Morientes var í dag aftur valinn í [spænska landsliðið](http://today.reuters.co.uk/news/newsarticle.aspx?type=footballNews&summit=&storyid=URI:urn:newsml:reuters.com:20050811:MTFH25500_2005-08-11_11-28-34_L11710265:1) fyrir vináttuleiki gegn Úrugvæ (17.ágúst) og Kanada (3.sept). Moro hefur ekki spilað með landsliðinu síðan í september á síðasta ári. Einnig eru þeir Xabi Alonso, Luis Garcia og Pepe Reina í liðinu. Það er athyglisvert að við eigum fleiri leikmenn í landsliðinu heldur en nokkuð annað lið.
Hamann var einnig valinn í þýska landsliðið fyrir vináttuleik gegn Hollandi á miðvikudaginn kemur. Hamann, sem hefur ekki átt upp á pallborðið hjá Jurgen Klinsmann landsliðsþjálfara, virðist hafa unnið sig í náðina á ný:
“I hope nothing happens and Didi can stay fit,” said manager Jurgen Klinsmann, who has named Hamann in two previous squads, only for the 58-times Germany international to drop out injured.
“He has a strong personality and, despite many injuries, has stuck at it and played a big part in Liverpool’s Champions League success.”
Að lokum [talar](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=298193&cpid=8&CLID=14&lid=&title=Reds+working+on+additions&channel=football_home) Rick Parry um að Liverpool MUNI kaupa tvo leikmenn áður en félagsskiptaglugginn lokar sem og þau vonbrigði að Gonzalez fékk ekki atvinnuleyfi. Greinilegt er að Rafa hefur gríðarlegt álit á drengnum.
Aldrei nokkurn tímann hefði mig grunað að ég myndi sjá þessa tölfræði:
Fjöldi leikmanna í spænska landsliðinu:
**Liverpool: 4**
Real Madrid: 3
Atletico Madrid: 3
Barcelona: 2
Valencia: 2
Real Betis: 2
Magnað 🙂
Spilaði Josemi ekki landsleik einhverntiman ?
Nei, hann var orðaður við hópinn sem varaskeifa fyrir Salgado, um svipað leyti og við keyptum hann, en ég held að hann hafi aldrei verið valinn.