Okkar menn töpuðu 0-1 á útivelli gegn Aston Villa í dag í síðustu umferð ensku Úrvalsdeildarinnar tímabilið 2010/11. Þannig fór um sjóferð þá.
King Kenny stillti upp þessu liði í dag:
Reina
Flanagan – Carragher – Skrtel – Aurelio
Meireles – Spearing – Lucas – Joe Cole
Kuyt – Suarez
BEKKUR: Gulacsi, Wisdom, Wilson, Robinson, Poulsen, Shelvey (inn f. Spearing á 10. mín.), Ngog (inn f. Cole á 68. mín.).
Það er lítið frá þessum leik að segja. Stewart Downing var besti maður vallarins og skoraði eina mark leiksins á 33. mínútu. Að öðru leyti var lítið að gerast annað en smávægileg meiðsli leikmanna beggja liða sem eyðilögðu allan rythma í leiknum. Okkar menn voru lélegir og sigurinn verðskuldaður, án þess þó að Villa-liðið hafi spilað eitthvað sérstaklega vel.
Liverpool endar deildina því í 6. sætinu með 58 stig – sæti ofar en fimm stigum minna en í fyrra – og verður ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð:
Ég skrifa þessa leikskýrslu horfandi á fagnaðarlætin frá Old Trafford í beinni útsendingu. Þegar ljóst var í hvað stefndi hjá United – það er, nítjánda titilinn – ákvað ég að ég yrði að kyngja stoltinu og skrifa eitt stykki pistil um Sir Alex Ferguson og United þar sem ég gæfi United og stjóra þeirra það hrós sem þeir eiga skilið. Ferguson hefur tekist hið ómögulega, farið fram úr Liverpool í deildartitlum og þeir geta bætt fjórða Evróputitlinum í safnið um næstu helgi.
Þegar allt kemur til alls hef ég reynt að mana mig upp í að byrja þann pistil alla síðustu viku … en ég bara get það ekki. Tilhugsunin um að þurfa að skrifa það sem við vitum öll – hversu mikið afrek þetta er hjá Ferguson – er mér um megn. Ég fæ óbragð í munninn við tilhugsunina um það hversu rækilega United-menn hafa lækkað í okkur rostann.
Og hvað höfum við fyrir okkar snúð? Allur uppgangurinn hjá Liverpool síðan Dalglish tók við og við fengum nýja eigendur … og liðið endar í sjötta sæti og kemst ekki í Evrópukeppni á næstu leiktíð.
Við vorum hátt uppi í kjölfar spilamennskunnar eftir leikina gegn Birmingham, Newcastle og Fulham en síðustu tveir deildarleikirnir hafa komið mönnum rækilega niður á jörðina. Kannski var það best. Töp og mjög lélegar/andlausar frammistöður gegn Tottenham og Aston Villa hafa minnt okkur öll rækilega á hvað þarf að gerast í sumar.
Á morgun hefst hamagangurinn. Mér er sama hvað Steve Clarke eða Dalglish hafa verið að segja við fjölmiðla hingað til – ef það fara ekki að minnsta kosti fimm leikmenn út og koma að minnsta kosti jafnmargir inn í staðinn skal ég hundur heita. Það er þörf á algjörri hreinsun hjá þessu liði okkar. Við þurfum nýja og mjög góða leikmenn en við þurfum líka að losna við ansi marga ketti úr sekknum. Leikmenn eins og Joe Cole, Poulsen, Kyrgiakos, Konchesky og Ngog ættu að öllu eðlilegu ekki að sjást í rauðu treyjunni aftur. Að sama skapi getum við gert ráð fyrir að sjá Insúa og Aquilani ekki aftur og ég myndi hreint ekki gráta það ef Aurelio og Agger víkja líka – slíkir menn eru á of miklum launum til að spila jafn sjaldan og þeir gera.
Það þarf algjöra tiltekt. Sumarið snýst ekki bara um það hverjir koma heldur hverjir fara. Við erum að ljúka ári þar sem sekir aðilar hafa verið látnir gangast undir ábyrgð á gengi liðsins; Rafa var rekinn, Hicks og Gillett var bolað í burtu, Purslow var skilinn eftir úti á gangstétt, Hodgson fékk reisupassann í janúar … en endurnýjunin verður ekki að fullu kláruð fyrr en þeir leikmenn sem eiga ekkert erindi í Liverpool-treyju eru á bak og burt.
Á næsta ári verður Liverpool ekki í Evrópukeppni í fyrsta skipti síðan einhvern tímann fyrir árþúsundaskiptin. United eru á verðlaunapalli að fagna nítjánda titlinum og fara svo að gera sig klára fyrir úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Liverpool hefur ekki unnið titilinn í 21 ár og er komið í laaangt frí frá Evrópukeppni.
Þetta má aldrei gerast aftur. Aldrei.
Framtíðin byrjar núna. Þetta sumar skiptir öllu máli. Fenway Sports Group, Damien Comolli, Kenny Dalglish: boltinn er í ykkar horni.
Arfaslakt ! ! ! Mikil vinna framundan í sumar.
Jæja þá er þessu lokið í ár og maður getur farið að hlakka til sumarsins.
Það voru of margir slakir leikmenn að spila fyrir okkur í dag enda vantaði nú nokkra byrjunarliðsmenn. En hvenær skoraði Ngog síðast ?? Alls ekki nógu sterkur eins og nokkrir aðrir í þessu ágæta liði okkar.
Ég er bara glaður með þetta… getum þá einbeitt okkur að leikjunum heima fyrir en ekki eytt allri orkunni í ferðalög til að spila við einhver skítalið í Evrópudeildinni!
1-1 wrong Liverpool drullutapaði þessum leik og átti það skilið.
Þetta lið er fullt af Looserum og það er bitur staðreynd.
#2: skv. soccernet þá eru þetta stats hjá meistara Ngog:
2010/11 Barclays Premier League
GAMESGOALSASSISTSSHOTS
24
2
1
33
Jæja menn ná að læða inn einu marki og ná jafntefli! Sýndu þá karakter til þess en váááá hvað það þarf að hreinsa mikið til í herbúðim Liverppol í sumar!
Þessir tveir síðustu leikir voru ágætis reality check. Við eigum enn langt í land og þarf klárlega að styrkja liðið helling í sumar með 3-4 heimsklassaleikmönnum.
Við verðum ekki í Evrópudeildinni og það er eins og leikmenn hafi í raun ekki viljað spila þar enda tveir síðustu leikir liðsins jafn viðbjóðslega lélegir og flestir leikir liðsins í þeirri keppni í vetur.
Jæja við náum ekki evrópudeildinni og það þýðir ekkert að svekkja sig á því.Við ættum þá að geta fókusað vel á deildina á næsta tímabili sem er jákvætt.
Bíddu bíddu….við töpuðum þessum leik….af hverju er verið að hrekkja mann með jafnteflistölunum 1 : 1 ???
Var að horfa á markið hjá Charlie Adam, þvílík negla, myndi ekki segja nei við þessum leikmanni.
Þar sem Birmingham er með sæti í Evrópudeildinni sem Deildarbikarmeistarar en féllu í dag getur verið að þeirra sæti verði gefið öðru liði. Liðið þarf að geta sýnt fram á ákveðið fjárhagslegt öryggi og fleira og er engann veginn víst að Bham geti það núna.
Þar sem Arsenal spiluðu við þá í úrslitunum í Deildarbikar og eru þegar með sæti í Meistaradeild held ég að sætið myndi ganga til okkar þar sem við endum í 6. sæti í deild.
Kristján Atli er greinilega í afneitun.
Hvað var Joe Cole að gera í byrjunarliði? Tómt grín.
og það er 1-0 villa sem er rétt.
Andskotin ég sá ekki seinustu 10 min af leiknum, lét gabbast! hahaha….. Tímabilið búið og ég er feginn!
Hvenær opnar glugginn?
haha ég sá 1-1 og fékk smá hlýja tilfinningu í hjartað, fór svo á liverpoolfv.tv til að sjá hver skoraði en þá brá mér nú heldur betur brúnt í brók. takk fyrir seasonið piltar 😀
Jæja, Blackpool náði “fair play” sætinu og þátttökurétt í Evrópudeildinni. Það eru því tvö 1.deildarlið, Spurs og Stoke sem taka þátt í Evrópudeildinni fyrir hönd Englendinga á næstu leiktíð. Þetta er nú bara hálf skömmustulegt…
Fyrirsögnin er 1-1. Fréttir berast að þegar Suarez sólaði nokkra upp úr skónum og gaf á Meireles fyrir opnu marki hafi verið mark eftir allt saman. 🙂
Sjitt, ég fattaði ekki að ég gerði þetta. Breyti þessu í 1-0 hið snarasta… leikskýrslan er annars komin inn.
Hann er nú meiri meiðslapésinn, þessi Skrtel.
Mig langaði meira að vera fyrir ofan Spurs heldur en að fara í Europa League, ótrúlega óáhugaverð keppni og tekur of mikla orku frá öðrum mikilvægari keppnum. Það er falleg hugsun að í þessa keppni sé notað ungu strákana og varamenn en það er alltaf slatti af lykilmönnum líka og það getur tekið sinn toll. Svo þarf ég ekki að gera upphitanir núna um afar óáhugverð verkefni 🙂
Bekkurinn í dag og t.d. skiptingin Shelvey inn fyrir Spearing sýnir ágætlega hvað þarf að gera í sumar og ég hef fulla trú á að FSG verði mjög duglegir í sumar og næstu 3 mánuðir verði mjög langir, en svo mikið mikið meira spennandi heldur en fyrir ári síðan. Samt hef ég ekki mikla trú á algjöri hreinsun, líklega tekur þetta 2-3 leikmannaglugga, en það er mjög mikill peningur sem við getum losað fljótt án þess að það komi mikið niður á hópnum.
Hvað þetta tímabil varðar þá er ég strax farinn að vinna í því að gleyma því, í raun voru þetta tvö tímabil hjá LFC og seinna tímabilið var ágætt þó ég vilji ekki tala um nein kraftaverk. Fyrra tímabilið (fyrir áramót) var síðan slys og hrein kvöld og pína sem ekki má sjást aftur hjá Liverpool.
Jæja, við megum byrja að kaupa leikmenn á morgun og það verður official 1. júní.
Samkvæmt því sem ég hef lesið eru Kenny, Comolli og FSG komnir svolítið áleiðis varðandi leikmenn sem þeir vilja fá og ætla þeir að reyna að klára alla deala í byrjun júní svo leikmennirnir fái fullt pre-season saman.
Takk fyrir tímabilið.
Leiktíðin hjá okkur fyrir/eftir þjálfaraskiptin. Segir allt sem segja þarf:
Fokking Hodgson.
Í guðs almáttugs bænum farðu ekki að taka saman einhvern pistil um afrek Ferguson. Þann dag fer þessi síða varanlega úr favorites hjá mér.
Það eina sem um þetta er að segja að nú er tækifæri til að rífa sig upp á rassgatinu og hætta að lifa á fornri frægð. Hvers virði er það er eiginlega að hafa unnið titil á sama tíma og Hófí var Miss World, Wham voru á toppnum og Vigdís forseti?
Þetta fortíðarrúnk er svo sorglegt að manni langar að æla.
Nei það verður ekki hægt að horfa fram hjá því að leikuinn var lélegur að hálfu Liverpool ´
Það er margt sem þarf að breytast ef Liverpool á að eiga möguleika á að verða meistarar.
Ef maður pælir í þessari töflu úúfff.
Hodgson eftir 20 leiki með mínus 3 mörk og 25 stig.
Dalglish eftir 18 leiki með plús 18 mörk og 33 stig.
Dalglish gerði það sem hægt var með þennan hóp en menn gátu ekki ætlast til þess að það yrðu gerð kraftaverk.
Sumarið er tíminn eins og einhver söng og núna þurfa menn að bretta upp ermar og styrkja margar stöður með klassaleikmönnum.
Viðtal eftir Nr.19 hjá United
“If you can’t beat them, join them.” – Michael Owen.
ouch
Drengur SIR Alex. Njóttu bara þess að þitt lið vann, ef þú hefur þörf fyrir að vera með kjaft komdu þá fram undir nafni!
27
Það er ekki eins og Owen átti einhvern hlut í þessum titli, nema þú færð credit fyrir að sitja á rassinum á bekknum.
Var að koma úr ELKO.
Þeir seldu ekki eitt einasta sjónvarp meðan sýnt var frá Manchester United taka við dollunni, enda leit ekki eitt einasta tæki vel út með þann ófögnuð á skjánum.
Hérna,
Er þetta ekki einu áhugaverð fréttin sem tengist United eitthvað í dag?
http://www.visir.is/segja-giggs-aetla-i-mal-vid-twitter/article/2011110529753
Aðeins út fyrir Liverpool en það er búið að reka Carlo Ancelotti frá Chelsea.
nr 31
Ég var einmitt að reyna að komast að því hver þetta er sem ætlar í málaferli við Twitter. Það mátti víst ekki nefna hann á nafn en nú hafa þeir gert það greinilega. Bjóst alls ekki við að þetta væri Giggs !
nr 32
Ætli þeir ráði ekki bara Benitez !
Ancelotti til Liverpool?
comment nr 34 er klárlega það lélegasta sem ég hef lesið lengi !!
Eins og ég fíla Suarez þá fór hann í taugarnar á mér í dag. Það getur ekki verið gott fyrir móralinn í liðinu að maðurinn fórni höndum og sparki út í loftið í hvert skipti sem hann fær ekki boltann.
Ancelotti til Liverpool??? Dastu á hausinn?
Kannski farið fram hjá þér að Sir King Kenny tók við liðinu í janúar?
Það er ljóst að jafnvel með Kenny Dalglish við stjórnvölinn nær liðið ekki hæstu hæðum með þennan mannskap. Það er ljóst að breytinga er þörf og á næsta ári þurfum við ekki eins stóran hóp og oft áður en ég myndi halda miðað við pistil Óla Hauks um daginn og svo þau nöfn sem hafa verið orðuð við okkur geti dauðalistinn verið eftirfarandi:
Pottþéttir út:
Konchesky, Jovanovic, Ngog, Poulsen
Líklegir út:
Kyrgiakos, Cole
Óskalistinn:
Aguero
Mata
Hazard
t.d. Jose Enrique eða Cissokho
Ekki svo flókið (eða hvað?) og slíkur hópur ætti að ná inn á topp 4. Við verðum að vera raunsæir og stefna þangað á næsta ári. Efast um að við getum farið beint úr 6. sæti í titilbaráttuna. Síðan title challenge árið eftir það.
Jæja, loksins er þetta tímabil búið. Liverpool-menn ársins eru klárlega stjórnendur Kop.is. Þeir hafa bjargað geðheilsu mikils fjölda aðdáenda með frábærri síðu. Hef trú á að Kenny og eignendur liðsins geri gott mót í sumar. Þetta verður klárlega fróðlegt.
ég held að við fáum evrópu sæti af því að Birmingham féll..
Já svo er spurning bara um að grafa þennan þráð um leikinn í dag strax í fyrramálið og fara að velta okkur uppúr öðrum og skemmtilegri hlutum svona fyrst að Silly season er að byrja 🙂
Ég man ekki eftir einum leik í vetur þar sem Liverpool lenti undir og náði að koma til baka og ná jafntefli, hvað þá sigri…
Klárlega eitthvað sem þarf að breytast á næsta tímabili ef við viljum taka þátt í einhverji topp-baráttu.
Halló halló halló. Eftir nokkra leiki eftir góða frammistöðu lofa margir hér leikmönnum hásert og tala um gæði þeirra. Svo koma tveir slæmir leikir og þeir eru orðnir glataðir í alla staði og blablabla. Chill the f*** out
YNWA
Ég vill bara þakka ykkur Kop.is fyrir tímabilið, þó svo að okkar menn í Liverpool stóðu sig ekki alla leiktíðina þá gerðu þið það, og réttast væri að láta ykkur hafa Englands meistaratitilinn en ekki manchester united!
En að leiknum þá var þetta ansi dapurt og sýnir bara hve lélega breidd við erum með.. Í sumar þarf að henda lausum skrúfum úr liðinu og taka inn nýja öfluga menn, og þá fleirri inn heldur en út. Þurfum þá bæði menn sem koma og berjast um byrjunarliðssæti strax og svo auðvitað verða einhverjir backup, væri þá til í unga og efnilega inn sem backup.
Þá er þetta slæma tímabil á enda og vonum að við þurfum ekki að upplifa annað eins í okkar lífi, held að við séum búnir að fara í gegnum nóg.
Happy transfers window!
það besta við að vera laus við Evrópudeildina er að þurfa ekki að spila fjöldan af deildarleikjum á sunnudegi. 🙂 … klárlega eitthvað til að gleðjast yfir.
Jæja tha er thetta timabil buid og menn eflaust mis sattir eins og oft adur. Leidinlegt ad sja eftir Blackpool nidur , virkilega skemmtilegt lid sem spiladi soknarbolta. Get ekki sagt ad eg sjai eftir Birmingham 🙁
Thad er bara stormannlegt ad stjorum thessar sidu ad skrifa sma pistil til heidurs SAF , hann a thad skilid. Alveg sama hvar menn i flokki standa verdur thad ad vidurkennast ad SAF er besti stjori i søgu enska boltans ! 19 titillinn hlytur ad virka sem hvatning a LFC til ad gera betur 🙂
Mikil eftirsjá af Blackpool. Sérstaklega þar sem við Púllarar gerðum okkar besta til að halda liðinu uppi!
Ég vil byrja á því að þakka KOP.is fyrir skrifin og hafa fyllt í tómarúmið hjá manni stundunum saman. Þetta var mjög slæmur leikur, það vantar hraða í liðið og menn sem kunna að losa sig undan pressu. En nú eru hafnir nýjir tímar hjá okkar mönnum og framtíðin er björt. Ég óska ykkur gleðilegs sumars.
Ef þið hafið ekkert að gera, endilega kíkið á þessa síðu =) YNWA
https://www.facebook.com/pages/Liverpool-FC-Leikmannasl%C3%BA%C3%B0ur/176377902418010
Djöfulsins drullusokkar eru Chelsea. Reka Ancelotti bara á ganginum fyrir utan blaðamannaherbergið eftir leik! Hann hefði reyndar átt að vera löngu búinn að segja upp eftir allt ruglið í vetur.
http://www.guardian.co.uk/football/2011/may/22/chelsea-sack-carlo-ancelotti-manager
King Kenny er náttúrulega bara snillingur:
“If we want to bring someone in, I am sure the club will be a huge attraction for them.
“If they don’t want to come, it is their loss – not ours.”
Read more: http://www.mirrorfootball.co.uk/news/Liverpool-boss-Kenny-Dalglish-Missing-out-on-Europe-won-t-mean-missing-out-on-new-players-article739843.html#ixzz1N84YZAWb
Sign up for MirrorFootball’s Morning Spy newsletter Register here
Væri til í að spóla fram til 1. sept. og öll vitleysan búin. Ég hugsa að ég geti ekki höndlað þetta “silly season” sem er að fara í gang.
Það jákvæða sem ég sé þó við það, öfugt frá því í fyrra, að núna verða leikmenn orðaðir við LFC en ekki frá LFC.
Gott að þetta tímabil sé búið. Nú þarf Kenny the King að hreynsa til og bjóða okkur upp á alböru knattspyrnulið eins og honum er von og vísa.
‘AFRAM LIVERPOOL AÐ EILÍFU!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
nr. 52….. = Hic
Nokkuð góður ingangur… Enda skrifaður af FHing… (að ég held)…
Það skildi engin taka það af neinum manni það sem hann á, hvað svo sem það er, Sir AF hefur gert frábæra hluti með Man Utd… Og mér finst bara ekkert erfitt að segja það, en það sem mér finst verst er að stuðningsmenn Man Utd eru með svo uppbrett nef að það rignir ekki upp í þða heldur ofaní það… vona bara að það fari smá aska með….
Nú þarf eins og fram kemur í pistlinum að taka til innan Liverpool, og það á öllum sviðum það er mikið sem hefur gengið á og það jákvæða er að við erum er virðist með rétta eigendur, réttan stjóra og aðstoðar menn, stjórinn hefur loka orðið með hverjir fara og hverjir koma og hann fær pening til að versla… að einhverju viti samkvæmt fjölmiðlum, nokkuð sem hefur vantað í langan tíma hjá Liverpool…
Það þíðir ekkert að vera að barma sér, það er komið sumarfrí og Dalglish og félagar fara nú að leita að leikmönnum og setja allt á fullt fyrir undirbúningstímabilið… Bara spennandi tímar framundan….Verum jákvæð, það er auðveldara…
Áfram LIVERPOOL, YNWA…
Mér fannst nú best við þennann leik að sjá Caftein Fantastic á áhorfandapöllonum með öðrum stuðningsmönnum Liverpool. Ég efast um að nokkur annar fyriliði eða leikmaður mundi láta sig hafa það að standa mitt í stuðningsmannaskaranum og stiðja sitt lið í leik sem skifti litlu nema Stewen Gerrard. Hann er á góðri leið með að verða legend nr eitt hjá klúbbnum og það þarf talsvert til að verða það.
Sælir félagar
Ég vil byrja á að þakka síðuhöldurum fyrir þessa síðu og framlag þeirra til að halda geðheilsu minni nokkurn veginn á normal plani. Án hennar væri ég orðinn endanlega geðveikur. Að horfa uppá tvennt sem fór eiginlega með andlegt ástand mitt var ömurlegt. Í fyrsta lagi að vita af (tek fram að ég gat ekki horft á það fyrir klígju) MU taka á móti 19 meistarabikar sínum og svo að lenda fyrir neðan Tottarana í töflunni. Þetta hefði orðið sálu minni banabiti ef ekki væri þessi síða.
Það er á kristaltæru að við verðum að losna við nokkra leikmenn, bæði vegna getuleysis þeirra og svo meiðslapésana sem lítið leggja til liðsins á heilli leiktíð en kosta okkur stórfé. Burtu með þá og ég nenni ekki að nafngreina þá því allir vita hverjir þeir eru.
Og svo að lokum; takk fyrir veturinn kæru félagar. Sætt er sameiginlegt skipsbrot (hvaða hálfviti setti saman þennan málshátt) eða hitt þó heldur. Framtíðin getur orðið björt og árangursrík ef Sir Kenny fær það sem til þarf í endurskipulagningu og mönnun liðsins.
Það er nú þannig
YNWA