Hérna eru lið vikunnar í enska boltanum:
[Soccernet](http://soccernet.espn.go.com/columns/story?id=339261&root=england&cc=5739)
[BBC](http://news.bbc.co.uk/sport1/shared/spl/hi/football/squad_selector/team_of_the_week/html/ss_team.stm)
Það góða við þetta er að herra Meiðsli, Chris Kirkland er í liðum vikunnar hjá báðum netmiðlum (og hann var líka í liðinu hjá Sky, en ég finn það ekki núna). Steven Gerrard er svo í BBC liðinu.
Hérna er [lið vikunnar](http://skysports.planetfootball.com/list.asp?hlid=298958&CPID=&clid=&channel=football_home) hjá Sky. Gerrard, Hyypia og Kirkland allir í liðinu sem og gamli Danny Murphy.
Gerrard ætti nú að vera í liði vikunnar hjá öllum:mad: hann var bara óheppin að skora ekki úr öllum færunum hans á móti boro
Magnað að sjá liðið hjá Soccernet. Enginn úr Liverpool, ManU, Chelsea eða Arsenal… :laugh:
Hernan Crespa er í liðinu hjá Soccernet!
Hernan Crespo er í liðinu hjá Soccernet!
Já ég meinti Liverpool, ManU og Arsenal :tongue:
Þið hafið kanski ekki tekið eftir því en soccernet liðið er dálítið óvenjulega valið þessa vikuna – aðeins leikmenn sem voru að leika sinn fyrsta leik í úrvalsdeildinni fyrir lið sitt voru gjaldgengir að þessu sinni, sem er væntanlega eina ástæðan fyrir því að Gerrard er ekki þarna.
Og voruð þið búin að átta ykkur á því að um helgina voru 5 lið í úrvalsdeildinni með markmann sem á einhverjum tímapunkti hefur varið mark Liverpool – James(man.city), Friedel(blackburn), Westerveld(portsmouth), Kirkland(W.B.A.) og Reina! Mér finnst þetta nokkuð magnað, sérstaklega þar sem þetta hefur verið hálfgerð vandræðastaða hjá liðinu undanfarin ár. Nú er bara spurning hvort Dudek komi til með að bætast á þennan lista í janúar?
Þeir voru reyndar 6 þessir markmenn. Þú gleymdir Tony Warner sem er í láni hjá Fulham (frá Cardiff). Hann sat á bekknum í yfir 100 leikjum fyrir Liverpool án þess að spila einn einasta leik.
Jú mikið rétt ég gleymdi Tony Warner, eða réttara sagt að þá fór það framhjá mér að hann væri kominn til Fulham, en það breytir því samt ekki að það voru bara 4 lið (önnur en Liverpool) sem notuðu markmann sem hefur einhvern tíman varið mark Liverpool ? tæknilega séð gerði Warner það aldrei þar sem hann spilaði jú aldrei leik fyrir liðið (smámunasemi, ég veit).
Eftir stendur hinsvegar sú athyglisverða staðreynd (að mínu mati allavega) að 4. hvert lið í deildinni skuli vera með fyrrverandi Liverpool markmann í sínu liði.
Og hefur ekki Joe Corrigan þjálfað þá alla saman 😉