Rafa staðfestir áhugann á Stelios

Jæja, núna er [áhuginn á Stelios](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149794050824-1404.htm) staðfestur frá Rafa Benitez:

>”Our chief executive Rick Parry is talking with their Chairman about the possibility of a deal.

>”I also spoke to Sam Allardyce about the player last night because we need to know if he’d be available. At this moment Stelios is one possibility for us.

Stelios vill koma, Rafa vill fá hann. Núna er það bara spurninginn um hinn nett óþolandi Sam Allardyce, hvort hann vilji selja. Hann heldur náttúrulega ennþá að Bolton sé betra lið en Liverpool, svo það er aldrei að vita.

14 Comments

  1. Las ég ekki einhversstaðar að hann væri með Buy Out Clouse upp á 1 milljón punda, þ.e ef það berst tilboð þá geta Bolton ekki sagt nei?

  2. Já, ég las það líka. En hins vegar las ég líka að Bolton hefðu hafnað tilboði frá Man City uppá eina milljón. Maður veit ekki hverju maður á að trúa.

  3. Skil þetta barasta ekki. Benitez og Parry tímdu ekki að borga 2 mills fyir Figo sem by the way hefði trúlega ekki þurft að vera nema 1,5 en svo er ekkert má að splassa út 1 mills fyrir Stelios. Held að það þurfi engan kjarneðlisfræðing til þess að sjá gæðamunin á þessum mönnum :rolleyes:. Hef ekkert á móti Stelios en held að það hljóti að vera hægt að gera betur með mann á hægri vænginn

  4. Ég held líka að menn séu loks núna að átta sig á því að við höfum aldrei átt einhverjar 20-30M + sölur annarra leikmanna til að setja í leikmannakaup. Við verðum bara að sætta okkur við það að fá einhvern miðlungs squad player í stað heimsklassa kantmann eins og við vonuðumst eftir fyrst að Figo málið gekk ekki upp.

  5. Mér skildist nú að ástæðan fyrir því að Figo kom ekki var að hann var ekki 100% viss um að hann vildi koma… Benítez vildi einfaldlega ekki mann sem myndi gera allt til að spila fyrir liðið 🙂

  6. Já hver hélt í sigurvímunni í maí að leikmennirnir sem kæmu væru:

    Zenden
    Crouch
    Stelios
    Sossoku
    Reina

    Verð að játa að þetta voru ekki nöfnin sem komu í hugann. Að vísu lá fyrir að Reina kæmi og hann er líklega gæðamarkvörður og flott kaup, en það verður að segjast eins og er að restin er ekki ýkja spennandi nema það er greinilegt að Sossoko hefur alla burði til að vera frábær leikmaður en á ýmislegt ólært.

    Og svo endar Owen litli kannski hjá liði sem er með geðsjúkling sem framkvæmdarstjóra og er ekki að spila í Evrópu. Ekki einu sinni í UFEA keppninni. Þetta draumamove hans er að snúast uppí martröð og ekki einu sinni Stephen King hefði getað skrifað þetta handrit.

    Já leikmannamál- og kaup eru greinilega enn flóknari en framboðsmál R-listanns.

  7. Einhversstaðar stendur að það sé 1 til 1.5 milljón klásúla í samningi hans um að hann megi fara ef slíkt boð berst. Er það kannski rangt?

  8. Sumir eru mjög uppteknir af því að kenna meintri nísku stjórnarmanna Liverpool um að Figo spilar ekki á Anfield í vetur.

    Ég hef bara ekki séð neitt sem staðfestir það og flest sem ég hef lesið bendir til þess að hann hafi einfaldlega langað meira til Inter.

    En Liverpool hlýtur að geta keypt betri kantmann en Stelios. Ég er ekki rosalega spenntur fyrir honum.

  9. Figo var líka með himinnhá laun, þannig Benitez vildi ekki vera borga 2 millur fyrir hann og lika hafa hann á fáranlegum launum. Svo má ekki gleyma að Figo er ekki alveg á besta aldrinum.

  10. Ekki er nu Edgar Davids á besta aldri heldur. En ekki er neinn Tottari að kvarta yfir því :rolleyes:

  11. Ég vona bara innilega að sama hvaða kanntari verður keyptur – að hann verði þá í það minnsta betri en hann Nunez sem að var látinn fara í sumar án þess að fá að sanna sig almennilega…og mér leist alltaf ágætlega á kauða! :confused:

  12. Þetta er nú meira ruglið. Það hafa margir menn komið marg oft fram og sagt frá því að það var ekki peningahliðin sem kom í veg fyrir að Figo kæmi til okkar. Þar lágu allt aðrar ástæður að baki. Parry hefur sagt þetta hreint út og það eru fáir jafn vel að sér í þessum málum og hann. Figo hefur líka sagt þetta sjálfur. Hætta að bulla núna.

  13. Okey kannski vildi Figo ekki koma þrátt fyrir allt og það er pottþétt að Parry veit meira um það en ég. En samt finnst mér skrítið að þegar Figo gekk okkur úr greypum að þá sé næsti maðurinn í röðinni Stelios Giannapoppúlus. Finnst ykkur það ekki??????.

  14. ég er hjartanlega sammála nonna, það hlýtur að vera til betri maður en stelios, mér finnst þetta ákveðið metnaðarleysi hjá annað hvort rafa eða stjórninni. mér finnst að liðið þurfi að hætta þessum meðalmennsku kaupum og kaupa menn sem styrkja liðið. með þessu áframhaldi drögumst við enn lengra aftur úr chelsea, arsenal og man utd.

Benfica neitar tilboði í Luisao

Dregið í riðla