Rafa Benitez er farinn en í mínum huga er ennþá stór skuggi hans yfir vötnum á Anfield.
Eða kannski frekar í Kirkby, þar sem Akademían okkar er til húsa. Rakst á þýtt blogg Martins Parnau, þar sem hann hefur verið að ræða við yfirhugsuð yngriliðastarfsins, Pep Segura. Snilldargrein sem ég skora á okkur öll að lesa ef við viljum spá í hvað menn ætla sér á vettvangi yngri leikmanna.
Margt forvitnilegt þarna, kannski helst að verið er að vinna með hugmyndafræðina út frá 4-2-3-1 með sóknarþenkjandi uppleggi, arfur frá Rafa Benitez. Segura sjálfur hefði viljað stilla upp 4-3-3 en þar sem enski boltinn er öðurvísi uppbyggður en sá spænski varð þetta lendingin.
Einnig er sagt frá því að hver einasta æfing og leikur akademíunnar er tekin upp og klúbburinn fékk háskóla í Liverpool til að greina æfingarnar með það að markmiði að sjá hvort þjálfararnir hafa skilað þeirri vinnu sem af þeim er ætlast og kennt leikmönnum það sem lagt er upp með. Fagmennska fram í fingurgóm!
Í pistlinum er farið yfir vinnu félagsins með leikmenn frá 8 til 20 ára aldurs með það að leiðarljósi að skila reglulega upp leikmönnum í aðalliðið – mikið vona ég nú að Segura og félagar hans í Kirkby nái þeim árangri sem allra fyrst.
Endilega lesa!
Áhugaverð grein. Ég er að sjálfsögðu himinlifandi með að hafa King Kenny við stjórnvölinn, en ég sakna Rafa. Það er bara þannig ! Vildi óska að það væri hægt að fá hann aftur á Anfield í mikilvæg uppbyggingarverkefni.
Ég sakna Benitez ekki neitt þrátt fyrir að hann hafi gert margt gott sem og slæmt. Erum með sóknarsinnaðan stjóra sem hefur unnið PL og hefur að mínu mati fært gleði og von í tóm Liverpool-hjörtu. Er enginn Benitez hatari en ég var kominn með nóg af honum.
Kærar þakkir fyrir að benda á þessa grein og ekki síst að benda á arfleið Benitez. Menn koma og menn fara en orðstír deyr ekki eins og Hávamálin vitna um.
Púlarar munu vonandi ævinlega virða Benitez fyrir þá fagmennsku og skýru stefnumörkun sem voru hans ær og kýr. Frábær maður í alla staði og persónulega er ég handviss um að hann hefði gert LFC að jafn góðu liði og Barca ef ytri aðstæður hefðu ekki rústað fyrirætlunum hans. En vitanlega verður aldrei nein vissa um þessa fullyrðingu og í sjálfu sér engin ástæða til að syrgja Benitez, en orðstír hans mun lifa.
Það þarf ekkert að efast um að spænska módelið er það lang besta. Þeir sem hafa áhuga á hvernig á að búa til heimagerða velgengni ættu að t.d. kynna sér La Masia hjá Barca og þá næst bestu (ég tel raunar þá bestu) sem er canteran hjá Athletic Bilbao. Ég er þess algjörlega fullviss að það mun skila LFC frábærum árangri og frábærum leikmönnum innan fárra ára. Þá vona ég að þeir sem hafa látið Benitez fara í taugarnar á sér muni hver það var sem lagði grundvöllinn.
En aftur takk fyrir að benda á þessa fínu grein.
Sakna Benitez ekki rassgat. Gæjinn kúkaði uppá bak á svo mörgum sviðum. Fyrir mér er að sakna Benitez þegar við erum með kónginn svona eins og að sakna Roseanne Barr þegar maður á Megan Fox.
Afhverju finnst mér eins og öll félög reyni að plokka út sem mestum pening frá Liverpool ? Aston Villa að neita 15 milljóna tilboði frá okkur í Downing. Keyptu Man Utd ekki Ashley Young á 15 millur ? Downing er engan veginn betri en Young og samt fær Utd Young á 15 en neitar 15 millum frá okkur í Downing ? Mér finnst þetta alveg fáránlegt, finnst líka að þegar við erum orðaðir við leikmenn að þá eru þeir í læknisskoðun annarsstaðar eða þá að við missum af þeim. Ég vill sjá eitthvað gerast eða við munum þurfa undirbúa okkur undir annað skelfilegt tímabil.
Snýst ekki um að sakna Benitez, heldur einfaldlega verið að benda á þá staðreynd að hugmyndafræði hans varðandi uppbyggingu unglinga- og varaliðsstarfs varð fyrir valinu hjá Liverpool til frambúðar.
Skulum heldur ekki gleyma því að það var hann sem sótti Dalglish, og margir vilja meina að það hafi verið gegn vilja margra tengda vitleysiseigendunum sem áttu okkur. Hann er farinn en Segura, Borrell, McParland og sú hugmyndafræði sem Rafa sótti með þeim er núna í fullum gangi í Kirkby og gæti skipt ansi miklu máli til frambúðar.
Svo varðandi Young og Downing. Fer ekki ofan af því að Downing mun bæta okkar lið umtalsvert meira en Young gerir fyrir sitt lið. Markaður sumarsins er sultuvitlaus og við verðum bara að taka því.
Annað hvort 18 millur eða 15 millur plús N’Gog klára málið fyrir Asíuferð.
Rafa á ekkert í þessari hugmyndafræði, hann tók hana annarstaðar frá. Jújú, auðvitað á hann hrós skilið fyrir eitt og annað en ætla að verðlauna hann fyrir þessa hugmyndafræði er fráleitt. Rafa er farinn, sem betur fer, og kóngurinn er við stjórnartaumana. Hættum að eyða orku í einhvern Spánverja sem er löngu farinn og gleðjumst yfir upprisunni sem er að eiga sér stað eftir niðurrif hans, G&H og fleirri misgóðra manna!
Nr. 5 Björn Karl. Ashley Young átti eitt ár eftir af samningi sínum, Downing á 2 ár eftir. Downing var mun betri en Ashley Young í fyrra, og var valinn leikmaður ársins af hjá Villa.
Ég kannast ekki við það að önnur lið okri á Liverpool. Hinsvegar kannast ég vel við það að Liverpool neiti að borga uppsett verð fyrir ákveðna “stærri” leikmenn, en eru ávallt reiðubúnir í að splæsa fleiri ruslapokum af seðlum í herdeildir af meðalmönnum. Vona að þetta verði ekki svona hjá FSG.
Downing var frábær í fyrra. Hann er á besta aldri og er fastamaður í enska landsliðinu. 18-20 milljónir punda er ekki óraunhæft verð fyrir þennan leikmann. Ef Liverpool vilja Downing þá eiga þeir bara að klára þetta mál strax, en ekki standa í endalausum eltingaleikjum frameftir öllu sumri. Það sama gildir um Charlie Adam.
Nr. 7 lestu það sem Nr. 6 sagði, hefur gott af því.
Johnny Smith hvað í ósköpunum hefuru fyrir þér í því að hann eigi ekkert í þessari hugmyndafræði???
Það er alþekkt að hann setti saman teymi og mótaði hugmyndafræði sem að sjálfsögðu er byggð á öðrum áhrifaríkum. Áður en hann kom var þetta allt í lausu lofti og ég held meira að segja að það hafi ekki verið samræmi á milli leikkerfa og leikaðferða á milli liða. Rafa skapaði heild og færði akademíuna “nær” aðallinu.
Það má vel setja út á það sem Rafa gerði vitlaust, t.d. með Alonso og þetta síðasta tímabil, en það er algjör óþarfi að taka það af honum sem hann gerði vel(vonandi, miðað við það sem maður les um).
http://stod2.is/ithrottaefni/beinar-utsendingar/framundan-i-beinni/ Djöfull er stöð tvö að skíta á sig með þessar tímasetningar á leikjum…
Er tvisvar búinn að halda að það sé leikur en 00:35 6. júlí er víst kl: 00:35 7. júlí hjá Stöð 2
Kemur þessu náttúrulega ekkert við… en já :/
Takk fyrir að benda á þessa grein… ég trúi ekki öðru en að Rafa Benitez öfundi Dalglish svolítið af því að fá að þjálfa besta félagslið heims sem hefur orðið sé úti um að er virðist hina fullkomnu eigendur í FSG. Eigendur sem hugsa til langtíma og eru mjög Professional í sínum aðgerðum.
Menn berjast ekki um stærstu nøfnin i evropu nema vera fastagestir i 8 lida urslitum meistaradeildarinnar. Geti menn borgad 200.000 pund i vikulaun tha ma reyndar lika na i stor nøfn 🙂
LFC a audvitad ad borga uppsett verd fyrir Downing , hann verdur hverra kronu virdi…
Nr.9
Lestu Tony Barrett og þá áttarðu þig á hvað ég er að meina!
The blame game has already been played in respect of this fall from grace and whether you blame managers, executives, owners or whoever no longer matters. The most important thing is that Liverpool learn from these failings and do not repeat them because the one thing that they can least afford is another wasted summer.
Gerði það og komst hreint alls ekki að þeirri niðurstöðu að Benitez ætti ekkert í þessari hugmyndafræði eins og þú heldur fram. Ekki að ég nenni að fara út í Benitez umræðu nr 5698 þá var það ekki tilviljun að hann var með lið 4 stigum frá titli 2008/09 en náði ekki að fylgja því eftir þegar hann hætti að fá stuðning á leikmannamarkaðnum. Raunar var frekar unnið gegn honum heldur en með honum á æðstu stöðum Liverpool á þeim tíma.
EN hann fékk loksins mikið meira vald árið áður en hann fór og hann, sama þótt þér líki það betur eða verr fékk í gegn þessar mannaráðningar sem hafa gert akademíuna svona spennandi eins og hún er núna. Hann meira að segja fékk King Kenny aftur til Liverpool.
BTW.
Það var enginn að tala um að fá Benitez aftur sem stjóra eða eyða mikilli orku í að velta sér upp úr honum, enginn nema þú. Flestir, líka ég, eru mjög sáttir við núverandi stjóra. Ég vill þó sjá hvað hann gerir með liðið á þessu tímabili áður en ég dæmi hann alveg en að segja að ég hafi fulla trú á Dalglish er understatment. Þessi þráður var um hvað Benitez skilur eftir í starfi akademíunnar og það er bara heill hellingur sýnist manni. Auðvitað er það enganvegin honum einum að þakka en það eru flestir sammála að hann eigi mjög stóran þátt í því, bæði hvað varðar breytta hugsun og auðvitað mannaráðningar og algjör óþarfi að drulla yfir það þegar bent er á hans góða starf.
Nennir ekki að ræða hann er skrifar síðan ritgerð um hann, hahaha, magnað.
Gæjinn er farinn, hugsum um nútíðina!!!
Ég man nú eftir því í apríl í fyrra að Borrell hafi sagt varaliðið okkar handónýtt. Það er orðið mun bjartara yfir henni eftir að Benitez, H&G og Woy fóru.