Crouch með varaliðinu

Jæja, góðar fréttir í framherjamálum: Peter Crouch verður [á bekknum með varaliðinu í kvöld](http://www.liverpoolfc.tv/news/drilldown/N149844050830-1300.htm), þannig að hann ætti vonandi að vera orðinn leikfær þegar að deildin byrjar aftur.

Hvað segiði annars, einhver til í að veðja við mig hvor skori fleiri mörk: Crouch eða Owen. Ég skal veðja við einhvern að Crouch skori fleiri mörk en Owen í vetur. Mikið væri nú gaman að vinna það veðmál. 🙂

Annars er ég búinn að uppfæra Owen færsluna með nýjum upplýsingum úr Echo. Sjá [hér](http://www.kop.is/gamalt/2005/08/30/09.30.59/).

5 Comments

  1. ‘Eg er sannfærður um að Liverpool hafi gert rétt í að kaupa ekki Owen því ég hef trú á Crouch og Cissé og svo höfum við Morientes og Pongolle svo ef við lendum ekki í miklum meislavandæðum eins og í fyrra þá hef ég engar áhyggjur af sókninni en vonandi að við náum að tryggja okkur sterkan hægri kantmann fyrir miðnætti annað kvöld en ég hef ekki miklar áhyggjur af miðverðinum í bili því við höfum 3 möguleika ef Hyppia eða Carragher meiðast þ.e. Traore, Whitbread og Josemi svo hægri kanturinn er málið að mínu mati !

  2. Ég er alveg klár á því að Owen á eftir að raða inn mörkunum fyrir Newcasle. Hann verður töluvert markahærri en Crouch því miður… Þetta er mín skoðun vona svo sannarlega að ég hafi rangt fyrir mér!

  3. Ég er hjartanlega sammála Liverbird í öllu sem hann segir. Þetta comment er nánast það sama og ég ætlaði að skrifa eftir að hafa lesið öll commentin á þessari síðu í dag. 😉

  4. málið er að owen fór til Real Madrid til að spila fótbolta og vonast eftir fleirri sigrum, hann fékk að spila en liðinu gekk hinnsvegar ekki nógu vel, nú voru keyptir aðrir leikmenn til félagsins, og það er ljóst á Owen fengi nánast EKKERT að spila hjá þeim.

    nr 1 hjá öllum leikmönnum hlýtur að vera að spila, Owen hefði ekki fengið mörg tækifæri hjá Real, þannig hann sá fram á að hann þurfti að fara frá félaginu.

    fyristi kostur hans var Liverpool, þeir höfðu hinnsvegar ekki mikinn áhuga á honum víst að það skipti svona miklu máli hvort hann kostaði 10 eða 17 milljónir, því Liverpool voru nýbúnir að selja BAros á 6,5 og það þarf enginn að segja mér það að Liverpoo hafi ekki 17 milljónir til að kaupa einn mest dáðast liverpool leikmann í söguni og hann er hvað 2 eða 3 markahæsti maður í sögu félagsins ekki sattt? og hann er bara 25 ára.

    Newcastle hafði hinnsvegar efni á honum, sem að mér finnst skrítið í meira lagi, voru þeir í CL í fyrra?, neibb.

    þá átti Owen 2 kosti eftir, sitja uppí stúku á santiago bernanbeo og horfa á Real Madrid spila, detta úr landsliðinu missa allt leikform og sjálfstraust, og ferillin í hættu.

    eða hefja nýtt líf í Newcastle þar sem hann getur spilað í hverri viku og verið dáður af stuðningsmnnunum. auðvitað ekkert í líkingu og að vera hjá LP, en sá möguleiki var því miður ekki fyrir hendi hjá honum.

    ég segji bara: LELEG ákvörðun hjá Rafa að kaupa hann ekki! við vorum að missa af einum allra besta framherja í heimi og ég fullyrði það bara. við eigum eftir að fá þetta í bakið og ég er mjög ósáttur við þetta.

    KV.Siggi

    😡

Owen til …. NEWCASTLE! (staðfest) (uppfært x2)

Bouma til Aston villa