Ég vil bara benda fólki á að það tók Milan Baros **11 mínútur** að skora [fyrsta markið](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/teams/a/aston_villa/live_text/default.stm) sitt fyrir Aston Villa.
Ha, ég fúll?
Allavegana byrja ég vel í veðmálinu við Agga og Kristján.
Koma svo Baros…. MEIÐAST ! 😡
Mér fannst Baros bara gera sig af fífli þarna.
Sá reyndar bara seinni hálfleik, en í lokin var hann að ná sér í eitt stk Oscar.
Það er enginn vafi að hann á eftir að standa sig með ágætum hjá Villa.
Ég vil ekki gagnrýna Benitez fyrir söluna á honum, en bendi bara á að Baros gaf okkur sóknarmöguleika sem ég tel að hinir framherjar Liverpool búi ekki yfir.
En kannski var það kjafturinn á Baros sem varð þess valdandi að hann var látinn fara, hver veit?
er eitthvað meiri kjaftur á Baros helldur en til dæmis á cisse?
Bjarki: Já
Cisse talar stanslaust um hvað það sé mikið æði hjá Liverpool. Baros talaði hins vegar oft um það að hann gæti hugsað sér að spila annars staðar. Þar liggur munurinn.
Milan Baros þarf að spila með öðrum framherja og þá brillerar hann. Sáuð bara hvernig hann spilaði með Jan Koller í landsliðinu og hvernig hann á eftir að spila með Angel eða hverjum sem stillt er upp við hlið hans.
Milan mun enda með 15-20 mörk á þessu tímabili, ekki spörning.
Ég skal veðja við þig á móti að ef við seljum líka Cissé til að fá Owen til baka (þeas TVO FYRIR EINN TILBOÐ) þá verð ég mjög fúll!!
Strákar ég heyrði að ástæða þess að Liverpool hefðu verið svona áfjáðir í að selja Baros, hafi verið vegna þess að þeir sáu fram á það að hann ætlaði að sitja út samninginn sinn og fara síðan á Bosman.
Það er ekki spurning að Baros er hörku sóknarmaður en Benitez mat það sem svo að hann hentaði ekki hans taktík. Þannig að það var ekki hjá því komist að selja kallinn.
Kveðja
Krizzi
Ég er sannfærður um að ef Owen kemur aftur til okkar þá mun hann skora fleiri mörk en Moro og Cisse til samans, þ.e.a.s. ef þeir verða þá enn hjá klúbbnum.
Ower er snilldar framherji og mun betri en allir þeir framherjar sem eru hjá lfc núna.
Til gamans má geta þá var Stephen Warnock valinn í enskalandsliðs hópinn, með Chris Kirkland.
http://www.fotbolti.net/fullStory.php?id=28109
Jamm, var að setja inn frétt um þetta akkúrat á sama tíma og þú, Biggi. 🙂
😯 😯 bíddu hvar hef ég verið, afhverju eru allir að tala um að Baros hafi alltaf verið að segja eitthvað sem að hann hefði alveg mátt hafa fyrir sig? ekki bara á þessari síðu það eru allir að segja það en ég veit ekki um neitt sem að han hefur sagt þannig :rolleyes: en ohh mig langar að gubba þegar að ég sé hann í aston villa treyjunni! 😡 😡