Crouch frá í þjár vikur

Ekki byrjar þetta tímabil vel, hvað varðar meiðsli. Peter Crouch áttaði sig á því að hann var orðinn *framherji hjá Liverpool* og því ákvað hann [umsvifalaust að togna](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149554050803-1522.htm). Hann verður frá í þrjár vikur.

Í alvöru, hvað er málið með það að vera framherji hjá Liverpool? Það hljóta að fylgja þessu einhver álög. Michael Owen hefur t.a.m. alveg hætt að meiðast eftir að hann fór til Real Madrid.

Þannig að núna erum við bara með tvo alvöruframherja í liðinu víst að Le Tallec er farinn til Sunderland og Pongolle er meiddur. Þeir einu, sem eru eftir eru Morientes og Cisse. Já, og Milan Baros. Ætli þetta muni breyta einhverju um plönin hjá Rafa?


Tengt þessu, þá hafa BBC það eftir Michael Owen að hann hafi [talað við 3-4 lið í ensku deildinni](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/4741707.stm). Í fyrsta lagi, þá er hvergi í fréttinni neitt kvót frá Owen, þar sem hann segir þetta. Bara í upphafi fréttarinnar, þá láta BBC menn einsog þetta sé beint kvót frá honum.

Ef þetta væri beint kvót, hvað meinar hann þá með 3-4 klúbbum? Kann drengurinn ekki að telja? Annaðhvort hefur hann talað við 3 eða 4 lið. Það er ekkert flóknara en svo.

Arsenal neita að hafa talað við hann, og Chelsea líka. Ok, gefum okkur þá að tvö liðanna séu Newcastle og Manchester United. Hver geta þá lið númer 3 og 4 verið? Liverpool kannski? Það koma ekki mörg önnur ensk lið til greina.

6 Comments

  1. Ég ætla aðeins að koma með eina mjög stutta pælingu á framherja málin okkar (gefum okkur að baros fari, eins og allt bendir til). Ef Cisse meiðist þá höfum við engan svona sprengju framherja. Morientes hefur engan vegin náð sér strik, maður heldur í vonina að það gerist því maður veit hvað hann getur en að vona er ekki nóg. Og Crouch´… hvað get ég sagt … ég hef bara ekki trú á því að hann nái að halda sókninni uppi.

    Pointið er að ef cisse meiðist þá erum við ekkert í allt of góðum málum

  2. Meiðsli Crouchy koma mér lítið á óvart þar sem hann átti það alveg til að detta út vegna meiðsla hjá fyrri liðum sínum.

    Ég tel að öll toppliðin hafi rætt við Owen þótt þau neiti að viðurkenna það. Chelsea í sínum framherjavandamálum HLJÓTA að hafa rætt við Owen þar sem að Owen er betri framherji en allir framherjar Chelsea á góðum degi!

  3. Sælir félagar!
    Ég vil taka undir með Freysa hvað varðar framherjamálin. Það má ekkert útaf bera til að við séum í erfiðum málum hvað framherja varðar. Setjum svo að Baros fari þá er ansi lítið borð fyrir báru. Því væri gott að fá Owen heim aftur enda væru hann og Cisse meiriháttar ógnun við allar varnir í Evrópu

  4. Chelsea. Chelsea. Chelsea … og Chelsea.

    Ef við segjum nei við honum er bara eitt annað lið sem kemur til greina. Arsenal hafa ekki efni á honum, hann vill sjálfur aldrei fara til Man U og því er aðeins eitt lið sem kemur til greina: CHELSEA.

    Þið vitið að þetta er rétt há mér. :confused:

L’pool 2 – Kaunas 0

Figo og Owen