Ég rakst á nokkuð skemmtilega frétt á Liverpool heimasíðunni. Þar heldur Gerard Houllier að Liverpool þurfi að skora fleiri mörk. Maðurinn er snillingur. Liverpool skoraði ekki mark í síðustu fimm leikjunum. Hann hefði betur áttað sig á þessu aðeins fyrr. En allavegana, þá held ég að hann sé rétti maðurinn fyrir Liverpool og þeir verða með besta liðið á næsta keppnistímabili. Þá loksins mun þessi hrikalega bið eftir titli enda.
Annars er ég svo forfallinn fótboltaaðdáandi að ég veit varla hvað ég á að gera, nú þegar enski boltinn er búinn. Maður verður víst bara að bíða þolinmóður þangað til að EM byrjar í sumar. Megi Holland vinna!