Þetta er Milan Baros með Villa-treyju. Langaði bara að deila því með ykkur …
En allavega, í dag verður dregið í riðla í Meistaradeildinni í beinni útsendingu á Sýn, og þar sem maður er í sumarfríi þessa dagana verður sko horft á það og ég mun koma með mínar hugsanir um það strax og drættinum lýkur.
Þá verður sennilega nóg af slúðri frameftir degi – til dæmis lifa Marseille-menn enn í draumaheimi varðandi Cissé – og við munum náttúrulega fylgjast með því líka.
Spennandi dagur framundan. Enn og aftur er eins og nafnið ‘Chelsea’ svífi yfir vötnum og hafi áhrif á framtíð Rauða Hersins – við getum bara ekki sloppið við þá. Þeir eru okkar helstu erkifjendur þessa dagana, að mínu mati, og myndi það að lenda í sama riðli og þeir bara styrkja þá skoðun mína. En við sjáum hvað setur í dag.
Annars langaði mig bara til að deila Baros-myndinni með ykkur. Skv. fréttum Villa-vefsins mun Baros spila allar 90 mínúturnar gegn Blackburn á laugardag, það verður kannski gaman að kíkja á það fyrst að okkar menn eru ekki að spila. Ég tek undir með Einari að það kæmi mér ekkert á óvart þótt Baros blómstri í liði þar sem hann er loksins aðalstjarnan.
Baros er nú ekkert sérstaklega glaður með búninginn sinn.
Annars finnst mér athyglisverðast að Kewell er í hópnum fyrir morgundaginn – maður heldur í vonina að hann komi sterkur til baka – líklega bara óskhyggja.
Ha? Er Kewell? Hvar sástu það???
Það kæmi mér mjööög á óvart ef Kewell spilar á morgun. Hann þarf að spila sig inn í varaliðinu fyrst, koma rólega til baka. Annars meiðist hann bara aftur í fyrsta leik.
Af hverju er svona langt í næsta leik í deildinni hjá okkur?
Af því að það kemur enn eitt helvítis landsleikjahléð eftir umferðina um næstu helgi. Ekki leikið aftur fyrr en 10. sept. 😡
Annars fann ég þetta með Kewell: Echo segja frá þessu hér.
Leikurinn á morgun er hálfgerður æfingaleikur- eða nei hann er æfingaleikur þó svo að Rafa haldi öðru fram.
Kosturinn við leikinn er að ef Kewell spilar í 45 mín að þá spilar hann æfingaleik með aðalliðinu sem verður að teljast betri æfing en að spila leik með “eitruðum” sendingum frá Diao.
Ég vona að Kewell fái að spreyta sig á morgun.
Kjaftæði! Ég er hrikalega ósammála þessu, Ólafur. Þessi leikur á morgun er um dollu, verðlaunafé og möguleikann á að vera kallaðir Meistarar meistaranna í Evrópu árið 2005.
Ekkert við þennan leik sem segir að hann sé æfingaleikur. Tökum hann alvarlega og vinnum hann, segi ég! Þá erum við komnir með tvo bikara árið 2005 og getum svo í desember náð í þann þriðja, og þar með titilinn sigursælasti enski klúbbur ársins 2005, sem myndi pirra Chelsea-menn óstjórnlega mikið… :laugh:
Ef þessi leikur er svona merkilegur væri þá ekki ráð að nota orðið ‘bikar’ frekar en ‘dolla’ sem dregur heldur úr vægi þess.
Það pirrar mig að sjá Baros vera farinn frá okkur………af hverju í andskotanum tókst okkur ekki að nýta þennan strák.
Ég hef það alveg hryllilega á tilfinningunni að hann eigi eftir að skora á móti okkur á Anfield…… 😡
Baros í **Hummel**. Þetta bara passar ekki. Þvílík sóun á hæfileikum. :confused: