Owen: staying.

LFC OnLine: Owen to sign new deal

Það fór eins og mig grunaði, Michael Owen mun líklega framlengja samning sinn við Liverpool (og fá talsverða launahækkun í leiðinni) að lokinni Evrópukeppni í Portúgal. Í fréttinni er talað um að hann muni skrifa undir 2ja ára samning, sem í raun þýðir bara að hann framlengir núverandi samning sinn um ár, eins og ég fjallaði um í færslu í síðustu viku. Þannig að eftir ár verður hann staddur í sömu stöðu og hann er núna, þarf að vega og meta hvernig liðinu hefur gengið veturinn á undan (2004-05) og hvort hann vill vera áfram.

En þetta eru allavega góðar fréttir. Við fáum allavega að sjá hann og Cissé spila saman í framlínunni, þó ekki sé nema í eitt ár…

Rosicky

Benitez byrjar samningaviðræður