminning um að Kenny og FSG eiga mikið verk óunnið.
Það sem búið er að gera lofar svo sannarlega góðu. Mikið má vera er ef kaupin á Suarez reynast ekki bestu kaup ársins. Carroll sýndi í gær að hann er einnig til alls líklegur. Þá er, á venjulegum degi, allt annað að sjá leikskipulag LFC. Loks má nefna að kaupin á Carroll þegar settur var upp gambítur og Chelsea er í raun látið borga fyrir okkar mann. Þetta er stjórnunarlegt meistaraverk sem bendir til að núverandi eigendur séu fjandanum klókari.
Það vinnast ekki allir leikir en lífið er gott og Kenny enn betri!
http://mbl.is/sport/enski/2011/03/10/treyja_gylfa_thors_olli_uppnami/
Hverju er dómstóllinn að koma af stað með þessu ?
Geta núna allir sem kaupa sér treyju fengið hana endurgreidda ef leikmaðurinn er seldur.
#67 – Hélt að Reading hefðu ákveðið að klára málið utan dómstóla því það væri minna vesen, en tóku fram að það væri einsdæmi.
http://aggbot.com/link.php?id=12784497&r=tw&c=44
Hvað er að frétta? Er djöfullinn sjálfur loksins fundinn? MOTHER FUCKER!
@ 69
Til hvers að vera pirra sig á þessum manni? Ef þetta er á haft rétt eftir honum (minni líkur en meiri) þá er hann að tala með rassgatinu.
7 heilir klukkutímar og ekkert skorað enn, hann er svo slappur að núverandi þjálfari hans hefur fundið sig knúinn til að koma fram og lýsa því yfir að dýrasti striker í sögu Ensku knattspyrnunar þurfi ekki að skora mörk : )
Hversu sorglegt er það?
Daníel Ólafsson,ég skrifaði þetta á engilsaxnesku . svo að Kenny gæti líka lesið þetta?hvað af þessum orðum viltu að ég íslenski fyrir þig !
Sfinnur, takk fyrir stuðninginn