Allir vita að samkvæmt Gerard Houllier þá leika Liverpool aldrei illa og einnig þá tapa þeir aldrei útaf slæmum leik sínum. Ávallt eru það utanaðkomandi ástæður og ósanngirni þessa lífs, sem veldur tapleikjum hjá Liverpool.
Núna eru Liverpool dottnir út úr Evrópukeppninni, sem var eina von Liverpool til að bjarga þessu ömurlega keppnistímabili. Houllier verður því að vera snöggur til að finna afsakanir.
Ég ætla að hjálpa Gerard aðeins. Hérna eru nokkrar mögulegar afsakanir:
* Dómarinn var lélegur (reyndar hefur Houllier loksins eitthvað til síns máls ef hann notar þá afsökun)
* Völlurinn var lélegur
* Leikmennirnir voru þreyttir af því að þeir spiluðu við stórlið Wolves um síðustu helgi
* Liverpool ætla að einbeita sér að deildinni og vilja ekki þessa truflun, sem Evrópukeppnin óneitanlega er
* Það var svo kalt að trefillinn dugði ekki til að halda hita á Houllier
* Michael Owen meiddist og það breytti öllu.
* Houllier gat ekki komið skipunum inná völlinn vegna láta
* Það var ósanngjarnt af UEFA að draga þá gegn Marseille. Mun sanngjarnara hefði verið að lenda aftur á móti áhugamannaliði frá Austur-Evrópu
* Nýji Evrópumótsboltinn var notaður og Liverpool geta ekki notað hann
* Liverpool fékk ekki að hafa Carlsberg auglýsinguna á búningunum.
* Það var bara einn Steven Gerrard í liðinu. Ef þeir hefðu verið 10, þá hefði Liverpool malað þetta.
Þetta ætti að vera nóg. Þetta bloooody tímabil getur ekki endað nógu fljótt.
Houlllier, hættu núna, plís!