Rafa: Josemi er GÓÐUR leikmaður!

Rafa Benítez segir í dag að Josemi sé mikilvægur leikmaður sem hafi spilað vel í síðustu viku. Þá segir Rafa einnig að Josemi muni spila miklu meira með aðalliðinu í ár heldur en í fyrra.

Erum við ekki sammála um að Rafa viti þetta betur en við áhugamanneskjurnar? Hmmm?

I told you so. Punktur. 🙂

p.s.
Þessi færsla er ekki ætluð til að koma af stað annarri brjálæðis-umræðu um Josemi eins og þeirri sem var eftir leikinn á föstudaginn, mig langaði bara til að benda á að Rafa er sammála okkur Einari. 😉

11 Comments

  1. Hahaha….Ég las fyrirsögnina og hugsaði bara…Vá hvað verður rifist núna! …En sem betur fer endaðiru færsluna á því að biðja menn að rífast ekki. Þá geta menn bara verið sammála um að vera ósammála! :laugh:

  2. Ég ætla að veðja á að vinur ykkar Josemi eigi ekki eftir að halda Finnan lengi út úr þessu Liverpoolliði þó hann geti hlaupið upp kantinn með boltann. Eini möguleikinn sem að ég sé á að hann verði í liðinu er að Rafa ætli ekki að kaupa kantmann áður en að félagaskiptaglugginn lokar, heldur ætli hann að nota Finnan í þá stöðu eins og á móti Moskvu á föstudaginn.

  3. ég skora á þig kristján að horfa aftur á leikinn og sérstaklega á josemi, ég rúllaði honum aftur í gegn og álit mitt breyttist ekkert, hann átti einfaldlega lélegan leik. rafa er nú ekki þannig stjóri að mæta í blöðin og hrauna yfir menn og því held ég að þetta sé liður í að byggja upp sjálfstraustið ásamt því að verja þessi kaup sín. ég skal alveg viðurkenna að josemi stóð sig ágætlega þegar hann lék miðvörð um daginn en ekki í leiknum á móti CSKA.

    annars er bara gaman að því þegar menn sjá leikinn frá ólíku sjónarhorni.

  4. Er Rafa ekki bara að koma með afsökun fyrir því að geta ekki fengið varnarmann áður en félagaskiptaglugginn lokar? Aðeins að peppa Josemi upp og segja að hann geti vel spilað í miðverðinum? 🙂

  5. Ég verð að vera ósammála ykkur síðustjórum, allanvega með síðasta leik þar sem mér fannst hann ekki geta neitt. Mér persónulega finnst Finnan mun betri og vona að við náum að krækja í hægri kant vegna þess að annars fær Josemi örugglega fullt af tækifærum heh.
    En allanvega finnst mér hann ekki vera búinn að sýna mikið hjá Liverpool en þó eitthvað samt, en væri til í nýjan hægri kant og Finnan í bakvörð.

  6. Bara pæling með tilgangi færslurnar því hérna var ítrekað að Rafa viti jú betur en við áhugamennirnir, en samt að hann hafi verið sammála síðustjórum 🙂

    Hefur Rafa einhvern tíma sagt eitthvað annað en jákvætt um spilandi menn hjá sér?

  7. Josemi hlýtur að geta e-ð í fótbolta trúi hreinlega ekki öðru. Veit að þetta hjómar eins og söngur í versta jámanni enn pælum aðeins í þessu, þetta voru fyrstu kaup Rafa og hann hlýtur að hafa þekkt vel til Josemi úr spænsku deildinni. Ef ég væri búnin að vera við þjálfun í Englandi og færi síðan að þjálfa á Spáni yrðu menn eins og Alan Stubbs eða Pistone ekki fyrstu mennirnir sem ég verslaði fyrir mitt nýja félag, nema kannski að ég væri að þjálfa Real Madrid:). Þannig að eitthvað hefur Josemi sýnt sér til ágætis áður en hann kom til Liverpool fyrst Rafa gerði hann að sýnum fyrstu kaupum.

  8. Það er líka gaman að velta sér upp úr því af hverju Rafa lét þessi ummæli falla. Gæti ekki verið að hann hafi verið spurður hvort hann ætlaði að notast við þennan hörmulega bakvörð áfram? :blush:

    Hvernig getur hann mögulega svarað þessu öðruvísi en með jákvæðum og uppbyggjandi hætti. Ég hef ekki hugmynd, þetta er nú bara sett fram í hálfkæringi :biggrin:

  9. Ég horfði nú á þennan Moskvu leik og álit mitt á Josemi breytist ekkert. Hann var skelfilegur í þeim leik. Hann gerir svo mikið af ,,litlum” mistökum, mistök sem kannski leiða ekki til marks, en skapa óöryggi. Ég bara skil ekki hvernig menn fá sig til að segja að Josemi hafi verði góður í þessum leik. Hann var hvað ofaní annað gripinn langt út úr stöðu og þessi Brassi þarna sem skoraði markið fíflaði hann nú ansi oft. Hvernig Einar(var það ekki Einar?) getur sagt að Josemi hafi haft hann í vasanum mest allann leikinn er ofar/neðar mínum skilningi.

    Af mínu mati þarf hann virkilega að taka sig saman í andlitinu ef hann ætlar að vera mikið lengur hjá félaginu.

    Og með þessi orð Benítez, meina, hvað á gæjinn að segja ef hann er spurður út í Josemi? Eðlilega reynir hann að auka hjá honum sjálfstraustið….ég myndi allavega gera það í hans sporum því ekki veitir af!!!

  10. >Hvernig Einar(var það ekki Einar?)

    Nei, það var Kristján.

    Jesús Kristur, hvað ég nenni samt þessari Josemi umræðu ekki lengur. Þetta er verra en Milan Baros og Harry Kewell umræðurnar frá því á síðasta tímabili, samanlagt.

    Held að við verðum að vera sammála um a vera ósammála. Ég, Kristján og Rafa gegn ykkur hinum. 🙂

Lið vikunnar

Bouma?