Úff, ég tók mér vikufrí frá erilsömu lífi fótboltafíkilsins og skellti mér í sumarbústað sl. föstudag. Fyrir vikið hef ég ekki litið á eina einustu vefsíðu, ekkert verið með í fréttum síðustu vikunnar og ég sá ekki eitt einasta tuðruspark um síðustu helgi. Það eina sem ég hef séð af fyrstu umferð ensku Úrvalsdeildarinnar er það sem Bjarni Fel sýndi mér á Ríkissjónvarpinu á mánudaginn.
Nú er ég samt kominn aftur og það fyrsta sem ég sá þegar ég kveikti á viðtækinu áðan var að frændur vorir Danir voru að rústa Englendingum, og það kom ekki á óvart að Gerrard spilaði einhverjar 80 mínútur í þessum leik, á meðan Lampard og Terry fengu frí eftir fyrri hálfleikinn. Chelsea eiga stórleik við Arsenal á sunnudag og því var athyglisvert að sjá Ashley Cole spila 90 mínútur í kvöld … gaman að sjá að menn sitja jafnt til borðsins hjá Sven Göran.
En allavega, ég er búinn að sitja hér í klukkutíma og lesa mér upp um það sem ég hef misst af á netskrifum og mér sýnist mestöll umræðan hafa snúist um einn mann hjá okkur: Momo Sissoko. Einar segir að hann hafi verið besti maður okkar gegn Boro og Paul Tomkins var því sammála, þannig að ég hlakka til að sjá næsta leik okkar. Verður gaman að sjá hann.
Svo er Baros að fara og Owen, Shalihamidzic, Solano og Maradona að koma í staðinn. Gaman að því, vonandi fáum við allavega botn í þessi leikmannamál sem fyrst.
Allavega, Aggi og Einar hafa verið duglegir að uppfæra síðuna og verður hún eflaust enn líklegri nú þegar ég er mættur við lyklaborðið á ný – ef það er eitthvað sem ég græddi á þessu helgarfríi frá enska boltanum þá var það sú staðreynd að ég get alls ekki beðið eftir næsta laugardegi! 🙂
þetta hjá símanum er snild
Enskiboltin
Enskiboltin.2
Enskiboltin.3
Enskiboltin.4
Enskiboltin.5
Alveg er þetta fokking magnað að Gerrard sé látinn spila í 80 mínútur í þessum bull leik. Hann er búinn að spila 4-5 leikjum fleiri en Lampard og auk þess hefur Gerrard almennt verið viðkvæmari fyrir meiðslum en FL.
Vona að Rafa og Wenger láti SGE heyra það eftir þennan leik.
Jamm. Þetta er alltaf jafn fáránlegt … ef Carra hefði spilað meira en hálfan leik hefði ég orðið verulega pirraður. Það er eins gott að Gerrard verði ferskur á laugardaginn, annars heimsæki ég SGE sjálfur og geri honum tilboð sem hann getur ekki hafnað … 😡
😉 Velkominn heim úr sumarbústað Kristján og þú verður að fyrirgefa mér þegar að ég bendi þér á að þú er búinn að vera í fríi frá Enska boltanum síðan í Maí þar sem fyrsta umferðin var um síðustu helgi 😉 Annars er ég algerlega sammála með of notkun á Geirharði þetta er vægast sagt fúllt. Vonandi að við skorum 2-3 mörk á móti Sunderland á laugardag í fyrri hálfleik svo að hann fá kannski hvíld í þeim seinni.
Gaman að sjá alla umsjónarmenn hér á vefnum aftur, Aggi kemur sterkur inn og Kristján og Einar alltaf traustir.
Ég “elska” Liverpool meira en margt annað, en ég hef ekki svo miklar áhyggjur af spilatíma leikmannanna í landsleikjunum. Þó svo að Eiður spili með Chelsea, þá sé ég ekki neitt að því að hann hafi spilað allan leikinn á móti S-Afríku og sé að fara í sama leik og félagar hans í enska landsliðinu.
Ég er kannski svo barnalegur að halda að einhverjar mínútur til eða frá skipti ekki miklu í einum leik, þar sem andleysi Englendinga var algert hvort eð er.
Ég spyr líka: er eitthvað á bak við þessa kenningu með að SGE hafi verið að hlífa FL og JT sérstaklega út af leiknum? Ef svo er, þá finnst mér þetta alvarlegt mál, en ef ekki þá hef ég litla trú á SGE sé eitthvað að halda meira upp á FL og JT heldur en SG, og þar af leiðandi hvílandi þá meira.
Í fyrsta og síðasta lagi þá finnst mér þessir svokölluðu “vináttuleikir” gjörsamlega tilgangslausir og bjóða bara uppá meiri krítik og deilur innan deilda sbr umræðuna hér.
Ég held að Alan Smith hafi komið doldið sterkur inn þegar hann sagði bara pent nei við Svein Jörund Eirkíksson um að fara með til Denmark. En sennilega er gaurinn ekkert minna hataður fyrir vikið og var það nú nóg fyrir.
Svavar, þessu er ég nú ekki sammála að vináttuleikir séu óþarfir. Þú verður að átta þig á því að það styttist í HM og SVG er að reyna að finna rétta blönduna – sem og aðrir þjálfarar. Þetta er undirbúningstímabil núna, eða svona fer að detta inn.
Eiga þá Liverpool ekki að taka vináttuleiki á undirbúningstímabilum, gjörsamlega tilgangslausir?
Gerrard og Carra gerðu ekki mikið í þessum leik og sást t.d. Gerrard varla í leiknum. Held að Lampard og Gerrard miðja sé ekki málið í 4-4-2 leikkerfinu.
En velkominn tilbaka Kristján. Vona að fríið hafi verið þér kærkomið.