Latest stories

  • Byrjunarliðin á St James’ Park

    Rauði herinn frá Liverpool er búinn að ferðast norður í England til að takast á við sjóðheita og svarthvíta liðsmenn Newcastle United.

    Byrjunarliðin

    Jürgen Klopp hefur stillt upp sínum byrjunarliði og hafa gert heilar fimm breytingar frá síðasta leik. Joe Gomez og Joel Matip koma inn í vörnina fyrir TAA og Konate og inn á miðjuna koma James Milner fyrrum Newcastle-spilari og Naby Keita með Thiago og Fabinho á bekknum. Þá kemur Diogo Jota inn í framlínuna fyrir Mo Salah sem situr á bekknum en Divock Origi er fjarri góðu gamni vegna veikinda sem ku ekki tengjast Covid.

    Þetta lítur því svona út:

    Liverpool: Alisson; Gomez, Matip, Van Dijk, Robertson; Henderson, Milner, Keita; Jota, Diaz, Mane

    Varamannabekkur: Kelleher, Tsimikas, Konate, Alexander-Arnold, Fabinho, Thiago, Jones, Elliott, Salah

    Eddie Howe hefur einnig stillt upp sínu liði sem er eftirfarandi:

    Newcastle: Dubravka; Burn, Krafth, Schar, Targett, Shelvey, Willock, Bruno Guimaraes, Saint-Maximin, Almiron, Joelinton

    Varamannabekkur: Darlow, Dummett, Lascelles, Manquillo, Ritchie, Murphy, Gayle, Longstaff, Wood

    Kloppvarpið

    Meistari Klopp sat fyrir svörum í gær með sitt glaðværa glott og lesendur geta stytt sér stundir fram að leik með því að hlýða á snillinginn fara yfir komandi leik:

    Come on you REDS! Allez! Allez! Allez!

    YNWA!

    Við minnum á #kopis á Twitter og umræðuna í athugasemdum hér að neðan og á Facebook.

  • Sofa, sofa, spila – Upphitun gegn Newcastle

    Spila, sofa, sofa, spila, sofa, sofa sofa, spila…

    Svona er líf leikmanna Liverpool þessa daga. Þeir geta sjálfum sér um kennt, ef þeir vildu hafa tíma til að æfa hefðu þeir ekki átt koma sér svona langt í öllum keppnum! Næstir á dagskrá eru Newcastle, lið sem er að ljúka tímabilinu mun betur en það hóf það.

    Newcastle United

    Í október 2021 fengu stuðningsmenn Newcastle sína heitustu ósk uppfyllta þegar Mike Ashely seldi félagið til hóp fjárfesta, þar sem stærsti aðilinn var ríkissjóður Sádí Arbíu. Ashley var líklega óvinsælasti eigandi í ensku úrvalsdeildinni og Geordarnir hefðu fagnað þó Mikki Mús og Guffi hefðu tekið við af honum.

    Þeim leiddist ekki að nýjir eigendur væru ríkustu eigendur í sögu enskrar knattspyrnu. Skítt með það þó það væri verið að kaupa liðið til að þvo orðspor einnar verstu einræðisstjórnar í heimi. Þeir voru líklega flestir sáttir með að þetta gerðist áður en Chelsea fór aftur á markað, ætli Sádarnir hafi ekki leitað ljósum logum að kvittuninni í von um að það væri skilafrestur?

    Ég öfunda ekki stuðningsmenn liða sem olíusjóðir kaupa á þennan hátt. Þeir vita flestir að nýjum eigendum er sama um þá og félagið. Flestir þeirra hafa stutt liðið sitt síðan löngu fyrir yfirtökuna og munu gera það löngu eftir næstu, fótboltalið er meira en eigendur þess.

    Að vera beðin um að taka móralska afstöðu gegn fótboltaliðinu er erfitt, tala nú ekki um þegar þeir hjá Newcastle hafa horft á stuðningsmenn Chelsea og City fagna titlum í tuga tali, keyptum af olíupening, án þess að hafa séð þá stuðningsmenn taka einhverja afstöðu. Einn stuðningsmaður Newcastle sem ég fylgist oft með á samfélagsmiðlum orðaði þetta svona: „Við grátbáðum ykkur árum saman um hjálp við að losna við Ashley, afhverju ættum við að taka einhvera afstöðu gegn nýju eigendunum?“ Hvers vegna ættu stuðningsmenn Newcastle að vera þeir sem hætta að fagna blóðpeningum, þegar stærsta fótboltamót heims verður haldið í Katar eftir nokkra mánuði?

    Svo er ekki að segja að ég vildi ekki óska að stuðningsmenn þessara liða tækju afstöðuna gegn svona eigendum. En ég skil þá að segja fokk it, þegar engin sem hefur vald í fótboltaheiminum er tilbúin að segja hingað og ekki lengra.

    En nóg um vafasamt eignarhald liðsins, það verður meira skrifað um það þegar fram líða stundir og fólk mun ekki trúa hversu hratt ekkert mun vera gert í því. Bournemouth maðurinn Eddie Howe tók við Newcastle þrítugusta nóvember. Þá var liðið í fallsæti, hópurinn alveg búin á því andlega og stuðningsmenn liðsins farnir að undirbúa annað tímabil í B-deildinni.

    Milljónirnar 85 sem var eytt í janúar hjálpuðu mikið. Eddie Howe keypti skynsamlega og er byrjaður að byggja upp lið sem er algjörlega hægt að sjá fyrir sér í Evrópu baráttu um þetta leytið að ári liðnu. Innan klúbbsins tala menn um að sigurinn á Leeds 22. Janúar hafi verið lykillinn að velgengni liðsis á seinni hluta ársins. Það var týpa af sigri sem hafði ekki sést lengi í Newcastle: 1-0, liðið ekki að spila vel en ná einhvern veginn að kreysta út þrjú stig. Svo fór liðið í æfingabúðir og þeir hafa varla klikkað síðan.

    Síðan þá hafa Geordarnir flogið upp töfluna og munu líklega klára mót í efri helmingi hennar. Síðan Howe tók við störfum hafa þeir náð í 38 stig, fyrir utan Liverpool hefur ekkert lið náð fleiri stigum frá áramótum. Heimavöllurinn hefur verið svakalegur hjá þeim og það má ágætis rök fyrir að þetta sé lang erfiðasti deildar leikur sem okkar menn eiga eftir.

    Liverpool.

    Í öllum knattspyrnudeildum heims er það almenn regla að hliðra leikjum til, þannig að lið sem berjast fyrir deildina í alþjóðakeppnum geti náð sem bestum árangri þar. Öllum nema einni deild það er að segja. Enska knattspyrnusambandið sínir engar miskunn, liðið skal leika þar sem sjónvarpstekjurnar eru mestar, sama hvað tautar og röflar. Aftur lendir Liverpool í hádegisleik á útivelli eftir Evrópu kvöld. Þetta er einfaldlega fáranlegt.

    Ég ætlaði að taka mun lengra tuð um þetta, en svo gerðist þetta og trú mín á verkefninu margfaldaðist:

     

    Meðan þennan í brúnni er allt hægt. Svo einfalt er það.

    Hvernig verður byrjunarliðið? Eini kosturinn við að spila þennan leik svo snemma á laugardeginum er að það gefst betri pása fyrir seinni leikinn gegn Villarreal á þriðjudaginn. Klopp gæti keyrt á svipuðu liði alla þessa leiki en þá værum við komin á mjög áhættusamt svæði upp á meiðsli. En hvar á að hvíla þá bestu?

    Alisson og Van Dijk eru sjálfvaldir, það að Trent, Diaz, Mané og Henderson hafi farið snemma af velli gegn Villarreal gefur fínustu vísbendingu um að þeir verði með. Salah og Robertson eru vélar sem virðist þrífast á að spila mikið, þeir byrja.

    Eins og oft áður eru spurningamerkin yfir miðjunni og hver verður með með Virgil í hjarta varnarinnar. Konate og Matip hafa verið að skipta þessu bróðurlega á milli sín, held að frakkinn fái smá hvíld milli Meistaradeildarleikja.

    Thago er búin að vera stórfenglegur undanfarið en hann er líka leikmaður sem hefur meiðst illa. Hann hlýtur að þurfa einhverja pásu einhverstaðar. Ég held hún komi hérna með Keita í hans stað. Svo held ég að Hendo skiptingin gegn Villrreal hafi verið svo Hendo geti dekkað varnartengiliðinn í þessum leik. Sem þýðir að það vantar einn á miðjuna. Ætla að spá óvæntu útspili, Alex Oxlade Chamberlain kemur inn við hliðiná Keita.

     

    Spá

    Þetta verður alvöru rimma. Held að þetta 1-0, í leik sem mun taka alvarlega á taugar stuðningsmanna okkar en Trent skorar úr aukaspyrnu og draumar okkar fá að lifa nokkra daga í viðbót

  • Klopp framlengir!!!!! (Staðfest!!!!)

    “Það eru ekki alltaf jólin” segir máltækið, en jólin komu snemma í ár því Jürgen Norbert Klopp er búinn að skrifa undir framlengingu á samningi sínum við Liverpool, og verður stjóri liðsins fram á mitt ár 2026, sem er viðbót um tvö ár frá fyrri samningi. Jafnframt heldur þjálfarateymið í kringum hann allt áfram.

    Þetta eru einfaldlega bestu fréttir sem við Liverpool aðdáendur getum mögulega fengið í lok apríl 2022, og þetta segi ég í kjölfarið á 4-0 sigri á United, 2-0 sigri á Everton, og 2-0 sigri í undanúrslitum CL!

    “I’m so glad….”

  • Liverpool 2-0 Villareal

    Eins og við var búist mætti Unai Emery með lið sitt, Villareal, vel skipulagt og lágu djúpt á Anfield í kvöld og reyndist það þolinmæðisverk að brjóta þá á bak aftur. Fyrsta alvöru færið kom á tíundu mínútu þegar Salah átti flottan bolta inn fyrir vörnina á Mane sem náði ekki að koma skalla sínum á markið. Eftir nokkuð jafnræði fyrstu mínúturnar tóku Liverpool svo öll völd á vellinum og áttu nokkur fín færi til að komast yfir í fyrri hálfleiknum. Salah átti skot rétt yfir markið, Diaz átti tvö fín skot og Thiago nálægt því að skora draumamark með langskoti sem fór í stöngina nokkrum sentimetrum frá því að liggja í samskeytunum.

    Það var svo á tveimur mínútum í seinni hálfleiknum sem Liverpool kláraði leikinn með tveimur mörkum. Það fyrra kom eftir góðan sendingarkafla sem endaði á fyrirgjöf frá Henderson sem átti viðkomu í varnarmanni og flaug þaðan yfir Rulli í marki Villareal sem rétt náði að strjúka boltann á leiðinni í markið. Tveimur mínútum seinna náði Salah að pota boltanum inn fyrir vörn Villareal á Mane sem kom boltanum framhjá Rulli og kom Liverpool í 2-0.

    Liverpool hélt áfram að stýra leiknum allt þar til að dómarinn flautaði til leiksloka en náði ekki að bæta við marki. Eina marktilraun Villareal kom á 36. mínútu þegar þeir áttu aukaspyrnu á miðjum vellinum tóku hana fljótt með því að senda langan bolta inn á teig þar sem Lo Celso hafði tekið flott hlaup en hann náði engri stjórn á boltanum og setti hann langt framhjá.

    Bestu menn Liverpool

    Liðið spilaði gríðarlega vel. Henderson var mjög öflugur í pressunni. Sóknartríóið ógnaði mikið og hefðu þess vegna allir getað skorað í dag. Bestur í dag var þó Thiago sem stýrði spilinu eins og kóngur og var nálægt því að skora eitt af mörkum ársins. Hann var búinn að vera flottur síðan hann kom til liðsins en var alltaf að lenda í litlum meiðslum og covid veikindum og annað en síðustu vikur… hvað er hægt að segja um hann síðustu vikur. Hann hefur verið gjörsamlega geggjaður.

    Vondur dagur

    Yfirburðirnir voru miklir í dag og lítið útá að setja. Hinsvegar átti Fabinho nokkuð erfitt með að koma boltanum á samherja í fyrri hálfleik en var allt annar eftir hlé og því nokkuð ósanngjarnt að nefna hann hér.

    Umræðan og næsta verkefni

    Man hreinlega ekki eftir mikið meiri yfirburðum í undanúrslitaleik í Meistaradeild og hefði Liverpool þess vegna getað skorað nokkur í viðbót í dag. Vissulega er annar leikur eftir á Spáni og það má alls ekki vanmeta þá þar enda hafa þeir þegar slegið út Juve og Bayern úr leik.

    Næsti leikur er svo gegn Newcastle í hádeginu á laugardaginn og mætum þar einu heitasta liði deildarinnar frá því í janúar.

     

  • Byrjunarliðið gegn Villareal

    Curtis Jones og Tsimikas ekki í hóp vegna veikinda í dag annars koma Diaz, Henderson og Konate inn fyrir Jota, Keita og Matip. Sterkt lið og verður gaman að fylgjast með þeim eftir rúman klukkutíma,  Áfam Liverpool!!!

  • Gullkastið – Hin fullkomna vika

    <<< Þétt dagskrá þessa dagana, ekki missa af frábærri upphitun Ingimars fyrir Villarreal leikinn >>>

    Ef það ætti að teikna upp hina fullkomnu viku fyrir stuðningsmann Liverpool væri sigur á Man City, stórsigur á Man Utd og nánast algjörir yfirburðir gegn Everton ansi nærri lagi.
    Framundan eru svo tveir undanúrslitaleikir Meistaradeildarinnar og ferðalag til Newcastle í millitíðinni.

    1.mín – Everton leikfélagið
    26.mín – United niðurlægt, aftur.
    39.mín – Undanúrslit Meistaradeildarinnar
    47.mín – Newcastle – heitasta lið deildarinnar

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti:
    Egils Gull (léttöl)
    Húsasmiðjan
    Sólon Bistro Bar

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: SSteinn og Maggi

    MP3: Þáttur 378

  • Liverpool gegn Gula Kafbátnum – Upphitun

    Eigum við ekki bara að vera hreinskilinn: Ekkert okkar átti von á því að mótherji Liverpool í undanúrslitum Meistaradeildarinnar þetta árið yrðu Villarreal. Enda er það í hæsta máta ólíklegt að lið frá fimmtíu þúsund manna borg komist á þennan stað, hvað þá að þeir séu á þennan stað vegna þess að þeir unnu Evrópudeildina, annars hefðu þeir verið í Sambandsdeildinni í ár. Ótrúlegt afrek á allan hátt, vonandi geta okkar með komið í veg fyrir að það verði ennþá ótrúlegra.

    Liðið og borgin.

    Nokkuð inn frá strönd Valencia héraðs á Austur-Spáni situr bæriinn Villarreal. Borgin var stofnuð af konungnum James Fyrsta af Aragon. Nafnið hefur valdið smá ruglingi í gegnum árin, á spænsku heitir Villarreal á spænsku, en í Valencia héraði er töluð Valensíska (ég held að það sé rétt nafn á íslensku) og á því máli heitir Villarreal Vila-real. Í báðum tilfellum þýðist nafnið sem konunglega þorpið og árið 2006 var ákveðið að hætta að nota spænska nafnið innan bæjar. Ég ætla nú samt að halda mig við Villarreal upp á einfaldleikan.

    Öldum saman var landbúnaður allt í öllu í hagkerfi svæðisins, en á átjándu öld hófst iðnvæðing. Þá, eins og nú, var stærsta iðngreinin framleiðsla ýmissa gerða af keramík muna. Þeim tókst svo vel til í þeim bransa að í dag eru fjögur af 500 stærstu fyrirtækjum Spánar í bænum og eru öll fjögur eru í keramík.

    Knattspyrnuliðið er nokkuð ungt. Það var stofnað árið 1923 og eyddi fyrsta áratug lífs síns í hérðsdeildinni í Valencia. Árið 1937 braust út blóðugt borgarastríð á Spáni og félagið hvarf á meistaraflokksbolta, þó unglingastarfið héldi áfram. Það var ekki fyrr en 1942 sem annað félag var stofnað í Villarreal, CA Foghetecaz. Orðið Fogohetecaz var samsuða af nöfnum stuðningsmannahópana sem komu saman til að stofna félagið. Það félag var svo endurskýrt CAF Villarreal 1946, CAF til heiðurs gamla liðsins, Villarreal til að sýna tenginguna við borgina Villarreal. Nafninu var svo aftur breytt 1954 í það sem við þekkjum í dag, Villarreal CF. Í fréttatilkynningunni tóku stjórn Villarreal sérstaklega fram að þeir vildu þakka mönnunum frá Foghetecaz, sem hefðu unnið það þrekvirki að halda fótboltanum á lífi í borginni.

    Margir kannast við viðurnefnið Guli Kafbáturinn þegar kemur að Villarreal. Sagan segir að 1947 hafi tímabilið nálgast og forseti félagsins brunað út í búð til að kaupa treyjur á leikmenn. Þeir höfðu þangað til spilað í hvítu, en hvítu treyjur voru búnar. Það eina sem var til voru gular, svo hann keypti þær og leikmönnum fannst þær bara flottar og eftir það spiluðu þeir í gulum treyjum.

    Tuttugu árum seinna gáfu Bítlarnir út lagið fræga The Yellow Submarine. Þjóðsagan segir að stuðningsmenn Villarreal hafi mætt á á leik með plötuspilara og þegar Yellow Submarine hófst á fóninum, hafi þeir hafið að syngja með en breytt textanum í  „Amarillo es el Villarreal/amarillo es/amarillo es,“ Villareal er gul, gul er, gul er Villareal. Þannig hófst þetta allt saman og á tíunda áratugnum var ákveðið að búningur Villareal yrði algulur til heiðurs borginni.

    Ég ætla að leyfa Evrópu Einar að sjá um að kynna þjálfaran og liðið betur í næstu viku. Til að klára þessa stuttu yfirferð set ég hér myndband af afar kunnulegum bakverði Villarreal, nokkrum mínútum eftir að Villarreal vann það ótrúlega afrek að verða Evrópudeildarmeistarar fyrir ári:

    Okkar menn.

    Síðan Jurgen Klopp tók við Liverpool hefur liðið þrisvar komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar (í ár meðtalið) og einu sinni í unndanúrslit Evrópudeildarinnar. Það var fyrsta ár Klopp, eftir eftirminnilega sigra á Dortmund og Mancherster United og Villarreal voru mótherjarnir þá.

    Anfield hefur verið algjör lykill í þessum árangri. Barcelona, Roma, Manchester City og United og Dortmund hafa legið í valnum eftir orrustur á Anfield stemningin oft verið ólýsanlegt. Í þetta sinn held ég að það sé mikill kostur að byrja einvígið við Villarreal á heimavelli, velti jafnvel fyrir mér hvort það sé ekki orðið betra nú þegar útivallarmarks reglan er horfin í bili. Að geta hafið einvígið með heimavöllinn með Anfield á bakvið sig ætti að henta leifturstíl okkar vel. Leikplanið hlýtur að vera að ná fyrsta marki snemma og neyða Villarreal til að sækja, þeir sýndu gegn Bayern að þeir eru ótrúlega góðir í að liggja til baka og ekkert væri verra en ef þeir komast yfir.

    Þegar kemur að því að spá byrjunarliðinu þarf líka að hafa í huga að okkar menn voru að klára rosalega viku og funheitir Newcastle bíða í hádegisleik á laugardaginn. Meira um það rugl í þeirri upphitun. Ég held að ef Klopp þarf að velja milli þess að fara á fullt í annan leikinn þá velur hann Villarreal.

    Klopp byrjar væntanlega með varnarlínuna Trent, Van Dijk, Konate og Robbo. Hugsunin á bakvið Konate er að auka ógnina í föstum leikatriðum sem gæddu reynst afar drjúg í þessum leik. Fabinho er sjálfvalinn ásamt Thiago. Þá er spurning hver verður með þeim, ætli það verði ekki Hendo, fyrirliðinn á að vera í stórleikjum.

    Eftir leikinn gegn Everton vil ég sjá Diaz spila allar mínútur sem hann getur. En ég held að Klopp haldi sig við gömlu þrennuna, Mané, Bobby og Salah. Spái því samt að Diaz komi inn í seinni hálfleik og sprengi leikinn í tætlur.

    Spá

    Þetta verður virkilega langur og erfiður leikur. Ég held að Van Dijk skall inn einn bolta rétt fyrir hlé, og svo kemur Diaz inn á sextugustu mínútu og leggi upp mark fyrir Salah.

  • Liverpool – Everton 2-0

    Það var nágrannaslagur í dag þegar Everton kom í heimsókn. Þetta var gríðarlega mikilvægur leikur fyrir bæði lið. Everton var fyrir leikinn í fallsæti á meðan að okkar menn eru að berjast á toppnum þar sem töpuð stig þýða líklega töpuð barátta um titilinn í ár. Man utd voru með útsölu í síðasta leik en það var vitað að Everton ætlaði að loka búðinni og setti vörutalningarskilti fyrir framan markið.

    Fyrri hálfleikur
    Everton settu sér greinilega það markmið að halda hreinu en þeir stilltu upp í 11 manna varnarpakka frá upphafsflauti. Tæknilega mætti segja að þetta væri 4-5-1 en Richarlison sóknarmaður Everton var meira rétt fyrir framan eigin vítateig en okkar.
    Þetta var án efa einn leiðinlegasti hálfleikur Liverpool á tímabilinu. Liðið var 87% með boltan en sköpuðu lítið sem ekki neitt fyrir utan kannski eitt skot frá Jota á 31 mín.
    Það helsta sem gerðist var að Everton menn voru að tefja frá fyrstu mín. Pickford gaf sér langan tíma í allt, Richarlison var meira liggjandi en standandi og sauð smá upp úr þegar Liverpool menn neituðu að sparka boltanum út af undir lokhálfleiks þegar Richarlison lá í en eitt skiptið.
    Besta færi hálfleiksins var samt líklega frá Everton þegar Doucouré fékk pláss til að keyra í gegn en Matip þrengdi að honum og hann skaut fram hjá markinu á 34.mín.

    Sóknarleikur Liverpool var dálítið einhæfur en Thiago átti að búa eitthvað til eða það var reynt að senda á Salah sem átti að taka sinn mann á en það var lítið að frétta hjá okkur og við fundum engan lausnir á þessum varnarmúr.

    Þessi orð eru skrifuð í hálfleik og þurfa okkar menn að gera miklu betur í þeim síðari. Gæti þetta verið Origi hetju leikur? því að við fáum fáum fullt af tækifærum um að senda inn í teig eða gæti Diaz komið inn og hrist aðeins upp í þessu en mikil hraði mun líklega ekki nýtast mikið því að það er ekkert pláss til að hlaupa í. 45 mín eftir og verður spennandi að sjá hvort að strákarnir ná að finna lausnir.

    Síðari hálfleikur
    Okkar menn mættu af krafti í síðari hálfleik. Boltinn gekk miklu hraðar á milli manna og tempóið var aukið.
    Everton menn vildu víti á 52 mín þegar Matip og Gordon áttust við inn í teig en Gordon var búinn með alla sína sénsa í dýfingum og fékk ekkert fyrir sinn snúð en þetta var þó vafa atriði í þetta skipti.
    Þrátt fyrir miklan sóknarþungi þá vorum við ekki mikið að opna þá en maður sá að við myndum fá færi( annað en í fyrri hálfleik). Klopp ákvað að setja inn á Origi/Diaz fyrir Mane/Keita en Origi er stór og sterkur og skýla boltanum sem átti heldur betur eftir að reynast okkur mikilvægt skömmu síðar.
    Á 62 mín átti Salah sendingu á Origi inn í teig sem náði að skýla boltanum og sendi aftur á Salah sem sendi boltann á fjær þar sem Andy Robertson kom og skallaði í markið. Virkilega vel gert og gríðarlega mikilvægt að fá þetta mark snemma í síðari. 1-0
    Núna þurftu Everton menn að færa sig aðeins framar á meðan að við gátum leikið okkur að halda bolta og sækja þegar tækifæri gafst. Á 66 mín átti Salah gott færi en skaut yfir markið og skömmu síðar skallaði Origi fram hjá markinu.
    Everton menn voru ekki tilbúnir að gefast upp og Gray átti skot rétt fram hjá á 72 mín og Andy þurfti að bjarga á síðustu stundu á 79 mín eftir hættulega fyrirgjöf frá gestunum.
    Við vorum samt miklu betri og Thiago átti skot á 79 mín sem Pickford varði vel en á 85 mín kláraðist leikurinn.
    Henderson átti sendingu á fjær sem Diaz klippti viðstöðulaust í átt að marki og var það svo engin annar en Origi sem skallaði boltan í markið en þessi spyrna frá Diaz varð það að frábæri sendingu. 2-0
    Richarlison var svo stálheppinn að sleppa með gult spjald í restina eftir að hafa sparkað í hné á Henderson.

    Síðari hálfleikur var miklu betri og var greinilegt að Klopp lét menn heyra það í hálfleik.

    Frammistaða leikmanna
    Lengi vel var ekkert að frétta hjá okkar mönnum. Vörnin hafði lítið að gera á meðan að sóknarleikurinn var hægur og fyrirsjáanlegur. Bestu menn liðsins í dag voru líklega Thiago á miðsvæðinu sem var að stjórna spilinu mjög vel í síðari, Andy sem skoraði mikilvægt mark og varðist vel og væri venjulega valinn maður leiksins en ég ætla að velja Origi mann leiksins því að líklega er þetta síðasta tækifæri til þess. Hann kom sterkur inn átti þátt í fyrsta markinu og skoraði það síðara og það er svo auðveld að elska þennan strák.
    Það átti engin slæman leik en maður hefur séð Matip verjast betur maður á mann og Trent var í smá vandræðum með Gordon sem var oft að stinga sér bak við hann en Trent var samt í lykilhlutverki sóknarlega.

    Niðurstaðan
    Þetta var erfiður leikur gegn Everton liði sem gaf allt í leikinn. Það var samt ekkert stress og við héldum bara áfram þangað til að við skoruðum og þá fannst manni þetta nánast vera komið. Við erum miklu betra lið en Everton og þurfti að beita leiktöfum, 11 manna varnarpakka og fantabrögðum til að halda sér í þessum leik en Fowler sé lof þá gekk það ekki eftir. Það segir mikið um leikinn að Thiago var með 120 sendingar í þessum leik en Everton var með 90.
    Það má segja að skiptingar Klopp heppnuðust fullkomlega enda veit Klopp alveg hvað hann er að gera og ef maður spilar við Everton þá setur maður Origi inn á völlinn ef okkur vantar mörk.
    Við erum en þá í bullandi toppbaráttu og það er ekkert leiðinlegt að skilja Everton eftir í fallsætinu.

    Framundan
    Næst er það bara Villarreal á miðvikudaginn áður en við mætum einu heitasta liði deildarinar Newcastle í hádeginu á laugardaginn.

    YNWA – Ekki leiðinlegt að sigra Man Utd og Everton í sömu viku.

  • Bikarlyfting hjá stelpunum! (og Sheffield mæta í heimsókn)

    UPPFÆRT: leik lokið með öruggum 6-1 sigri hjá okkar konum. Katie Stengel skoraði tvö, og þær Leanne Kiernan, Melissa Lawley, Missy Bo Kearns og Jasmine Matthews settu allar eitt hver. Fagnaðarlætin voru svo gríðarleg að leik loknum, og Niamh Fahey tók “Hendo tippy-tap” þegar hún tók við bikarnum!


    Það er komið að síðasta heimaleik leiktíðarinnar hjá stelpunum okkar, og þar sem þetta er fyrsti leikurinn eftir að sigurinn í deildinni var tryggður fá þær bikarinn afhentan eftir leik. Þetta er næstsíðasti leikurinn í vetur, þær eiga svo eftir að heimsækja Lewes í lokaleiknum. Þessi leikur hefst kl. 11 að íslenskum tíma.

    Það er annars strax farið að tala um næsta tímabil, og planið virðist vera að reyna að halda þessum hóp að mestu en fá inn líklega 4-5 nýja leikmenn sem eru þá með reynslu af því að spila í efstu deild.

    Liðið sem byrjar leik á Prenton Park hefur verið gefið út, og lítur svona út:

    Laws

    Roberts – Fahey – Matthews

    Daniels – Kearns – Furness – Hinds

    Kiernan – Stengel – Lawley

    Bekkur: Clarke, Wardlaw, Campbell, Robe, Moore, Bailey, Holland, Humphrey, Hodson

    Leikurinn verður sýndur á The FA Player, og við uppfærum færsluna með úrslitum eftir leik.

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close