Hæ
Ingimar heiti ég, Bjarni Sverrisson. Íþróttanörd á háu stigi úr Hafnarfirði, fæddur á því herrans ári 1990 (sem þýðir að hann Trent okkar er fyrsti leikmaður Liverpool til að gefa mér almennilegan aldurs complex).
Ég hef unnið við ritstörf á ýmsum vettfangi, verið leikhúsgagnrýnandi, skrifað fyrir FH, Fótbolta.net og Fimmeinn.is, þessi áhugi á ritlist olli því að ég slysaðist í háskólanám í henni sem ég útskrifaðist úr 2018.
Liverpool
Ég byrjaði að halda með Liverpool að þeirri skotheldu ástæðu að pabbi gerði það. Idolið mitt á yngri árum var Michael Owen, svo mikið að þegar hann fór frá félaginu horfði ég varla á fótbolta í marga mánuði.
Þó ég fylgdist með fótbolta á menntaskólaárunum, greip dellan mig föstum tökum árið 2011 þegar ég flutti til Englands í leiklistarnám. Eins fáranlega og það hljómar þá var fótbolti hin fullkomna hvíld á þeim árum, tveir tímar um hverja helgi þar sem maður klukkaði sig algjörlega úr misgáfulegum listapælingum. Kop.is á líklega stóran þátt í hversu föstum tökum fótboltadellan tók mig á þessum árum, og ekki minnkaði hún þegar ég flutti loks heim, hvað þá þegar fyrirmyndar maðurinn Herr Klopp tók við liðinu.