Steve McClaren [segir](http://www.mirror.co.uk/sport/football/tm_objectid=15858003%26method=full%26siteid=94762%26headline=england%2ds%2dbest%2dattacker%2dand%2dbest%2ddefender-name_page.html), eftir leikinn gegn Boro, að Gerrard sé besti varnarmaður og sóknarmaður enska landsliðsins. Ennfremur að hann sé sá leikmaður sem skipti sköpum fyrir landsliðið á HM í Þýskalandi næsta sumar.
Enska landsliðið spilar vináttuleik geng Danmörku á Parken á miðvikudaginn kemur og eru 2 leikmenn frá Liverpool í [hópnum](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149666050814-0849.htm), Gerrard og Carragher. Ég fer á leikinn fyrir hönd síðunnar og tek út hvernig liðið spilar sem og okkar menn. Jájá við erum allasstaðar 🙂
Hann talar reyndar um að Gerrad sé besti sóknar- og varnamaður *Liverpool*.
En mér finnst menn samt fullgrófir að segja að þetta hafi verið “one man show” á laugardaginn. Ef gerrard hefði *klárað* eitthvað af þessum færum, þá væri kannski hægt að halda því fram. En ekki einsog þetta fór. Það gerir lítið útúr framlagi hyypia, sissoko og fleiri.
Já, en svo reyndar í fyrirsögninni segir “ENGLAND’S BEST ATTACKER AND BEST DEFENDER”. oh well. Gerrard er allavegana góður 🙂
Já menn virðast keppast um að hæla honum í hástert.
Í Fréttablaðinu í gær var viðtal við Howard Wilkinson og hann segist sjá sömu hluti í honum eins og hann sá hjá Maradona og Beckenbauer í sínum landsliðum, ekki lítið hól það.