Fyrstu vonbrigði ársins hjá Liverpool komu á Anfield þegar að Aston Villa mættu og gerðu jafntefli.
Brendan stillti upp sókndjörfu liði með Gerrad aftur í varnarmiðju stöðunni, sem reyndist ekki sérlega vel gegn Stoke. Sterling, Coutinho, Suarez og Sturridge byrjuðu allir.
Johnson – Skrtel – Toure – Cissokho
Sterling – Gerrard – Henderson – Coutinho
Suarez – Sturridge
Á bekknum: Jones, Kelly, Lucas, Moses, Allen, Aspas, Alberto
Þetta lyktaði smá af því að Rodgers hafi verið að reyna að koma fyrir tveimur mönnum inní kerfi sem var að virka ágætlega, það er Gerrard sem var settur aftast á miðjuna og Sturridge sem fékk að fara uppá topp á meðan að heitasti framherji í heimi var færður til hliðar.
Þetta gekk vægast sagt hrikalega til að byrja með og Villa menn komust 2-0 yfir eftir um hálftíma. Ég man ekki hvort það var þá eða á milli marka sem að Rodgers virtist breyta í 3-5-2 svona:
Johnson – Skrtel – Toure
Sterling – Gerrard – Henderson – Coutinho – Cissokho
Suarez – Sturridge
Einhver útgáfa af þessari leikaðferð var svo keyrð út leikinn að mér sýndist – með þeim breytingum að Lucas kom inn fyrir afleitan Coutinho og svo Allen fyrir meiddan Lucas. Semsagt, Glen Johnson var í miðverði ásamt Skrtel og Toure.
Þetta þýddi að alveg RUGL margar sóknir fóru upp vinstri kantinn í gegnum Cissokho. Ég er á því að ef þú færð samning hjá Liverpool þá sért þú góður knattspyrnumaður, en svo geti menn leikið illa í ákveðinn tíma. Jæja, Aly Cissokho var ævintýralega lélegur í dag. Hann er auðvitað í liðinu vegna þess að Enrique og Flanagan eru meiddir, en Rodgers verður hreinlega að hugsa einhverja aðra lausn í þessa stöðu. Hann er ekki traustvekjandi í vörn og framávið virkar hann eins klaufalegur og atvinnumaður í fótbolta getur virkað.
Allavegana, við náðum að jafna þennan leik með frábæru marki frá Daniel Sturridge og svo jafnaði Steven Gerrard úr vítaspyrnu sem var dæmd þegar brotið var á Suarez. Jöfnunarmarkið kom þegar meira en hálftími var til leiksloka og ég var sannfærður um að við myndum klára þennan leik, en við vorum aldrei sérstaklega nálægt því og Aston Villa átti svo sannarlega skilið að minnsta kosti jafntefli í þessum leik.
Maður leiksins: Brendan Rodgers veit að með því að taka svona áhættu að ef hún gengur ekki upp þá munu menn dæma hann af því. Þetta dæmi gekk alls ekki upp í dag og því verður hann að mörgu leyti að taka á sig sökina. Þetta leikkerfi virkaði ekki. †
John Henry sat uppí stúkunni og þú þarft ekki að vera mikill sérfræðingur í fótbolta til að sjá vandamálin hjá Liverpool. Við eigum í meiðslavandræðum, en það er einfalt að enginn af þeim fjórum sem byrjuðu hjá okkur í vörninni í dag kæmist í lið hjá hinum toppliðunum og enginn þeirra væri sennilega nálægt því. Johnson var skárri en í síðasta leik en Cissokho var fullkomlega ömurlegur. Toure og Skrtel eru svo mjög langt frá því að vera sannfærandi og enn einn leikinn fáum við á okkur 2 eða fleiri mörk. Það gengur ekki ef við ætlum að vera í toppbaráttu.
Fyrir framan þá erum við svo með miðju sem virkaði frábær þegar að Lucas, Henderson og Allen voru allir heilir – en vandamálið er að það þarf að koma Gerrard þarna fyrir og að Lucas og Allen virðast ekki geta haldið sér saman heilir í meira en 2-3 leiki. Þannig að vandamálin eru augljós.
Það gengur einfaldlega ekki að við séum að fá á okkur 2+ mörk trekk í trekk. Það hefur núna gerst fjórum sinnum í síðustu 5 deildarleikjum. Hjá Arsenal hefur það gerst einu sinni í vetur (gegn City). Í allan vetur hefur þetta gerst átta sinnum hjá Liverpool.
Ég endurtek: Hjá Arsenal: einu sinni. Hjá Liverpool: átta sinnum. Það er ástæðan fyrir því að Arsenal eru á toppnum en við í fjórða sæti, núna 8 stigum á eftir þeim. Við erum búnir að fá á okkur tvö eða fleiri mörk í eftirfarandi leikjum:
Aston Villa (j), Stoke (s), Chelsea (t), Man City (t), Everton (j), Arsenal (t), Newcastle (j), Swansea (j). Semsagt, af þessum 8 leikjum er bara einn sigur.
Af þessum leikjum hefði klárlega mátt breyta einhverjum jafnteflum í sigra ef að vörnin læki ekki einsog fokking sigti. Ég samþykki það klárlega að við fáum á okkur fleiri mörk en þegar við spiluðum hvað mestan varnarbolta undir stjórn Benitez, en þetta er komið útí algjört rugl. Við getum ekki farið inní leiki með það hugarfar að við þurfum að skora 3 mörk til að ná að vinna. Ef að Arsenal pota inn einu marki þá vinna þeir leiki. Við höfum hins vegar ekki unnið 1-0 síðan 1.september og 2-0 leikurinn gegn Hull var fyrsti 2-0 sigurinn í langan langan tíma. Arsenal hefur hins vegar unnið sjö sinnum annaðhvort 1-0 eða 2-0.
Rodgers hefur hringlað mikið með vörnina, bæði til að koma nýjum mönnum fyrir, vegna meiðsla og annars vesens. Skrtel er í raun eini maðurinn sem hefur verið nánast fastur. Hann með Toure er hins vegar fáránlega ósannfærandi. Þeir hafa að ég held spilað þrisvar saman, gegn Stoke (3 mörk), Aston Villa (2 mörk) og Hull (3 mörk). Semsagt 8 mörk gegn þessum 3 fótboltaliðum, sem eru ekki beint þekkt fyrir sóknarbolta. Auðvitað á Rodgers ekki að haga liðsvali sínu eftir tilfinningum mínum, en ég er hreinlega mígandi stressaður í hvert einasta skipti sem að mótherjar Liverpool fá boltann og keyra á Skrtel og Toure og með Cissokho þarna vinstra megin við Toure. Úff! Sakho, hvar ertu?
Það er alveg ljóst að við erum með nægilega sterka miðju og sókn til þess að klára þetta fjórða sæti og mögulega stríða liðinu í þriðja sæti. Við eigum líka heimaleiki eftir gegn liðunum sem eru enn fyrir neðan okkur. En Rodgers verður að þétta vörnina fyrir framhaldið. Ég er alveg til í að fá aðeins minna tryllingslegan sóknarleik ef að við bara klárum þessa sigra sem þarf til að koma okkur áfram í Meistaradeildina.
Þessi leikur í dag var ágætis áminning fyrir Rodgers og Henry að þrátt fyrir ótrúlega margt jákvætt hjá Liverpool, þá eru vandamál sem þarf að leysa. Ég treysti því að þeir séu nú þegar byrjaðir að hugsa lausnir á einhverjum virkilega góðum veitingastað í Liverpool borg í kvöld. ††
† (Maður leiksins: Tjaaaa, þetta er erfitt þar sem liðið var svo lélegt. Ætli ég velji ekki bara aftur Sterling – ég fíla bara hversu harður hann er orðinn. Hann er ekki hræddur við neitt. Og allar hættulegustu sóknir okkar virtust koma í gegnum hann.)
†† Já og ég vona að Henry hafi verið neyddur til að borða mat úr einhverri af Anfield sjoppunum. Hann myndi eflaust kalla umsvifalaust til krísufundar útaf þessu matarúrvali á vellinum.
Vinnur ekki leik á hælunum
Ákaflega, hrikalega, hræðilega vond úrslit.
Úff.. nú veit maður hvernig United stuðningsmönnum líður!
YNWA
Rodgers tapaði þessum 2 stigum
Mignolet, Rodgers, Gerrard, CISSOKHO (versti maður vallarins), Johnson, coutinho. Töpuð stig skrifast á þessa tréhesta…..
Miðað við þennan leik getur maður ekki annað en verið nokkuð sammála:
“Does it seem strange to anyone else that Brendan Rodger’s footballing philosophy only extends as far back as his holding midfielders? Between Sakho, Toure, Cissokho and Skrtel it appears that Liverpool’s defensive coaching consists entirely of practising rugby conversions and brutally wrestling whoever’s standing in front of them to the ground. It’s almost like they’ve tried to stitch Stoke and Arsenal together with an unseemly, Frankenstein result.”
Ég efast um að Rdgers hafi kvatt menn til að senda á alla aðra en samherja og taka rangar ákvarðanir í alla staði.
Rodgers tapaði ekki þessum leik, menn voru bara á hælunum allan tímann.
afhverju í andskotans fjandanum setti rodgers ekki Lucas inná strax eftir markið? Markið búið að liggja í loftinu og ekkert að frétta hjá okkur. Afhverju að bíða eftir öðru marki??
Það má alveg gera skiptingu þó það séu bara 25 mín liðnar
Rodgers tapaði þessu ekki, á alveg að vera hægt að spila með 2 miðjumenn á móti villa heima, en með steven g er það ekki hægt !!! Hann var skelfilegur eins og í mörgum leikjum í vetur það er ekki að ástæðulausu að við vorum að spila besta boltan með hann meiddan !!
Sjá hann í seinnihálfleik, þetta er bara vandræðalegt, ef hann væri ekki með þessa sögu á bakinu ætti hann ekki sjens í liðið og maður hálf vorkennir rodgers að þurfa að troða honum í liðið….
Þetta var ein leiðilegasti leikur sem maður hefur séð á anfield ,Liverpool átti ekkert skilið í þessari skitu.
Með réttu eiga aðdáendur Liverpool að vera drullufúlir. Tilfinningin er sem að leikurinn hafi tapast. Hvernig stendur á því að liðið lætur taka sig í rassgat á heimavelli, víginu mikla, í 40 mínútur? Uppstillingin var með engu rökrétt og það á bara að byrja með sama leikskipulag og í siðustu leikjum. Setja litla Brassann á bekkin og hafa Lucas í byrjunarliðinu. Mjög svekkjandi úrslit.
Sælir félagar
Þessi leikur mikil vonbrigði og okkar menn virtust einfaldlega ekki búnir undir baráttu og kraft Villa í fyrri hálfleik. Margir að spila illa í þessum leik og maður er farinn að skilja gagnrýni andstæðinga á Coutiniho sem var algerlega úti á túni allan fyrri hálfleik og fór blessunarlega útaf í leikhléi. Það hlýtur líka að vera ástæða til að setja GLen J. á bekkinn eftir frammistöðu hans í þessum leik og mörgum þar á undan.
Maður bíður í ofvæni eftir vinstri bakverði og saknar Sakho gríðarlega í vörninni. Mignolet er farinn að gera grundvallarmistök sem ef til vill skrifast á óöryggi og vantraust á vörnina fyrir framan hann.
Sem sagt mikil vonbrigði á heimavelli og ekki boðlegt liði sem ætlar sér í meistaradeild. greinilega þarf að styrkja miðju og bakvörslu beggja meginn.
Það er nú þannig.
YNWA
Rodgerst tapaði víst þessum leik. Þegar allir sófaaðdáendur Liverpool sjá að holningin á liðinu var ömurleg fyrstu 44 mínúturnar í leiknum þá á Rodgers að sjá það líka. Ég er mikill Rodgers maður, en í dag átti hann slakan dag. Punkturinn hans Kristján Atla um tilraunir Rodgers á liðinu á vel við í dag og má alveg rifja hann upp.
Í mínum bókum skrifa ég tvö stig á Rodgers, en hann er samt enþá minn maður og hann er enþá á réttri leið með liðið.
Jæja þá er það ljóst að við náðum ekki að vinna Benteke og hina 10 sem voru inná með honum! Án þess að fara í eitthvað þunglyndi þá lýsi ég yfir óánægju minni með Steven Gerrard, eða öllu heldur uppstillinguna á honum, það er orðið fullreynt að hafa hann sem djúpan miðjumann!! Couthino þarf að mínu mati að setjast á bekkinn amk. í næsta leik, bara svona til þess eins að láta hann vita að hver einasti leikur í deildinni skiptir gríðarlega miklu máli!
Það jákvæða við þennan leik er að við sýndum þó þann karakter að koma til baka eftir að lenda 0-2 undir, sem er alls ekki gefins.
Ætla ekki að pikka út neina sérstaka leikmenn þar sem að mér fannst frammistaða liðsins frá markverði til fremsta manns slök!
En hey….. Þetta þýðir bara að sigurinn á Everton verður þeim mun sætari 😉
Þetta eru einfaldlega tvö töpuð stig og ekkert annað. Það eru átta stig í Arsenal, fjögur stig í Chelsea sem eiga leik til góða gegn Utd. Þar vonast maður eftir jafntefli enda erfitt að missa þá bláklæddu framúr sér og engu skárra að fá Utd alveg í rassgatið.
Við hefðum náð að klára þennan leik með alvöru varamannabekk. Eigendurnir voru á leiknum og guð hjálpi okkur ef þeir sjá ekki að þetta lið þarf bráðnauðsynlega að fá einn eða tvo gæðaleikmenn í janúar. Þ.e.a.s. ef markmiðið er að ná þessu 4. sæti.
Enginn heimsendir(framför frá síðasta tímabili þegar við töpuðum gegn þeim).
Virkilega lélegur leikur hjá okkar mönnum og áttum við eiginlega ekkert skilið út úr þessum leik vorum heppnir að vera enþá inní leiknum í hálfleik.
Mignolet 1 – átti annað markið
Cissokho 4 – lélegur leikmaður sem átti lélegan leik
Skrtel 7 – okkar eini varnamaður
Toure 3 – of hægur fyrir þetta
Johnson 5 – týndur
Gerrard 4 – lélegur leikur en fínt víti hjá kallinum
Henderson 6 – vann vel og átti flotta stoðsendingu á Sturridge
Coutinho 2 – gerði ekkert rétt í leiknum nema að fara útaf
Sturridge 6 – flott mark en er greinilega ekki kominn alveg á fullt
Sterling 7- okkar besti maður í þessum leik. Sífelt ógnandi
Suarez 6 – ekki hans besti leikur en að allan tíman.
Lucas 7 – kom inná og breytti leiknum til hins betra(spilaði lítið en liðið gjörbreyttist)
Allen 7 – flott innákoma og hélt boltanum gangandi og kom með smá kraft
Við söknum Enrique og Sakho í þessum leik þvi varnarleikurinn var skelfilegur en hann virkaði betri eftir að Lucas kom fyrir framan vörnina og svo Allen.
Já okkur langaði í 3 stig en það gekk ekki eftir í dag. Það koma svona leikir á hverju tímabili og er það þessi, Hull og Southampton leikirnir sem eru skelfilegir. Ólíkt hinum leikjunum enduðum við með stig úr þessum leik.
Baráttan um 4. sætið verður við Man utd, Tottenham og Everton og verður fróðlegt að sjá hvað þessi lið fá út úr sínum leikjum í umferðini.
Það er hægt að fara í þunglindi yfir svona leikjum en svona er þessi blessaður fótbolta þá þíðir ekki að fara of hátt upp með sigrum og svo of langt niður með töpuðum stigum því ef maður hefur lært eitthvað á því að halda með Liverpool er að þetta er ein stór rússíbanaferð með sætum sigrum og skelfilegum töpum.
Áfram Liverpool og næsti leikur í deildinni er gegn Everton á Anfield – þar verður ekkert gefið eftir og vona ég að Sakho verður kominn inn fyrir Toure og einhvern annar í vinstri bakkvörð.
Hrein og klár skita. Ömurlegir í kvöld, leikmenn sem og þjálfari.
Við eigum ennþá séns á 4. sæti en við getum gleymt toppbaráttu.
Þetta var stærra svekkelsi en Hull-tapið 🙁
Þessi leikur skrifast bara á Gerrard. Það var bara gerð ein breyting á liðinu í dag, Lucas út og Sturridge inn og miðjan var algjörlega í molum.
Rodgers tapaði ekki tveimur stigum í dag heldur Liverpool.
Menn tala um að taka út Glen Johnson úr liðinu en Rodgers hefur engan annan hægri bakvörð.
Samt dálítið fyndið að sjá suma sem voru ánægðir með byrjunarliðið vera að gagrína valið núna en það er allt önnur saga
Það vantar breydd í þetta lið og vona ég að liverpool geti náð sér í 1-2 leikmenn í þessum glugga.
Það má samt ekki gleyma því að hrósa Aston Villa sem komu dýrvitlausir inní þennan leik og áttu skilið þetta stig og jafnvel öll 3.
Hef ekki lesið nein komment hérna nema komment nr. 7 frá Styrmi og það er nú bara nákvæmlega það sem ég vildi sagt hafa um þennan leik.
Slæmur leikur en engu ad sidur mikilvægt stig i sarpinn. Verdum ad klara svona leiki heima!
Ber fullt traust til okkar manna ad their komi dyrvitlausir i næsta leik og ad flugeldasyningin haldi afram.
YNWA!
Ef farið er að ræða eitthvað um titilvonir eins og BR ýjaði að í vikunni þá er segin saga að við brotlendum hresslega þar á eftir. Hættum þessu titilkjaftæði og einbeitum okkur að fjórða sætinu. Við gleypum ekki heiminn í einum vettfangi…….. eitt skref í einu.
Úff hvar á maður að byrja….
Þessi tilraunastarfsemi með leikkerfin er orðin ansi þreytt. Kæri Rodgers, vinsamlegast ákveddu 2 leikkerfi sem liðið spilar og æfir t.d. eins og 4-3-3 og 4-2-3-1. Haltu þig svo við það.
Svo eru það þessir blessuðu bakverðir okkar. Ótrúlegt að maður skuli vera farinn að spá í því hvað Enrique eða Flannagan séu að brasa þegar maður horfir á liðið spila. Stórlega efast um að Johnson fari á HM með Englandi í svona formi. Cissokho er svo klárlega enganveginn í þeim klassa að spila með liði í efrihluta bestu deildar í heimi.
Gerrard gat spilað sem annar miðjumaður árið 2007, nú er hinsvegar komið árið 2014 og eins og flestir sem eru komnir vel á fertugsaldurinn er hraðinn og yfirferðin farin að minnka. Gerrard leik skelfilega út í fyrrihálfleik og minnti einna helst á Poulsen. Svo er það staðreynd að til að vinna fótboltaleiki þurfa menn að vinna miðjuna. Aston Villa kafkeyrði Liverpool gjörsamlega í fyrri hálfleik. Það eru svo engin geimvísindi að Lucas Leiva á að vera fyrsta nafn á blað, alltaf.
Kolo kallinn varð undir í öllum baráttum í fyrri hálfleik og má segja að þessi fyrrihálfleikur hafi kostað okkur leikinn. Er eitthvað að frétta af Agger eða Sakho?
Ætla að leyfa Mignolet að njóta vafans en ég er ansi hræddur um að Reina hefði fengið að heyra það hérna ef hann hefði verið í markinu þegar við fengum á okkur mark no. 2.
Coutinho verður svo að fara að taka sig saman í andlitinu, síðustu 5 leikir hjá honum hafa vægast sagt verið skelfilegir. Margir sendingafeilar, of margar rangar ákvarðanir á síðasta þriðjung og svo vanrækir hann stórlega sína varnarskildu í liðinu og gleymir sér oftar en ekki í pressunni sem verður til þess að mótherjinn nær upp góðu spili á miðjunni sbr. í þessum leik á móti Villa. Maður væri kanski ekki að tala um þetta ef hann myndi taka réttar ákvarðanir og nýta öll þau færi sem hann fær, en svo er ekki.
Heilt yfir komu menn ekki til leiks með rétta hugarfarið og Brendan Rodgers stillti upp liði þar sem við urðum undir á miðjunni. Þetta kostaði 2 mörk á okkur en menn sýndu karakter og náðu því upp á korterskafla. Það var svo ekkert að frétta það sem eftir lifði leiks.
Nú er bara að vona að gráu hárunum á haunsum á Henry hafi fjölgað og hann hafi tekið með sér kortið til að strauja inn 1-2 nýja leikmenn áður en mánuðurinn er úti!
Þessi leikur var fyrir alla þá sem segja að það þurfi ekki varnarsinnaðan miðjumann á móti ákveðnum liðum á heimavelli. Lucas er bara hreinlega alger lykilmaður í liðinu og ætti alltaf að vera fyrsti maður (já eða annar á eftir Suarez) inn í liðið sama hver andstæðingurinn er. Svo má raða öðrum mönnum í kringum hann.
Þar kom að því að liðið myndi brotlenda á heimavelli. Það fer ekkert lið í gegnum heilt tímabil án þess að misstíga sig á heimavelli. Það ber líka að hrósa Villa fyrir vel skipulagðan og góðan leik. Þeir pressuðu hátt og keyrðu á veikleika Liverpool.
Mér þykir full einfalt að koma hér fram og taka út nokkra einstaklinga í liðinu og kenna þeim um úrslitin. Liðið var einfaldlega ekið spila vel í dag og ég myndi fyrst og fremst skrifa það á varnarleikinn. Þá á ég ekki við öftustu fjóra og markvörðinn, heldur varnarleik alls liðsins. Það segir sig sjálft á meðan liðið er að fá á sig 2-3 mörk í leik þá er erfiðara að sækja 3 stig. Ég held að það verði forgangsmál á æfingasvæðinu í næstu viku að þétta varnarleik liðsins,þó svo að það kunni eitthvað að bitna á sóknarleik liðsins, þá er lið með SAS innanborðs alltaf líklegt til að skora. Liðið sýndi mikinn karakter að koma til baka og því ber að hrósa.
Nú er bara að ýta þessum leik frá sér, nóg eftir af mótinu og risa leikur framundan.
Vandræðalega léleg frammistaða hjá okkar mönnum.
Frú Henry átti betra skilið.
Gerrard:
“If Brendan watches that game back I might be playing further forward next game. Or be on the bench.”
Svekkjandi, svekkjandi.
Margir hér glöddust að sjá svo sóknarsinnað lið og að Lucas væri kominn á bekkinn. Því miður gekk það alls ekki upp, eins og Gummi Ben sagði í hálfleik þá fengu miðjumennirnir Gerrard og Hendo nær enga aðstoð allan fyrri hálfleikinn og náðu aldrei neinum tökum.
Því miður erum við ekki tilbúnir í það að vera með Coutinho í 4-4-2 leikkerfi á meðan að hann nær ekki að aðstoða í boltapressu, sér í lagi þegar hann er farinn að lenda í vanda sendingarlega líka. Hefði viljað sjá Rodgers hafa áfram Lucas, SG og Hendo á þessari miðju þegar svo öflugt sóknarteymi eins og SAS eru fyrir framan.
Að því sögðu þá er ég handviss um að þessum leik hefðum við tapað á sama tíma í fyrra, og maður á að gleðjast að ná í stig eftir að maður lendir 0-2 undir, liðið manns leikur illa, stjarnan fer aldrei í gang og varnarleikurinn virkar fálmkenndur.
Cissokho og Kolo eiga að mínu mati ekki erindi í þetta lið, vissulega á Johnson erfitt þó hann hafi leikið betur í síðari hálfleik en maður er logandi hræddur þegar þeir bræður vinstra megin eru í action. Minn tepoki allavega. Auðvitað svekkir maður sig líka á því að Mignolet er að detta niður í formi en ég hef trú á því að það vinni hann til baka.
Kannski var ágætt fyrir eigendurna að sjá leikinn, ef við ætlum í 4.sætið þá held ég enn að við þurfum betri sóknarvæng en Coutinho eða öflugri miðjumenn en við höfum. Ég ætla ekki að ræða um vinstri bakvörðinn.
Maður leggst því á bæn að einhver þeirra Agger, Sakho, Flanno eða Enrique verði mættir í Merseyside derbyið og vonandi er hann Lucas ekki á leið í meiðsli…því ég held að leikur kvöldsins sýni einna best hversu mikilvægur hann er, auk þess hversu lek vörnin okkar er.
En þó maður leggist svekktur á koddann í kvöld þá var það núna með eitt stig í pokanum sem svo oft hefur verið tómur í svipuðum aðstæðum…
Þannig að ég reyni að halda glasinu hálffullu…
Ég held með Chelsea gegn Man U
Ég segi enn og aftur, Af hverju notar hann alltaf Skrtel og Kolo saman?
Þeir svoleiðis leka inn mörkum. Það hlýtur að vera hægt að setja Kelly eða Ilori þarna inn því þessir tveir eru engann veginn að ná saman.
Þeir hafa fengið 5 mörk á sig í tveimur leikjum gegn Aston Villa og Stoke! Það er ekki eðlilegt.
Ég sem hélt að 2 manna miðja og 442 hefði hvatt Anfield endanlega þegar Roy Hodgson fékk uppsögnina með tölvupósti.
Ánægður með svörin frá Rodgers eftir leikinn.
Hann talaði um það að hann sá að þetta var ekki að virka svo að hann breytti strax aðeins um taktín undir lok fyrihálfleiks og svo hélt hann þeiri taktík og setti Lucas inná.
Hann var spurður um hvort að hann hafi gert misstök með byrjunarliðið og hann sagði að liverpool hefur spilað svona áður en með betri úrslitum og ef þið viljið kenna einhverjum um tapið kennið bara mér um það.
Hann sagðist hafa verið ánægður með samtalið við eiganda liðsins og ef það bjóðast réttir leikmenn þá getur liverpool keypt þá.
Skýrsla komin inn.
sammála magga um að cissoko og toure eiga ekki erindi í þetta lið….. johnson átti einn af sínum ömurlegu leikjum í dag og það er farið að fjölga þeim all verulega…. honum vantar smá samkeppni for cryin out loud!!!!
einnig skil ég engan veginn að brendan hafi ekki áttað sig á því í stoke leiknum að gerrard GETUR EKKI!!!!!!!! spilað þessa fokking stöðu sem hann var í dag, hann er ekki varnasinnaður, hefur aldrei verið það og verður það aldrei.
en það er nú samt gaman að hafa komið til baka…. fyrri hálfleikur var einsog á móti arsenal alger skita frá a til ö en svo lagaðist það þegar leið á leikinn…. sanngjörn úrslit alveg klárt mál… liverpool átti alls ekki skilið að vinna þennan leik
ótrúlegt að Rodgers hafi farið í þessa uppstillingu. Rodgers í raun vanmat Aston Villa og átti skilið að tapa. Er bara með of gott lið til þess sem náði jafntefli.
Það sést í endursýningu á marki tvö að Johnson er alveg með boltann og kallar á Mignolet sem hlýðir ekki og snertir boltann sem verður til þess að Johnson nær honum ekki. Ótrúleg mistök og svona á ekki að sjást.
Annars hrikalega er Cissoko einfættur leikmaður. Það er alveg skelfilegt
Gerrard:
„If Brendan watches that game back I might be playing further forward next game. Or be on the bench.“
þá ferðu bara á bekkinn vinur.
Gríðarlega svekkjandi!
– 9 sigrar, 1 jafntefli og 1 tap á Anfield er hins vegar tölfræði sem ég ætla ekki að kvarta undan.
Það var gríðarlega sterkt og mikilvægt að koma til baka og jafna leikinn – þessi leikur hefði líklega tapast í fyrra.
Hef trú á að leikmenn stígi upp á móti Everton í næsta deildarleik og það eru spennandi tímar framundan!
YNWA!
Það sást bara vel í dag að það er bara ekki mikið pláss fyrir Gerrard lengur í þessu liði. Hann var frábær og þá sérstaklega sem AM, hann passar bara ekki inn í þetta já Rodgers hefði klárlega átt að fara útaf í halfleik.
sry hann verður bara að fara að setjast á bekkinn
Mjög svekkjandi leikur. Finnst samt umræðan hér um Gerrard vera svolítið skrítin. Vissulega er hann ekki að bera uppi miðjuna eins og hann gerði en þetta er frábær liðsmaður sem ætti að geta fallið vel að góðu liði, þ.e. orðið einn af 11. Það eru hugsanlega gerðar of miklar kröfur til hans út frá fyrri getu. Vonandi breytist það en hann á klárlega ekki að vera á bekknum, bara ekki að ætla sér um of.
Brendan klúðraði þessum leik alveg.
Að vera í þessari tilraun með Gerrard á krítísku augnabliki í baráttunni um 4. sætið er ekki bara alls ekki ásættanlegt. Lucas var fullfrískur á bekknum og kann stöðuna frá A-Ö.
Afhverju að fara kenna Stevie G. þessa stöðu núna?
Við höfum alls ekki efni á neinu rugli á þessum tímapunkti. Þetta 4. sæti núna skiptir of miklu máli fyrir framhaldið. það má gera tilraunir í leikjum sem skipta ekki máli en þetta eru fáranleg mistök. Ég er alveg bálreiður því þetta skrifast bara á stjórann…
Það er svakalegt hvað liðið á orðið erfitt með að spila upp völlinn úr vörninni.
Það nægir smá pressa frá hvaða liði sem er, þá er sett í gamla Stoke gírinn og dúndrað fram.
Johnson…….. hvar er maðurinn eiginlega staddur? Hann var stórkoslegur í byrjun tímabils, en nú er svo komið að hann er næstum verri en enginn!
Cissokho þarf bara ekkert að ræða! Greyið karlinn!
Miðverðina er bara fátt jákvætt hægt að segja um….
Ég held ég myndi setja Rogers í skammarkrókinn fyrir þessa tilraun í dag, en……. ég ætla að skrifa hann sem mann leiksins vegna þess þegar allt var að fara til fja…… þá brást hann rétt við og gerði breytingu sem gaf liðinu allan séns á að vinna leikinn.
Ég vona bara innilega að þessi tilraun með Gerrard aftastan í dm sé núna dauð….. Fyrirliðinn virðist í það minnsta vera sammála mér!
Nú er bara vona að liðið girði í brók og taki næsta leik!
Sælir félagar
Ég sá á stuðningmannasíðu í Hong Kong að Gerrard fékk flest atkvæði sem maður leiksins og Hendo í öðru sæti. Gaman að því hvað austurlandamenn eru ósammála okkur hér. 😉
það er nú þannig.
YNWA
Við vorum með baneitraða miðju með Lucas,Allen og Henderson. Svo hættir Gerrard að vera meiddur, hann er samt ekki nægilega þolmikill til að vera í sama hápressugír og Henderson er alltaf svo hann er settur í DM, sem hann bara getur ekki gert hjá okkur.
Gerrard er svo mikið legend að Rodgers hefur eiginlega aldrei viljað bekkja hann, en fjandinn núna á hann bara að fara á bekkinn.
Svo eins mikið og við höfum verið að kaupa varnarmenn.. þá vantar okkur vinstri og hægri bak augljóslega líka. Cissokho er championship leikmaður og varla það.
OPEN ZE WALLET
Já þetta var vont. Virkilega vont. Töpuðum þessu augljóslega á miðjunni.
Roy Rodgers verður að fara passa betur hverju hann blaðrar enn einu sinni í fjölmiðlum. Í vikunni minnist hann smá á titilbaráttu, eitthvað sem hefur bara endað með einu síðastliðinn ár. = Við miklumst við þetta og skítum á okkur næstu leiki á eftir.
Hann minnist í vikunni líka á að Gerrard gæti orðið næsti Andrea Pirlo og gæti vel spilað þangað til hann verði 40 ára. = Lætur Gerrard spila sem holding midfielder í 2 manna miðju með virkilega hrikalegum afleiðingum.
Mikið rosalega er ég orðinn þreyttur á að leikmenn og þjálfarar Liverpool geri stöðugt sömu mistökin leik eftir leik, ár eftir ár. Skori endalaus sjálfmörk þar og hjálpi andstæðingum. GRJÓTHALDIÐI KJAFTI Í FJÖLMIÐLUM, HÆTTIÐ AÐ BÚA TIL ENDALAUSAR SKÝJABORGIR LANGT FRAMMÍ TÍMANN OG EINBEITIÐ YKKUR BARA AÐ NÆSTA LEIK!
Miðað við ummæli Gerrard eftir leikinn þá er hann hreinlega að biðja Rodgers að sýna hann hafi pung til að setja sig á bekkinn. Gerrard er búinn að eldast alveg rosalega hratt og greinilegt að 15 ár að stanslausri miðjubaráttu í enska boltanum + landsleikir eru búin að hafa gríðarleg áhrif á skrokkinn hans. Að halda að þessi maður geti orðið einhver fertugur Pirlo er alger klikkun. Ferguson tókst að láta Scholes og Giggs endast þetta lengi með löngum hvíldartímabilum og hreinlega banna þeim að spila með sínum landsliðum. Gerrard er búinn að þvæla sér í gegnum hvaða áskorun sem er í 15 ár allan ársins hring og er hreinlega á síðustu bensíndropunum. Bara tótal rugl að setja hann á þessum aldri beint aftur inní liðið á þennan hátt eftir enn ein meiðslin.
Maður hefur líka pínu áhyggjur að öllu liðinu í heild, ekki bara vörninni. Það virðist enginn leikmaður í Liverpool fyrir utan Suarez og Henderson hafa úthald og greddu í meira en 45mín í hverjum leik. Jólatörnin tók greinilega mikið útúr liðinu. Það er mögulegt að við höfum náð í toppbaráttuna með því að keyra liðið algerlega út líkamlega fram að jólum og séum að fara gefa mikið eftir núna á næstu mánuðum ef við fáum ekki alvöru liðsstyrk strax í janúarglugganum.
Enska deildin er langhlaup en ekki spretthlaup og það þýðir ekkert að sprengja sig á fyrstu metrunum. Við erum að eyða orkunni á soldið vitlausum stöðum núna og gera mönnum eins og Gerrard mjög erfitt fyrir. Erum líka að treysta á og keyra Suarez alveg út og vel mögulegt að hann eigi jafn slakan jan-mars og hann átti í fyrra. Ef það gerist þá verðum við varla í baráttu um 4.sætið í vor þó við eigum heimaleiki eftir gegn flestöllum toppliðunum og erum ekki í neinni Evrópukeppni.
Sigur í næsta leik gegn Everton er eiginlega orðið algert must, að ná inn sigrum á meðan við höfum enn orku. Höfum bara ekki enn breidd eða leikmannhóp í að spila þennan “death by football” bolta sem Rodgers boðaði né þennan hraða skyndisóknarbolta sem við spilum í dag. Þú getur ekki spilað alla leiktíðina á 100/km hraða. Arsenal og Man City eru þessa dagana að vinna solid sigra sem reyna ekki of mikið á liðin, vörnin og miðjan heldur bara og eru með hæfileikamenn frammi sem klára þessa leiki. Liverpool verður bara að finna leið til að vinna þessa leiki með lítilli áreynslu og spara sig fyrir stóru leikina. Tilraunin fyrr á leiktíðinni með 3-5-2 leikkerfið gekk t.d. vel. Vorum að ná mjög góðum úrslitum þrátt fyrir misjafna spilamennsku með að láta liggja á okkur og spara krafta fyrir key moment í leikjum. Hví ekki að reyna eitthvað nýtt aftur? Hví ekki að spila með demantamiðju með Coutinho þar á toppnum og gefa eftir kantana. Gerrard fengi meiri stuðning og Coutinho myndi spila betur þar enn sem vinstri kantmaður þar sem hann fær engan stuðning frá bakverðinum.
Það er bara skandall að geta ekki unnið jafn slakt varnarlið og Aston Villa. Á að vera rútínu vinnusigur hafi menn rétt prinsipp í gangi. Þessi vörn hjá okkur er bara djók og laus við allt sem heitir sjálfstraust. Svona gerist þegar Skrtel er aðalmaðurinn í henni. Liðið bara getur ekki haldið hreinu. Fyrst Henry ætlar að halda svona fast um veskið og styrkir ekki liðið með alvöru leikmannakaupum fyrr en næsta sumar þá verðum við að fá 1-2 leikmenn á láni strax í janúar. Annars tel ég að við náum ekki í Meistaradeildina.
Annars varðandi þetta að kenna Rodgers um útaf taktík, mér finnst bara allt í lagi að stjóri sé að prófa nýjar uppstillingar, hann lærir þá bara af reynslunni og breytti strax í hálfleik og leikurinn gjörbreyttist.
Frekar vill ég mann sem vill taka áhættur og prófa eitthvað heldur eitthvað vanafast gimp sem skiptir ekki inná fyrr en á 85 mínútu
Ömurlegur fyrri hálfleikur og miðað við hann áttum við lítið meira skilið. Ég hef svosem ekki miklar áhyggjur af þessu, þetta hlýtur að skána þegar meiðslalistinn styttist – sérstaklega í vörninni. Ég vona bara að Suarez karlinn sé ekki að detta í einhverja vitleysu, mér finnst hann hafa verið heldur viðkvæmur fyrir snertingu undanfarna leiki.
Mjög góð leikskýrsla. Ég vil ekki vera neikvæður, en sorry strákar vörn og markvarsla er ekki í top 4 klassa, heldur svona í 10. – 12. sæta klassa. Sammála Einari með að enginn í vörninni okkar myndi komast í byrjunarlið hjá top 4 liðunum. BR hlustaðu! Skrtel-Toure comboið er ekki að virka! Cissokho og Johnson, dísus hvað þeir voru lélegir þá sérstaklega Cissokho.
Strákar, plís ekki halda því fram að við þurfum ekkert að styrkja okkur til að ná top 4 í vor. Við þurfum tvo sterka leikmenn, einn öflugan miðjumann og einn öflugan hægri bakvörð.
Ég er ekki að sjá þetta lið vinna Chelsea, Arsenal og City á Anfield, því miður, ekki með þessa vörn. Ljósið í myrkrinu er að það styttist í Sakho og Flanagan. Ég trúi því varla að ég sé að fagna því að fá Flanagan……..finnst það eitthvað skrýtið, en samt er það bara þannig miðað við það úrval sem við höfum í vinstri bakvaðastöðunni í augnablikinu.
Lucas er meiddur og verður örugglega eitthvað frá. Nú þarf Allen að stíga upp.
Kvíði fyrir leiknum á móti Everton eftir 10 daga.
Þetta er ósköp einfalt, bara ráða Steve Clarke aftur og fá hann til þess að laga vörnina hjá okkur.
Það er algjörlega út í hött að geta ekki haldið hreinu í neinum einasta leik.
Liðið var ömurlegt í dag, það þarf ekki að hafa fleiri orð um það.
Það að eigandanirfillinn var þarna á leiknum hefur því miður ekki nokkur áhrif, hvorki á liðið né leikmannakaupin, sem ég hef ekki trú á að verði nokkur. Að horfa á viðbrögð hans við jöfnunarmarki Gerrards var eins og að horfa á viðbrögð manns sem skilur ekki brandara, fyrr en eftir á. Þetta sýnir hve mikið vit hann hefur á þessari íþrótt og því er það undir þeim, sem segja honum til hvort eitthvað, sem akkur er í, verður keypt til liðsins núna. Vonandi eru ráðgjafarnir góðir.
Við vorum einfaldlega 2-3 mönnum færri í fyrri hálfleik. Gerrard var svo afspyrnuslakur í fyrrihálfleik að hann hefði bara átt að klæða sig í Aston Villa búning. Coutinho var alveg úti á þekju, meira og minna allar hans sendingar klikkuðu. Johnson sást varla í mynd. Cissokho klaufalegri en Djimi Traore …. á svelli …. á línuskautum.
Það var jafnara í liðum í seinni hálfleik og ég er eiginlega bara feginn að það fékkst þó stig því eftir að Villa komust í 0-2 var ég handviss um að við myndum bara skíttapa þessum leik.
Henderson var fínn, stoðsendingin hans á Sturridge var einfaldlega konfekt. Sturridge skoraði flott mark, en lítið annað. Suarez reyndi og reyndi en lítið gekk upp.
Glaaaaataður leikur en miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist (eða a.m.k fyrstu 44 mínúturnar) þá er þó 1 stig bara fínt, þetta hefði getað endað mun verr.
Mignolet
Flanagan, Sakho, Skrtel, Enrique
Lucas(c), Allen
Sterling, Suarez, Coutinho
Sturridge
Þetta er besta liðið okkar í dag. Þarna erum við þéttir varnalega og með gríðarleg gæði og hraða í sókn.
Lucas á að taka við armbandinu þegar hvorki Agger eða Gerrard eru inná.
Ég verð að viðurkenna að ég er búinn að hugsa það margoft í vetur að Gerrard sé einfaldlega orðin lélegur en það er yfirleitt á meðan á leik stendur og oftast þegar staðan er 0-0 eða verra. Svo eftir leikinn les maður eitthvern “sérfræðing” tala um að Gerrard sé svo frábær og hann átti svona margar heppnaðar sendingar og hann stjórnar hraðanum á leiknum og allskonar reynt að upphæfa skipperinn okkar. Þá hugsar maður, já hann er alveg góður ennþá ég var bara full fljótur að hugsa þarna í stöðunni 0-0 að hann væri búinn að missa það! Já hann er bestur! ….. NEI! ekki aftur, hann er kannski ekki búinn en það er ekki langt í það!
Þetta er það sem er jákvætt við að hafa hann í liðinu:
Föst leikatriði og hann getur haft áhrif á dómgæsluna útaf hann er hann (ekki ósvipað og Ferguson bara ekki alveg jafn mikið). That’s it!
Hann er hægur, hann missir boltann oft, hann á mikið af feil sendingum, hann skorar ekkert í opnum leik.
Hann á heima á bekknum. Hver veit nema hann verði svaka supersub, koma inná á 70th min á móti þreyttum löppum. Þá kannski gæti hann reynst okkur á svipaðan hátt og hann gerði í denn.
Ég ætla að standa við þessa skoðun að hann sé ekki lengur nógu góður þótt hann tryggi okkur sigur í næsta leik á móti Everton og verði valinn MOTM!
Liverpool að enn eitt gefins vítið, núna annan leikinn í röð. Getur verið að þeir fái flest vítin í premier league?
Einhver?
liverpool verður alltaf lið sem er svona 2-3 heimsklassaleikmönnum frá því að vinna enska meistaratitilinn.
juju þetta var frekar soft víti og allt það en þið gætuð ekki nefnt mér einn framherja sem hefði reynt að standa þetta af sér þegar liðið er 2-1 undir. hann hefur bara hugsað ef ég fer niður þá fæ ég annaðhvort víti eða gult spjald og ég held að honum gæti ekki verið meira sama um að fá gult spjald.
Já þetta var frekar súrt. Fyrir leik átti ég von á nokkuð öruggum sigri en þegar maður fór að skoða Aston Villa liðið betur þá runnu smá grímur en þó ekki þannig að maður væri ekki frekar öruggur með sigur miðað við heimavallarformið. En svo kom uppstillingin í ljós og þá sá ég bara tapið gegn Southampton í fyrra. Það er alveg fullreynt með þessa uppstillingu og við erum ekki með nógu sterka vörn til að hafa hana svona exposed. Mér sýnist að Brendan Rodgers sé eiginlega farinn að ofmeta leikmenn og þar með liðið eftir margar frábærar frammistöður í vetur. Þess vegna þurfi hann og liðið alltaf að fá smá spark reglulega.
En lærdómarnir eru þessir:
1. Við ráðum ekki við að spila án Lucas Leiva. Eins og komið er inn á hér að ofan ætti hann að vera fyrsti eða annar maður á blað. Það er mikilvægara að hafa hann – og þriggja manna miðju – heldur en að hafa endalaust af sóknarmönnum inni á vellinum. Lykillinn að sigrum er að ná tökum á miðjunni til að hægt sé að þjónusta senterana.
2. Það er ekki skrýtið að vörnin sé slök þegar fjórði kostur er í haffsentinum og þriðji kostur í bakverðinum. Og þeir eru báðir vinstra megin í vörninni. Tilviljun að Aston Villa hafi sótt meira þeim megin? Held ekki. Við getum ekki kennt Rodgers, Toure eða Cissokho um þennan part í töpuðum stigum, því það er einfaldlega ekki betra til í þessar stöður meðan meiðslin hrjá þessar stöður svona illa. Hver er þriðji vinstri bakvörður hjá Arsenal? Veit það einhver?
3. Mignolet dalar ótrúlega fljótt miðað við Liverpool-markmann. Oftast ná þeir nokkrum góðum árum áður en þeir verða lélegir. Ég hef sagt í mörg ár að það sé eitthvað verulega bogið við breska markmannsþjálfara og þegar Reina var upp á sitt besta var spænskur markmannsþjálfari hjá klúbbnum. Þetta þarf að laga, því Mignolet getur alveg verið góður markmaður.
4. Coutinho, Coutinho, Coutinho. Nú er kannski ágætis tækifæri til að hvíla hann aðeins. Við megum ekki gleyma hversu ungur hann er og alls ekki afskrifa hann. Hann þarf smá hvíld og sóknarsköpunin má ekki hvíla svona rosalega á hans herðum. Kippum honum út, förum í 4-3-3 með Sterling, Suarez og Sturridge upp á topp. Svo þegar aðrir fara að dala þá fær hann sénsinn aftur.
5. Glen Johnson. Ekki beint arfaslakur í dag eins og hann hefur verið, en kannski þarf hann líka á hvíldinni að halda. Við þurfum meira og betra stöff frá honum sóknarlega ef við ætlum að halda áfram að pressa við toppinn á deildinni.
6. Svona leikir eru ástæðan fyrir því að við eigum engan veginn raunhæfan möguleika á titli. Rétt eins og flestir hérna gera sér grein fyrir. Við þurfum að fækka svona leikjum eins og hægt er til að halda áfram baráttunni um 4. sæti. Ef margir fleiri svona koma þá eigum við ekki séns í fjórða sætið, svo einfalt er það.
Enginn heimsendir, en “létta” prógrammið er ekki svo létt, er það? Hef ekki trú á því að allir skyldusigrarnir skili sér. Ef við höldum í tvö stig pr. leik þá erum við í góðum málum.
Mikið hefði verið gott að hafa Sakho leikfæran gegn þessum lurkum sem AV tefla fram. Toure er ágætur varamiðvörður og stórfínn karakter, en hann var ekki alveg að valda þessu hlutverki í dag.
Gerrard kann allt sem þarf til að sinna holding hlutverki, en þetta virtist samt riðla miðjunni algjörlega – áhrifin á heildina höfðu meira að segja en það sem einstaka menn voru að gera. Fyrir utan að það besta við Gerrard virtist tapast í leiðinni; sýnin fram völlinn, sköpunargáfan og það. Þetta leit betur út á pappír en í raun, svo mikið er víst!
BR sá a.m.k. hvað var í gangi og barði í brestina. Hann má eiga það karlinn.
Bakverðirnir voru alveg heillum horfnir, eins og í síðustu leikjum. Cissokho virðist nánast detta í e-s konar panic attack þegar hann fær boltann. Getur ekki borið boltann fram og leitað að samherja til að gefa á samtímis. Það stíflast allt þegar hann fær boltann. Þessi maður kann að spila fótbolta, en virðist hafa gleymt því.
Johnson er sterkur og klókur, en virðist bara alveg kaldur þessa dagana. Það myndi muna hrikalega mikið um hann í sínum besta gír. Johnson og Sturridge ættu að vera sterkur öxull hægra megin með utanhlaupum, cutbacks o.s.frv.
Coutinho var mun skárri fremst á miðjunni en vinstra megin eftir 3-5-2/3-4-1-2 (jafnvel eins konar 4-2-4?) breytinguna í fyrri hálfleik. Hann hefur allt sem þarf til að verða hágæða knattspyrnumaður. Munum að hann er 21 árs og að væntingarnar til hans eru oft á tíðum gríðarlegar.
Sturridge gaf okkur vonarglampa fyrir hálfleik og Suarez gerði hárrétt í teignum þegar hann sótti vítið. Endursýningar á SKY sýna snertingu, gras kastast af skónum o.s.frv og allir þar virtust sammála um að þetta hefði verið réttur dómur. Ef menn standa svona af sér, fá þeir ekki neitt. Það er ekki beinlínis réttur hvati til að vera harður, eða hvað? Þar er frekar við dómara en leikmenn að sakast, að mínu mati.
Þessi leikur sýnir kannski hvað sum hlutverk í fótbolta geta verið vanmetin og hversu góðan leikskilning og auga getur þurft til að koma auga á gæðin. Leikurinn snýst jú um fleira en að pota boltanum í markið. Þótt Lucas sé ekki sami maður og hann var fyrir meiðslin, er hann mjög mikilvægt tannhjól í gangverki liðsins.
Ekki alveg nógu heppilegt að ná ekki þremur stigum á Anfield í dag, en að svo búnu vona ég að Chelsea vinni Manchester United á morgun!
“Johnson og Sturridge ættu að vera sterkur öxull hægra megin með utanhlaupum, cutbacks o.s.frv.” átti augljóslega að vera “Johnson og Sterling ættu að vera sterkur öxull hægra megin með utanhlaupum, cutbacks o.s.frv.”
Dabbi Majónes græjar Móra og Everton fær stig á útivelli. Við ennþá í CL sæti, Everton í næsta leik, klár sigur þar og allir sáttir. YNWA…
Coutinho er frábær sóknarmaður en hann leit út eins og Moses þegar hann var að fá boltann á eigin vallarhelmingi að þurfa bera hann upp eða reyna langar sendingar. Hann var ekki á sínum stað á vellinum.
Þetta finnst mér nr. 1 sem þarf að laga fyrir næsta leik.
Var ekki spilað fyrr á tímabilinu með hann fyrir aftan SAS og síðan Lucas, Gerrard og Henderson fyrir aftan?
Maður sér varla neina aðra lausn og hún þýðir að fórna þarf Sterling….nema setja hann i bakvörðinn.
Ég reyndar tippa að við erum að fara sjá það
Suarez – Sturridge
Coutinho
Henderson Lucas Gerrard
G.Johnson Skrtel Toure Sterling
Mignolet
Ég var frekar fljótur að loka á alla fótboltaumræðu og fótboltapælingar eftir þennan leik í kvöld, enda beið mín matarboð við lokaflaut dómarans. Ég hugsaði með mér að ég myndi safna hugsunum aðeins, forðast hysteríuna í kringum dýfarann Suarez og Mignolet og allt saman og koma svo hér inn og setja eitthvað af viti niður á blað.
Ég þarf þess ekkert. Einar Örn er 100% með þetta. Þannig að ég tek bara undir það sem hann sagði.
Fowler Vor!
Þú sem ert á Anfield
verði þín snilld
tilkomi þín markamet
gef oss í dag vort daglegt mark
og vér fögnum marki því sem þú skorar
Eigi leið þú oss í tapleik
heldur frelsa oss frá Man shitty
því að þinn er Anfield, borgin og leikurinn
um allar leiktíðir spilaðar
YNWA!
Mér finnst menn vera að lofa Lúkas okkar full mikið. Sannleikurinn er sá að hann er alveg einstaklega mikill miðlungsmaður. Það var ekki hans spilamennska sem kom jafnvægi á leikinn í dag heldur sú staðreynd að það kom “auka” maður í holuna.
Brendan fannst mér bregðast of seint við. Það var ljóst alveg frá byrjun að Villa átti miðjuna frá A til Ö og því hefði mátt gera taktískar breytingar mun fyrr. Jafnvel þó að engar skiptingar hefðu verið gerðar, bara að bomba Luis/Daníel á kantinn, Filip á miðjuna og Stefáni í djúpan hefði róað þessa vitleysu sem hófst á fyrstu mínútu.
Þessi leikur hefði með réttu endað með tapi, en það liggur við að dómarinn hefði getað verið í rauðri treyju. Jebb, I said it. Auðveldlega versti leikur sem ég hef séð á tímabilinu.
En vondir leikir koma reglulega hjá öllum liðum og þrátt fyrir frammistöðuna er þetta langbesta Liverpool lið sem ég hef séð í þó nokkur ár, þrátt fyrir að það vanti talsvert upp á breiddina (og kannski pínu gæðin). Með einum heimsklassa DCM og bráðefnilegum hægri bakverði (og jafnvel kantspilara) til viðbótar er liðið í toppmálum.
Ókei. Ég er ekki búinn að skoða nein ummæli hér inná síðunni eftir leikinn. En nú er ég ný kominn heim af balli og frekar fúll. Núna ætla ég að leifa mér að bölmóðast.
Hvað í andsk. er í gangi. Hvaða miðlungsmeðalmennska er í gangi. En tapar B.R taktískri baráttu. Nenni þessu ekki er farinn að sofa.
Johnson, Cissokho, Gerrard og Coutinho virðast ekki geta gert neitt rétt þessa stundina.. Búnir að eiga slakt tímabil.. Svo er Mignolet að missa dampinn, ef við ætlum okkur í Meistaradeildina þá verðum við að rífa okkur upp!
Okei, ég hef spilað fótbolta og geri enn. Þó það sé í 4 deildinni á íslandi sem er prump á miðað premiership þá veit ég það að þegar ég er látin í ákveðna stöðu á vellinum sem ég hef kannski ekki mikið spilað þá gef ég mig allan fram í það verkefni.
Þótt ég hefði setið á miðjuhringnum á Goodison Park með lokuð augun og ipod á hæstu stillingu að hlusta á Ham hefði ég fundið það að Gerrard nennti þessu verkefni ekki.
Varnarvinnan var til skammar og hann lét DELPH og WEISTERWOOD eða hvað hann heitir rústa sér. Út úr hóp með minn mann NÚNA….
Ég skil það alveg að það er gaman að vinna 6 eða 7-0 með eigendurnar á vellinum og þegar ég sá uppstillinguna þá var fyrsta sem ég hugsaði að Rodgers ætlaði svo sannalega að sýna þeim að hann væri maðurinn. Miðjan tapaðist bara á fyrstu mínútu og ef hann hefði haft nógu síðan pung hefði hann átt að skipta Coutinho sem ég hef verið að bakka upp á síðkastið eftir 30 sek. Versti leikur hans og leikmanns Liverpool í langan tíma.
Ég sagði við vin minn að þetta myndi vera ströggl en við myndum líklega punga út 3 stigum. Hann spurði afhverju og ég sagði honum að Skrtel og Toure spila bara ekki vel saman.. Og hvað þá þegar Cissokho (Skilum Honum) er með þeim og GJ er á þurrktímabili (Hlýtur bara að vera)….. Þegar ungur, óreyndur, enga þjálfarareynslu, íslenskur sófaamateur sér það, hvernig getur þjálfari einn stærsta merkasta klúbbs í heimi ekki séð það????? Ég náði þó að halda ró minni, þökk sé íslenska landsliðsins.
Kúdós á að koma til baka með tvö mörk. Leysa vandamálið á miðjunni. Sýna Karakter.
Mínusstig fyrir að leysa ekki miðjuvandamálið fyrr en að vera 2-0 undir. Er sannfærður um að ef Lucas eða Allen hefði komið inná snemma í fyrri/byrjað, þá hefði þetta verið solid 2-0 sigur uppí slátrun.
Drullu svektur, búnir að fá 5 mörk á okkur í 2 leikjum, það er ekki ásættanlegt og BR gerir auðvita eitthvað til að laga þetta en svona er boltinn og auðvita vinnur ekkert lið alla leiki.
Þetta var sögulega slök frammistaða í fyrri hálfleik. Líklega það versta sem ég hef séð frá Liverpool undir stjórn Brendan Rodgers. Yfirgengilegt andleysi og getuleysi í gangi. Ef menn ætla að vera í CL á næsta ári þá verður að fá 3 stig útúr svona leikjum, en mannskapurinn hefur greinilega ekki mikinn áhuga á að enda í topp fjórum miðað við þennan viðbjóð sem boðið var uppá í dag.
Coutinho var gríðarlegar slakur í þessum leik og hefur verið það undanfarið. Hörmulegar lélegar sendingar frá honum allan fyrri hálfleikinn. Það má setja hann á bekkinn í nokkra leiki núna
Brendan Rodgers ákvað af einhverjum óskiljanlegum ástæðum að hafa aldna Gerrard sem djúpan miðjumann í þessum leik og bara Jordan Henderson til að hjálpa honum. Að sjálfsögðu skilur enginn af hverju og auðvitað fór það eins og allir í heiminum nema Brendan Rodgers bjuggust við. Gerrard var einu sinni SVAKALEGUR leikmaður sem virtist geta spilað allar stöður og hlaupið endalaust, en hann er ekki sá leikmaður í dag. Að ætla honum að spila sem varnarsinnaður miðjumaður þar sem hann þarf að hlaupa úr sér lungun og lifur ber vott og kristaltæra heimsku og ekkert annað.
Aly Cissokho, ég segi það aftur, hver sá sem scoutaði þennan leikmann og fékk það út að Liverpool þyrfti að fá hann, það þarf að reka þann mann núna strax. Þessi leikmaður lætur Djimi Traore líta út eins og Philipp Lahm. Cissokho getur í alvöru ekki rekið fótboltann þó hann sé einn vellinum. Ég man ekki eftir að hafa séð svona hæfileikalausan leikmann í Liverpooltreyjunni, og þó er um auðugan garð að gresja á því sviðinu, því miður.
Bíalsalinn Kolo Toure er núna alveg hreint afspyrnu lélegur miðvörður. Hann var kannski góður á einhverjum tímapunkti, en þetta er alveg búið hjá honum í dag. Hann var í einhverju viðtali um daginn þar sem hann sagði að Mancity hljóti að sjá eftir því að hafa látið hann fara. Það hlýtur að vera lesið reglulega á Etihad til að koma mönnum í gott skap þar á bæ.
Simon Mignolet er sami trúðurinn og Pepe Reina. Mignolet byrjaði áætlega, en staðreyndin er sú að við erum núna með markmann sem gefur a.m.k. eitt mark í leik.
Hörmuleg leikmannaviðskipti Brendan Rodgers í sumar munu mögulega kosta Liverpool sæti í meistaradeildinni á næsta tímabil. Ekki einn leikmaður sem Rodgers fékk hefur styrkt liðið. Nokkrir af þeim, Alberto, Aspas og Moses er svo lélegir að þeir komast varla í hópinn, Cissokho er sennilega lélegasti bakvörðurinn í deildinni, Toure er algjörlega búinn á því og núna þurfum við að skora a.m.k. 2 mörk í leik því við vitum að Mignolet mun alltaf gefa eitt mark. Fáránlega heimsk leikmannakaup.
Setja Gerrard í hægri bakvörð , flottur þar
Sæl og blessuð.
Nú þarf að kalla til krísufundar, setja aukaskeiðar ofan í kaffisíuna og hleypa engum út fyrr en reykurinn hvíti líður út um strompinn með skilaboðunum sem við bíðum öll eftir: Við erum búnir að finna lausn á vandamálinu í vörninni. Ok, en takið ykkur nokkrar andvökunætur til viðbótar og reddið miðjunni líka – og bæðövei, við tókum hitann af svona til að hjálpa ykkur að komast að niðurstöðu. Þið fáið að halda internetinu.
Fyrr mega engir draumóramenn leyfa sér lygna aftur augum í sæluvímu og láta hugann reika um ókomna sigra og fagurrauða borða á bikar. Fuglinn Fönix er vissulega ekki dauður úr öllum æðum en mikið skelfing á hann erfitt með að fljúga vængjum þöndum upp úr öskustónni. Þurftu það nú að vera þeir fjólubláu Brimarhafnarmenn í annað skiptið sem kipptu okkur á jörðina, toguðu okkur niður úr efrikojunni þar sem við sváfum með sælubros á vör.
Wakey Wakey, eggs and bakey.
Hvað er til ráða? Eru til sjö ráð til árangurs? Hvað með að vera svolítið próaktívur? Vera ekki alltaf með mynd af sóknartrölli andstæðingsins á skrifborðinu vikuna fyrir leikinn? Byggja á því spili sem virkar vel fyrir okkur, fremur en að láta “hina” stjórna því hvernig öllu er stillt upp? Og svo eru menn eins og ölvaðar kýr í hálku, réttir menn á röngum stað. Miklu nær að leyfa “hinum” að óttast þá margreyndu formúlu sem virkar svo vel.
Ég spáði því fyrir Stafnfurðubardaga að níu stig myndu fara forgörðum það sem eftir lifði tímabils. Nú eru fimm þeirra horfin og koma aldrei til baka. Þá eru fjögur eftir, það gera tvö jafntefli og restin eru sigrar.
Er það líkleg spá? Hún er það vissulega fyrir lélega spámenn eins og mig, sem kann betur að rýna í fortíði en framtíð. En samt … Lausnin er svo átakanlega skýr og ljós. Stoppa þarf í götin, taka nokkra leiki þar sem vörnin vinnur leikinn og SAS pot’onum inn í eitt skipti eða tvö. Hætta þessu rugli – burt með mörk úr hornum, enga belgíska súkkulaðiúlnliði, ekki hrasa fyrir framan vítateig, ekki senda fasta bolta á markið!
Komi sú niðurstaða út úr krísfundum á Melwood sem leysir þau vandamál er aldrei að vita hvað bíður okkar. Afskrifum því ekki spá mína fyrr en allt rugl er komið til grafar.
Ætli Henry hafi tekið Ólaf Ragnar á þetta og mætt inní klefa fyrir leik og jinxað þetta.. Er með það á tilfinningunni.. Un-funny feelings
Þetta var ekki aukaspyrna, fyrir mér ætti Suarez alveg inni umdeilda dóma ef tekið er mið af ofbeldinu sem hann gengst undir leik eftir leik án þess að auga sé blikkað!
[img]http://farm3.staticflickr.com/2893/12021431454_df69da7992_o.gif[/img]
Hættum nú að tala um þessi leiðindi sem þessi leikur í gær var. Meistari Robbie Fowler er á leiðinni á skerið – gleðjumst félagar.
mér finnst ekki nógu mikið rætt um vítið sem liverpool hefðu átt að fá í stöðuni 0-0 þegar man ekki hver fékk hann svo greinilega í hendina og boltinn fór rétt framhjá dómarinn dæmdi hornspyrnu svo hann hlýtur að hafa séð hver snerti hann og hvar hann snerti hann og ég er sannfærður að hefðum við fengið víti þarna hefðum við klárað leikinn á svona 10 mínutum þetta hefði kveikt í öllum 8 sóknarmönnum liverpool í þessum leik.
skil ekki að menn skuli tala um umdeilda vítaspyrnu, þetta er klár snerting og þar með er þetta klárt víti og mér finnst algjör óþarfi að hjá sumum liverpool mönnum að verja þetta með því að suarez eigi inni hjá dómurunum út af ýmsu brotum sem ekki hafa verið dæmd.
Hvað borguðu Tottenham fyrir Eriksen?
Það versta við kaupin hans Rodgers í sumar er að við vorum með jafngóða menn ef ekki betri í þeim stöðum sem hann verslaði í.
Pepe Reina v.s. Simon Mignolet.
– Þeir eru á pari en ég held að fleiri lið myndu veðja á Reina í búrinu frekar en Mignolet. Belginn er farinn að taka upp á því að gera mistök eins og sá Spænski undir það síðasta á Anfield.
Suso v.s. Luis Alberto
– Það skal enginn segja mér að þessi Alberto hafi e-ð sem Suso hefur ekki. Keyptum hann samt á meiri pening en við fengum fyrir Shelvey sem er fastamaður í Swansea.
Fabio Borini v.s. Iago Aspas
– Þessir leikmenn eru á pari en Borini er yngri, með landsleiki á bakinu og meiri reynslu úr efstu deildunum í Evrópu.
Tiago Ilori v.s. Andre Wisdom
– Við erum klúbbur sem hefur ekki mikið á milli handanna. Eyddum samt 7m punda í miðvörð sem hefur varla komið nálægt byrjunarliðinu. Má vel vera að hann sé efnilegur en við erum með marga efnilega stráka en skortir gæði.
Þarna fóru t.d. um 20m punda í leikmenn sem hafa ekki skilað einu einasa framlagi til Liverpool í vetur, Aspas, Alberto og Ilori. Einu kaupin sem koma hugsanlega til með að styrkja liðið til muna eru kaupin á Mamadou Sakho. Verðum að gera betur ef við ætlum að drulla okkur í þessa Meistaradeild.
Ekki gott að tapa stigum á heimavelli á móti svona liði. Rogers verður að stilla liðinu rétt upp.
Hefði getað farið ver, en ÁFRAM LIVERPOOL!!!!!!!!!!!!
Eg held það sé fullreynt að hafa gerald í varnastöðu, það drepur niður flæðið á miðjunni. ég væri frekar til í að hafa Gerald á bekknum en í stöðu djúps miðjumanns.
eigum bara lélega varnarmenn, löngu sannað. Lucas lélgegur og ekki er Gerrard skárri í þeirri stöðu. Þurfum alvöru djúpan miðjumann og menn verða fara hætta leka inn mörkum, Bakverðið slakir, tekur tíma að pússla saman nýju liði. BR getur ekki losað sig við allt í einu……en hann þorir samt að reyna nýja hluti en það eru mennirnir sem eru á vellinum sem drulla alltaf upp á bak…………..
50:19 á klukkunni á Stamford Bridge:
Chelsea 3
Man. Utd. 0
Æi, aumingja United, þeir eiga svo bágt…..búhú…
ég græt……krókódílatárum.
Sælir félagar
Ekkert gleður mig meira en að Liverpool vinni ManU. Það sem gleður mig næst mest er að Liverpool vinni og þá skiptir ekki máli hvaða lið það er. En það sem kemur í þriðja sæti minna gleðiefna er þegar ManU tapar. Þá hríslast um mig ánægjan og þórðargleðin
Það er nú þannig
YNWA
Manchester United er aðeins 6 stigum á eftir Liverpool.
Okkar menn þurfa ekki annað en að eiga tvo leiki eins og á móti Hull – nú eða bara leik eins og á móti liðunum fyrir ofan okkur – og Utd að sigra tvo leiki. Þá eru þeir búnir að ná Liverpool.
Samt er allt í volli hjá þeim, allt að fara til fjandans, ömurlegur þjálfari, leikmannahópurinn handónýtur og ég veit ekki hvað.
Homer gleðst yfir því þegar Manchester United gengur illa. Gerir samt lítið af því opinberlega, því maður er eldri en tvívetur í þessum bransa og veit að skjótt skipast veður í lofti. Þeir eiga t.d. bæði Rooney og van Persie inni. Tveir af bestu framherjum í heimi.
Bara tveir aurar í umræðuna – svona svo Homer þurfi ekki að ræða leikinn í gær sem var algjör skita sem gerist ekki aftur því sem lifir af þessu tímabili 😉
Homer
Hverjum er ekki fjandans sama um utd.? hvað er málið þurfum að spá í miklu meira en utd eins og er. það eru lið eins og Everton og Tottenham sem eru að ógna 4dja sætinu það er það EINA sem skiptir LFC máli í dag.
Ef við náum ekki 4dja sætinu í lok tímabils þá missum við Luis Suarez frá klúbbnum það er vitað.
Það er alveg ljóst að nái liðið ekki topp fjórum þetta tímabil þá er það vonbrigði.
joispoi #78 Gerald?!?!?!
Sá bara fyrri hálfleikinn.
Á fyrstu mínútunum fannst manni ljóst að eitthvað var að og það var í raun alveg ljóst áður en Villa skoraði að við vorum undirmannaðir á miðjunni. Liðinu hélst einfaldlega ekki neitt á boltanum. Of margir leikmenn virðast ekki vera að finna taktinn. Öll umræðan um Gerrard er sovsem að einhverju leiti eðlileg en allt tal um að setja hann á bekkinn á að mínu mati ekki við, amk ekki meðan við erum með þá miðjumenn sem eru hjá klúbbnum í dag. Ég held að það sé nauðsynlegt að fá Allen inn sem fyrst og hann og Hendo myndu vera mitt fyrsta val á miðjuna. Að spila SAS + sterling og Coutinho held ég að sé einfaldlega of sóknarsinnað, sérstaklega þegar Coutinho virðist ekki vera að finna fjölina sína nægjanlega vel.
Vörnin er síðan alveg bara brandari. Það tekst nánast öllum að gera upp á bak þar. Reyndar ef maður á að vera fullkomlega sanngjarn þá er aukið álag á vörninni þegar liðinu er styllt svona sóknarsinnuðu upp. Toure og Sktrel eiga bara ekki einu sinni að fara saman í sturtu þeir eru svo hryllilega ósamstíga. Ég var gríðarlega spenntur fyrir Toure í haust og taldi að þarna værum við að fá þvilíkan leiðtoga inn í vörnina en því miður virðist hann ekki vera sá leikmaður sem ég taldi hann vera. Bæði er hann hægur og síðan hefur hann gerst sekur um að vera bara alveg á hælunum. Bakverðirnir eru síðan önnur saga og Cissokho er bara einfaldlega ekki nægjanlega góður leikmaður finnst mér m.v. það litla sem ég hef séð. Það er síðan rannsóknarefni að finna út af hverju Johnson nær allavegana ekki að sýna einhverja smá takta m.v. allar mínúturnar sem hann spilar.
Ég held að öll áhersla í Jan glugganum ætti að fara í öflugan miðjumann og bakvörð. Þetta eru svo veikar stöður hjá okkur. BR hefur látið liðið spila flottan bolta og náð fínum úrslitum undanfarna 12 mánuði, vonandi heldur það áfram þrátt fyrir að við séum svona brothættir bakatil.
Var á leiknum:) en auðvitað hefði viljað sigur en svona fór það nú….En varðandi leikmenn í vetur þá finnst mér Lucas vera lélegur! Hef gefið honum tækifæri var meiddur og allt það en er bara ekki frá því að hann er kannski nógu góður fyrir þetta félag.Annahvort að lána hann en þá höfum við enga eða þá selja hann.Er að tala í fúlasta alvöru! Ef LFC nær ekki 4 .sætinu þá segi ég bless B. Rodgers.Það verða einhverjir hissa þá bara hafa það.Líðið er að spila flottan bolta en það er árangurinn sem telur.Svo er ég lika hræddur um að önnu félög taki fram úr félaginu.Tala nú ekki um ef þessi Kínverji kaupi Southamton,svo eru everton ,spurs,ja og newcastle .En í gvuðs bænum hugsum um okkur en ekki Man.utd. Þekki marga united menn þeim líður mjög illa að þeim gengur illa en við erum að gera grín að þeim og höfum ekki efni á því á einn eða annan hátt þar sem þetta mancester líð varð enskur mestari á síðustu leiktíð! en finnst það gaman og hlæ innra með mér! en ekki að drulla yfir önnur líð og hvað þá Djöflana..En áfram Liverpool ! Fyrir mér er mitt líð best og það er LFC#1
kannski ekki
Sælir félagar.
Því miður er það að koma okkar blessaða klúbb í vesen aftur og aftur að þjálfarar liðsins eru einfaldlega ekki nægilega snjallir á markaðnum og miklir peningar fara til spillis og er liðið okkar ekki með ríka eigendur til að ráða við það! síðasta sumar var mjög slakt og verður bara verra með hverjum leiknum sem leikin er!
Ég segi það enn og ég held áfram að segja það, ef Lucas er ekki í liðinu getum við gleymt öllum draumum um eitthvert 4 sæti. Gott og vel ef hann er svo meiddur og einhver annar þarf að kóvera DCM stöðuna okkar, þá er Steve G ekki fyrsti kostur. Það var alveg á hreinu í Stók leiknum að hann kann ekki þessa stöðu og á ekki að vera að fara læra hana.
Allt í lagi, þessi tilraun fór gjörsamlega í vaskinn og Brendan gafst upp eftir 45 míníutur.
Hafandi sagt að Lucas er síðan lykilmaður og vera núna að biða eftir fréttum hve alvarleg hnémeiðslin hans kunna að vera, er alveg ljóst að það þarf að finna strax einhvern á því leveli sem hann er eða bætir klúbbinn.
Mín reynsla úr boltanum er sú að ef miðjan heldur ekki, ef miðjan styður ekki við sóknina þá er ekkert sem getur bjargað þér. Mín reynsla er líka sú að flestir DCM sjást lítið í sjónvarpinu þar sem þeir eru að styðja allann tímann, gefa einfaldar sendingar á næsta mann og eru duglegir að hjálpa til og dekka svæði, hlaupa sífellt í skarðið og sópa upp skítnum sem aðrir búa til. Þess vegna sést miklu oftar þegar þannig leikmaður skítur í buxurnar frekar en ef hann er hetjann.
Ég vil vera bjartsýnn og vona það besta en gvuð forði okkur frá því að þurfa að nota Allen, Gerrard eða Henderson sem DCM miðjumenn það sem eftir er tímabilsins.
Afskaplega góð leikskýrsla og segir það sem ég hefði viljað sagt hafa. Hroðalegur leikur að mínu mati hjá Rodgers og ég var alveg sjóðandi illur í fyrri hálfleik. Hann ætti að vera farinn að átta sig á því að Gerrard virkar alls ekki vel í skítverkin í tveggja manna miðju, það er ekki svona mikilvægt að troða honum í byrjunarliðið að eina alvöru DMC leikmanni liðsins er fórnað úr sinni stöðu bara til að Gerrard geti spilað. Það var síðan alveg með ólíkindum að bíða með það í 45 mínútur að bregðast almennilega við þessu. Ég reyndar hata 4-4-2 kerfið og hélt að þetta væri útdautt, en til að nota þetta þarf mikið meiri kraft á miðjuna en þetta, helst svona Yaya Toure skrímsli.
Ef að Lucas er meiddur verðum við að fá alvöru DMC sem er tilbúinn í slaginn, annars held ég að seinni hluti þessa tímabils verði svipað mikil vonbrigði og áður þegar Lucas hefur verið lengi frá.
Varnarleikurinn er síðan alveg agalegur hjá okkur og mjög fúlt að geta ekki stillt upp sömu varnarlínu milli leikja. Arsenal t.a.m. hafa lítið lent í veseini með miðvarðaparið sitt og leka afar fáum mörkum fyrir vikið. Það er mjög stór munur m.v. okkar lið sem hefur stillt upp nánast öllum mögulegum útfærslum af varnarlínu.
Á meðan varnarlínan breytist svona ört milli leikja og hvað þá þegar við spilum með Toure og Skrtel saman án þess að þeir hafi cover frá miðjunni þá er Mignolet alltaf að fara leka slæmum mörkum inn á milli, allir markmenn myndu gera það held ég.
Hann fer í lag um leið og meiri stöðugleiki kemst á varnarleikinn, sömu lögmál þarna og eru t.d. bara í handbolta.
Til LFC#1 (nr. 87)
Nr. 1) Að nota þennan leik til að segja að Lucas sé ekki nógu góður leikmaður fyrir Liverpool er svo vitlaust að ég veit ekki hvað hægt er að segja. Þessi leikur var nákvæmlega ástæðan fyrir því að við eigum að spila Lucas í hverjum einasta leik sem hann hefur heilsu til. Lucas er, þegar hann er frískur og í formi, byrjunarliðsmaður í brasilíska landsliðinu. Þann dag sem Liverpool hefur efni á að nota byrjunarliðsmann úr brasilíska landsliðinu sem varamann verður dagur sem ég verð mjög glaður því þá erum við klárlega að berjast um alla titla sem í boði er 🙂
Nr. 2) manchester united hefur haft rúm 20 ár til að gera grín að okkur og okkar gengi. Hvert skipti sem Liverpool er ofar í töflunni, þótt það sé ekki nema á markamun, þá mun ég koma til með að gera grín að hverjum einasta man utd manni sem ég finn, þeir eiga það alveg inni hjá mér miðað við það sem ég hef fengið að heyra undanfarin ár 🙂
Þröstur það eru margir á undan honum í goggunarröðini í landslíðinu.og já eins og þú segir sjálfur og eins og eg sagði og hef sagt þegar hann er í formi og hefur heilsu til! En hann hefur verið langt frá sínu besta og er búin að vera lengi hjá félaginu alls ekkki vitlaust að losa sig við hann.En hann er bara ekki að standa sig ,hef gefið honum séns en nú segi ég stop! Það eru margir betri (landslíðsmenn) en hann og meðal annars leikmenn sem spila í ensku úrvalsdeildini.Lucas hefur spílað 4 landsleiki á árinu 2013 og þar á undan spilaði hann 2011. Þegar ég sagði að hann væri lélgur þá var það ekki í þessum leik,bara heilt yfir! Þröstur en og aftur ertu ekki að lesa þeir hafa haft efni á því að gera grín..Jú vegna þess að er eðlilegt þegar við hjá Liverpool segjum á hverju tímabili nú er komið að okkur eða þetta er okkar tímabil.Þeir hafa ástæðu en ekki við.Við til dæmis höfum ekki unnið ensku úrvalsdeildina en samt erum við bestir á Englandi..Sem liverpool maður skil ég það ekki…En kannski ertu eldri og reyndari og getur sagt mér þá meina ég útskýrt..Vegna þess að ég er 43 ára og vitlaus..:P LFC#1
Ágætis grein hér:
http://tomkinstimes.com/2014/01/the-good-the-bad-and-the-cissokho/
Sammála því sem þar kemur fram, að sú óþolinmæði sem stuðningsmenn sýna leikmönnum er stundum ótrúleg og stundum alveg út úr kortinu. Fyrir mig er t.d. alveg ljóst að það voru gerð góð kaup í Mignolet og að hann er framtíðarmarkvörður.
LFC#1: Hvergi í mínum skrifum var ég að halda því fram að þú værir eitthvað ungur og vitlaus. Ef þú tókst því þannig biðst ég afsökuknar á því en ég sé ekki hvernig það kemur málinu við að þú sért 43 ára og vitlaus ;).
Við verðum bara að vera sammála um að vera ósammála um mikilvægi Lucas fyrir liðið. Persónulega tel ég þessa holding midfielder stöðu vera eina þá mikilvægustu á vellinum. Sérstaklega þegar öftustu fjórir eru ekki meira sannfærandi en þeir hafa verið hjá Liverpool í undanförnum leikjum. Ég tel einnig að Steven Gerrard hafi sýnt okkur það svart á hvítu í leikjunum á móti Aston Villa og Stoke að hann er ekki leikmaðurinn til að leysa þessa stöðu.
Skal viðurkenna það að ég fór ekkert sérstaklega yfir undanfarna leiki brasilíska landsliðsins. Man bara eftir því að fyrir meiðslin sem hann varð fyrir í lok árs 2011 var hann að spila mjög reglulega með því. Það er kannski alveg eðlilegt að það taki smá tíma til þess að vinna sína stöðu aftur þar.
Ég er á því að það séu ekkert margir leikmenn í heiminum sem skila þessari stöðu betur en Lucas og mér dettur enginn leikmaður í Premier league sem ég mundi frekar vilja hafa en Lucas að vinna skítverkin á miðjunni. Það má nefna menn eins og Sergio Busquets, Sami Khedira, Javi Martinez, Bender bræður og Luiz Gustavo (sem hefur verið að halda honum úti úr landsliðinu) sem eru hugsanlega og væntanlega betri en Lucas en í Premier league dettur mér enginn í hug. Ég lít á Yaya Toure sem meiri box to box miðjumann eða hreinlega sóknarmiðjumann. Ég man eftir klippu þar sem Gary Neville fór yfir það hvernig Lucas tók David Silva út í einhverjum leiknum á móti Manchester City. Hann er að vinna vinnu sem menn taka ekki eftir þegar menn horfa á leikinn en er svo fullkomlega vanmetin.
Ég er líka ansi hræddur um að ef þessar fréttir eru réttar þá eigum við eftir að finna vel fyrir því í vor hversu mikilvægur hann er fyrir okkur.
Og varðandi punkt 2) hjá mér þá ætla ég nú ekki að fara að rökræða um það hvort ég megi gera grín að manchester united mönnum eða ekki en þessi punktur var nú sagður í svona léttu gríni sem skilar sér kannski oft illa í rituðu máli.
Áhugaverð Norsk grein um miðjuna okkar og fyrirliðann
http://liverpool.no/blog/storypg.aspx?id=40023&zone=85
Ég tók hér saman næstu 5 leiki (eftir umferðina sem klárast í kvöld) þeirra þriggja liða sem eru að bítast um þetta mikilvæga fjórða sæti eins og staðan er í deildinni núna:
——-Liverpool——–
Liverpool v Everton
West Brom v Liverpool
Liverpool v Arsenal
Fulham v Liverpool
Liverpool v Swansea
——-Tottenham——–
Tottenham v Man City
Hull v Tottenham
Tottenham v Everton
Newcastle v Tottenham
Norwich v Tottenham
——Everton——–
Liverpool v Everton
Everton v Aston Villa
Tottenham v Everton
Chelsea v Everton
Everton v West Ham
Ekki auðvelt prógram hjá neinum af þessum liðum að mínu mati, og alveg klárt að Liverppol hefur ekki efni á að gefa stig eins og þeir gerðu um helgina.
Sælir,
hroðalegur fyrri hálfleikur og alveg ótrúlegt að Lucas skuli ekki byrja ALLA leiki. Jákvætt þó að fá einu stigi meira en í fyrra á heimavelli gegn þessu liði. Einnig er það jákvætt að fá eitthvað út úr leiknum þrátt fyrir að eiga slæman dag.
Núna þegar lítur út fyrir að Lucas sé meiddur í lengri tíma, segi ég það bara enn og aftur að Liverpool þarf að kaupa Morgan Schneiderlin.
Trostur(95), flamini, arteta, fernandinho, david luiz, victor wanyama, cheick tiote, allt leikmenn sem eg mundi velja a undan Lucas, tad er eithvad sem segir mer ad tu horfir bara a pool leiki.
# 100
Vel gert. Nú er það bara næsti leikur, nóg eftir.
Bergur í #99, Ertu með allt niðrum þig eða? Fernandinho er mögulega eini sem á breik í Lucas á þessum lista þínum. Og varla myndi maður þora að velja hann með miðjumönnum Liverpool vs. miðjumönnum City enda mennirnir mun betri í kringum hann heldur en Lucas.
Bergur Thor. Ég skal gefa að ég væri alveg til í Victor Wanyama en ég tek Lucas fram yfir alla hina sem varnarsinnaður miðjumaður. Ef við tökum þá lið fyrir lið:
– Flamini: Búinn að vera góður í vetur en held hann eigi ekki mikið inni. Verður ekki lengi í viðbót í þessum klassa.
– Arteta: Betri sóknarmiðjumaður en Lucas en Lucas sinnir varnarhlutverkinu betur.
– Fernandinho: Kemst ekki nálægt brasilíska landsliðinu. Góður leikmaður og betri fram á við en Lucas en lakari varnarlega.
– David Luiz: Er náttúrulega varnarmaður en hefur verið notaður þarna af því að hann er allt of villtur varnarmaður og heillar mig ekkert sérstaklega sem miðjumaður.
Cheick Tiote: Öflugur og duglegur of villtur í tæklingum (Sem Lucas hefur reyndar verið á þessu tímabili líka) en tek Lucas frekar í mitt lið.
Victor Wanyama: Hef ekki séð mikið af honum en hann og Schneiderlin voru að virka vell saman framan af tímabili og gæti því alveg ímyndað mér að hann gæti verið sterkari í þessari stöðu heldur en Lucas.
Kannski er ofurtrú mín á Lucas ekki réttmæt og ég vona að við getum fyllt skarð hans þar sem nú er hugsanlegt að hann sé lengi frá en mér finnst bara að þegar hann er í formi þá sé hann einn allra besti leikmaðurinn í þessari stöðu sem finnst í boltanum í dag. Menn mega alveg vera ósammála mér en ég legg fyrri hálfleik á móti Aston Villa fram sem sönnunargagn A 🙂
Og nei, ég horfi á töluvert fleiri leiki en Liverpool leiki en skal alveg viðurkenna að ég hef ekki fókusað alveg eins mikið á þessa varnarmiðjumenn eins og ég hef fylgst með Lucas.
http://www.mbl.is/sport/enski/2014/01/20/kolbeinn_ordadur_vid_liverpool/
Jaahá þa bara þona!!!
Hérna er Gary Neville að benda á vinnuna sem Lucas vinnur.
http://youtu.be/urARMVXVe-Y
Umfjöllunin um Lucas byrjar í kringum 3:55.
Sindri ég er ekki sammála þér.Fyrir það fyrsta teljum við Liverpool vera bestan í deildini svona er það nú bara..þótt að rökin fyrir því eru mjög fá..en varðandi leikmenn eins og tiote þá er hann mjög góður meða við að spila fyrir félag eins og Newcastle..en Lucas lélegur að spila fyrir félag eins og Liverpool..Wanyama er góður lekmaður sem gerði góða hlutu með Celtic bæði í Skoltlandi og í Mestaradeildini..ENda sést það langt um best þegar hann meiddist þá hrakaði líðið.Og hann er en meiddur. Ég tek hins vegar david luiz ekki miðjumann heldur varnamann.en hann hefur leyst stöðuna sem varnasinnaður miðjumaður mjög vel,komið bara á óvart.Flamini er betri en þessi þrir sem ég nefni hér (tiote,wanyama og luiz) enda sést lika hvar Arsenal er á töfluni það er mjög mikill munur á Flamini og A.Song sem spilaði hjá Arsenal og er í dag hjá Barcelona.
Kolbeinn er orðaður við Liverpool af síðunni sportsdirectnews, sem mér skilst að sé ristýrt af Íslendingi (Óskari Hrafni Þorvaldssyni). En það gæti verið vitleysa. Það eru allavega alltaf að koma einhverjar undarlegar fréttir um hina og þessa Íslendinga sem eru orðaðir við hin og þessi stórlið, á þessari síðu.
En… ef Brendan Rodgers hefur í huga að styrkja framlínuna (eins og staðan er núna erum við bara með 2 almennilega strækera) á viðráðanlegu verði, þá myndi ég telja að Kolbeinn væri FRÁBÆR kostur. Hann er einfaldlega algert rándýr í boxinu, striker sem öll lið geta nýtt sér.
G.
Djofull er cissoko omurlegur en einn brandari til að lífga upp á stemminguna
Hvað er líkt með kennurum og manchester united
.
.
.
.
.
Hahahaha þeir vinna ekki um helgar
Tiago Ilori farinn á lán til Spánar. Komst hann einhverntíman á bekkinn? Man ekki eftir því. Allavega búið að skapa pláss fyrir nýjum leikmanni, Liverpool þarf alltaf að losa um áður en þeir versla. 7m pund fóru í þennan efnilega Portúgala síðasta sumar.
Það efast enginn um mikilvægi Lucas í þessu liði og meiðsli hans eru mikið áfall. Vonandi að þau reynast ekki eins alvarleg og menn óttast, því ef hann verður frá í langan tíma þá er liðið einfaldlega í slæmum málum.
Lucas er einfaldlega þannig leikmaður að hann lætur aðra leikmenn í kringum sig líta betur út. Segja má að hann gegni sama hlutverki í Hamann gengdi árum sama hjá Liverpool án þess þó að fá þá viðurkenningu sem hann átti skilið nema undir það síðasta, þegar hann minnti stuðningsmenn all rækilega á mikilvægi sitt í Istanbul 2005.
Þessi meiðsli koma á slæmum tíma þar sem mér fannst Lucas vera nálgast hægt og rólega sitt fyrra form sem hann var í áður en hann sleit krossbönd. Það má ekki gleyma hve alvarleg meiðslu það voru sem hann lenti í en margir knattspyrnumenn hafa aldrei náð fyrri styrk eftir að hafa lent í sambærilegum meiðslum. Hugsanlega má velta því fyrir sér hvort að það hefði mátt kaupa leikmann í hans stöðu fyrir tímabilið til þess að minnka álagið á Lucas og veita honum samkeppni.
Það þýðir lítið að velta sér uppúr hefði og ef, staðan er einfaldega sú að liðið verður að bregðast við þeim aðstæðum sem eru uppi? Hvaða möguleikar eru í stöðunni?
Einhverjir hafa nefnt kaup á leikmönnum í hans stöðu. Það er e.t.v. hægt að gera það í Football Manager en staðreyndin er einfaldlega sú að leikmenn á svipuðum kaliber og Lucas eru einfaldlega ekki til sölu á þessum árstíma, nema þá fyrir einhver verð sem Liverpool hefur ekki efni á.
Gerrard held ég að sé búinn að sýna í síðustu tveimur leikjum að hann veldur ekki þessu hlutverki og væntanlega horfir BR til Allen í næstu leikjum. Vandamálið með Allen er að hann er ekki í leikformi vegna tíðra meiðsla og hættan við að setja menn strax í lykilhlutverk við endurkomu úr meiðslum eru að þeir meiðast aftur.
Einnig gæti BR sett Henderson í hlutverk varnarmiðjumanns. Henderson finnst mér að mörgu leyti jákvæð blanda Lampard og Scott Parker. Hann getur varist og stjórnað spili aftarlega á miðjunni og hann getur skotið sér fram og skorað mörk og gefið stoðsendingar. Hann er hugsanlega ekki jafnmikill ball winner og Lucas en hann hefur mikla yfirferð sem hjálpar honum að loka svæðinu milli miðju og varnar.
Hugsanlega mætti athuga hvort hægt væri að fá lánsleikmann í þessa stöðu en eins og staðan er í dag sé ég ekki hvaða leikmaður það gæti orðið.
Hvað er með þessa sögu um Kolbein, er þetta bara skáldað upp af þeim þarna á þessari síðu eða er fótur fyrir þessu. Ég hef mikið álit á Kolbeini en veit ekki hvort hann nær alveg Suarez eða Sturridge kaliber væri hins vegar fínt að fá hann til 3ja kost.
Síðan veit maður aldrei með Suarez hann gæti farið næsta sumar.
Nr. 109
Ætli þetta lag hafi ekki verið sungið líka áður en t.d. Suarez, Sturridge, Coutinho, Mascherano, Agger, Skrtel o.s.frv. voru keyptir?
Mikið ætla ég að vona að Lucas verði ekki lengi frá, mér finnst í raun ótrúlegt að men hér séu enn að segja að hann sé lélegur leikmaður. Ég nenni ekki einu sinni að svara svona rugli.
Hvað um það, ef hann er lengi frá þá þurfum við að gera eitthvað í þessum janúar glugga og það er nú einu sinni svoleiðis að í þeim “glugga” höfum við gert mörg af okkar bestu kaupum.
Ég er ekki enn búin að gefast upp á að minnast á Mata, veit að hann kæmi ekkert í staðin fyrir Lucas, en það yrði mikill happafengur fyrir okkur.
Mér finnst bara að Liverpool eigi að fara í áskrift við að eiga viðskipti við celski 🙂 Mér er bara farið að þykja vænt um Roman hann hefur verið svo góður við okkur 🙂
Mata næst kæri Roman, og þú færð Moses tilbaka, gölluð vara.
Djöfull er maður ennþá fúll yfir þessum leik. Fyrri hálfleikurinn var eins og afturhvarf til fortíðar, liðið var gjörsamlega sundurspilað…af Aston Villa? Bara taktískt afhroð í þessum leik, þannig að björtu hliðarnar hljóta vera að menn hafi lært eitthvað af þessum leik.
Ég hef alltaf verið svolítið veikur fyrir West Bromwich Albion, sérstaklega á mánudagskvöldum.
#111
Það er rétt Babu en fyrst að þú nefnir góð janúar kaup, þá er í lagi að nefna líka slæm janúar kaup sem í sumum tilvikum var ætlað að bjarga málum á síðstu stundu sbr. Carroll, Jon Kromkamp, Morientes o.s.frv.
Það sem ég er aðallega að benda á er að staðan er ekki góð af því leyti að finna þarf leikmann í stórt hlutverk á miðjunni með skömmum fyrirvara. Leikmenn á sambærilegum kaliber og Lucas er sjaldan fáanlegir í janúarglugga nema á háu verði og jafnvel geta liðin leyft sér að smyrja aukalega ofan á verðið í ljósi þess hve mikið Liverpool þarfnast leikmannsins. Staðreyndin er að verðin í janúarglugganum eru að jafnaði hærri en yfir sumarið. Þá munu kaup á varnarmiðjumanni jafnframt draga úr líkunum að það verði hægt að styrkja aðrar stöður á vellinum.
Hvenær er næsta podcast?
Jón, við erum að taka upp núna.
http://www.youtube.com/watch?v=HP301iR6tDQ
Hvað í andskotanum er í gangi, gengur þessi skíthæll ekki heill til skógar??
WBA – Everton 1 – 1
4. sætið er áfram okkar í a.m.k. eina viku enn 🙂
Heill þér meistari Diego Lugano, stigaþjófur kvöldsins og sveitungi Suarez!
Jose Mourinho er bara trúður á ákveðin hátt og það ekkert að fara að breytast, bara leiðinlegt fyrir hann.