Bouma?

Samkvæmt BBC, þá er [hollenski landsliðsvarnamaðurinn Wilfred Bouma](http://news.bbc.co.uk/sport1/hi/football/eng_prem/4194370.stm) á leið til Englands til viðræðna við Liverpool og Aston Villa.

Ég hef ekki tíma til að uppfæra, en ef einhver veit eitthvað um þennan leikmann, þá væri það vel þegið.

23 Comments

  1. Þetta er góður leikmaður, ég væri mjög svo til í að fá hann! Hann er miðvörður en getur líka leikið í vinstri bakverðinum, er fastamaður í byrjunarliði Hollendinga og hefur á stundum verið fyrirliði landsliðsins.

    Klassaleikmaður, það eina er að hann er ekkert gríðarlega hávaxinn en að öðru leyti alveg toppmaður í miðvarðarstöðuna. Ég hugsa að hann myndi hirða sætið af Hyypiä nærri því strax, ef hann kæmi.

    Vonandi verður af þessu. Frábærar fréttir! 🙂

  2. Tók svolítið eftir honum á EM 2004.
    Stóð sig bara ansi vel og mig minnir hann hafi skorað 1 mark.

  3. Ég er að verða nokkuð þreyttur á að bíða eftir að eitthvað geris hjá Rafa. Í sumar átti að tryggja hægri kant og miðvörð, en ekkert hefur gerst, ætli þessir peningar séu nokkuð til? Í síðustu viku voru 3 miðverðir inni í myndinni, síðan hefur ekkert um þá heyrst, Mexes spekúleringar um helgina, og svo nú þetta einmitt þegar Aston Villa er að tryggja sér manninn. Þarf Rafa alltaf að stela hugmyndunum frá öðrum liðum? Nú eru 3 dagar í lokun gluggans og ef Rafa selur Cisse til að kaupa Owen missi ÉG endanlega trú á honum, þrátt fyrir Evrópumeistaratitil, það verður enginn stöðugleiki í liðinu með öllum þessum hrókeringum og óvirku spekúleringum.

  4. >ef Rafa selur Cisse til að kaupa Owen missi ÉG endanlega trú á honum, þrátt fyrir Evrópumeistaratitil,

    Excuse me, en er ekki allt í lagi?

    Rafa vann Evrópumeistaratitilinn á síðasta tímabili og við erum búnir að spila tvo leiki. En ef Rafa selur einn mann og kaupir annan, ertu þá búinn að missa trú á honum sem þjálfara???

    Þetta er það magnaðasta, sem ég hef lesið.

  5. Einar!! þetta er kannski magnað hjá honum, en samt ekkert svo vitlaust.

    Cisse hefur allt til að verða sá besti og eftir að hafa lagt mikla vinnu í að landa honum og hann hefur ekkert verið nema jákvæður í garð Liverpool, þá finnst mér ekkert að því að menn Gagngrýni Benites fyrir það að ætla að selja hann fyrir annan og þessi annar neitaði að skrifa undir hjá okkur og fór svo ódýrt til Real fyrir ári síðan.

  6. Þó að Cisse sé nú ágætur og allt það, þá virðast menn gleyma því, að þótt Cisse hafi komið til liverpool þegar Benitez var orðinn stjóri, þá var það Houllier sem keypti hann.

  7. Já, það má alveg gagnrýna Benitez og það gerum við oft. En að missa “endanlega trú á honum” er náttúrulega svo fáránlegt að það er ekki fyndið.

  8. Já þá finnst MÉR eitthvað mikið vera að. Hann vann Evrópumeistaratitilinn, en liðið sýndi engann stöðugleika í deildinn. Athugið það að Everton!!! endaði fyrir ofan okkur, þeir áttu mjög stöðugt tímabil.
    Afsakið það að ég hafi meiri trú á því að Cisse, sem virðist sýna klúbbnum mikla hollustu, eigi meiri framtíð fyrir sér í rauðu treyjunni en Owen sem pakkaði saman og fór í fyrra!

  9. Enn og aftur segi ég: Owen mun skora fleiri mörk en Cisse og Morientes samanlagt ef hann kemur og hana nú…
    Og eftir að hafa gefist upp í hálfleik í Lfc-Olympiakos og einnig í hálfleik að kveldi 25 may 2005 þá mun ég aldrei aftur missa trúna á Benitez, aldrei segi ég ! 😉

  10. Cisse og Owen eru báðir topp leikmenn og ekkert hægt að staðhæfa hvor myndi standa sig betur, en mér finnst Cisse eiga inni hjá öllum Liverpool aðdáendum tækifæri til að sanna sig, hann hefur bara sýnt klúbbnum hollustu og það ber að virða, skulum bara vona að við sjáum Cisse og Owen saman, annars ætti það nú að vera Morientes ef menn vilja benda á framherja sem þarf að fara sanna þig…en alveg rétt hjá Einari, fáranlegt að missa trúna Benitez, vitið þið um annað sem hefði gert Liverpool að Evrópumeisturum á sínu fyrsta tímabili…held ekki…
    áfram liverpool!!!

  11. alveg sammála Agli.

    ég var ekki að benda á það að menn ættu að missa trúnna á Benitez.
    ég er bara ekki á því að við eigum að fórna Cisse fyrir Owen,
    best væri að hafa þá báða auðvita

  12. í Sannleika sagt finnst mér Cissé vera að taka framúr Morientes í snerpu og tækni en hann verður ALDREI jafngóður og Morientes í skallaboltum, það verður enginn!!!

    Með að selja Cissé værum við að gefa frá okkur virkilega efnilegan striker sem er með Hjartað á Anfield!!! Algjörlega, Hjartað á honum er í laginu eins og Liverpoolmerkið!!!!! Næstum…..

  13. en hvað hefur maður á móti því að fá Senjore Owen aftur heim??? ekki nokkurn skapaðan hlut! :biggrin2: 😉

  14. cissefan : Ég ætla rétt að vona að þér finnist Cissé vera með meiri snerpu en Morientes, því annars ættiru að láta athuga sjónina í þér.

    Hann er svo mikið hraðari að hann myndi líklega hringa hann í 800 metrum (2 hringir í kringum löglegan völl)

  15. Það verða ein stærstu mistök sögunnar að selja Cisse núna…þessi maður á eftir að skora 23+ ef hann meiðist ekki (7-9-13). Hins vegar verður gott að fá Owen aftur, því ég er viss um að Cisse eigi eftir að verða snilldar kantmaður. Og með jafngóðan bakvörð og Finnan er fyrir aftan sig, verðum við með killer hægri væng!!!

  16. Mér finnst nú allt tal um að selja Cissé hálfskrýtið, afhverju á maðurinn ekki að fá séns til að sýna sig og sanna í ensku deildinni. 2 leikir búnir, hann ekki búinn að skora mark og þá á bara að selja hann. Og ef ástæðan er fjárhagsleg, þ.e.a.s. að ekki sé hægt að kaupa Owen nema selja Cissé að þá spyr ég bara hvað varð um þá peninga sem var búið að eyrnamerkja í leikmannakaup? Í júní heyrðust tölur á bilinu 30-40 milljónir punda sem áttu að vera til staðar fyrir Benitez og af þeim er búið að eyða 8 (18 í kaup og ca. 10 í sölur = 8 nettó í eyðslu). Hvar eru hinar 20-30 milljónirnar?

    En ef ég sný mér svo að efni færslunnar að þá væri ég vel til í Bouma, fínn miðvörður sem myndi styrkja hópinn og veita Hyypia og Carragher verðuga samkeppni. Hefur annars einhvers staðar komið fram hvað hann kæmi til með að kosta?

  17. Já Svenni, það væri nú gaman ef að við fengjum allt í einu að sjá nýja leikmenn á morgun fyrir 37 milljónir! :tongue:

    Ekki veit ég hvað hefur orðið af þessum aur. En ef 10 milljónir væru notaðar í Owen ætti nú alveg að vera hægt að fá fínan miðvörð og hægri kannt fyrir 17 milljónir! 🙂 (Ég veit, ég veit…ég tel launin ekki með)

  18. Losa okkur bara við Crouch!! Þvílíkur brandari að kaupa manninn. Enda sást það á samkeppninni um að kaupa hann. Við vorum einu sem höfðu snefil af áhuga á manninum. Hvernig væri bara að halda Morientes, Cisse og fá Owen og þá erum við í góðum málum. Af þessum mönnum er Crouch sá allra slakasti. Það er bara staðreynd.

  19. Hvort lokar félagaskiptaglugginn að kvöldi þess 30. eða 31.? :rolleyes:

Rafa: Josemi er GÓÐUR leikmaður!

48 klukkustundir (uppfært)