Þunglyndur Liverpool aðdáandi

Fótboltagrein!

Liverpool aðdáandi á barmi taugaáfalls!

Nálgist með varúð


ghou2.gif
Þetta fótboltatímabil verður bara verra og verra fyrir Liverpool aðdáendur.

Nokkrar fréttir á netinu hafa verið að ýta undir þá hugmynd að ég geti hugsanlega upplifað mína hræðilegustu Liverpool martröð í sumar: [?Houllier?s job is safe? ? Parry](http://www.thisisanfield.com/index.php?newsid=archive-04112004-04172004#504)

Í þessari grein heldur Rick Parry, hinn getulausi stjórnaformaður Liverpool að Houllier geti haldið starfi sínu, sama hversu neðarlega Liverpool lendi í ár.

Ég er nefnilega hræddur um að mín versta martröð rætist. Það er, að Liverpool lendi neðar en í fjórða sæti, komist ekki í Meistaradeildina og að Houllier haldi starfi sínu. Er hægt að hugsa sér hörmulegri atburðarás? Þá er í raun búið að rústa næsta tímabili áður en það byrjar.

Ég get hreinlega ekki lýst því lengur hversu mikla óbeit ég hef á Gerard Houllier og þess vegna á ég sennilega erfitt með að tala á málefnalegan hátt um hann.

Houllier er smám saman að eyðileggja liðið mitt og fyrir það get ég ekki fyrirgefið honum. Hann er að eyðileggja Liverpool, liðið sem ég elska. Ég get bara ekki höndlað það að hafa hann í eitt ár í viðbót við stjórn.

Ég þoli ekki eitt ár af varnarbolta
eitt ár af Igor Biscan og Bruno Cheyrou
eitt ár af löngum sendingum
eitt ár af fáránlegum afsökunum
eitt ár af meðalmennsku

Ég er svo pirraður yfir því að geta í raun ekkert gert. Ég vildi að það væri einhver leið til að ég gæti haft einhver áhrif. Ég vildi að það væri einhver leið til þess að þessir háu herrar sem stjórna liðinu mínu gætu skilið hversu miklar þjáningar við Liverpool stuðningsmenn þurfum að líða. Ég verð verulega pirraður við að lesa einhver viðtöl við þá, þar sem þeir segjast þjást alveg einsog stuðningsmennirnir. Jeeee ræt! Af hverju gera þeir þá ekki eitthvað í málunum? Sjá þeir ekki að vandamálið er Frakkinn með útstæðu augun, sem þeir þora ekki að reka.

Ég horfi oftast á Liverpool leiki með tveim af mínum bestu vinum og ég er ekki að höndla það að við þurfum að skilja í fýlu eftir hvern einasta leik. Fyrir utan Chelsea leikinn þá höfum við ekki verið ánægðir í leikslok í óralangan tíma.

Við skemmtum okkur jú alltaf vel, en það er frekar vegna hvors annars en ekki vegna fótboltans í sjónvarpinu. Við (eða allavegana ég) nöldrum allan leikinn. Við erum fúlir þegar að Biscan og Heskey eru í byrjunarliðinu. Við erum fúlir þegar að Liverpool legst í vörn eftir að þeir skora. Við erum fúlir þegar að hitt liðið jafnar og kemst yfir, og við erum fúlir yfir því að Houllier skuli bíða fram að síðustu fimm mínútunum áður en hann setur Baros og Pongolle inná.

Þetta er alveg eins, leik eftir leik. Ég þoli þetta ekki lengur.

Þetta vonleysi tengt Liverpool er að gera mig sturlaðan og ég trúi ekki að stjórnarmenn Liverpool taki sig ekki til og losi sig við Houllier. Vandamálið er ekki að Houllier vanti meiri peninga, eða að Houllier þurfi að losa sig við Diouf og Heskey.

Vandamálið er Houllier. Liverpool verða að byrja sumarið á því að losa sig við hann, sama hvernig þetta tímabil endar. Annars tapa ég geðheilsu minni á næsta tímabili.

9 Comments

  1. Alveg sammála…. Houllier verður að hverfa… sama hvað gerist. Þetta er fullkomlega óþolandi. Það er sök sér að vera spila illa, en þegar sénsanir eru orðnir endalausir…. þá er bara nóg komið.

    Strumpakveðjur 🙁

  2. Ég skil fyllilega gremju þína en ég er ekki alls kostar sammála þér. Vissulega tel ég líka að Houllier hafi fengið meira en nógan tíma til að sanna sig í starfi og því eigi að fá ferskan mann inn í sumar, en mér finnst samt ekki rétt að kenna honum um allt sem miður fer hjá félaginu.

    Viltu þá meina að Igor Biscan geti stöðvað Thierry Henry ef hann hefur annan þjálfara á hliðarlínunni? Getur Emile Heskey skorað meira undir stjórn annars manns? Lærir Jamie Carragher að sækja bara af því að Martin O’Neill situr á varamannabekknum í stað GH? Ég held ekki.

    Ef Houllier fer í sumar mun ég fylgjast spenntur með hræringunum. Það verður spennandi og ferskt að fá nýjan stjóra inn.

    Ef hann hins vegar verður áfram þá mun ég:

    1: Verða hundfúll yfir því augljósa metnaðarleysi sem ríkir hjá stjórn LFC. Ef hann er ekki rekinn eftir þetta tímabil (að því gefnu að við komumst EKKI í meistaradeildina), HVAÐ ÞARF ÞÁ TIL???

    2: Fylgjast spenntur með hræringunum í sumar. Því það er ljóst að ef Houllier ætlar að endast lengur en fram í september á nýju tímabili þarf liðið að byrja að spila (a) BETUR og (b) að spila betur OFTAR.

    Það mun aldrei takast með þeim mannskap sem er í dag. Emile Heskey, Danny Murphy, Dietmar Hamann, Harry Kewell, John Arne Riise, El-Hadji Diouf: allir allt of óstöðugir til að spila fyrir LFC. Ef maður spilar frábærlega í 7 af 10 leikjum og sæmilega í hinum þremur er hann í lagi. Þessir gæjar spila sæmilega í þremur, vel í tveimur og eru bara ekki með í fimm af tíu leikjum. Það er EKKI í lagi!

    Svona gæti ég lengi haldið áfram. Owen skorar mest en hann er “stuðkall”, þ.e. hann skorar mikið í fáum leikjum og verður svo kaldur í mánuð, kemur svo til baka og skorar mikið í fáum leikjum, verður svo aftur kaldur. Kannski Cissé geti komið með reglulegri markaskorun inn í liðið, ég vona það, en hann er óskrifað blað. Það hafa meiri spámenn en hann hrunið á móti enskum vörnum (*hóst*Crespo*hóst*) þannig að við getum engan veginn verið vissir.

    Það eina sem er ljóst í þessu er að mannskapurinn VERÐUR að breytast. Burt með Heskey, Biscan, Diao, Smicer og þess vegna Diouf og Hamann. Við verðum að fá betri menn inn, fljótari miðvörð, betri bakverði, heimsklassamann á hægri kantinn, annan ALHLIÐA miðjumann með Stevie G til að létta af honum pressuna og sóknarmann sem skorar reglulega (ekki einu sinni Baros er að skora nóg, en hann er ungur).

    Ef þessar breytingar á liðinu verða ekki framkvæmdar í sumar verður næsti vetur ömurlegur, SAMA HVER er við stjórn.

    Úff, þetta er lengsta komment í heimi. Sorrí, en ég varð að létta þessu af mér. Ég mun skrifa grein eftir Fulham-leikinn á mína eigin síðu (get það ekki fyrr þar sem ég er að skrifa ritgerð) og þangað til fæ ég bara útrás hérna hjá þér… 😉

  3. Ég vil ekki meina að Biscan, Carragher og Heskey yrðu betri undir öðrum þjálfara. Nei nei! Annar þjálfari myndi hins vegar hugsanlega vera nógu klár til að setja þessa leikmenn aldrei í byrjunarliðið 🙂

    En auðvitað er ég klár á því að það að breyta um þjálfara er aðeins fyrsta skrefið, einsog ég hef [áður talað um](http://www.eoe.is/gamalt/2004/03/14/17.57.55/). Þetta lið er í rúst, svo einfalt er það.

  4. Já ég tek undir það, heils hugar, liðið er í rúst! Það verður uppbygging í sumar, það er ljóst … hvort sem að Houllier stendur fyrir henni eða einhver annar verður bara að koma í ljós. 🙂

    One can only hope…

  5. Held að Matti hafi í raun bent á ástæðuna fyrir því að frakkinn er þarna ennþá. Hann vinnur alltaf einhverja “sigra” á þeim tímapunkt þegar gagnrýnin er sem mest á hann og þá fyrirgefa honum allir.

    Það má bara ekki að gerast enn einu sinni. Frakkinn er ekki hæfur… burt með hann. Það er að sjálfsögðu bara fyrsta skrefið í uppbyggingunni, en það er nauðsynlegt skref. Öll uppbygging sem verður undir stjórn Houllier er peningasóun og verður að mestu til einskis. Hann hefur haft miklu meira en nægan tíma.

    Strumpakveðjur 🙂

  6. já ég er hellaður gaur…uhhh.. what?! stundum er erftitt að vera liverpoolfan en að vera geit :confused: en já burt með gh vegna þess að mér finnst eins og að hann hafi bara engan metnað fyrir liði kemur með afsakanir eftir tapaða leiki og viðurkennir aldrei mistök… tók eftir því í byrjun tímabilsins að þá lét hann stundum kewell spila hægra meginn og diouf vinstra meginn og það var ekki að virka vel og þá sagði hann að hann hafi séð kewell spila hægra meginn á æfingum og að það hafi oft gengið upp hjá kewell og svo prófaði hann þetta nokkrum sinnum aftur til þess að reyna að sanna fyrir fólkinu að hann hefði rétt fyrir sér sem hann hefði mátt sleppa og hugsa frekar meira um það hvernig liðið væri að standa sig í heild svo hugsaði hann líka ekkert um það hvernig diouf var að spila vinstra meginn sem var heldur ekki að virka hann hugsaði þetta bara ekki alveg í gegn… hafði kewell hægra meginn til að sýna fólkinu að hann “gæti” það og henti bara diouf vinstra meginn án þess að hugsa lengra. .og eftir þetta viðurkenndi hann ekki mistök sín heldur kom með eikkerjar lame afsakanir…finnst eins og hann hafi verið að reyna að sanna eikkað sem honum fannst rétt sem var ekki að ganga en hann var bara of þrjóskur til að hætta strax þurfti að prófa aftur og svo aftur…í leik þar sem þrjú stig eru í boði er ekki gott að spila eitthvað sem er enn á tilraunarstigi og halda svo áfram að prófa það og vona að þetta fari að smella… held að maðurinn sé bara svolítið þrjóskur og geri sér ekki grein fyrir mikilvægi hvers leiks og ekki nógu ákveðinn og ekki nógu metnaðarfullur og líka held ég að hjartaáfallið hafi farið illa með hann… en ég veit samt ekki hvað hann var að hugsa þegar hann var að spila kewell hægra meginn heldur segi ég bara það sem ég held að hann hafi verið að hugsa…

  7. Ég er orðinn svo depremeraður yfir þessu öllu saman að það liggur við að mér sé nokk sama hvað gerist.

    Það eina sem ég bið um er sigur á Manchester Untited þarnæstu helgi svo ég geti fagnað almennilega í stúkunni og sungið You’ll Newer Walk Alone af innlifun í lok leiks (ég verð meðal stuðningsmanna Liverpool). Ef það tekst tek ég Houllier í sátt – í smá tima 🙂

  8. Amen amen AMEN, þetta er nákvæmlega það sama og ég er búinn að vera að hugsa í 2 ÁR! 🙁 Ef Houllier fer ekki í sumar þá ætla ég að kaupa meirihlutann í Liverpool og REKA hann! 😡

Föstudagurinn lélegi…

Houllier áfram? Shii…