Latest stories

  • Gullkastið – Henderson og Fabinho

    Innkoma Saudi Araba í knattspyrnuheiminn tók skarpa beyju til Liverpool í síðustu viku og virðist ætla setja áform Liverpool á leikmannamarkaðnum í annan farveg en leit út fyrir í fyrstu. Fyrirliðinn og Fabinho fara jafnvel báðir í þessari viku og svo komu fréttir í dag af dónaboði í Luis Diaz líka, hvaða helvítis bara?
    Augljóst hvað var á dagskrá í Gullkastinu í dag auk þess sem æfingatímabilið er komið á fulla ferð hjá Liverpool og fyrsti æfingaleikurinn á morgun. Hin liðin eru heldur ekkert að halda að sér höndum í sumar.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi og SSteinn

    Kop.is Hópferð með Verdi Travel á Anfield


    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.



    Verdi Travel  Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

    MP3: Þáttur 432

  • Búið að samþykkja tilboð í Fabinho?

    Áreiðanlegustu blaðamenn tengdir Liverpool staðfesta í morgun að Fabinho ferðist ekki með Liverpool til Þýskalands í æfingaferð þar sem búið sé að taka £40m tilboði frá Al Ittihad í Saudi Arabíu. Jafnvel talað um að salan sé frágengin nú þegar. Jordan Henderson ferðast hinsvegar með liðinu og því ljóst að sala á honum er ekki eins langt á veg komin þó ennþá sé hún talin líkleg. Munurinn er semsagt sá að það er komið staðfest tilboð í Fabinho, ekki Henderson.

    Kaupverðið virkar ekkert sérstaklega merkilegt fyrir leikmann sem er lykilmaður hjá Liverpool, sá miðjumaður sem spilaði mest í fyrra og var partur af hópnum í 36 af 38 deildarleikjum. Á móti er þetta strákur sem er að verða þrítugur á þessu ári og hefur sýnt augljós merki þess að vera á niðurleið sem leikmaður. Liverpool þarf meiri orku í nákvæmlega hans stöðu á vellinum og stekkur því kannski á £40m og hans pláss á launaskrá.

    Það skapar tækifæri til að endurnýja liðið ennfrekar sem er kannski spennandi parturinn, Fabinho er byrjunarliðsmaður hjá Liverpool næsta vetur og líklega er hann ekki búin að fá sömu skilaboð og Henderson um að spilatími hans verði miklu minni í vetur. Ef að hann fer þarf Liverpool að kaupa tilbúinn leikmann í staðin

    Melissa Reddy snertir á þessu en bíður reyndar ekkert upp á sérstaklega spennandi valkosti í staðin. Lavia er mjög spennandi sem DMC en hann leysir ekki Fabinho af strax í ágúst. Vonandi er Liverpool með eitthvað á eldavélinni sem er nær einmitt Fabinho frá 2018, hann var leikmaður sem við vorum ekkert að tala um en var svo tilkynntur náast upp úr þurru. Heimurinn er stærri en það sem er í boði á Englandi eða sá sem náði að Salif Diao-a á HM


    Glætan líka að Liverpool sé að leka nöfnum sem þeir sjá helst fyrir sér sem valkost í stað Fabinho í blaðamenn, höfum í huga að flestir blaðamenn með góð tengsl við Liverpool hafa jafnan verið alveg í myrkrinu hvað leikmannakaup Liverpool varðar þar til félagið ákveður annað.

    Sala á Fabonho en halda Henderson í stærra hlutverki en honum var hætlað sem DMC er vonandi ennþá síður á teikniborðinu!

    Varðandi Henderson myndi maður ætla að tilboð í hann sé væntanlegt á næstunni og gjörsamlega ótrúlegt ef sú saga hafi farið svona langt til þess að stranda á kaupverði.Gerrard myndi maður ætla að sé búinn að vera í bandi við bæði Klopp og Henderson til að ná þessum díl sómasamlega í gegn. Kaupi ekki í eina sekúndu fréttir þess efnis að Liverpool hafi akkurat fundið eina liðið í Saudi Arabíu sem er á hausnum…en getur á sama tíma boðið Henderson allt að því fjórfaldan samning. Glætan.

    Að lokum er hérna nokkuð góð þriggja mánaða gömul greining á Lavia, semsagt áður en byrjað var að orða hann við stærstu liðin á Englandi

  • Megnið af miðjunni að kveðja?

    Þetta var ansi hreint magnaður dagur hvað slúður varðar þó ennþá sé nokkuð óljóst hvað nákvæmlega er að gerast, ef eitthvað yfirhöfuð. Það er í stuttu máli verið að orða Henderson og Fabinho nokkuð sterklega frá Liverpool til liða í Saudi Arabíu og eins er jafnvel verið að tala um að Thiago gæti verið á förum.

    Það er David Ornstein sem fer fyrir hópi áreiðanlegra blaðamanna sem er að orða bæði Henderson og Fabinho frá Liverpool. Miðað við hvaða blaðamenn eru að fjalla um þetta slúður er nokkuð ljóst að eitthvað er í gangi þar. Thiago er mun minna marktækt ennþá.

    Rót vandans

    Það er auðvitað enganvegin óskastaða Liverpool að skipta nánst um miðju á einu sumri og ennþá auðvitað óljóst hvort það verði raunin. Hinsvegar hefur ekkert breyst hvað þá staðreynd varðar að Liverpool þarf að gera mjög róttækar breytingar strax í sumar. Rót vandans er að félagið hafði ekki keypt miðjumann síðan 2018 fyrir utan Thiago sem enn hefur ekki náð að spila mikið meira en helming leikja Liverpool yfir heilt tímabil. Tvö sumur í röð var Liverpool sterklega orðað við stór nöfn á miðjuna sem komu hvorugt sumarið og í vetur var einfaldlega komið að skuldadögu.

    Fyrir stuttu skoðuðum við miðjuna nokkuð ítarlega og vandamálið hefur blasað við í mörg ár. Klopp á mjög erfitt með að finna stöðugan miðjumann (meiðslalega). Getur verið að stór hluti af vandanum er að Liverpool kaupir of sjaldan miðjumenn og þegar þeir gera það hafa þeir keypt leikmenn með mjög þekkta meiðslasögu (Thiago, Ox).

    Aðeins Wijnadum hefur náð að spila meira en 80% af deildarleikjum Liverpool yfir eitt tímabil undir stjórn Klopp.

    Af þeim miðjumönnum sem nú þegar hafa yfirgefið Liverpool í sumar skipti enginn þeira neinu stóru máli á síðasta tímabili. Keita spilaði 9% leikja liðsins, Ox náði 10% og byrjaði aðeins einn leik sem miðjumaður. Arthur náði bókstaflega ekki deildarleik, Milner byrjaði fjóra leiki á miðjunni og var nú engin super sub í þessi 24 skipti sem hann kom inná í fyrra. Samanlagt eru þetta um 1.400 mínútur sem Mac Allister ætti að vera búinn að ná að fylla fljótlega eftir áramót. Þetta eru svipað margar mínútur og Jones spilaði á endaspretti síðasta tímabils til að setja þetta í annað samhengi.

    Fabinho, Henderson,Thiago og Elliott voru aðalmiðjumenn Liverpool megnið af síðasta tímabili og ég bara skil ekki hvernig það er eitthvað rosalegt stórmál ef félagið ákveður að losa 1-2 af þeim núna strax. Satt að segja hugsa ég að félagið myndi spjara sig ágætlega (með réttum innkaupum) þó þeir færu allir. Auvitað væri best að gera þetta í skömmtum yfir næstu 12 mánuði en gamla góða reglan á enn vel við, látum lappir lykilmanna fara á launaskrá einhverra annarra.

    Mest allt síðasta tímabil vorum við að tala um að Liverpool þyrfti að vera meira rutless á leikmannamarkaðnum og losa fyrr vinsæla leikmenn þegar þeir hætta að skila eins vel af sér innanvallar. Út frá þeim vinkli spilar boð í þessa leikmenn nokkuð vel upp í hendurnar á Liverpool.

    Þarna erum við að hugsa þetta meira út frá tölfræði þættinum heldur en mannlega þættinum sem er ekki síður mikilvægur í huga Klopp. Það að fá boð í Henderson og selja á nokkrum dögum er meira en að segja það. Það að losa Fabinho er stærra mál innanvallar þar sem hann er ennþá lykilmaður í liðinu.

    Jordan Henderson

    Persónulega fannst mér fimm ára ofursamningur fyrir 30 ára gamlan Henderson alls ekki merkilegt skref hjá FSG og hafði einmitt áhyggjur af framtíðaráformum félagsins hvað miðjumenn varðar. Langur samningur á Henderson gerði það að verkum að félagið sparar sér kaup á miðjumanni. Fyrir Wijnaldum var fengið jafn gamall leikmaður sem er helmingi oftar meiddur. Þetta var bara lélegt plan hjá Liverpool sem fór illa.

    Hendo er fyrir nokkru síðan búinn að missa sítt super power sem var yfirferðin og hlaupagetan. Hann hefur verið frábær leiðtogi fyrir Liverpool og líklega einn besti fyrirliði Liverpool núna í seinni tíð, sérstaklega þegar hann gat sjálfur sett standardinn innanvallar. Auðvitað er missir af öllum þessum frábæru leikmönnum sem eru núna að komast á aldur en er Liverpool klárlega með öflugan hóp fyrir og leikmenn sem ættu vel að vera í stakk búnir til að stíga upp og leiða liðið.

    Ef að Henderson fer (eða Fabinho) þarf það auðvitað að vera á forsendum Liverpool, fá fyrir hann pening til að setja í aðra leikmenn og losa um leið stórt pláss á launaskrá. Pláss sem rúmar mun hærri profile og tilbúnari leikmann en t.d. Lavia frá Southampton.

    Reynslan sem Henderson býr fyrir er og hefur auðvitað verið mikilvæg en það er miklu mikilvægara að hafa miðjumenn í toppstandi nærri sínum hátindi, sérstaklega í þeim fótbolta sem Klopp vill spila.

    Það er annars áhugavert að það sé Gerrard sem er að reyna fá Henderson frá Liverpool því líklega getur engin sett sig betur í hans spor. Henderson hefur vafalaust fengið þau skilaboð fyrir næsta tímabil að hann verði ekki í eins stóru hlutverki og vill ekki verða dragbítur á liðinu. Gerrard hefði sem dæmi sannarlega mátt hætta einu ári fyrr en hann gerði enda það tímabil alls ekki ósvipað síðasta tímabili Liverpool. Gerrard tók ekki vel í þau skilaboð Rodgers að hann yrði í minna hlutverki og ákvað að fara frekar, hann sá svo eftir því seinna.

    Að þessu sögðu finnst mér ekkert sjálfgefið að Henderson fari til Saudi Arabíu. Anfield Wrap kom með góðan punkt í dag sem gekk út að það að helstu milljarðamæringar heims væru að eyða peningum sínum helst í upplifanir sem erfitt er að upplifa. Ferð út í geim, á hafsbotninn o.s.frv. Hvað væru þeir til í að borga fyrir að fá að vera fyrirliði Liverpool og partur af enska landsliðinu á stórmóti? Henderson þarf ekki beint peninginn.

    Eins mun hann stórskaða ímynd sína taki hann þessu tilboði enda talað mjög fyrir málefnum sem falla rosalega illa að því að búa í Saudi og hjálpa þeim við sín ímyndarþrif. Ímyndin er hugsa ég eitthvað sem er honum töluvert mikilvægt.

    Fabinho

    Hann gæti verið að fara til sín gamla stjóra líkt og Moby benti á í byrjun mánaðarins

    Flest sömu lögmál eiga við um Fabinho nema hann er mikilvægari innan vallar og minna mikilvægur utan vallar. Það væri galið ef Liverpool samþykkir að selja sína einu sexu núna og ætti að þurfa álíka galið tilboð til að svo mikið sem íhuga þann möguleika. Af miðjumönnum Liverpool síðasta vetur er Fabinho sá sem ég myndi selja síðast akkurat núna.

    Á sama tíma hefði Liverpool átt að kaupa arftaka hans fyrir ári síðan og reyndu það raunar, sá fór til Real Madríd. Það þyrfti alls ekki að vera neinn heimsendir ef Liverpool tekur tilboði í Fabinho en þá er líka eins gott að sá peningur sé settur í alvöru leikmannakaup. Caicedo væri t.a.m. flottur kostur úr því að Rice virðist ekki vera option. Sala á Fabinho og eitthva svona panic Arhur lánsbull er ekki í boði.

    Fabinho var lélegur á síðasta tímabili en hversu mikið af því má skrifa á leik liðsins í heild og stöðugleikann og hlaupagetu samherja hans á miðjunni? Declan Rice hefði líka verið í basli að verja þessa miðju okkar síðasta vetur. Ekki misskilja, Fabinho var út á túni sjálfur og getur ekki skrifað allt á samherja sína.

    Hann kom ágætlega til í restina en það er engu að síður líklegt að hann hafi núna toppað sem leikmaður, rétt eins og Henderson og Thiago. Þeir eru ennþá allir mjög góðir leikmenn sem geta verið frábærir af og til en Liverpool þarf að byggja miðjuna og liðið í kjölfarið upp í kringum leikmenn á sínum hátindi eða leikmönnum að nálgast sinn hátind. Höfum verið með allt of marga undanfarið sem eru á leiðinni niður.

    Að því sögðu hefur Fabinho verið einn af mínum uppáhaldsleikmönnum hjá Liverpool, ég kallaði eftir alvöru varnartengilið frá því Mascharno fór 2010 þar til Fabinho kom átta árum seinna og með honum var Klopp búinn að fullkomna púslið, Liverpool fór að vinna titla aftur strax í kjölfarið. Sama á við um Henderson og Firmino, báðir leikmenn sem hafa verið í mjög miklu uppáhaldi. Það er samt einhverntíma réttur tími til að kveðja þessa leikmenn áður en töfrar þeirra þverra alveg út.

    Thiago

    Lykilmaður sem hefur spilað 47% af deildarleikjum Liverpool frá því hann kom fyrir þremur árum. Eruð þið ekki líka kominn með ógeð setningunni “ef hann væri ekki svona mikið meiddur þá…” Liverpool var 3-4 árum of lengi að losna við Keita, Ox, Lallana, Sturridge o.s.frv. Oftar en ekki mjög flottir leikmenn og ennþá betri karakterar sem bara skiptir ekki máli ef þeir geta ekkert spilað. Það er ágætis no dickheads regla þegar kemur að innkaupum hjá Liverpool og hópurinn því upp til hópa skipaður toppmönnum.

    Liverpool væri að spila í Meistaradeild Evrópu næsta tímabil ef Thiago gæti spilað 70-85% af leikjum liðsins en ekki tæplega 38% líkt og hann gerði í vetur. Liðinu vantaði fjögur stig uppá og miðjan var í henglum, hans gæði í 30-40% fleiri leikjum hefði nánast örugglega gert gæfumuninn. 70-85% per tímabil er eðlileg krafa á leikmenn hjá öllum öðrum liðum en Liverpool.

    Liverpool losaði eina miðjumanninn sem hefur spilað meira en 80% á einu tímabili undir stjórn Klopp fyrir Thiago sem hefur síðan þá spilað um 47% leikja liðsins. Thiago er betri í fótbolta en Wijnaldum, en Wijnaldum var miklu mikilvægari fyrir Liverpool.


    Miðjan nú þegar sterkari – óháð sölu á “gömlu” köllunum

    Ennþá finnst mér erfitt að sjá þetta gerast og miðað við hvernig dagurinn í dag þróaðist verður fróðlegt að sjá hvaða twist morgundagurinn bíður uppá. Það er mjög ólíkt Liverpool að gera svona róttækar breytingar í einu og þetta virkar eins og áhuginn á Henderson og Fabinho sé nýlegur og komi nokkuð flatt upp á Liverpool. Fabinho og Henderson voru alls ekkert að kveðja stuðningsmenn Liverpool eftir síðasta heimaleik á Anfield í vor t.d.  Það þarf samt ALLS EKKI að vera svo bakvið tjöldin að þetta hafi bara verið að koma upp, mögulega er félagið þá mun lengra komið í að fylla þeirra skörð, það hefur í sumar verið talað um 3-4 miðjumenn sem dæmi. Eins gerast svona stór leikmannaviðskipti alla jafna ekki á nokkrum dögum.

    Hvort sem einhver eða allir af þeim þremur fari er miðjan hjá Liverpool miklu meira spennandi núna en hún var þegar flautað var af gegn Southampton.

    Mac Allister einn og sér fyllir upp í skarð þeirra sem þegar hafa yfirgefið Liverpool og stórbætir Liverpool í leiðinni. Klopp gaf honum nickname strax á fyrsta degi sem gat ekki verið betra fyrir nýjan leikmann Liverpool með eftirnafnið Mac Allister, hann verður auðvitað Gary héðan í frá innan hópsins.

    Szoboszlai varð niðurstaðan en ekki Mount sem ég notaði sem dæmi í færslunni fyrir rúmlega mánuði síðan og var ansi umdeildur. Ungverjinn er mun meira spennandi og hefur alla burði til að stórbæta miðjuna hjá Liverpool. Hann er líklega stór ástæða þess að Henderson er að íhuga að segja þetta gott á Anfield.

    Ef að þeir eiga bara normal 70-85% tímabil (spilaðar mínútur) er það bylting á því sem Liverpool hefur verið að vinna með og fækkar þörf á miðjumönnum um 2-3 leikmenn. Það er ekki normal að vera með níu miðjumenn og þurfa samt að láta 18 ára pjakk spila 16% af deildarleikjum tímabilsins.

    Curtis Jones er svo aftur að fara inn í tímabil sem spennandi valkostur og virðist tilbúinn til að stíga stórt skref uppá við á sínum ferli. Eins og hann var að enda síðasta tímabil og spila með U21 árs liðinu í sumar er hann klárlega kominn framúr Henderson og Elliott á miðjunni. Þannig var það alls ekki megnið af síðasta tímabili.

    Trent Alexander-Arnold er ennþá áhugaverð breyta hvað miðjuna varðar því að ef það losnar allt í einu um stöðu varnartengiliðs hjá Liverpool gæti Klopp allt eins talið það betra að kaupa bakvörð og færa Trent meira í það hlutverk sem hann var að brillera í undir lok síðasta tímabils.

    Henderson virðist koma undan sumarfríi í toppstandi kjósi hann að vera áfram og taka að sér Milner hlutverkið svokallaða. Samþykki hann það er hann vafalaust að fara spila helling að leikjum rétt eins og Milner gerði.

    Thiago fór í aðgerð undir lok síðasta tímabils. Hann nær vonandi fullu pre-season núna og ræður við meira en 38% af tímabilinu. Held ekkert niðri í mér andanum en til að horfa á jákvæðu hliðina þá getur þetta ekki versnað mikið hjá honum. Best er ef miðjan er bara orðin of góð til að hann komist í liðið

    Fabinho er svo vonandi ferskur eftir gott frí í sumar og kemur tilbúinn til leiks og fær vonandi alvöru samkeppni um stöðuna (verði hann yfirhöfuð áfram).

    Þar fyrir utan á Liverpool ennþá Harvey Elliott sem hefur verið mjög stór partur af plönum Klopp og auðvitað Bajcetic sem sprakk út í fyrra. Það er erfitt að sjá hvar þeir eiga að fá mínútur eins og staðan er núna sem er nokkuð jákvætt vandamál.

    Saudi Arabía. 

    Saudi Arabía er ný breyta í þessu öllu saman og mögulega er þetta bara að koma svona upp úr þurru núna í þessari viku. Það hvert fótboltinn stefnir með þessari rosalegu innkomu Saudi Araba er svo önnur og stærri umræða. Það er statment að fá fyrirliða Liverpool og þeir hafa sannarlega verið að fá til sín nokkuð stór nöfn undanfarið. Megnið er ennþá svona past their peak stórstjörnur í bland við góða leikmenn sem alveg eru í Úrvalsdeildarklassa í toppdeildunum. En það er augljóst að þeir stefna miklu hærra og vilja koma álíka sterkt inn í fótbolta og þeir hafa í Golf og Formúlu 1.

    Hvað verða þeir að kaupa eftir 2-3 ár? Kemur tilboðið í Salah á næsta ári? Eru Mbappe, Haaland og álíka ofurstjörnur að fara kjósa þessi lið frekar en Real Madríd eftir hvað mörg ár? Hvenær verður FIFA keppni félagsliða yfir allt tímabilið og mikilvægari en Evrópudeildirnar? HM 2030 er alltaf að fara til Saudi er það ekki?

  • Henderson að fara til Saudi?

    Ekki alveg það sem maður bjóst við þegar tímabilið endaði en eins og fréttir sögðu til um í dag er búið að orða Henderson við liðið hans Gerrard í Saudi Arabíu og skv. fréttum í kvöld er Al Ettifaq að bjóða fyrirliðanum fjórfalt hærri laun en hann er með núna hjá Liverpool! Það virðist vera full alvara á bak við þetta og Gerrard að klárlega að reyna frá vin sinn með sér til Saudi.

    Henderson er sagður ætla að íhuga tilboðið núna mjög fljótlega og sagður nokkuð áhugasamur um að stökkva á þetta. Hann auðvitað skuldar Liverpool ekki neitt eftir frábæran feril á Anfield en núna gæti svosem alveg verið ágætur tímapunktur fyrir báða að skilja leiðir enda Henderson ekki lengur framtíðin hjá Liverpool og launin sem verið er að bjóða honum eru sturluð. Liverpool er engu að síður aldrei að fara láta fyrirliðan sinn fara án þess að fá eitthvað fyrir sinn snúð sem væri auðvitað frábært enda Henderson jú orðin 33 ára.

    Verst í þessu er kannski að aðdráttarafl og geta deildarinnar í Saudi Arabíu er nú þegar orðið þannig að það getur laðað fyrirliða Liverpool til sín (mögulega).

    Hvort sem af þessu verður eða ekki skilur maður fréttirnar núna þannig að stórar fréttir af þessu (af eða á) séu væntanlegar strax í þessari viku.

    Hvað segið þið, væri það jákvætt eða neikvætt að selja Henderson núna?

  • Nýir leikmenn smá saga 2000 – 2009 Part 2

    Við höldum áfram að fjalla um dýrustu kaup Liverpool fyrir hvert tímabil og núna er komið að nýrri öld og má segja að okkur tókst betur upp en á 90s tímabilinu en samt á ögur stundu þá klúðruðum við.

    Þetta er ekki flókið s.s dýrustu kaupinn, tilfinning á þeim tíma, hvað gerðist og einkunn fyrir kaupinn.

    1999/2000
    Emile Heskey Leicester, Dietmar Hamann Newcastle c.a 28,5 m punda – Mér leyst bara vel á þessa kappa. Heskey virkaði á mann eins og skrímsli inn á vellinum og Hamann var lykilmaður í þýska landsliðinu og grjótharður.

    Hvað gerðist? Þessi tveir stóðu sig mjög vel hjá liðinu. Heskey mátti alveg nýta færin betur en náði mjög vel saman með Owen og áttu lið í miklum vandræðum að halda þeim tveimur frá markinu. Hamann var fljót lykilmaður á miðsvæðinu og var ásamt Heskey stór partur af þrennu liðinu 2001 og má segja að hann hafi breytt gangi máli í úrslitaleiknum 2005 þegar hann kom inn á í hálfleik.

    Einkunn 9 – Þetta voru tveir þarfir þjónar og má segja að þetta voru góð kaup en maður fannst samt alltaf Heskey geta orðið en þá betri(var eiginlega of góður kall, vantaði aðeins meiri skíthæl í hann)

    (more…)

  • Egypski kóngurinn vinnur enn titil!

    Nú hafa allir þeir leikmenn mætt á æfingar sem munu ganga í gegnum hasarinn sem er settur upp fyrstu dagana eftir sumarfríin, einungis Curtis Jones og Harvey Elliott er ekki enn komnir á svæðið en þar sem að þeirra frí verður styttra sökum fótboltaþátttöku fara þeir ekki allan skalann.

    Það er frægt víða að frá því að Jurgen Klopp tók við eru fyrstu æfingadagarnir ansi strangir og beðið með eftirvæntingu eftir lactate hlaupaprófinu sem hann innleiddi og James Milner vann ÖLL sín ár hjá félaginu undir Klopp. Það var ljóst að nýr yrði krýndur og gárungarnir höfðu talað um að Joe Gomez og Andy Robertson hefðu verið nærri Millie í gegnum tíðina.

    Það bárust svo fréttir í morgun af niðurstöðum prófsins sem var þrískipt. Joe Gomez vann fyrsta riðilinn með þeim sem að mættu fyrstir og í gær var hinum síðari skipt í tvo hópa. Nýliðinn Szoboszlai sýndi það að hann er í toppstandi og vann sinn riðil en það var hins vegar sigurvegari fyrri riðils þess dags sem kom best út og það virtist koma hópnum á óvart að kóngurinn eini og sanni, Mo Salah vann þann riðil og á þann hátt sigra það samanlagt. Stutt á eftir honum var fyrirliðinn Hendo sem líka hefur bætt sig milli ára. Þessir tveir hafa verið að sýna myndir af sínum æfingavenjum í sumar og eru greinilega staðráðnir í að leiðrétta ömurlegt gengi síðasta árs.

    Kóngurinn sjálfur

    Undanfarna daga hafa borist af því fréttir að Arabagullliðin hafi áhuga á því að kaupa Mo Salah. Kemur auðvitað engum á óvart enda maðurinn stærsta íþróttanafn þess heimshluta, átrúnaðargoð hundruða milljóna manna! Á sumum spjallþráðum hafa einhverjir aðdáendur talið það bara ágætis hugmynd.

    Sjitt hvað ég er ósammála því!!!

    Mo Salah er besti knattspyrnumaður Liverpool FC þessa dagana og hefur verið í nokkur ár. Hann er mesti markaskorari liðsins síðan Ian Rush var og þar á undan er ekkert nafn nema Roger Hunt í hans klassa. Fyrir utan það að vera markaskorari er hann líka frábær sendingamaður og hefur bætt sig mjög varðandi liðsþáttinn, hann var vissulega eigingjarn um of fyrstu árin en 12 stoðsendingar á síðasta ári var það hæsta hjá félaginu. Síðasta leiktímabil var nýtingin hans ekki alveg á þeim stað sem hún hafði verið áður, hann klikkaði á vítum og færum en það er fyrsta skrefið sem horft er til hvort leikmaður kemur sér í færi og þar ber hann algerlega af. Hann er líka sá framherja okkar sem mest getur unnið með einstaklingsframtakið þó að undanfarin ári hafi það orðið erfiðara því að það eru minnst tveir varnarmenn andstæðinganna uppteknir af því að dekka hann.

    Í gegnum tíðina höfum við séð menn nálægt hans gæðum hverfa frá klúbbnum og við einfaldlega ekki náð að stilla okkur af. Torres fór og við vitum hvað það þýddi. Þegar Suarez fór til Barca voru raddir að reyna að telja það bara mál sem væri skiljanlegt. Einmitt.

    Ég er eftir fréttirnar af árangri kóngsins í þrektestinu bara enn sannfærðari um það hversu ógeðslega mikilvægur Mo Salah er þessu félagi. Fyrir utan hæfileikann er hann algerlega titlaóður og gerir þær kröfur á aðra í kringum sig og hikar ekki við að ýta við félaginu varðandi þann metnað, eins og við sáum vel í fyrravor. Það er líka gaman að heyra viðtöl við ungu leikmennina okkar sem nefna hann sérstaklega sem þann leikmann sem duglegastur er að koma til þeirra og gefa ráð og alltaf tilbúinn að bakka þá upp. Hann er líka undantekningalítið enn síðastur af æfingum, tekur alltaf sér.

    Frábær fótboltamaður og fyrirmynd sem félagið á að halda í mest af öllum. Ef við eigum að vinna titla í vetur þurfum við Mo Salah í toppgír. Það er bara þannig, “James Milner – titillinn” er hans, vonandi sá fyrsti af mörgum í vetur.

  • Nýir leikmenn smá saga 1991-1999 part 1

    Það er alltaf ákveðin von sem fylgir því að fá inn nýja leikmenn. Maður verður spenntur að sjá þá í Liverpool treyjunni og maður telur sig trú um að þessi eða hinn munu lyfta liðinu upp.

    Það er hægt að tala um t.d Szoboszlai og Mac Allister sem eru mættir á svæðið og eiga að breytta miðjunni hjá okkur og maður hefur trú að þeir gera það en svo á eftir að koma í ljós hvort að það takist. Það er nefnilega stór munur á að vonast eftir árangri eða sjá árangur en saga Liverpool í leikmannakaupum er full af góðum kaupum og algjöru drasl kaupum. Stundum koma menn manni virkilega á óvart eins og Hyypia og Andy Robertson og svo eru til Diouf og Downing kaup sem klikka.

    Ég hef fylgst með Liverpool í yfir 30 ár en það er góður punktur að byrja yfirferðina á helstu kaupum Liverpool á tímabilinu 1990/91. Því að þarna vorum við að byrja tímabil sem meistara og menn héldu að sú veisla myndi bara halda áfram en svo var nú aldeilis ekki.

    Hérna verður farið yfir helstu stóru kaupin (s.s dýra leikmenn) og vonir og væntingar sem fylgdu þeim frá mér persónulega.

    1990/91
    Ronnie Roshental formlega keyptur 1,25m punda – Kom eins og stormsveipur inn í lok síðasta tímabils og þarna voru við heldur betur komnir með næsta stóra framherjann okkar við hlið Rush.

    Hvað gerðist: Átti ágæta spretti en náði ekki að fylgja þessar góðu byrjun eftir
    Einkunn: 6 solid kaup en ekki meira en það. Maður var að vonast eftir að hann myndi fylgja þessari byrjun eftir.

    1991/92
    Mark Wright/Dean Saunders frá Derby c.a 6 m punda – Þetta er nákvæmlega það sem okkur vantaði. Miðvörður enska landsliðsins og svo framherjinn sem spilar með Rush í landsliðinu og hefur verið að raða inn mörkum með Derby, virkilega ánægður að við séum að eyða alvöru upphæð í gæða leikmenn.

    Hvað gerðist: Saunders stoppaði nú stutt og náði aldrei flugi og Wright var ekki alveg þessi klettur í vörninni sem við vorum að vonast eftir.
    Einkunn: 6 þetta var allt í lagi að reyna þetta en maður hefði viljað sjá meira. Wright endaði á því að vera fyrirliði og kom svo óvænt sterkur inn síðar á ferlinum hjá Liverpool.

    1992/93
    Paul Stewart frá Tottenham á 2,75m punda – Æi ég var eiginlega aldrei sannfærður með þennan leikmann frá byrjun. Kannski var það af því að mér fannst Souness ekki alveg vita hvað hann var að gera.
    Hvað gerðist: Nákvæmlega ekki neitt. Gaurinn var bara ekki nógu góður.
    Einkunn: 2 Þessi kaup voru einfaldlega léleg en maður tók samt eftir því að Stewart langaði virkilega að slá í gegn en skortur á hæfileikum komu í veg fyrir það.

    1993/94
    Neil Ruddock Spurs, Nigel Clough Forest og Julian Dicks West ham fyrir c.a 8 m punda – ok, það á að fá harðjaxla í liðið en okkur vantar fleiri svoleiðis svo að ég er sáttur. Clough mjög spennandi miðjumaður sem á eftir að styrka okkur mikið.

    Hvað gerðist: Dicks var bara skíthæll sem gat sparkað í menn en fótboltagæði ekki alveg eins góð, Ruddock átti ágæta spretti og átti bara ágætan Liverpool feril en Clough var bara vonbrigði en meiðsli áttu sinn þátt í því.
    Einkunn 5 Ruddock var sá sem kom best út úr þessu og er geggjaður karakter svo að þetta var ekki skelfilegt.

    1994/95
    Phil Babb Coventry og John Scales Wimbledon c.a 9,5 m punda – Það er ákveðið þema í gangi miða við að við erum oftar en ekki að fjárfesta í miðvörðum í sumarglugganum okkar. Þessir tveir líta virkilega vel út og vonandi náum við smá stöðugleika núna varnarlega. Ég er bara spenntur fyrir þessum kaupum.

    Hvað gerðist: Babb átti betri tíma hjá Liverpool, þar sem hann átti á tímabili fast sæti í liðinu en er kannski þekktastur fyrir að hafa dúndrað djásninu í stöngina hér um árið. Scales náði aðeins 65 leikjum með liðinu og náði eiginlega aldrei að festa sig í sess.
    Einkunn: 6 Babb var solid og því fær þetta bara meðaleinkunn.

    1995/96
    Stan Collymore Forest og Jason McAteer Bolton c.a 19 m punda – já já já við erum bara all inn í ár. Búnir að kaupa rosalegan sóknarmann fyrir metfé til að spila með Fowler og Rush. Þetta verður rosalegt. Ef hann nær að raða inn mörkum fyrir Forest þá á hann eftir að gera en þá meir fyrir okkur. McAteer elskar Liverpool og við elskum hann. vinnu hestur sem kemur með nýtt líf inn í þetta hjá okkur.

    Hvað gerðist: Stan átti fína spretti í Liverpool búningnum. Hann var reyndar eins og jójó einn leikinn leit hann út eins og heimsklassa striker og svo var hann týndur í þeim næsta. Maður sá hæfileikana en eins og síðar átti eftir að koma í ljós þá var hausinn ekki sterkur en hann á alltaf sigurmarkið gegn Newcastle í 4-3 sigri. McAtter hlaup úr sér lungun fyrir klúbbinn og varð fljót vinsæl hjá stuðningsmönnum Liverpool. Var hugsaður sem miðjumaður en endaði að spila að mestu sem wing back í 3-5-2 kerfinu hans Evans.
    Einkunn: 8 – Já ég veit að þetta gekk ekki alveg með Stan en bara það að við fórum all inn og létum vita af okkur og McAtter voru bara fín kaup heilt yfir.

    1996/97
    Patrek Berger Dortmund 3,5 m punda – Vá hvað hann leit vel út á EM 96. Þetta virðist vera hörkuleikmaður og svo er kærastan mín(á þeim tíma) allt í einu farinn að fylgjast með fótbolta sem er gaman( hann var víst sætur líka).

    Hvað gerðist: Berger átti góða spretti hjá Liverpool. Spilaði 149 leiki og átti nokkur dúndur mörk. Var partur af þrennunni 2001 og var vinsæll hjá stuðingsmönnum liðsins. Meiðsli settu heldur betur strik í reikninginn hjá honum síðari hlutan en honum vantaði samt pínu upp á að slá alveg í gegn.
    Einkunn 7 Góð kaup hjá Liverpool.

    1997/98
    Paul Ince Inter, Öyvind Leonardsen Wimbledon, Danny Murphy Crewe og Karl-Heinz Riedle Dortmund á c.a 17 m punda. – Ég held bara að við verðum meistara í ár. Ince er heimsklassa miðjumaður, við erum að fá framherja þýskalands og vinnu hest í Leonardsen. Ég veit ekki með þennan Murphy en menn segja að hann sé efnilegur.

    Hvað gerðist: Danny Murphy átti líklega besta Liverpool ferilinn af þeim öllum. Ince kom sterkur inn og miðjan okkar leit vel út með hann en hann átti eftir að lenda upp á kannt við Houllier þar sem Ince fannst hann vera stærri en liðið. Hvorki Riedle né Leonardsen gerðu mikið í Liverpool búningnum.
    Einkunn 7 – Murphy bjargaði þessu og Ince átti alveg marga góða leiki en stuðningsmenn Liverpool elskuðu hann aldrei fyrir það sem hann gerði fyrir Man utd fyrr á ferlinum.

    1998/99
    Vegard Heggem Rosenborg, Riogbert Song Salternia og Sean Dundee Karlsruher á c.a 13 m punda – Ég verð að viðurkenna að ég var ekki allt of sáttur við þennan glugga. Heggem átti að vera orkubolti sem gat spilað hægra megi í 3-5-2 eða sem hægri bak, Song á að vera grjótharður varnarmaður og menn eru að tala um að þessi Dundee eigi jafnvel eftir að slá í gegn.

    Hvað gerðist: Heggem leit alveg ágætlega út á köflum en meiðsli skemmdu mikið fyrir. Song var einfaldlega ekki góður og því minna sem ég skrifa um Dundee því betra.
    Einkunn 2 – Skammist ykkar Liverpool fyrir þennan glugga.

    Þegar maður lítur til baka þá sér maður að það var ástæða fyrir því afhverjum við gátum ekki náð að klára ensku deildina á 90s. Nei, það var ekki bara af því að Man utd og Arsenal voru svo góð(sjáið stundum hvað fá stig það þurfti til að verða meistara) heldur alltaf þegar við vorum komnir með gott lið þá náðum við aldrei að fylgja því eftir með góðum kaupum(spennið beltinn fyrir 2002/3 í part 2).

    Ég vona að þið hafið gaman af svo pistli en þetta er bara til gamans gert og einkunn er bara sett fram til að menn geta rifist aðeins 🙂

    YNWA – get ekki beðið eftir að tímabilið hefjist með nýju gaurunum okkar 😉

  • Hverjir grípa tækifærið í sumar?

    Undanfarin ár hefur Liverpool verið ágætlega duglegt við að kaupa unga leikmenn í akademíuna sem við auðvitað fylgjumst takmarkað mikið með og vitum ennþá minna um hvernig eru að spjara sig. Það er t.a.m. ágætt að hafa í huga að flestar af helstu hetjum liðsins í dag voru flestir ekkert lykilmenn hjá elítu liði á aldrinum 18-22 ára. Það virðist stundum vera rosalega randum hvenær og hvernig ungir leikmenn fá sinn séns ef þeir fá hann þá nokkurntíma.

    Trent Alexander-Arnold, besta dæmið í núverandi liði Liverpool, fékk sinn séns 19 ára í kjölfar þess að Clyne meiddist alvarlega á undirbúningstímabilinu. Liverpool ákvað að fara inn í tímabilið með hann sem varamann fyrir hinn hægri bakvörðinn, Joe Gomez! Trent var að spila með djúpur miðjumaður árin á undan hjá Ljinders í akademíunni og þó að við látum núna eins og hann hefði auðvitað alltaf náð að brjóta sér leið inn í liðið með öll sín gæði er það hvorki sjálfgefið og síður en svo endilega sem hægri bakvörður. Þar skapaðist pláss í liði Liverpool og Trent stökk á það.

    Auðvitað er Liverpool með nokkuð marga leikmenn á þessum aldri í stórum hlutverkum sem eru nú þegar partur af aðalliði félagsins.

    Curtis Jones er sem dæmi ekki nema 2001 módel og því enn gjaldgengur í U21 lið Englendinga þar sem hann hefur verið að blómstra. Hann hefur verið í meiðslaveseni undanfarin ár sem rakin eru til vaxtaverkja sem er kannski annað dæmi um hvað hann er enn ungur. Þarna á Liverpool leikmann sem gæti spilað miklu stærra hlutverk á næstu árum og er vonandi að sýna það núna undanfarna mánuði að hann er sannarlega tilbúin til þess. Þegar Liverpool kaupir leikmenn á þessum aldri sem Jones er á núna sér maður fyrir sér næstu tíu árin…

    Harvey Elliott er eins bara 20 ára, til að setja það í eitthvað samhengi var Luis Diaz tvítugur að brjóta sér leið inn í lið Atlético Junior í Kólumbíu og varð ekki lykilmaður þar fyrr en árið eftir og fór ekki til Evrópu fyrr en 22 ára. Darwin Nunez var hjá Almería í annarri deild á Spáni 20-21 árs. Mac Allister kom 21 árs til Brighton frá heimalandinu. Maður er ekki alveg að sjá hvar framtíð Elliott er í liði Liverpool en hann getur ennþá þróast í hvað sem er. Klopp hefur trú á leikmanni sem hefur komið við sögu í 66 leikjum fyrir tvítugt, hvað þá leikmanni sem missti úr rúmlega ár vegna meiðsla.

    Þrátt fyrir töluvert stress fyrir ári síðan yfir miðjunni hjá Liverpool kom nafn Bajcetic að ég held aldrei til umræðu. Eftir síðasta tímabil er þarna allt í einu 18 ára strákur sem er búinn að koma við sögu í 22 leikjum Liverpool, þar af 11 deildarleikjum. Hann er kominn svo miklu lengra en flestir af bestu miðjumönnum í heimi voru að gera á sama aldri. Hvort hann haldi áfram að þróast er svo stóra spurningin.

    Sepp van den Berg setti met í Hollandi yfir yngsta leikmanninn til að spila yfir 10 leiki. Það er magnað í sjálfu sér m.v. nöfnin sem komið hafa úr þeirri deild. Hann er núna skráður í aðallið Liverpool og gæti alveg verið hugmynd í sumar að skoða hann yfir æfingatímabilið. Hann er 2001 módel og ætti því að fara þróast í alvöru miðvörð fyrir fullorðinsbolta.

    Pitaluga er svo kominn í markmannahópinn hjá aðalliðinu og er vonandi nú þegar bara orðin þriðji markmaður Liverpool.

    Þetta eru þeir ungu leikmenn sem eru bókstaflega flokkaðir sem partur af aðalliði Liverpool  Auk þeirra eru svo Ramsey og Carvalho sem farnir eru á láni út næsta tímabil.

    Efnilegastir

    Þeir sem verður hvað mest spennandi að fylgjast með í sumar og hvað mest hefur verið látið með eru strákar sem flestir hafa komið til Liverpool undanfarin ár úr öðrum akademíum með töluvert spennandi orðspor.
    Það þurfi alls ekki margar mínútur af Ben Doak til að verða yfir sig spenntur fyrir þessum leikmanni. Hann er rosalega áræðin og með góðan hraða og virkar eins og fullkomin týpa fyrir Klopp fótbolta. Hann verður 18 ára á þessu ári og þarf því að fara fá fleiri leiki í alvöru fótbolta. Þar er samt Liverpool í sömu stöðu og þegar Trent fékk sinn séns nema bara að Liverpool liðið er miklu sterkara núna. Ef að Klopp ætlar að gefa Doak alvöru séns er það á kostnað Salah, Diaz, Nunez, Gakpo eða Jota en auk þeirra er Doak í alvöru samkeppni við stráka á sínu reiki sem gera ekkert síður tilkall, Harvey Elliott og Kaide Gordon sem dæmi. Það þarf eitthvað óvænt að gerast til að hann fái þennan séns í deildarleikjum. Bajcetic var að því sögðu með níu miðjumenn á undan sér í goggunarröðinni á sama tíma fyrir ári síðan.

    Kaide Gordon var ári áður nákvæmlega jafn mikið efni og Ben Doak og kom til Liverpool sem einn sá allra besti í sínum aldursflokki. Hann er núna að hrista af sér tæplega tveggja ára meiðsli en ef að hann er orðin leikfær væri gaman að sjá hann koma eitthvað við sögu í sumar. Hann er ári eldri en Doak en stærra spurningamerki núna í kjölfar meiðsla.

    Connor Bradley er núna búinn að spila heilt tímabil af alvöru fótbolta og sér sumarið vonandi sem tækifæri til að fylla skarð Ramsey í aðalliðshópi Liverpool. Hann er enn einn sem kom seint í akademíu Liverpool með töluvert orðspor frá heimalandinu og er nú þegar komin í landslið N-íra. Ef að Klopp telur hann tilbúinn sparar það kaup á hægri bakverði.

    Tyler Morton var í fimmta sæti yfir flestar spilaðar mínútur hjá Championship liði Blackburn sem var í hörku baráttu um umspilssæti. Hann ætti á pappír að vera fyrir framan Bajcetic í röðinni og var svosem að gera svipaða hluti hjá Liverpool ári á undan Bajcetic. Hann verður bara 21 árs í ár og auðvitað vonlaust að fella stóra dóma um hann en hann virkar því miður ekki í sama gæðaflokki og spánverjinn. Morton er auðvitað úr akademíu Liverpool frá því hann var barn og fær tækifæri í sumar til að sýna sig en ætli hann sé ekki meira söluvara í sumar?

    Billy The Kid Koumetio er svo einn enn sem virtist stefna í að verða alheimsefni 17-18 ára en hefur ekki náð að fylgja því eftir undanfarin ár. Hann fór á láni til Austurríkis í fyrra en kom aftur í vetrarglugganum. Flestir miðverðir eru ekki að skapa sér almennilega nafn fyrr en 23-25 ára og því engin þörf á að afskrifa Koumetio 21 árs. Það er helst í miðvarðarstöðunum sem hægt er að sjá fyrir sér leið fyrir unga leikmenn í byrjunarlið Liverpool.

    Aðrir sem gætu komið við sögu í sumar

    Líklega hefðum við flokkað Bajcetic hérna fyrir ári síðan. Það eru fjölmargir strákar í kringum tvítugt samningsbundnir við Liverpool sem gætu alveg átt eftir að springa út. Flestir af þessum strákum ættu a.m.k. að eiga nokkuð góða framtíð framundan sem atvinnumenn

    Bobby Clark hefur alveg komið sér á radarinn hjá Klopp og er líklega í flokki með Doak og Gordon sem eitt mesta efni félagsins af ungu leikmönnunum.

    Cannonier er 19 ára á þessu ári og þarf að fara sýna einhversstaðar að hann getur raðað inn mörkum í fullorðinsfótbolta líka. Líklegur til að verða núna lykilmaður í U23 ára liðinu.

    Jarrell Quansah er svo miðvörður úr akademíunni sem gæti allt eins verið komin framúr Koumetio núna. Erfitt að dæma um slíkt þegar maður sér þá lítið sem ekkert spila. Hann er a.m.k. töluvert efni og að komast á aldur þar sem taka þarf ákvörðun um framhaldið. Colwill sem við erum svo spennt fyrir núna er líka bara 20 ára.

    Luke Chambers er scouser sem hefur verið góður í yngri liða boltanum og gæti komið við sögu í sumar. Mabaya fór með liðinu í sumartúrinn í fyrra og stóð sig ágætlega. Sama á við um Fraudendorf sem er enn einn leikmaðurinn sem nokkuð hefur verið látið með í gegnum tíðina.

    Kone-Doherty og Scanlon eru svo með Bobby Clark þeir efnilegustu af næstu kynslóð, væri gaman að sjá þá fá eitthvað að sýna sig í sumar.

    Líklegir til að fara í sumar eða næstu 12 mánuði

    Nánast allir af þessum leikmönnum sem við erum búin að fara yfir verða aldrei lykilmenn hjá Liverpool. Það er svo rosalega erfitt að komast í gegnum þessa síu og ef að sumarið fer eins og við vonumst eftir eru Liverpool að fara kaupa bæði einn miðjumenn enn og miðvörð. Bæði myndi lengja leiðina fyrir þessa stráka enn meira. Stuðningsmenn vilja bæði fá unga leikmenn upp í gegnum akademíuna en á sama tíma helst alls ekki gefa þeim tíma eða traust, smá erfitt.

    Það er erfitt að sjá framtíð hjá nokkuð mörgum leikmönnum hjá Liverpool, sérstaklega þeim sem þegar hafa náð tvítugu en hafa aldrei brotið sér almennilega leið inn í liðið. Þessir sem nefndir voru hér að ofan ættu allir að verða atvinnumenn þó það verði ekkert endilega hjá Liverpool. Svo eru aðrir sem gætu farið frá Liverpool á næstunni og mjög óljóst hvað verður um þeirra feril.

    Arroyo og Adam Lewis eru sem dæmi ennþá leikmenn Liverpool, báðir fæddir 1999 og því eldri en margir af lykilmönnum liðsins. Pólski markmaðurinn Jaros á vafalaust framtíð fyrir sér sem atvinnumaður og var einn af þessum spennandi ungu markmönnum sem Liverpool hefur keypt undanfarin ár en það er vonlaust að sjá leið fyrir hann hjá Liverpool.

    Paul Glatzel og Bobby Duncan voru þeir allra efnilegustu hjá Liverpool í kringum 17 ára en virðast hvorugur ætla að verða meira en það. Sorglegt með Glatzel sem lenti í alvarlegum meiðslum og enn sorglegra með Duncan sem var bara gráðugur kjáni.

    Tom Hill lenti svipað og Glatzel í langtímameiðslum sem líklega kálaði endanlega vonum hjá Liverpool. Balagizi var töluvert efni fyrir tveimur árum en hefur ekki náð að brjóta sér neina leið í gegn. Musialowski hefur aldrei verið nálægt aðalliðinu þrátt fyrir að vera rosalegt efni fyrir 2-3 árum. Harvey Blair fékk ágætan séns fyrir ári síðan en hann ásamt Stewart og Woltmann verða líklega aldrei partur af framlínu Liverpool.


    Skemmtilega við þetta er svo að það er jafnan einhver sem maður tók ekki einu sinni með í reikninginn sem nær í gegn og fær séns í aðalliðinu.

    Hver haldið þið að verði t.d. Trent / Jones / Morton / Bajcetic þessa tímabils?

  • Hvað næst?

    Það hefur aldrei gerst í stjóratíð Jurgen Klopp hjá Liverpool að félagið kaupi meira en tvo leikmenn sem ætlað er alvöru hlutverk í sumarglugganum, ekki leikmenn sem kosta einhverjar fjárhæðir. Reyndar hefur Liverpool verið duglegt í tíð FSG að nota vetrargluggann og fegra leikmenn eins og Van Dijk, Diaz og Gakpo aðeins leikmannakaup per tímabil, en sumarglugginn er jafnan ofboðslega rólegur hjá Liverpool. Naby Keita sem búið var að semja um kaupin á með 12 mánaða fyrirvara kom sumarið 2018 með Fabinho og Alisson sem er líklega stærsti sumarglugginn hingað til. Sumarið eftir keypti Liverpool ekki einn leikmann!

    Það er því í ljósi sögunnar alls ekkert útilokað að Liverpool séu nú þegar búnir að gera stóru leikmannakaup sumarsins og framundan sé mun minni hasar en við erum að gera okkur vonir um. Þrátt fyrir mjög jákvæða byrjun á sumrinu er líklegt að mjög fáir myndu sætta sig við það enda búið að vanrækja Liverpool hvað endurnýjun hópsins varðar í allt of langan tíma, afleiðingarnar komu í ljós á síðasta tímabili.

    En hvað er það sem við heimtum að Liverpool geri næst í þessu uppbyggingarferli Klopp á Liverpool 2.0?

    Alisson spilaði 97% af síðasta tímabili og ef hann nær að halda sér í standi til að endurtaka það erum við í fullkomnum málum í þeirri stöðu. Kelleher er þá gott back up ef með þarf og virðist ekki vera fara líkt og útlit var fyrir.

    Ramsey sem kom fyrir síðsta tímabil var nákvæmlega ekkert back-up fyrir Trent og er nú farin á láni og verður allt næsta tímabil. Væntanlega fær Connor Bradley tækifæri í sumar til að sýna Klopp að hann öðlaðist næga reynslu hjá Bolton til að verða partur af 25 manna hópi Liverpool og næsti varamaður fyrir Alexander-Arnold. Trent hefur verið að spila um 90% af deildarleikjum Liverpool undanfarin ár og núna er engin Milner lengur til að græja rest.

    Robertson og Tsimikas er staða þar sem svigrúm gæti verið til bætinga. Losa Tsimikas og fá í staðin leikmann sem getur leyst bæði bakvörð og miðvarðarstöðuna, helst þá auðvitað þetta semi miðvarðar hlutverk sem Robertson var að spila undir lok síðasta tímabils.

    Nýr miðvörður er svo litlu minna forgangsmál eftir síðasta tímabil en nýr miðjumaður var áður en Szoboszlai og Mac Allister bættust við hópinn. Van Dijk er 32 ára og hefur verið að sýna merki þess að hann hefur toppað sem leikmaður, hinir þrír hafa aldrei spilað tvö tímabil í röð án þess að missa úr helminginn af a.m.k. öðru þeirra. Nat Phillips á ekki lengur að vera partur af þessu samtali. Colvell sem er að spila mjög vel með Jones og félögum í U21 árs liði Englendinga gæti verið mjög öflug lausn en kaup á honum virðast heldur ólíkleg úr þessu m.v. harða afstöðu Chelsea. Þeir eru ekkert að fara selja hann ef þeir vilja það ekki.

    Mac Allister og Szoboszlai eru frábær viðbót við miðjuna hjá Liverpool og ættu fljótlega báðir að vera orðnir fastamenn í liði Liverpool á kostnað t.d. Henderson og Thiago. Sama á við um Curtis Jones sem hefur verið að spila frábærlega með U21 árs liði Englendinga. Hann endaði síðasta tímabil með stæl og er að leysa miðjustöðuna með landsliðinu það vel að hann flýgur inn í lið Liverpool með sama áframhaldi. Harvey Elliott er svo auðvitað ennþá leikmaður Liverpool og valkostirnir því orðnir sex af mjög góðum leikmönnum sem allir gera tilkall til að spila töluvert.

    Fyrir aftan þessa sex leikmenn á Liverpool svo bara einn alvöru varnartengilið, Fabinho er nú ekki eldri en 30 ára og á því vel að eiga nóg á tanknum til að leysa þetta hlutverk. Bajcetic og Morton eru svo eins og staðan er núna líka á mála hjá Liverpool. Þarna er kannski hvað helst svigrúm til að bæta breiddina og loka betur í sárið sem var á liðinu síðasta vetur. Þá til að byrja með að fá inn alvöru varnartengilið sem kemur fyrir aftan Fabinho í goggunarröðinni en gæti svo hirt af honum stöðuna.

    Það er erfitt að spila á miðjunni undir stjórn Jurgen Klopp, síðsta tímabil sýndi það og Klopp hefur jafnan farið hægt í að setja nýja menn inn í liðið. Hann er ekki fara setja þrjá nýja miðjumenn í einu í stór hlutverk á miðjunni. Þess vegna er slúður um Lavia hjá Southampton og Thuram frá Nice ágætlega trúlegt. Leikmenn sem hafa rosalega hátt þak en kæmu líklega ekki beint inn í byrjunarlið Liverpool.

    Höfum samt í huga að það er hálf galið að vera með sjö mjög öfluga miðjumenn og tvo yngri leikmenn sem báðir hafa spilað nokkra leiki með Liverpool nú þegar og vera samt að heimta enn meira. Sala á t.d. Henderson eða Thiago myndi snúa þessari jöfnu töluvert og gera ein leikmannakaup í viðbót eðlilegri.

    Arthur, Keita og Ox spiluðu samanlagt 28 leiki í öllum keppnum á síðsta tímabili eða 1053 mínútur. Harvey Elliott, leikmaður sem við teljum svona 5.-7. valkost á miðjunni spilaði helmingi meira en þeir þrír samanlagt. Ef að Mac Allister og Szoboszlai eru eitthvað eðllegir þarf Liverpool ekki meira en 5-6 miðjumenn næsta vetur.

    Klopp er með gæði í Alexis, Szoboszlai, Jones og Elliott til að rótera 8/10 stöðunum á miðjunni og hefur líka valkosti í sóknarlínunni til að spila þar. Þá er ein staða eftir á miðjunni og hægt að skipta henni á milli Fabinho og þá vonandi betur hvíldum Henderson og/eða Thiago. Það er satt að segja erfitt að sjá margar mínútur fyrir Bajcetic og Morton, hvað þá ef Liverpool bætir einum enn við.

    Sama lögmál á svo við um sóknarlínuna, það eru fimm mjög góðir leikmenn að berjast um þrjár stöður og auk þeirra er Liverpool með tvo af efnilegri sóknarleikmönnum álfunnar í Doak og Gordon. Ben Doak hlítur t.a.m. að verða partur af 25 manna hópi í vetur og fá eitthvað af mínútum.

    Diaz og Jota hafa verið gríðarlega óheppnir með meiðsli og sama má segja um Nunez eftir að þeir komu til Liverpool.Ef við sjáum eitthvað í grend við eðlilega meiðslalista eru fimm sóknarmenn fljótlega farnir að virka frekar margir, það er ekki langt síðan Origi og Minamino voru valkostir 4-5 og spiluðu sáralítið. M.ö.o. samkeppnin er miklu harðari núna.

    Þannig að, Liverpool er í raun búið að gera meira í sumar en jafnan er gert í sumarglugganum. Samt myndi maður vilja sjá félagið kaupa fjóra alvöru leikmenn í sumar fyrir alvöru fjárhæðir og jafnvel 1-2 sniðuga valkosti í aukahlutverk.

    Spá 

    Það fer einn af reyndu miðjumönnunum í sumar, Thiago, Henderson eða Fabinho (í þessari röð) og Liverpool kaupir þriðja miðjumanninn í staðin. Bajcetic fer á láni og Morton verður seldur

    Phillips og jafnvel Gomez fara í sumar og Liverpool kaupir nokkuð spennandi miðvörð. Ef Gomez (eða Matip) fer ekki óttast ég að ekkert verði gert.

    Svo tippa ég á ein svona Tsimikas leikmannakaup, ekki endilega hvað stöðu varðar heldur meira profile og verð.

  • Gullkastið – Dóri Sly

    Miðjan hjá Liverpool er töluvert sterkari á pappír með Szoboszlai til viðbótar við Mac Allister og kaupin á Ungverjanum eru klárlega aðeins hærra level en við vorum kannski að gera okkur vonir um fyrir nokkrum vikum. Spennandi vikur og nokkuð jákvæður andi yfir Liverpool og miðað við slúðrið er ekkert búið að loka veskinu ennþá.

    Eins erum við að kynna næstu Kop.is ferð með Verdi Travel sem verður Brentford leikurinn í nóvember.

    Stjórnandi: Einar Matthías
    Viðmælendur: Maggi

    Þökkum að vanda samstarfsaðilum þáttarins fyrir að hjálpa okkur að halda síðunni úti.



     Egils GullHúsasmiðjanMiðbarJói ÚtherjiÖgurverk ehf

    MP3: Þáttur 431

Load More
Congratulations. You've reached the end of the internet.
Back to Top
Close