The Guardian segja frá því í kvöld að Liverpool sé að takast að selja þá Paul Konchesky og Milan Jovanovic.
Samkvæmt fréttinni fer Konchesky til Leicester fyrir um 1,5 milljón punda (uppfært EÖE: Salan er staðfest). Nokkur lið hafi svo áhuga á Jovanovic, þar á meðal Lille og Anderlecht. Ben Smith blaðamaður Times segir á Twitter að Jovanovic muni fara ókeypis frá Liverpool.
Þetta er fínt mál. Þessir leikmenn eru að sögn á háum launum og eiga lítinn sjens á að komast í Liverpool liðið. Ben Smith segir svo líka á Twitter að hann telji líklegt að mál Stewart Downing muni þróast í rétta átt (það er að hann komi til Liverpool) seinna í þessari viku.
Eru þetta ekki bar góðar fréttir fyrir Liverpool??
jafn góðar fréttir fyrir Liverpool og þær eru slæmar fyrir Lecester, Lille og/eða Anderlecht !
Flott mál, Vonandi koma fleiri kaup í kjölfarið. Skiljanlegt að þeir vilji losa sig við “junk” leikmenn áður en þeir fara að kaupa eitthvað af viti.
1. Gott. 2. Gott. 3. Gott.
Væntanlega lækkar launakostnaður um kannski 180 til 200 þúsund pund á viku ásamt því að Jova var að taka sæti útlendings. Allt laukrétt þróun.
Finnst samt magnað í öllu sillý sísonoinu að við skulum ekki vera að leita að hafsent. En Kenny rúlar.
Hvað vitum við hvort það sé búið að vera að leita af hafsent?
En þetta er náttúrlega tær snild! Og sérstaklega að einhver sé til í að borga yfir 100kr fyrir Konchesky..
Vil ekki sjá Downing í Liverpool !!
Gott mál að losna við hina tvo :O)
JN, afhverju langar þér ekki að sjá Downing í liverpool? Hataru leikmenn með góða tölfræði?
what
@2 “jafn góðar fréttir fyrir Liverpool og þær eru slæmar fyrir Lecester, Lille og/eða Anderlecht !”
Jova fer varla til bæði Lille og Anderlecht.
En annars góðar fréttir
Tyrftum vid samt ekki betri winger en downing ?…. Vildi samt ad vid myndum bæta tveimur godum varnarmonnum vid og einum soknarmanni !!!! Ef að carroll meidist !! Hvað finnst ykkur ?
Rio Ferdinand vill fá stjörnuleik í enska boltan <– Sammála Rio í þessum efnum… finnst fótboltinn alltof íhaldsamur, mætti alveg fríska uppá hlutina og vera með eina svona “All-Star” helgi þar sem eru allskonar keppnir og svo einhversskonar leikur þar sem tvö lið mætast… annað liðið hugsanlega valið í kosningu aðdáenda og hitt liðið er sett saman af einhverjum framúrskarandi þjálfara í deildinni.
Væri bara til þess að auka áhuga og athygli á deildinni að mínu mati 🙂
Mér finnst líka vanta að úrslit meistaradeildarinnar sé meiri viðburður… Man það að fyrir rúmu ári síðan þegar ég mætti á Ölver tímanlega til þess að horfa á úrslitaleikinn (Bayern-Inter) að þá var ég bara eini maðurinn á staðnum enda engin áhugi ef ekki er enskt lið í úrslitunum.
Í USA horfa allir á superbowl alveg sama hvaða lið eru í úrslitum.
Burtséð hver kemur og fer frá okkur þetta árið, veit einh ykkar hvar maður finnur myndina fever pitch á Dvd,vhs?
10# slæææm villa 🙂
Greindarvísitalan mun hækka hjá bæði Liverpool og Leicester þegar konchesky fer þangað yfir
Veit ekki alveg með þetta All-Star Weekend dæmi í enska boltanum. Eini kosturinn við það er að leikmenn fá þá kærkomna hvíld frá deild, bikar og Evrópukeppni. Nota bene í NBA t.d. þá er bara spilað í deild, engin bikarkeppni, álfukeppni eða neitt þess háttar og því kærkomið að fá smá break með svona viðburði. Persónulega finnst mér stjörnuleikirnir sjálfir frekar leiðinlegir, menn á hálfum hraða og takmarkað tekið á.
Enska deildin hefur nú þegar mikla athygli í gegnum deildina, bikarinn og Evrópukeppnina auk þess sem leikmenn eru að spila töluvert að tilgangslausum æfingaleikjum með landsliðum. Fyrir mér væri svona all-star leikur bara auka álag á bestu leikmenn Liverpool ef þeir kæmust í þennan leik.
Hvað varðar Fever Pitch í commenti #13 þá horfi ég á hana bara einu sinni, endirinn var of sorglegur fyrir mig. Fín mynd að öðru leiti.
Þrátt fyrir að NBA spilar bara í deild, þá stendur tímabilið frá Nóvember til Mai og spilaðir eru rúmlega 80 leikir sem gerir 2-3 leiki á viku… álagið er náttúrulega samt allt öðruvísi en í fótboltanum… Þar er álagið mjög mikið á liðunum sem taka þátt í öllum keppnum, hinsvegar eiga þau helst að hafa þannig hóp að hægt sé að rótera leikmönnum í allar stöður… Eitthvað sem Liverpool getur vonandi farið að gera á næsta tímabili.
Störnuleikurinn snýst síðan ekki um einhverja brjálaða keppni heldur fyrst og fremst gaman… það væri náttúrulega bannað að spila varnarsinnaðan fótbolta 😉
Annars þarf þetta ekki endilega að vera einhversskonar stjörnuleikur. Finnst bara að það mætti gera hlutina aðeins skemmtilegri… vera með viðburð sem aðdáendur allra liða geta látið sig hlakka til… og vera síðan með eitthvað meira show í kringum úrslitaleik meistaradeildarinnar… Þarf að vera þannig viðburður að engin lætur hann framhjá sér fara.
Less work, more fun!
Uff hvað ég held að luis suarez nokkur komi þreyttur, heim, hann er að hlaupa skugalega.. Er annars engin að fylgjast með copa america.
Mikið afskaplega er alexis sancez góður. Og hann nánast kominn til Barca, ekkert rosalega spennandi meistaradeild framundan.
En annars frábærar fréttir að við séum lausir við 2 farþega, og einn meðspilari kominn í staðinn
Þá er búið að staðfesta þessa sölu á Konceskey
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/konchesky-sold-to-leicester Það vantar ennþá að losna við fullt af farþegum en þetta er i rétta átt.
ég er eyðilagður með að missa svona klassa leikmenn!
Í nótt dreymdi mig að Liverpool hefði tapað fyrsta leiknum í úrvalsdeildinni í haust, 7-1. Andstæðingurinn var Wolves. Svo vakna ég og fæ þessar fréttir. Þessi draumur var greinilega fyrir góðu.
Frábært að losna við Koncheskey og þá þurfum við að losna við Degen, El Zhar, Poulsen, Jovanovic, N’gog og Kyrgiakos.
Svo er spurning hvort að annað hvort Meirales eða Aquilani muni fara, ég vil þó halda Joe Cole lengur enda hefur sá drengur sýnt það seinustu 10 ár eða svo að hann er frábær leikmaður og hann ætti ekki að glata því núna. Ég hef trú á því að með undirbúningstímabili með liðinu þá muni hann sýna sitt rétta andlit.
Vá hvað ég er fullkomlega ósammála öllu sem Nr.12 hefur að segja um Ameríkuvæðingu fótboltans. Halda fótboltanum fyrir utan þessa helvítis peningadrifnu sölumennsku sem Amerískar íþróttir eru. Mikið nær að mínu mati að leyfa kananum ekki svo mikið sem horfa á fótbolta, hvað þá taka þátt enda líklegastir allra í heiminum til að menga þessa einu sinni fallegu íþrótt. Ég fæ kjánahroll af tilhugsuninni af All-Star weekend í enska fótboltanum.
Hvað Konchesky varðar þá er þetta eitt af þessum skiptum þar sem sala á leikmanni styrkir hópinn! Á reyndar ennþá eftir að fá það staðfest að mamma hans fari með honum. Áfall að missa hana.
Hrikalega jákvæðar fréttir fyrir liðið. Tveir leikmenn sem fundu sig aldrei hjá liðinu farnir og vona ég bara að þeim vegni vel hjá sínum liðið í framhaldinu.
Downing er bara skildukaup og þeir sem vilja ekki þann leikmann þá væri fínt að fá almennileg rök fyrir því.
Hann er með góða krossa, hann getur tekið menn á og er hrikalega virkur leikmaður. Líst vel á hann.
YNWA – King Kenny!
Ég var að spá í markmannamálum þar sem að fyrsti leikurinn er í dag og Reina er meiddur. Er Brad Jones ennþá í herbúðum Liverpool eða er bara Peter Gulacsi ?
http://www.youtube.com/watch?v=tmdF-K8vi9s&feature=player_embedded sannar þetta myndband ekki svolítíð hversu góður Downing er. Mér sýnist hann vera allt í öllu í sóknarleiknum í þessum leik sem og hann leggur upp mark fyrir Carroll.
#12 Frábær hugmynd, svo mætti halda keppni í því hvaða leikmaður er bestur í að halda bolta á lofti, hver sparkar lengst og hæst, hver hefur flottasta tattúið og hver á stærsta bílinn!
Bæði Brad Jones og Gulacsi fóru með liðinu til Asíu. Annars er ég ákaflega ánægður með SÖLU á Konchesky, en ég held engu að síður að hann verði styrkur fyrir lið eins og Leicester. Sama gildir með Jovanovic, þrátt fyrir að hann hafi ekki virkað hjá okkur, þá sé ég ekki ástæðu til að vorkenna liðum eins og Anderlecht eða Lille, er nokkuð viss um að hann geti styrkt þau lið talsvert. Hann var einn al besti maðurinn í belgísku deildinni á sínum tíma og sýndi það alveg á HM að hann er fínn leikmaður. Bara virkaði ekki hjá okkur.
Annars var maður að sjá þetta á Twitter áðan:
Man Utd. New home kit has been released !
Black shirt, black shorts, black socks and a whistle
Er einnig sammála Babu með Ameríkuvæðinguna, vil ekki sjá hana í fótboltanum. Fátt leiðinlegra (að mínum dómi) heldur en þessir tilgangslausu stjörnuleikir þar sem ekkert er í húfi og virðast þeir settir upp meira fyrir að þjóna egó-um leikmanna heldur en þeim sem dá og dýrka fótboltann sjálfan. Enda segir það sitt um t.d. Superbowl að aðal spenningurinn er að sjá hvaða nýju auglýsingar birtast á þeim viðburði. Nei, takk.
Ég er einnig ósammála þeim sem vilja ekki fá Downing til Liverpool. Það eru mjög fáir alvöru og ekta kantmenn til í boltanum, hvað þá enskir. Var ekki hrifinn af honum hjá Boro, en hann hefur verið alveg frábær hjá Villa og að mínum dómi nákvæmlega það sem liðið þarf inn í sitt púsluspil.
Reyndar skil ég mun síður þessa miklu köllun eftir nýjum miðverði, finnst við vera bara í ágætis málum þar. Myndi vilja sjá Martin Kelly fá að spila þá stöðu í æfingaleikjunum, enda hans aðal staða og hann stór og sterkur. Carra, Agger, Skrtel, Soto, Wilson, Ayala og Kelly. Sé hreinlega ekki hvað menn eins og Scott Dann eða Gary Cahill eiga að bæta okkur mikið. Vinstri kantmaður er efstur á lista (vonandi Downing) og vinstri bakvörður, hægri kantur og þriðji senter eru framar í mínum huga á óskalistanum heldur en miðvörður.
Ég er sammála SStein með miðvörðinn og þá sérstaklega ef við ætlum að fá Dann eða Cahill. Ég vona að við fáum að sjá Kelly spila þessa stöðu í æfingarleikjunum enda eigum við Johnson og Flanagan til þess að berjast um hægri bakvörðinn og því er tilvalið að henda Kelly í sýna gömlu stöðu. Flanagan þarf að fá sína leiki í vetur til þess að fá að halda áfram að vaxa í þessari stöðu og það fær hann ekki ef að Kelly er þar líka. Nema að Flanagan verði lánaður eða þá að Kelly spili sem miðvörður.
Adam að byrja sinn fyrsta leik, gott kaffi þar 🙂
YNWA gefur skít i þá.
Ef það er rétt að Downing vilji koma til Liverpool vil ég fara að sjá manninn girða sig í brók og fara fram á sölu.
Við erum búnir að bjóða tvisvar í hann samkvæmt fjölmiðlum. Downing búin að eiga fund með nýjum stjóra sem hefur tjáð honum að hann vilji ekki missa hann. Umræða um að Arsenal hafi áhuga hvað sem til er í því.
Allavega ef drengurinn vill virkilega koma til okkar þá á hann að anda djúpt , koma sér inn á skrifstofu stjórans og biðja um að vera settur á sölulista. Downing virðist ekki þora að fara fram á sölu af ótta við að styggja stuðningsmennina og þessi ræfilsháttur hans er að gera okkur erfiðara að ná honum enda Villa pressulausir með öll vopn í hendi sér.
Byrjunarliðið á eftir er svona:
Liverpool: Gulacsi, Flanagan, Kelly, Carragher, Wilson, Poulsen, Spearing, Shelvey, Cole, Pacheco, Ngog.
Varaliðið: Jones, Hansen, Agger, Kyrgiakos, Robinson, Wisdom, Adam, Aquilani, Coady, Kuyt, Carroll.
http://www.liverpoolfc.tv/news/latest-news/adam-on-bench-watch-live
http://sportfun.ucoz.com/ch2.html
Ef þið eruð ekki skráðir á lfctv
Verður engin upphitun?
Kl hvað er leikurinn
Nei ekki upphitanir fyrir æfingaleiki…hvað þá gegn Kínverskum liðum!
Eins er leikurinn bara alveg að fara að byrja.
Þeir sem fylgjast með leiknum mega endilega koma með smá lýsingar á leiknum fyrir okkur fíklana sem höfum ekki möguleika á að fylgjast með
Ég mæli með því að fólk fái sér aðgang að Liverpoolfc.tv enda kostar slíkt ekki nema 850kr á mánuði og er mjög skemmtilegt yfir sumartímann þegar nýjir leikmenn eru kynntir sen og til að horfa á æfingarleiki.
Jovanovic og Konchesky eiga bara skilið að fara með góðum kveðjum.
Jova var keyptur af Rafa og átti klárlega að fá hlutverk í hans leikkerfi. Gamli fyrri þjálfarinn kunni ekki á taktík svona liðs og náði engu út úr liðinu, hvað þá leikmanni eins og Jova sem þurfti töluverða “man-management” stjórnun. Kenny reyndi að nota hann, en þá var hann rúinn sjálfstrautsti og kominn í neikvæðniham sem leikmenn sunnanað taka oft og varð að fara. Leitt að sjá fannst mér – þessi strákur átti að geta náð meiri árangri.
Paul Konchesky var að upplifa draum um að spila með stórliði en var númeri of lítill því miður. Engin ástæða til að níða hann niður fyrir það – við hefðum öll gert það sama í hans sporum. Gangi þeim vel!!!
Torres og Benayoung skoruðu báðir í æfingarleik og það kemst á vísir.is , greinilega mjög áhugavert
John Arne Riise til Fulham (Staðfest)
Verður gaman að sjá rauða túrtappan aftur í enska boltanum, sérstaklega þegar hann kemur á anfield og neglir honum upp í stúku út aukaspyrnu 😉
YNWA
Drési, fyrir mér er það nú meiri frétt heldur en að Sérstakur Saksóknari hafi verið að taka þátt í félagsstarfi sonar síns og setið í gulu vesti í stúkunni á Akranesi! Það er MJÖG LÍTIÐ að frétta suma daga.
En aftur að því sem skiptir máli, lið heimamanna!
Yu Yongzhe, Li Zihai, Dia Kite, Zhu Cong, Ge Zhen, Li Jian, Yin Hongbo, Lu Lin, Song Chao, Mahamma Awal, Ricardo Steer
Persónlega ætla ég að halda mest upp á Yin Hongbo!
Afhverju enginn Henderson?
Sammála Hr. formaður SSteinn #28 og #29.
En að leiknum þá er virkilega gaman að sjá meistara Poulsen stýra miðjunni í fyrri hálfleik 🙂
Fékk hann ekki lengra frí, EM U21.
Babu,mér þykir Yin Hongbo vera ofmetinn leikmaður!!…Mahamma Awal er aftur á móti leikmaður sem gæti reynst okkur erfiður 😉
Poulsen………….. vissi að það var góð fjárfesting á sínum tíma að kaupa mér poulsen treyju
Hvaða drasl er þetta undir skyrtunum á þeim öllum? (auka þyngd?)
Reiknaði nú ekki með að menn mundu hlaupa til og taka undir með þessari hugmynd um “ameríkuvæðingu” fótboltans… En ætla að bæta við nokkrum orðum í umræðuna…
Mig langar að benda á þá staðreynd að á síðustu 10 árum hafa:
9 lið unnið NFL
6 lið unnið NBA
8 lið unnið NHL
9 lið unnið MLB
í Premier League hafa 4 lið unnið deildina á síðustu 20 árum, þar af eitt bara einu sinni (Blackburn)
Babu talar um “peningadrifnu sölumennsku”… Deildirnar í bandaríkjunum eru reknar með það að markmið að liðin geti keppt á jöfnum grundvelli sem endurspeglast meðal annars í launaþaki hjá leikmönnum… og vel rekin félög eiga að hafa möguleika á að skila haganði og geta keppt um titilinn.
Hluti af leiðinni til þess að ná þessu markmiði er að félögin deila tekjum af miðasölu.
Í Premier League virðast hlutirnir snúast um að reka félögin í bullandi halla ala Chelsea og ManCity til þess að eiga möguelika á að keppa um titla. Þetta er eflaust megin ástæða þess að Bandaríkjamenn hafa almennt ekki verið spenntir fyrir að eiga og reka lið í deildinni.
Ég myndi því segja að það væri ákveðin ameríkuvæðing í því hjá UEFA að hafa skilyrði um góðan rekstur til þáttöku í keppnum á þeirra vegum…
Annað skemmtilegt við bandarísku deildirnar er að almennt halda þær úti mjög flottum heimasíðum þar sem hægt er að sjá öll highlights auk þess sem hægt er að kaupa aðgang að útsendingum á leikjum á netinu…. eitthvað sem ég vildi sjá í ensku deildinni.
Annars er ég kannski full rótækur í öllum mínum pælingum um þessa blessuðu íþrótt… ég vil til dæmis sjá frekari tækninýtingu í tengslum við dómgæslu í leikjum án þess þó að það hafi meiriháttar áhrif á gang leiksins… Rökin um að fótbolti eigi að vera eins allstaðar og vægast sagt hlægilegar enda getur engin haldið öðru fram en að til dæmis sjónvörpun á leikjum hefur gríðarleg áhrif á dómgæslu og gæði hennar… Þyrfti því ekki að sjónvarpa öllum leikjum svo íþróttin sé eins leikin allsstaðar.
Verð nú aðeins að reka þetta tilbaka ofan í þig, hvað með garðálfana hjá ManYoo, Knoll og Tott sem áttu okkur, Lerner sem á Villa, Kraft sem vildi kaupa okkur, Kroenke sem á í Arsenal, FSG sem eiga okkur. Einhverjir sem ég er eflaust að gleyma, en lang mesti áhuginn á enskum liðum kemur jú einmitt frá USA.
Formið á flestum þessum deildum í USA er líka þannig að þú getur ekkert dottið út úr deildarkeppninni, þér er bara hjálpað með ákveðinni dreifingu á peningum og leikmönnum, upp aftur. Persónulega finnst mér það afleitt. Eins eru lið þar flutt milli borga sí svona, þar spila peningarnir einnig stóran þátt.
En þetta með heimasíðurnar og þess háttar, það er gott og blessað og má alveg bæta það. Enda hafa liðin í EPL verið að því, enda hægt að kaupa aðgang að LFCTV og þess háttar til að sjá highlights og svo framvegis. En sjónvarpsrétturinn á beinum útsendingum er í höndum deildarinnar og þeir hafa einmitt verið að reyna að dreifa peningunum á milli liða og meira að segja niður um deildir. Ólíkt því sem er á Spáni, þar sem liðin selja sjálf sinn sjónvarpsrétt.
Er svo aftur á móti sammála þér með tæknina inn í dómgæsluna, ef hún hefur ekki meiriháttar áhrif á flæði leiksins.
Ég er sammála Birki með Meistaradeildarleikinn. Það þarf ekki að gera hann eins og Superbowl, en klárlega væri hægt að gera meira úr þessu.
All-Star leikur er svo alveg fín skemmtun, það er fullt af svona leikjum spilaður á hverju einasta ári, bara ekki sem einhver árlegur event í hverri deild fyrir sig. Alls ekki ný hugmynd í fóltboltanum að smala saman bestu mönnunum og spila leik.
Launaþak er eitthvað sem mætti klárlega setja inn í fótboltann, tækni í dómgæslu og fleira. Hinsvegar er hellingur sem má aldrei koma í þessa íþrótt, auglýsingahlé, lið að skipta um borgir vegna peninga.
Hvernig er það samt með sýningarréttinn á leikjum. Eru stóru spænksu liðin að græða meira en stóru ensku liðin, hvernig er þá munurinn á minni liðunum…?
enga tækni í dómgæslu takk!
@SSteinn, takk fyrir að reka ofan í mig… maður fer náttúrulega full frjálslega með staðreyndir stundum 😉
Ég var reyndar búinn að hugsa þetta með að formið á deildum í EPL (lið geta fallið/komið upp) væri til þess að hefðbundinn leið að skipta hluta af miðasölu-tekjum myndi ekki ganga upp… þar sem minni liðin eru engan veginn í sama kaliber og þau stærri.
Annars var ég fyrst og fremst að benda á þennan samanburð án þess að ætla að vera sérstakur talsmaður tekjudreifingar… En launaþak væri hinsvegar eitthvað sem ég tel að gæti verið mjög jákvæð þróun.
<blockquote>…En sjónvarpsrétturinn á beinum útsendingum er í höndum deildarinnar og þeir hafa einmitt verið að reyna að dreifa peningunum á milli liða og meira að segja niður um deildir. Ólíkt því sem er á Spáni, þar sem liðin selja sjálf sinn sjónvarpsrétt.</blockquote>
Finnst þetta flott fyrirkomulag en væri til í að geta keypt aðgang að öllum leikjum án þess að þurfa að díla við Stöð 2 eða SkySports etc.
Er síðan sjálfur með aðgang að LFCTV sem mér finnst frábært 🙂
Hér eru mörkin úr leiknum http://www.101greatgoals.com/liverpool-win-a-7-goal-thriller-at-guangdong/98725/