Fyrir tveimur vikum sögðum við frá nýrri bók þeirra Arngríms Baldurssonar og Guðmundar Magnússonar (snillingarnir á bak við LFC History-vefsíðuna). Við viljum minna áhugasama á að forpöntun lýkur í dag!
Með forpöntun fæst 20% afsláttur af verði bókarinnar en eftir það er samt sem áður hægt að panta bókina áfram út júní.
Bókin kemur í almenna sölu í haust en með forskráningu sleppa menn við að bíða. Smellið hér til að panta eintak af bókinni, og þið getið svo lesið ykkur meira til um bókina hér.
Afsakid thradranid en eftirfarandi er tweet fra EmpireOfTheKop:
“Looking very likely that we got Charlie Adam”
Búinn að panta. Þetta er skildueign á hvert Liverpool-heimili.
Búinn að panta tvær. Var það rétt skilið að þeir sem kaupa í forpöntun fá nafnið sitt á lista í bókinni?
Tvö stykki Flottur! Takk fyrir það!
Já, það er rétt skilið að þeir sem panta í forsölu út júní fá nafn sitt í bókina.
Takk, Eggert! Ég hefði ekki getað orðað þetta betur.. Takk fyrir síðast!
Búinn að panta 😀 snilld
Búinn að panta eintak, bíð spenntur! Hvernig er það, er ekki hægt að fá svo áritað af höfundum líka??
Hvað er verðið? og um hvað er þessi bók nákvæmlega?
Loksins búinn að fylgja eftir og klára pöntunina 🙂
En ég segji nú eins og “Kalling”, er ekki hægt að fá bókina áritaða af snillingunum ?
Snilldarbók, og hyggst kaupa amk tvö eintök af henni, takk fyrir mig bara!!
Annars , þá er alltaf gaman af því hvað MBL sport eru með staðreyndirnar sínar á hreinu. Alveg hreint kómískt að lesa fréttir hjá þeim stundum, og myndatexta: http://mbl.is/sport/enski/2011/06/14/liverpool_i_vidraedur_um_adam/
Kalling, aldrei að vita 🙂
Steinar, kíktu á bara á þessa tengla sem Kristján setur inn með færslunni, þá kemstu að þessu öllu saman.
Precious, aldrei að vita 🙂
Hlynur, eðal!
Takk fyrir að panta Ragnar, Kalling og Gunnar – auðvitað má alltaf redda áritun – við erum alltaf á Players þegar leikir eru (veit að þú ert á Akureyri, Gunnar, þú getur beðið Birki fyrir bókina (hann er alltaf á ferðinni á milli Ak og Rvk.) og svo er líka hægt að senda bókina til okkar eftir að þið hafið fengið hana og við áritað hana – hvernig sem þið viljið redda því. 😉
Steinar..
Þetta er bókin um í hnotskurn:
“Liverpool: The Complete Record is the definitive account of one of the world’s most successful and famous clubs. For the first time details of every game, line up, goalscorer, attendance and result, as well as a plethora of other facts and figures are provided in a single volume alongside a comprehensive narrative history. This is the must-read book for every Liverpool supporter.”
Nánari upplýsingar eru á http://www.liverpoolbook.com.
Sé að Mummi hefur svarað líka í millitíðinni …
Takk, Hlynur!! Þetta er dúndurbók þó að ég segi sjálfur frá.. 🙂
Takk fyrir þetta Arngrímur og Mummi, ég er reyndar búsettur í Danmörku en það er alltaf hægt að senda hluti. Við skoðum þetta er nær dregur!
Fyrir þá örfáu sem ennþá hafa ekki ennþá tryggt sér eintak, þá eru smá gleðitíðindi hér. Ef þið smellið inn YNWA1892 í coupon code reitinn á pöntunarsíðunni, þá fáið þið 6.99 pund í afslátt. Sem eiginlega þýðir að sendingarkostnaðurinn til Íslands nánast fellur út.
Búinn að panta mér eintak, get ekki beðið. Ekki slæmt að fá nafnið sitt í sömu bók og Gerrard, Fowler og Carra.
Bújahhhh!
Til hamingju með þessa bók strákar.
Vitiði hvað það tekur circa lengi að shippa þessa snilld til mín?. Orðinn frekar spenntur að fá hana 🙂