Owen: Ég vil koma heim! (uppfært: Real samþykkir tilboð Newcastle!)

516_22542_0.jpgMichael Owen vill greinilega [koma aftur heim til Liverpool](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/4179194.stm). Ef Liverpool vilja hann *ekki*, þá er hann tilbúinn að fara á lánssamningi við Newcastle. Hann segir:

>”I said that my ideal situation was to start the season in the Real Madrid team and if not I would prefer to return to Liverpool.”

>”If the transfer cannot be finalised in time I have agreed to go to Newcastle.”

Einsog svo oft áður, þá er það bara einn maður sem ræður þessu: Rafael Benitez.


**Uppfært (EÖE)**: Newcastle hafa tilkynnt [það á opinberu heimasíðunni sinn](http://www.nufc.premiumtv.co.uk/page/NewsDetail/0,,10278~703883,00.html) (takk, Mummi) að Real Madrid hafi samþykkt tilboð Newcastle í Michael Owen. Þar segir:

>”Newcastle have met Real Madrid’s asking price and conditions. The agreed fee **will be a record transfer fee for Newcastle united. It is now up to the player and his advisor.”

Semsagt, boðið er þá hærra en þeir borguðu fyrir Alan Shearer. Sem þýðir að það er hærra en 15 milljónir punda. Þýðir það þá að Liverpool geta gleymt þessu?

19 Comments

  1. Eftir þessi ummæli og Rafa tekur Owen ekki… þá er ég hræddur um að margir snúist gegn honum… selur Baros… með sentera sem eru ekki að standa sig (í alvöru leikjunum so far) og KEYPTI CROUCH á 7 mills.

    En ég hef ávallt sagt þetta og segi enn…. Owen mun koma eftir að Baros er seldur… og hann skrifar undir samning við LFC áður en vikan er á enda. Mark my words!

  2. K. ef Benitez hefur ekki efn Owen því þá ekki að fá hann að láni ef Real eru greinileg til í að lána hann ef hann segist vera til i að fara á láni til Newcastle.

  3. Jamm, kiko, ég gleymdi að minnast á það, því mér þótti það athyglisvert að hann má greinilega fá að fara að láni til Newcastle.

    En við vitum svo sem að Real Madrid hafa áður verið tilbúnir að gefa meira eftir til minni liðanna, sem eru ekki að keppa við þá í Meistaradeildinni, samanber Luis Figo.

  4. Einar skil ekki alveg samlíkinguna með Figo þar sem hann fór til liðs í meistaradeildinni. Og hafa sjaldan verið taldir mjög lítið lið.

  5. En þótt Real M. hafi samþykkt tilboðið í leikmanninn þýðir ekki að hann fari þangað svo framarlega sem LFC sýnir áhuga að fá hann. Sáum það með Baros um daginn. Ef við höfum ekki efni á Owen þá tökum við hann að láni í ár og borgum eftir það… punktur! Upp með veskið Moores

  6. Nei, Zlatan ég átti ekki við Inter. Það var hins vegar talað um að Real Madrid hafi verið tilbúnir til að láta Luis Figo ókeypis til minni liða einsog Newcastle, sem voru á eftir honum.

    Fyrir lið einsog Inter og Liverpool, þá þurftu þau að borga verð vegna þess að þau lið eru að keppa við Real í Meistaradeildinni og þeir vildu ekki styrkja þessi lið án þess að fá pening fyrir.

  7. Ég sé ekki að Rafa hafi efni á því að kaupa Owen ekki, þar sem 1 mark hefur komið í síðustu 3 leikjum þrátt fyrir fullt af færum. Auk þess virðist Morientes vera búinn og Cisse er langt frá því að vera búinn að aðlagast.

  8. Hvernig getur Real samþykkt tilboð í Owen ef að Liverpool á forkaupsrétt á honum?? Eða var sú klásúla aldrei til staðar??
    Ef að svo er þá hlýtur Liverpool að vera búin að afsala sér henni og Owen kemur ekki til okkar 🙁

  9. Ari; Forkaupsrétturinn virkar þannig að ef Real samþykkir boð í Owen, þá verða þeir að bjóða Liverpool leikmanninn fyrst, á því verði sem þeir samþykktu.

  10. Sælir

    Getur Owen ekki leikið sama leik og Baros, þ.e. að neita Newcastle og komið til okkar fyrir minni pening. Fyrst Baros gat neitað okkur um 2 millj punda (Lyon 8,5/Villa 6,5=2millj) þá hlýtur Owen að geta gert það sama.

    Og hvað er orðið af þessum 25 millj + sölu á leikmönnum sem Benitez var lofar fyrir sumarið. Ég bara spyr?????

    Kveðja
    Krizzi

  11. Úff, ef við erum að tala um metfé fyrir Newcastle þá eru það meira en þær 15 milljónir punda sem þeir borguðu fyrir Shearer.

    Geta Liverpool borgað 15+ milljónir punda fyrir Michael Owen? Ég efa það, og held að þeir vilji heldur ekki borga svona mikið fyrir hann … ekki þegar þeir geta t.d. fengið Kuyt á 10-12m í mesta lagi.

    Miðað við þessar fréttir þykir mér næsta útséð að Owen komi til okkar. Enda er ég ekkert viss um að ég væri sáttur við það … við misstum hann á 8 milljónir fyrir ári, eigum við núna að borga tvöfalt það verð??? Láta endanlega taka okkur ósmurt í görnina???

    Það er vika eftir, sjáum hvað setur.

  12. Nákvæmlega Kristján, við förum ekkert að borga 7-8 milljónir fyrir í raun að lána Owen til Real í 1 ár. Annars sýnist mér Newcastle bara vera frekar sniðugir í þessu, þeir vita að ef þeir bjóða 11-12 milljónir í Owen að þá koma bara Parry og félagar, nýta sér forkaupsréttinn og stela honum af þeim. Hvað gerist ef þeir bjóða 13-14 er óvíst en 15+ þýðir einfaldlega að Liverpool bakka út (að öllum líkindum) og Owen fer til Newcastle.

  13. Owen neitar að skrifa undir langtímasamning við Newcastle. ólíklegt að hann vilji enda þarna. þeir eru ekki að fara að borga 15m.p. fyrir 3 ára samning.

    hann neitar og kemur á láni til okkar með kaup í huga eftir ár.

    það er mín spá.

  14. Mér fyndist það hræðilegt að sjá Owen spila með Newcastle! Og miðað við sóknartilburði okkar upp á síðkastið þá finnst mér ótrúlegt að geta ekki sagt bara strax: við viljum fá Owen! Ef hann endar hjá Newcastle eftir þessa óvissu alla, þá finnst mér Rafa mega alveg skýra ýmislegt, því ef ég skil það rétt þá vill klúbburinn fá hann, Gerrard vill fá hann og Morientes einnig – strandar þetta þá hjá Rafa??? Og svo er verið að spá í Kútnum frá Hollandi!!! Ef Owen endar ekki hjá okkur (ef hann fer frá Real) þá er eitthvað að hjá Rafa, persónuleg óvild eða eitthvað – aaarggh! It pisses me off!

    Bara smá spurning, ef ég skil anfieldstats-síðuna rétt … er ekki Michael Owen markahæsti maðurinn okkar öll þau ár sem hann spilaði með klúbbnum???? (alla vega frá 1998-1999)….??

  15. Það er rétt Doddi. Owen var alltaf markahæstur hjá Liverpool á þessum árum. Ég vil sjá hann koma “heim” en skil vel að Liverpool vilji ekki borga 14-15 milljónir.

    Best væri að Benitez viðurkenndi áhugann og Owen krefjist þess að verða lánaður til Liverpool út þessa leiktíð.

  16. Mig langar að koma með einn punkt inn í umræðuna sem ég held að hafi ekki komið fram áður á síðunni.

    Held það séu allir sammála um það að Liverpool sýndi gríðarleg batamerki á síðustu leiktíð.
    Hvers vegna að fara aftur til fortíðar?
    Hvers vegna að snúa blaðinu við?

    Owen átti mörg góð ár með Liverpool en áttu Liverpool mörg góð ár með Owen?

    Ég gæti vel trúað að Benitez hugsi sem svo að kafla Owen sé lokið hjá LFC, hann stóð sig sem hetja en liðið ekki. Hví að endurvekja gamla drauga?

  17. Punkturinn hjá Makkara virkar eins og hann kenni Owen um titlaleysi, og ég get ekki tekið undir það. Bendi þar til dæmis á bikarúrslitin við Arsenik. Og hvað með þrennuna góðu það ár? Og það að fá Owen til baka væri ekkert að endurvekja gamla drauga! Og þessi gríðarlegu batamerki … voru þau fjarveru Owens að þakka?? Við spiluðum geysivel í Evrópukeppninni, en við höfðum aldrei almennilegan markaskorara í fyrra. Og árangurinn í deild og bikar í fyrra var ekki merki um batamerki fannst mér.

    Rafa hefur ekki getað sagt hreint af eða á, að hann hafi ekki áhuga á Owen. Hann hefur ítrekað sagst vera leita eftir kantmanni og varnarmanni, en samt er áhuginn á Dirk reifaður vel.

    Ég er harður Liverpool-nagli og ég fer ekkert ofan af því, að ég tel Ian Rush og Michael Owen veru bestu markaskorarana sem ég hef upplifað, Fowler var jú magnaður líka. Rush fór til Juve og kom aftur og skoraði mörk, af hverju ætti Owen ekki að geta það?

    Ég hætti auðvitað aldrei að vera Púlari þó að Owen kæmi ekki til baka, en ég tel það ekki glæp að halda upp á mann eins og Owen, og það að trúa því að koma hans til baka myndi bæta liðið.

  18. Batamerki Liverpool á síðustu leiktíð voru nú einungis í Meistaradeildinni. Það er ljóst að árangurinn í deildinni var skelfilegur.

    Owen er fyrst og fremst frábær markaskorari og sem slíkur er alveg pláss fyrir hann hjá Liverpool.

Liveropool 0 – CSKA Sofia 1

Benfica neitar tilboði í Luisao